Lögberg - 10.07.1924, Blaðsíða 4
£10. 4
6
L&ÚBERG, ífMTUDAGINNlO. JÚLÍ 1924.
BEogbcrg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
ombia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
TaUimari N-6327 o* N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáakrift til blaðsina:
TKt COLUMBif PRESS, Ltd., Box 317S, Winnlpag, «(|an.
Utanáakrift ritatjórana:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpeg, llfan.
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limlted, in the Columbia
Bullding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Sköllóttar konur.
Þaö er orðin landfarsótt í þessu landi, og sjálf-
sagt víÖa um heim, á meöal kvenþjóöarinnar, aö skera
hár sitt. Ekki er oss ljóst, hvaÖan sá fáránlegi siÖur
er kominn, og þaö er víst fæstu af kvenfólki því líka,
er gengur með hár sitt skoriö eins og tíu til tólf ára
telpukrakkar gerðtNfyrir nokkrum árum síðan, og gera
enn í dag, til þess aö auðveldara væri að þrífa hár
þeirra.
En tízkan blind og ósvífin, hefir velt sér yfir
löndin ár frá ári og þessi hinn ömurlegi siöur hefir
blindað svo augu margra, oss lá við að segja flestra
kvenna, að þær hafa fórnaö á stalli hans því af feg-
urö sinni, sem frá alda öðli hefir þótt eitt af aðals-
einkennum konunnar, hárinu.
Vér sögðum, að vér vissum ekki hvaðan sú öm-
urlega alda væri runnin, vissum ekki hver ætti upptök-
in að því fargani, enda gjörir það minst til. En vér
höfum þózt skilja ástæðuna fyrir henni, og hver mað-
ur getur séö hvert hún er líkleg að bera kvenþjóðina
áöur en lýkur, ef ekki er viönám veitt.
Þessi hárskurðar þrá, er einn þátturinn í fram-
sókn kvenna í iðnaðarheiminum. Konan er að færast
í áttina til þess, að standa mönnum jafnfætis í verk-
legum framkvæmdum hins / daglega starfs. En í
þeirri framsókn eöa framþróun, hefir hún ekki aðra
fyrirmynd en mennina sjálfa, og er þá nokkur furða,
þó þær vilji lfkjast þeijn, eða likist þeim, hvort heldur
að þeim er það ljúft eöa leitt? Náttúrlega er það ekki
furðulegt, heldur eðlilegt og meira að segja óumflýj-
anlegt. Enda eru þess ljós merkin nú, fyrir hverjum
þeim, sem að vill gá.
Eitt af sérréttindum karlmannanna hefir verið að
skera hár sitt, og hafa konurnar getaö horft á þá
freistingu án þess að falla fyrir henni í aldaraöir.
En í því sambandi er það annað líka, sem hefir
verið einkaréttur karlmannanna aö ráða yfir líka, og
þaö er að vera sköllóttir en hverjum manni og hverri
konu ætti að vera ljóst, að snöggklipt hár og skalli
standa í nánu sambandi hvort við annað.
Það er með hárvöxtinn, eins og grasvöxtinn, að
hann þarf rækt. Menn plægja jörðina og bera í hana
til þess aö hún spretti. Þannig er það meö hár manna
og kvenna. Hárgreiðslan er hárinu sama og plæging
jörðinni, og eftir þvi sem hárið er meira, eftir því
verða menn og konur að greiða það oftar og betur til
þess að halda lifsafli sínu og fegurð. Blóðið
undir hörundinu gefur hárinu lífskraft—er fyrir hár-
ið það sama og regn fyrir þurra jörð. En til þess að
sú blóðrás geti haldist, þarf sí og æ aö snerta eða
hreyfa hörundið undir hárinu, en það gerist reglulega,
þegar greitt er mikið hár.
Nú er óhætt að gera ráð fyrir, aö hár kvenfólks-
ins hætti að veita jafn mikla mótspyrnu, þegar það
er greitt eftir að búið er aö skera það, þó þær haldi á-
fram að greiða það. Þá hverfur ræktun sú, sem hár-
svörðurinn hefir notið með hárgreiðslunni og sem líka
er undirstaðan fyrir allri hárprýði. Blóðrásin deyfist
og háriö missir lífskraft sinn og deyr og konurnar ná
því takmarki aö verða sköllóttar eins og karlmenn-
imir.
Vér þorum ekki að fullyrða aö þær nái þessu
frelsis og framfaraskeiði á næstu tíu til tuttugu árum,
en vér erum sannfæriöir um að það er fram undan,
og eins óumflýjanlegt eins og dauðinn sjálfúr, ef þær
ekki halda hári sínu lifandi með' einhverjum nýtízku-
vélum í stað greiðunnar.
Vér segjum ekki, að þessi breyting hafi nokkur
skaðleg eða voðaleg áhrif í för meö sér á heilsu eða
lif kvenþjóðarinnar í heild sinni. Vér vitum ekkert
um þá hluti, en ekki getum vér gjört að því, að halda,
að það verði meira en htið hjákátlegt að sjá broshýr-
ar og laglegar stúlkur sitjandi með sveitta hárlausa
skalla á skrifstofum sínum í framtíðinni, og vér kenn-
um nærri því í brjósti um kærastana þeirra, þegar
þeir eru aö láta vel að þeim og vita ekki hvort það
eru heldur varirnar eöa skallinn, sem þeir eru að
kyssa.
En það er ekki hin kátbroslega hlið þessa máls,
sem efst er í huga vorum, heldur tap það hiö ómet-
anlega, sem feguríJ*.og smekkur manna líður við
þetta tiltæki kvenfólksins. Hárið hefir verið prýðí
konunnar frá ómunatíð. Skáldin hafa sungiö þvi ó-
dauðlegt lof. í huga elskendanna hefir fagurt og
mikið hár gjört konuna að dýrðlegri gyðju, og alþjóð
manna hefir orðið snortin af fegurð þess og fegurð-
arauka þeim, sem þaö hefir veitt konum þeim, sem
það hefir skreytt í ríkum mæli. Það hefir verið að-
alseinkenni kvenlegrar göfgi í þúsundir ára hjá öll-
um siðuðum þjóðum.
En nú á tuttugustu öldinni, er menningar og feg-
urðarauki þessi orðinn að tálmun og töfraljómi þess
að hégóma.
Hvílik menning!
Skólaskýrsla Hvanneyrar-
skólans
HJerra skólastjóri H'alldór Vijhjálmsson á
Hvanneyri hefir hefir góöfúslega sent Lögbergi
skýrslur frá skóla sínum yfir skólaárið 1922—23. í
skólanum hafa verið 48 nemendur á því skólaári úr
ýmsum sýslum landsins. Kennarar voru: Halláór
Vilhjálmsson, skólastjóri; Metúsalem Stefánssoi*
Þórir Guðmundsson og Einar Jónsson. Kenslustund-'
ir í I. deild voru 792 og hið sama i II. deild; alls voru
kenslustundirnar 1,430.
Auk hinnar bóklegu kenslu fór fram vérkleg
kensla og framkvæmdir, sem hér segir: Túnaslétta,
377im2, opnir skurðir 387013 og vegagerð 6om.
Uppskera segir skýrslan að hafi verið á Hvann-
eyri 1923: Taða 1100 hestar, úthey 2400 hestar; kart-
öflur 30 tunnur; gulrófur 120 tunnur. I vothey fóru
550 hestar af þurheys gildi, töðu, há og útheyi. —
Rækileg skýrsla um mjólk og efni hennar til mann-
eldis ;um fóstru mannkynsins, eins og hr. Vilhjálms-
son réttilega nefnir kúna; um fóður og fóðurefni og
notkun þess; er skýrsla sú hin fróðlegasta og sýnir
hve mikil alúð og nákvæmni er lögð við verk það, sem
skólinn er að vinna. Sýnt er fram á, hv^ þýðingar-
mikið það er, að velja mjólkurkúm hagkvæmt fóður
og að öllu leýti sé farið vel með þær, og synir enn
fremur, að hr. Vilhjálmssyni hefir með sérstakri ná-
kvæmni og hagkvæmni í þessa átt, tekist að koma
mjólkurhæð og mjólkurgæðum i jafngildi við það,
sem bezt þykir í öðrum löndum, og er það geysimikil
framför frá þvi, sem áður var. Um landbúnaðinn á
haglendi farast skólastjóranum þannig orð í skýrslu
sinni:
“Framtíðarbúskapur okkar í láglendissveitunum,
ætti að verða eitthvað á þessa leið:
1. Vel framræst og frjósöm vélfær tún fhrein-
gresi). Áveitusvæði á útjörð ('gulstörj’ túnræktinni
til styrktar (skepnufjölgun, áburður).
2. Garðrækt: kartöflur, rófur, matjurtir. Tilbú-
inn áburður.
3. fjölga kúnum og kynbæta þær ('nautgriparækt-
arfélag). Þar ríður mest á, að nautið sé vel valið, af
góðu kyni, mikil mjólkurfita og notað eftir megni fram
til 12—15 ára aldurs, naut, kálfar til undaneldis og lítt
reyndu kyni, er svartasti bletturinn á nautgriprarækf
okkar.
.4. Samlags osta- og smjörbú. Skyrgerð og súr-
skyrsát.
5. Svín alin á úrgangsfóðri. Á sumrin rúmgóð-
ur hlaupagarður í skjóli, er notist á Vetrum handa
kálfum og ungviði, þá gott er veður. Á vetrum hlý,
loftgóð hús. Natin hirðing. Skepnan sérlega þrifin
og skemtileg, ef “svín’ er ekki svinahirðir. 7 mánaða
gamall grís vel alinn á að vega 80—100 kg. Slátur-
rýrnun að eins 27 prct. Skrokkurinn (fleskið) beina-
lítill, þvi 58—73 kg. 7 mánaða. Ótrúlega mikill og
góður matur, með minsta kosti þreföldu næringar-
gildi á við magurt kjöt.
Á úrgangsheyjum lifa nauðsynlegir hestar. Þeir
sem fæstir. Fjölga uxum. Temja þá til dráttar.
Plægja, herfa, aka heim heyi, o.s.frv. Gefa þyrfti ögn
af kjarnfóðri. Síldarmjöl.
Hér væri gaman að reyna, hvort enskir kynblend-
ingar af kjötkyni (stutthyrningar) gætu þrifist og
svarað kostnaði.J’
Heimavistin í skólanum hefir kostað hvern nem-
anda kr. 1.64 á dag, að þjónustu meðtalinni. Heil-
brigði námsmannk segir skýrslan að hafi verið sér-
staklega góð, og í sjúkrasjóði skólans séu nú kr.
628.18. í tóbaksbindindisfélagi skólans voru 30 nem-
endur og i þeim sjóði eru 42 kr. eftir að senda 15 kr.
til styrktar bindindissjóði Islands.
Það er ekki annað hægt að sjá, en að stór mynd-
arbragur sé á búnaðarskóla búskapnum á Hvanneyri.
-------o------
Scandinavia, Júní 1924.
Fyrir nokkrum dögum síðan barst oss júní-heftið
af Scandinavia, vel úr garði gert og efnisríkt eins og
vant er. Fyrst í þessu hefti er mynd P. O. Thorson,
stofnandi ritsins Scandinavia, sem lézt. 12. júní s. 1.,
og ritgerð um hann eftir ritstjórann. í þessu hefti er
og þýðing á kvæði Þorsteins Gíslasonar, Þorvaldur
Thoroddsen, á ensku, eftir Jacobínu Johnson, prýðis
góð. Fróðleg og skemtileg ritgjörð um stofnun Dag-
mar nýlendunnar dönsku fyrir norðan Medicine Lake,
Montana. Saga sænsku bygðarinnar í Proctor, Ver-
mont. Ritgerð um St. Olaf College, Minnesota. Af
þeim skóla, sem er eign norsku kirkjunnar, útskrif-
uðust 166 síðastl. vor, þar af 85 menn og 81 stúlka.
Nemendatalan árið sem leið, var 914, segir Scandi-
navia, 484 karlmenn og 430 konur. St. Olafs College
var stofnða árið 1875 með 36 nemendum. Um stefnu
þess skóla og anda þann, sem í honum ræður, má marka
af orðum Rev. B. J. Muus frá Goodhue, þegar hann
bar fram frumvarpið á kirkjuþingi Norðmanna áril'
1874, um stofnun lúterskrar mentastofnunar í Minnes-
ota: “Þar sem ekkert annað en Guðs opinberaða orð
getnr gjört mennina sáluhólpna, þá verður það að
vera eitt af aðal takmörkum þessa skóla, sem taka vill
ákveðinn þátt í mentun barna vorra, að kenna þeim
það orð, og hjálpa þeim til þess að breyta samkvæmt
kenning þess.’ Eignir skólans eru nú metnar á
$1,094,000. Skólinn er bygður á 160 ekrum af landi,
liggur það land hátt upp frá Cannon árdalnum og
hallar því út frá skólabyggingunni í allar áttir. Á
60 ekrum af þessu landi, sem vaxið er verðmætum
harðviðarskógi, hefir skólinn kúabú og eina mílu i
norður frá skólalandinu á hann 290 ekrur, þar sem
griparækt er rekin undir umsjón og eign skólans.
Skóla þenna og alt, sem honum tilheyrir, að undan-
teknu bókasafni hans, sem konsúll Hall Steinsland
frá Madison, Wis., gaf,, hafa kristnir Norðmenn i
Bandaríkjum bygt og halda honum við með frjálsum
samskotum. Þeir hafa á þann hátt myndað varasjóð,
sem nemur $301,800 og leggja þar að auki árlega fram
frá $15—$81,500 eftir þörfum.
Skóli þessi hefir ávalt lagt mikla áherzlu á hljóm-
list og söngfræði og söngflokk hefir skólinn myndað,
sem ekki er að eins þjóðkunnur fyrir söng sinn, held-
ur ferðaðist hann til Noregs 1913, og söng þar í bæj-
um og borgum og hlaut mikið lof. Heima fyrir hefir
hann sungið í flestum stórborgum, og hefir söngfróð-
um mönnum, sem um söng hans hafa dæmt, komið
saman um, að hann standi fremstur allra söngflokka
Bandaríkjaþjóðarinnar.
-----0------
Nýjar uppfyndingar,
Það má furðu sæta, hvað mönnum tekst að finna
mikið upp af nýjum verkfærum og nýjum aðferðum
svo að segja daglega. Blöðin eru nálega full
af slikum nýjungum. Mánaðarritið, The Sci-
entific American, eitt af merkustu blöðum, sem út eru
gefin og fjalla um þau mál, flytur feiknin öll af slík-
um nýjungum mánaðarlega, og sem ekki birtir neitt
annað en það, sem ábyggilegt er í því efni, og er ekki
ósanngjarnt, að sumt af því komi fyrir augu íslenzkra
lesenda í Lögbergi. Hér eru þá nokkrar:
I. Maður éinn í California hefir fundið upp að-
ferð til að tryggja ferðalög í bifreiðum. eftir að dimma
tekur af nóttu. Það er Ijós þrílitt, sem fest er neðan
í fótstallinn á bifreiðunum fThe running board).
Ljós þetta kastar grænni birtu fram á brautina, rauðu
aftur, en gulu út á hlið. Græna ljósið að framan gef-
ur til kynna þeim, sem mæta bílnum, að fara varlega,
og eins rauða ljósið þeim, sem á eftir honum koma, en
gula ljósið segir þeim sem fram hjá honum vilja fara,
hve nærri honum þeir geti farið. Uppfynding þessi
hefir haft þau áhrif nú þegar, að vátryggingarfélög
hafa fært niður iðgjöld á slysa vátrygging sinni, svo
um munar. t
II. Einn af erfiðleikum þeim, er menn hafa átt
að striða við í sambandi við loftför, er h> æfileg kjöl-
festa, sem að ekki tekur upp of mikið rúm í loftskip-
unum. Fyrst eftir að skipin hafa hafið loftför sína,
ber ekki á þessum erfiðleikum, því menn þurfa að
flytja gasoliu með sér til ferðarinnar í gasoliu-geym- ,
irum, sem notaðir hafa verið fyrir kjölfestu; en svo
léttast þeir smátt og smátt, eftir því sem úr þeim er
eytt, og verða þá skipin völt og ótrygg til ferða í loft-
inu. Nú hefir verið bætt úr þessu með nýrri vél, sem
kælir reyk þann eða gufu, sem myndast við brenslu
gasolinsins, dregur að ser vatnið, sem í henni er spýtir
því inn i vatnshylkin, sem í skipinu eru, sem þyngjast
hlutfalls'fega við það, sem gasolíngeymirinn léttist, og
geta menn á þann hátt haldið jafnri kjölfestu.
III. Til er verkfæri, sem kallast gestaþraut, sem
margir íslendingar kannast við og hafa reynt sig á, og
var það meinlaust gaman. Nú er einhver náungi bú-
inn að finna upp verkfæri, sem kallað er þjófaþraut,
og virðist vera ilt viðfangs. Þessi nýja þjófaþraut
litur út til að sjá eins og handtaska, og er það í raun
og veru, og er ætluð mönnum þeim, sem peninga þurfa
að flytja úr einum stað í annan, sem nú á síðustu og
verstu tímum hefir reynst hin hættulegasta iðn sökum
þjófa og ræningja, sem um slíka menn og slík tæki-
færi sitja eins og satan um sálir manna. En þessi
taska er einkennilega útbúin. I botni hennar eru púð-
urkerlingar, eða púðurhylki, full með púðri blönduðu
öðrum efnum, sem kemur þvi til leiðar, að púðrið
springur ekki, heldur sviðnar að eins. Frá þessum
púðurhylkjum í botni töskunnar liggja rafþræðir og
upp i handfang töskunnar. Ef að í óefni kemst fyrir
þeim, sem á ferðinni er með töskuna og peningana,
þrýstir hann hendinni utan um handfangið og sam-
stundis gýs upp kolsvartur reykjarmökkur í kring um
hann, sem ekki að eins gefur alþjóð til kynna, að eitt-
hvað sé athugavert á ferðinni, heldur líka upplitar
bréfpeningana sem í töskunni eru, svo að þeir verða
ekki gjaldgengir, og því ómögulegt að gera sér neitt
úr þeim, nema að innleysa þá á bönkum þeim, sem á
biik við þá standa, og er það óaðgengilegri leikur en
svo, að nokkrir þjófar eða ræningjar mundu kæra
sig um að taka þátt í honum.
IV. Frá California kemur frétt um það, að
manni einum í því landj sólar og sumars, hafi tekist
að komast upp á aðferð til þess að byggja hús, sem
tempra megi og geyma í hita og kulda eftir vild, og
eru það víst gleðifréttir fyrir þá, sem búa í kuldabelt-
um jarðarinnar, þar sem eyða þarf offjár árlega til
þess að verja fólk fyrir næðingum og frostum vetrar-
kuldanna, eða þá fyrir steikjandi sumarhita hitabelt-
anna. — Hús þessi, sem eiga að vera hita, eða kulda-
geymirar, eru bygð úr vegglimi fsement steypu) á
þann hátt, að samanhangandi lofthólf eru í öllum
veggjunum, og í stað þess að veggirnir séu bundnir
með steyptum böndum úr vegglími, sem rak\ geti kom-
ist eftir, eru þeir bundnir saman með stálböndum og
Hka haldið í sundur með stálbitum. Ekki eru vegg-
irnir steyptir í heilu lagi, heldur í smástykkjum, og er
hvert stykki 8x16 þuml. og af hvaða þykt sem menn
viija eða stærð húss þess, sem bygt er, krefst. Þegar
húsbygging þessari er lokið, getur maður sagt, að það
sé um tvö hús að ræða, hvort innan í öðru, sem þó eru
aðskilin með lofthólfi, sem ekki hefir neitt samband
við útiloftið og er dautt. Staðhæft er það, að þegar
þessi hús séu hituð upp, þá haldi þau hitanum í sér
jafnvel í marga daga, ef vel er búið um hurðir og
glugga og gætilega um þau gengið.
V. Að undanförnu hafa verzlunarmenn orðið
að merkja vörur sínar með bursta og fnáli. Nú er
kominn fram sjálfblekungur, sem menn bera í vasa
sínum, sem ritblý. í broddi pennnans er klæði, sem er
mátulega rakt af bleki og geta menn tafarlaust ritað
með honum hvort heldur er á tré kassa, bréfböggla
eða strigapoka.
------0------
ÓDÝRT LAND TIL SÖLU.
Undirrituðum hefir verið falið á hendur, að veita móttöku
tilboðum í N.W. 5—23—3E landið, 5 mílur frá Árborg, rétt í
hjarta þeirrar bygðar, er mest hefir getið sér orð fyrir hið fræga
rjómabússmjör. — Þarna er tækifæri, sem ekki borgar sig að
sleppa af. 160 ekrur af úrvalslandi, langt fyrir neðan venjulegt
verð. Nokkuð af byggingum og gott vatnsból.
SMITH and LOADMAN,
908 Confederation Life Bldg. Wlmnipeg.
Gjörðabók Kirkjuþingsins.
Frh. frá bls. 2
I öldungaráð voru kosnir: Dr. B. B. Jónsson og Jón Stefáns-
son. í húsnefnd voru kosnir: séra Rúnólfur Marteinsson og A. S'
Bardal. 1 fjármálanefnd voi*u kosnir: S. W. Melsted, Jón J. Bild-
fell og A. P. Jóhannsson.
Skýrsla, er sýnir nákvæmlega allan kostnað við skólahaldið,
verður lögð fyrir þingið af féhirði. Sömuleiðis mun skólastjóri
leggja skýrslu fyrir þingið, er skýrir frá starfinu í skólanum
þetta ár.
Skólaráðið hélt fjóra aðalfundi og tvo auka-fundi á árinu.
Kennarar við skólann í ár voru: Skólastjóri: séra Hjörtur J.
Leó, M.A.; og aðstoðar-kennarar: séra Rúnólfur Marteinsson, B.A.,
og ungfrú Salóme Halldórsson, B.A.
Samkvæmt ráðstöfun síðasta kirkjuþings, var lagt út i það, að
reisa bráðabirgðar heimili handa Jóns Bjarnasonar skóla. I bygg-
ingarnefndina voru kosnir: A. P. Jóhannsson, Jón J. Bildfell og
séra Rúnólfur Marteinsson. Starfaði nefnd þessi með frábærum
dugnaði. Lóð var keypt á Home stræti og húsið reist þar. Hr. A.
P. Jóhannsson tók smíðið að séij, og innkaup á öllu efni. Fórst
honum það vel úr hendi, og á hann þakkir skilið fyrir vel unnið verk.
Skólinn með lóðinni hljóp upp á um tuttugu þúsund dollara,
og er það mikið fyrir neðan áætlun. Var flutt í skólann seint í
októbermánuði, en formlega var skólinn öpnaður 26. október, á há-
tiðlegan og viðeigandi hátt.
í skólanum eru þrjú all-stór kensluherbergi, eitt lestrarher-
bergi með bókasafni skólans, efnafræðisstofa, og skrifstofa fyrir
kennarana. í kjallara hússins eru hitunaráhöldin, tvo leikherbergi,
annað fyrir stúlkur, hitt fyrir drengi, og svo er íbúð fyrir hirðinga-
mann skólans. Húsið er mjög þægilegt til kenslu og notalegt í alla
staði. Er hér því stigið stórt spor t framfaraáttina.
Aðsókn að skólanum í ár hefir verið mun betri en í fyrra, þrátt
fyrir mjög erfitt árferði. Og gladdi oss það sérstaklega, að nokkr-
ir nemendur komu frá einum stærsta miðskóla Winnipeg-bæjar og
báðu um upptöku í Jóns Bjranasonar skóla. Var það veitt, og hafa
nemendur þessir unað sér þar vel síðan. Er þetta órækur vottur
um það, að skóli vor er að vaxa í áliti út á við.
í maí-hefti “Sam.” þ.á., skýrir séra K. K. Olafsson frá því, að
látist hafi í Gardar-bygð, N. D., 3. apríl síðastl., heiðursbóndinn
Þórður Sigmundsson, mannkærleiks og kristindómsvinur mesti.
Hafði hann í erfðaskrá sinni ánafnað Jóns Bjarnsaonar skóla nokk-
urn hluta eigna sinna, er mun nema nokkuð á þriðja þúsund dollara-
Erfðaskrá þessa sómamanns ber það ljóslega með sér, að
kristindómurinn hefir verið honum lífsins mesta alvörumál. “Af verk-
unum skuluð þér þekkja þá.” Það sannast hér. Þessi látni vin-
ur vor hefir gefið oss öllum undur fagra fyrirmynd, sem ætti sann-
arlega að hvetja oss til eftirbreytni.
I þessu sama hefti “Sam.” er og grein eftir séra K. K. O. um
væntanlega samvinnu milli kirkjufélags vors og norsku kirkjunnar
í Ameríku. Er sagt frá því, að Dr. Aasgaard, varaforseti norsku
kirkjúnnar, og prófessor Vigness, skrifari mentamálanefndarinnar,
komu til Winnipeg i desembermánuði síðastl., til að kynna sér
málið betur. Heimsóttu þeir skóla vorn ogáttu samtal við kennara
skólans og skólaráðsmenn um mál þetta. Leizt þeim vel á skólann
og voru þess mjög fýsandi, að samvinna tækist. Er nú mál þetta
svo langt á veg komið, að ganga má út frá því með vissu, að sam-
vinna byrji með oss í heimatrúboðsstarfi og mentamálum á þessu
ári. Er búist við, að norska kirkjufélagið setji kennara við Jóns
Bjarnasonar skóla næsta haust og kosti þann kennara að öllu leyti.
Samþykt þarf svo að gera á kirkjuþingi voru, sem heimilar sam-
vinnu þessa.
Hljóta þetta að reynast mestu gleðifréttir öllum, sem unna Jóns
Bjarnasonar skóla og þrá að sjá þá stofnuií vaxa og blómgast.
Til orða hefir það komið, hvort ekki myndi æskilegt, er sam-
vinna þessi hefir komist á, að bæta við einum hærri bekk, þeim 13.,
en sleppa 9. bekk, og þar með breyta Jóns Bjarnasonar Academy í
Junior College. Einnig að bæta við skólann verzlunardeild ('Com-
mercial Department). Ætti þetta að takast til rækilegrar íhugun-
ar af kirkjuþingi voru.
Fjárhagur skólans stendur að mun ver nú í ár, en að undan-
förnu. Eru þar til ýmsar ástæður. En aðal-ástæðan er vitanlega
sú, að fólk vort á um þessar mundir mjög erfitt peningalega. Og
þegar þeir erfiðleikar bera að höndum1, dofnar oft áhuginn fyrir
okkar velferðarmálum. Ekki er það samt í samræmi við framsókn-
aranda þann, er einkennir þjóðflokk vorn, að láta strax undan síga,
þótt á móti blási. Öllu fremur er það við skap vort, að reynal að
halda í horfinu, vinna sigur á örðugleikunum og ná takmarki voru.
Efumst vér’ekki um, að oss takist það í máli þessu, ef vér( að eins
erum samtaka og hver af oss gerir skyldu sína. En það vantar
mikið á, að vér séum samtaka. Sérstaklega höfum vér fundið til
þess í ár. Allvíða höfum vér orðið varir við óskiljanlegt áhuga-
leysi fyrir skólamálinu hjá sumu kirkjufólki voru. Og er það
mesta hrygðarefni öllum, sem unna skólanum og kristilegri ment-
un. Má vera að sumt af fólki voru hafi ekki enn gert sér fyllilega
grein fyrir því, hve ómissandi skólinn er kirkju vorri og allri krist-
indómsstarfsemi. En þetta vonum vér að lagist við frekari ihug-
un málsins. Varir höfum vér orðið einnig við, að skoðanamunur
á sér stað í hugum manna, um stefnu og tilgang skólans, og má
vera, að vegna þessa hafi skólinn ekki það fylgi hjá sumum trú-
bræðrum vorum, sem vera ætti. Væri því æskilegt, að kirkju-
þingið gerði ákveðna yfirlýsingu um þetta atriði, svo að fólk vort
þurfi ekki að vera í neinum vafa um, á hvaða grundvelli skólinn
hvílir, og hver aðal stefna skólans á að vera í framtíðinni.
Alt að þessu hefir skólinn ekki haft neinn fastan fjársöfnun-
armann, og hefir verið reynt að komast hjá þvi vegna aukins kostn-
aðar, sem það hefir í för með sér. En vér sjáuum ekki hvernig
verður hjá því komist mikið lengur, ef fjármál skólans eiga ekki
að lenda i óefni. Oss er það ljóst, að fólk vort á mjög erfitt, og
vér reynum að gera því byrðina eins létta og unt er. Og það væri
alhægt að komast hjá þeim auka-kostnaði að senda út ijársöfnuna—
mann, ef almennur áhugi fyrir þörfum skólans væri meiri. Það ó-
neitanlega er samkvæmt mannlegum breyskleika, að reyna að kom-
ast hjá því að taka á sig þungar byrðar. En hvað sem öllu líður, þá
megum vér aldrei láta hin andlegu mál vor sitja á hakanum. Sú
hugsun þarf að verða lifandi með oss öllum, að andlegu málin eru
það eina nesti, sem að nokkru gagni kemur á iífsleiðinni, og ef vér
vanrækjum þau, verðum vér að andlegum og líkamlegum aumingj-
um þjóðfélagsins. Þrátt fyrir alla erfiðleikana, hafa margir gefið
vel og drengilega til skólans þetta ár, en gjafirnar hafa ekki verið
eins almennar og þær hefðu átt að vera. Oss finst, að hver ein-
asti maður í kirkjufélagi voru, sem heilsu og krafta hefir, ætti að
láta eitthvað af hendi rakna á hverju ári, eftir því sem efni og á-
stæður leyfa.
Að endingu viljum vér votta öllum, sefo stutt hafa skóla vorn
á einhvern hátt á þessu liðna*ári og fyr, vort hlýjasta þakklæti. Og
vér trúum því og treystum, að fólk vort sjái bæði þörfina og sóma
sinn í að styrkja Jóns Bjarnasonar skóla af fremsta megni.
Fyrir hönd skólaráðsins,
Winnipeg, 17. júní 1924.
Jón Stcfánsson.
Eítir að skólamálið hafði verið nokkuð rætt, var tekið fyrir 3.
mál á dagskrá: Fjármál. . A......................................
Fyrir hönd fjármálanefndarinnar lagði . séra H. Sigmar fra'm
þessa skýrslu :
Fjármálanefnd þingsins leyfir sér hér með að leggja fram eft- ,
irfylgjandi tillögur: •
1. Að reikningar féhirðis, sem yfirskoðaðir hafa verið, séu
samþyktir.
2. Að féhirði vorum sé þakkað fyrir trúlega og vel unnið
starf á árinu.