Lögberg


Lögberg - 17.07.1924, Qupperneq 6

Lögberg - 17.07.1924, Qupperneq 6
0 Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. ÞRIÐJI KAPITULI. Látleysi, sem ekki verður náð. Hopper fanst -það ófyrirgefanlegur glæpur, að sér hefði verið náð. Og íhjá mörgum af okkur er það niðurlægingin, en -ekki samviskan, sem særir mest. Hann gekk vestur eftir, bæinn á enda, þangað sem ný hús voru í smíðum. Hann hafði Ihugsað alvarlega um afleiðingarnar, og hanp ihafði komist að þeirri niðurstöðu, að þær væru naumast teljandi. Margur siðfræðingur, þar á meðal séra Darvitt mundi hafa ihristi ihöuðið yfir þeirri niðurstöðu; og alt heimilis- fólk ungfrú Crane hefði verið und-randi og óttaslegið yfir slíkri kenningu. Sumir skáldsagnáhöfundar, sem eg iþekki, og sem eru reyndar frægustu skurðlæknar í dularbún- ingi, hefðu lýst hinirm innra manni Eliphalet Hopp- ers í eins mörgum orðm og eg ihefi notað til þesis að lýsa komu ihans til St. Löuis. peir ibjóða manni til uppskurðar, og maður er alveg hissa á (þeirri voða- legu leikni, sem þeir Ibeita hnífnum með. Guð hefir skapað okkur alla, fantinn og dýrlinginn, innbrots- þjófinn' og iborgarstjórann, svo undur lika. Við les- um auglýsingar um eitthvað kynjalyf og okkur finst að Iþað gangi alls konar veiki að okkur; við lesum um hin andelgu heilsulyf, eitthvað eftir Iþennan eða hinn, og við vitum fyrir víst, að við erum lifandi hneyksli, undursamlega gjörðir. Því miður skortir mig ibæði leikni og skurðhníf- inn til iþess að sýna sálar-sjúkdóm herra Hoppers — hafi hann þá annars haft hann nokkurn. Samviskan, hafi maður hana, er ‘clþægileg, eins og vondur og þrálátur ihóisiti. Hopper var mjög heilsuhraustur. Hann hafði löngun til þess að komast áfra'm, eins og eg hefi sagt frá, en hann var langt frá því að vera nokkuð um of tilfinninganæmur. Hann var hinn rólegasti fþegar hann kom heim aftur og fann alla iþar í uppnámi, það er að -segja í eins miklu uppnámi og fólk frá Nýja-Englandi yfirleitt getur komist í. Og út af Ihverju? Út af því að það var vón þetta sa-ma kvöld á frú Brice og syni hennar frá Boston. Ungfrú Crane hafði fengið skeýti um það u'm morguninn. Og svo hafði hún iþotið strax með fregnina í -huganum og blaðið í hendinni til frú Abner Reed. “Þú átt þó aldrei við að það -sér frú Appleton Brice, býst eg við, -sagði frú Reed. “Jú, einmitt 'hún,” svaraði ungfrú Crane með ákafa, jafnvel frekju. Frú Abner hri-sti ihöfuðið á þann hátt, -sem kom fólki til þess að beita öllum sannanagögnum -sínum við hana. “pú ert ekki með öllurn irvjalla, Míranda!” hrópaði hún. "Hefirðu aldrei komið til Boston?” Ungfrú Cran-e var nóg boðið. pétta var alveg óviðeigandi móðgun. „Eg Iheld að eg -hafi brugðið mér til Boston nokkuð oftar en þú, Eliza Reed. Þú, sem aldrei áttir föt, sem var farandi í.” Frú R-eed lét sér1 ekki ibregða við alla -smámuni; og í því lá hennar styrkur. Og jþú sást áldjrei Briceis heimilið með alt skrautið á framhliðinni, se'm er beint á móti al- menningsgarðinum? Mér iþætti gaman að vita hvar þú Ihefir komið. Og þú hefir aldrei iheyrt getið um Brires húgarðinn í Westbury, isem tilheyrði Wilton Brice ofursta, sem barðist í frelsisstríðinu ? Eg er svo standandi hi-ssa á þér Míranda! Þegar eg var hjá Dales í -Mount Vernon stræti, það var 1837, þá var frú Charle-s Attedíbury -Brice vön að kioma þar í heimsóknir. Hún var 'móðir Appleton-s. — Stolt! Vertu í eilífri náðinni, hún var full af regingi. Faðir ihan-s var sendiherra til Frakklands. Brice ættin verslaði á Indlandi og græddi nóg til að geta keypt allan St. Louis bæ.” Ungfrú Crane hrifst bréfið sem ihún var með og tók til siðustu ráða. “Já, og Appleton Brice tapaði því öllu í verslun- arhruninu. Og svo dó hann og skildi eftir ekkju og son allslaus.” Frú Reed tók af sér gleraugun. ‘Vjíengur nú ekki alveg fram af mér!” hrópaði hún. “Böivaður asninn! Appleton erfði ekki vitið úr a tinni sinrii, og svo var hann -brjóstgóður líka. Móhitabel Da’e sagði það -svo -eg íheyrði.” Hún þagn- :.r og hugsaði >ig um. “Og þau eru að koma hing- að?”bætti hún við. Til ihvers skyldu þau vera að iþví?” Ungfrú Crane var ekki ibúin að ná alveg full- um sigri.. Af því að Silas Whipple var eitthvað skildur Appleton Brice og hann hafði boði-st til þess að taka piltinn í skrifstofuna hjá sér, til þess að gera hann að lögmanni. , Eliza Reed lagði frá sér prjónana. “‘Vertu í eilífri náðinni! Ja, þetta er merkis- dagur!,Guð hjálpi piltinum, ef hann ætlar að vinna hjá dómaranum. “Dómarinn er ibrjóstgóður maður, þó að hann sé skrítinn,” sagði hún. “Eg hefi heyrt getið um mörg góðverk, sem hann hefi-r gert.” “Brjóstgóður!” sagði frú Reed 'með fyrirlitningu. “Hann hefir steinhjarta. Hvað marga vini á hann?” “pessir fáu sem -hann á eru góðir vinir hans,” sagði ungfrú Crane. “Taktu til dæmis Carvel ofursta, sem býður honum til miðdegi-sverðar á hverjum sunnudegi.” “Ástæðan til þess ætti nú að vera öllum eins augljós og nefið á þér, Míranda Cráne; þeir kunna báðir lang best við -sig sig, þegar þeir eru að rífast.” “Jæja,” sagði ungf-rú Crane, “nú má eg ti-1 'með að fara og -búa mig undir að taka á móti mæðgln- unum.” -En svo þýðingarmikill atburður var -þetta, að hún mátti til með að finna tvær aðrar kunningja- konur sínar og -segja þeim fréttirnar. Enginn ritíhöfundur íhefir enn verið uppi hér f landi, se'm hafi ritað sögu helstu ættanna. Frægðin bíður hans enn rétt eins og hún -beið hans verslun-> arhrunsárið 1857. Ættartala Brice ættarinnar var -rifjuð upp með mestu erfiðleikum þennan dag og LÖGBERG, MMTULAGINN, 17. JúLí. 1924, eignirnar, sem hún hafið átt taldar saman af -hinum strjálu íbúum St. Louis, sem voru ættaðir úr landl Púrítananna. Og fá hús hefðu til lengdar þolað aðra eins ihreinsun og þá, sem ungfrú Crane lét fara fra'm þá um daginn. Þegar Eliphalet Hopper kom heim frá vinnu sinni, var Ihann beðinn að bregða sér í sparifötin við þetta tækifæri. Hopper var nógu mikill lýðveld- issinni til þess að neita að verða við þeim tilmælum. Hann ihafði kcmiist eftir því, að Ihinir gullnu töfrar, se'm höfðu aflað Brice ættinni veg-s og virðingar, voru tapaðir. Verslunarvald — Hopper trúði á alt það sem felst í þessu eina orði. Ættgöfgi fanst Ihon- ium að væri að vísu gott, en til h-vers væri að eiga skjaldarm-erki, ef maður hefði ekki ispjaldið til að grafa það á? 'Gæti demant notið -sín með óvönduð- um kjól. f augum Hoppers var kirkjan, staðurinn þar isem menn áttu að biðjast fyrir; en hann átti sér líka sitt sku-rðgoð á leyndum stað. Heima í Willesden hafði Eliphalet iheyrt margt um istórmensku, prúðmensku og gáfur ihinna fáu útvöldu í Boston, sem ibjuggu í húsum, sem fáir vissu •mikið um og -sigldu með skipum yfir ihafið. Hann ímyndaði sér að frú Brice myndi -stöðugt vera að kvabha um einhverja smámuni og að Stephen myndi sýna fyirlitningu sína fyrir matsöluhúsi ungfrú -Crane. Og með sínum lýðveldisanda hugsaði hann sér, að Ihann -skyldi kenna -honum lexíu, þegar tæki- færi byðist til þe-sis. Munurinn á því ímyndaða og því verulega var -engann veginn meiri hjá Ihonum heldur en ihjá unfrú Crane. Að undantéknum Eliphalet voru allir sparibúnír hjá ungfrú Crane þetta kvöld — þar sást -silki og fínasta klæði. Og ungfrú Crane -bar á borð uppá- halds niðursoðnu aldinin sín. En því miður fellur stundum mesti heiðurinn, sem er sýndur í þessum -heimi, í ófrjósama jörð. Það sem Eliphalet og hinum matþegunum fanst -undarlegast við gestina var látleysi þeirra. Aðeins -þeir, sem í sannleik eru miklir, hafa það; en það er nokkuð, s-em fjöldanum af fólki er ekki kunnugt. Frú Brice var svo Iblátt áfram,' þarna fyr-sta kvöldið, að þeir, sem viðstaddir voru, urðu fyrir vonbrigðum. pað er sitt hvað , mikilmenni, sem 'menn fara að sjá, og sem að baki sér ihefir eitthvað af ljóma ihins ó- þekta, eða öldruð kona, sem situ-r hjá manni í mat- isöluhúsi og skrafar við mann um veðrið og ferðá- lagiJS. IMatþegarnir bjuggust við að Iheyra frú Brice Ihæðasta ólhreinindunum í St. Loui-s og því, hve alt væri grófgert og ófágað í Vesturlandinu; þeir hugðu að hún myndi minnast á ættingja sína með stunum og andvörpum og fárast um -það að Stepben hefði ekki getað lokið námi sínu við Harvard há- skólann. En hún mintist alls ekki á þetta. petta var svo algerlega óvænt að Eliza Reed grét út af því í svefnherbergi sínu, og önnur kona sem var viðstödd mintist á það við vinbonu -sína að -þetta hefði kovnið -sér alveg á óvart. Nokkrum árum síðar kom maður að nafni Grant til Springfield með poka úr gólfdúk í hendinni og hann var fyrirlitinn eins og flakkari. ófríður maður, Lincoln að nafni, fór til Cincinnati, til þess að verja mál fyrir yfirréttinum þar, og Ihonum var sýnd fyrirlitning af manni, sem hét Stauton. '■ * Margt getur komið fyrir þegar við mætum sönn- um mikilmennum. f fyrsta lagi ihættir okkur við að fara að leggja trúnað á hamingju þeirra, eða forlög manna, eða hvað annað, sem við viljum nefna það, og um leið fin-st okkur að að við -sjálfir eigum litlu láni að fagna. í öðru lagi vex sjálfsvirðing okkar, við komumst að raun um að miklir menn eru menn eins og við sjálfir og að við en?m miklir menn, sem hafa farið á mis við möguleikana til að verða nafn- kendir. Stundum kemur það fyrir, ef við lifum nógu lengi meg mikilmennum, að við förum að finna til vantrausts. Þegar það kemur fyrir er ekki vonlaust um að við komumst í rétta afstöðu. Frú Brice klæddist í dökkleita, látlausa búninga th-ún var látlaus sjálf, alvarleg á svip og hún hafði afarmikil á-hrif á hina matþegana án unadntekn- ingar búið sig undir að vera auðmjúkir; en þeir urðu dremibnir og fullir af sjálf-sáliti. Þeir spurðu frú Brice að, ihvort hún þekti þennan eða hinn stór- burgeisinn í Bo-ston, sem þeir voru annað hvort skildir eða höfðu þekt vel. Svör hennar voru öll jafn vingjamleg og yfirlætislaus. En Steþhen Brice, hvað var um hann? -Eg skal kannast við það strax að ihann en -ekki Eliphalet Hopper, er söguhetjan. pað væri auðvelt að lýra glæsimensku hans þannig, að úr honum yrði -spjátrungur; en öllum skáldsagnahöfundum er illa við is-pjátrunga, og þess-vegna er be-st að byrja á á að lýsa göllum -hans. Fyrsti og versti galli Stephens þá var sá, að hann hafði hið svo nefnda ‘‘Boston látbragð.” Það var raunar ekki honum að kenna, iheldur fæðingarstað han-s. Herra Brice hafði undra- verða leikni í því að nota önnur orð en þau algeng- ustu, en samt var hann mjög blátt áfram þrátt fyrir það. Margir gutu augum til hans við borðið þetta kvöld. -Einn -eða tveir voru þar, sevn höfðu mikla glöggskygni, og þeir þóttust sjá, að isvipur hans bæri vott um að fyrir honum lægi að verða frægur maður ef hann á annað -borð girntist að verða það. -Hann Ihafði erft útlit móður sinnar; og andlit -hennar bar á sér ótvíræð merki þreks, djúprar-samihygðar og víðtækrar reynslu. Það leit út fyrir að sinnisjafn- vægi hennar myndi ekki raskast auðveldlega, þótt hún mætti misjöfnu. En yfir svipnum var sa'mt lcven- legur eiginleiki, sem mýkti hann. Sonur hennar hafði á sér mentamannasnið. pað sem bjargaði honum fráJ því að virðast drembinn 1 þeasu nýja umhverfi, var ihin einkennilega góðmenska sem skein út úr augum hans, hvenær sem móðir hans yrti á hann. Hann átti ekki heima við matborðið hjá ungfrú Crane, og hann gerði enga' tilraun til að Iáta sýnast sem hann væri þar á sínum rétta stað. Eli-phalet Hopper þótti mjög vænt nm að svo r»r. Yið megum samt ekki halda að hann hafí vefTíT sá eini við borðið, sem gladdist í Ieyni. En honum fanst það samt alveg sérlega ánægjulegt, að þetta fólk, sem um marga mannsaldra hafði verið í heldri manna tölu, hefði nú komist f niðurlægingu. Sam- kvæmt lífsskoðunum Hoppers var það að tapa pen- ingum og að lenda í niðurlægingu eitt og ihið sama. pað var mælikvarðinn, sem hann lagði á atla, sem Ihann þekti; og hann vonaði að einlhvern tíma) yrði hann -sjálfur mældur á sama mælikvarða. Hann treysti því statt og stöðugt, að sá tími kætmi, er hann gæti snúið -hamingjuihjólinu svo að það sem nú snéri upp á því yrði niður. Herra Hopper drakk teið sitt þegjandi og mynd- aði sér skoðun á Stephen. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þessi ungi maður myndi aldrei verða maður til þess að græða féð sem faðir hans hafði tapað. Honum fanst að hann hlyti að kunna álíka vel við sig í Cincinnati og þorlskur innan um i kattfiskana í Misisi-ssippi ánni.. Aðstoðarverslunar- stjórinn hjá Carvel & Company afréð að gera það sér til iskemtunar. að láta unglinginn frá Boston finna ti'l yfidburða sinna. “Ert þú að hugsa um að fara að vinna hér?" spurði hann um leið og þeir gengu inn í betri stof- una. “Já,” varaði Stephen -og var ekki laust við að -hann væri dálítið hi-ssa. Og því má bæta ivið, að hafi Ho-pper í Ihuga -sínum -gert of lítið úr hon-um, þá gerði hann ekki síður of lítið úr Hopper. “Það er ekki auðvelt að fá vinnu hér núna í hauist,” sagði Eliphalet. Verzlanirnar hérna hafa fengið slæma skelli af hruninu.” “Mér þýkir leitt að heyra það.” “Hvað er það sem þú ert helst að hugsa um að taka fyrir?” “Lög,” svaraði Stephen. “Nei, nú er eg alveg hissa!” hrópaði Hopper. í rauninni sárnaði honum, því hann hafði gert sér í íhugarlund, að þessi -höfðingi frá Boston yrði að ganga á miMi búðanna og Ibiðja um vinnu. “Eg býst ekkij við að þú -hafir komið hingað í þeim tilgangl að græða heila hrúgu af peningum.” “Græða Ihvað?” “Heila hrúgu af peningum.” Stephen leit niður og virti Hopper fyrir sér. Hann isá að hann var þrekinn um herðarnar og að höfuðlagið bar vott um einbeittni, -og honum flaug í hug ihivernig litflu augun myndu horfa eftir gróða- fyrirtæki, sem þau sæU líða burt frá isér út í fjar- lægðina bg leysast upp þar. En svo sá hann alt í einu spaugilegu hliðina á þessui og það bjargaði ihonum. Hann var sjálfur ibyrjaður í kapphlaupi, þar sem allir voru jafnir. Hann fann, að hann va-r kominn þangað eins og þes-si maður, sem ávarpaði ihann, til þess að vinna sér fyrir daglegu brauði; en myndi ihonum takast það -einls vel ? Hopper dró eitthvað upp úr vasa isínum, leit á ungfrú Crane, og beit í ihornið á því. “Hvaða is-krifistofu ætlar þú að vera í?” spurði hann vingjarnlega. Brice afréð að svara þessu. “Skrifstofu W-hipples dómara 1— nema hann sé ihættur við að taka mig.” “pekkir þú dómarann?” “Nei.” Eliphalet hló í hljóði. “pó að allir þjóðhátíðardagarnir, ,sem við ihöfum haldið væru orðnir að einum degi,” sagði Eliphalet Hopper Ihægt io gmeð áherslu, “þá fyndiist Silas Whipple ekki meira til um hann en hvern annan dag, þegar hann reiðist. Húslbóndi minn Carvel ofursti er -eini maðurinn í öllum þesfsum -bæ, sem þorir að hafa á móti nokkru sem hann segir. Eg hefi -séð þá byrja að rífast nið-ri í búð og halda því áfram alla leið upp strætið. Eg er hræddur um að þú verðir ekki lengi Ihjá honum.” ------------4-- FJÓRÐI KAPÍTULI. Þrælar. -Seinna um kvöldið sat Steplhen Brice -við -opinn glugga í herbergi móður isinnar og horfði niður á götuljósin. “Jæja, drengur minn,” sagði ihún að ilokum, “hernig líst þér á alt þetta?” “Fólkið er gott, varaði hann. “Já, fólkið er gott,” isagði Ihún og stundi við. “En það er -ekki úr sama hó-pi og vinir -okkar, Steph- en.” “Eg hélt að það hefði ein'mitt verið ein ástæð- an ti'l iþess að við fórum vestur, mamma”, svaraði Stephen. ipað kom gremjuisvi-pur á andlit móður hans. “Hvernig -getur þú fengið af þér, Stephen?” sagði hún. “Við komum hingað til þess að það yrði hægara fyrir þig að komást í þá stöðu sem þú átt heimtingu á að komast í. Vinir okkar í Boston voru okkur mjög góðir.” Hann gekk frá glugganum, nam staðar fyrlr aftan hana og -greip með báðum ihöndum' undir hökuna á henni. “Heyrðu mam'ma, ertu ibúin að ákveða hvenær það eigi að verða?” "Hvað Stephen?” "Að eg fari Ihéðan -sem senator Bandaríkjanna. Og þú mátt ekki gleyma því, að það eru aldurstak- mörk í stjórnarskránni fyrir senatora.” Ekkjan brosti dálítið raunalega, en samt -svo undur þýðlega. Brosið breiddi einihvern svip, sem á skylt við mannkærleik og ihjálpsemi yfir sterku drætt ina í andliti hennar. “Og eg íheld að þú hafir verið búinn að velja efnið í fyrstu ræðuna mína í þeirri hávirðulegu sa'mkundu. Um hvað átti hún nú annars að vera?” “Hún átti að vera um réttindi innflytjendans,” svaraði hún. 1 "* “Já, og hún átti eitthvað að snerta réttindi manns til þess að Iha-lda -einkamálum -sínum leynd- um,” bætti ihann við hlæjandi; “en -það er réttur, sem ekki virðist eiga sér stað hér í ‘St. Louis.” “í augum laganna elgá hvorki stjórnmálamenn, hö'fundar, innflytjendur né aðrir þurfamenn nein einkamálsréttindj,” sgaðj (hjún. “Longfellow sagði mér einu sinni, að einhverjir ætluðu að skýra ein- -hverja mjöltegund í höfuðið á sér, og að hann gæti ekki bannað þeim það.” “Hefir þú þá -líka orðið að standa fyrir rann- sóknarréttinum hjá ungfrú Crane?” “Já,” sagði hún ihlæjandi. “Sumir dómarar þar eru lægnir að spyrja hélt hann áfram. pessi frú Abner Reed myndi sóma sér vel í hvaða rétti sem væri. Eg heyrði nokkuð af yfirheyrslunni. það var auðheyrt að hún Ihafði kynt sér m-ál okkar vel.” “‘Eg geri ráð -fyrir drengur minn,” svaraði frú Brice, “að þeim -sé vel kunn-ugt um Ihagi okkar.” Hún þagði augnablik -— “Eg var að vona, að það væri ekki. Það lifir í sama þröngsýninu hér í þessu Ihúisi fólkið og það gerði heima í INý-En-glands þorpunum sem það er ættað úr. pað — það vorkennir -okkur, Steplhen.” “Mamma!” “Eg Ibjóst ekki við að það væru svona margir hér að austan. r— Eg vildi að Wlhipple hefði leiðbeint okkur eitfhvað annað.” “Hann hefir líklega haldið að við 'myndum kunna best við okkur innan um Ný-Englendinga. Eg vona að Sunnanmenn séu nærgætnari. Eg held þeir séu -það.” “Þeir eru mjög drembnir,” sagði móðir 'hans. Merkilegt fólk — fæddir -höfðingjar. Þú manst ekki eftir Randolphs fólkinu, sem við u-rðum samferða yfir England. Það var með okkur í Hallingdean, þar sem Nortihwell lávarður á hei'ma. pú varst svo lítill þá. par var kornung stúl-ka sem hét Eleanor Rand- olph, framúrskarandi falleg. Eg gleymi því aldrei hivernig hún Ibar sig, er ihlún gekk inn í ensku -stof- urnar. Þetta fólk heimsótti okkur seinna, þegar við bjuggum á 'Beacon stræti í Boston. Eg -hefi heyrt að það sé margt af vel ættuðu sunnanfólki hér í St. Louiis,” Lappi. Framh. frá bls. 3 hafði nú samt verið nóg til þess að vekja eftirtekt; Jóns, og -hann gekk á ihljóðið. J-ón reis á fætur og kallaði ein-s hátt o-g ihann standa yfir úlfinum með spýtu í hendinni, en augu hans féllu því næst á Lappa þar isem að hann lá, og sá hann þá fljótlega ihvað fyrir hafði komið. Hann kraup nú strax niður við hlið Lappa og fór að skoða sár han-s. Hann var bitinn nokkuð mikið á hálsinum en þó var hann mest bitinn á framfótunum og gat hann í h-vorguan þeirra stigið, þeir voru allir sund- urflakandi í sárum. Jón eris á fætur og kallaði eins átt og hann gat til mannanna, sem að hann vis-si að ekki voru langt í ’burtu og gat hann heyrt köll þeirra öðru hvoru og 1-eið ekki langur tími þar til að honum var svarað, o gað tveir menn komu eins hratt og þeir gátu farið gegnum skóginn peir tóku svo Lappa og báru ihann, og Jón tók son sinn o-g þeir lögðu af stað Iheim. Er þeir komu heim fundu þeir Margréti þar fyrir ihún -hafði Ikomið ih-eim n-okkru áður yfirko'min af sorg og hræðslu og svo hinni löngu göngu allá nótt- ina fram og til -baka. En -er Ihún -sá -litla son sinn ibreiddi hún út faðminn á móti honum, og lét Jón Helga í faðm m-óður sinnar -og -sa-gði hann henni svo frá Lappa. Margrét lét s-on sinn strax á gólfið og fór til mannanna, -sem báru Lappa. H-ún grúfði sig nú ofan yfir hann og -lagði Ihandleggina um háls- inn á -honum og strauk honum og1 klappaði, og það féllu tár gleði og þakklætis af augum hennar ofan á -blóði-storkið hárið á Lappa. Svo var búið um Lappa ein-s vel og unt var og sár han-s þvegin og bundið um þau, og Margrét settist svo hjá honum og lét aðra hendina hvíla á höfði Lappa, en hina hafði hún um Iherðar litla Helga og horfði hugsi niður fyrir fætur sér um langa stund. Mennirnir voru sendir út aftur til þes-s að kalla á leitarfólkið Iheim aftur, með því að skjóta af byssu þriisvar sinnum, -og láta líða svo lítið á mil-li, sem að öllum hafði verið sagt áður en að þeir fóru af stað að ætti að merkja það, að Helgi væri fundinn; það var svo líka farið lengra út í skóginn og öðrum þrem skotum skotið, lef að- vera kynni að eitthvað af fólkinu -skyldi hafa verið Immið of langt til þess að geta -heyrt það að heiman frá húsinu. Lappi lifði upp frá því í mesta eftirlæti og lét Margrét aldrei fra'mar binda hann s-vo að hann gæti ekki verið með Helga, hann mátti vera með honum alla tíraa, hvort sem að var úti -eða inni, án þess að væri nokkurn tíma talað um að Helga gæti stafað hætta af honum. 0g Jón talaði aldrei um það vnelr að ibest væri að fara að lóga honum Lappa, og fékk Lappi að verða ellidauður. Gamli Helgi sat oft og horfði brosandi á er hann sá Margréti vera að -strjúka og klappa Lappa en hvað -hann hefir hugsað er ekki gott að segja. Tveim árum seinna létu þau taka mynd af Lappa og -Helga sitjandi -saman með dauðan úlf liggjandi ska'mt frá þeim, og síðar meir Iétu þau stækka hana og hengdu -hana upp í húsið sitt, og var Margrét alla tíma tilibulin að -segja öllum, s-em komu þangað,-' söguna af Lappa. , Th. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.