Lögberg - 18.09.1924, Page 6

Lögberg - 18.09.1924, Page 6
Bl«. 6 LÖGBERG, HMTULAGINN, 18. SEPTEMBER. 1924. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. Virginía fann alt í einu að hann safnaði kröft- um og hján dróöt að honum, meira |þó, að (því er virt- ist af viljamætti hans heldur en af líkamlegu afli. Hún tók þéttar í hönd hans, án þess Wún vildi það og hjarta hennar sló hraðar og hún roðnaði og föln- aði á víx.1 um leið og þau svifu áfram. iHún varð yfirkomin að reiði, af að sjá broisið á vörum vina sinna. Ungfrú Jtussell kysti iháðslega á’höndina til hennar um leið og þau fóru fram hjá henni. Og þótt undarlegt ,sé fann húif gleðititring fara um isig við að finna til kraftanna, sem hún var.að reyna að berjast á móti. Hún fann að hann leiddi sig í dans- inum ihratt og óskeikult. Hún hafði aldrei fyr fundið til nokkurs slíks með nokkrum öðrum manni. Þau |?tigu dansinn hraðar og hraðar og gleymdu sjálfum sér og því hvar þau voru, þangað til að hljóðfæra- slátturinn alt í einu hætti. “Þú getur, svei mér þá, gefið mér á hann um borð í mínu eigin skipi, ef þau eru ekki það fal- legasta par, sem eg hefi nokkurn tíma séð,” sagði kafteinn Brent við Whipple dómaja. XIV. KAPÍTULI. Nýr efniviður. Sumarið kom að lokum heitt og iþvingandi. Fjöl- skyldur ríkustu borgaranna voru flúnar, og jafnvel þá lögðu sumir út í það, að takast á hendur langa ferð með járnbraut, austur á Atlantshafs ströndina. Meðal þeirra var Cluymes fjölskyldan, sem ekki kemur mikið við þessa sögu. Nokkrir fóru til Virginía Springs, en margir, svo sem Brinsmade, Russell, Lipton og Hallingsworth og f jölskyldur þeirra, fluttu til sæluibústaða sinna úti í sveit meðfram Belle- fontaine veginum á hæðunum sVölu upp frá ánni. Hinn góðviljaði Brinsmade Ibauð Stephen þangað oft til iþess að hressa isig eftir hitasvækjuna á skrifstof- unni, og stundum ók hann með hann út þangað í vagni sinum. Hann hafði einnig heimsótt ungfrú Russel'l en Virginíu Carvel ihafði hann ekki séð síð- an kvöldið, sem ahnn dansaði við íhana. Það kom til af iþví, að þegar hú-n kom heim aftur úr kvenna- skólanum í Montirello ,fór hún til 'Glencoe. Glencoe var undur fagur staður hátt uppi í skógi vöxnum hæðunum, sem Meramec áin irann fyrir neðan, kryst- alstær eftir sendnum farvegi, unz hún blandaðist saman við skolótta vatnið í sjálfum föður vatnanna, Mississippi ánni. Til Glencoe var tveggja stunda leiðinlegt ferða- lag með járnbrautinni, sem menn vonuðu að næði einhvern tíma alla leið vestur á Kyrrahafsströndina. Þeir, sem fóru þangað gátu oftast fengið að sjá einlhvern hinna stóru Catherwood pilta á lestinni eða þá hina hávöxnu isystur þeirra, Maud. Cather- woods fjölskyildan bjó líka í Glencöe á Isumrir.. Stundum á laugardögum síðarl hluta dags gaf líka að líta mann þar I léreftsifrakka og með koll- ótta silkihúfu á höfðinu, sem tók sér sæti í fremri vagninum; það var Whipple dómari, sem var á leiðinni til Carvelis', ofursta, til þess að eiga rólegan eunnudag hjá honum. Dómarinn hafði líka tekið upp annan sið, sem marga furðaði ekki lítið á — hann kom að minsta kosti vikulega við í litla húsinu, sem stóð við hliðina á stóra húsinu hans Brinsmades á Olive stræti og drakk þar te hjá frú Brice. Svo var hann vanur að sitja á eftir annaðhvort á veggsvölunum, sem vissu út að litla garðinum á bak við húsið, eða á dyratröppunum að framan og horfa á vagnana, sem *íram hjá fpru. Hann talaði mest við ekkjuna; sjald- an við Stephen, sem enn bar mjög mikla lotningu fyrir yfirmanni sínum. Stephen sat í steikjandi hitasvælunni í framri skrifstofunni hjá dómaranum og las Tögin af kappi. Hann hefði verið farinn að örvœnta fyrir langa löpgu, hefði dómarinn ekki' tekið upp á þeim sið pð heimsækja móður hans; því það var sem enginn tæki nokkra ministu vitund eftir honum nema Richter. Kensluaðferðir dómarans voru í sannleika ekki þær sem tíðkuðust við Harvard háskólann, og (hafi verið ögn til af stolti í hinum unga manni, þá er víst, að herra Whipple þóttist kunna ráð til að lækna það. Stephen stóð í þakklætisskuld við Richter. Hann Iborðaði oft miðdegisverð í ölskála niðri í bænum á- samt hinum kyrláta Þjóðverja. Svo kom eínn síðari hluti sunnudags -— eftirminnilegur dagur — er Richter flutti hann í sjálft Þýskaland, eða sama sem. Augu Stephens opnuðust. Richtér fór með hann yfir ána Rín; áin Rín var Market-strætið, og fyrir sunnan <það lá land, sem hið heldra ameríska fólk í borginni lést ekki sjá. Þetta minti alt á forn æfintiýri. Suðurhlutinn af St. Louis var eins og geysiistór torfa, sem hefði verið rist upp úr sjálfu föðurlandi Þjóðverjanna og lögð niður með sínum fjörmikla og óbrotna lífi á varma, svarta moldina í Mississippidalnum. Þar var etið rúgbrauð og bjúg í staðinn fyrir hveitibrauð og hænsnasteik; þar voru skrítnar matsölubúðir, sem húktu á miðjum strætum, er voru Ibreið; þar voru lúterskar kirkjur eins og kassar I laginu og óaðlað- andi; þar sem þýskum börnum var kend þýsk tunga. Þarna bjuggu um tvö hundruð fjölskyldur I ró og riæði innan um skuggasæla trjálundi. Ric'hter sat lengi þegjandi og ireykti úr mer- •skúmspípu með gríðarstórum, brúnum haus. Ein af sðgubókunum í bókasafni föður Stephens rifjaðist upp í huga hans; hún hafði haft að geyma margar sögur um forfeður þessa bláeygða sterkbygða Sax- lendings. Hann sá í huga sér tvítugan pilt, sem stýrði hersveit hraustra manna, er voru klæddir í dýrsfeldi og ráku Rómverja á undan sér út úr Gallíu. Forfeður Ritchers hlutu að ihafa varið Eresburg endur fyrir Iðngu og honum fanst hann sjá þá með sítt, rautt hár og skegg í hávöxnum furuskógunum. Hann sá stóroru^tur, er rómverska veldið velti sér fram og aftur yfir Niðurlöndin. Og honum fanst sem að það hlyti á endanum að verða gróði fyrir nýja lýðveldið að eiga þennan hrausta þjóðflokk, sem var af góðum mæðrum fæddur og hafði átt fyrir feður menn, er báru í brjósti sér brennandi föðurlamdsást og fyrir- litu ragmensku. Stephen hafði gaman af að hugsa um þessa forfeður og honum komu til hugar forfeður þeirra, sem hann þekti og sem bjuggu fyrir norðan Market stræti. Blóð margra þeirra hafði runnið á orustu- völlunum við Calais og Agincourt, iþótt afkomendur þeirra, sem nú voru á lífi vissu það ekki, og margir þeirra höfðu fylgt hirð frakknesku konunganna til Blois og Amboise í klúrum vögnum eða lifað í auð- virðilegum kofum umdir kastalaveggjunum. Forfeð- ur annara höfðu barist í breska'hernum með svarta primsinum við Poictiers eða barist annaðhvort sem frjálsir eða dfrjálsir menn í innanlands stríðunum á Englandi, þegar Lancaster og York ættirnar börð- ust um völdin, eða höfðu verið hattarar og skraddar- ar í her CromweHs, eða höfðu lagt lönd sín og eign- ir sölurnar fyrir Karl Stúart. Þessir Englendingar höfðu smá fikað sig áfram með hægð en þó óstöðv- andi yfir blá hæðirnar á eftir Boone og Harrod hingað til St. Louis ,þar sem óvinir þeirra, Frakkar bjuggu. Franskir grávörukaupmenn og trúboðar höfðu lengi ferðast ujn ár eyðilandsims, Yið þessa tvo þjóðflokka bættuist svo Þjóðverjarnir, steyptust saman við þá, til iþess annaðhvort að styrkja þá eða að veikja. Ritcher^lagði pípuna frá sér á iborðið. ‘4Stephen,'’ sagði hann alt í einu, “þú ert ekki á mót okkur, eins og hitt fólkið hér.” Stephen roðnaði; 'honum komu til Hugar nokkur ómild orð, sem ungfrú Lóa Russell háfði látið sér um munn fara um “ Þýskarana.” “Nei,” sagði hann með áherslu. “Mér þykir vænt um það,” sagði Richter og það var sorgarhreimur í rödd hans. “Fyrirlíttu okkur ekki fyr en þú þekkir okkur betur. Við Tifum enn á lénsvalds tímum á Þýskalandi við erum enn á mið- alda stigi. Bóndinn er ánauðugur þræll, hann verður að vinna svo og svo mikið á hverju ári fyrir lands- drottinn sinn. Smábæmdurnir eru allir á valdi aðals- mannanna, sem ráða með harðri hendi yfir landi okkar; kaupmenn okkar eru smákaupmenn. Faðir minn, sem var memtaður maður var einn af þeim. Þeir ibörðust í uppreisninni okkar.” “Og hvers vegna halda þeir ekki sínu?” spurði ^tephen. Richter stundi. t “Við vorum óvanir við að stjórna,” svaraði hann. “Við vissum ekki hvað við átt»m að taka til bragðs. Þú verður að muna eftir því, að við höfðum enga æfingu í því að stjórna sjálfum okkur, eri þið, sem eruð af ensku íbergi brotnir hafið haft æfingu í því frá barnæsku. Þeir sem hafa verið kúgaðir öldum saman verða ekki góðir þin^menn. Nei, frelisið er arfleifð ykkar Ameríkumanna og Englendinga, en við, Þjóðverjar verðum að flýja föðurland okkar til þess að öðlast það. “Og þótti þér ekki fyrir að þurfa að fara þaðan?” spurði Stephen með hægð. Augu Þjóðverjans fyltust tárum vð frásögnlna og hann virtist ekki iskammast sín neitt fyrir það. “Eg átti fátækan, gamlan föður, sem var búinn að misísa heiísuna við að bjarga föðurlandinu,” hró.paði Ihann, en íhugrekki hans var ekki lamað, nei, ekki minstu vitund. Faðir minn fæddist 1797, Guð ■blés afa mínum og ömmu því í ibrjóst að isenda hann í lærða skólann í Köln, þar sem hinn ágæti John var kennari hans. John var okkar George Washing- ton, hann var faðir okkar framtíðarlands. Föðurland okkar var dfranskt þá, kvenþjóðin okkar klæddist eftir framskri tísku og mælti á franska tungu; franskt siðleysi og guðleysi breiddist út meðal okkar, eins og hættulega sýki; hinn illl Napóleon hafði hrifsað sverðið af Friðreki okkar. Það var John — faðir John, eins og við köllum hann, sem stofnaði íþróttaskólann, til þess að ófædda kyn- slóðin snéri sér aftur að óbrotnum, þýskum lífshátt- um, tæki upp óbrotna fæðu, göfugan hugsunarhátt O'g móðurmálið og legði stund á þroskun og stælingu líkamans. Það var tvent, sem lærisveinar hans urðu að rita með óafmáanlegu letri í hjörtu sín; fall erkl- óvnarins, Napóleons og* sameining Þýskalands. Þelr fylgdu honum eftir alt liðlangt isumarið, klæddir í svartar kápur og línbrækur og báðu um brauðskorp- ur í þessum staðnum og ostbita í hinum, meðan þeir voru að breiða út kenningar hans undir hálmþökum bændabýlanna.” Svo kom árið 1811. Eg hefi heyrt föður minn s?gja frá því, að þá 'hafi sést stór, rauð halastjarna, sem glóði í loftinu um heitasta tíma ársins, alveg eins og sú, sem við sjáum nú, vinur minn. Guð gefi að hún boði ekki blóðsúthellingar. En þá um vorið fóru franskir hermenn yfir okkar heilaga föðurland, eins og engisprettur, og átu upp alt þar sem þeir fóru um. Og á undan þeim, drembinn eins og Daríuts Persakonungur, reið Napóleon, sem hefir eyðilagt bæði heil lönd og óteljandi heimili. Hvað var Þýska- land þá? Ekkert nema öksubrúga. En undir niðrl lifði í gömlum kolum, og faðir John blés að þeim. Stjórnendur okkar grétu yfir Dresden. Aldrei fyr, jafnvel ekki á dögum Frakkakonunga hinna fornu, urðum við að þola slíka niðurlægingu. Hann drö okkar ungu menn með sér tfl Rússlands og þar skildi hann þá eftir til að deyja á eyðisléttunum í heljar- kuldum, en sjálfur ók hann burt í sleða sínum. A næsta ári hófst Þýskaland handa. Háir og lág- ir, ríkir og fátækir, veiðtmenn og landvamalið, jafn- vel gamlir menn í varaliðinu — allir gripu til vopna, þutu í herinn. Rússland gekk í lið með okkur og seinna Austurríki. Faðir minn, sem þá var sextán áira drengur, var I landvarnarliðinu í Slesíu undir hinum göfuga Blucher, þegar þeir hröktu Frakkana út í Katzbach og Neisse, sem voru í vexti af rigning- unum, sem höfðu gengið. Það rigndi þangað til skóg- arnir urðu eins og mýrarfen. Púðrið var orðið svo að það kviknaði ekki í því. En Blucher — ja það var nú maður, esm vert er um að tala! Hann dróg sverð- ið undan kápu sinni og hrópaði, áfram! áfram!. Og landvarrtarliðið ruddist fram með óhljóðum og barði óvinina á báðar hendur með byssuskeftunum, þang- að til allir voru orðíiir uppgefnir en líkin flutu eins og hráviði niður með straumnum. “Svo var Napóleon sendur til Eíbu, en sigurveg- ararnir deildu sín á milli meðan (Mettirnich og Falleyrand rifu föðurlanid okkar í tætlur og settu bróður upp á múti bróður. Blóði okikar var úthelt til einkis, og sorg ekknanna og föðurleysingjanna stoð- aði ekkert.” Richter iþagnaði meðan hann tróð tóbaki í pípuna sína. “En sivo komst á þýska sambandið undir forystu AuiS'turríkis, áður en langt um leið.” hélt hann áfram eftir nokkra stund. Mettirnich varð annar kúgari okkkar, þegar við vorum lausir við Napóleon. En tréð, sem John hafði gróðursett óx og greinar þess náðu æ Tengra og lengra út. Meistar- inn var umkringdur af njósnurum. Faðir minn hafði farið til hás'kólans í Jena, þegar hann gekk í stú- dentafélagið, sem eg skal segja þér frá síðar. Félag- ið hafði svarið að frelsa föðurlandið. Hann var sendur í fangelsi fyrir það að hann vætti vasaklút isinn í blóði Sands, sem var IháTshöggvinn í Mann- heim vegna frelsishugsjóna sinna. Síðar var honum slept úr fangelsinu og þá fór hann til Beriín og þar giftist hann móðuir minni, sem dó meðan eg var ungur. Hann komst tvisvar í fangelsi seinna, vegna þess að félögin héldu fundi í húsi hans. Við vorum fjarská fátæk, vinur minn. Þið hér í Ameríku vitið ekki hvað fátækt er. Hann misti heilsuna og var orðinn gamall maður 1848. Hann var hvítur fyrir hærum og hann gekk við hækju um strætið, en hann hafði dregið saman ofurlítið af peningum og hann sendi mig til Jena. “Hann var stoltur af mér. Eg var stór og bjart- hærður eins og móðir mín. Eg kom heim aftur eftir fyrsta skólaárshelminginn. Hann stendur mér ennþá lifandi frir hugarsjónum eins og hann var, þegar hann staulaðist fram í dyrnar með rauða, svarta og gullna borðann, merki stúdentafélagsins. Og ahnn hélt mér vakandi hálfa nóttina og lét mig segja sér af skærunum sm við lentum í við höfðingjana. Faðir minn kunni vel að beita sverði, þegar bann var yngri.” Hann þagnaði og roðnaði, því Stephen starði á örið á andlitinu á honum. Hann hafði aldrei þorað að spyrja Richter hvernig «tæði á þessu öri. “Fékstu þetta þar?” spurði Stephen. “Eftir sverð,” svaraði Þjóðverjinn fljótt. “Eg skal segja þér frá því einhvern timai seinna og frá baráttu okkar við herTiðið í Breiðastræti í marz. Við töpuðum, eins og eg sagði þér áðan vegna þess að við kunnum ekki að halda því sem við höfðum unnið. Eg yfirgaf Þýskaland til þess að eignast Iheimili fyrir veslings föður minn. Eg gleymi aldrei sorgar- svipnum ,sem var á andliti hans, þegar hann kysti mig að skilnaði. Og hann sagði við mig: ‘Karl, ef hið nýja föðurland þitt, lýðveidið góða, verður nokk- urn tíma í hættu, þá legðu alt í sölurnar fyrir það. Eg hefi eytt æfi minni í þrældómi, o,g eg segi þér satt, að án frelsis er lífið einskis vert.’ Hann dó þremur mánuðum eftir að eg fór, án þess að hafa öðiast það, sem hann hafði barist fyrir með svo miklu hugrekki. Hann vissi aldrei hvað það var að hafa gnægð matar; hann vissi aldrei nema að hann yrði þá og þegar að kveðja mig* sem var eftirlæti hans, og fara í faneglsi, af því að hann var föðurlandsvin- ur.” Rödd Richters hafði smálækkað, en nú ibrýndi hann hana. Heldur þú, vinur minn, að eg myndi ekki vera fús til þess að deyja fyrir þettá nýja land, ef þörf krefði? Jú, og það er tii miljón manna, sem eins er ástatt fyrir og mér. Þeir eru Ameríkumenn nú, sem eru fúsir til að láta lífið til iþess að bjarga ríkja- sambandinu, því að án þess er heimurinn ekki hæfur bústaður fyrir menn.’’ ‘Stephen hafði nóg að hugsa um, er hann gekk um strætin norður eftir bænum þá um köldið. Hér var afl, sem enginn vissi hvað mátti sín mikils, 6g sem fáir vissu um. XV. KAPÍTULI. Abraham Lincoln. Það er stundum fræðandi að llíta til baka og taka eftir því, hvernig örlögin hafa stjakað við manni og komið manni á réttar brautir á réttum augnablikum. Og nú þegar Stephen Brice ihorfir til baka, hlær hann að sjálfum sér fyrir það, að hafa ekki grunað, að dómarinn væri að verki með örlögunum. Sú eina ráðlegging, sem dómarinn gaf Stephen um sumarið var falin í því, að eitt sinn er hann sá hann óvenju- lega vel ibúinn undir heimsókn í húsi einu á Belle- fontaine veginum, spurði hann hann að, hvort hann væri að hugsa um að fara að gifta sig, og benti honum svo á snæri og stein, sem lá á strætinu fyrir neðan, áður en hann fékk nokkurt svar, og bandaði um leið með hendinni í áttina til árinnar. Ungfrú Russell var á þeirri skoðun að Whipple hefði verið óheppinn í ástamálum. En nú skaíl einkum talað um eitt kænskubragð dómarans, þótt Stephen grunaði ekki þá að það væri nokkurt kænskubragð. Það var einn dag í ágúst mánuði klukkan fimm árið 1858 að dómarinn kom út úr herbergi sínu og i stað þess að ganga beint út, vék hann sér að skrif- borði Stephens. Skipanir hans komu æfinlega nokkuð snögglega og Iþessi var engin undantekning. ‘^Brice,” sagði hann, ‘þú ferð rrieð lestinni, sem fer klukkan fjörutíu og fimm mínútur gengin í sjð í fyrramálið, á St. Lous, Alton og Chicago brautinni til Springfield í Illinois.” “Já.” “Þegar þú kemur til Springfield, þá afhendir þú sjálfur þetta bréf herra Abraham Lincoln, sem er meðlimur lögmannafélagsins Lincoln og Herndon. • “Abraham Lincoln.” hrópaði Stephen og stóð upp af stólnum. “En —” “Abraham Lincoln,’’ greip dómarinn fram í með áherslu. *‘Eg reynj að tala skýrt. Þú átt að færa Abraham Lincoln sjálfum það. Ef hann er ekki í Springfield, þá komstu eftir hvar hann eir og eltu hann. Eg borga ferðakostnaðinn. Bréfið er áríðandi. Skilur þú mig?” Stephen skildi hann, og hann þekti dómarann of vel til þess að hann gerði nokkrar frekari athuga- semdir. í blaðinu Missouri Demoorat hafði hann lesið um þennan Lincoln, lögmann utan af lands- bygð, sem þá var að sækja um að verða senator fyrir sitt ríki á móti hinum nafnkenda Douglas. Hann 'hafði aflað sér þó nokkurs álits meðal íhaldssamra borgara, þótt þeir hins vegar gerðu gaman að hon- um, sem ekki voru ánægðiir með stefnu Douglas dómara. Þessi sami Lincoln, sem eitt sinn hafði feng- ist við að; klj'úfa girðingarstaura, var orðinn að at- hlægi meðal demóikratanna í Norðurríkjunum vegna (þess að hann hafði skorað á Douglas að mæta ‘sér í sjö kappræðum, sem áttu að haldast í ýmsum bæjum í ríkinu Illinois. Davíð með stein sinn og slöngu hlýtur að hafa mætt sams konar hlátri og sams konar isamhygð hjá vinum sínum, er hann fór út á móti Golíat. Douglas senator og dómari vári þjóðfrægur mað- ur, sterkur á stjórnmálavellinum og ósigrand'i ræðu- garpur. Hann gekk hvarvetna undir nafninu “litli risinn.” Þeir sem ekki sigruðust af röksemdar- færslum hans urðu fyrir persónulegum áhrifum frá honum. Steplhen mintist þess sér til mikillar gleði; að kappræðurnar stóðu yfir einmitt nú. Það var búið að Ihalda eina og hún hafði Ibirst prentuð með smáu letri á einni síðu Democratans. Hver vissi nema að þessi Lincoln væri ekki í Springfield og að hann, Stephen Brice yrði nú svo heppinn að heyra einn af máttarstólpum lýðveldisins, hinn æruverða Ste- phen A. Douglas. En það er fremur hætt við því, að vini okkar hafi verið farið að leiðast erindi sitt áður en hann kom á litlu járnbrautarstöðina í Spring- field. Hann stóð á járnbrautarpallinum, þegar lestin var farin, og herti upp hugann til að spyrja einn af ibúunum, sem hafði svo sítt ksegg, að hann varð að halda því til hliðar í hvert skifti sem hann spýtti út úr sér, eftiir því, hvar skrifstofa þeirra Lincolns og Herndpns iværi. Eorgarixin spýtti tvisvar og horfði meðaumkunaraugum á Stephen, svö fór hann með hann þegjandi frm hjá, stauragirðingu, sem var beint á móti fundarhúsi, sem leit út rétt eins og sams konar hús í Nýja-Englands iríkjunum, og nam ekki staðar fyr en þeir komu að stóru auðu svæði, þar sem að ríkisþingshúsið stóð. Þinghúsið var bygging, sem mikið hafði verið reynt til að gera sem prýði- legasta. Það var bygt í grískum stíl úr gulleitum steini og hafði hvíta, hlera fyrir gluggunum og súl- ur miklar að framan, sem lágt þak hvíldi á. Ofan á því var klunnalega gerður turn úr tré, sem mest líkt- ist leirhöfði ofan á myndastyttu úr marmara. “Þarna stöndum við nú og horfum á hérðas- uefndina, þegar hún kemur inn til þess að halda fund,’’ sagði ileiðsögumaður iStephenís og benti með stuttum þumalfingrinum á stiga, sem var orðinn æði slitinn; svo fór hann áður en Stephen gat þakka'ð ihonum. Stephen nam staðar undir sóltjaldi, einu af mörgum, sem skýldu gluggum búðanna og húsanna, «,em stóðu þarna í slitnum röðum umhverfis gula stórihýsið. Stephen gekk upp stigann, sem honum hafði verið bent á og þar fann hann herbergi, sem ekkert var í nema nokkrir stólar og alllmargar Taga- bækur. Þar var ekki nokkur sál inni. Þegar hann var búinn að sitja þar nokkra stund við gluggann og þurka sér í framan með vasaklútnum, fór hann út til þess að fá meiri upplýsingar. Hann mætti þar öðr- um borgara, isem var snöggklæddur, og sem, eins og hinn, hélt um skeggið um Teið og hann spýtti út úr sér með frábærum fimleik. “Nú, drengur minn,” sagði hann, “eftir hverjum ert þú að svipast hér?” “Herra Lincoln,’’ svaraði Stephen. Hinn settist niður á eina ströppuna og hló lágt en storkunarlega. “JEg er hræddur um að þú sért á rðngum stað.” “Mér var sagt, að þetta væri skrifstofa hans,” sagði Stephen dálítið espur. “Hvar áttu heima?’’ spurði hinn. “Eg sé ekki að það komi þessu neitt við.” “Nú, ef þú værir frá Philadelphia eða Boston, þá mætti fyriirgefa þér.” Stephen var kominn á fremsta hlunn með að segja, að hann væri frá Boston en hætti við það. “Eg er frá St. Louis og er með skiiláboð til herra Lincolns,’’ svaraði hann. “Þú talar rétt eins og þú værir að austan,” svar- aði börgarinn, sem virtist vera í------------------- +——i—►-+ RJÖMI i ■ . ■■ — , ■ — Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar ei§ið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinhumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITJKD

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.