Lögberg - 06.03.1924, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.03.1924, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. MARZ 1924 Hún gat ekki unnið husverk sín. Mrs. E. Ouellet Ákýrir Frá Dodd’s Kidney Pills. Veitir vitnisburð, er hugga mun þúsuttdir Canadskra kvenna, sem líkt er ástatt fyriir. St-Andre de Kamouraska, P.Q., 3. marz (Einkafregn): “Eg hafði árum saman þjáðst af kveljandi bakverk, sem stafaði af veikum nýrum. Eg var orðin svo aum, að eg fékk ekki int af hendi hin léttustu innanhúss- störf. Eftir að nota Dodd’s Kid- ney Pills, fann eg hvorki til bak- verkjar né nýrnaveiki.” Mrs. E. Ouellet, er hér á heima, gefur ofángreindan vitnisburð, og fnst henni það skylda sín, að láta konur yfirleitt fá að vita u‘m hana. ' Það er einkennilegt, að af öllum þeim mörgu þúsundum, sem not- að hafa Dodd’s Kidney Pilis, er stér meiri hluti kvenmenn. Á- stæðan taiin sú, að Mikill meiri hluti kvensjúkdóma stafar frá nýrunum. Dodd’s Kidney Pills, eru bezta nýrnameðalð, sem enn hefir þekst' og hreinsar blóðið á ótrúlega skömmum tíma. ^ reinleiki Unítara- trúboðans. Út af grein 'minni “Wynyard- presturinn og kirkjan” í 35 tbl. Lögbergs 13. sept. 1923 leggur! séra Rögnvaldur Pétursson í Heimskringlu. Er það löng ræða, ■ og hélt eg að presturinn ætlaði aldrei að ljúka sér af. Röskir 24 ' 'lkar í 5 tölublöðum Hkr. fara til að flytja ræðu þessa. Er vel á borð borið, en lakara að gæðum. Efast eg iþví um, að mönnum verði mjög gott af. Nefnir hann ræðu þessa eða ritsmíð: ófrægingargrein séra Páls Sigurssonar, og skín fegurð og hreinleiki ræðumannsins svo að segja af hverju orði. Tilgangurinn er óefað hinn feg- urst'i: Er hann sá að hreinsa Wyn- yardprestinn af hrottalegum árás- um og áburði; forða fólki úr ógur- legu myrkri bábiljanna, og leiða það í allan -sannleikan. En meðulin sem til þess eru notuð, eru nau’m- ast eins lofsverð. Eru þau fátt annað en óhróður og ósannindi um mig persónulega; sneiðar til biskups íslands, Hjálmars Berg- manns, safnaða minna, tilrýmk- unarstarfsemi þeirra og kirkju- félagsins; og svo lítilsvirðing á helstu trúartilfinningum manna. Er rétt eins og hér væri verið að fylgja “jesúitisku reglunni”: Að tilgangurinn helgi meðalið. Og kastaði þá fyrst tólfunum, ef segja mætti um Únítaratrúboðann að hann væri katólskuir. E? það auðvitað jafnsatt eða ósatt, eins 'margt það, er honum þóknast að brigsla mér um. Ritsmíð þessi er fordæmingar og staðhæfingar, sem ekkert hafa við að styðjast; og ekki er eitt orð ósannað í grein minni, nema ef mér skyldi hafa o-rðið það á að skrifa 1917 fyrir 1916. Alverst er, ef að hinn mikli vandlætari vegna sannleikans, hreinskilninnar og hreinleikans hefir fallið í sömmu gröfina og hann sakar mig um að hafa fall- ið í—gröf ófrægingarinnar. Sann- ast þá, að “sér grefur gröf þó grafi, ’ og leiðast þá tveir blindir á grafarleið. Eg nenni ekki að eltast við alt þetta mikla mál, en ætla aðeins að vninnast á fáein atriði, sem mig Iangr atil að leiðrétta.— Aðalásökunin er sú, að eg nafi vera^að ófrægja séra' Fr. Friðriks- son. Ekki kannast eg við að sá hafi tilgangur minn verið. Held- ur hitt, að láta það uppi að mér fanst og tfinst það einkennilegt, að lút. prestur, vígður af bisikupi hinnar lút. þjóðkirkju íslands, til lútersks safnaðar vestan hafs, skuli taka undir með þeim, sem álíta kirkjufélagið svo rotið, að þar sé ekki samræmis að leita við hina lúK þjóðkirkju íslands, og því sé nauðugur einn kostur að mynda nýtt kirkjufélag. Og enn- fremur tel eg það ofmælt af þeim presti, að kirkjufél. standi ekki á s®^na ev- lút. grundvellinum og þjóðkirkjan á fslandi. Þessi orð eru birt eftir að kirkjufél. ihefir rýmkað til, og lítil afsökun hjá séra R. P. að þau eigi við kirkju- fél. áður, enda kæ'mi það þá lík- lega i sama stað niður, þar sem að kirkjufél., samkvæmt skoðun hans, á nú að vera eins þröngt, ef ekki .þrengra en nokkru sinni fyr. Meining mín, að kfél. standi á sama ev. lút grundvellinum og þjóðkirkja íslands er því Óhrakin, og hún verður ekki barin niður af séra R. P. með jþví að játning- argrundvöllur og kirkjunnar og frjálslyndi innan hennar geti ekki farið saman. pað er nú einu sinni svo á íslandi, hvað sem séra R. P. segir. Eg þykist því ekki ófrægja séra Fr. Friðriksson, þó eg beri á móti því, sem ofmælt er af honum. En ofan á þessa ásökun séra R. P. bætist svo það að eg fari með óhróður og brigsl um Úitara, Sambandsfélagið og Ragnar og Melan. Þessu ber eg algerlega á móti. Eg tek iþað þvert á móti fram í grein minni, að Ihvorki Únitörum né Samibandsfél. hafi eg löngun til að niðra. Eg viðurkenni fyllilega þann einkarétt, sem séra R. P. télur Únitara og Sambfél. eiga að leita sannleikans eftir því sem kraftar leyfa.. En vill hann þá ekki viðurkenna, að þann einka rétt eiga fleiri kirkjudeildir líka óskeirtan—einnig hin ev. lút. kirkja? Ekki tel eg mig heldur ó- frægja Únitara, þó eg haldi því fram, þvert á móti séra R. P., að persóna frelsarans ihafi æfinlega verið og sé ágreiningsatriði milli þeirra og annarra kirkjudeilda. f því sa’mbandi kemur það ekki máli við þó bent sé á samsteypu guðfræðiskóla eða félagsskap guðfræðinga. Hér er verið að ræða um kirkjudeildir —lúterska og únitariska, sem ólíkar eru að sögu og anda, svo að önnurhver verður að afmá sérkenni sín, eða þá báðar, ef um algera samsteypu á að vera að ræða. Þá kannast eg ekki við að eg niðri Únitörum þó eg telji þá ekki vera merkisbera séra F. J. Bergmann eða stefnu hans. Það hafa ísl. Únitarar aldr- ei verið; og séra F. J. B. átti ekki stuðning hjá þeim, meðan hann lifði; heldur sætti hann árásum úr þeirri átt; séra R. P. kannast hér kannske við heimildina—og þegar hann er dáinn er fru'mvarpi hans breytt. Haustið 1916 var eg ekki í Bolungavík en á Garðar; skrifaði fraumvarp þetta upp eftir eigin- handriti séra F. J. B. og átti mikið tal um það við hann sjálfan. S*vo eg er því ekki svo bráðókunnur, né heldur því, sem fyrir séra F. J. B. vakti. En með engu þessu er það meining mín að ófrægja únitara eða sambandsfélagið. peir eiga rétt sinn óskertan þó eg bendi á það, sem á milli ber. Og réttara væri það líka af séra R. P. að kann- ast við að lút. kirkjan á líka full- komlega sinn rétt, þó hún í ýmsu fari sinna ferða. Þá er Melan og Kvaran. Og um þá hafði eg það eitt að segaja í þessari ófrægingargrein rninni, að við' framkomu þeirra í umræddu sambandi hefði eg ekkert að at- huga. En mér varð það á að nefna þá Cand.; vissi ekki betuc/'en að þeir væru Guðfræði - cand., að heiman og kæmu hingað óvígðir, án þess að taka vígslu í íút. kirkj- unni, hvorki heima eða hér. peir hafa því enga sérstaka skyldu að rækja gagnvart lút. kirkju, og kemur því ekki máli við, þó þeir láti vígjast til þjónustu hjá ann- ari kirkjudeild. Það >sé langt frá mér að eiga til nokkurt hnjóð um þá eða starfsémi þeirra, eins og mér er borið á brýn af séra R. P. öll della hans um biskupsvígslu og succession apostolica er iþví út í bláinn. Svo grænan Iheldur þó vist ekki séra R. P. mig, að eg á- líti að engir séu prestar nema biskupsvígslu hafi þegið. En af því verið var að ræða um ísl. kirkj- j una og séra Fr. Friðriksson, þá varð að nefna biskupsvígsluna. I Jafnfráleitt er alt tal séra R. P. j um “hið almenna prestsdæmi”. í lút. kirkju hefir sú kenning ald-rei verið höfð til að fyrirbyggja að prestar væru sérstaklega vígðir, og hefðu samkvæmt því, sérstök- um skyldum að gegna. Verður ihann því að eiga um það við sjálf- an sig, er honum þóknast að gera gys að þeirri athöfn. Um allan óþokkaskapinn í minn garð, bæði það, .se'm mér er brigsl- að um, og eins það, sem eg er bendlaður við, skal eg ekki segja eijt orð. Aðeins -skal eg láta þess getið, að enginn var í vitorði með mér um grein mína, og enginn ber ábyrgð á henni, nema eg einn. Og ekki er heldur nein brú í heim- ildatali séra R. P. ■ Enn frem- skal eg geta þess að ekki átti eg heldur upptökin að samningatil- raunum Tjaldbúðarsafnaðarins og kirkjufélagsins 1918. 1 River Park hélt safn.nefnd Tjaldb. safnaðar fund og bauð mér á fundinn. Lagði eg þar ekki orð til mála. En öil varð nefndin þar samfmála um að reyna iþessa leið, og 'bað mig að grenslast eftir því hjá forseta kirkjufél. ihvort tiltækilegt mundi vera. Gerði eg það, og kom svo ekki meira við sögu þeirra mála. pegar svo seinna að farið er að semja við Únitara, var eg aftur kallaður af Tjaldb.safnaðar hálfu ásamt séra Jakobi Kristinssyni. Skal 'jþað játað, að eg var ekki meðmæltur sameiningunni með þeim skilmálu'm, er séra Jakob lagði til. Að eg hafi ekki verið slí’kri sameiningu fylgjandi með þeim skilmálum, er eg sjálfur lagði til, eru tilhæfulaus ósann- indi. Um samkomulagstilrajunir kirkjufél. og utanfél. safnaðanna er það jafn ósatt að gengið ihafi verið fram hjá söfnuðunu'm í Sask. séra Fr. Friðriksson vissi vel um það alt; en engin rödd heyrðist þaðan um að eiga íh'lut að því máli, nema frá einum söfnuði séra Fi.—IMozartsöfnuði, sem sendi fulltrúa á samtalsfundinn, er okkur var sammála. Eins er það ekki rétt að eg hafi þvingað mína söfnuði, eða fyrirbygt nokkuð það, sem þeir hafa sjálfir viljaðl í þessum málu'm, né gert neina til- j raun til þess; og hið sama er aðj segja um fulltrúasending að Wyn-j yard 1922. Að þar hafi ekki mátt ræða eitt og annað fyrir mér erj svo sem trúlegt, þar sem alt mátti gera fyrir mér. Eg varð þar ekki ti'l fyrirstöðu neinu því, sem verða átti. Ekki er nú alt sem hreinast. Og svo er um alla mælgi séra R. P. u'm tilrýmkun félagsins, sem hannj raunar álítur verri en nokkra til- rýmkun. Skal eg því orðfár vera. í játn. greininni má munnhöggv- ast um orðin “að viðurkenna” o'g “að aðhyllast.” En munur finst mér á að skrifa undir, að eg við- urkenni allar játningarnar sem* 1 * rétta framsetningu og útskýringu Guðs 'heil. orðs, eða að eg aðhytl- ist þær án iþess að setja þær jafn- 'hliða Guðs orði, þar sem því et um leið lýst yfir í II. lið yfirlýs- ingarinnar, að þær 'megi skoða sem mikilvæg söguleg skilríki, sem verðar séu einhvers sóma, og ekki bara ósóma. Þá hneykslast séra R. P. stórum á postullegu trúarjátningunni í I. lið yfirlýs- ingarinnar. Á þar að vera játast undir hana bókstaflega. petta er rangfærsla. Þar er ekkert játast undir, nema trúna á guðdóm Jesú Krist, samkvæmt kenningum N.T. og því sem þaraf leiðir samkv. | post. trúarj. Það er svo sem alveg COPENHAGEN Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa - mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsin bezta munntc'bpk óþarft að postl. trúarj. sé höfð þarna með. En jafnóþarft er aðj amast við henni, þar sem kenningj ar hennar eru ekki aðrar er kenn- ingar N. T. ,og þar sem hún er höfð um hönd við kirkjulegar at-j h q fm’r 1 nh In'vln’n T)\rí QÞ'iTl I hneykslar séra R. P. í post. trú- arj. svo sem Meyjar-sonernið, niðurstigningin og uppstigningin, samfélag heilagara og upprisa holdsinsi—iþað hlítur þá alt að Ihneyksla ihann eins í N. T. Samt hygg eg að ihinir fyrstu kristnu hafi iski'lið firelsarann og þessi trúaratriði eins vel eins og séra R. P. og eg. Vera má að við kys- um báðir önnur Ihugtök og orð i ýmsu'm stöðurn; en ristir skiln- ingur okkar og hugsæi á því guð- dómlega eins djúpt? Erum við eins handgengnir frelsaranum og þekkjum við hann eins vel? Ef okkur kynni en að geta farið eitt- ihvað fram í því, er best að láta stóru orðin liggja. pó kastar tólf- unum þegar III. liður yfirlýsing- arinnar um að færa sér Guðs orð í nyt í anda ihinnar ev. lút. kirkju er rangfærður þann veg, að þar sé óefað átt við General Oouncil. Nei, þar er miklu fremur átt við þjóðkirkju íslands, sem brýnir fyrir prestum sínu'ín á vígsludegi að kenna Guðs orð í anda vorrar ev. lút. kirkju. Sú skylda hvílir á prestúm þeim, sem vígslu þiggja í þjóðkiirkju íslands til að þjóna lút. söfnuðum. Eg fer svo ekki fleiri orðum um þessa fögru ræðu séra R. P. And- inn er ekki hreinn, og alt annar, en andi sá, er gengur í gegnum ritgerð Ásg. Ásgeirssonar um “Kverið”. Var því óþarfi að minn- ast á hann. Eg skal nú fúslega sætta mig niið lUarm dóm séra R. P. að starf mitt vestra í þarfir frjálslynd- isins hafi borið sorglega litla á- vexti—og það sem lakara er, bæti eg sjálfur við: í þarfir kristin- dómsins—kristnu trúarinnar. En ætli fleiri prestar mættu ekki setjast á þann sama sorgarbekk með mér, og kannske séra R. P. rétt við hliðina á mér með öllu sínu frjálslyndi. Það færi eflaust betur, væri sú tilfinning rík hjá þjónum kirkjunnar, í hvaða kirkju deild sem er. Annars hugsa eg að það sé ekki frjálslyndisskortur, sem þjaki kristni og kirkju mest, heldur áhugaleysi, og svo skortur á sanngirni og hreinleik. En það sem er heimska hjá séra R. P. hygg eg að halda muni velli, þegar vísdómur hans er farinn veg allrar veraldar. Reykjavík 9. febr. 1924. Páll Sigurðsson. fP IrmH I>ú gerir enga til- Pllfl I raun út I blúinn I UftslklTIIH me8 j,vl ag nota ™ Dr. Chase’s Ointment vitS Eczema og öBrum húSsjúkdSmuim Pað Sra/mr undir fns alt t>^konar Bta askja til reynslu af Dr‘ C^m 3 k, ef INNSKRIFIST HVEITI SAMVINNUSOLU - SAMNINGAR innskrifist SAMNINGUR ÞESSI samningur löggildir dag 1924, Manitoba Wheat Gowers’ Producérs, Limited, með aðal-skrifstofu í Winnipeg i Manitoba fylki, kallast félagið í samningi þessum “Pooling Association”, er verður fyrsti aðilji, en kornbóndinn, sá er undirskrifar sa'mning þenna, nefnist hér “Grower”, annar aðilji, þó með sömu réttindum. Með því að undirskrifaður hveitiframleliðandi æskir eftir, að starfa í samræmi við aðra hveitiframleið- endur, að því er það snertir, að útvega sameiginlegan markað fyrir hveiti, er verða megi bændum í Manitoba til aukinna hagsmuna, og sem útilokar áhættutafl í hveitiverzluninni. Á allan löglegan ihátt, reynir félags- skapur þessi að bæta markaðsskilyrði fyrir hveitiframleiðslu í Manitoba-fylki. Og myð því að, Samvinnusölunefndinni er veitt vald til þess, að hafa á hendi umboðssölu á hveiti og frá lagalegu sjónarmiði annast um alt það, er að framkvæmd samninganna lýtur. Og með því að framleiðadinn, í félagi við aðra framleiðendur, æskir eftir að gera samning við korn- sölunefndina; Skal samningur þessi vitna og staðfesta, að samkvæmt framanskráðu, gengst Samvinnusölunefndin inn á, sem fyrri aðilji, og hveitiframleiðandinn, sem annar aðilji, að hlíta eftirgreindum skilmálum: 1. Fallist er hér með á það, að hafi ekki hinn fyrsta dag Aprílmánaðar 1924 fengist undirskrifaðir samningar af hálfu Fra'mleiðanda, við Hveitisölunefndina, eða aðrir slíkir samningar, er til nái eigi minna en miljón ekra ræktaðs lands, eða um 40 af ihundraði þess lands, sem er undir hveitirsékt í Manitoba, þá skal Hveitisölunefndin tilkynía það sérhyerjum þeim hveitiræktarbónda, er ritað hefir undir samningsskjal þetta, og getur íhann þá, ef hann svo kýs, látið strika nafn sitt út, ef hann bréflega tilkynnir það forstjórum Sam- vinnusölu-tilraunanna—Pooling Association—, á skrirstofu þeirra í Winnipeg, milli 15. apríl 1924 óg 10. dag mafmánaðar 1824. Um leið og þeim berst slík tilkynning í hendur, skal samningur þessi numinn úr gildi.— Ef undirskriftir allar eru ekki endurkallaðar, getur hveitisölunefndin hafist handa í þá átt, að fullnægja samningun- um og hrinda þeim í framkvæmd. í því tilfelli skal framkvæmdarstjórn samvinnusölunnar, íáta löggilta yfirskoðunar- menn yfirfara allar bækur og gögn félagsins og leggja fram til sýnis á skrifstofu þess, þar sem félagsmönmim gefst kost- ur á að kynna sér skýrslurnar yfirskoðaðar með hæfilegu miHibili. Öllu því fé, sem af gengur starfrækslu kostnaSi 0g borgaö hefir veriS inn, skal skift í jöfnum hlutföllum miili hveitiframleiðenda þeirra, er í félagsskapnum tóku þátt, samkvæmt samningi þessum. Ef nægilegar undirskriftir hafa fengist fyrir eSa þann 1. Apríl 1924, skulu samningar þessir vera bindandi fyrir hvorttveggja aSilja, hveitisölunefndinai og þá hveitiframleiSendur, er í þeim tóku þátt. 2. Á það skal sér með fallist, aS eftir aS rannsakað hefir veriS, hve margir hafi undirskrifað samninga þessa 1. apríl 1924, og með tilliti til þess, aS að minsta kosti miljón ekrur af landi því, er sáS var í 1923, hafi fengist, skulu samningar þessir bindandi vera fyrir hveitibóndann, og skal undirskrift framkvæmdarstjóra, meSráSenda og , endur- skoSenda, vera fuIlnaSarsönnun þess. 3. Samvinnusölunefndin undirgengst aS starfa sem umboðsmenn, framkvæmdarstjórar og lögfröilegir ráöunaut- ar, fyrir framleiöendur og annast um flutninga, geymslu og sölu á hveiti því, er henni berst í hendur frá framleiSend- um, aö undanteknu skrásettu útsæSisfræi. : ( 4. FramleiSandinn—Grower—undirgengst aö senda Samvinnusölunefndinni alt hveiti sitt, framleitt í Manitoba, á þann #taS og á þeim tíma, er hún ákveður fjögur árin, 1924, 1925, 1926 og 1927, aö undanskildu skrás. útsæðisfræi. 5. , Samvinnusölunefndin ber því aS eins ábj>rgö á hveiti því, sem henni er sent, aö öll nauösynleg skilríki, hleSsluskirteini og þar fram eftir götunum fylgi, af hálfu sendanda. 6. FramleiSandinn felur, samkvæmt samningi þessum, Samvinnusölunefndinni á hendur, í sínu eigin nafni aS annast um fyrir sína hönd ait, sem aS því lýtur , aö útvega vörunni sem beztan markaö og framkvæma og gera allar þær ráöstafanir, er nauösynlegar kunna aö þykja, málinu til framgangs. Skal fram'leiSandi veita nefndinni umboS til aS framfylgja eftirgreindum ákvæSum (a) AS veita henni vald til aS taka á móti og selja hveiti gegn þeim beztu skiIyrSum, er henni reynast fáanleg, meS hag framleiöanda einungis fyrir augum. fb) AS blanda einni hveititegund frá einum framleiSanda, samarv viS samskonar tegund frá öörum, í samræmi viS lög þau og venjur, er gilda í þaS og það skiftið. (c) AS taka til láns peninga í nafni Samvinnusölunefndarinnar út á hveiti, sem borist hefir benni í headur, eða gegn hleösluskírteini, eða öSrum verðmætum gögnum, er henni hafa veriS send, og falið er nauðsynlegt, til hagsmuna framleiSandans; svo og að selja, eöa semja um sölu á slíkumigögnum og undirskrifa samninga alla þaraðlútandi fyrir hans hönd. — Framkvæmdarstjórnin skal hafa rétt til þess, aS jafna fé því, er þannig hefir komið inn, niður á milli manna þeirra, er fullnægt hafa samningi þessum, eða verja því á annan hátt í þarfir Samvinnusölunnar, erl til mestra hagsmuna miSar fyrir meSlimi hennar. ("d) AS borga, geyma eða draga frá markaösverSi þess hveitis, er framleiðandi hefir sent, alla lánaöa peninga samkvæmt samningi þessum, ásamt vöxtum og öllum nauösynlegum útgjöklum, svosem fyrir vinnuíaun, skatt, konnhlööu- gjald, flutningsgjald, auglýsingar og annan óumflýjanlegan kos/tnað, er Samvinnunefndin hefir í för með sér. Einnig skal henni veitast réttur til aö draga frá 1% af beinu markaðsverSi hveitis til varanotkunar í þarfir fél. ef þörf krefst. (e) AS innheimta skaðabætur fyrir hönd framleiðnnda, ef eitthvaS fer aflaga í flutningi hveitisins, eöa af öðr- um ástæðum, samkvæmt valdi þvi, er Samvinnusölunefndrnni er veitt í samningi þessum. (i) A8 draga af upphæð þess fjár, er inn kemur fyrir selt h/eiti, þó eigi meiraen 2 cent. af mæli hverjunr, og geyma þá upphæö fyrir þann tíma, er framkvæmdarstjórnin telur æsKilegt, eða verja henni til nauösynlegra bygginga eða leigu á byggingum, eða öörum þeim tækjum viðkomandi Samvinnusölunni er álitlegt þykir að leggja fé í. Um þaS ’ leyti, er samningstimabil þetta rennur út. skuldbindur frarnkvæmdarnefndin sig til aS endurgreiöa og gera reiknings- skil sérhverjum þeim, er lagt hefir fé í slíkt fyrirtæki, með rentum eöa án þeirra, eftir því sem ráSIegast þykir, eSa leggja það í fyrirtæki að nýju, verði slikt taliS æskilegt. j— Jafnskjótt pg samningstimabil þetta rennur út, skuldbindur framkvæmdarstjórnin sig til aö láta hverjum þeim, er þess æskir, í té skýrteini meS innsigli hennar á, er sýni og sanni hve mikiö h\ær einstakur framleiðandi hefir lagt fram af peningum, samkvæmt fyrirmælum sampingsins, hve mikiS er viö hendina til greiöslu í peningumfog hve mikiS í hlutum eða öðrum verBbréfum. Fyrir því er einnig gert ráS, að þegar samningstimabiliS er á enda, megi félagar setja skýrteini sín í annars nafn eða selja þau af hendi. (g) AS takast á hendtir fuH umráS yfir hveitifram-leiðslu félagsmanna og annast um að útvega markaö fyrir hana, samkvæmt fyrirmælum samnings þessa og að leita Iagalegrar aSstoðar og ú{nefna umboSsmann til þess aS annast um aS téS uppskera komist í hendur Samvinnusölunefndar, þrátt fyrir það, þótt framleiðandi hafi rofiS samning þenna. í því falli, að Samvinnusölunefndin leggi hald á slíka uppskeru, þar sem um samningsrof er að ræSa, skal hermi veitast vald til að halda til baka a£ söluverðinu í viSbót viS áöurgreindar upphæöir, nægilegu fé til þess að mæta öllum þeim auka- kostnaSi, eti slík ráðstöfun hefir í för meS sér. 7. Alt ónotað fé, varafé og afgangur, skal standa i nafni Samvinnusölunefndaffnnar, en vera eign meSlima og skal, nær sem framkvæmdarstjórn telur hvggilegt, eða Samvinnusalan leysist upp, skiftast á milli meSIima í hlutföllum viS þaS, sem hlutaSeigarfdi meölimur lagSi til. 8. Þrátt fyrir framanskráðar reglur og fyrirmæli, getur framleiðandi,—Grower—haldiö eftir hveiti til útsæSis og fóSurs og rná enn fremur, aS fengnu leyfisskírteini frá Samvinnusölunefndinni selja útsæðishveiti og íoður, cf Alt annaS hveiti, aö úndanskildu skrsettu útsæöishveiti skal selt af Samv.sðlunefnd. eSa fvr"" a s 9. FramleiSandi játast undir aS hann skuli eigi, meSan samningur þessi er í gildi, selja úveiti þao, er lann ram leiöir í Manitoba fylki JaS undanteknu því sem’ áður er heimilaS), öSrum en Samivinnusölunefndinni. „ 10. FramleiSandi lýsir því yfir afdráttarlaust að liann hafi ekki fram aS þessu tckiS lan ut a e a ve >> anlega uppskeru, eða gert samning við nokkurn annan aSilja um að selja honum hvciti sitt en Samvin'nuso une u í . 11. Á það er fallist hér með, aS í samræmi viS þenna samning og gildandi lög, aS framLeiSandi mcgi ve< sc j,i upj skeru sína, en í bví falli skal hann til'kynna þaS framkvæmdarnefnd Samvinnpsölunnar, og getur hun et svo by ur vi horfa tekiS upp á sig að borga upp eöa takast ábyrgðina á hendur, gegn því aS fá alla uppskeruna. Ska hun t ratt. frá állan þann kostnað, er slíkt hafði í för með sér. 12. Samvinnusölunefndin skal eins fljótt og hún fær því viS komiS eftir að hafai veitt móttöku hveitisen íngu, greiða eiganda hennar þann hluta andvirSisins, er hún telur rétt vera samkvæmt flokkun og gæoum, ag J kvæmdarncfndin jafnfrarnt undir, í samræmi ^ið gildandi laga fyrirmæli, aS halda áfram aS greiða eftirsto var n - virðisins jafnt og þétt, þegar peningar fyrir hiö selda hveíti koma inn, félögum þeim, er fullnægt hafa sammngi pessun , aS frádregnum kostnaSi viS flokkun, flutning, geymslu og sölu hveitisins. . .„ 13. FramleiSandi—Grower—felst hér meS á, aö kaupa 1 hlut í höfuöstól Samvinuusolufel.skaparains og greiOa framkvæmdarnefndinni.hann aS fullu meö $1.00. Mun nefndin afhenda hverjum hluthafa skyrt. fyrir einu hlutabreti. 14. FramleiSandi gengst enn fremur undir, að greiða framkværmlarstjórninni $2.00 í penmgum, til þcss a s am - ast kostnaS af samtökum þessum, svo sem kostnaö í sambandi viS fræðslu um samvimnusölu búnaSarafurða. 15. FramleiSandi enn fremur undirgengst, aS sækja um pláss í vöruflutninga vögnum, hvenær sem tramkvæmd- arnefndin eða umboðsmenn heninar fara þess á leit, samkvæmt fyrirmælum laga—'The Canada Graim Act og ínna a hendi öll þau skilríki, er framkvæmdarstjórnin krefst, í sambandi viS meSferö og sölu hveitis. 1 16. Samvinnusölunefndin má selja hveitiS til mylnufélaga, umboðsmanna, .eða annara, utan f>lkis eöa i mnan, hvenær sem henni bezt likar og mest er hagnaöarvon fyrir framleiSanda. . , x 17. Samvinnusölunefndin má selja alt hveitiS, eða part af því, samkvæmt samningi þessum, gegn um un« k> s- stofnun, eSa meS því aS ganga inn í einhverja þá stofnun, er meS höndum hefir Samvinnusolu hveitis fyrir Alberta, Saskatchewan og Manitoba, eða önnur fylki eöa fylkishluta innan Canada, eða í öörum löndum, samkvæmt samningi, er gildir um ákveðiö tímabil, eða á annan hátt, er bezt tryggir hagsmuni framleiðanda. Áskilur Samvinnusoluinetnclin ser rétt til að veita umboS'sstofnunum sínum öll hin sömu réttindi, gegn hlu.tfallslegtim s'kylcþum; þó ber netndinm engi.t réttiódi til þess að ganga í félag viö nokkra vþá stofnun, eða gera nokkra þá samninga, er i för meS. ser hafi meiri komi- aS en þann, sem áður hefir veriS tekiS fram, fsem' sé 1%), sem varasjóS til viSskiftalegrar tryggingar og 2 cent. a mælinum til starfrækslu. , , . . . , 18. FramleiSandinn veitir Samvinnusölunefndinni fulla heimild tij þess, aS gera alla þa sammnga tyrir na > hönd, er til þess miða, aS annast hagkvæmt eftirlití, flokkun, kornhlööur og flutninga á hveiti þvi, er henm heiir 1 hendur borist og veitir fullan aðgang aS öllum tryggingum þaraðlútandi. .. , 19. Þessi samningur skal vera bindandi fyrir framleiöanda, umboSsmainn hans eoa eftifmann, mns lengi og hann sjálfur eöa meSlimir út fjölskyldu hans, er með honum búa, rækta hveiti ;á hlutaSeigandi landi í Manitoba, eða hafa lagarétt aS ráða yfir því, eða hluta þess, eöa einhveriu öðru landi, er hveiti er ræktaö á, meðan sainn þessi gild". 20. FramleiSandi skal árlega tilkyrtna Samvinnusöíunefndinni, hve margar ekrur hann búist viS aS hafa un >.r rsckt sf hveiti. • 21. MeS þaS fyrir augum, hve afar örSugt þaS er, jafnvel þó leitaS væri laga, aS meta tjon þaS, |Sfm Samvmnu- sölunefndimni getur stafaS af samningsrofi, gengst framleiðandi hér meS undir, aS greiða 25 cents fyrir hvern mxh hveitis, umfram’ þaS sem selt hefir veriS fyrir hann samkvæmt samningi þessum eSa haldiS, til (uppbótar fvrir samn- ingsrof, meS því aS sá sé skilningur allra aöilja, aS undir trúmensku viS samningana sé árangurinn kominn. 22. FramleiSandi gengst undir, aS í því falli aS hann á ,verulegan hátt rjúfi sammngana, svo sem meö þvi ap senda hveiti sitt eitthvaö annaS, þá beri Samvinnusölunefndinni réttur til þess, aS grípa til sinna ráða og fyrirbyggj < frekari brot, eSa vinna upp hallann á annan nhátt. Hvorirtveggja aöilja viSurkenna, aS hér sé ekki aö ems um per- sónulega samninga aS ræða, heldur grípi þeir djúptdnn í viSskiftalífiS, meS því aS Samvinimisolunefndinni getur reynst ókleift aS afla sér hveitis á opnum markaði í staS þess, sem hún kynni aS missa viS sammngsrot. . , 23. Alt tap, sem Samvinnusöluríefndin kann aS hljóta sökum lélegra hveititegunda, mismun í vigt eoa olagi i flutningi, skal taliS framleiðanda til skuldar og dregiS frá hreinum ágóða af sölu hveitisins. 24. FramleiSandi undirgengst aS útnefna Samvinnusölunefndina, eða meöráSamenn hennar, til þess að fullnaegja fyrir sina hönd samningum öllum og sáttmálum, er aS því lúta, aS taka á móti hveiti hans og útvega því markaS. Enn fremur aS taka á -móti öllum þeim peningum framleiSanda, er fyrir hveitiS fást og færa þaS ,ran 1 bækur felagsskapar- ins í hans eigin nafni. Skal slík bókfærsla, ásamt útgefnum kvitteringum fyrir útborguðu fe hverjum einsteokum meS- lim til handa, teljast í alla staði fullnægjandi. .... 25. Samvinnusölunefndinni skal heimilt, aS stofna eölu eSa hagfræSideildir hvarisem vera vdl ut um heim, og má hún framkvæma viSskifti hvar sem hún álítur hent, gegn um umboSsskrifstofur og einstaka menn, er shkt starf reka. 26 FramleiSaninn ,genfst undir, aS þrátt fyrir alt þaS, er aS ofan er ritaö, ef Satruvinmisölunefndin af einhverj- um áistæöum telur óhjákvæmilegt eða ókleift aS fullnægja skilvrSum ofangreinds samnings, aS því er snertir uppskeruna 1924, skuli framkv.stjórriinni þó heimilt aS gera þær samvinnusölu tilraunir á téðri uppskeru, er hún telur vænlegar. 27. Þrátt fvrir alt, sem aS ofan er greint, gengst Samvinnusölunefndin undir aS auglvsa í blöðum borga og hinna stærri bæja í Manitoba, stund og stað, er hún byrjar hveitikaupin. Fram aS þeim tíma getur hver einstakur framleið- andi, ef hann svo æskir, selt hveiti sitt hvar sem hann vill. 28. BáSir aSIiljar undirgangast, aS gera enga samninga, hvorki munnlega né skriflega, er víki fra þessum samn- ingum, eða ríði aS nokkru leyti í bága viS orS þeirra eöa anda. hessu til staðfcsHngar, hefir Framl'eiSandi og Samvinnusölunefndin, eða þar til kvaddir emlbættismlenn hennar, sett innsigli sín undir Samningana, dag þann og ár, er aS ofan er tekiö fram. - SEALED and DELIVERED and. COUNTERSIGNED by the Chairman, MANTOBA CO-OPERATIVE WHEAT in the presence of . PRODUCERS, LIMITED ... ............................................... Per ..................................................... SIGNED, SEALED AND DELIVERED Chairman. in the presence of • ............................................■•••••...... .......................................... ’Grower. Subscribing Grower’s Full Name ......‘................................... Post Office Address .................... (Print this Name) Description of Lands: ........... Sec........... Tp............ Rge.............West of........... Mer. Total Acreage in Wheat 1923... ......... Sec........... Tp. .......... Rge.............. West of........... Mer. Total Acreage in Wheat 1924.... Name and nature of intrest of any person other than Grower in the crop ........................................... Particuilars of contracts, mortgages, liens or other charges...................................................... OfanskráS er eftirrit af Manitoba samningnumi, sem er í rau nog verii hinn sami og Saskatchewan og Alberta samn ingarnir. Manitoba samningurinn er samt nýrri og orðalagiS dálítiS endurbætt. \ I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.