Lögberg - 18.09.1924, Síða 7

Lögberg - 18.09.1924, Síða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER. 1924. Bls. 7 Fruit-a-tives enda þriggja ára höfuðverkjar þraut. Taugaslappleiki lœknaður að fullu. Þótt “Fruit-a-tives” hafi verið á markaðinum í Canada hér um Ibil ald- arfjórðung, þá ganga áhrif þeirra á sjúklinga er reyna þá í fyrsta sinn, dularfullum fyrirbrigðum' ne&st. Og þetta hamingjusama fólk keppist um að birta almenningi reynslu sína af meðali þe’ssu. Mrs. Honore Valiquette, 1133 Notre Dame Street West, Montreal, skrifar: “Eg vildi eg gæti skýrt öllum sjúkling- um í veröldinni frá því, hve “Fruit- a-tives’’ hafa reynst mér vel. í þrjú ár hafði eg kvalist af höfuðverk, tauga- slappleika og lifrarveiki. Loks tók eg að nota “Fruit-a-tives”. Fór mér samstundis að batna, og má eg þakka það þessu óviðjafnanlega ávaxtalyfi, að eg nýt nú beztu heilsu.” — “Fruit-a-tivas” framleiða slík kraftaverk, vegna þess, að það meðal er ólíkt öllum öðrum meðulum í heimi; í því er innifalinn safi úr eplum, appelsínum, fíkjum og svefekjum. Það hefir reynst fram úr skarandi vel, þegar um magaveiki, lifrar, nýrna og húðsiúkdóma, var að ræða. Reynið “Fruit-a-tives”. 2öc og 5Cc askjan, hjá öllum lyfsöl- um, eða beint frá Fruit-a-tives, Limited, Ottawa, Ont. Ákveðinn v,inur Ávaxtalyfsins fræga. VALIQUETTf Tvær kœrar endur- minningar. Ritstjóri Lögbergs hefir nýlega getið þess, að blöðin yrðu að nokkru leyti að hlaupa undir bagga með prestum og prédikurum og flytja fólkinu áhugamál iþeirra, þó það væri fremur fráhneigt kirkjusóknum á vorum dögum, og var það vafalaust rétt atmugað. Eg fékk snögglega löngun til að skrifa nokkrar línur um tvö at- r’ði, sem hafa verið mér mjög kær. Allir vita að þegar maður ræðir eða ritar um eitthvað sem hjart- anu er kært, hættir manni til að segja margt og mikið um það. Hér skal þá reynt að gæta allrar hóg- semdar í þeim efnum. Það var sérstaklega tvent, vinn- andi manninum mjög kært, sem Guð gaf honum upprunalega. Oss er sagt að manninum var ætlað að vinna, að yrkja jörðina og líta eftir öllu sköpuðu, er komist gat undir yfirráð mannsins. Og seinna var lögð ennþá meiri áhersla á erfiði mannsins, og að erfiða hefir ihann orðið, jafnvel á vorum dög- um þá mikið er um vélar og alls kyns uppfyndingar heldur erfiðið áfram að vera all-strangt og lífs- baráttan firemur hörð. Það var því tvent, isem vinnandi manni kom mjög vel. Það var inndæll hvíldar- tími, ög inndæl meðhjálp við erf- iðið. iSéra Skovgaard Peþersen seg- ir í bók sinni “’Þýðing trúarinn- ar,’’ að það sé vísindalega sannað, að maðurinn þutfi sjöunda part tímans fyrir hvíldartíma að frá- skildiri næturhvíldinni. Þetta var einmitt sá skerfur, sem Guð gaf vinnandi manninum. Það er in- dælt fyrir vinnandi manninn að geta lagt daglegar sýslanir sínar til hliðar, hvílst frá andlegum og líkamlegum störfum, notið sælu- lífs heimilisins með fjölskyldu sinni, glatt sig fremur öðrum dög- um vi^ fegurð og iblíðu náttúr- unnar, notið sannrar andlegrar og líkamlegrar hvíldaf. Það er á valdi hans að gera þann dag að sönnum hvíldardegi ,að “fegins- degi” “heiðursdegi” og “heilög- um” degi. Það er engu síður inndælt fyrir lúinn vinnandi mann að koma ehim á hlýtt heimili eftir erfiði dagsins, þar sem ástúðleg með- íhjálp Ibíður hans, sópað og prýtt heimili, vel tilreiddur matur á borði, hjúkrandi þægindi og lipr- ar hjálpsamar konuhendur. Þetta tvent var manninum upp- haflega gefið. Vanræksla á iþessu tvennu útilokar bænheyrslu Guðs. Þetta tvent varð til mannsins vegna. Þetta tvent er blessað og helgað af Guði. Annað er próf- steinn siðgæðis, hitt er prófsteinn trúarlífs. Annað er undirstaða mannfélagsins, hitt er endurminn- ing um skapandi og viðhaldandi almætti Guðs. Mestur Ágóði og Fljót- astur með því að senda oss Bændur hafta reynt af reynsl- unni at5 afgreiSsla vor og vi8- skifta aSferSir hafa orðið þeim til mests hagnaiiar og þess vegna senda þeir oss rjómann. Skrifið eftir merkiseðlum. Canadian Packing Co. . l.IMITJiI) Stofnsctt 1852 WINNIPEG OANADA Drottinn segist ekki sinna bæn- um þeirra, sem vísvitandi fótum- troða boðorðin. “Sá, sem snýr eyra sínu frá, til þe^s að heyra ekki lögmálið, jafnvel bæn hans er andstygð.’’ Orðskv. 2, 9. “Og er þér fórnið upp Ihöndunum, byrgi eg augu mín fyrir yður, og þótt þér Ibiðjið mörgum bænum, þá heyri eg ekki; hendur yðar eru al- blóðugar.” Es. 1,15 AMóðugar hehdur eru afleiðing af broti á boðorðum Guðis. Þar er hinn ment- aði heimur illa sekur. Þjóðirnar og leiðtogar þeirra hafa flestar og flestir “alblóðugar’’ bendur. Drottinn segist ekki sinna bæn- um þeirra, sem ibnegði trúnaði: “í öðru lagi gjörið þér iþetta: þér hyljið altari Drottins með tárum, með gráti með anijvörpunum, þar sem eigi getur framar komið til mála að hann líti vingjarn- lega á fórniirnar, né taki á möti velþóknanlegum gjöfum af yðar hendi. Þér segið: Hversvegna? Af því að Drottinn var vottur að sátbmálsgjörðinni milli þín og konu æsku þinnar, er <þú hefir nú brugðið trúnaði við .... Því ajð eg hata hjónaskilnað, segir Drott- inn, ísraels Guð, og þann, sem hyl- ur klæði sín glæpum, segir Drott- inn hersveitanna.” Mal. 2,13<—16. Þarna er hinn mentaði heimur líka illa sekur frammi fyrir Guði. Árð 1911 sögðu blöðin að 12. hvert hjóanband í Bandaríkjunum leyst- ist í sundur, nú segja þau að 7. hvert hjónaband endi með skiln- aði, og í sum'um borgum þriðja og fjórða hvert, en að þessu skal vikið nánar síðar. Þetta tvent, hjónabandið og hvíldardagurinn var til “manns'- ins vegna.’’ Vér lesum: “Og Drott- inn Guð sagði: Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall, eg lv(íl jgðlöna. Ihonum meðhjálp við hans hæfi.” 1. Mós. 2,18. Svo varð þá konan til mannsins vegna. Á öðrum stað le^um vér: “Og hann sagði við þá: Hvíldardagurlnn varð til mannsins vegna.” Mark. 2, 27. Fyirst hann *‘varð til,” befir einhver búið hann til. HVer bjó þá til hvíldardaginn? Hérna er svarið: “í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð, það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyirir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið . . . . Og orðið varð holdl— og hann bjó með oss, fullur náðar og sannnleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetinn sonur frá Guði.’’ Jóh. 1,1,2,14. Fyirst enginn hlutur hefir orðið til án orðsins, og> orðið er Jesús, og fyrst hvíldardagurinn “varð til”, þá hefir Jesús sjálfur auð- vitað búið hann til eins og alt annað. Vera má að þetta sé fram- andi hugsun fyrir suma, en hún er óræk á þeim grundvelli, sem her er um að ,ræða. Þetta tvent, bjónabandið ög hvíldardagurinn, var iblessað og helgað af Guði. Vér lesum: “Hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau.” Og aftur lesum vér: “Og Guð iblessaði binn sjö- unda dag og helgaði hann.” Mós. 1,27, 2; 2, 3. Guð hefir aldrei lagt blessun sína yfir það að menn befðu konu- skifti, eða fengju sér aðra konu, og ekki heldur hefir Guð nokkru sinni blessað ótrúmensku manna og eigingjarnt þrjóskufult val þeirra viðvíkjandi hinu atriðinu. Hjónabandið er prófsteinn sið- gæðisþroska mannfélagsins. Þegar siðgæðisþrek þjóðanna er lamað, er þessi helga stofnun ávalt fót- um troðin og lítilsvirt. | iHvíldardagurinn er prófsteinn trúarlífs manna. Þegar menn eru orðnir hirðulausir um ytri regl- urnar ,er innra lífið ávalt fcalt. Sagan sýnir v— sérstaklega þá saga ísraelsmanna, að hirðuleysi á þessu sviði sannaði ávalt kalt og dautt trúarlíf. Hjónabandið er undiirstöðuat- riði mannfélagsins. Hvíldardagur- inn er endurminning um sköp- unarverk Guðs, eilíft “sam-bands- tákn’’ milli Guðs og mannanna, sem á að minna iþá á, að hinn skap- andi Guð er líka helgandi Guð, að sá Guð sem alt gat skapað og öllu viðheldur, getur líka endurreist alla hluti, getur líka endurskapað mannshjartað og helgað það. 'Sama antíkristilega valdið hef- ir ráðist grimmilega á þetta hvoru tveggja. Og það var miðalda vald- ið. Hér skal ekki rætt að svo stöddu um þær árásir nema lítils háttar viðvíkjandi öðru atriðinu og stuttlega bent á, hvar nú komið er. Kirkjan hefir ávalt fcent, að klerkastéttin ætti að vera fyrir- mynd manna í öllu fögru. Miðalda valdið gat þvi ekki ráðist smánar- legar á þessa helgu stofnun — hjónabandið, heldur en að láta klerkastéttina ganga á undan með einlífi og frillulífi. Þar við bæt- ast svo seinni tima árásir, bæði af kvennfrelsis afgTöpum, jafnað- armanna ofstppum og jafnvél sum-um mannfélagsfræðingum Sumir foirspra'kikar kvenfrelsisins Ihafa komið fram í fjölmennustu börgum heim'sins og skorað harð- lega á allar ungar stúlkur að gift- ast aldrei, iþví hjónabandið væri stórkostleg sneypuför, fjöldinn allur skildi aftur og ibörn fæddust aðeins til að þræla fyriir hina ríku. Einn ritstjjóri jafnðarmannanna sgði í ræðu á fjölmennri samikomu fyrir nokkrum árum, þar sem eg var áheyrandi, að -þegar þeir kæm- ust til valda, mundu þeir leggja allair lagábækur upp á hæsta loft- ið. Sömu mennirnir kendu að hjónabandið yrði þá óþarft og óhæft, því alt yrði í bróðerni og einnig það að geta börn, en ríkið mundi þá sjá fyrir króunum og uppeldi þeirra. Fyrir tveimur ár- um las eg eftirtektarverð orð eft- ir þekta áhrifamikla, franska konu þvi miður get eg ekki munað I hvaða blaði og sé mikið eftir að geta ekki fundið það, en eg man hvar eg sat og á bvaða tíma dags eg las þessi orð. Eg var stadduir i strætisvagni í Winnipeg. Konan sagði þá meðal annars, að sá tími mundi brátt koma þá konur yrðu svo mentaðar, að þær mundu leggja til hliðar þá heimskulegu eigingjörnu hugsun, að geta ekki unnað fleiri konum sama manns- ins, og að mæður mundu þá verða upp með sér af því að eiga fleiri feður að börnum sínum, svona rétt til kynbóta. Fyrir utan tþessar augljósu á- rásir ibætast svo við allar hinar leynilegu sem koma frá lömuðu siðgæðisþreki iþjóðanna. Árásirn- ar hafa vrið grinjmar og marg- víslegair. Hrunið er þá líka orðið mikið. Blaðið “Free Press” flutti síðastliðið ár greinarsþíf með svo hljóðandi yfirskrift, er prentuð var með stórum rauðum stöfum: “Giftingin sneypuför, segir Lind- sey dómari.’ “ÍBarnavinur ^eglr, að hjónaskiinaðuir sé jafntíður giftingum.” Já svona var yfir- skriftin í heild sinni. Þessi þekti lögmaður og dómari staðhæfir þá í ræðu er hann flutti í New York, að í sínu umdæmi ihafi verið, þegar alt sé tekið með í reikningi, bæði lögum staðfest- ir og óstaðfestir hjónaskilnaðir, eiÁB margir skilnaðir eins og gift- ingar. “Þér getið þannið séð,’” seg ir hann og veifar fullum höndum af skýrslum, “að þetta meinar jafn marga skilnaði og giftingar.” Hann segir ennfremur, að í um- dæmi sínu hafi verið 50 fleiri um- sóknir um skilnað iþað árið en hið undanfarna, en 6CO færri gifting- ar, og að 1 Chicago hafi 39,000, mest alt ungt fólk, gift sig síðasta ár, en 13,000 þar af skilið. Aftur annar dómari, Joseph Sablbath, isegír að -gtiftingin ,sé “dýrðleg frægðarför.” Vér hrópum heyrl heyr! Sá hinn sami segir meðal^ annars: “Látið fram íara meira af hinum gömlu góðu gift- ingum, þar sem brúðurinn gengur blóðrjóð og feimin en brúðguminn hógvær að giftingaraltarinu og viðurkennir heilagleik og mikil- leik þessa félag,sskapar, og það munu verða færri skilnaðir.” Og ennfremur segir hann: Sumir ung- ir mann fara gálauslegair að iþví að fá isér konu heldur en bifreið, og aftur sumar ungar stúlkuí eru aðgætnari er þær kaupa sér nýjan hatt heldur en er þær kippa upp mannsefni af gðtunni.’’ Blaðið “The Literary Digest,” 17. febr. 1923 endar grein um þessa ræðu dómara Lindsey með svofeldum orðum: “Land heimills- laust fyrir börn sín hlýtur að vera óttalegt vandræðamál, ien þetta hlýtur að verða ef giftingin er sneypuför.” Það er sagt að presti nokkrum ihafj orðið illa á í því að prédika á móiti hjónaskilnaði, því að í söngflokki hans hafi verið sjö manneskjur, er fráskildar voru manni sínum eða konu að lögum. Söngstjórinn var fráskilinn mað- ur og 'bjó nú með konu er líka var fráskilin. Einn meðlimur söng- flokksins hafði skilið þrisvair sinn- um við konu sína og var reiðu- búinn til að gera það í f jórða sinn, og bjó nú þegar Tneð fjórða konu- efninu.” “The Literary Digest,’’, 22. marz 1924. Fyrir utan öll þessi trúnaðarsvik gifta fólksins eru svö trúlofunar- svikin, sem sjálfsagt eru eins mörg og ef til vill mikið fleiri. En í orði Drottins eru þau fyrirdæmd eir.þ og hjónaskjilnaðurinn. Það sem bindur saman mann og konu í augum DrottinS, er “sáttmáls- gjörð” þeirra. Guð hefir aldrei gefið konunginum, sýslumanninum eða prestinum einkaleyfi til þess að gefa manni konu. Það er ekki sú lðglega staðfesting eða vígsla sem bindur sanman mann og Xonu, b.eldurs trú'lofunin, — "sáttmáls- gjörðin.” Drottinn sagði aldrei; ÞeSsvegna skal maðurinn yfirgefa föður og móður og búa með stúlku sinni og þau munu verða eitt hold. Hann sagði: “tog búa með konu sinni og þau munu verða eitt hold. Svo stúlkan er samkvæmt Guðs orði fcona mannsins er hann hefir fastnað sér hana. En svo enginn rengi það sem eg er að staðihæfa þá skal eg koma hér með rök sem duga: “Drottinn vair vott- ur að sáttmálsgjörðinni milli þin og konu æsku þinnar er þú hefir brugðið trúnaði við, enda þótt hún væri förunautur þinn og eiginkona 'þín eftir gjörðu sáttmáli.” Mal. 2—14. Það er skýlaust sagt, að sátt- máli sá er þau gerðu, gerðu piltinn að eiginmanni og stúlkuna að eigln konu. Hvemig átti svo samkomu- lagið að vera? Hjvernig á kristilegt heimili að vera? Fjórir veggir með gólfi og þaki mynda ekki heimili. Það sem myndar heimili er: maður, kona og Ibarn eða börn. Til þesis að mynda Isannkristið heimili þairf hver og einn að fylgja þessum guðdómlegu reglum: “Þér menn, elskið konur yðar, að sínu leyti eins og Kristur elskaði söfn- uðinn og lagði sjálfan ’sig í sölurn- ar fyrir hann.” Ef. 5, 25. “Sömu- leiðiis- þér menn, búið með skyn- semi saman við konur yðar svo sem veikari ker, og veltið þeim virðingu.........'til þess að bænlr yðar hindrist ekki.” 1. Pét. 3, 7. Svo eiga -og aldraðar konur að vera virðulegar í háttalagi sínu . . til þess að þær laði hinar ungu air, að eg skoðaði hana mikið mein manneskju en mig, en svo er eg líka víss um, að konan mín hefir líka litið upp til mín og það gjarn- an sem verndara, heimilisstjórn- anda og þess er ráðin á að hafa, en hún veit að engum ráðurn er ráðið fyrir utan hana. En ekki er vert að bera sjálfijm sérvitni. Vér viljum nú athuga þetta ofurlítið nánar. í fyrsta lagi. Engin kona getur verið fullsæmd af mannl, sem hún ekki getur litið upp til, ekki ein- ungis Isem jafningja, heldur sem stjórnanda á heimilinu. í öðru lagi. Þar sem andi Krists ríkir, er aldrei metningur um upp- hefð Þar vill hver vera öðrum fyrri að “veita hinum virðingu.’’ Góð, kristin kona upphefur manninn sinn eins mikið og hún getur, og finst hann aldnei nógu tignaður. Góður kridtinn maðuný virtoir, elskar og upphefur konuna sína, hún er sæmd hans prýði og kóir- óna.’’ Maðurinn er höfuð konunnar, að einis að sínu leyti og Kristur höfuð safnaðarins, en svo segtr Biblían að Guð sé höfuð Krists. En nú hefir faðirinn lagt “alt undir” soninn. gefið Ihonum “alt vald á himni og* jörðu.” Faðirinn og sonurinn er eitt, sá sem hefir séð soninn hefiir og séð föðurinn. Þar er enginn ágreiningur. Er ekki afstaða Krists til föðursins kon- unni sæmileg afstaða til mannslns. í fjórða lagi. Gotur maðurinn ekki gert kröfu til að vera höfuð konunnar nema að hann elski hana, að sínu leyti ein® og Kristur elskaði söfnuðinn. Kristur TTéímt- | aði aldrei neitt af söfnuðinum, semj ekki var hönum til góðs, svo verð- j ur þá maðurinn að vera fullkom- inn í kærlei'ka og nákvæmni við konuna, ef hann vill vera höfuð hennar. Það ber þá hver umönn- un fyrir öðrum. Annars kennir Guðs orð að allir séu eitt í Kristi Maður og kona, þræll og frjáls. Það er óhagganlegt lögmál, að sá isem upphefur sig á annara kostnað, verður niðurlægður, en sá sem auðmýkir sig verður upp- hafinn. Ef konan upplhefur mann- inn mun maðurinn upphefja kon- una og svo gagnkvæmt. Ef einn meðlimur fjölskyldunnar er fús til að þjóna öllum, vilja állij- þjóna j honum. Vilji einn kloma af sér varkunum, vilja ihinir það gjarn- an líka. Þjónustu andi Krists ög kærleikans auðmýktar andi verð- um að ríkja. Eg ihefi verið svo heppinn að eiga góða móður, góða systir og góða kopu, isvö að eg get vel haldið uppi vörn fyrir málefni “Haíði háskalegan bakverk er stafaði frá nýrunumn Mrs. Roland Ferguson, 194 Lake St., Peterþoro, Ont., skrifar:— “I meira en tvö ár, þjáðist eg af kveljandi bakverk. Hafði stundum blátt áfram ekkert minsta viSþol. FaSir minn, sem hefir mikið traust á Dr. Chase’s meðölunum, ráðlagði mér að reyna Dr. Chase’s Kidney- Liver Pills. Eg fór að ráðum hans og fær það mér ánægju að geta tilkynt, að mér batnaði gersamlega. Það er nú meira en ár síðan eg notaði þess- ar pillur og hefi eg aldrei kent mér meins á þeim tíma, en hefi þær samt ávalt við hendina.” Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills 60 cents liylklö, hjú lyfösluni eða Eilmanson, liatea & Co., J.til. Toronto til að elska menn sína, elska börn konunnar eins og mannsins. Faðir sín, vera hóglátar, skírlífar, heim-1 ilísræknai^, góðlátar, eiginmönn- um sínum undirgefnair, til þess að orði Guðs verði ekki lastmælt.” Tít. 2, 3—‘5. “iSömuleiðis skuluð þér, konur, vera undirgefnar mönnum yðar, til þess að jafnivel þeir, sem ef til vill ekki vilja hlýða orðinu, gætu unnist orðalautet við hegðun kvenna sinna, þegar iþeir sjá yðar' skírlífu hegðun í ótta. Skart yðar sé ekki ytra skart með því að flétta hárið og hengja á sig gullskart eða klæðast viðhafnarbúningi, heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrláts anda, sem dýrmætur er í augum Guðs. Því að þannig skreyttu isig einnig forðum hinar helgu konur, er settu von öína til Guðs: Þær voru eiginmönnum sínum undirgefnar, eins og Sara hlýddi AJbrabam og kallaði hann herra.’’ 1. Pét. 3, 1—6. Þér börn, hlýðið foreldrum yðar 'því að það er rétt. Heiðra föður þinn og móður — iþað er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti — til þess að þér vegni vel og þú verðir lang- lífur á jörðinni. Og þér feður, reit- ið ekki börn yðar til/teiði, heldur uppalið þau með aga og umvönd- un Drottins.” Efes. 6, 1—4. Því heimili, sem fylgir þesSum reglum, mun vissulega farnast vel. Sá heimilisfaðir, sem safnar sam- an þannig hugsandi meðlimum fjölskyldu sinnar við altari bæn- arinnar daglega, þarf aldrei að sjá þann góða félagsskap sundrast eða verða fyrir lasti. Það hefir hneykslað marga konu að ritningin skuli tala um, að þær eigi að vera undirgefnar mönnum sínum og að maðurinn sé höfuð bonunnar. En margar eru hinar, sem sjá fegurðina og samræmið I þessri kenningu. Eg vil spyrja þig góða konu, sem ekki vilt að ma$ur- inn þinn sé höfuð iþitt. Viltu að hann isé settur iþér skör lægri? Ertu ánægð með þann mann, sem er þér ytilfjörlegiri? iNei, svarar þú. Eg vil að hann sé jafningi minn, en hærri má hann ómögu- lega vera. Það var nú iswona með mig, að mér fanst eg ekki vilja taka niður fyrii; mig. Eg vildi fá konu, sem ekki átti að vera höf- uð mitt, iheldur eins og ritningin segir að góð kona sé, prýðileg “kóróna” mannsins. Eg leit þá minn hafði stóra lund og stundum vandalsama. Móðir mín gat vel farið með þá lund og umborið hana Eg hafði sem unglingur tölu- vert óþjála lund, systir mín gat furðu mikið umborið hana. Eg hefi dálítið af lund föð- uir míns, sem áður var nefnd. Kon- an mín kann mæta vel að með- höndla hana. Þeir sem nú vinna að því verki að höggva til og móta hvern ein- stakan stein í mannfélagsbygging- una, verða að hafa það fyrir auga að þeir .steinar geti fállið vel í þesea undirstöðu, —- í þennan mikilvæga Ihelga félagsskap. Hver einasti kennari, prestur faðir og móðir verður að hafa það fyrlr auga að gefa heiminum góða móð- ur eða góðan föður. Hver ung stúlka á að hafa iheimili, mann og barn fyrir auga. Hver ungur mað- ur á að hafa heimili, konu og barn fyri^auga. Hirunið er orðið mikið og því mikil þörf á lagfærandi höndum. Pétur Sigurðsson. Þrír draumar. Halldórs Bjarnasonar frá Liltu-Gröf. III. Árið 1886 nóttina milli hins 26. og 27. desember, dreymdi mig þennan draum: Eg þóttist staddur í einhverri stofu þiljaðri umhverfis, hér um bil 6 ál. á hvern veg; þótti mér nobkrir menn þar vera saman komnir. Ræddu þeir um það sín á milli að héðan lægi vegur til ibetri heimkynna, og þeim, sem leit- uðu eftir þeim verustað með trú- aðri ibæn til hins hiirmeska herra, væri vísað eftir ráðstöfun hans til sælli heima. Þegar eg heyrði þetta beiddi eg mann, sem hjá mér var staddur (og mér leizt mjög vel á) að reyna að koma mér á framfæri hið fyrsta er tækifæri leyfðl. Hann hvarf, en kom 'bráðum aftur, vék að mér og sagði, að vistin væri til reiðu, og eg gæti því far- ið að búa mig undir ferð mína þangað. Eg þóttist verða næsta feginn þessu tilboði, og litaðist um eftir öðrum búningi en eg bar. Sá eg þá ihvar lá á borði einu hvít blæja, sem mundi'keta hulið mig S'vb mikið upp til konunnar minn- allan; þótti mér þesisi búningur vel íallinn til fararinnar; fór því strax að afklæða mig úr öllum föt- um mínum, nema skyriu og háls- klæði, og fór að búa mig til að vefja um mig líninu. — Nokkrir þeirra, sem hjá stóðu kváðu þetta brátt ráðið af mér; aðrir mæltu, að eg .gerði þetta á ,hinum hentug- asta tíma, í öllu falli fyrir mig, og þar að auki ákveðnum af æðri stjórn. En nokkrir sá eg að fóru að gráta, sem eg réði að væri ann- aðhvort af því, að þeir söknuðh mín eða vildu fylgjast með, en hefðu ekki heimild til þess. En eg gaf mig lítið að öllu þessu, en var glaður yfir áformi mínu og hinu kærkomna tilboði; vafði því í flýti um mig 'blæjunni; en að því ibúnu fanst mér eg vera hafinn mjög þægilega upp, og var loftið yfir húsinu til engrar fyrirstöðu. — Með hvaða krafti eða hve hátt eg varN hafinn, vissi eg ekki, og ekki verulega neitt um mig, fyr en eg var staddur í yndislega fögr- um og afar-istórum sal.; sá eg þar fjölda af fólki, körlum og konum, sem tóku á móti mér með mesta fögnuði og blíðu; var mér strax sagt, að nú ætti eg að klæðast nýj- um búningi og var mér skjótt færð ur hann og afklæddur blæjunní, skyrtunni og hálsklæðinu; það alt brotið saman, og mér sagt, að sliK- ir hlutir væru, hér ónýtir og yrðu brendir; isíðan var eg færður I hinn nýja klæðnað og furðaði mig fegurð han,s og ljómi, er af ihonum stafaði, og þó var hann einungis hvítur. Síðan voru mér sýndir margir salir, sem voru skipaðir mönnum, sem mér leizt ágætlega vel á, en sumir salirnir voru auð- ir. Hér virtist mér hvað öðru yndiislegra og fanst ein,s og eg gæti engan veginn lýst verðuglega þakklætistilfinningum mínum við himinsins herra (sem eg þó ekki sá) fyrir þá náð, að ley.fa mér að sjá þvílíka fegurð. En sú tilfinn- ing margfaldist þó við það, að mér vair sagt af fleirum en einum af þessum fögru mönnum, að nú væri eg hingað kominn algerlega, og í einunr af hinum auðu söium ætti eg að vera, ásamt fleirum vinum mínum og vandamönnum. Gekk eg þá fram og aftur um marga sali og söng Guði með fögrum rómi hjartanlega lofgjörð fyrir frelsi mitt, ástvina minna og allra manna yfir höfuð, sem sæl- unnar njóta og myndu njóta. Að litlum tíma liðnum kom til mín einn af hinum viðstöddu fögru mönnura og sagðist vilja sýna mer nokkra menn, og þá fyrst, hvernig þeir ihéfðu verið, er þeir skildu við heiminn, og því næst, hvernig þeir litu nú út. Kom hann þá fyrst með menn, sem ýmist (hðfðu mist hend- ur eða fætur, brá þeim síðan af- síðis og kom með þá aftur heil- henta og heilfætta. Þar næst sýndi hann mér holdsveika og limafalls- sjúka menn, brá þeim síðan frá og kom með þá aftur hörundshreina og limaheila. Einnig sýndi hann mér þjáða menn af ýmsum sjúk- dómura og sárum, vék þeim frá og sýndi mér þá aftur alheila, og alt þett^ fólk í ósegjanlega fegri mynd en áður. — Þessu jafnhliða sá >eg um hina dýrðlegu sali svífa ljðm- andi verur, sem mér virtust engl- ar vera, er störfuðu viðstöðulaust að því að leiðbeipa frelsuðum mönnum til óteljandi sælustaða. Þóttist eg sjá (eða mér var sýnt það) iþetta yfirgripsmikla starf þeirra, þótt þeir framkvæmdu það í fjarlægum stöðum. Fundust mér nú herlega rætast orð Jesú Krists: ”í húsi míns föður eru margar vistarverur.” Eg þóttist viss um, að veglegri hústðir myndu til vera eú 'þeir, sem eg nú sá, en eg gat þó ekki skilið, á hvern hátt þelr gætu verið það, svo fanst mér mikið um þessa, er eg sá. Fólk það, sem eg sá hér, taldi eg víst að væru frelsaðir mepn frá jarðríki, því þeir lofuðu Guð án afláts fyrir frelsi sitt og sýndui hin mestu fagnaðarmerki við komu þeirra, sem englarnir færðu til sælunnar hústaða. Eins lýsti gleði englanna því ljóslega, að kærleiki þeírra til mannanna var heitur og hræsnis- laus. Kom mér þá til hugar hve vel athafnir þeirra samsvöruðu kærleikslboðum Jesú Krists, en ó- líkt því, sem alt of oft viðgengst í heiminum, og þóttist eg því sann- færður um það, að iþeir menn, sem aldrei snéru sér alvarlega til Guð® og ekki vildu sinna boðum Jesú. Krists um trú og kærleika, gætu ekki notið hinnar framlboðnu sælu heldur hilytu að ibúa við ófarsæld í myrkrinu fyrir utan, af því a5 þeir hefðu hatað ljósið. Af öllu þessu varð eg hrifinn á ný til að lofa Guð fyrir náð hans við mig, O'g byrjaði að syngja vers- ið: “Heilagur ertu, herra klár.” En þegar eg var búinn að syngja hálft versið, vaknaði eg, og angr- aði mig það, að þettia var aðelns draumur. Heimilislblaðið.. FLUGVÍSUR. Furða’ er síst, þó fólki öllu finnist roða af degi nýjum, frán er spretta flugin snjöllu fram úr tímans gráu skýjum. Þá er líkt og framtíð flaggi fyrir lýða1 stærstu vonum, frelsi,sþránni vorblær vaggi og viðri huga’ í stórræðonum. “Hentug ferð” á himinvegi, hún er þjöða glæsidraumur. En trygg er leið sú enn þá eigi, — örðugleika viðsjáll straumur. Leiðin þannig: Það að hrapa þráðbeinn finst oss trúleiks stigur, en af undrun gjarnt að gapa og góna vá þá, sem vinna sigur„ En vit og snilli að vegahótum. vinna munu, ef herrann lofar, þar til fórnarþreyttir hljótum þjóðleið trygga skýjum ofar. 5 ágúst. 1924 J. Th. Fæti bjargað á fjórum dögum. “Ekkert nema Zlam-Buk hefði ^etað gert það,” segir Mrs. A. Berryman, 190 John street, North HamiltOn, er hún skýrir frá því, hvernig hægri fóturinn marðist undir vagnhjóli og læknaðist við þetta meðal. Holdið var tætt, bilóð- ugt og dökt og það lá við að liði yfir mi^ öskum sársauka. Eg gat varla hreyft mig lengur, er tengdamóðir mín útvegaði Zam- Buk. Hvílík breyting! “Innan tveggja daga var öll bólgan þrotin og holdið húið að ná sínum eðlilega lif. Áður en fjúrir dagar voru liðnir, hafði mór ibatn- að að fullu.’’ ZíamiBuk er framúrskarandi græðandi og sótthreinsandl smyrsl. Lælkna ihúðina fljótar* og hetur en nokkuð annað meðal. Zam-iBuk á engan sinn líka. Fáið ðskju í dag. 50o hjá öllum lyfsöl- um, , eða ókeypis sýnishorn gegn lc frímerki frá Zam^Buk Co. Toironto. ZflMBUK For Htaling!

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.