Lögberg - 06.03.1924, Qupperneq 4
Bl». 4
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MARZ 1924
crg
Gefið út Kvern Fimtudag af The Col-
ombia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talaiman N-6327 oi N-6328
JÓN J. BILDFELL, Fditor
Utan&skrift til blaSsina:
THE eOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3171, Winnlpeg, M»n-
Utan&skrift ritstjórans:
EDiTOR LOCBERC, Box 3171 Whinlpog, M»n.
The “LögberK” is printed and published by
The Columbia Press, Llmited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Þjóðræknisþingið.
ipjóðræ'knisþing' íslendinga í Vesturheimi var
sett, eins og auglýst hafði verið, í Goodteraplara-
húsinu á Sargent Ave. í Winnipeg, á þriðjudaginn
26. s.l. mán. Var fátt gert fyrsta daginn, >því fund-
ur hófst ekki fyr en kl. langt gengin þrjú, annað en
taka á móti skýrslu forseta og 'milliþinganefnda.
En um kveldið flutti séra Ragnar Kvaran fyrirlest-
ur, sem hann nefndi “grímur”. Var það erindi vel
flutt og hugmyndin, sem það flutti, talsvert frum-
leg—að mennirnir gengjiu grímuklæddir í gegnum
lífið, og að grímurnar, sem þeir bæru, væru oft 'hin
glöggustu einkenni þeirra, eða með öðrum orðu'm,
að undir henni kæmi hinn eðlilegi innri maður þeirra
í ljós. Sannaðl hann mál sitt með dæmum úr Nor-
egskonunga isögum, úr þjóðsögum íslendinga og
bókmentum. Var hinn bezti rómur gerður að erindi
þessu.
Næsti dagur, miðvikudagurinn, gekk aðallega í
að ræða mál og setja þau í nefndir. Um kveldið var
fjölmenn skemtisandcoma haldin undir umsjón þjóð-
ræknisdeildarinnar “Frón”, sem var ágætlega
skemtileg og fór í alla staði vel fram.
Forseti Fróns, séra Rúnólfur Marteinsson, flutti
snjalla ræðu í byrjun samkomunnar, og las síðar
nýtt kvæði eftir hr. Richard Beck. Var svo marg-
vísleg skemtun, svo sem söngur, ihljóðfærasláttur,
upplestur og ræður. Tveir söngflokkar skevntu,
undir stjórn þeirra Ihr. Davíðs Jónassonar og ihr.
Björgvins Guðmundssonar, og var yndi á að hlýða,
einkum þó já flokk Davíðs Jónassonar, sem leysti
hlutverk sín meistaralega vel af hendi, enda var þar
um að velja þá beztu söngkrafta, sem til eru á með-
al Vestur-íslendinga. Hitt er flokkur ungra manna,
sem hr. Guð'mundsson er nýfarinn að æfa, og stend-
ur mjög til bóta; er þar á að skipa mönnum með
góðar söngraddir, og þegar söngstjórinn er bæði
ötull og hæfur, má vænta hins bezta frá þeim flokki
í framtíðinni.
Einsöng sungu þær frú Alex Johnson, sem kom
fram í íslenzkum búningi, og þótt hún sé fríðleiks-
kona, þá heyrðum vér sessunauta vora vera að
stinga saman nefju'm um, að sér fyndist að hún hefði
aldrei verið eins falleg og þá u'm kveldið í ísl. bún-
ingnum; frú Dalmann og ungfrú Rósa Hermanns-
son, og leyistu þær allar verkefni sín af hendi sér og
samkomunni til sóma. Á fiðlu lék ungfrú Hermanns-
son, systir Mrs. E. ísfeld og Rósu Hermannsson, isem
áður er nefnd, snildarlega vel.
Prófessor Skúli Johnson frá Wesley College, las
upp þýðingar á ensku eftir sjálfan sig af íslenkum
kvæðum eftir marga af bezt þektu skáldunum ísl.,
svo sem Stephan G., Jón Thoroddsen, Bjarna, Jónas,
Matthías, Steingrím, Hannes Hafstein, Þorstein Er-
lingsson, Gröndal o. f 1., og var ‘hin bezta iskemtun.
Prófessorinn er listfengur, smekkur hans fyrir rím-
li-st og fögru máli næmur, og skáld -hlýtur hann að
vera, því annars gæti hann ekki gert þessum ljóðum
eins góð skil og oss fanst að hann gera, að minsta
kosti sumum (þeirra.
Aðal ræðumaður kveldsins var forseti pjóð-
ræknisfélagsins. Talaði hann um framtíðarvon og
deilur—framtíðarvon pjóðræknisfélagsins, eins og
líka átti ekkert illa við við slíkt tækifæri, og deilur á
meðal Vestur-íslendinga. Eitthvað < mintist hann
líka á hættu, sem menn hefðu gengið fram hjá, en
nú væri kominn tími til að ryðja úr vegi. En það var
að honum fanst, trúmálaágreiningurinn vor á með-
al, sem ihægt væri að yfirstíga með því að menn
stofnuðu játningarlausa kirkju, eða með öðrum orð-
um, að þeir, sem einhverja ákveðna stefnu hefðu í
trúmálum, legðu hana niður, svo á því svæði gæti
orðið algert stefnuleysi.
Eftir að skemtiskráin var á enda, fóru fram
rausnarlegar veitingar í neðri sal hússins, se'm
pjóðræknisfélagskonur stóðu fyrir með frábærri
rausn og myndarskap. Efti að menn voru mettir,
fór eldra fólkið að tínaSt heim til sín, en það yngra
að dansa.j
Síðasti þingdagurinn, fimtudagurinn, var alvar-
legasti dagur þessa þings. Hann rann upp blíður
og fagur og hlýr, og menn voru -ekkert að flýta sér
á fundarstaðinn, því þegar vér komum þar kl. 9.30,
hálfri kl.stund eftir að fund átti að -setja, var ekki
fundarfært. Nokkrar nefndir sátu á rökstólum og
ræddu vnál sín og rituðu álit sitt. Þó setti forseti
þing um kl. 10 og lcvað þá fundarfært. Þingið tók
svo að afgreiða mál, sem fyrir lágu, og varð verkum
þess ekkert til farartálma’, unz að nefnd sú, sem um
útgáfu Tímaritsins fjallaði, lagði fram nefndarálit
sitt og tillögur. (í þeirri nefnd voru þeir séra
Guðmundur Árnason, Ásmundur P. Jóhannsson og
Stefán Einarsson ritstjóri). Fór nefndarálit það
fram á, (1) að ritið yrði gefið út á árinu, og (2) að
framkvfemdarnefnd félagsins væri falið að sjá urn
ritstjórn og útgáfu ritsins að öllu leyti. Fyrri lið-
ur nefndarálitsins var öllum þingmönnum geðþekk-
ur, sá síðari ekki, og kom sú breytingartillaga fram
við hann, að hinni væntanlegu stjórnarnefnd sé
falið að ráða séra Rögnvald Pétursson fyrir rit-
stjóra, með sama fyrirkomulagi og verið hefir, ef
'þess væri nokkur kostur að fá -hann. Auðsætt var
•egar í byrjun, að hér var um verulegt ágreinings-
mál að ræða og þurfti því varlega að fara, ef ekki
átti að verða árekstur. Þó voru u'mræður í því máli
skaplegar, þar til fundi var frestað nokkrum mínút-
um eftir hádegi, þar til kl. 1.30 e,h.
Þegar þingið kom saman,eftir hád-egi, var auð-
sætt, að mál þetta átti að sækja með ofúrkappi af
hálfu fylgismanna séra Rögnvaldar, því þeir komu
þar með fylktu liði.
í fundarbyrjun kom fram óbeppileg breytingar-
tillaga við breytingu þá, sem búið var að gjöra við
annan lið nefndarálitsins, sem fór fram á, að séra
Rögnvaldur væri ekki ráðinn ritstjóri Tí'maritsins,
-sökum deilu þeirrar, sem standi yfir á milli hans og
Jóns Bildfells. Varþá tekið að ræða málið á ný með
allmiklum hita, sem fór æ vaxandi unz einn af fund-
armönnum misti svo vald á sjálfum sér, að hann
velti sér yfir eina stofnun kirkjufélagsins lúterska og
kirkjufélagið^sjálft með óbóta skömmum, sem ef til
vill verður frekar 'minst á síðar. En kirkjufélags-
menn iþeir, sem þar voru staddir, létu þetta frum-
hlaup ekkert á sig fá, nema hvað Jón J. Bildfell
-svaraði því með fáum hógværum orðum, enda var
það aukaatriði, sem hægt var að þola manni, sem
hvorki ihefir vald yfir tungu -sinni eða geði.
Aoal spursmálið var um ritstjóra-ráðninguna,
og aðal andmælendur þess, að séra Rögnvaldur væri
ráiðnn, voru þeir Ás'mundur P. Jóihannsson og séra
Guðmundur Árnason, þó einkum sá fyrnefndi;
gjörði hann og þeir báðir skýra grein fyrir málstað
sínum og Ásmundur skoraði á séra Rögnvald í opnu
þin-gi og í nafni Þjóðræknisfélagsins og velferðar
þess, að halda ekki þessu máli fra'm með slíku ofur-
kappi, því þó hann gæti komið því fram, þá hlyti það
að vera pjóðræknisfélaginu til ógæfu og ef til vildi
til algjörðrar eyðileggingar. En við það var ekki
komandi -hjá séra Rögnvaldi. Kvaðst hann hafa
ráðið við sig að 'halda ritstjórninni áfram fyrir þetta
komandi ár, en gat þess jafnframt, að að því loknu
gæti félagið ráðstafað henni að vild fyrir sér.
Við atk-væðagreiðsluna, sem fram fór um þetta
atriði, vann iséra Rögnvaldur algjörðan sigur og er
því ráðinn ritstjóri Tímaritsins fyrir komandi ár.
Næst fóru fram embættis'manna kosningar og
voru þessirjkosnir:
Forseti: séra Albert Kristjánsson, endurkosinn.
Varaforseti: Gísli Jðnsson, prentsmiðjustjóri;
Ritari: Sigfús Halldórs, frá Höfnum;
Vara-ritari: RagnarrStefánsson, kennari;
Féhirðir: Hjálmar Gíslason, bóksali;
Vara-féh.: J. S. Gillis, Brown P.O.;
Fjá.rm.rit.: Ólafur Bjarnason;
Vara-fjárm.rit.: Klemens Jónasson, Selkirk, (eft-
ir að -hafa þverneitað að taka kosningu).
Skjalavör,ður: Arnljótur Ólafsson.
Yfirskoðunarmenn: Björn Pétursson og Hall-
dór S. Bardal.
Á fimtudagskvöldið flutti séra Guðmundur
Árnason snjalt erindi og ágætt, um /‘tunguna”, og
söngflokkur hr. Björgvins 'Guðmundssonar skemti
með isöng. «
Ritstjóraskifti við Heimskringlu.
Hr. Stefán Einarsson sem að undanförn-u hefir
ihaft ritstjórn -Heimskringlu á hendi, lætur af þeim
starfa nú við þessi mánaðamót, en við tekur hr. Sig-
fús Halldórs frá Höfnum. «
Það er annars m-esta furða, hvað þeir hafa verið
lauisir í sessinum, þessir Heimskringlu ritstjórar
upp á síðkastið. Á isíðastliðnum sex árum hafa
þeir verið þrír, 0. T. Johnson, Gunnlaugur Tryggvi
og Stefán Einarsson, alt -efnilegir menn og beztu
drengir, en svo óskaplega og skelfilega endasleppir í
sessin-um.
Hvernig stendur á þessu? Hafa 'menn þessir
ekki yerið þeim hæfileikum búnir, að þeim hafi ver-
ið trúandi fyrir þessu verki, eða Ihafa þeir ekki verið
nógu ráðþægir við þá, s-em ráðin -hafa?
Vér höfum áður minst á Gunnlaug Tryggva og
'0. T. Johnson, sem báðir urðu að íhröklast frá blað-
inu eftir stutta dvöl, og er þá að minnast Stefáns,
sem nú er látinn fara, eftir minna en fjögra ára
starf við -blaðið. Stefán er drengur góður, maður,
■sem vill vel og vill ekki vam'm sitt vita. Hann er
enginn afburða víkingur með pennann, en af orð-
um hans og hugsun leggur hlýjan ^yl inn að hjarta-
rótum lesandans, það er að segja, þegar -hann fær
að njóta sín. Og J?að er engum efa bundið, að hann
hefir með skrifum sínum fremur viljað bæta en
brjgta, byggja upp heldur en rífa niður, ,ogj er sú
viðleitni lofsverð hjá honum og öllum öðrum, og oss
finst, að nú í vertíðarlokin, að hann muni vera
auðugri af góðvild al’mennings, en -hann var þegar
hann hóf ritstjórastarf sitt.
Um manninn, sem tekur við, -hr. Sigfú-s Hall-
dórs, höfum vér ekkert að segja, þekkjum hann lítið,
en hánn kemur oss vel fyrir sjónir—er mentaður,
þægilegur í viðmóti og hógvær í framgöngu og lík-
I-egur til góðis, ef hann fær að njóta sín, og vildum
vér óska, að af honum v-erði aldrei heimtað ,það, sem
Einar Hjörleifsson Kvaran sagði að “jafnt og þétt
hefði verið -heimtað af Gesti heit. Pálssyni í því sama
embætti, “þangað til hann var kúgaður til að sækja
um lausn: 1. að spilla fyrir málum lútersku kirkj-
unnar hér, 2. svívirða kirkjunnar menn, og 3. að
skamma 'Lögberg”. Eða ef það verður gert, að
hann þá, eins og -Gestur heit., þverneiti að taka það
“gáfulega prógram” að sér, eins og sami höfundur
komst að orði um Gest. '
«‘C 1’ • »»
ocandinavia .
Marz-heftið af “Scandinavia” er nýkomið. Hef-
ir það margvíislegan fróðleik að flytja og er vel úr
garði gjört, eins og fyrri heftin. Ein grein, eða rétt-
ara sagt, upphaf á ritgerð, -eftir listamanninn J. A.
Peehl, hefir sér-staklega vakið eftirtekt vora. Rit-
gerð sú nefnist: ',T-he Báltic Race”. Er höfundur-
inn þar að sýna, og segist skuli sanna, að .Scandl-
navi-ski ættstofninn sé kominn frá A-braham og Söru
konu hans. Segir hann, að lý-singin á Abraham sýni
berlega einkenni -hins Skandinaviska fólks: Blá augu
og silkimjúkt hár. Kona hans var björt yfirlitum,
segir hann, fögur á að líta, og -heldur hann fram, að
hjá 'báðum þeim -hafi verið að finna einkenni þau,
sem sérkenni Skandinavisku þjóðirnar frá öðrum
þjóðum. pessi ^mannflokkur, segir höfundurinn
að hafi gengið undir mismunandi nöfnum, svo se:n
-Semítar, Gyðingar, Gotar, Saxar, Teutons og Skan-
dinavar, en í raun og veru sé það alt einn og sami
ættleggurinn. afkomendur hinnar útvöldu þjóðar.
Höf. isegir, að umhugsunin hjá sér um þessi efni
ihafi vaknað við spurnin-gu, sem fólk, er ferðast
hafði um Evrópu, -hafi lagt fyrir sig, -og hún var sú:
“Hvernig stend-ur á því, að hvar sem ’maður fer í
víðri veröld, þá sér maður hvergi andlitsfarva fólks
líkan þeim, -sem fólk hefir,í Skandinavisku löndun-
um og í Norður pýzkalandi? Er það loftslagið, á-
hrif náttúrunnar eða lifnaðarhættir, senv gjöra þetta
fólk bjart yfirlitum, augun blá, hárið ljóst—-gjörir það
sérkennilegt frá öllum öðrum þjóðum þjieimi?” Við
þetta sama verða menn varir víða -hjá 'mannfræð-
ingum, segir hr. Peehl, og það líka, að þeir viður-
kenna að fólk það, sem býr í Eystrasaltsl'öndunum,
sé það eina fólk í heimi, sem þessi -einkenni beri.
“Ef vér” segir 'hr. Peehl, “spyrjum sérfræðing-
ana að, hvernig á þes-su standi, ,þá -er langlíkleg-
asta svarið, að það sé loftslaginu að kenna, og því til
sönnunar segja þeir, að andlitslitur fólks verði dekkri
eftir því sem það býr nær miðjarðarlínunni. Ef að
það væri tilfellið, þá vil eg -spyrja: Hver.s v-egna eru
þá ekki Lappar og Eskimóar, sem búa við snjó og
ísa ár út og ár inn, hvítir. En eins og menn vita,
eru þeir eins dökkir og Arabar. Nei! Loftslagið
getur ^jört fólk móleitt í framan og á þann ihátt
breytt útliti þess lítillega. En það getur aldrei
þurkað í . burtu lyndiseinkenni þau, -sem guð hefir
skapað.” ,
1 þeim parti ritgerðarinnar, sem í þessu hefti
birtist, lýsir höfundurinn einkennum, hinna fornu
Galíleumanna, sem hann segir að líkist mjög ein-
kennum hinnar germönsku þjóðar. í öðrum kaflan-
u'm ætlar hann -sér að sýna, hvernig þeir ibárust
vestur á bóginn yfir Rússland og voru undir nafn-
inu Gotar leiddir af Óðni norður í Skandinavíu.
Margar, fleiri ágætar ritgjörðir eru í þ essu
hefti. par eru og tvær þýðingar af íslenzkum kvæð-
um, önnur eftir prófessor Skúla Johnson við Wes-
ley College, “Þótt þú langförull legðir” eftir St. G.
Stephansson; og “Steindepilsljóð” jeftir Þorstein
Erlingsson, þýdd á ensku af frú Jakobínu Jo-hnison.
Óður lífsins,
Erindi flutt á fundi “Frónfe” á
þessum vetri af
séra Rúnólfi Marteinssyíni.
T
X.
“Það nema börn, sem í bæ er
títt.'”
Sumir hafa það fyrir satt, að
íslenzka þjóðin sé auðugri að lífs-
speki en aðrar þjóðir. Saman'burð
ardómur í þessu máli -skal hér
ekki upp kveðinn. pað verður þeim
látið eftir, sem telja sig til þess
hæ-fari. Hitt hygg eg að öllum
verði ljóst, sem með algengri
dómgreind veita eftirtekt ávöxt-
um íslenzks anda, frá fyrstu tíð
og fram á þennan dag, að þar er
mikið af lífssp-eki, í mál-sháttum
þjóðarinnar, ljóðum, -sögum, sálm-
um og öðrum ritverkum. Eðlilega
kemur þetta sérstaklega fram 5
orðskviðum og ‘inálsiháttum, enda
er það eðlilegt og mun vera til-
fellið með allar þjóðir, þvi hvað
er málsháttur?
Málsihætti má líkja við laufblað.
í sambandi við laufblaðið, kemur
tvent til greina: Tífskrafturinn,
sem skapair það, og myndin, sem
sá kraftur skapar. Lífskraftur-
inn í málshættinu'm er reynsla, í-
mynduð eða veruleg, oftar en hitt
veruleg. Margir, ef til vill, höfðu
reynt hið sama, en svo ko'm ein-
hver skapandi andi, athugulli en
aðri-r, með skírari sjón sannleik-
ans en aðrir, með meiri orðahag-
leitk en aðrir, sem gaf þessum
reynslu-anda hold, svo hann gat
ferðast um mann frá manni og
jafnvel öld eftir öld. Orðin voru
h-oldið, -sem leiddu fram í sýnilegri
mynd limaburði og vaxíarlag and-
ans. Með þessu varð hugsunin
nothæf, gjörðist meðli'mur í and-
legu viðskiftalífi manna. Menn
höfðu þá reynslusannindin fyrir
augum, og í myndinni bar ætíð
m-est á því, sem hafði verið sterk-
astur þáttur í reynslunni. Á þenna
hátt k-emur í ljós sú líf-sspeki, sem
einstaklingar og þjóðir hafa eign-
ast. Reyn-slan er lífið, en máls-
hátturinn er laufblaðið.
Einn af slíkum málsháttum er
sá, sem vér Ihöfum byrjað 'með:
“Það nema börn, sem í bæ er
títt.”
Andinn, sem ríkir á heimilinu,
mótar orð og athafnir foreldranna
eða annara, sem þar hafa áhrif,
vel að merkja, andinn, sem í raun
og veru fyllir sálir, ekki -s'á, sem
menn að eins þykjast hafa, þ a ð
er andinn, sem líklegur -er til að
móta sálir barnanna, -sem þar al-
ast upp. Með þessu er auðvitað
ekki sagt, að þau nemi ekkert ann-
að; en þau nema það, sem tíðast
og mönnum eðlilegast í bænum,
hvað fleira, sem þau læra.
Með þessu er sérhver kynslóð
knýtt við þá, sem næst er á undan
henni, og kynslóðirnar hver fram
af annari eru tengdar isaman eins
oðg hlekkir mynda keðju. Á löngu
tímabili glatast að vísu margt
ga’malt og græðist margt nýtt, því
fá böirn nema alt, sem í bæ er títt
og flest börn læra eitthvað utan-
bæjar. pannig ska-past breyti-
þróun, samhliða tenngslum, sem
valda áframhaldinu. Það er, með
öðrum orðum, bæði íhald og fram-
sókn, “conservatism” og “liberal-
ism”, á æfileið mannkynsin-s. —
Það er (því viðurkenning ' -sann-
leika, sem felst í nafni eins stjórn-
málaflokksins, sem u'm 1 angt
skeið hefir starfað í þessu landi,
“liberal-conservative”.
'Mig langar nú til að -bregða yf-
ir þenna sannleika dálitlum skáld-
skapar anda, og nefna áhrif heim-
ilanna á ungmennin vögguljóð.
Það er komið kvöld og þú veizt,
að það ier barninu þínu fyrir
beztu, að fara að sofa. pú legg-
Farseðla
GANADIAN PAGIFIC STEAMSHIPS
BEINAR FERE)IR MILLI BRETLANDS OG CANADA
Ef þér ætlið að flytja fjölskyldu yðar, fraendur cða vini til Canada, þé skul-
uð þér gæta þess vandlega að á eimskipafarseðlinum standi
CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS
Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem Kugsast getur. Eimskip vor sigla meö
fárra daga millibili frá Glasgow og Liverpóol beint til Canada.
Umboðsmenn vorirmæta íslenzkum farþegjum í Leith og fylgja þeim til Glas-
göw, þarsem fullnaðarráðstafanir verða gerðar. Skrifið til H. S. BARDAL, 894
Sherhrook Street, eða W. C. CASEY, General Agent
Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Winnipeg, Manitoba
ur þaö 1 vogguna og iruggar
henni, cða þú tekur það þér í fang
og ruggar þér og því í stól; en í
'báðum tilfellunum syngur þú -við
það oittihvað mjúkt, 'með mildum
hreim, eitthvað með ró-veitandi
hljóðfalli, og fyr eða síðar, hvað
sárt, sem barnið þitt hefir áður
grátið, hepnast því að n-á Ihöfn i
draumalandinu.
Ekki hefi eg neina fræðslu um
það, hve langvarandi eru áhrif
vögguljóðsin-s. Má v-era, að það
hafi ekki aðra þýðingu en þá, að
koma barninu í svefn; en ,hvað um
það, það má táJkna mynd af því,
sem 'hefir víðtækari þýðingu.
Eins og vögguljóðið syngur
barnið í -svefn, eins 'kveður heim-
ilið þau álhrif inn í eyra og sál
barnsins, -sem verða fru'mtónarn-
ir í þeim söng, sem það sjálft
syngur með æfistarfi sínu.
Vaggan má vel tákna fyrsta skeið
lífsins og víst er það, að inní þann
hluta æfinnar fléttast óteljandi
þættiir, sem varanlegir verða í
lífsstríðinu öllu.
Fyrir nokkru síðan sá eg
hreyfimynd hér í Winnipeg, sem
nefndist 'Tntolerance” (umburð-
arleysi). Fjórir þættir úr lífi
mannanna á ýmsum tímu'm, voru
Teiddir fram á sjónarsviðið. Heill
þáttur var -samt ekki sýndur í
einu, þangað til honum væri lok-
ið, helduir -voru þættirnir allir að
því leyti samferða, að aðein-s brot
af hverjum þætti var isýnt í -einu,
og þurfti n-okkrar umferðir til að
ljúka öllum ,þáttunum. En í upp-
hafi leiksins og oft iá milli þátta-
'brota var sýnd 'mynd af barni í
vöggu og var kona að rugga vögg-
unni.
Lítið barn í vöggu, mynd af
ást, rósemi, sakleysi, ihvað gat ver-
ið fjarlægara hryðjuverkunum í
falli Babýlonar -eða ihelvízkum níð-
ingsverkunum i blóðbaðinu á
Bartólóm-eusarmes-su í Frakk-
landi?
Já, að -vísu fjarlægt, en -samt er
það um vögguna, isem örlaga-
þættir lífsins ieru fléttaðir, eins
og líka kemur fram í þessu Ijóð-
broti úr Hávamálu'm:
N-ótt varð í bæ,
nornir kómu,
þærs öðlingi
aldr of skópu,
þann báðu fylki
frægstan verða
og buðlunga
baztan þykikjai—
Snöru af afli
örlögþáttu
þás borgír braut
í Brálundi;
þar of greiddu
gollin símu
ok und mánasal
miðjan festu.
Þær austr ok vestr
enda fálu,
þar átti lofðungr
land á milli
ibrá Nipt Nera
á norðrvega
einni f-esti
ey ibað háTda.
Til er fagurt Ijóð á ensku máli,
eftir ameríska skáldið Longfel-
low, sem heitir “Psalm of Life”.
Það hefiir verið þýtt á íslenzku af
M. Joclh. og nefnt Óður lífsins. Er
þar vikið að sumu því, sem allir
menn eiga að -vinna á lífsleiðinni,
og 'meðal annars -er þar iþetta:
“Allir miklir menn os -sýna,
manndóms tign er unt að ná,
og eiga, þegar árin dvína,
eftir spor við tímans sjá,
spor, sem viltum vegfaranda
vísa leið um eyðísand,
og sem frelsa frá að stranda
farmann þann, sem berst í land”.
1 -samræ'mi við þetta, vil eg því
leýfa mér að kalla æfistarf sér-
hvers manns óð lífs hans, og þá
vil eg segja: óður lífsins, sem isér1-
hver kynslóð -syngur, verður
vögguljóð hinnar næstu.
pað er að minsta kosti tilfellið,
eins og vanalega stendur á. pað
mun hafa verið tilfellið á Islandi,
svo að jafnvel -sú kynslóð, sem nú
er up-pi, mun vera ibundin all-
S'terkum bön-dum við þá fyrstu,
sem þar var. En það er álitamál,
hvort ekki hefir orðið undantekn-
ing á þessu með o-ss Vestur-íslend-
ingu'm, eða er að verða, eða þá
sýnist vera, en um það -gjöri eg
ekki staðhæfingu, sízt á þessu
stigi máls. Það sem nú skiftir
máli, er sannTeikur hinna vana-
legu áhrifa á hina ungu. Móti því
verður ekki mælt, að einstakling-
uinn, heimilið, skólinn, kinkjan,
-strætið, Teikbræðurnir, skemtan-
irnar, þjóðin kveða vögguljóðin
sín við ungu kynslóðina.
Ef vér snúum oss að hinu síð-
asta, og tölum um þjóðina íslenzku,
eins og ísvo oft hefir verið gjört,
sem Fjallkonuna, hvað er það þá,
sem ihún hefir -sungið við börnin
sín?
Söngurinn h-ennar Ihefir eíkki
verið fullkominn, fre’mur en ann-
að mannlegt. Þar hafa verið
falskir tónar, brestir í keri eða
soiri saman við hreina málminn;
en að vögguljóð Fjallkonunnar
hafi, að ein-hvrju leyti, verðskuld-
að aðdáun, ætti öllum börnum ís-
lands að vera ljóst, og nytsamt til
athugunar öllum, sem af íslenzku
'bergi eru brotnir.
En til þess að athuga sönginn
sjálfan, verð eg, að einhverju
eyti, að taka til greina sál hennar,
sem syngur, lífskjöir Shennar og
einkenni. En í athuguninni verð-
ur engin tilraun gjör til að að-
greina þessi atriði. 'pau verða
oftast, að meira -eða minna leyti,
sa'miferða.
Um hvað hefir hún þá sungið?
Hvernig hefir ihún sungið?
Hún -hefir sungið um karl-
mensku frá því fyrst að hinir
hugdjörfu víkingar námu strend-
ur eylandsins í úthafinu. 1 sam-
ræmi við þjóðarsálina er því þes-si
hvöt skáldsins:
“Æðrulaus með -hörðum hönduni,
hrau-sta sævarþjóð,
isigldu hart svo íhrikti í böndum
hafs um reginslóð!”
Hún 'söng um karlmen-sku
þeirra, sem gengu á 'móti grimm-
um f jendum og sögðu: “ekki hræð-
umst -ek dauða minn”, -karlmensku
þeirra, sem gengu í behhögg við
trylda Rán og hrifsuðu lífsbjörg
úr greipum hennar; karlmensku
þeirra, sem háðu orustur við
miskunnarlaus fjallaveður, þegar
“grimmleg myrkrún á fönnunu'm
-hló”; karlmensku þá, sem varð að
þrautseigju í óteljandi hörmung-
um, “ís og 'hungri, eld og kulda,
áþján, nauðum, svartadauða.”
Hún söng um drengskap Síðu-
Halls, sem vildi láta son sinn ó-
bættan, og fórnaði með því helg-
ustu réttindum fornmanna, til að
kaupa frið fyrir þjóð sína; dreng-
-skap Bergþóru, sem heldur vildi
ibrenna 'með Njáli, en þiggja Tíf
ókeypis; drengsckap séra Jóns
SENDIÐ
OSS
YÐAR
RJDMA
Og verið Fulla Vigt og
Vissir Rétta Flokkun,
Um 24 kl.stunda
ánægju.
Canadian Packinq Co.
Li'mited
Stofnað 1852
WINNIPEG, CANADA
-AMERICAN
ISLAND til CANADA
. um Kristjaníu eða K. höfn til Halifax, N.S.
6. mar., ‘Frederik III' 20. mar., 3. apr., 15.
og 29. maí, 3. júl. Næista dag frá Kristj. Er þér sendið ættingjum
yðar á Islandi fyrirfram greidda farseðla, þá v-erið vissir um
að þeir ihljóði upp á Scandinavian American Eimskipafélagið
—eða Canada siglinngasambönd þesis. Stór skip, með allra
fullkomnasta útbúnaði. Yfir 40 ára œfing í f-óliksflutningum.
Úrvals fæði, ibúið til af reglulegum séfrræðingum.
Leitið upplýsinga Ihjá járnbrautar eða eimskipa umboðs-
mönnum, eða skrifið til aðal skrifstofu vorrar.
Scandinavian-American Line, 123 S. Third St., Minneapolis