Lögberg - 28.02.1924, Page 1
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
AthugiC nýja staöinn.
KENNEDY 8LDG. 317 Portage Ave. Mót Eaton
35. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1924
NÚMER 9
Helztu heims-fréttir
-** Caaada
gefa kost á sér við íhöndfarandi
forseta útnefningar. Til þess er
hann þó ófáanlegur, og kveðst
gera munu alt, er í hans valdi
standi til þess að styðja að út-
nefningu og kosningu 'William
MoAdoos.
Charles B. Warren frá Detroit,
hefir verið skipaður sendiihenra
Bandaríkjanna í Mexico.
Sjö stúdentar við háskólann í
Missouri, fjórir piltar og iþrjár
stúlkur, hafa verið reknir úr skóla
fyrir drykkjuskap.
Tvö egg fundust nýlega í South
Dakota, sem sérfræðingar segja
að muni vera frá tuttugu og fimm
til sextíu miljón ára gömul. Hef-
ir þeim nú verið komið fyrir í
Field nátturugripasafninu.
Samkvæmt síðustu fregnum, eru
ýmsir helztu menn Republicana
flokksins önnum kafnir við það,
að reyna að sanna og telja þjóð-
inni trú um, að o'líuhneykslið al-
ræmda, sé í raun og veru að
kenna Josephus Daniels, flotamála
ráðgjafa í stjórnartíð Woodrow
Wilsons. — Eins og nú standa
sakir, eru litlar líkur til, að slík-
ar tilraunir muni bera mikinn á-
rangur.
Samkvæmt nýútkominni skýrslu
frá Metropolitan lífsábyrgðár-fé-
laginu í New York, hafa sex þús-
und og fjögur hundruð manneskj-
ur beðið bana í Bandaríkjunum
síðastliðna tólf mánuði af elds-
voða.
Hinn 26. iþ.m. lézt í New York,
rithöfundurinn George Randolph
Chester, 54 ára að aldri. Hann
var fæddur í borginni Cincinnati
í Ohio rikinu. Hann lætur eftir
ig ekkju og tvo sonu. Einna víð-
kunnastur mun hann .vera fyrir
Wallingford sögurnar.
Bretland.
Þótt hafnapþjóna verkfallinu
á Bretlandi sé ekki formlega lok-
ið, er búist við að samningar muni
takast þá og þegar er báðir aðilj-
ar megi vel við una. Vinnuveit-
endur hafa gengið inn á að hækka
kaup þjóna sinna, sem svarar
tveim shillings á viku, og nemur
sú hækkun tveim þriðju þeirrar
launaviðbótar, er hafnarþjónar
fóru fram á. Hið nýja MacDon-
ald ráðuneyti hefir gengið afar-
röggsamlega fram í því, að reyna
að binda sem fyrst enda á verk-
fall þetta.
Með það fyrir augm að ráða að
einhverju leyti 'bót á atvinnuleysi
því hinu mikla, er svo mjög iþreng
ir að bresku þjóðinni um þessar
mundir, hefir MacDonald stjórn-
in ákveðið að byggja 7 ný her-
skip. Fjárveiting til fyrirtækisjns
var samþykt með'mkilu afli at-
kvæða í þinginu. Nokkrir úr
stjóirnarflokknum (verkamannáfl.)
greiddu ekki atkvæði, en tveir
voru á móti. Fanst þei'm iherskipa
viðbót þessi, ekki í sem bestu
samræmi við stefnuskrá flokks-
ins.
Harry Cerman hefir verið kos-
inn forseti hinna sameinuðu
bndafélaga á Englandi. Hefir
hann unnið að samtökum meðal
bænda síðastliðin 20 ár .
Sá einkennilegi og jafnframt
sorglegi atburður vildi til Ihinn
losna úr herþjónustu og Ihefði því
gripið til þessa örþrifaráðs í
þeim tilgangi, að láta reka sig úr
þjónustu flotans.
Verlcamenn, sem voru nýlega
að höggva í klett einn mikinn,
nálægt Plymoutih á Englandi,
komu niður í litla, einkennilega
grafhvelfing, sem í var lítil lík-
kista ger af blýi. Þar innan í var
örsmá trékista, er hafði inni að
halda fuglsbein og nokkra írska
smápeninga, er sagðir eru að hafa
verið slegnir 1822. Munu minjar
þessar því vera yfir hundrað ára j
gamlar.
Sir D. Probin fjárráðamaður
Alexöndru drotningar síðan 1919,
hélt nýlega níutíu og eins ára af-
mæli sitt. Ga'mli maðurinn er enn
við bestu iheilsu, og starfar á
skrifstofu sinni fimm til sex
klukkustundir hvern einasta dag.
Maður einn lá nýlega fyrir
dáuðans dyrum á sjúkrahúsi
nokkru í Lundúnaborg. Læknar
höfðú tilkynt honum að hann ætti
ekki eftir ólifað nema fáeina daga.
Sjúklingurinn kvaðst eiga yngsta
son sinn i Ástralíu og bað læknana
að símrita honum samstundis og
biðja hann að koma. Var þetta gert
Bað hann um að mega hafa sjó-
kort við rúmið, svo hánn gæti kvnt
sér þær leiðir, er sonur hans sigldi
eftir. Sex vikur liðu þangað ':il son-
urinn lenti á Englandi og sérlhvern
dag hafði hinn aðfra'mkomni mað-
ur litið á kortið, til þess að sann-
færa sig um hvar sonur sinn væri
niðurkominn í þann og þann svip-
inn. Náði sonurinn fjórum klukku-
stundum áður til sjúkrahússins, en
faðir hans gaf upp andann .Segja
I læknar, að það 'hafi aðeins verið
í hinn óbifandi viljakraftur, er hélt
| sjúklingnum svona lengi á lífi.
H^aðgnœfa.
Sérfræðinganefnd sú, er set.ið
hefir á rökstólum undanfairanrii
til þess að rannsaka fjárhags á-
stand pýskalands, Ihefir nú lokið
starfi og verða tillögur hennar
gerðar heyrinkunnar einhvern
hinna næstu daga. óljósar Evi’-
ópufregnir segja að nefndin muni
j leggja til að Frakkar kveðji þeg-
i ar heim alt sitt setulið í Ruhr-
| héruðunum og að stofnaður verði
næga tryggingu í gulÞ’ Búist er
nýr þjóðbanki í pýzkalandi, með
I við að skaðahætur þær, er Þjóð-
j verjum voru dæmdar að greiða,
: verði lækkaðar til muna og að
j þeim verði veittur alllangur gjald-
i frestur, gegn því, að þeir borgi
vexti af skuldinni.
Fregnir frá Riga láta þess get-
ið að Kharkow héruðunum
standi yf in alvarleg uppreist
gegn sovietstjórninni rússnesku.
ítalska stjórnin hefir opinber-
lega viðurkent sovietstjórnina á
Rússlandi og gert við hana nýja
verslunarsamninga.
Eftir síðustu fregnum frá
Mexico að dæ'ma, er svo að sjá,
sem liðsveitum Obregon stjórnar-
innar, hafi í hvíventa veitt
betur jen uppreistarhersveitum
þeim, er Huerta veitir forystu.
f námunda við Cordoba á Spáni
hafa nýlega fundist mannahein
,sem sagt er að muni vera yfir
22. þ. m. ao tvo born piltur og fimmtíu þúsund ára gömul.
stúlka, steyptust niður af turnij
Westminister dómkirkjunnar, úr Fregnir frá Aþenuborg hi
300 feta hæð og mörðust «vo á 'Þ- m- þess að Kaf<
Stofnaður í fyrri vikunni hér í
borginni var félagsskapur, er það
verkefni Ihefir með höndum, að
reyna fram fullnaðarverk á
Hudsonsflóa brautinni. Félags-
skapur þessi nefnist “On to the
Bay”. Heiðursforseti var kosinn
Hon. Joihn Bracken, istjórnarfor-
maður í Canada, forseti til bráða-
byrgðar C. F. Gray, fyrrum borg-
arstjóri í Winnipeg. Aðrir í
famkva'mdarstjórninni eru Jrvin
C. Nelson, George H. Green, Sam-
uel Caldwell, John Stevens og
senator Watson.
Þrjúhundruð námamenn að
Mountain Park, Alberta hafa gert
verkfall. Hafa þeir krafist þe,ss,
að forstjóri námanna verði rek-
inn úr stöðu sinni fyrir þá sök,
að hann hafi viðhaft ósæmilegan
munnsöfnuð við einn af ná'ma-
mönnum.
Sir Henry Thornton forseti
þjóðeignakerfisins — Canadian
National Railways, telur það vera
lífsskilyrði fyrir fjárhagslegum
viðgangi þess, að það verði með
engu móti gert að pólitísku'm fót-
bolta.
G. B. Jöhnston þingmaður
frjálslynda flokksins í Saskatche-
wan fylkisþinginu fyrir Melfart
kjördæmið, hefir horið fram þings
ályktunar tillögu er skorar á
sambandsstjórnina að 'hlutast til
um að Hudsonsflóa brautinni
verði lokið eins fljótt og fra'mast
má verða.
Hon. W. H. Price, fjármála-
ráðgjafi Fergusons stjórnarinnar
í Ontario lýsti yfir því í fjárlaga-
ræðu sinni síðastliðinn þriðjulag,
að tekjuhallinn á fjárlögunum
að þessu sinni næmi fimtán milj-
ónu'm dala. Kvað hann bruðlun
og fyrirhyggjuleysi Drury stjórn-
arinnar, megi að mestu leyti
kenna um það, hve fjár'hagur fylk-
isins væri illa kominn.
Búist er við að fylkisþinginu í
Manitoba muni verða slitið hinn
20. ‘mars næstkomandi.
Jolhn Bodiuk sá, er kærður var
fyrir að hafa myrt John Kulyuk
hinn 6. okt. síðastliðinn að Stuart
burn, Man., var sýknaður af. á-
kæru þeirri hinn 21. þ.m.
Hinn 21. þ. m. um hábjartan
dag réðust grímuklæddir, vopnað-
ir illræði-smenn á K. Anderson
forstjóra Fairview útibús Imper.
ial bankans í Vancouver og sendi-
mann hans W. Bramwell og námu
á brott ’með sér $132,000. Hvorir-
tveggja aðiljar voru í bifreið,
er atburð þennan bar að höndum.
Þess hefir verið getið til, að þjóf-
arnir muni hafa komið frá Seattle
þótt ósannað sé það enn að vísu.
Eignir þær, er járnbrautarkong-
uu’inn, Sir WiHiam Mackenzie, lét
eftír sig, nema rúmurn tveimur
miljónum dala.
Josepih Sámson hefir verið end-
urkosinn borgarstjóri í Quebec,
með 733 atkvæðum umfram Dr.
Martin, bæjarfulltrúa. Er þetta
þriðja Iborgarstjóra kosningin,
sem hann hefir unnið.
Fregnir f,rá Calgary láta þess
getið, að líklegt sé, að allir kola-
námamenn í Alberta fylki muni
gera verkfall seinni part kom-
anda isumars, er núgildandi
launasamningar renni út. Er full-
yrt, að eigenduir námanna hafi á-
kveðið að lækka kaup þjóna sinna
og muni undir engum kringum-
stæðum fáanlegir til þess, að end*
urnýja áamningana í því formi,
se'm þeir nú eru.
•Stjórnin í British Columbia er
í þann veginn að senda unvboðs-
mann til Englands í þeim tilgangi,
að fá sem flesta brezka innflytj-
endur inn í fylkið.
Sakamáls rannsókn er nú hafin
#egn lögreglumönnum þeim í
Moose Jaw, sem áður var getið
l'm, að teknir hefðu verið fastir
°g kærðir um stórkostlegan
þjófnað.
Alexander Dawson, dómari í
Manitoba, hefir farið þess á leit
v'ð stjórnina, að fá hvíld frá
dómarastörfum um hríð. Hann er
nú hálf áttræður að aldri og hef-
ir gegnt dómarastöðu síðan 19C7.
Opinberar skýrslur sýna, að
hveitiuppskeran í Manitoba síð-
astliðið haust, nam 30,804,000
mæla.
Hon. W. T. Nickle, dómsmála-
ráðgjafi Ferguson stjórnarinnar
í Ontario, hefir lagt fram í þing-
inu frumvarp til undirbúnings
hinni væntanlegu atkvæðagreiðslu
um vínsölumálið þar í fylkinu.
Sambandsstjórnin hefir ákveð-
ið, að skipa nefnd manna, í þeim
tilgangi, að rannsaka allan hag
Home bankans á árunum 1915-16
og 1918. Eigi hefir enn frézt
hverjir muni eiga sæti í nefnd-
inni.
Frumvarp Bracken stjórnarinn-
ar um hlutfallskosningu í ein-
mennis kjördæmum, þar sem fleiri
en tvö þingmannsefni eru í kjöri,
hefir verið samþykt við 2. umræðu.
Með frumvarpinu greiddu at-
kvæði allir bændafl. þing'menn-
irnir að undan .skildum Yakimis-
hack frá Emerson, svo og þing-
menn frjálslynda flokksins. Aft-
urhaldsmenn og verka’manna-
flokksmenn, greiddu atkvæði á
móti firumvarpinu.
Ferguson stjórnin í Ontario
hefir ákveðið að skipa konung-
lega rannsóknanefnd til þess að
rannsaka allar gerðir Dury stjórn-
arinnar þau áirin, sem hún sat að
völdu'm og veitti málefnum fylk-
isins forystu. Er mælt að stórkost-
legur fjárdráttur ihafi átt sér
stað í sambandi við leigu og sölu
á fylkislöndum.
Bandaríkin.
Þrír af leiðandi senatorum
Republicana flokksins, þeir Lodge
Pepper og Boráh hafa krafisit
þess af Goolidge forseta að hann
víki Daugherty 'dómsmálaráð-
gjafa úr embætti sökum afskifta
hans af Teapot Dome olíuhneyksl-
inu. Forseti þverneitar að verða
við ikröfum þeirra. Svo magnað
ósamlyndi hefir risið upp innan
vébanda Republicana utan þings
og innan út af máli þessu, að
menn eru þegar farnir að spá þvi
að Goolidge muni ekki ná útnefn-
ingu og að flokkuirinn muni
hrynja ðins og spilaborg við næstu
kosningar.
Senator Robinson, Demokrat
frá Arkansas, lýsti yfir því í
þingræðu hinn 22. iþ. m. að Cool-
idge forseti hefði í politískum
skilningi undirskrifað sinn eigin
dauðadóm, er hann hefði tekið
upp á sig þá þungu ábyrgð, að
halda hlífsskildi yfiir Daugherty
dómsmála ráðgjafa, þrátt fyrir
skýlausa kröfu senatsins, um að
hann yrði látinn segja af sér.
Professor J. W. Crabtree í Chi-
cago, lýsti yfir því í ræðu þar í
borginni, að eitthvað hlyti að vera
bogið við hugsunarhátt Banda-
.ríkjaþjóðarinnar um þessar mund-
ir, þar sem sjá mætti af hagfræði-
skýrlum, að þjóðin verði til skóla-
halds og mentamála yfirleitt að
eins $1,500,000,000 á ári, en eyddi
á sama tímabili $2,111,000,000 fyr-
ir tóbak og $1,800,000,000 fyrir
brjóstsykur, gosdrykki og ísirjóma.
Aukið herlið hefir verið sent til
Herrin, 111., þar sem blóðugur bar-
dagi hefir staðið yfir 'milli vín-
smyglara og eftirlitsmanna bann-
laganna.
Samkvæmt nýútkonum skýrsl-
um, hefir Bandaríkjaþjóðin veitt
til líknarstarfsinsi á Rússlandi
rúmar fimtíu og átta. miljónir
dala.
Fjárlaganefnd neðri málstof-
unnar leggur til, að $271,942,867
verði veitt til flotamálanna á
næstkomandi fjárhagsári.
Orð leikur á, að akuryrkjumála-
ráðgjafi Bandaríkjanna, Mr. Wal-
lace, muni hafa í hyggju að segja
af sér embætti, áður en langt um
Hður. Kvað hann vera fremui’
heilsuveill upp á síðkastið.
Senator Walsh, Demokrat, frá
Montana, hefir fengið ógrynni af
áskorunum víðsvegar að, um að
strætinu, að ekkert viðlit var að
þekkja þau. Á eftir fylgdi kona,
líiklega móðir barnanna, og var lík
hennar einnig með öllu óþekkjan-
legt. Lögreglan tók samstundis
að rannsaka þenna hörmulega
atburð, en var engu nær þegar
síðast fréttist. Jafnvel kirkju-
verðirnir kváðu sig öldungis óaf-
vitandi um það, með hverjum
hætti að kona þessi og börn hefðu
komist upp í turninn, né heldur
á hvaða tíma.
Undirforingi einn í ibreska sjó-
hernum var nýlega á ferð í spor-
vagni í bænum Chatham. l’ng og
falleg stúlka sat við hlið han.i.
Skar hann af henni hárfléttu og
stakk í vasa sinn. Stúlkan varð
þess skjótt áskynja hvað á seiði
var, og lét handsa'ma sökudólginn.
Eftir að yfirheyrslunni var lokið
í réttinum, var undirforinginn
dæmdur í +uttugu daga fangelsi.
Fyrir réttinu'm bar hann það
fram, að hann hefði hvað ofan í
annað reynt árangurslaust að i
daris stjórnin sé fallin og að
Communistar og aðrir gerbylft-
inga'menn séu að taka við völdum
og ‘hafi lýst yfir því, að héðan í
frá skuli Grikkland vera lýðveldi.
Stjórn Tyrklands hefir ákveðið
að taka í þiónustu sína 1200 sér-
fræðinga fyrir næsta ár, þar á
meðal nokkra frá Bandaríkjur.um
til þess að leiðbeina þjóðinni hvað
viðvíkur landbúnaðarmálum og
fjármálum.
líland og Nýja Sjáland.
í blaði, sem borist Ihefir hingað
frá Nýja Sjálandi í Eyjálfunni,
er sagt frá fyrirlestri, sem pró-
fessor Arnold Wall hafi haldið
þar í félagi einu í haust. Segir
að fyrirlesturinn hafi verið mjög
óvenjulegs efnis og athyglisverð-
ur. En fyrirlestrarefnið var “ís-
lenzkt dagblað” og sagði fyrirles-
arinn þar frá einu Morgunblaði,
sem hann hafði í höndum, rakti
efni þess o.s.frv. og sagði um leið
frá ýmsu um íslenzka tungu og
menningu. Segir í - blaðinu, að
fyrirlesturinn hafi þótt mjög
skemtilegur og fróðlegur og er
sagt þar allmikið frá efni 'hans.
Einna merkast þótti mönnum að
heyra u'm málið og það, að hér
væri enn þá töluð sama tungan
og fluzt hefði til Englands á 9.
öld og hefði lítið breyzt eða
blandast og til væru miklar og
merkar 'bókmentir á þessu máli
bæði að fornu og nýju, og gætu
íslendingar eins auðveldlega lesið
hinar elztu bókmentir sínar og
þeir læsu blöðin frá í dag, þó
sumt í þeim bókmentum væri •
kannske þúsund ára gamalt. í
sambandi við kvæðisstúf, sem stóð
í þessu blaði, talaði prófessorinn
einnig um hið sérkennilega form
á íslenzkum ljóðum, ljóðstafasetn-
inguna, sem hvergi vœri nú ann-
arsstaðar tíðkanleg. Einnig tal-
aði hann um nokkur atriði í at-
vinnu- og mentalífi þjóðarinnar, .
í sambandi við ýmsar greinar 1
blaðinu um þau efni. T. D. mint-
ist hanil á stúdentagarðinn. At-
vinnulíf hér sagði hann að mundi
að ,ýmsu leyti vera svipað og á
Nýja-Sjálandi. pá talaði hann
einnig um auglýsingarnar i blað-
inu, þar sem af þeim mætti oft
marka ýmislegt um þjóðina, hvað
hún hefði á boðstólum og hvað
hún girntist. pað, sem annars
dró ekki sizt að sér athygli þarna
var það, að ein aðalgreinin í blað-!
inu var einmitt um einrj hinn
helzta rithöfund í Nýja-Sjálandi,
prófessor Macmillan Brown, eft-
ir dr. Helga Péturs, en þeir hafa
átt í bréfaskiftum, aðallega um
draumakenningar dr. H. P., sem
víða er nú veitt all'mikil eftirtekt
erlendis.
Prófessor Wall kvað vera vel að
sér í íslenzku og mentamaður í á-
liti hjá þjóð sinni. í fundarlok
var honum þakkað mikið fyrir
erindið og þess óskað, að hanr
vildi segja eitthvað meira frá ís-
landi. “Og eftir þessu yfirliti um
íslenzka blaðið að dæma”, sagði
einn ræðumaðúrinn að síðustu,
og þótti skemtilega sagt, “er be"-
sýnilega betra að lesa önnur blöð
en okkar eigin.”'—Lögrétta.
Þrjú kvæði.
Galla-gripir.
Þú veizt, að ihatrið veldur falli
og veltir þér um botnlaus höf’—
á ástinni er einnig galli:
oft hún reynist hefndargjöf.
Þó huggunar í hatri leitir,
hjarta þínu blæðir inst—
oft verða ástar eldar heitir
að ösku, þegar varir minst.
R. J. Davíðsson.
Til J. Schram.
Þótt árin fjölgi, ung er sál,
enn hin forna brennur glóðin;
vel þú kant að stilla stál
og stuðlar mörgum betur Ijóðin.
Lát þitt hljóma hróðrar mál,
svo ’hugarblóminn sölni miður,
ei í dróma engdu sál,
illa dóma kveddu niður.
pó skýin þjóti þar og hér,
þess skal litið minst í ljóðum.
Eg það veit að Iðunn þér
eplum hefir ’miðlað góðum.
R. J. Davíðsson.
Dœmið ekki.
Við Dardanellasund.—“J?ar liggja þúsundir
ungra Vestur-íslendinga. peir féllu fyrir föður-
landið, auðvitað ! !” — (Heimskringla 6. febr.)
Þeir fáu, sem hugprúðir féllu þar,
—um fleiri þúsund ei getið var—,
þeir Röddinni hlýddu og ruddust gegn stormi;
þeir fóru sem hetjur, þeir féllu 'með sæmd.
Sú framkoma verður i sögunni dæmd,
af öðrum eh Niðhögg, þeim nagandi ormi.
O. T. Johnson.
FAIKIES.
I often think—it may seem passing strange—
I often think that fairies roarn and range
About the fields, the fields so wondrous fair;
That fairies toil, and have a duty there.
I think that nymphs and dryads, pixies, elves,
Aré races fashioned somewhat like ourselves,
That toil,^—as Nature with a cunning hand
Has taught them—toil to beautify the land.
What though unseen these little peop.le pass
Their pleasant days amid the scented grass?
We see not, know not, whence they yearly yeald
Of all the varied splendor of the field.
We know it not . . . But joy it is to know
That tiny Beings tint the grasses so;
And paint the violets blue with perfect art,
Or mine the gold to make the lily’s iheart.
I love to think, that ’mong the trees and flowers
Are other beings, other worlds than ours;
Another race, — an elemental Life —
Unmarred by greed, by hate, and war and strife.
A race, whose God is Beauty Undefiled,
That loves the soul of Nature, vast and wild;
That calls the elements on every hand
To fertilize and .beautify the land.
Perhaps ’tis but a fancy, passing strange,
Yet do I love to think they roam and range
About the brook nnd fields and flowered woods;
These fairy-toilers — mystic brotherhoods.
Christopher Johnson.
óamtíningur.
Eg hlýt að hyggja að:
huga minn það löngum hrellir,
einn hvað byggir, annar það
óðara til grunna fellir.
Eg hefi tekið eftir því:
hver annars reynir brjóst að
naga—,
eitthvað sveimar óholt í
andrúmslofti vorra daga.
Langt í burtu er ljós og vor,
lítill bjarmi á hæstu tindum,
hvert við framtaks fetað spor,
fjölga virðist skuggamyndum.
R. J. Davíðsson.
Ur bænum.
iSéra Hans B. Thorgrímsen frá
Grand Forks, Icom til bæjarins
snögga ferð í vikunni.
Nýlega er látin ein hinna vast-
ur-íslenzku landnámskvenna, Petr-
ólína Björg Pétursdóttir að nafni,
Átti hún áður land og heimili í
Montana-ríki syðra. Var hún 78
ára að aldri, er hún andaðist
þriðjudaginn 5. febrúar síðastl. á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Mr. og Mrs. S. Arngríms-
son, við Elfros, Sask. Útförin fór
fram þ. 12. s.m., með aðstoð séra
Friðriks Friðrikssonar frá Wyn-
yard, Sask.
Næsti opni fundur deildarinnar
Frón, verður haldinn um miðjan
næsta mánuð, marz. Er þegar
farið að efna til skemtiskrár, sem
menn eru beðnir að líta eftir í
næstu blöðum. Eitthvað nýtt
verður þar ef til vill til smekk-
bætis.
“Happið”
sjónleikur 1 einum þætti, eftir
Pál Árdal, var sýndur eins og
auglýst hafði verið, 1 Good Temp-
lara húsinu á Sargent Ave., á
fimtudagskvöldið var. Leikrit
þetta er hið skemtilegasta, fjör-
ugt 'Og víða ágætlega smellið, og
skemti fólk sér hið bezta. Per-
sónurnar í leik þessum eru sjö:
Hallur hreppstjóri, virðingargjarn
búrakarl, og lék Hannes Jakobs-
son hann, og fanst oss að leikur
'hans bera vott um, að hann þekti
lítið til þeirrar stéttar“á íslandi
að minsta kosti er hún ægilega
aum, ef sú mynd, sem Hannes
sýndi af henni, er sönn, því hann
gjörði Hall að reglulegu fífli og
virtist oss að hlutverk það vera
misskilið frá upphafi til enda.
Það má vissulega sýna sérhælinn
heimshyggju hreppstjóra, án þess
að gjöra hann að fífli. Menn ættu
hvergi að leika sér að slíku, sízt
á meðal útlendra þjóða, þar sem
istétt heillar þjóðar og jafnvel
ibjóðin sjálf getur orðið dæmd
f.vrir framkomu manna.
Dóttur hreppstjórans lék ungfrú
Stefanía Sigurðsson heldur mynd-
arlega, enda er stúlkan bráð-
myndarleg sjálf og höfðingleg í
allri framgöngu, en frekar erfitt
að hugsa sér hana dóttur Halls
hreppstjóra eins og hann var þar
sýndur.
Helga ráðsmann leikur Oskar
Sigurðsson og gjörir hann að of-
miklum ræfli. Maður, sem held-
ur ráðsmannsstöðu hjá búhyggn-
um manni, þótt hann sé gjörður
grannvitur í aðra röndina, getur
ekki verið ræfill.
Móður Helga, Grímu, leikur
Miss Eydal með mestu rausn og
sýnir víða tilþrif, sem bera vott
um góðan skilning og jafnvel
leikmensku hæfileika. Slíkt hið
sama er að segja um hinar stúlk-
urnar, sem taka þátt í leiknum,
þær ungfrú Bergþóru Sigurðsson
og ungfrú Sveinsson. Þær leystu
allar verkefni sín vel af hendi,
töluðu skýrt og sýndu, að þær
skildu hlutverk sin.
Kennarann lék hr. Benedikt
Ólafsson og gerði því hlutverki
fremur góð skil.
iMœlskusamkepni.
Eins og auglýst hafði verið í
blöðunum, fór mælskusamkepni
Stúdentafélagsins fram þ. 18. þ.m.
og tóku sex þátt í henni, þeir
Heiðmar Björnsson, Hávarður
Elíasson, Axel Vopnfjörð, Agnar
Magnússon, Edward Thorláksson
og Aðalbjörg Jo.hnson. Sam-
kepninni var skift í tvær deildir,
þá, sem ekki höfðu áður tékið þátt
í silíkri samkepni og í þeirri deild
voru fjórir hinir fyrst töldu; í
hinni voru tvö þau síðastnefndu.
1 fyrri deildinni voru fyrstu
verðlaun dæmd Agnari Magnús-
syni, önnur Axel Vopnfjörð og
þriðju Heiðmar Björnssyni. pau
Aðalbjörg .Tohnson og Edward _
Thorláksson voru alveg jöfn, að
dómi dómendanna.
Sum af þeim erindum, er flutt
voru, voru myndarleg, vel frá
þeim gengið og vel flutt; aftur
voru önnur, sem vart er hægt að
segja það um, og mikið skorti á
það hjá sumum, að framsetningin
og málið væri eins og það hefði
átt að vera, og er þar meitra um
að kenna óvandvirkni ræðumanna
sjálfra, en nokkurri nauðsyn.
Ef fólk það, sem þátt tekur 1
slíkri samkepni, veit sig veikt í
málinu, sem ekkert er að furða
sig á, þá á það ekki að láta kylfu
ráða kasti með það, ihvernig að
því muni takast. þegar á hólmim
kemur, heldur að leita til annara,
sem betur kunna málið, svo þeir
geti leiðrétt galla sína áður en
þeir koma fram. Á þann hátt er
von um framför, en engirar fram-
farar von, ef menn eru kæring-
•arlausir.'
petta er ekki sagt af neinum
kala til íslenzku stúdentanna,
öss fanst að framkoma sumra
þeirra, sem tóku þátt í mælsku-
samkepni þessari, bera vott um
afturför frá því sem verið hefir.
/