Lögberg - 19.06.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.06.1924, Blaðsíða 4
Bls. 4 LtkíBERG, í ÍMTUDAGINN 19. JYNÍ 1924. 4 ecg Gefið át hvem Fimtudag af The Col- Bmbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T.lniraan N-6327 06 N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Litanáskrift til biaðsins: THE tOLUN|BIH PHE8S, Ltd., Box 3171, Winnlpog. Utanáakrift ritstjórans: CDlTOfl LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpog, ^an. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Efri málstofan í Canada. 5T í fleiri ár hafa menn fundiö til þess, að fyrir- komulag þaö, sem á sér stað með efri málstofu þjóðþingsins í Canada, sé alls óþolandi — að gamlir karlfauskar, sem lítið hafa sér til ágætis annað en að hafa verið auðsveipir þjónar annars hvors stjórnmála- flokksins í Canada, skuli geta ráðið örlögum þýðing- armikillar löggjafar eftir vild, án þess að þjóðin, sem undir löggjafarúrskurði þeirra á að búa, geti átt nokk- urn þátt i skipun þeirra í þetta lífstiðar embætti, eða áhrif haft á gjörðir þeirra með atkvæði sínu. En þó oft hafi verið ljóður á ráði þessara þing- manna efri málstofunnar í Canada, þá hefir sjaldan eða aldrei komið eins átkanlega fram eins og á þessu þingi, hve óhæfir þessir menn eru til þess að vernda hag og velferð þjóðarinnar gegn áreitni og yfirgangi einstakra auðfélaga. Mönnum er enn í fersku minni, hve óeðlileg fram- koma efri málstofu þingmannanna var í sambandi við ósk Sir Henry Thornton og samþykt King-stjórnar- innar um framlengingu á járnbrautum þjóðarinnar í Vesturlandinu. Sir Henry bað um rúmar 20 miljónir dollara til þess að byggja álmur út úr aðalbrautinni, þar sem þess þyrfti nauðsynlega með, eða framlengja þær, sem þegar voru bygðar, og átti sú fjárveiting að nægja til þriggja ára. En efri málstofu þingmennirn- ir, það er að segja þeir af þeim, sem hvað mest standa fyrir þrifum og framförum, og það er meiri hluti þeirra, eins og nú standa sakir, drápu frumvarpið, svo ekkert var hægt að gjöra í þessu sambandi í heilt ár. Aðal ástæðan fyrir þessari synjun sögðu þeir að væri sú, að öllu þessu verki væri slengt saman, án þess að fram væri tekið, hvar byggja ætti hina einstöku járnbrautaspotta, eða hvað mikið fé 'hver þeirra ætti að kosta, og voru þau atriði, sem i fljótu bragði virð- ast hafa nokkuð sér til málsbóta, miklu þyngri á meta- skálum þessara manna, en þörfin hin brýna, sem bænd- ur og aðrir höfðu á því að þessir járnbrautaspottar væru bygðir út frá aðalbrautunum til bygða, sem yfir langan veg áttu að sækja með afurðir sínar, til þess að ná til járnbrauta. Og það voru ekki að eins þeir, blessaðir öldungarnir, eða efri málstofu menn, sem þannig litu á málið, heldur urðu það og allmargir af flokksmönnum þeirra, sem í sama strenginn tóku viðsvegar um landið, og það jafnvel sumir af þeim, sem verst voru leiknir með falli frumvarpsins. En Sir Henry, formaður þjóðeignajárnbrautar- innar í Canada, var ekki af baki dottinn fyrir þetta. Hann bar fram kröfur sínar á ný í byrjun þings þess, sem nú stendur yfir, og til þess að stranda ekki á sama skeri og i fyrra, þá er tekið fram í frumvarpi stjóm- arinnar, hvar hverja af þessum nýju járnbrautarspott- um eigi að byggja, þörfina fyrir þá, hvað hver um sig eigi að kosta og hve mikils flutnings sé úr þessu eða hinu umhverfinu að vænta. Nú fór að vandast málið fyrir efri málstofu þing- mönnunum, sem þjóðeignabrautum eru fjandsamleg- ir. Þeir gátu nú ekki borið fyrir sig sömu ástæðuna til þess að fella þetta frumvarp og þeir gerðu í fyrra, svo til nýrra ráða varð að taka, og þau nýju ráð voru, að grandskoða hverja brautarálmu, er leggja átti, út af fyrir sig, og rannsaka svo, hvort kröfur Sir Thorntons væru virkilega á rökum bygðar. í fljótu bragði virðist þetta nú ekki vera óskyn- samleg aðferð, fyrst að þessir herrar treystu ekki Sir Henry til þess að gjöra það eitt sem rétt var og þarft í þessu efni. ÞaS má jafnvel segja, að þetta hafi verið skylda þeirra. Én hvernig framkvæma svo þessir herrar skyldu sina? Til hverra leita þeir eftir upp- lýsingum? Flestir i þeirra sporum myndu hafa leit- að til Sir Thornton, eða einhverra af sérfræðingum þeim, sem bera hag Canadian National brautarinnar fyrir brjósti. En hvað skeður? Fyrir nokkrum dög- um voru þessir menn að ræða um, hvort leyfa skyldi að byggja járnbrautarspotta inn hérað eitt í Vestur- landinu, og þurftu blessaðir efri málstofu þingmenn- irnir, en þó einkum nefnd sú, sem um málið var að fjalla, að fá sérstaklega ábyggilegar upplýsingar í því máli, svo þeir sendu eftir ábyggilegasta og trúverðug- asta manninum, sem þeir gátu htigsað sér. Og hver haldið þér að hann hafi verið? Sir Thornton? Nei, ónei. Það var E. P. Flintoff, aðal lögfræðingur Can- adian Pacific járnbrautarfélagsins. Hann brá við hið fljótasta og kom með sérfræðinga sina og sýndi járn- brautarnefnd efri málstofunnar fram á, að inn í þetta hérað væri ekki þörf að leggja neina járnbraut, því að Canadian Pacific brautin hefði bygt járnbraut þangað og að það félag gæti komist yfir að flytja alt, sem flytja þyrfti þaðan og þvi væri ljúft að sjá um það, að öllu leyti, og þess vegna væri engin þörf á að byggja braut þangað. Nefndarmennirnir kinkuðu kolli til samþykkis, og þegar varaforseti Canadian National brautarinnar, Mr. Ruel, sem þarna var lika staddur, fór að sýna fram á réttmæti kröfu síns félags með að fá að byggja þangað inn, veitlu þeir honum varla á- heyrn og hreyttu í hann ónotum. Fréttaritari einn, sem viðstaddur var, segir svo frá því, sem fram fór: “Tvö eða þrjú frumvörp voru rædd; það skiftir minstu hvernig eða á hvaða hátt. Það sem vakti mesta eftirtekt þeirra, sem viðstaddir voru, var, að þarna væri að fara fram nokkurs konar ásökunar- dómur. Nærvera sérfræðinga Canadian Pacific fé- lagsins, athygli sú, er öllu því, sem þeir sögðu, var veitt; ásökunaryrði eins af efri málstofu þing- mönnunum í sambandi við starfrækslu Canadian Na- tional brautarinnar. Staðhæfing annara þingmanna úr þeirri sömu deild, að drepa ætti þetta eða hitt frum- varpið, sem fyrir lægi, þar sem um væri að ræða járn- brautarbyggingu inn í héruð, þar sem Canadian Pac- ific félagið hafði áður bygt. Hið óvingjarnlega við- mót sumra nefndarmannanna í garð Mr. Ruels, þeg- ar þeir voru að spyrja hann. Þetta voru atriði, sem mest bar á við þá yfirheyrslu eða rannsókn.” Það hefir verið á vitorði margra, að Senatorarnir i Canada væru hollari í ráðum sínum einstökum auð- mönnum og auðmannafélögum heldur en þjóðinni. En að þeir myndu ganga eins langt í þeirri iðn sinni eins og hér kemur fram, hefir vist fáum komið til hugar— að ganga í berhögg við það þjóðþrifa fyrir- tæki þjóðarinnar, sem hún hefir lagt meira fé í en nokkurt annað og meira er i húfi ef illa fer, en hægt er í fljótu bragði að gjöra sér grein fyrir, er ekki að- eins óvingjarnlegt heldur blátt áfram óhæfa, og ekki sizt af þeim mönnum, sem þjóðin launar til þess að vernda hag sinn og vaka yfir velferð mála sinna, og svo verður hún að horfa á þenna.n ófagra leik með hendurnar bundnar. ------0------- Crow’s Nest samningarnir. Eitt er það mál, sem meiri eftirtekt vekur hér í Vesturlandinu, en flest önnur, um þessar mundir, en það er málið um Crow’s Nest samningana svonefndu. Samningar þessir voru gerðir árið 1897 á milli Canadian Pacific járnbrautarfélagsins annars vegar og þjóðþingsins í Canada fyrir hönd þjóðarinnar hins vegar. Ástæðan til þessara samninga var sú, að Canadi- an Pacific járnbrautarfélaginu var veittur styrkur af opinberu fé til þess að byggja hina svo nefndu Crow’s Nest járnbraut í Alberta og British Columbia, og í stað þeirra hlunninda gjörði járnbrautarfélagið þenn- an samning, sem nefndur er Crow’s Nest samningur, við, stjórnina í Ottawa, eða réttara sagt Canada- þjóðina. í samningum þessum er tekið fram, hvað flutn- 'ngsgjald skuli vera á vörum, sem félagið flytur á milli Austur og Vestur Canada og til ýmsra staða í báðum landspörtunum. Samningur þessi hélzt umtalslaust í gildi og var haldinn af félaginu unz að félaginu var veitt undan þága undan ákvæðum samningsins á stríðsárunum. Þegar striðinu lauk átti samningurinn að ganga i gildi aftur, en þá framlengdi stjórnin undanþáguna um tvö ár á öllum nauðsynjavörum nema hveiti, og eru þau tvö ár, eða sú framlengin, liðin 6. júlí n.k. og hefir stjórnin í Ottawa tvimælalaust látið það í ljós, að eng- in undanþága verði veitt eftir þann dag, heldur komi samningurinn þá i gildi að fullu. Það hafa og allir íbúar landsins vestan stórvatnanna talið sjálfsagt. En Canadian Pacific félagið lítur öðruvísi á mál- ið, og bæði járnbrautarfélögin í Canada. Þau líta svo á, að þessir samningar eigi aldrei framar að ganga í gildi, heldur eigi Ottawa þingið að nema Crow’s Nest samninginn alveg úr gildi—sópa honum úr vegi með öllu, en gefa aftur í vald járnbrautarnefndar ríkisins að ákveða um flutningsgjald frá ári til árs. Þessa kröfu sína hafa járnbrautarfélögin nú sent til stjórnarinnar og má nærri því geta, að þau muni ekki láta neitt tækifæri ónotað til þess að koma þeirri kröfu sinni fram, ef þess verður nokkur kostur, sem vonandi verður ekki. Þessar stympingar járnbrautarfélaganna hafa vakið afar mikla eftirtekt hér í Vesturfylkjunum, og hafa félög verzlunarmanna hvert á fætur öðru sent á- skoranir til stjórnarinnar í Ottawa um að virða þessa árás járnbrautarfélganna á hag og réttindi fólksins, að vettugi, og Manitoba og Saskatchewan fylkin hafa í félagi fengið einn af nafnkunnustu lögfræðingum Winnipegborgar, H. J. Symington, til þess að líta eftir hag og rétti fólksins í þeim fylkjum i sambandi við þetta mál. Á hverju að menn mega eiga von, ef járnbrautar- félögin fá sínu framgengt i þessu efni, sýnir eftir- fylgjandi skýrsla, sem tekin er úr skýrslum járnbraut- arfélaganna sjálfra um þetta efni, og sýna flutnings- gjaldið undir hver hundrað pund í fullu vagnfermi frá Toronto og til ýmsra staða í Vesturlandinu, undir Crow’s Nest samningunum, og fyrirkomulagi þvi sem er og verið hefir síðan C.P.R. félaginu var veitt und- anþága undan þeim samningum. Flutningsgjald frá Toronto, undir vagnfermi af hveitifcandi, járnvöru, þykku gluggagleri búnu til í Canada, járnþynnum, járnpípum, nöglum stórum og smáum, þakefni, farva, olíu og viðarvöru: Cr. Nest samn. Gj. Nú Hækkun Winnipeg $0-74 $1.14 54% Portage la Prairie .. .84^ 1.22 444 Brandon .. .. 9i 1,32 45-i Regina i-55 39-0 Swift Current , •• •• I.20J4 1.71 41.9 Saskatoon. . . . I-36 1.68 23-5 Lethbridge .. •• •• 1 -35 1.92 42.2 Med. Hat. . .. • • •• '&'A 1.83 42.2 Red Deer .. .. •• •• 1-5754 2.03 28.9 Calgary .. .. • • •• 1-3954 2.00 43-4 Edmonton. . .. . . .. 1.66# 2.00 20.1 Á jarðyrkju verkfærum: Til Winnipeg. . . . . . $0.68 .82H 20.4 Port. la Prairie • • • - -7454 .88^ 18.8 Brandon 80 •9754 21.9 Regina 97 1.28 32.0 Swift Current . . .. 1.06]/2 1.4214 33-8 Saskatoon . . . . x-3954 19.7 læthbridge . . . i.6?y2 34-o Med. Hat .. .. 1.15y2 x-54/4 33-8 Red Deer • .., 1.41 I.6954 20.2 Calgary .. .. x.25y2 1.66y2 327 Edmonton 1.66% 12.5 Mismunurinn er svipaður á öðrum vörutegundum, nema hvað hann er dálítið meiri á húsbúnaði, nýjum ávöxtum og steinolíu. Auðsætt er þvi, að hér er mik- ið í húfi og ættu allir, sem á nokkurn hátt geta haft áhrif í þessu máli, að leggja fram krafta sína til þess aö sjá um að réttur alþýðunnar verði' varðveittur og að við Crow’s Nest samninginn verði haldið eins og sanngjarnt er og réttlátt í alla staði. Illyrði, Það eru fáar dygðir, sem fegurri eru, í fari mannanna, en orðprýðin. Menn geta verið prúðir í framgöngu, prúðbúnir og prúðmannlegir útlits, en samt verið vargar í véum. Menn geta verið ráðvandir i viðskiftum, atorku- samir í hversdagslífinu, en samt óþolandi í sambúð og samveru. Menn geta verið óaðfinnanlegir að ytra útliti og athöfnum, en samt verið hugsana- og samvizkulausir í orðum. Það er ekki hægt að þekkja neinn mann eða neina konu til hlítar fyr en þau fara að láta til sín heyra. Orð og hugsun er hinn eini óyggjanlegi próf- steinn á manngildi og upplagi kvenna jafnt sem karla. Það er að segja, orðin eins og þau koma af vörum manna og kvenn óþvinguð og eðlileg. Menn hafa talað um það, sem að er hjá oss mönn- um—um stríð og styrjöld, um yfirgang og ófarir, um heift og hégóma, um hugsunarleysi og hálfvelgju, og hvaða böl að alt slíkt og annað því líkt hefir valdið fyr og síðar í heiminum. En það er eins og menn veigri sér við að tala um ljótu orðin, sem fólk dags- daglega hreytir út úr sér, full heiftar og hefnigirni. Þó er vafasamt, hvort nokkuð er til í heiminum, sem meiri skaða gerir, en þau, eða nokkuð, sem spillir frekar sambúð og lífsánægju þess. Menn geta þolað efnalega erfiðleika, án þess að örmagnast undir þeim; menn geta barist við fátækt og sjúkdóma og sigrast á þeim, en sár þau, sem ill orð og ógætilega töluð veita, gróa aldrei. Þau eru í sál mann- anna, eins og átumeinið í likarna þeirra, sívaxandi ólyfjan. Náttúran i kring um okkur, á sólbjörtum sumar- degi, er fögur, og þar sem fuglakliðurinn fyllir loftið og veitir mönnum ósegjanlegt yndi, þar sem blómin og grösin grænu vagga sér í morgunblænum, er sólin sendir geisla sína yfir láð og lög, en þó leynist eiturbit nöðrunnar og höggormsins á meðal blóma vallarins. Eins eru orðin ljótu í lífi mannanna. Þau læsa sig um hin fegurstu vonarblóm þeirra, spilla friði þeirra og sálarró. Á þessum tímum er læknisfræðin að gjöra sitt ítrasta til þess að einangra sóttkveikj.ur ('bakteríurý, svo að hægt sé að ráða niðurlögum þeirra og upp- ræta þær. . Sóttkveikjan mesta og skaðlegasta í sambúð og félagslífi mannanna er og hefir verið ljótu orðin, sem út af vörum manna ganga, og læsa sig svo eins og eldur í sinu frá einni mannssál til annarar, unz þau hafa sýkt og sært út frá sér, i allar áttir. Það er sjálfsagt ekki létt verk að einangra þá sóttkveikju—ekki létt að útrýma illmælgis bakterí- unni. En mikið má gera í þá átt, ef menn vilja, sem oss finst ekki ótrúlegt að flestir geri, ef þeir á annað borð geta komið auga á óskunda þann, sem illu orð- in og illmælgin gjörir á öllum sviðum lífsins. * Oft hefir verið bent á, að þegar menn vilja göfgva hugsun sína, þá sé heillavænlegt og gott að lesa bækur eftir góða höfunda og lesa þær með svo mikilli eftirtekt, að fegurð í hugsun og orðfæri fest- ist í huga manns. Og sá sannleikur er haldgóður enn á dag. Bóklestur er ekki ósvipaður gullnáma grefti. Það er til ósköpin öll af námum, sem menn geta grafið í og eru að grafa, og geta haldið áfram til eilífðar að grafa í, án þess að verða gullsins varir. Og það eru til námur, sem endurgjalda gullneman- um þúsundfalt erfiöi hans og áreynslu. Menn þurfa að læra að lesa þær bækur að eins, sem göfgva hugann og fegra orðin. Þá er lesturinn ekki einskis virði, og þá er þeim tíma, sem maður eyðir til hans, vel varið. Minnist þess öll, að það bezta, sem lífið hefir að veita,, á ekkert skylt við hrak, eða illyrði, en aftur á móti kýs sér orðblíðu og fegurð að förunaut. Minnist þess einnig, að stundin hér er svo stutt, að það er hægt að nota hana til annars, sem þarfara er, en að særa méðborgara sína með orðum óað- gætni og heiftar. Og að eilifðin er munarblíð og fögur. Og að þú getur aldrei með illum orðum eða illum hugsunum komist einu hænufeti nær henni. Skyldu það ekki annars verða illu orðin, sem mennirnir hafa mælt, og slúðrið, sem þeir láta út úr sér hér í garð annara manna, sem þeir hafa mestu ástæðu til þess að vanvirða sig fyrir í návist guðs? Peningar yðar á Englandi Ef þér eigið peninga í gamla landinu, sem þér vilduð nota í Canada, þá mun framkvæmdarstjóri vor með ánægju skýra yður frá hvað flutningurinn kostar mikið. Oll útibú vor munu annast um undir- búninginn fyrir yður gegnum London- skrifstofu vora, þar sem geyma má pen- ingana á innstæðu þar til flutningur þeirra fer fram. THE ROYAL BANK O F CANADA Höfuðstóll og viðlagssj. .. $41,000.000 Allar eignir............$580,000,000 Grœnlandsmálið vestan- hafs. Eftir Einar Benediktsson. Eg hefi nýlega fengið bréf frá einum merkasta blaðamanni og stjórnmálamanni meðal Vestur-ís- lendinga, sem eg, i von um að hinn heiðraði bréfshöfundur virði mér það á betri veg, leyfi mér að birta hér, með þvi að það er stórmerki- legur viðburður um það hvernig litið er á þrætuna um Grænland af framsýnum löndum vorum vestra, enda ekki vanþörf á því að álit al- mennings hér á landi fái þann stuðning sem unt er í þessu máli, gagnvart strjálbýli voru og fámenni, bernsku fullveldisins íslenska og ýmsum sögulegum tildrögum, sem alt veitir miklar torfærur í fram- sókn fslands um kröfuna til hinnar gömlu nýlendu- að ógleymdu því meginatriði, að vér eigum enga er- indreka um þetta mál erlendis. Meginkafli bréfsins, sem ræðir um Grænlandsmálið, er þannig: “Það gleður mig að sjá að skrið er komið á Grænlandsmálið þar 'heima í ættlandinu og líka það, hve góðar undirtektir það fær, þó hjá- róma raddir kunni að heyrast jafn- vel þar i þessu velferðarmáli, því vart er að búast við að allir geti séð, eða þá vilji sjá af ýmsum á- stæðum þann feykilega mikla hag, sem íslandi getur stafað frá því, að fá eignar og umráðarétt yfir Grænlandi. En þó íslendingar gætu nú orðið einhuga—allir eitt um að krefjast réttar síns til þessarar fornu nýlendu, þá er spilið engan vegin unnið. Danmörk og Noregur láta það aldrei úr greipum sér ganga, nema að þau megi til. Það eina afl, sem megnar að hjálpa ykkur er alþjóðaálit, eða eins og nú standa sakir The League of Nat- ions, og því verðið þið, sem berjist fyrir málinu að ná á svo ótviræðan hátt að hinar þjóðirrtar fái ekki raskað. Þú fyrirgefur mér þótt eg héðan úr fjarlægðinni dirfist að leggja til þessara mála — eg geri það ekki af neinum slettirekuskap, heldur af einlægum velvilja til þjóðar minnar og þeirra manna, sem fyrir málinu berjast fyrir hennar hönd. Eg býst við að þingið setji nefnd í Grænlandsmálið á þessu ári og eg býst líka við að sú nefnd beini at- 'hygli sínu að fornum rétti íslend- inga til landsins gegn Dönum og Norðmönnum. En athafnir ykkar þurfa að vera víðtækari. Þið þurf- ið að ná stuðningi einhverrar stór- þjóðar í málinu, heldst Breta. En vegurinn til þess er í gegnum Vest- ur-íslendinga. Heldurðu ekki að það væri gott fyrir ykkur þar heima þegar þið veljið nefnd til þess að færa fram kröfur ykkar í málinu að fá einn eða tvo úr hópi Vest- ur- íslendinga, segjum N. N. til þess að vinna að þei’m málum með ykkur útávið? Hann er líklegri maður til þess að geta haft heillavænleg áhrif á málsmetandi menn á Englandi og í gegnum þá, á League of Nations heldur en nokkur annar Islending- ur, sem eg veit um og ef það tækist þá væri mikið unnið málinu til úr- lausnar. Eg slæ þessu fram fyrir þá skuld að mér persónulega er ant um mál- ið, þvi þó íslendingar gætu aldrei bygt Grænland og staðið straum af því stjórnarfarslega nema i skjóli sér sterkari þjóðar þá samt væri þeim stórhagur að því að fá það, því eg er sannfærður um að þeir gætu selt það nær sem þeir vildu fyrir stórfé, sem nægði til þess að borga allar þeirra skuldir og meir en það/’ Þetta bréf bregður ljósri birtu yfir alment álit um Grænlandsmál- ið vestra, því höf. mun kunnugri flestum um þær undirtektir er mál- ið mundi fá þar, ef því væri hreyft héðan á þann hátt sem réttur og skylda íslendinga er til. En eðli- HEIM. fOrt til Halldórs Hermannssonar prófessors, við heimför hans til íslands vorið 1923.) Með vorfuglum norður þú heldur á haf, til heillandi draumlandsins bjarta, sem fegursta minninga-gullið oss gaf, er glitrar í.sonanna hjarta. Far vel yfir sædjúpsins freyðandi geim, hver för verður létt, þegar stefnan er: heim. Eg veit, að hún fóstra mun fagna þér vel og faðminn sinn móti þér breiða, nú skartar hún blómum um móa og mel, frá 'mar upp til f jalla og heiða, og fríð er hún sýnum um sólríkan dag, í sumarskis skrúða—með drotningar brag. Og fríð er hún sýnum um sólbjarta nátt, er særinn i logninu glitrar, en heiðskírt er loftið og blikandi ’blátt, á blómunum daggperlan titrar. En fossinn á berghöru leikur sitt lag og lofar í söngvum hinn eilífa dag. Sú fegurð þín biður á feðranna strönd og fornar þar minningar vaka, þó farið sé viða um fjölskrýddri lönd, er fegurst að horfa til baka, til landsins, sem ól þig á brjósti sem barn, þó blási þar tíðum og næði um hjarn. Far vel, yfir sæinn, og heilsaðu heim, frá honum, sem vakandi dreymir um “eyjuna hvítu” í úthafsins geim, og ylur i minningum streymir. Hann blessar í anda hvern 'ibæ, hverja sveit, hvert blómstur, sem dafnar í ættjarðar reit. Richard Beck. nitiiiiiimmimmmtmnammiammmctmwmKtmmmmOTtmimmmm.1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.