Lögberg - 28.02.1924, Page 4
Bls. 4
é
LöGBERG, FIMTUDAGINN 28. FEBRUAR 1924
Hjartasjóður Rögnvaldar prests.
Það var ekki frítt fyrir, að ,það yrðu skýjarof í
huga vorum, þegar vér vorum að lesa fyrripart af
svari Rögnvaldar prests Péturssonar til vor, í
síðustu Heimskringlu, þar sem hann er að minnast
á hjartasjóðinn og ávextina, sem hann beri hjá góð-
um mönnum. Og vér fóruvn að hugsa með sjálfum
oss: “Skyldi presturinn eftir alt saman eiga eitt-
hvað gott í sjóði -hjarta síns, sem Ihann ætlaði að
miðla Ve3tur-íslendingum?’ Og vér héldum áfram
að lesa og lesa, en sjá, þar var að eins að finna
“kræjiiber af þrældóms-lúsa-lyngi”.
Rögnvaldur prestur segir, að vér höfum gert
grein Dr. Ágústs Bjarnasonar í “Iðunni” að umtals-
efni, fyrir það eitt, að hann ,sé Únítairi og hafi komið
hingað vestur á vegum séra Rögnvaldar og únítar-
anna í Boston. petta eru bein ósannindi. Þrátt
fyrir það, þó Unítarafélagið í Boston hafi aldrei fyr
í sögu Vestur-íslendipga, gengið jafn-langt í athöfn-
um sínum vor á meðal, þá sögðum vér ekki éitt ein-
asta stygðaryrði í garð doktorsins á meðan að hann
dvaldi hér vestra, og hefðum aldrei gert, ef hann
hefði ekki farið að lítilsvirða Vestur-íslendinga og
farið þar 'með rakalausar öfgar og ósannindi.
Til hvers er doktorinn að segja, að St. G. St.
hafi verið “sverð og skjöldur” Vestur-íslendinga,
segja þeim það, sem hafa verið skáldinu samtíða og
samferða hátt upp í hálfa öld? Til ihvers er Dr.
Ágúst Bjarnason að staðhæfa, að hann sé gáfaðasti
maðurinn, sem vestur um haf hafi flutt? Hvað veit
hann um það? Til hvers er hann í opinberu riti, að
skýra íslenzku þjóðinni frá því, að börn St. G. St. séu
ljót. Vér höfum sjálfir séð iþau og vitum, að sá á-
burður er eins ósannur og hann er fáránlegur. Og
til hvers er Ihann að segja, að Rögnvaldur sé nálega
eini drengskaparmaðurinn á meðal Vestur-íslend-
inga? pað hefði kannske mátt segja þetta fólki, sem
ekkert þekti til VestuT-fsl. eða, kringumstæðna
þeirra, en að segja þeim sjálfum þetta og ætlast til,
að þeir trúi því, er einn sá hlægilegasti skrípaleik-
ur, sem vér höfum lengi séð.
f sambandi við titla þá, sem iritstjóri Lögbergs
sagði, að Vestur-íslendingum hefðu verið valdir af
bræðrum vorum ihei’ma, er presturinn að tala um
frumhlaup af vorri hálfu og að vér séum að éta
þessi nöfn, og að það sé sá andi, sem verði
að hveirfa, áður en sarnúð og samvinna á milli
þjóðarinnar heima og brotsins hér, getur hvílt á
traustum grundvelli. Rögnvaldur prestur minnir á,
að þetta sé nú breytt í seinni tið. Mönnum getur
máske fundist einhver neisti af sannleika í þvi. Þó
er það víst meira á yfirborðinu en í raun og sann-
leika, því þessi sama ófreskja er sí og æ að reka upp
hausinn, og þarf ekki annað í því sambandi, en minna
á Eimskipafélags stofnunina, sem Vestur-íslend-
ingar tóku ákveðinn þátt í. Þegar fyrsta skip þess
félags kom upp til landsin®, var hátíðanhald í höf-
uðstað landsins og boð mikið um borð í skipinu. Var
þar mælt fyrir minnum þeirra, er því félagi hitfðu
unnið mest gagn, en Vestur-íslendingar voru ekki
í þeim hópi, því, að því er vér bezt vitum, vissu eng-
ir ,þar, að þeir væru til, því síður að þeir hefðu lagt
200,000 krónur til þess fyirtækis. Síðar, þegar
menn voru búnir að ganga úr skugga um, að félag-
ið væri að græða stórfé, þá er maður sendur alla
leið frá Reykjavik, undir fölsku flaggi, til þess að
sölsa eignarbréf Vestur-íslending út úr þeim fyrir
sem allra minst. Og ofan á alt þetta kemur þræls-
nafnið frá doktor Ágúst Bjarnasyni í “Iðunni”., sem
jafnvel Rögnvaldi presti kemur ekki til hugar að
oss hafi verið valið i virðingarskyni.
Finst prestinum nú ekki, að lítilsvirðingarmæl-
irinn sé orðinn nokkurn veginn fullur? Eða vill
hann að Vestur-íslendingar Hggi hundflatir við
fætur þeirra, sem vilja vaða yfir þá með skítuga
skóna út í það endalausa? Ef s vo er, þá er bezt
fyrir hann að halda áfram að fegra hugsunarhátt
þann, sem á bak við þetta fargan stendur, og hjálpa
tii að festa við þá þrælalífs brennimarkið. Ritstjori
Lögbergs gerir það aldrei.
Síðari partur greinar Rögnvaldar prests er mest-
megnis um afskifti ritstjóra Lögbergs af félagsmál-
um Vestur-lslendinga og þjóðfélagsmálum ^ hér.
Hann minnist á þátttöku vora í verkamannafelags-
málum, og segir, að vér höfum skorað á íslendinga.
að brjóta af sér þrældóms og ánauðarok. Ekki vilj-
um vér taka fyrir, að vér höfum viðhaft þessi orð,
þó það sé fremur ólíklegt, af bví ^ séra Rögnvald-
ur staðhæfir það. En hafi svo verið, þá sanna þau
sízt málstað prestsins, því íslendingar eru fynr
löngu búnir að hrinda af sér oki því, sem þar var
um að ræða.
pá fer Rögnvaldur prestur allmörgum orðum
um afskifti vor af skólamálinu, því það sem hann
segir um fjársöfnunina til þess máls, á eingöngu við
oss, því það var ritstjóri Lögbergs einn, sem var að
safna fé til þeirrar stofnunar á tímabili því, sem
hann ræðir um í grein sinni—-eða eins og hann
kemst að orði, að “narra fé út” úr mönnum. petta
orð “narra” á víst að þýða að svíkja, en vér könn-
umst ekki við, að vér séum sekir um það fram-
ferði. Vér höfum aldrei reynt að svíkja lit, hwrki
á sjálfum oss né heldur á því, sem vér höfum verið
að gjöra. E.f vér höfum ekki getað gjört það upp á
ærlegan hátt, þá höfum vér láfið það ógjört.
Vestur-íslendingar tóku málaleitan vorri í
skólamálinu vel, bæði utan kirkjufélagsins lúterska
og innan. Þeir unnnu og unna þjóðerni sínu svo, að
þeir voru fúsir að istyðja það á þann hagkvæmasta
hát, sein Vestur-íslendingar hafa enn reynt að gera
—með sameiginlegri mentastofnun. Vér sögðuro
þeim rétt og hlutdrægnislaust frá því, sem gjörst
hafði í því ‘máli, og það með, að búið væri að leggja
drög fyrir að fá Dr. Guðmund Finnbogason fyrir
kennara við skólann, og að vér hefðum beztu vonir
um að það mundi ganga, og bygðum vér þá von á
samtali, se*m vér áttum við doktorinn í Reykjavík
um veturinn 1914. En að vér höfum sagt nokkrum
manni, að hann væri ráðinn að skólanum og fengið
fé til skólans fyrir þá staðhæfingu vora, eru til-
hæfulaus ósannindi, sem væntanlega koma aldrei að
þeim notum, sem presturinn ætlast til, nefnil. að
gjðra tvent í einu—skólanum og Jóni J. Bildfell
mein. — í sam'bandi við þá staðhæfingu prestsins
u‘m skólamálið, að mönnum hafi verið hótað lögsókn
í sambandi við loforð sín, nægir að skírskota til eft-
irfylgjandi vottorðs féhirðis skólans:
ofan í oss staðhæfingar vorar í því sambandi. Þar
fer hann ‘með rangt og ósatt mál, eins og víðast
annars staðar í grein sinni. Ritstjóri Lögbergs hef-
ir ekki og ætlar sér ekki að éta neitt ofan í sig í því
sambandi, heldur ætlar hann sér að sanna þar hvert
einasta orð. sem hann hefir sagt, og það með, að
Rögnvaldur prestur fari vísvitandi með rangt mál,
þar sem hann segir, að slíkar sannanir sé ekki að
finna í Heimskringlu. Og til þess að binda enda á
það mál og staðfesta ósannindi prestsins, þá birtum
vér hér mynd. sem stóð í Heimskringlu 21. marz
1901, af kveðju, se*m blað það segir að því, eða rit-
stjóra þess hafi verið send úr höfuðstað þjóðar
vorrar, með rithönd þess, er sendi.
“Hér með vottast, að staðhæfing sú, sem séra
Rögnvaldur Pétursson gerir í síðustu Heims-
kringlu um, að mönnum þeim,. sem lofuðu fé í
Minningarsjóð Dr. Jóns Bjarnsonar (og sök-
um óhagstæðs árferðis ekki hafa greitt þau
loforð enn), hafi verið hótað “stefnu”, er með
öllu tilhæfulaus staðhæfing, sem ekki hefir hinn
minsta sannleiksneista við að styðjast.
Winnipeg, 26. febrúar 1924.
S. W. Melsted,
féhirðir Minningarsjóðs Dr. Jóns Bjarnasonar.
Langt mál ritar presturinn um þátt-töku rit-
stjóra Lögbergs í landsmálum á stríðstímunu’m. og
blandar inn í það lygaþvættingi, sem “Voröld” var
búin að bera á Columbia Press félagið, eða Lög-
m f n
Sí
. ..•* •
WH.e\
\'\f>
! ’J !*
I ff þ
tVlánitoba
ujtí aidamófJn
~ —..—.—
Ef Rögnvaldur prestur er búinn a& gleyma, hver
það var, sem valdi Vestur-íslendingum skrílsnafnið,
þá má minna hann á, að það er að finna í hinu'm
fyrri ritlingi Benedikts Gröndal; þar stendur, að hið
vesturflutta fólk sé “bláfátækir aumingjar og hinn
aumasti skríll.” En um ættjarðarsvikara nafnið er
öllum Vestur-íslendingu'm svo 'kunnugt, að naum-
ast þarf að “dókúmentera” það.
Rétt virðist oss að taka fram í þessu sambandi,
að vér eru’m ekki að minna á fyriirlitningarnöfn þau,
sem Vestur-ísl. hafa verið valin af bræðrum vor-
um heima, til þess að eins að sanna, að Rögn-
valdur prestur sé vísvitandi að halda fram röngu
máli, þegar hann er að reyna að sanna, að þetta hafi
ekki svona verið, heldur líka og miklu fremur til
þess, að fá menn til að hugsa um anda
þann, sðm réði iþví, að þeim voru valin
berg, sem sé, að það hafi selt fylgi $itt í hendur þá-
" verandi ráðgjafa Do’minionstjórnarinnar, Mr. Cald-
<-* er frá Regina. Vér lýstum þessa staðhæfingu ó-
sanna þá og gjörum það enn, og Rögnvald prest ó-
! sannindamann frammi fyrir allri alþýðu, unz hann
hefir sannað þá staðhæfingu sína.
En hann leggur á sig alla þá krókaleið í sam-
bandi við Calder, við stefnu Jóns Bildfells og Víg-
slóða, se*m hann segir í öðru orðinu, að ekki hafi
haft nein áhrif á það, hvort menn færu í stríðið
eða ekki, af þvi þaií kvæði hafi ekki komið út fyr en
að stríðinu loknu, en í hinu segir hann, að flest
þeirra hafi verið komin út í Lögbergi árið 1917, og
er ekki vel gott að átta sig á þeim andstæðum og
íj:f. öfugstreymi—til þess eins að geta hreytt út úr sér
> ónotum til Columbia Press, Ltd., þótt ósönn séu, í
sambandi við hermannabókina.
Rögnvaldur prestur staðhæfir, að Columbia
Press félagið hafi ætlað að “narra” fi’mm þúsund
dollara út úr Jóns Sigurðssonar félaginu um fram
það, sem síðar kostaði að koma hermannaritinu út.
Látu’m oss athuga þessa staðhæfingu prestsins of-
urlítið nánar.
Columbia Press félagið var beðið að gjöra boð í
að prenta hermannabókina, sem Jóns Sigurðssonar
félagið gaf út, og varð félagið við þeim til’mælum og
sendi skriflegt tilboð í að prenta 1,590 eintök af bók-
inni og leggja alt til þess verks nema prófarkalest-
ur, og nam tilboð þess $12,387 og nókkrum centum,
eða átta dollurum og tuttugu og sex centum fyrir
hverja bók.
Jóns Sigurðssonar félagið tók ekki tilboði
Columbia Press félagsins með að prenta bókina,
heldur stóð sjálft fyrir sumu af verkinu, og lét
Viking Press, eða Heimskringlu-félagið, gjöra hitt,
og lét að eins prenta 10€0 eintök í stað 1500. Þessi
þúsund eintök hafa nú kostað Jóns Sigurðssonar fé-
lagið $8,584 og einhver cent, eða átta dollara og
fimtíu og átta cent hver bók; og hefir því hver ein-
asta af þessum þúsund bókum kostað Jóns Sigurðs-
sonar félagið þrjátíu og tveimur centum meira,
heldur en að Columbia Press félagið bauðst til að
prenta þær fyrir og binda. Eða þrjú hundruð og
tuttugu dollurum meira, en Columbia Press félagið
bauðst til að gjöra verkið fyrir.
Hvar eru svo þessir fimm þúsund dollarar, sem
Rögnvaldur prestur segir að Columbia Press félag-
ið hafi ætlað að “narra” út úr Jóns Sigurðssonar
félaginu ? Það er sagt, að fáir ljúgi ’meira en
helmingnum. Menn vita nú, að til er prestur vestur
í Ameríku, sem gjörir betur, og lætur sér ekki fyrir
brjósti brenna að staðhæfa hluti, sem hann veit að
eru ósannir frá rótum.
Vér héldu’m annars, að Rögnvaldur prestur
mundi veigra sér við að fara að draga Hermanna-
bókina og konur þær, sem fyrir því verki stóðu, inn
í deilumál—ekki þó kvennanna vegna, Iheldur sjálfs
sín vegna — sín og prentsmiðju sinnar og Boston
vegna. Veit hann ekki, að konurnar, sefxn höfðu lagt
svo mikið erfiði og fé í þetta verk, urðu að standa
dögum saman við að hreinsa ögn af prentsmiðju-
óþokkanum, sem á bókunum var, þegar loksins að
þær komu úr prentsmiðjunni? Veit Ihann ekki, að
prentsmiðjan hans og Boston stórskemdi það hið
mikla þarfaverk í höndum þeirra, svo að það hlýtur
að verða þeim til angurs og armæðu í hvert sinn,
sem þær líta í bókina—Vestur-íslendingum til van-
sæmdar og prentsmiðjunni til ævarandi skammar?
Jú, víst veit hann það, en hann er svo mikill dreng-
skaps-maður, að hann veigrar sér ekki við að draga
sína eigin fors’mán fram í dagsbirtuna, ef hann með
því heldur að hann geti unnið mótstöðumönnum
sínum mein.
1 niðurlagi greinar sinnar, er Rögnvaldur prest-
ur að tala um, að vér höfuvn vænt hann og Hannes
Pétursson, bróður hans um fjárdrátt á kirkjueign-
um. Oss kemur þetta ókunnuglega fyrir—vitum
ek3ci til, að vér með einu orði höfum vænt þá um
neinn fjárdrátt á kirkjueignum, hvorki nú né held-
ur nokkurn tíma áður, og virðist þetta því óþarfa
viðkvæmni hjá prestinum. Vér sem sé héldúm, að
í -þeim sökum væri ekki um neitt að væna, jþví vér
stöndum í þeirri meiningu, að Únítarar hafi nú og
hafi haft allan þann eignarrétt, sem um er að ræða
í því efni. Það sem vér sögðum, var, að Sambands-
söfnuðurinn hefði það ekki, að því er séð verður.
Við erum matvinnungar.,
Eg hefi lesið ferðasögubrot Prof. Ágústs Bjarna-
sonar í síðasta ársfjórðungs hefti ’Tðunnar” og
óska að mega leiðrótta eftirfaranai staðhæfing, sem
þar stendur:
/ “Eg var nú ke’minn úr ys og þys stórborganna
og Ihafði farið tvær dagleiðir yfir þessa feikna
flatneskju, er’xnenn hafa nefnt “Brauðkörfu heims-
ins”, þar sem menn eru önnum kafnir við það, ár
út og ár inn, að erja jörðina og eru þó trauðlega
matvinnungar.”
Mig undraði, er eg las þeasa staðhæfing, hvað-
an vnaðurinn hafi getað aflað þess fróðleiks, að þeir
menn, sem að því vinna “ár út og ár inn” í þessum
þremur sléttufylkjúxn í Vestur-Canada, Manitoba,
Saskatchewan og Alberta, sem með réttu má nefna
brauðkörfu hei’xnsins, séu “trauðlega matvinnung-
ar”, því mér virðist engin staðhæfing geta verið fjær
sannleikanum.
Ábyggilegar skýrslur um verðmæti fra’mleiðslu-
magnsins í þessum þremur fylkjum eru ebki prent-
• aðar fyrir árið 1923, en fyrir árið 1922 eru þær
prentaðar. Þær sýna að íbúatala iþessara fylkja var
þá alls 1,956.082, ’xnanns, og að arðurinn af starf-
semi þeirra á því ári, á /bújörðum bænda varð:
i Manitoba .......................... $190.908.899,
í Saskatchewan ...................... $505,318.996,
í Alberta ........................... $354,406.438,
Alls ........... $1,050,634.333,
Þess utan af fiskiveiðum, ti’mburtekju og námu-
tekjum:
í Manitoba ............................ $2,075.157,
í Saskatchewan ........................ $5,613.402,
í Alberta ............................ $32,092.378,
Alls ............. $39,780.937
Verðmæti allrar framleiðslunnar $1,090',415,270
eða rúmlega $557.00 á hvern mann.í þessum þremur
fylkjum. Þetta virðist mér að jafngildi se*m næst
4.300 krónum á mann eftir núgildandi verði ísl.
krónunnar, eða 21.500 kr. fyrir hverja 5 manns, sem
alment er talið meðal fjölskyldustærð.
Við þetta bætist svo það sem Ríksishagstofan
hér nefnir landbúnaðarauðlegð framangieindra
þriggja sléttufylkja, svo isem búiönd með bygging-
um, sem á þeim eru, búfénaði, vinnuvélum, og þvi
öðru, sem telst varanleg innstæðueign og sem fram
að þessum tíma hefir farið sívaxandi með hverju
líðandi ári. Virði þessar stofneigna er talið:
í Manitoba $643,913.000,
í Saskatchewan .................... $1,513,146.000,
í Alberta .......................... $814,338.00'0,
Alls .......... $2,971,397.000
eða sem mæst 12.000 kr. á hvert mannsbarn í þess-
um fylkjum.
Mér virðast þessar tölur benda á að ibúarnir í
“Brauðkörfu heimsins” hafi á .liðnuvn árum verið
og séu enn nokkru meira en matvinnungar, og það
svo að ekkert annað landbúnaðarhérað í heimi getur
komist í námunda við það, að auðlegð og árlegu
fravnleiðslumagni, miðað við aldur þess og mann-
fjölda. Enda er þetta það eina búnaðarsvæði í
heimi, sem mér er kunnugt um að árlega verði að
auglýsa eftir og að fá flutta inn í þessi fylki frá
40,000 til 60,000 kaupamenn, til þess að hjálpa til
að koma uppskerunni af ökrúm bænda undir þak,
áður en vetrarveðrin skeinma hana og rýra verð
hennar.
Til frekari upplýsinga má geta þess, sem ríkis-
hagstofan hér annars ekki telur þess vert að tilfæ-a
í búnaðarskýrslum landsins, að á síðastliðnu ári
lögðu býflgurnar í Manitoba af sér $500.000 virði
af hunangi. Mér er ekki kunnugt um hunangstekju
hinna sléttufylkjanna, en eg veit, að Ontariofylkið
framleiddi á síðasta ári 28 miljónir punda af hun-
angi, metið 3% miljónir dollars virði.
f þessum tveimur fylkjuvn, Manitoba og Ontario
varð því hunangstekjan fjögra miljóna dollars virði
eða sem næst 30 miljónir króf a, og sem ’mér skilst
að vera muni sem næst jafngildi allra inntekta
íslenska ríkissjóðsins á síðustu þremur áruvn.
B. L. Baldwinaon.
Eimskipa
Farseðla
GANADIAN PAGIFIG STFAMSIÍIPS
BEINAR FERÐIR MÍLLI BRETLANDS OG CANADA
Ef t>ér ætlið að flytja fjöLskyldu yðar, frændur eða vini til Canada, þá skul-
uð þér gæta þess vandlega að á eimskipafarseðlinum standi
C.VNADIAN PACIFIC STEAMSIIIPS
Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem hugsast getur. Eimskip vor sigla meö
fárra daga millibili frá Glasgow og Liverpool beint lil Canada
Unr boðsmenn vorirmæta íslenzkum farþegjum í Leith og fylgja þeim til Glas-
gów, þar sem fullnaðarráðstafanir verða gerðar. Skrifið til H. S. BARDAL, 894
Sherhrook Street, eða W. C. CASIÍY, ficneral Agent
Cahadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoha.
“Þrœlalíf”
Er íslenzk tunga svo fáskrúð-
ug af orðmyndum og “hláleg í
samlíkingum sínum”, að hálærð-
ur íslenzkur prófesisor geti ekki
fundið í Ihenni sannari og göf-
ugri orðmynd, til þess að lýsa
með lífi og kjörum ibræðra sinna
og systra ihér í landi, -ef hugar-
myndir hans um líf þeirra og kjör
hefðu verið teknar með hreinum,
ósaurguðu’m -hugartækjum, held-
ur en orðmyndin “þrælaiíf”?
Það er ljótur og ósannur
burður á tunguna. Hún er alls
hann sé þræll nokkurs eða lifi
“þrælalífi”, og það vil eg heldur
ekki gera.
Eg get ekki meint, að orðmynd-
in “þrælalíf” komi svo á tungu
nokkurs manns, að íhenni fylgi
ekki um leið umhugsun um kjör
og líf þess fólks, sem undir 'þræla-
-haldslögum lifðu. Allra sízt á
tungu hámentaðs manns, nema
-því að eins, að honum finnist líf
og kjör þess fóllgs og löggjöf
þess lands, sem hann vill lýsa,
líkjast lífi því og lögum, sem
& þrældóm leiddu af sér. Ef svo er
ekki, >þá er sá, sem notar þessa
ekki svo “hláleg”, að nota megi orgmynd, óvandur að orðfæri og
þeislsa orðmynd til þcss að lýsa ! 4 gkilið að íbent lSé á það.
með lífi fólks í frjálsu landi, þótt
að -erfiði þess fólks -gæfi því ekki j Enda er nú komið svo, að bent
þann auð, sem því finst það ætti hefir verið á þessa meinloku hjá
skilið, sem þó, alla jafna, er til-1 professornum í ferðapistli hans i
fellið í þessu landi.
Orsökin til þess, að orðmyndin
þessi er til í íslenzkri tungu—þótt
þrælalíf ætti sér aldrei stað á ís-
landi, í þeim skilningi, að 'hús-
bóndi mætti selja þræl sinn
— er sú, að til voru í öðrum
löndum verui*—mannverur,—, seinjfrjálsa og góða.
gengu kaupum og sölum og voru !
því knúðar til þess að lifa óvana-
legu og ófrjálsu lífi—þræls-lífi.
Er því auðséð, að orðmyndin er
til orðin í tungu vorri af þeim
ástæðum, .að auðkenna þurfti
hörmungalíf þeirra manna og
kvenna, sem í ánauð voru, sem
þrælar, voru frá lífi þess fólks,
sem lífði í frjálsu landi og lifði
því frjálsu lífi.
pað er því staðlaus áburður og
rangt, að -Stritast við að koma
þeim skilningi inn hjá fólki, að
með orðmyndinni “þrælalíf” hafi
prófessorinn verið að eins að gefa
í skyn, að erfiði fólks vors hér
gæfi ekki af sér þann arð, að líf
:þe3S væri notalegt og áhyggjulít-
ið. Orðmyndin sýnir mjög svo
v^ðsýnna og sárara útsýni, heldur
-en arðlaust erfiði.
Ekki dettur mér í hug að reyna
að útskýra þá mynd, sem orð-
myndin “þrælalíf” dregur upp.
Enda er þess engin þörf, því hver
og einn, sem lesið hefir um og
borft á leiksýnir út af lífi og kjör
um þess aumingja fólks, mun sjá
1 þeirrí mynd alt annað efni Iheld-
ur en arðlaust erfiði
Líf þrælanna var grátlegt og
'Svívirðing á þeim þjóðum, isem
þrælalíf leyfðu með löggjöf sinni.
Til er í íslenzku máli orðmynd,
sem bendir á einn þátt þrælalífs-
ins, orðmyndin “þrælavinna.”
Var erfiði það, sem þræli var út-
hlutað, ætíð þyngsta, óþægileg-
asta og versta erfiði, og á það
bendir þessi orðmynd. Alls ekki
á það, að þræls-erfiði væri arð-
laust. prælavinna er oft vel laun-
uð. Maður iheyrir oft í daglegu
tali, þegar spurt er um hvernig
vinna eins og annars sé, þetta
svar: “ó, það er þrælavinna, en
hún er heldur vel launuð.’ Er hér
átt við, að vinnan sé þung og
erfið. Hvorug þesisara orðmynda
sýnir því það útsýni, sem varð-
engillinn vill láta þær sýna.
Búum við í landi, sem leyfir
“þrælalíf” Ekki get eg meint, að
nokkur vilji við það kannast. Ekki
myndi varðengillinn, frekar bn
aðrir, vilja við það kannast, að
“Iðunni” um komu Ihans hingað
vestur, og á sá ihinn sami þakk-
læti skilið.
Engri átt nær það, að viðhafa
þessa orðmynd, þá lýsa á lífi okk-
ar íslendinga hér og landinU
Hún er ósönn
mynd af hVorutv’eggja. En hún
var í huga prófessorsins fullboö-
leg, þótt hún væri staðlaus, ef
hún að eins, þótt að litlu leyti
væri, náði því áformi, sem
í huga hans var — að gera lítið
úr okkur og kjörum okkar hér og
setja svartan blett á landið. Það
var áfoi-m prófessorsins, er hann
valdi þessa orðmynd, annars hefði
hann ekki gert það, hvað svo sem
varðengillinn segir. Og eitt er
víst, að engillinn hefði -ekki stað-
ið á verði, sem sturluð vera, til
varnar þrælsnafninu hefði það
hrotið úr annari átt.
Annars er varðengilsþvotturinn
út af þessu glappaskoti prófess-
onsins voðalegur í hinum síðustu
blöðum Heimskringlu. Hann velt-
ir ®ér og spýr í gríð og ergi svo
skvetturnar hreytast í allar áttir,
og fyrir þeim verða jafnt saklaus-
ir sevn sekir. En ólíklegt er, að
þvottur sá breyti honum í hrein-
an og hvítan engil, þar sem hann
velur sér til lauga hinn íslenska,
kristilega félagsskap fslendinga
í þessu landi, sem eftir idómi eng-
il-sins, er sannnefnt forardýki.
Mér er nær að halda, að gróm
engilsins losist aðeins frá skrápn-
um og ‘meira beri á *óþverranum
eftir laugina, en áður gerði. Ann-
ars er það stórfurða að þekking
engilsins á því fólki, scm hann
telur sér tilheyra skuli vera svo
“hláleg”, að hann haldi að það
muni gleypa við jafn óþverralegu
skvaldri, og til hans heyrist úr
lauginni: rógburður, útúrsnún-
ingur, aðdróttanir, flærð og lygl.
Eg er fullviss um, að sú “hlálega”
skoðun hans á fólki sínu er botn-
laus vitleysa. En ef hún ihefir vfð
nokkuð að styðjast, þá eru til
roeiri óþokkar á meðal fólks vors,
heldur en eg hafði getið ’mér til.
Varðengillinn getur ekki varnað
sannlei'kanum hásætis, hve mikið
og vel, sem hann þvær sér og sín-
um. Hann getur heldur ekki þerr-
að ósannindi sín á tungu okkar, til
þess er hún of gljúp og viðkvæm.
En á ihverju á hann þá að þerra
sér? A lánsamningunum í
Boston.
A. C. Johnson.
y AN Dl NAVIAN-a M E pir fl N
ÍSLAND til CANADA
■*. —* um Kristjaníu eða K.höfn til Halifax, N.S.
6. mar., ‘Frederik III’ 20. mar., 3. apr., 15.
og 29. maí, 3. júl. Næsta dag frá Kristj. Er þér sendið ættingju'm
yðar á íslandi fyrirfram greidda farseðla, þá verið vissir um
að þeir hljóði upp á Scandinavian American Eimskipafélagið
—eða Canada siglinngasambönd þess. Stór skip, með allra
fullkomnasta útbúnaði. Yfir 40 ára æfing í fólksflutningum.
Úrvals fæði, ibúið til af reglulegum séfrræðingum.
Leitið upplýsinga Ihjá járnbrautar ieða eimskipa umboðs-
mönnum, eða skrifið til aðal skrifstofu vorrar.
Scandinavian-Axnerican Line, 123 S. Tlhird St., Minneapolis