Lögberg - 04.09.1924, Blaðsíða 5
LöCriSEKG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER. 1921
Þrír draumar.
Halldórs Bjarnasonar
frá Litlu-Gröf.
II.
ÁriÖ 1873, nóttina á milli hins
19. og 20. febr., dreymdi mig þenn-
an draum:
Eg þóttist úti staddur einhvers-
staÖar.nálægt Haugum í Stafholts-
tungum, helzt a<5 mig minnir þar
nærri bænum. Þá þótti mér Run-
ólfur sál. Jónsson frá Haugum, er
druknaði á næstliðnu hausti, koma
til min einhversstaöar aÖ, þó ekki
úr bænum, og heilsa mér mjög blíS-
lega, og eg honum aftur á móti meS
miklum fögnuSi, sem mér framast
var unt, og jók það undrun mína
svo mjög,að eg mundi glögt, aÖ
hann var horfinn aS sýnilegum ná-
vistum, og áleit því strax, aS þessi
fundur okkar væri á einhvern hátt
yfirnáttúrlegur, ekki sízt, þegar
eg virti fyrir mér ásýnd hans og
viðmót, sem hvort fyrir sig var svo
fagurt og yndislegt, aÖ þótt öllum,
sem hann þektu áður, félli þetta
hvorttveggja vel í geS, þá mátti það
þó svo heita, að þetta hvort fyrir
sig hefSi veriS ógeSfelt og stirt, hjá
því sém það nú var. Kom það mér
fljótt til að ávarpa hann þessum
orSum:
“Ó, hvaS óvænt er inndæli það,
að eg skuli fá þá ánægju að sjá
þig, góSi vinur minn, og þitt undr-
unarfagra útlit, sem hlýtur að koma
af þeirri óumræSilegu sælu, er þú
nú nýtur á landi hinna lifendu, eða
er ekki svo ?”
Þá þótti mér hann svara: “Jú,
sannarlea getur þú rétt til, vinur
minn; sú unun, er eg hefi nú hlot-
iS, er í öllum greinum fullkomnari
og svo undrayerð og óskiljanleg
þeim, sem á jörðu búa, að ómögu-
legt er, aS þeir geti fengið rétta
hugmynd um þaS, þó þeim væri frá
því skýrt, fyr en þeir sjálfir reyna
þetta sælufulla ástand. Eg get ann-
ars sýnt þér dálitla bók, sem eg
hefi meðferðis, svo sem til merkis
um þaS, hvað óskiljanlegt þaS er
þeim, sem á jörSunni eru, hvað eitt,
sem fram fer í þessum unaðar-
heimkynnum.”
Eg tók við bókinni, og skoSaSi
hana, og var hún í litlu broti, en
mjög þykk, með dökkleitum spjöld-
um, en öll blöðin voru íbrún-rauð,
en letur og myndir í bókinni voru
mjög margar, og mér svo óskilj-
andi, að þótt eg skoSaSi þær, þekti
eg ekki nema fáar þeirra. Víða
voru ýmsar mannamyndir, kross-
myndir og myndir af höfuðkúpum
og mynd af sigS dauðans. Fleira
af öllum þeim myndafjölda, sem
þar bar fyrir mig, þekti eg ekki.
Eeturmyndir'voru þar fjöldamarg-
ar, en eg þekti ekki eina einustu.
Eg hefi aldrei séS neitt letur því-
líkt. Þegar eg var búinn litiS eitt
að virSa fyrir méf bók þessa, fékk
eg hana vini mínum aftur og sagSi
honum, að það væri ekki fyrir mig
að hafa not af þessari bók. Hann
sagði:
“Eg sýndi þér hana ekki í því
skyni, heldur til þess, sem eg áSur
gat um við þig, aS þú sæir, hvaS
undrunarverSum umskiftum eg
hefi tekiS síSan viS skildum; þvi
nú veit eg til hlítar pýSingar allra
þessara mynda, sem hún hefir að
geyma, og þekki fullkomlega allar
þær leturrtegundir, sem á henni
eru, Eg hefi hér líka aSra bók,
hinni miklu marbreyttari, sem eg
hefi enn nú ekki þurft að halda á,
en er þegar búinn að þekkja til
hlítar, sem eg sé því síður gagn í
að sýna þér. En fyrst þú, vinur
náSir viðræðu við mig, vil eg í sem
fæstum orðum segja lítiS eitt af
mínu inndæla ástandi á landi lífs-
ins og ununarinnar, þaS, sem eg
veit þú helzt getur skiliS; en fæst
er þér þar skiljanlegt, fyr en þú
færS sjálfur að reyna þaS.”
Þá greip eg fram í óþolinmóður:
"Ó, að þaÖ yrði sem fyrst!”
Þá sagði hann með blíSu:, en þó
meS alvörusvip: “Enga óþolinmæði,
vinur; láttu þér nægja aS bíSa ró-
legur og halda þér fast viS veginn,
þangað til þú verSur kallaður, og
svo ætla eg að segja þér það, er eg
hét þér:
“Þegar eg kom í þann ununar-
staðinn, sem eg nýt sælunnar í, var
eg leiddur fyrir minn elskulega
frelsara, og stóS eg þar að eins
augnablik sem frá mér numinn af
undrun og fögnuði af þeim fegurð-
arljóma, sem leiftraSi kring um
mig; en i því sama vetfangi leit
frelsari og lífgjafi minn til mín, um
leiS og hann sagSi mig velkominn,
meS svo mikilli blíðu og óumræSi-
legri hátign, að eg við þetta tillit
hans og ávarp fékk þetta útlit, sem
eg nú hefi, og fullkominn skilning
og andríki til þess að færa honum
hjartanlega lofgjörð og þakklæti
fyrir frelsi mitt, með þeim orSum,
sem mér, meðan eg dvaldi hér á
jörðinni, hefSi veriS ómögulegt af
vörum mínum fram aS mæla, SíS-
an var mér visað í flokk, hvar í
voru nokkrir fyrir af áður heim-
komnum vinum mínum, og urðum
við tólf saman í flokki og einn
flokksfyrirliði fyrir. Var eg strax
tekinn fyrir hans aðstoSarmann.
Af öllum þeim undraskara, sem eg
hefi litið, eru ætíð tólf saman í
flokki og einn flokksfyrirliSi fyrir
hverjum og einn aSstoðarmaSur;
ekki í þeirri merkingu, að fyrirliS-
inn þurfi aSstoðarmann, heldur til
að verSa fyrirliði fyrir nýjum
flokkum, sem koma í þenna sælu-
stað, þúsundum saman á hverjum
degi. Til dæmis, þó eg sé aðstoS-
armaSur, verð eg innan fárra daga
flokksfyrirliSi, bg viS þessa þjón-
ustu hagnýtist bókin, sem eg sýndi
þér, og hin er eg gat um við þig.
“Frammi fyrir Guðs hátgn og
frelsara mínum standa óteljandi
þúsundir af þessum flokkum á
hverri stundu á víxl; en þó hverir
tólf saman út af fyrir sig, með litlu
bili á milli. En hvað margar þús-
undir, sem standa i einu framnii
fyrir guSdóminum af flokkum þess-
um, þá sýnast allir jafn ánægðir,
og allir horfa á guðdóminn í einu,
og hann í einu til þeirra allra. Allir
þessir flokkar færa GuSi og frels-
ara vorum lofgjörS og þakklæti
með svo undrunarfullum og hljóm-
fögrum söng, aS hinir fegurstu
hljóSfæraslættir á jörðinni geta
ekki komist í nokkurn samjöfnuð
við þetta. . Fyrir þessum lofsöng
ráða fyrirliSarnir, með svo undrun-
arverÖri sameining og samhljóSan.
og taka allir flokkar undir með
þeim.
Það er tvisvar á hverju dægri,
sem minn flokkur kemur fram fyrir
hásæti guSdómsins, eða kveld og
morgna; ekki í þeim skilningi, að
þar sé kvöld eða morgun,—þvi þar
er eilíf uppljómun og sífelt ljós og
líf, — heldur er þaS meiningin, að
þar er tímatal vissum reglum bund-
iS. í hverF skifti, sem gengið er
fram fyrir hásæti guðdómsins, öðl-
ast þeir, sem hann líta, nýtt fjör og
nýjan vísdóm til að lofa Guð og
'víSfrægja hans dýrð, svo áð veran
í þessum sælustað, er sífeld lífgan
og uppljóman Drottins nálægSar.
Milli þess, sem við komum saman
fram fyrir hásæti hans, erum viS
að skoða og dást að guðdómsins
dásemdarverkum, og mundi á jörð-
inni þurfa mörg ár til að skoSa það
til hlítar, sem viS getum skoðaS
hér á einum degi, og gerir það bæði
sá skarpi skilningur og að líkami
okkar,. eða réttara sagt líkama-
líking, er svo flughröð, að í þessari
unaSarfullu skoðun verSur svo
miklu til vegar komið, og er það þó
einungis eilífðin, sem endist til þess
GERIÐ HREINT FYRIR
YÐAR DYRUM
er farið að líða á seinni hluta ársins,
og Lögberg, eins og önnur blöð, þarf að
fá sitt, ef það á að geta haldið áfram aðkoma
á heimili yðar.
Það eru því vinsamleg tilmœli vor, að
þér úr þessu farið að gera hreint fyrir yðar
dyrum með því nú þegar að borga fyrir
blaðið og að þér takið innköllunarmönnum
vorum vel þegar þeir koma að finna yður,
eða senda borgunina beint til skrifstofunnar.
Dodds nýrnapillur eru besta
nýrnameðalið. Lækna og gigt bak-
verk, ihjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, sem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá ölluvn lyf-
sölum eða. frá The Dodd’s Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
að yfirlíta til hlítar öll dásemdar-
verk Drottins, nefnilega af því að
hvorttveggja er svo óþrjótandi. í
þessum sælunnar heimkynnum get-
um við líka skoðað nokkurs konar
land, sem er svo inndælt, að feg-
ursti landspartur, sem til er á jörð-
inni, getur ekki komist i neinn sam-
jöfnuð við þetta land, sem með
sanni má kalla land lifandi manna.
Þar leiðir hin undrunarfulla nátt-
úra fram ýmsa aðdáanlega og mjög
ilniandi ávexti, og er ilmur þeirra
svo ágætur, að við hann eykst okk-
ur nýr skilningur og við nautn
þeirra nýtt fjör og athugi að yfir-
líta unað þessa lands, þó er það
svo mikill geimur, að það er eilífð-
arinnar ætlunarverk að skoða það
fullkomlega. Fyrirliðar okkar ráða
því fullkomlega, hvað tekið er fyrir
i hvert skifti að skoða af framan-
töidum guðdónisins dásemdarverk-
um; en ekki þarf neina yfirstjórn
til að hakla vissri reglu á milli
flokkanna, eða þeirra fyrirliða, þvi
svo er vizkan, elskan og friðurinn
samtaka hverju einu, að það, sem
sá eini vill, það vilja allir, því, það
er alt vilji guðdómsins.. —
“Af þeásu litla, sem eg hefi sagt
þér, vinur minn, þá getur þú einnig
séð og skoðað og fengið hugmynd
um7samkvæmt þvi, sem þér er kent
í þinum trúarbrögðum, hvað á-
stand frelsaðra manna er ómetan-
lega sælufult í heimkynnum dýrð-
arinnar.”
Eftir þetta þótti mér vinur minn
hætta tali sinu við ‘mig, og eg sett-
ist þá niður og mér þótti vinur
minn gjöra það líka með mér.
Gerði eg þá bæn mína til Guðs á
þessa leið:
“Alls ráðandi, góði Guð, eilífi
miskunnsemdanna faðir, fyrir þitt
allsvaldandi auglit fell eg hér fram,
auvirðilegur og fávís maður, og af
hjarta færi eg þér auðmjúka þakk-
ar gjörð fyrir alla þína óumræði-
legu föður handleiðslu á mér, frá
byrjun mins lífs til þessarar dýr-
mætu gleðistundar ;^DÍn náðuga föð"
ur umhyggja fyrir minni andlegu
og eilifu velferð, hefir verið ó-
þreytandi, þú hefir af ríkdómi náð-
ar þinnar upplýst mig með þínu
blessaða lífsins orði, sem hefir kent
mér að þekkja, elska og aðhyllast
])ig; kraftur þíns heilaga orðs hef-
ir verið mér stöðugur og traustur
fylgjari í ýmsu andstreymi míns
mæðusama lífs. — Þú hefir enn
fremur af þinni óumræðilegu elsku
sent þinn elskulega son í heiminn
til að borga fyrir mig þá óbærilegu
sekt, sem eg upphaflega var fallinn
í, og hefi daglega bætt við með mín-
um mörgu syndum, og þú hefir
veitt hér þá náð, minni mæddu sálu
Hvert heimili þarf
Þetta eru beztu, hreinustu og á
byggilegustu smyrslin við hvers
konar húðsjúkdómum, sem um er
að ræða. Það stendur á sama hvort
um er að gera brunasár, sprungur
skurði eða annað því um líkt, togn-
un eða bólgu, Zam-Buk er lang
vissasta meðalið.
Zam-Buk smyrslin ganga fljótt
inn í hörundið. Þau hreinsa, fegra
°g græða húðina á ótrúlega stutt-
um tíma, og eiga ekkert skylt við
hin venjulegu smeðjukendu smyrsl
The Columbia Press, Limited
Cor. Sargent og Toronto St. - Winnipeg
50C. askjan, 3 fyrir $1.25, hjá öll-
um lyfsölum eða hjá Zam-Buk Co.,
Toronto.
Alveg fyrirtak fyrir
HIID - S JÚKBfiMk
til hugsvölunar, endurnæringar og
trúarstyrkingar, að mega ganga að
þíns elskulega sonar náðarborði og
meðtaka þar í trúnni hans líkamæ
og blóð, og heyra mér boðaða kvitt-
un synda minna í Jesú nafni, og
enn fremur, vafalaust að þinni
guðlegu ráðstöfun á mér, á óskilj-
anlegan hátt, gefið mér í þetta
skifti tilefni til að hugfesta þá ó-
umræðilegu sælu, sem þín trúlyndu
börn njóta hjá þér í dýrðarinnar
heimkynnum; ekki af þvi, að eg
hafi ekki áður haft tækifæri til að
þekkja af þinu blessaða orði þá
sælu, sem þú ætlar börnum þínum,
heldur vil eg taka þetta sem hverja
aðra bendingu frá þinni mildiríku
föðurhendi, sem uppörfun til að
kosta kapps um að laga mitt líf eft-
ir þínum vilja. Ó, að alt mitt líf
héðan af væri sífeld umgengni við
þig og þinn elskulega son, með lof-
gjörð og þakklæti, bæn og trú, og
stöðugri undirgefni undir þinn
blessaða vilja. — Alt hvað andar-
drátt hefir lofi þitt heilaga nafn.
—Amen.
Þar á eftir söng eg versið:
“Góður er Guð í allri átt”,
og að því búnu vaknaði eg.
—H eimilisblaðið.
T?eir Kristar, tvö fagn-
aðarerindi.
Tímaritið “The Literary Digest”
21. júní þ. á. flutti frásögu um frá-
hvarf biskups Williamls Montgom-
ery Brown oig segir um leið að
fráhvarf Ibiskupsins bafi vakið
næstum því eins mikið umtal haf-
anna á milli eins og olíumálið al-
ræmda.
Þessi biskup kemur nú fram a
áttræðis aldri sem eins konar Páll
fyrir nýtt fagnaðarerindi og boð-
ar hiklaust nýjan “Krist. Fagnað-
arerindi hans er að vísu ekki al-
veg nýtt, en hann kemur hugsun
margra seinni tíma mann fyrir 1
örfáum orðum, sem hiklaust kunn-
gera það, sem margur hefir borið
á borð fyrir almenning í hálf-
gerðu rósamláli. Biskupinn segir,
að “heimsins einasti frelsandi
Guð sé þekkingin, iþað sé enginn
annar Krista,- hvorki á himni eða
jörðu.”
Svo það eru tveir Kristar og tvö
fagnaðarerindi, sem hinum kristna
og mentaða heimi er nú boðað.
Iþað er Kristur þessa biskups og
Kristur biblíunnar. Því hefir ver-
ið spáð að þeir mundu báðir birt-
ast á síðustu tímum. Postulinn
segir um Krist biblíunnar: “Þvi
föðurland vort er á himnum, og
frá himnum væntum vér frelsara,
drottins vors Jesú Krists, hans
sem mun breyta lægingarlíkama
vorum í sömu mynd og dýðarlík-
ami hans hefir, ftir Iþeim krafti
að hann getur lagt alt undir sig.”
Fil. 3 20.
J •
ISpámaðurinn Daníel spáði um
komu Krists biskupsins: “En þú,
Daniel, halt þú þessum orðum'
leyndum og innsigla bókina, þar
til er að endalokunum líður. Marg-
ir munu rannsaka ihana og þekk-
ingin verða mikil.” Dan. 12, 4.
Orðið, sem biskupinn notaði var
einmjitt þekking, enska orðið
“Knowledge” og ritningargreinin
er á hans máli svona: “Many shall
run to and fro and knoweldge
shall be increased.’’ sem verður
orðrétt þýtt á íslensku: Margir
munu hlaupa til og frá og þekk-
ingin vaxa.”
Þetta er nú einmitt það, sem á
sér stað á vorum dögum, mann-
elskjurnar þeysajst til og frá og
þekkingin fer vaxandi með hverj-
um degi, já svo vaxandi að jafnvel
sumir elstu þjónar kirkjunnar
koma nú fram og staðhæfa að hun
sé heimsins einasti frelsandi Guð
og að enginn annar Kristur sé til
hvorki á himni eða jörð.
Mentaði heimurinn skiftir sér
nú í tvær stórar heildfr í andleg-
um efnum, annar parturinn fylgir
Kristi biblíunnar en hinn partur-
inn Kristi biskupsins. Báðir þessir
Kristar lofa lærisveinum sínum
miklu, lofa að binda enda á stríð
og blóðsútlhellingar og semja var-
anlegan frið, stofnsetja glæsilegt
friðarríki að reisa við þennan
fallna .heim. Hivorugur þeirra hef-
ir lo'kið við verkið en án efa verð-
ur, það gert í náinni framtíð. Hvor
þeirra mun nú reynast sannorður
og bera algerðan sigur úr býtum?
Vér iviljum nú bera þessa tvo
saman og áhrif þeirra. Kristur
biskupsins er að sönnu bjartur,
en hann er alveg kaldur. Kristur
bibliunnar er bjartur en líka heit-
ur. Það er ylurinn, sem lífið gefur.
Vlsindin eru björt en köld. Væri
®ðl vor aðeins björt en ekki líka
heit, mundi hún vera ónóg þessari
j*ðrðu. Kristur biskupsins — vís-
indin hafa ekki vermt hjörtu
mannanna, þau hafa öll fremur
gert þau köld, fylt þau hroka,
valdfíkn, sjálfselsku, valdið sundr
ung, brotið niður virðingu manna
fyrir því ailra helgasta, skapað
vantrú og efasemdir, sem hjúpa
mannshjartað vonleypis myrkri
svo að kuldi dauðans fær ríkt þar.
Kristur biblíunnar hefir kveikt
líf og vl í hjörtunum. Þar um
;rfóSmrfyUrtþauaUd?Megum
nr.srrssÆ
ur og gleði hefir ríkt þar, hlyr
hugur og ástarþel til alka.™
lotning fyrir Guði og helgidomum
hans. Hann hefir samemað hjort
un gert þau auðmjúk og barnsleg
og auðgað iþau öllum lofsverðum
dygðum. ... _
Kristur biskupsins er af yorðu.
Kristur biblíunnar er að ofan. Sú
þekking eða “speki,’’ sem er sam-
fara ofsa, eigingirni, óstjorn og
illri háttsemi, “ er jarðnesk, natt-
úrleg, já djöfullegsegir postull
drottins. Jak. 3, 15, 16. Er noxkur
sá, er geti neitað að þetta alt fylgi
speki þessa heims. “En sú speki
sem að ofan er, hún er í fyrsta
lagi hrein, því næst friðsöm, ljux-
leg, sannsýn, full miskunnar og
góðra ávaxta, óhlutdræg og hræsn-
islaus.” 17. v. Þ^ð verður aldrei
hrakið, að" Kristur biblíunnar í
hjarta mannsins framleiðir þessar
fögru dygðir. SvO hann er að ofan.
Hinn er^af jörðu og getur þyí ekki
lyft mönnum upp í þá andlegu
hæð, að vera hluttakar í “guðlegu
eðli”.
Hvaða áhrif hafa þá þessir báð-
ir á einstaklings lífið? Þetta er
sagt um Krist Ibiblíunnar: “Ef
þannig einhver er í samfélagi við
Krist, er hann ný skepna, hið
gamla varð að engu, sjá, það er
orðið nýtt.” 2. Kor. 5, 17.
Vér ihöfum séð Krist Ibiblíunnar
gera drykkjumanninn að dygðug-
um bindindismanni, hrokabelginn
að aukmjúkum lærisveini Krists,
þjófinn að ráðvöndum manni,
mannætupa grimjnu að siðuðum
manni, latann iðinn, orðljótan
siðprúðan, saurugan hreinan, á-
gjarnan gjafmildan, stjórnlausan
löghlýðinn, eyðilagðan gjörspiltan
að nýjum sannkristnum eftir-
ibreytnisverðum manni.
Þeir unglingar, sem eg hefi þekt
og neitað hafa Kristi bilblíunnar,
en verið lærisveinar hins, hafa
verið siðferðisverri en hinir. Sá
háskólalýður, sem algerlega neit-
ar Kristi biblíunnar en tilbiður
hinn, er ekki siðferðislbesta fólkið,
slæm áhrif koma oft þaðan í ým's-
um hættulegum myndum.
Ungu mennirnir ríku í Chicago,
sem mest Ihefir verið rætt og ritað
um, eru þar eitt sýnishorn. Þeir
voru án Krists biblíunnar en læri-
sveinar Iþekkingarinnar. Þeir
höfðu mikla þekkingu, já svo
mikla þekkingu í læknisfræði, að
þeir gátu gert margs konar tii-
raunir. Kristur þeirra reyndist
þeim ekki frelsari. Auðvitað segja
andstæðingar kristninnar að jafn-
vel lærisveinar hennar reynist illa
á mörgum sviðum og að þetta se
jafnt á báðar hliðar. En þeir, sem
reynast illa kristnir, gera það
vegna þess? að þeir Ihafa ekki þekt
í sannleika umskapandi og frels-
andi afl fagnaðarerindisins Þeir
'hafa ekki þekt Krist. Það er ekki
hægt að segja að þessir áður
nefndu tveir ungu menn, hafi ekki
þekt þekkinguna. Þeir þektu hana
einmitt, en Ihún á ekki í sjálfri sér
það, sem getur frelsað eða göfgað.
Það má enginn misskilja mlg
þannig, að eg áiíti þekkinguna
slæma Þekkingin er vissulega,
eins og eg sagði til að byrja með
björt, en hún er ekki það sem næg-
ir til þess að frelsa og varðveita,
og vegna þess að hún ekki á það
afl til, verður hún upp á ,þá æðrl
þekkingu algerlega komin, ef vel
á að fara. Lærisveinar þekkingar-
innar verða að vera lærisveinar
Krists biblíunnar líka, til þess að
þekkingin leiði þá ekki út á þá
glapstigu, að Iþeir nota þekkinguna
til að iframkvæma hið illa.
'Hvaða áhrif Ihafa svo þessir
tveir kri'star á alheimsmálin^ a
stjórnarfar þjóðanna? Kristur
biblíunnar segir: “Slíðra þú sverð
þitt.” Kristur biskupsins þjónar
stríð’sguðnum. Duglegustu upp-
fyndingamenn og vísindamenn
þjóðanna eru launaðir svo skiftlr
tugum þúsunda við að útlbúa dráps
tól og finna upp Ibráðdrepandi
eiturtegundir. Þessir menn eru
lærisveinar þeklkingarinnar. Það
hefir verið sagt kristnum helmi
til lasts, að hann elskaði stríð.
Þess ber |þó að gæta að þau lönd
og þær þjóðiir, sem baðað ihafa
heiminn í blóði á timalbili mann-
kynjssögunnar, hafa verið flastar
ýmist íheiðnar eða kaþólskar, það
er Ihálfheiðnair. Landið, s'em kvikti
í heiminum á dögum Napóleons,
var og er kaþólskt, landið sem
kvikti í síðasta stríði var kaiþólskt
og ibæði löndin sem byrjuðu.
Þýskalandi hefir verið kent um
Iþað og snal ekki iborið héir í bæti-
fláka fyrir þá þjóð því Ihún var
búin að svíkja Krist biiblíunnar
að mestu leyti. Balkan-fyl5dn sem
ætíð sýður í eru kaþólsk, þar fyrir
austan er Tyrkjatrú og hteiðindóm-
ur. Eg held ekki að rétt væri að
I
3
\
A
BAKIÐ YÐAR EIGIN
BRAUD
með
ROTAL
CAKES
Sem staðist hef.
ir reynsluna nú
yfir 5o ár
segja, að England hafi verið með
stríðum, Iþótt það hafi orðið að hafa
mikinn viglbúnað, og einnig að
taka mikinn þátt í þeim. Eg skoða
þó ekki Englendinga sem fýrir-
myndarkristna, en víst er það að
því meir sem löndin ganga Kristl
biblíunnar á Ihönd, því meir fjar-
lægjast þau stríð. Nú er það að
segja, að siðabótalöndin voru ekki
kristnuð á þann hátt, sem Kristur
biblíunnar bauð að gera, ekki á
þann hátt að Ihann sjálfur fengi
] að vinna hjörtu einstaklinganna,
Heldur voru þau kristnuð að mikiu
leyti með ofbeldi, svo þegar skakt
er byrjað vill áframhaldið oft
verða misjafnt og útkoman slæm.
Ekkert land í iheminum hefir notið
kristilegri áhrifa heldur en Banda-
ríkin. Engin þjóð hefir átt kristn-
ari og betri leiðtoga en -sú þjóð,
og engin þjóð hefir verið fráhverf-
ari stríði heldur en enmitt sú þjóð
fram að þessu. ,
Kristur biskupsins er að safnw
læriisveinum, sem samkvæmt öll-
um spádómum biblíunnar, munu
hjálpa stríðsguðnum til að leggjat
rjörðina í eyði, sem, mun finna
upp ráð til að gjöreyða fjölmenn-
ar borgir og víðáttumikla Iand-
fláka, svo að hinir “dauðu munu
; liggja á þeim degi frá einum enda
' jarðarinnar til annars.”. Jer. 25, 32
Kristur biblíunnar hefir lofað
: að taka aína burt úr þessum fall-
andi íheimi og gera isíðan alla hluti
nýja.” Sjá Jáh. 14, 1—3. Post. 1,
111. Matt. 24, 30. Op. 1, 7, 1- Þess.
j 4, 16i—18. 2- Pét. 3, 10—13. Jak.
j 5, 7, 8. Tít. 2, 11—13.
Það er sorglegt tákn tímanna
í hve margiir yfirgefa Krist -bibll-
unnar og ganga nú hinum á hðnd.
Hér eru merkileg orð, sem birt
voru í blaðinu “Pictorial Review”r
j júlí 1922 eftir mann, sem auðsjá-
anlega skrifar með mynduglelR:
“Það er ekki of mikið að segja
að kirkjan hafi nú gifst heiminum
og hennar nýja giftingarnafn er:
heimurinn ....... Kirkjan er ekki
að vinna allan lhleim|inn en heimur-
inn er að vinna alla kirkjuna „...
Þú getur tilheyrt kirkjunni en
] samt tilheyrt heiminum algerlega
] með líf og lunderni.”
lEr ekki þetta sorglegur sann-
leikur. Biskupar og forvigismenn
| kirknanna koma fram, afneita
frelsara sínum og trúlofast með
söfnuðum sínum kristi tízkunnar.
Kirkjan jafnvel ilskast við, ef
talað er uppihátt um konu hans,
sem fór, engin furða. fyrst hún er
gift íheiminum eins og þessi rithöf-
undur orðar það.
Eg játa fyrir heiminum, að eg
er að vona á hann, sem fór og lof-
aði ajS koma aftur, og þrái af
hjarta að finna menn, sem vilja
hefja merki hans sem hæst-
Pétur Sigurðsson.
Nýr smekkur
Hið tvöfalda kraftinnihald
St, Charles mjólkurinnar,
borið saman við venjulega
nýmjólk ,veitir nýjan og
Ijúfan smekk, ekki að eins
I kökur, heldur alla aðra
rétti, sem mjólk er notuð L
Skrifið eftir ókeypis
Rereipe bók.
c7?U''25o7tU*V' Ca^ímitetC
Montreal.
St. C. 12-24