Lögberg - 04.09.1924, Page 4
Bl». *
LÖÍÍBERG, í IMTUDAGINN 4. SEPTEMIBER. 1924.
é
\ 1 Dogbcrg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., jCor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talaimari N-6327 og N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Otanáakrift til blaðsins: s THE OOLUMBIH PRESS, Ltd., Box 317Í, Wlnnlpog, Har). Utanáskrift ritstjórans: EOlTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»n.
The ‘‘Lögberg’’ ls printed and publlshed by ] , The Columbía Press, Llmited, in the Columbia ! Buildlng, 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manltoba. ;
i
Irsku málin enn.
Enn á ný bólar á ófriðarskýi, sem er aS draga sig
saman yfir hinni írsku þjóð, sem ef til vill hefir altaf
veriS þar, þó menn hafi ekki veitt því eftirtekt, síSan
aS hiS svonefnda samkomulag komst á meS þeim og
Englendingum meS þingsamþyktinni frá 1920, og svo
samningunum á milli íra og Englendinga frá 1922.
En í raun og sannleika er samkomulag og friSur ekki
komið á enn þá.
Það sem nú ber á milli á yfirborSinu er ósamkomu-
lag með merkjalínum á milli Ulster, norðlægustu hér-
aðanna á írlandi, og SuSur-írlands. ÞaS atriSi var
látiS bíSa, þegar samningurinn á milli íra og Eng-
lendinga var gerður og staðfestur og þá látiS í ljósi,
aS þaS væri aS eins formiS eitt, sem hér væri um að
ræSa og alt af væri hægt að uppfylla.
En nú lítur alt annaS en vel út með aS þetta
muni ganga af hljóSalaust. Sannleikurinn er sá, aS
viS þetta spursmál vaknar allur meiningamunur, alt
ósamlyndi og allur óskyldleikinn í menning, staShátt-
um og skoSunum upp á ný.
Ulster neitar aS setja mann í þessa landamerkja-
nefnd fen í samningunum var tekiS fram, aS Englend-
ingar skyldu velja einn, Irar annan og Ulstermenn
þann þriðja), en Ulstermenn segjast ekki vilja hafa
neina samvinnu í þessu eða öðru máli viS Sinn Fein
menn, og róa æsingamenn frá báSum hliSum aS því
öllum árum, að ekkert samkomulag verSi og samn-
ingarnir aS engu gerSir.
1 þeim parti landsins, sem Ulster nefnist, eSa
norSurhéruSunum sex, búa Bretar. Menning þeirra
er engil-saxnesk og þeir tilheyra prótestantisku
kirkjunum. Þeir þverneita að gjörast hluti hinn-
ar keltnesku þjóSar, íranna, sem fyrir sunnan þá búa
og tilreyra rómversk-kaþólsku kirkjunni.
Á hinn bóginn eru írar, eSá Keltarnir í suður-
héruSunum, jafn ákveðnir í því, aS vilja ekki samlag-
ast Englendingum. Sannleikurinn er sá, aS írar og
Englendingar eru í því einkennilega ástandi, aS geta
hvorki veriS saman né skilið. LandfræSilega eru þeir
svo settir, aS algjör aSskilnaSur er óhugsandi. En
menningarlega eru þeir svo ólíkir að ólíklegt er aS á
milli þeirra geti nokkurn tíma orSiS góS sambúS.
írar vilja, að Englendingarnir í Ulster víki og
Iáti landiS alt af hendi. “írland fyrir íra”, er
þeirra markmiS og hugsjón. Ekki hafa þeir samt
fariS fram á svo mikiS í þetta sinn. Það sem þeir
vilja nú fá af löndum Ulstermanna eru héruSin Fer-
managh og Lyone og borgin Londonderry, sem mundi
gera Ulster ómögulegt aS haldast við sem sjálfstæSu
ríki, eSa riki út af fyrir sig, og eru Ulstermenn meS
öllu ófáanlegir til þess að sinna slíkum kröfum. Hver
tndalokin verSa, er meS engu móti hægt aS segja um
fyrir fram.
------o------
Dr. C. B. Gohdes, LL.D.
í síSasta blaSi gátum vér um fyrirlestur Dr.
Gohdes frá Capital University í Columbus, Ohio, sem
hann flutti í Fyrstu lút. kirkjunni í Winnipeg. Nú
viljum vér gefa lesendum Lögbergs útdrátt úr hon-
um, bæSi sökufn þess, aS fyrirlesturinn var snjall og
svo líka sökum þess, að maSurinn, sem flutti hann, er
einn af leiSandi mönnum lútersku kirkjunnar í
Ameríku.
“Kærleik Krists og hans tólf postula prédikaSi
hann. En fyrst fylgdi hann dæmi þeirra sjálf-
ur.” — “Sveitarpresturinn”, eftir Chauser.
Framtíð lútcrsku kirkjunnar! — Dautt hlýtur
hjarta þess lútersks manns aS vera, sem ekki getur
gert sér hugmynd um kirkju reformaziónarinnar í
framtíSinni. Kirkju Lúters, Melanktons, Sener,
Franke, Gerhards, Geroks, Muhlenbergs og Krauth.
MóSurkirkju Norðurlanda, sem hafa tekiS í erfSir
vald Rómverja og list Grikkja; frummuS frelsisins,
sem gerði okkur 'mögulegt aS reisa bygSir og bú á
meginlandi Ameríku, meS því aS brjóta á bak aftur
páfavaldiS í Róm. Að slík kirkja ætti ékki að eiga
framtíð, og rétt til valda sem fara vaxandi og víkk-
andi, eftir því sem aldir renna? Og ef hin liðna saga
lútersku kirkjunn^r spáir nokkru um framtíS henn-
ar, ]>á er þaS aS hinar komandi kynslóSir fái aS njóta
verndar þeirrar, sem hún veitir.
Þey! Náðin getur tapast sökum sektar; og vald-
ið getur snúist upp í veiklun hjá kirkjunni eins og
])jóðunum. Vegsemd hennar getur orSiS endur-
hljómur liSinnar tíðar og takmörg sögu hennar
bundin viS þroska liSinna alda.
HugsiS um söfnuSina sjö í Litlu Asíu, sem sjálf-
ur drottinn himnanna aSvaraSi í gegn um þjón sinn
Jóhannes. Þeir voru stofnaSir af meiri mönnum, en
Lúter og Melankton, — hinum guSinnblásnu postul-
um. Voldugra orS var í þeirra eyra talaS, en þau,
sem Lúter átti ráS á, því þaS var guS sjálfur, sem
talaSi. AldaraSirnar höfSu ekki enn kastað skugga
sínum á krossinn á Golgat aog lamb guíte, er með blóSi
sinu galt fyrir syndir manna. En samt höfSu allir þeir
söfnuSir liSið undir lok nokkur hundruS árum eftir
aS Kristur hafSi til þeirra talaS í gegn um Jóhannes.
Hálfmáni MúhameSstrúarmanna reis upp í Asíu, þar
sem krossinn hafði staðiS. Og því? Sökum þess að
söfnuðir þessir, þó þeir héldu áfram aS bera kristiS
nafn, fylgja trúarjátningum og trúarsiðum, höfSu á
einhvern hátt glatað Kristi. Svo kastaSi guS þeim í
burtu frá sér, og þannig kom það fyrir, aS afkom-
endur píslarvottanna gjörSust áhangendur hinna sálar-
deySandi Múhametisku trúarbragSa.
Saga lútersku kirkjunnar í Ameríku er líka mikil
og glæsileg, guSi sé lof. Þó eru kapítular í henni, sem
vér getum ekki þakkaS guSi fyrir, því þaS er saga
einhvers eða einhverra, sem afglöp hafa gert. í hin-
um stærri borgum og hér og þar í sveitunum eru fjöl-
skyldur og einstaklingar, sem slitnaS hafa frá lút-
ersku kirkjunni og gjörst meSlimir annara kirkju-
deilda. HvaS sem því tapi líSur, þá væri unt aS um-
bera þaS, svo framarlega aS því fólki sé boSaSur krist-
indómurinn. En hvaS á aS segja, þegar hundruS og
þúsundir af fólki, sem alið er upp í lúterskum sið og
á lúterskum heimilum—i Þýzkalandi, Ameríku, Finn-
landi og í Skandinaviskum löndum—, tilheyra ekki
neinum kristilegum félagsskap, láta að eins berast með
veraldarstraumnum, þar sem djöfullinn ríkir? Á að
leggja sökina á herSar þessara óskabarna veraldar-
innar sjálfra? Þau vissulega verðskulda þaS. En
mundi vera ofsagt aS segja, aS. þaS er ekki sjaldan, aS
trúarþroski föSurs kemur ekki fram i syninum.
Bænarlaus lútersk heimili, veraldlega sinnaSir lút-
erskir prestar, heimili sem eru trúarlega sjálfum sér
sundurþykk, sökum þess, aS hjónin eru sitt á hvorri
trúarskoSun. AS hafa kristilegar athafnir um hönd á
máli, sem börnin ekki skilja. — Eg vildi óska, aS slík-
ar ástæSur hefSu aldrei átt sér stað, eSa komið fyrir
til þess aS eiga sinn þátt í aS fjöldi fólks hefir snúiS
baki viS trú og tilbeiSslu feðra 'sinna.
Nei, þaS er ekki meining vor, aS fordæma kirkj-
una, sem vér áttum heima í á æskuárum, tilfinningar-
laust; kirkjuna, sem vér elskuSum, hina dýrSlegu
reformazíónarkirkju. Kristur var ekki ábyrgSar-
fullur fyrir gjörSum Júdasar, eins af postulunum.
Kirkja reformazíónarinnar getur til sín tekið orS
Krists, sem töluö voru til safnaðarins i Efesus: “Eg
þekki verk yðar, athafnir og stöðuglyndi, og aS sam-
búS ySar viS vonda menn er óþolandi og að þú lézt
rannsaka málstaS þeirra, sem nefndu sig postula og aS
þeir voru þaS ekki, og aS þú hefir veriS staSfastur
og óþreytandi fyrir míns nafns sakir.”
Þetta er tímabil, sem kærleikur margra hefir
ekki að eins kólnaS á, heldur tala menn um veg trú-
arinnar, sem væri hann vegur hégilju ög hindurvitna.
Jafnvel í prótestantisku kirkjunni verSur vald ritn-
ingarorösins aS lúta í lægra haldi fyrir orðum mann-
legrar speki, sem meS yfirlæti ganga mann frá manni
þann stutta tíma, sem veldi þeirra varir, áSur en þau
sökkva í gleymskunnar haf. Innblæstri ritningar-
innar er neitaS, og guðdómi Krists; i mentastofnunum
landsins er kent, aS maSurinn sé ekki af guSi skapaS-
ur—í hans mynd, þó synd mannanna hafi spilt þeirri
mynd—, heldur sé hann afkomandi dýranna; aS hann
sé ekki frá guSs hendi runninn, heldur slími sjávar-
ins.
EySiIeggingarplága breytiþróunarkenningarinnar
hefir læst sig inn í hugsun manna á öllum sviöum.
ViS verðum varir viS undirgefnis tilhneigingu undir
þá skoðun í Ijóöum Tennyson’s; viS sjáum hinn gáf-
aöa Henry Drummond fara í gegnum sjálfan sig and-
lega talaS, til þess aS þóknast þessum Darwins skáld-
skap. Og viS verSum varir viS anga af þessum Dar-
winskenningum í bókmentum, sem efni og andi gjöra
oss nærri eins ómissandi og mat og dry'kk, svo sem’
“The Youth’s Companion”. Og þaS er ekki í svo
fáum prédikunarstólum í hinni sögulegu orþódoxu
kirkju, aS sannleikur þessarar breytiþróuriarkenningar
er meS þögninni samþyktur, og á þeim stöSum missir
orS gugs afl sitt og sannlieksgildi að'sama skapi.
viSvikjandi skaSa þeim, sem kirkjutrúin hefir
orSiS fyrir á þenna hátt, getur ekki veriS um mein-
ingamun aS ræSa. Syndin, sem arfgeng afmyndun á
hinni skapandi guSsmynd, hættir aS krefjast iðrunar
og yfirbótar, þegar Darwin og Haeckel- hafa útrýmt
fyrsta boöoröinu: “Eg trúi á guS fööur almáttugan,
skapara himins og jaröar.”
“Evolutionistinn” getur ekki litiS á syndin sem
sekt, er afplánast verSi með fórnarblóöi Krists.
Hann lítur á þaö sem byrjunarvott gæöa, innra styrk,
líSandi tímabil í hinni endalausu framför, sem allar
lifandi verur, hvort heldur þaS eru plöntur, dýr eða
menn, hafa hlotiS, er þær hverfa í hina eilífu, sólar-
lausu gröf, sem er endalok lífs þeirra, aS ööru leyti en
því, aS þau hjálpa til aS framlieSa úr iSrum jarðar
annaS blóm, annaS dýr, annan mann, sem stendur á
ofurlítið hærra stigi en þaS útdauða.
Darwins kenningin hefir sett vísindin, sem hún
hefir sveigt inn á sínar brautir, í beina mótsögn viS
kenningar spámannanna og Krists sjálfs um syndina.
Meö þroskun Darwins kenningarinnar, eru siö-
freSislög ritningarinnar burtu skafin, sem í liSinni
tiS hafa veriS vernd hreinleika einstaklinganna, dygS
heimilanna og valdhafa þjóöanna. Hér getur aS líta
þaS, sem hinir heiSnu guSlastarar nútímans kalla
helgireglur sínar:
I call Thee not Infinite Love,
For unbeloved vast millions go;
Nor infinite, Eternal Truth,
Since half our faiths from falsehoods flow.
I call Thee not Omnipotence—
Wfho still lets degradation be;
Nor yet Omniscience—else Thine eyes
Most vainly see!
I call Thee not Divine—if so
I must bow down to Thee in awe;
Nor unreletning Fate—nor more
Relentless Law.
I call Thee but the World’s Great Life,
Who art myself, and fight with me
The Spirit-ward immortal strife
For what should be.”
(Framh.J
Vinna.
RæSa flutt í Fyrstu lútersku kirkju 31. ágúst 1924,
af séra Birni B. Jónssyni, D.D.
Jesús svaraði þeim: Faðir minn starfar alt
til þessa; og eg starfa einnig-—Jóh. 5. 17.
í þjóSfélagi þessa lands veröur á morgun haldinn
sá hvíldar- og helgidagur, sem landsins tunga nefnir
I.abor Day. Dagur sá er helgaður verkamálum og
verkamönnum þjóSfélagsins, eSa, eins og nafniS ber
meS sér: vinnunni. ÞaS er ekki kirkjuleg hátíS, held-
borgaralegur tillidagur. Samt má þaS vel sæma kirkj-
unni, aS taka nokkurt tillit til dagsins. Hún og svara-
menn hennar fara margt spor óþarfara út úr götu
sinni, heldur en þó komiS sé viS á heimili vinnunnar.
Þar er líka aS ræða um nokkuS þaS, sem í rauninni
er guSleg fyrirskipun. Þaö er því ekki fariS út fyrir
réttmæt takmörk, þó rætt sé í kirkjunni um helgidóm
vinnunnar.
Eg veit ekki hvort okkur er þaS ávalt full-ljóst,
aS bæSi nauSsynin og skyldan aS vinna er frá GuSi.
Vinnan er hvorttveggja í senn: guSlegt náttúrulög-
mál og heilagt náðarmeSal. Fyrsta frásögnin, sem viS
höfum um GuS og mann, er á þá leiö, aS GuS er aS
kenna manninum aS vinna. Skaparinn hefir farið
meS manninn út í garS og er að segja honum fyrir um
þaS, hvernig hann eigi aS vinna í garSinum. GuS
hafSi skapaS manninn og gefiö honum þá eSlis-nauð-
syn, að vinna fyrir sér. Þar er eSlisgöfgi mannsins á
hæsta stigi. Hann finnur hjá sér nauSsyn og hann
finnur hjá sér þrótt til aS vinna fyrir sér. Hann
stígur því fagnandi fram til þess að njóta þessarar
meSsköpuSu blessunar. í vinnunni átti hann að finna
æSstu blessun síns jarSneska lífs.
MaSurinn kom í heiminn til þess aS vinna. MaS-
urínn er verkamaöur.
En ógæfa verkamannsins hófst snemma. Hann
henti fljótt þaS slys, að slíta samvinnu viS GuS. Hann
óhlýSnaðist vinnuboðorSunum í aldingaröi lífsins.
ÞaS er syndafalliS, sem myndin er af í biblíunni.
Þó hegningin væri þung, sem á manninn var lögS,
þá var honum sýnd sú mikla mildi, aS hann mátti
vinna, hann mátti neyta brauSs i sveita andlits síns,
hann mátti halda því af guSsmyndinni, aS vera verka-
maSur.
Því GuS er verkamaSur.
“FaSir minn starfar ('erfiSar, vinnurj alt |il þessa,
Og eg starfa einnig”, sagSi Jesús, sonur GuSs.
Heimurinn er sýnishorn af handaverkum GuSs.
Ef GuS hætti aS vinna, þá fölnaði hvert blóm á jörSu,
skrælnuöu allir ákrar, eyddust allir ávextir. Þá væri
hvorki sólskin né regn. Þá væri ekkert.
Og GuS er sí-starfandi í okkur mönnunum. Frá
GuSi kemur okkur mönnunum kraftur til aS. vinna.
Tilgangi sköpunarinnar og tilgangi forsjónarinnar yrSi
ekki náS, ef GuS og menn ekki gengju aS verki sam-
an. Þegar við vinnum, þá erum viS samverkamenn
GuSs. Leggi hugur manns eða hönd niður verk sitt,
þegar á þarf aS halda, þá er skaparinn svikinn í sam-
vinnunni.
Eitt af því marga aSdáanlega í fari Jesú var það,
hversu vinnugefinn hann var. Hann gat aldrei veriö
aSgjörSalaus. Vinnan var yndi hans. Og það sem
því olli, aS Jesú var svo mikiS yndi af vinnunni, var
þaS, aS hann vissi sig verkamann GuSs. HvaS sem
hann hafSist aö, þá var það GpSs verk. “Mér ber að
vinna verk þess, sem sendi mig,” sagSi hann jafnan.
Eg held það hafi átt við öll verk hans. Eg heU það
hafi átt viS smíSavinnu hans í smáþorpinu í Galíleu
engu siSur en lækningar hans og prédikunarstarf. .
Mér skilst því aS eitt af því, sem hvaö helzt tilheyrir
því aS vera kristinn maSur, sé þaS, aS vinna vel, og
vinna öll verk sín frá því sjónarmiSi, aS maður sé aS
vinna fyrir GuS, — sé vinnumaöur hjá GuSi.
Öll vinna er jafn-göfug og jafn-rétthá. Okkur
hefir hætt viS aS álíta eina vinnu “finni” en aöra. Það
er al-rangt.
Sumum þeim, sem sjálfir eru einungis vanir lík-
amlegri erfiöisvinnu, hættir viS að lítilsvirSa vinnu
þeirra, sem vinna andleg störf. Sannleikurinn er, aS
sú vinna, sem mest reynir á huga manns, er þó erfiS-
ust. Vísindamenn, sem slita taugar sínar viS rann-
sóknar-störfin; hugvitsmenn, sem brjóta heilann um
nýjar uppfundingar; liátamenn, sem Ijá tilfinningar
hjarta síns i þjónustu fegurðarinnar; kaupsýslumenn
og iðnaSar-frömuSir, sem ryöja brautir verklegra
framfara, stjórnvitringar og stórmála-leiötogar, —
þeir allir, og aSrir þeim líkir, eru sannkallaSir erfiðis-
menn, ekki síður en hinir, sem vinna meS höndum.
Á hinn bóginn er þaS algengt, aS lítilsviröa lík-
amlega arfiSisvinnu og óbrotna verkamenn. Sannleik-
urinn er samt, að líf sitt og vellíðan á þjóSfélagiS þeim
aS þakka, sem á sig leggja þrautir hins þyngsta erfiS-
is. ViS þau kjör hafa feSur vorir og mæSur oftast
búið. Þeim og þeirra minning sé lof og heiður! ÞaS
hefir komiS fyrir mörgum sinnum, aö mér hefir
runniS í skap viS ungt fólk, sem eg hefi átt aS gifta.
Eins og margir vita, þarf presturinn að færa inn í
skýrslu-form það, er landsstjórnin leggur fyrir, margs-
konar upplýsingar um hjónaefnin, meðal annars, hver
atvinna Jæirra hvors um sig, sé og lík hverrar stéttar
faSir þeirra hafi veriö. Þegar aS því hefir komiS, að
segja til um stöSu föður síns í mannfélaginu, hefir
margur svaraS niðurlútur og skömmóttulegur:
“Hann var bara bóndi”; eSa: “hann var bara verka-
maSur.” Þá hefir mig tneð sjálfum mér langað til aS
gefa brúðgumanum eða brúðurinni, sem þannig hefir
svarað, utan undir, þó eg hafi neitað mér um þaö, af
því mér hefir skilist, að þaS ekki fari vel á því á svo
hátíSlegri stundu. Bara bóndi! Bara verkamaSur!
Eins og nokkuS sé meira og virSulegra en þaS, aS hafa
átt aS föSur hraustan starfsmann, mann, sem með
hreinum höndum hefir grafið gull úr náttúrunnar auS-
uga skauti og arfleitt börn sín aS hraustum líkama
þar sem drenglynd sál skyldi búa Eg vildi, aS eg
þyrfti aldrei að heyra þau orS framar: bara bóndi—
bara erfiöismaöur.
IleiSufsmenn og hefðarfrúr, sem úr öðrum lönd-
um sækja okkur heim, furöa sig á því, aS hér í Ame-
riku vinni húsmæðurnar sjálfar hússtörfin. Margt
má aS okkur finna og mikiS vantar enn á góða ment-
un og siðfágun hjá okkur, en heiður og þökk sé ame-
rískum konum og húsmæörum fyrir vinnuna. MeSan
svo er, veröur þjóöin hér hraust og tápmikil. Fremur
en í öðrum löndum er í þessu landi vinnan talin kon-
um sem körlum hinn mesti heiður.
“Hér er starfiS skærara’ öllum skrúSa,
skýrast aðals-merki snót og hal”—
svo sem Einar Kvaran kvaS.
Liklega hefir meö enga GuSs gjöf verið fariS
jafn illa eins Og vinnuna. Frá upphafi vega hefir
syndin veriS á hælum hennar. ÞaS varS snemma, aö
ofbeldi einstakra ofurmenna náöi að leggja alþýSuna
undir sig og taka vinnu annara í sjálfs sín þjónustu.
Meiri hluti fólks varð í ÖndverSu aS þrælum. Þegar
horft er til baka yfir sögu mannkynsins, ofbýöur
manni ekkert jafnmikiS og það, hversu lengi þeim fáu
hefir auSnast að undiroka þá mörgu. Saga síöari
alda hefir í aSalefni ekki veriS annaö en lýsing þess,
hvernig undirokuS alþýða hefir brotist um til þess að
komast úr bóndabeygju ofbeldisins. ÁnauSin hefir
verið meS mörgum hætti. Út í þá ömurlegu sálma skal
nú ekki fara, nema einungis drepa á ánauS þá, sem
vinnulýðurinn hefir lengst af búið viS. Vinnan er þaö
útsæði, sem auðurinn sprettur af. Fjöldinn hefir lagt
til útsæöiS, en tiltölulega fáir hafa safnaö mestri upp-
skerunni. AuSurinn lenti í fárra hendur og fjöldinn
bjó viS fátækt. Út af þessu reis hin sára barátta
milli stétta mannfélagsins. Oft hefir gremjan út af
kjörum aumingjanna undirokuöu leitt menn lengra,
en góðu hófi gegnir. Varla er nú sú iðnaðargrein né
sú kaupsýsla nær eSa fjær, aö ekki komi fram viS
hana áhrif af kenningum Karl Marx. En þeir, sem
sárast kynnu aS kvarta undan þeim áhrifum nú, gerðu
vel í því, aS setja sig í hans spor, þá hann barðist
fyrir lífi konunnar sinnar og helsjúks bamsins síns,
sjálfur nær hungurmorSa, í hreysinu í London. HefSi
mannfélag þeirrar stórborgar þá haft GuS sér dálítiS
nær og grimd auðvaldsins veriS nokkru minni, þá
hefSu hásætin nú ef til vill ekki skolfiS eins og þau
skjálfa fyrir kenningum Karls Marx.
ÞaS var í einhverju blaðinu frá íslandi skýrt frá
því nýverið, aS fram aS síöasta mannsaldri hefði
verkafólk á ættjörS vorri ekki veriS þaS lengra komiS
burt frá ánauSinni, en aS hver verkamaður var meS
lögum knúður til aS selja sig árlega, árlangt, ellegar
sæta sekt, vildi hann vera frjáls um verzlun á vinnu
sinni.
Þeir sem komu á þessar stöðvar fyrir 35—50 ár-
um, framandi menn og fákunnandi, fengu að kenna á
því, hve þá var harður hnefinn “bosanna”, sem stóSu
yfir veslings “löndunum” í skuröunum. Verkamenn
áttu á þeim árum ekki sjö dagana sæla.
Á engu svæði mannfélagsins hefir orSiS á síSasta
mannsaldri jafnmikil gjörbreyting eins og á svæSi
verkamálanna. Kjör verkamanna eru alt önnur nú en
var. Sjálfum verkamönnunum er þaS aS þakka.
Samtök verkamanna alls staðar í heiminum er, ef til
vill, merkasti þátturinn í sögu samtíðarinnar. Aö þau
samtök sé í sjálfu sér réttmæt, því neitar, nú orSiS,
varla nokkur heilvita maður. Um framgang verka-
njanna-samtakanna þarf ekki framar vitna við. Varla
verSur bent á annaS undursamlegra í sögu mannkyns-
ins, en þaS, sem nú er nýskeS, aS foringjar verka-
manna og alþýöu-flokkanna í stórlöndum NorSurálfu
urðu til þe'ss, að leíSa loks til lykta vandamál álfunn-
ar og skapa nýja lífsvon í brjósti alls mannkynsins.
Þó heita megi, aS verkalýður hafi nú komiS ár
sinni allvel fyrir borö, og samtök verkamanna séu
sigursæl, þá er vinnulýðurinn samt í hættu staddur.
Blættan stafar verkalýðnum nú af sjálfum sér. ASal-
mein verkalýðsins er fúsleiki hans til aS láta blekkj-
ast af æsingagjörnum og heiftræknum leiðtogum.
Einatt mætti verkalýSurinn biðja Guö—-eins og spæk-
ingurinn foröum—að varSveita sig fyrir vinum sín-
um; fyrir óvinum sínum getur hann nú varSveitt sig
sjálfur. VerkalýSurinn hefir nú fengið völd mikil og
fær meiri völd aS líkindum. Um aS gera að hann þá
beiti valdi sínu meS meiri réttvísi, en þeir, sem hann
hefir barist á móti. “Borgaraflokkurinn” í Englandi
(Bourgeoisie) náði aS brjóta lénsmennina og aöals-
ánauðina á bak aftur, og þótti þá himininn höndum
tekinn. En meS “borgurunum” hófst svo hiS nýja
tímabil stóriSnaðar og auSvalds, sem verkalýSurinn í
Englandi og Ameríku hefir háS strið viS. VerSa nú
verkamenn auSmönnunum réttlátari, þegar þeir ná
völdum? ESa munu þeir líka nota vald sitt einungis
til eigin hagsmuna, beita ofbeldi og okra meS vinnu
sína, eins og fjárplógsmenn okra meS auS sinn? GuS
varSveiti verkalýSinn frá þeirri synd.
VikiS var aS því áður, aS ógæfa mannanna staf-
aSi af því, að menri hefðu slitiö samvinnu viS Guð.
Vinnan er helgidómur, sem skapari mannanna hefir
gefið þeim. En hún verSur ávalt ógæfunni undirorp-
in, ef ekki er samvinna. Mennirnir eru skapaSir til
félagslegrar sambúSar. Þeim vegnar ekki vel, nema
svo, að þeir séu í samvinnu hver meS öðrum. Vor öld
hefir auðkenst af samkepni, en ekki samvinnu• Sam-
kepni í hófi hefir sína kosti, en hóflaus samkepni
steypir mannfélaginu í glötun. Hóflaus samkepni á-
gjarnra manna hefir þegar leitt mannfélagið út á gjár-
barm glötunarinnar. Ekkert fær frelsaö mannkyniö
nú annað en andi mannkyns frelsarans, sá andi bróS-
ernis og mannkærleika, sem Var í Jesú Kristi; ekkert
annaS en sá heilagur andi, sem leiöir menn til ástúS-
legrar samvinnu i hversdagslegum og jarSneskum
efnum.
Samvinna milli manna kemur ekki nema fyrir
samvinnu mannanna við GuS. GuSleysi er undirrót
allrar óhamingju. Ef viS e'kki höfum GuS i verki
meS okkur, veröur vinna okkar, hver sem hún er, okk-
ur aS óláni, en ekki hamingju. HVort sem er um and-
lega eöa líkamlega vinnu aö ræöa, blessast vinnan
aldrei, nema GuS sé meö. Sumir geta ekki haft GuS
með sér viö vinnu sína. Þeir sem eru prettvísir og
þeir, sem svíkjast um, geta ekki haft GuS með sér.
En þeirra vinna verður þeim sjálfum til ógæfu.
Enginn hlutur veitir manni jafn mikla ánægju
eins og vinnan, þegar rétt er meS hana fariS. En, vel
aS merkja, sú ánægja kemur að eins fyrir þaS, að viö
getum ávalt sagt, þar sem viS erum viS vinnu okkar:
"Mér ber aS vinna verk hans, sem sendi mig.” Viö
þurfum ávalt aö vera þess fullvís, aS viS séum aS
vinna Guðs verk. ViS þurfum aS geta beðiS GuS aS
blessa vinnu okkar. Því án blessunar Guös njótum
viö aldrei gleöi af vinnunni.
Guð blessi ykkur öll, sem samvizkusamlega vinniö
ykkar daglegu störf. Eg óska, að þiS getiS öll sagt
eins og frelsarinn: “Faðir minn starfar alt til þessa;
eg starfa einnig.” Eg óska ykkur gleSilegrar sam-
vinnu viS GuS og hver viö annan.
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér hafið ekki þegar Sparisjóðsrelknln>r, þá getið þér ekkl
breytt hyggilegar, en að leggja peninga yðar inn á eitthvert af vor-
um næstu útibúnm. par bíða þelr yðar, þegar réttl tímlnn kemur tíl
að nota þá yður til sem mests hagnaðar.
Union Bank of Canada heflr starfað í 58 ár og hefir á þeim tima
komið upp 345 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðum yður lipra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér
gerið mikil eða lítil viðskifti.
Vér bjóðum yður að hclmsækja vort næsta tjtibú, ráðsmaðurinn
og starfsmcnn hans, munu finna sér ljúft og skyit að leiðbeina yður.
írTIBÚ VOR EUU A „
Sargent Ave. og Slierbrooke Osborne og Corydon Ave.
Portage Ave. og Ariington T.ogan Ave og Sherbrooke
Portage Ave, og Good St. og 9 önnur útibú i Winnipeg.
AÐAJÆKRirSTOFA: •
UNION BANK OF CANADA
MAIN and WIBBIAM — — WINNIPEG