Lögberg


Lögberg - 17.07.1924, Qupperneq 4

Lögberg - 17.07.1924, Qupperneq 4
BLb. 4 LOGBERG, í IMTUDAGINN 17. JÚLÍ. 1924, * Hér og þar. Þaö gleÖur oss innilega, aö vita, að Þjóðræknis- rit Vestur-íslendinga er orðiö merkasta og falleg- asta rit í heimi, og að Eimreiðin er á leiðinni til þess að verða það! Þeir herrar, Hannes Hafstein og Jón Ólafsson, voru kosnir heiðurs-fréttaritarar á þingi Unitara- kirkjufélagsins i Boston árið 1922. Skyldi nokkuð hafa heyrst frá þeim enn um horfur unitarisku mál- anna þar fyrir handan? “Hlugmynd okkar um guð er spegill þess, sem við sjálf eigum einhvern tíma að verða. Eg kem ekki til þess að biðja um fyrirgefning, né heldur með loforð um iðrun og 'betrun lífernis míns. En eg hefi fundið nokkuð á bak við lýgina—grím- una og skuggann. Hin eilífa þrá mannanna er þorsti eftir meira ljósi. Hefir þú fundið til hennar? Við erum öll eins. Daglega segjum við ósatt, og brjótum á margan hátt, en í rót sálar okkar sefur fannhvítur svanur. Einhvern tíma vaknar hann, breiðir frjáls út vængina og hefur sig til flugs. Látum allan sannleika vera óslaílj/anlegan. Á bak við alt hvíslar ódauðleg þrá. Hún er svanurinn hvíti. Einhvern tíma hrifur hún okkur á vald sitt °g gjörir okkur frjáls. —Johan Bojer. ------o------ Kveld í Noregi. Kveldin, þegar himininn' er heiður og blár og gullroðin skýin líða um hann og fjörðurinn er slétt- ur sem spegilgler, er hvergi að finna nema i þessum dal. Ró og friður hvílir yfir ökrunum. Herfin og plógana reifir rökkrið, þar sem þeir höfðu verið yfir- gefnir og kúra lúpulegir. Hestamir eru að eta við stalla sína í hesthúsum, fólkið situr umhverfis kveld- verðarborðið með geisla kveldsólarinnar, sem er að hniga í vestri, á andlitum sér. Bráðlega gengur síðasti verkamaðurinn til hvílu. Lyklum er snúið i skránum og eftir örstutta stund hefir svefninn breitt blæju sína yfir dalinn. Ekkert hljóð heyrist, nema til hanans svarta, uppi í skógar- hlíðinni, og niður við ströndina, þar sem báran lág- vaxna kyssir hana. Þau fóru fram hjá kirkjunni, sem stóð upp frá vatninu. Á vatninu var ekki nokkur bára og skýin blá og gullslituð spegluðust í þvi. Hinu megin við vatnið stoð bondabær i hliðinni. Á kornið á akrinum, sem byrjað var að slá, og bindin sem höfðu verið sett upP á stengur til þerris, sló gullnum lit. Siðustu geisl- ar kveldsólarinnar léku hér og þar á gluggarúðum húsanna. Loftið var hreint og létt eftir nokkurra daga regn, sem verið hafði. Vegurinn var spor- mjúkur og kveldskuggarnir breyttu aftanskini sólar- innar, sem blikaði á hæðunum í fjarlægð eins og gló- andi gull, i rauðbláma. Dagurinn fagur og blíður var í þögulli kyrð að víkja fyrir haustnóttinni.” Johan Bojer, í hinni nýju sögu sinni: “Fang- inn syngjandi.” ------o------ Efri málstofan í Canada og þjóðeignajárnbrautirnar. Fyrir nokkru siðan rituðum vér greinarkorn um framkomu meirihluta þingmanna efri málstofunnar 1 sambandi við framlenging hliðarbrauta þjóðeigna- járnbrautarkerfisins, og sýndum fram á hina furðu- legu framkomu afturhalds senatoranna í sambandi við það mál. Vér ætlum ekki að fara að endurtaka það, er vér þá sögðum—ætlum ekki að fara að ryfja upp framkomu þeirra í málinu á þinginu í fyrra, né heldur i byrjun þessa yfirstandandi þings, því vér tókum all-skýrt fram í hinni fyrri grein vorri, hína einkennilegu og óhæfu framkomu senatoranna við- víkjandi byggingaráformum þjóðeignabrautarinnar og samþyktúm þjóðþingsins í því efni. En siðan hefir ýmislegt sögulegt gerst í þessu sambandj, sem eftirtektarvert er I og almenningur þarf að athuga. Eftir þvi sem lengur líður á þing- tímann, þvi ákveðnari verður mótstaða þessara aft- urhaldsseggja efri málstofunnar gegn bygging hliðar- brautanna, og eru þeir nú búnir að skera niður ná- lega helming upphæðar þeirrar, er neðri málstofa þingsins samþykti að veita til þeirrar byggingar nú i ár, og er fróðlegt fyrir menn að athuga, að sumar þeirra hliðarbrauta, sem þessir herrar hafa stungið undir stól, eru þær vænlegustu af öllum þeim járn- brautarstúfum, sem talað hefir verið um að byggja. Tala frumvarpa þeirra, er járnbrautamála ráð- herrann, Hon. George P. Graham, lagði fyrir neðri málstofuna, voru 26. Hvert eitt þeirra hljóðaði upp á sérstaka hliðarbraut, en allar þær hliðarbrautir til samans áttu að kosta ríkið $28,211,300. Átján af þessum hliðarbrautum héfir efri mál- stofan • samþykti, sjö hefir hún drepið og ein er á höggstokkunum hjá þeim, blessuðum. Áætlaður kostnaður brautanna, sem niður hafa verið skornar, er 12,339,000, og ef að þeim þóknast að drepa þá síðustu, verður það nálega helmingur upphæðar þeirrar, sem stjórnin hafði ákveðið að verja til þessara brautabygginga, sem niður verður skorinn, eins og tekið hefir verið fram. / Allar þessar aftökur íhalds þingmannanna i Ottawa, hafa mælst illa fyrir hér í Vesturlandinu. En þó sérstaklega ein þeirra; það er járnbrautar- stúfur 102 milur á lengd, sem byggja átti frá Turtle- ford til Hafford í Saskatchewan fylkinu. Var þar um að ræða kostnað, sem nam $2,313,000. En öllum senatorunum var kunnugt um stórauðugt landsvæði á þessari leið og með skýrslum var sannað að eftir þeirri braut yrði svo mikill flutningur, að hún hlyti að borga sig frá byrjun, og til frekari sönnunar, þá sótti Can. Pacific brautarfélagið um leyfHárið 1920 tll þess að mega leggja járnbraut inn í þetta ihérað, en það félag leikur sér ekki að sliku, ef einskis arðs er að vænta. Hbn. J. D. Ried, sem þá var járnbrautamála- ráðherra afturhaldsstjórnarinnar í Ottawa, en er nú einn af stuðningsmönnum afturhaldsins í Senatinu og greiddi atkvæði með þvi að drepa frumvarpið, synj- aði félaginu um leyfið í embættistið sinni sökum þess, \ð þjóðeignabrautin yrði að hafa þar forgangsrétt. Fjörutiu og fimm senatorar hjálpuðust að að drepa þetta járnbrautarfrumvarp, og meðal þeirra voru, auk Hon. J. D. Ried, Sir, James Lougheed leiðtogi afturhaldsmanna í senatinu, og Sir George Foster, þrír senatorar Vesturlandsins, þeir William Sharpe, Winnipeg; Lendrum McMeans, Winnipeg, og Bradbury ,frá Selkirk. Þegar afdrif járnbrautarfrumvarps þessa í efri málstofunni urðu kunn, fórust þingmanninum frá North Battleford, Sask., þannig orð á þingfundi í neðri málstofunni: “Héraðið, sem þessi braut átti að leggjast eftir, ér vel bygt og eins ágætar bújarðir og hægt er að finna. Sveit þessi er nú í 40—45 mílna fjarlægð frá járnbraut. í fyrra, þegar járn- brautarfrumvarpið var felt í efri málstofunni og sú frétt barst til eyrna bændanna þar, þá gengu fjölda N margir menn frá eignum sínum og bújörðum. Fréttin um þann óheilla atburð fór um bygð þá eins og logi yfir akur, og eg ihefi séð með mínum eigin augum plógana standa í jörðinni, þar sem bændurnír voru að plægja og skildu þá eftir, þegar fréttin kom. Þeir hneptu hestana frá, sleptu þeim og yfirgáfu lönd sín. Canadian Pacific járnbrautarfélagið á mikið af landi í þessari sveit. Árið 1920 seldi það 300 bú- jarðir til fólks, sem flutti þangað inn frá California og sem kom með allmikið fé með sér. Þetta fólk fór undir eins að yrkja löndin og byggja í þeirri óbilandi sannfæringu, að þangað myndi járnbraut koma inn- an skamms tíma. í sveit þeirri eru heilar “sections” sem voru plægðar hornanna á milli, en eru nú grasi vaxnar og eigendur þeirra aftur komnir til Cali- fornia. Af þessum 300 löndum, sem Can. Pac. fé- lagið seldi þessu fólki, ihefir það fengið aftur 123 og 100 hafa verið seld fyrir skatt, og eigendur þeirra eru líka farnir til Bandaríkjanna. Braut þessi átti að liggja í gegn um fjórar sveit- ir, og í þeim sveitum hafa samkvæmt skýrslum fæðst 800 börn á s.l. fimm árum. Það mun þykja ótrúlegt, þegar eg segi, að aðeins í 60 fæðingartilfellum af þeim átta hundruðum, var hægt að ná til læknis, sök- um fjarlægðar, og urðu konurnar því að lifa eða deyja drotni sínum eins og verða vildi. í sambandi við framkomu efri málstofu þing- mannanna margra nú síðustu vikurnar lítur út fyrir, að verk þeirra ætli ekki að verða til ónýtis, því mér getur ekki betur sýnst, en meiri hluti deildarinnar hafi ráðið við sig að geyma Turtleford og Hafford brautina handa Can. Pac. járnbrautarfélaginu.” Og Mr. C. C. Davis, er ekki einn um þá hugs- un, því framkoma afturhalds þingmannanna í efri málstofunni í Ottaawa hefir vakið þá sömu thugsun hjá flestum hugsandi mönnum Vesturlandsins, qg mega þeir heriar sannarlega hrósa happi, að eiga ekki embætti sitt undir atkvæðum fólksins vestan stór- vatnanna. Olive Schreiner. Vér vitum ekki, ihvað margir af lesendum Lög- bergs kannast við Olive Schreiner. En óhætt mun samt að staðhæfa, að engin kona hafi vakið eins mikið umtal á nítjándu öldinni í Ihinum enskumælandi heimi né heldur hrint á stað jafn miklu hugarróti í heimi bókmentanna á því tímabili, eins og hún. Olive Schreiner var fædd árið 1865 í litlum kofa í Wittenberg í eyðimörk Suður-Afríku. Faðir henn- ar var trúboði af þýzkum ættum, en móðir hennar var Gyðingaættar, fædd og uppalin á Englandi. Olive var sú sjötta í röðinni af tólf systkinum. Um æskulíf sitt hefir hún sjálf ritað, einmanalegt og að mörgu leyti raunalegt, þó hún nyti ástríkis af for- eklrum sinum. Um tímabilið í Hfi sínu, eftir að hún fór að geta unnið fyrir sér sem þénari hjá Boer- fjölskyldu ,segir hún sjálf á þessa leið: “Beztu og ánægjulegustu stundir lífs mins voru, þegar eg gat farið að vinna fyrir mér sem þjónustu- stúlka fyrir 25 pund sterl. á ári, þó eg þyrfti að binda saman skóna á fótunum á mér með rauðum vaðmálsræmum til þess að þeir dyttu ekki af mér, og þá óx eg og lærði líka mest.” I þessum erfiðu kringumstæðum og skerandi fá- tækt ritaði Olive Schreiner bók sína, “The Story of an African Farm.” Vér getum séð þessa bráðgáfuðu ungu konu, þar sem hún situr við skriftir sínar í hinum óhent- ugu og ófullkomnu Boer híbýlum, við dimt kertaljós, þegar allir aðrir sváfu og hvíldust. En í sálu henn- ar var ekki dimt. Þar brann skært og fagurt ljós mannkærleikans, þó að visu beiskju blandið út af ranglæti þvi, sem henni fanst að systur sínar hvar- vetna yrðu að liða. Þeirra málstað tekur hún á- kveðið og hlífðarlaust í þessari bók sinni, og féll sá boðskapur sem reiðarslag yfir hinn enska Viktoríu- tímabils hugsunarhlátt. En má^ hennar var 1 svo snjalt og hún bar það fram með svo miklum eldmóði og einlægni, að það þrýsti sér inn að hjartarótum manna jafnt sem kvenna. Hinar fjárhagslegu kringumstæður hennar bötn- uðu að mun, er George Meredith, umboðsmaður út- gáfufélagsins Chapman and Hall í Lundúnum, sem staddur var í Suður-Afríku, bauðst til að prenta sögu hennar, “The Story of an African Farm,” eftir að vera búinn að lesa handritið. Og þegar sagan kom út, var það með Olive Schreiner líkt og með Byron lávarð, að hún vaknaði morgun einn við það að vera orðin heimsfræg. Árið 1881 heimsótti hún England, og var þá gestur- þeirra Herbert Spencers og Gladstones. William T. Stead sagði um hana í blaði sínu Review of Reviews: “spákonan himinsenda”, og Arthur Symons fylti mælirinn með því að segja: “Eg er nú farinn að skilja alt það, sem sagt verður um konuna, um mikla konu , og mér finst Olive Schrein- er vera mest þeirra.” Olive Sohreiner hélt aftur heim til Suður-Afríku árið 1889, og þá mætti hún Cecil Rhodes í fyrsta sinni, og hefir hún sagt frá því, að samfundur sá hafi haft einkennilega mikil áhrif á sig. En ekki leið á löngu áður en hún komst að raun um, að hugarstefn- ur þeirra voru gagn-ólikar. “Þegar við fórum að tala um heimastjómarmálin, þá rifumst við og hann varð næsta reiður,” segir Olive Schreiner sjálf. Þegar Búastríðið skall á, voru þau þar sitt á hvoru máli. Samt gat Rihodes aldrei dulið virðingu þá, sem hann ibar fyrir jafn gáfaðri konu og Olive Schreiner var. Og eftir að bók hennar, “Trooper Peter Halkett” kom út, þar sem hún ræðst á Ceeil Rhodes með allri þeirri beiskju, sem hún átti yfir að ráða, neitaði hann að rétta hluta sinn með afli lag- anna, og þegar kunningjar hans voru að eggja hann á það, nlælti hann: “Eg get ekki sótt höfund bókar- innar “Tihe Story of an African Farm”, að lögum, hvað svo sem hún segir um mig.” Æfistarfi þessara tveggja mikilmenna er nú lokið, og hinn arnfrái andi þeirra floginn til fegri heima, þar sem verksviðið er ef til vill enn þá víð- tækara og vonandi fegúrra en það, sem þau urðu að beita sér fyrir hér. En í Suður-Afríku eru tvær steingrafir, tiltölulega skamt hvor frá annari, — önn- ur á hæð, sem gnæfir yfir ihina miklu Karoo-eyði- mörku í Cape Cólony, sú gröf geymir hinar jarð- nesku leifar Olive Schreiner. Hin er á einni af Ma- toppos hæðunum; þar hvílir Cecil Rhodes. - Árið 1894 giftist Olive Sohreiner Samuel Corn Cranwright, og var hún þá 39 ára, ágætum manni, sem aðstoðaði hana og hvatti á bókmentabraut henn- ar. Þeim hjónum varð eins barns auðið, sem dó í reifum. Eftir það fór heilsu Olive Schreiner hnigii- andi og fóru þau þá víða til þess að leita henni heilsubótar, en það vildi ekki ganga vel. Tilraunum þeim og mörgu öðru í sambandi við þessa einkenni- legu og merku konu, ljýsir maður hennar Carnwright í ibók, sem hann hefir ritað til minningar um hana, og er nýlega komin út og iheitir: “Life of Olive Schreiner”. Síðasti kapítulinn í þeirri bók segir frá Olive Schreiner á meðan á stríðinu mikla stóð. Hún var þá í Lundúnum og svo farin að heilsu, að hún gat ekkert ritað. Þó var áhuginn á alvörumálum hennar svo mikill, að hún ræddi þau við menn, svo klukkutímum skifti í senn, með óbilandi sannfær- ingarafli. Olive Sohreiner var mikil kona og hefði átt að verða meiri. Henni vanst ekki tími til þess að lýsa því með orðum, sem í sálu hennar bjó, og hún minn- ir oss á Shelley og mærina frá Orleans, segir G. Lowis Dickson í London Nation and Athenæum. Miss Phyllis Batton kemst svo að orði um þessa sömu konu: “Hún átti raunar a'ldrei heima hér á jörðinni; hún var gestur og sendiboði guðanna. Fyrirkomulag mannlífsins var henni ráðgáta og nærri ofraun fyrir hana. Það er ekki gott að segja um það, hvort að andastefnur þær, sem ihér réðu, voru henni ofurefli, svo að hún hafi snúið sér frá þeim í nokkurs konar örvænting, eftir að hún hafði ritað sína fyrstu bók, eða hvort það var hin líkam- lega bilun hennar, sem olli því, aö hún naut^ sín ekki og með henni varð að deyja svo mikið af hugsjónum hennar. Nokkuð af þeim setti hún fram í stuttum en gullfallegum dæmisögum og sögu sinni, og hún lét eftir sig aðdáanlega fallega og óeigingjarna þjón- ustu í þarfir lítilmagnans.” Hér er lítið sýnishorn af dæmisögum Olive Schreiner:— Sálin stóð á bakka lifsárinnar og þurfti að kom- ast yfir. Fyrst fann hún hálmstrá til þess að styðja sig við. En ihálmstráið bognaði, þegar hún studdi sig við það og endinn á því klofnaði í lófa hennar. Svo fann sálin staf og hún reyndi að styðja sig við hann, en broddur stafsins festist í jörðinni. Sálin reyndi að draga stafinn upp, en gat bað ekki, svo hún stóð í vatninu hjá stafnum. Svo komst sálin upp úr vatninu og fann stóran og þykkan trjábol og sagði: “Við þetta get eg stutt mig yíir ána.” En tréð var svo létt í vatninu, að sálin gat ekkí haldið því við botriinn, og það var nærrj búið að velta henni af fótunum. Og sálin stóð á bakkanum á á lífsins og hróp- aði: “Ó, iherra, hvernig fæ eg komist yfir? Eg hefi reynt allar aðferðir, en þær hafa brugðist mér.” Áin svaraði: “Vaddu yfir mig hjálparlaust.” Og sálin óð út í ána og yfir hana staflaust. Frá Islandi. Eimskipafélag íslands. Aðalreikningur þess fyrir síðast- liðið ár er lagður fram í dag á skrifstofu félagsins. Hreinn arður á árinu ihefir orðið 43,941 kr. 41. au., en sjéðyfirfærsla frá f. á. var 129,878 kr. 97 au.þannig, að til ráðstöfunar samkv. 22. gr. félags- laganna verða kr. 173,820.38. Leggur stjórnin til að af jþeirri upplhæð verði 127.000 kr. varið til frádráttar á bókuðu eignarverði félagsins, nefnilega á Gullfossi kr. 10,000.00 á Goðafossi kr. 50,000'. 00 á Lagarfossi kr. 55.000.00, á vörugeymsluhúsi við Tryggvagötu kr. 5.000.00 og á skrifstofugögn- u'm kr. 7.000.00'. — Endurskoð- endur fái 2j250 kr., en 44,570 kr. 38 aur. færist á þessa árs reikn- ing. Arður sé enginn greiddur. (Helstu gjaldaliðir á aðalreikn- ingi eru þessir: lOpinber gjöld um 45.000 kr., skrífstofukoistnaður um 218.000 kr. vextir af lánum umfram vexti af útistandandi fjár- eign 111,000' kr. og tap á gengis- mun um 41.000 kr. En tekljuliðir Ihelstir: Ágóði áf rekstri Gul'lfoss kr. 107,000.00 og Lagarfoss kr. 14,000,00 afgreiðslulaun af vörum nema rúmum 65 þús. kr., tekjur af Ei'mskipafélagsihúsinu afa orð- ið kr. 61.000, fyrir útgerðarstjórn ríkisskipanna (hefir verið goldið kr. 42,600.00 og endurgreiðsla frá “Krigsforsikring for danske Skibe” nemur kr. 21,700. Bókað eignarverð félagseign- anna er nú: Gullfoss kr. 310,000.00 Goðafoss kri 1,400,000.00, Lagar- f'oss kr. 525,000.00, Eimskipafé- Iagsíhússinls og vörugeymslulhúss- ins kr. 764.004.11, skrifstofugagna og áalda kr. 35.000.00. Við áramót átti félagið einnig kol fyrir kr. 65. 000.00 ihafði greitt vátryggingu fyrirfram með kr. 28.000.00' og átti útistandandi ihjá skuldunautum kr. 171,182.29. Varasjóður félags- inls er kr. 60.055.34. iMorgunblaðið. Iyk fan'st 'hér á Ihofninni í morg- un á floti út af “Hamar” Fann það Páll Níelsen vélamaður, það var flutt suður í líkhús og rannsakað þar. Er enginn efi á því, að iþað er af Guðjóni Jón-s- syni, þeim er ihvarf hér í fyrra á undarlegan hátt. Að svo stöddu er ekki hægt að skýra nánar frá þessum atburði. ------o------- 11. júní. Pirófi í efnafræði luku í gær eftirtaltíir læknisfræðine'mar: Ás- björn Stefánson, Bragi Ólafsson, Jón Karlsson, Karl Jónasson, Mag- nús Magnússon, ólafur Einarslson, Sigurður Sigurðsson og þórður Þórðar.son, Óvanalega góð tíð ihefir verið hér undanfarna daga og fer gróðri mikið fram alstaðar þar sem vot- lent er. Eri á þurlendi hamlar vætuleysið tilfinnanlega \ öllum orðin ísiæmileg " ' 4 Frá Vestmannaeyju'm Hafá gengið nú á vertíðinni 72 bátar, alt vélbátar, og auk þeirra tveir gufulbátar, og gekk iþeim tiltölu- lega mjög tregt í samanburði við véíbátana. Afli er talinn alls um 26 þús. skip. — Tíðin hefir verið mljög hagstæð, aðeins einn land- legudagur frá 1. marz. SéraÞorvalduráMelstað Leiðrétting frá Jóni Einarssyni. t Lögbergi, dags. 19. júni s.l., voru þrjár hlýhendar stökur til minnis um hinn stórfróða, merka Prest, séra Þorvald frá Melstað, í Húnavatnssýslu. í fyrirsögninni er hann nefndur Þorvaldur Bjarna- son, sem er skakt. Faðir hans hét Björn, og skrifaði presturinn sig þvi ætíð Bjarnarson, að fornréttri breytingu nafnsins. En Ólaf átti hann fyrir skyldgetinn bróður, og skrifaði hann sig ætíð og var af öllum nefndur Bjömsson. Mun- urinn á Björnsson og Bjarnarson liggur að eins i hljóðfalli og ólíkri notkun “falla” í nýrra málinu ís-' lenzka, því, er tíðkaðist í eldri stíl. Sem gamall vinur séra Þorvaldar þakka eg höf. ljóðsins hlýyrðin í garð þess hálærða, drenglynda, horfna manns, þótt mig hins vegar gruni, að fráfall hans hafi fljótar gleymst allmörgum þeim, er enn meira höfðu af örlæti hans þegið, en R. J. D., höf. ljóðsins: “En nokkuð af sæðinu féll utan við veg- inn og var fótum troðið,” stendur þar. — Að eins til orðalengingar mætti hér og geta þess, að við enda- lok skólanáms síns tók séra Þorv. sér ritnefnið “Styrbjörn í Nesi”. Voru ritstörf hans, á þeirri tíð, að mestu leyti krítik, og þá aðallega yfir ibækur Péturs biskups Péturs- sonar, Alþýðubókina 0. fl., og þóttu nokkuð orðhvöss, og því hugðnæm til aflesturs. Margrét Sigríður Davíðsson- Fædd 12. janúar 1901. Látin 14. júní 1924. Hún var fædd og uppalim í ís- lensku 'bygðinni í grentí við Sin- clair, Man. Foreltírar hennar eru þau iGuðmundur Davíðsson fædd- ur á Vöðlum í önundaarfirði, en alinn upp á ísafirði, og Sólveig kona 'hans, ættuð úr Borgarfirði. Hafa þau ihjón búið um nærfelt 30 ára skeið í ibygðinni í grend við Sinclair. Margrét iheitin ólst upp á heim- ili foerldra sinna. Hún gekk á skóla bygðarinriar og lauk al- mennu skólanámi. Veturinn 1919 gekk hún á kvöldskóla í Winni- peg. Næsta vetur lauk ihún venju- legu “Buisiness College” námi. Upp frá því vann hún í Regina og Moose Jaw, við sölu og skrif- istofustörf. Síðastliðinn vetur fór Ihún til Minneapolis-borgar, vann hún þar við sölustörf. par var það að dauða hennar bar að höndum. Fór faðir hennar þangað samstundis og skeytið um sjúkdóm (hennar barst ihonum til eyrna. Mun hann lítt hafa vikið frá sjúkrabeði hennar unz dauð- anis engill .hreif ibarnið Ihans í fourtu. Kom Ihann isvo með lík dóttur sinnar heim með ’sér. Var hún jarðsungin -frá kirkjunni í | Sinclair þann 17. júní að við- stórrigningar, og lítt færar foraut- ir. Margrét -heitin var elsta barn og eina dóttir foreldra sinna, — tveir mannvænlegir synir þeirra eru yngri en hún var. 'Stórt er þvl skarðið, .sem orðið hefir í iheimil- ishring foreldranna, við fráfall hennar. Hún var að sögn kunnugra einkar vel gefin; l'ífsglöð og góð, sameinaði á sjaldgæfan foátt, fjör, feistu og trygð. Hennar er víða isaknað, því að foún ávann sér al- . staðar vini, — en stærstur er -söknuðurinn hjá þreyttum for- eldrum og ungum bræðrum, er syrgja yndi augna sinna Og ást- kæra systur. IGuð folessi minningu hennar! Sig. Ólafsson. -----—0—------ Kristindómur og kirkja Undir þessari fyrirsögn ritar Árni Árnason læknir all-langa og mjög eftirtektarverða grein, sem birtist neðanmáls í fjórum blöðum Lögréttu núna í vor. Vér getum ekki stilt oss um a'ð foirta í Lög- bergi þessar athuganir um mál þau, er mestu varða andlegri heill þjóðar vorrar til eflingar, eg ekki sízt sökum þess, að nið- urstöður höf., skarpar og gáfu- legar, eru með nokkuð öðrum blæ, en ýmsar “vísindalegar” niðurstöð- ur, sem nú hvað mest er haldið að islenzkum almenningi austan hafs og vestan. Læknirinn og Lögrétta eru beðin velvirðingar á trausta- tekinu.—Ritst. Lögb■ 1. Inngangur. Töluvert er nú orðið ritað um trúmál í blöðum og tímaritum. Það er foæSi eðlilegt og að ýmsu leyti Sparið GEGN 4% Á YÐAR EIGIN Spari&tofnun fá nnlög yðar 4 prct. og eru trygð af Manitobafylki. Þér getið lagt inn eða tekið út peninga hvern virkan dagfrá9til 6. nema á laugardögum þáer opið til kl. I, eðaþér getið gert bankaviðskifti yðargegnum póst, Byrja má reikning með $1.00 FYLKIjTRYGGING Provincial Savings Dffice 339 Garry St- S72 Main St* WINNIPEG Otibú: Brandon, Portage la Prairie, Carman, Dauphin, StonetVrall. gtofnun þessi er starfrœkt í J>eim til- gangi að stuðla að sparnaði og vel- megun manna á meðal. istöddiu mörgu fólki, þrátt fyrlr

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.