Lögberg - 02.10.1924, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.10.1924, Blaðsíða 2
fiía, 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓiBER. 1924. Sigfús Sigfússon frá Eyvindará og þjóðsögur Kans. íslendingar hafa altaf verið mikil isögulþjóð. Oð ímyndunarafl þeirra hetfir verið svo víðfleygt og fjölskrúðugt, að þjóðsðgur iþeirra eru einhverjar hlnar fjöl- breyttustu og merkustu, sem til eru. Það, sem þjóðin hefir ekki öðlast í veruleikanum, hefir hún lifað í heimi draumanna og dag- sýnanna. Byrgðir í þröngum döl- um, við erfið kjör, hafa menn flog- ið um fjöll og höf, gist að konunga og annara höfðingja og þegið af þeim miklar virðingar. Þá er dauft hefir verið í moldarkofum, lágum og fannbyrgðum, hefir verið lifað glatt í holtum og hólum, og þegar hreysti og hugdirfð fengu eigi not- ið sín í fullum glæsileik og ekki hlotið makleg laun í daglega líf- inu, var fjallabúum og æfintýra- hetjum skapað líf í ljóði og sögu. Margir h^fa þeir verið á öllum öldum, sem lagt hafa rækt við söguleg og þjóðleg fræði. Og iþví nær allir þessara manna hafa ver- ið sjálfboðaliðar og felstir lifa [ við þröngan kþ)st. Enginn kann j þeirra sögu að segja — og segir j mennings á seinni öldum, þrátt fyrir það, að margt er í því, sem ekki getur tailist imerkilegt eða mikilvægt.. En safnið er ekki ein- ungis fágæt iýsng á hugmynda- lífi þjóðarinnar, heldur og frábær- legá falieg mynd af hveradagslíf- inu. Margar af sögunum koma svo mjög við daglegt líf þeirra manna, sem í raun og veru hafa lifað og ekki eru neinn skáldskapur eða ímyndun, að heilar sveitir og ætt- bálkar eystra eiga þar að meira eða minna leyti sðgu sína. Sést það þegar á því bindi, sem nú er komið út, ogjpun sjást Ibetur siðar. Hygg j eg, að mannfræðingar muni um langan aldur sækja þangað fjár- [ sjóðu, — og í fáum setningum, sem oft eru aðeins skýrngaratriði í sögunum, eygir glöggur lesandi örlagaþræði ýmisra manna svo að nægja mqndi sem efni mörgum skáldum í margar bækur. Eg veit það vel, að Sigfús hefir með safnl sínu unnið eitt af þeim stórvirkj- um, sem þjóðin horfir síðar á með undrun og aðdáun, hvað sem ann- ars má út á það setja. Vel má vera, að einihvern fýsi að heyra meira um Sigfús sjálfan, og vel þýkir mér hann þess verður, að skrifa nokkur orð enn um hann. þar fatt af einum. En vist er það, , , - o *• « * . Ef þú kemur a Seyðisfjorð, sérð að engum þessara manna yrðx full-!, . , . ,., . ... , ., t , . * , . L , ... þú þar ef til vill mann a gotu, þakkað, þo að þeir lifðu nu a dog- * , ,. ... , , » y * i meðalhaan vexti, mikinn í herðum um og þjóðin réði öllu gulli og gimsteinum þeirra, er nú geta sér mestan orðstír og völd með fjár- afla. og þykkan undir hönd. Hann hefir rauða tösku á baki, staf í hendi og stígur fast og þreklega til jarð- ar. Hann hefir hátt og afturíreg- Árið 1855 fæddist Sigfús Sig- ið enni, miklar og þreklegar auga- I1CI Clrt n fi nnlii m X 1? í_- fússon austur á Fljótsdalshéraði Hann er af góðu bergi brotinn, 1 brýr, stórt kónganef, sterklega höku og gránað yfirskegg. Þér 'báðar ættir af helstu gáfumönnum: þykir maðurinn karlmannlegur og n ii,n+„ M T_n m I,' m,i 1. n. u * i. __P — austur þar. Eru ^þeir báðir forfeð- ur hans, séra Einar í Heydölum og Stefán í Vallanesi. Er ætt hans hln sama og Páls og Jóns Ólafssona— og fjöldi alþýðuskálda og fræöi- manrfa á síðustu öldum hefir ver- ið af því kyfti. Sigfús misti snemma föður slnn, en ólst upp hjá merku fólki; var hann snemma bókhneigður, sér- kennilegur og áhugasamur um al’- sérkenniilegur í ,sjón, en þó ekki ófríður eða ferlegur. En augun sérðu ekki, því að maðurinn hefir fyrir þeim blá hlífðargleraugu. Þú gengur til hans og (heilsar honum. íHann nemur staðar og svarar þér sterkri en einkennilegri rödd, svarar skýrt og festulega, einarðlega og þó ,því nær eins og hann sé á verði. Ef þú lætur falla orð um hann, glottir hann við tönn an fróðleik. Þá er hann var vaxinn, j gefur svör og frekjulaus, — og var thann víðsvegar í vinnumensku finnur þú enn, að ekki hefir þú og við sjóróðra, uns hann fór aðj séð manninn allan. Ef til vill býð- Möðruvöllum og var þar við nám ur honum einhversstaðar Inn, tvö vetur. Var hann þá þegar tek-iþig sitjið og hann þiggur hjá þér inn að skrá sögur, og sáu þeir kafifL gérðu nú að hðfuðið er alt Hjaltalín og* Halldór Briem safn hans. Hvöttu þeir hann báðir til starfsins, — og þó að raunar væri næg hin meðfædda tilhneiging, ýtti þetta ærið undir hann. Þá er ihann ihafði lokið námi, fór hann auatur — og hefir síðan lengst ai dvalið þar. Hann hefir verið við heyviniju á sumrum og lengst við barnakenslu á vetrum. Safn sitt það hið mikla hefir hann skrifað, þá er aðrir íhvíldust, skráð mikið af því á hné sér, þreyttur af líkamlegri og andlegri strit- vinnu. Hver stund Og hver eyrir hefir farið til þess að gera þetta safn sem skipulegast og skýrast, sem mest að vöxtum og sem sann ast og réttast, eftir því sem heim- ildir voru fyrir'hendi. Og oftlega hefir höfundurinn átt við að búa misskilning og keksni, ilt aðkast og ónot. Ekki hefir þetta orðið minna fyrir þær sakir, að Sigfús hefir jafnan verið einbeittur og farið sinna ferða, nokkuð skap- harður og óivæginn, er því hefir verið að skifta, tannhvass'og bei3k ur, þegar honum hefir þótt smá- menni og oflátungar troða sér um tær eða vilja skopast að og gera lítið úr íslenskum fræðum eða ís- lenskri menningu. En þá er hann hátt á sjötugs aldri ferðaðist fót gangandi um alt Austurland að vetrarlagi og safnaði áskrifendum að safni sínu, mun hann þó víða hafa fundið það, að margur kann enn að meta slíka menn og vill vera þeim ,þel. Af safni hans eru nú komnir út tveir flokkar, “Sögur um æðstu völdin’’ og “Vitranasögur.” Er það aðeins hvefrandi lítill hluti safns- ins, og fyrsta bindið einna rýrast, bæði að vöxtum og verðleikum. Það bindi, sem nú er komið út, er aftur á móti .hið merkasta og sýnir glögg lega, hve margvíslegar hugmyndir þjóðin ihefir um hið ókunna, eða hve hún er skygn á það, sem al- ment er hulið mannlegum augum. Eru og sögur þessar skemtilegar og flestar skýrari og betur skráð- ar en í fyrsta bindinu. En þess skal þó getið, að enn eru miklu merkari sögur og fróðlegri í safni Sigfúsar. Eru draugasögur hans margar stórkostlegar, um feikn og kyngi, en einkum má þó minn- ast á sögur hans af afreksmönn- um, sem sérstakar í sinni röð. Annars er safn Sigfúsar sem heild einhver hin yfirgripsmesta mynd sem vér eigum af hugmyndalífi al- stórbeinótt og heilaibúið mikið. Fátt mælir hann enn og lítillát- lega, en vel má svo fara, einkum ef talið leiðist að því, er honum þykir mikið um til góðs eða ills, að hann ýti gleraugunum upp á ennið, rómurinn hækki, festan og skerpan í rödinni verði meiri og augun öndótt eða glettin, eftir þvl sem við á. Sérð þú þess merki, að þau hafa verið enn iskærari og skýrari en nú, þó að ekki skorti þau enn þá biæbrigði. Nú hafið þið drukkið fyrri bollann af kaffinu — og laumar <þú þá ef til vill ferða- pela upp úr vasa þínum. Þú býður Sigfúsi, og þá má vera ,að yfir honum lifni, þó að vel haldi hann í hófi látbragði sínu. En nú aetur komið saga gömul og ný, endur- minningar og gamlar sagnir. Og máksé opnar hann töskuna rauðu, sem .í eru skýrt og skipulega iskrif- uð handrit. Bregður hann þá alt I einu við........ og hraðar en þú átt von á, svipbrigðin verða fleiri og tíðari og þú finnur, að f jör og skerpa er honum ekki horf- ið. En eg get ilíka sagt þér það, að varasamt væri fyrir margan þann, sem yngri er, að hætta sér undir högg, ef því væri að skifta. Og Sigfús greiddi þau stundum hér áður á tíð, ef þörf gerðist og á hann var leitað. Munt þú komast að raun um, að á allskonar sögu- legum fróðleik kann hann skil, tímarita útgefandinn heimsfrægi, Adam Willis Wagnalls, — maður, sem með nytsamri iðju hefir reist sér þann minnisvarða í hjörtum þjóðbræSra sinna, er seint mun fenna í kaf. > Adam Willis Wagnalls var fædd- ur aiS Lithopolis í Ohioríki, hinn 24. dag septembermánaðar 1843. Hann var á æskuskeiði, er hinar gömlu Norðurálfuþjóðir sýndust næsta dauftrúaöar á, a'S Bandarík- in mundu lifa af þrautir borgara- stríðsins. Nú hefir keisara- og konungsættum ýmsra þessara vold- ugu og gömlu þjóöa, verið steypt af stóli, en í stað tekiS viö lýð- stjórnar fyrirkomulag, bygt aö mikld leyti á sama grundvelli og stjórnarskrá Bandaríkjanna.— Mr. Wagnalls hafði snemma einsett sér, að komast til menta. Fjárhagur- inn var þröngur og var því ekki um annað að gera, en reyna að vinna sér eitthvað inn. Fyrsta starfið, þótt eigi gæfi mikið af sér í aðra hönd, var það, að ferðast um og selja orðabækur, gegn um- boðslaunum. Merkustu samgöngu- undrin voru um þær mundir járn- brautirnar. Hann átti eftir að lifa það, að bréf bærust á einum degi frá hafi til hafs og að loftför svifu urn hinn endalausa himinsæ. Há- skóli sá, er Mr. Wagnalls stundaði fyrst nám við og veitti honum fyrstu prófskírteinin, veitti honum siðar doktorsgráðu í bókfræði og lögum. Á ungum aldri tók Mr. Wagnalls að starfa i þarfir lút- ersku kirkjunnar og gerðist prest- ur við Fyrstu lútersku kirkjuna í Kansas City, árið 1867. Gegndi hann því embætti um tveggja ára skeið. Tók hann siðan að leggja stund á lögvísi og flutti til Atchi- son i Kansasríki 1870. Hafði hann á hendi bæjarskrifstofusýslan þar í þrjú ár. En starf það, er lengst mun halda nafni Mr. Wagnall’s á lofti, hófst ekki fyr en hann kom til New York 1877, er hann í sam- bandi við Dr. Isáac N. Funk, stofnaði útgáfufélagið Funk and Wagnalls. Nú er félag þetta eitt af stærstu og mestvirtu fyrirtækj- um slikrar tegundar í Norður Ameríku. Eitt hið fyrsta, er þeir gáfu út, var timaritið Metropolitan Pulpit, er siðar hlaut annað nafn og var kallað The Homiletic Re- view . Þar fylgdi á eftir “Schaff- hefir lagt á alt sinn sjálfstæða manni- _ ............... * ' ■ semin einkendu alt hans lif. Vin- nnrn Hvi as þjaÆt &t W p 1 £> W synlegrur. pvl Dr. ■ " '■ || t>Iæ8andd o? bólg- I I li Ba II ínm gylJlnlæí? UppskurCur ónauö. ChanBi Ointment hjálpar þér strax. ÍO cent hylkiC hjá lyfsölum eSa frá Kdrnanaon, Bates & Co., Ijmlted, Toronto. Reynsluskerfur sendur 6- kev-i.=, ef nafn pessa blaBs er tlltek- 1 cont frlmerk* — dóm, á mörg rök og skörp og getur jafnvel látið ærið smellnar vísur fjúka. En vinnir þú vináttu hans, mun þér óhætt um það, að ekkl átt þú annan vin betri til halds og trausts, það er hann megnar. Og viljirðu launa honum, þá er það mitt ráð, að þú greiðir götu safns- ins miklla, því að meira hugsar hann um það en sjálfan sig . . . En annars væri ékki úr vegi ,að þú beittir áhrfum þínum til þess, að heldur ykist styrkur sá, er hann nýtur, því að 4 til 500 krónur eru ekki stórvægileg upphæð mannl við aldur, sem hefir unnið dag og nótt að nytjastarfi fyrir þjóð sína. Maklega væri þeim og Jaunað, sem ráðast í útgáfu þessa safns, ef þá keyptir það og hvettir aðra til þess. Ef þú ert Reykvíkingur, getur :þú fengið bindin, sem út eru komin, bjá Benedikt kaupmanni Þórarinssyni, sem reynst hefir Sigfúsi og safni hans fyr og síðar svo sem góðum dreng og þjóðleg- um samir. Guðmundur Gíslason Hagalín. “Lögrétta.” Herzog Encyclopedia of Religious Konwledge”, “Treasury of David”, eftir Charles Hadden Spurgeon og Dr. Parkers “People’s Bible”. — Mesta og merkasta útgáfu-nýjungin var þó tímaritið The Literary Di- gest, er fyrst kom fyrir almenn- ings sjónir, 1. marz árið 1890. Ári síðar leysti félag þetta annað bókmenta þrekvirki af hendi, er það sendi á markaðinn Funk and Wagnalls’ Dictionary, er talin er að vera ein sú vandaðasta og á- byggilegasta bók, slíkrar tegundar, sem unt er að fá. Nokkru seinna kom út Jewish Encyclopedia í tólf bindum. er lýsir grandgæfilega sögu, trúarbrögðum, bókmentum og siðum Gyðingaþjóðarinnar að fornu og fram til vorra daga. Fé- Iagið auðgaðist mjög að áliti og fé við útgáfu bóka þeirra og tíma- rita, sem nú hafa nefnd verið. Var Mr. Wagnalls um þær mund- ir forseti þess og gegndi hann starfa þeim í samfleytt tólf ár. Um þær mundir gaf félagið út tvær orðabækur, sem í raun og veru ýoru smækkunarútgáfur af hinni voldugu Standard Dictionary, og nefndust þær The Desk Standard Dictionary og The Practical Stan- dard Dictionary, sem komist hafa svo að segja inn á hvert ameriskt heimili og auk þess hlotið feikna útbreiðslu út um allan hinn ensku- mælandi heim. í ritstjórnargrein, sem birtist fyrir skömmu í blaðinu Brooklyn Eagle, er komist þannig að orði: “Við útgáfu bóka eins og “Stand- ard Dictionary og Jewish Encyclo- pedia, hefir bókmjentaheimurinn auðgast til muna. Bókmentir Bandaríkjaþjóðarinnar eiga Mi* Wagnalls meira gott upp að unna, en ef til vill nokkrum öðrum einum Drenglyndið og samvizku- hafa verið “dauð”. Þetta er lofs- verð framtakssemi og vonandi að vel hepnist, einstökum bændum og almenningi í heild til búbætis. — Að klakhúsagerð þessari vinnur nú Jxerra Þórður Flóventsson frá Svartárkoti, og um starf sitt á Suðurlandi i sumar farast honum orð á þessa leið í Lögréttu 12. ág. síðastliðinn: “Eg fór frá Reykjavík 27. maí í Borgarnes, áleiðis vestur að Haf- fjarðará, til að byggja þar laxa- klakhús fyrir Thor Jensen fram- kvæmdadstjóra, eins og eg hafði lofað. Þá var svo að undirbúning vantaði og ekki hægt að byrja fyr en í1; 3°- °g vai" byggingunni lokið 2. júní. Það er það vandaðasta hús, sem eg hefi bygt, aðöllu leyti, og á að taka nálægt 300 þúsund laxahrogn, og var það með 7 glugg- um og alt svo vandað sem eg hafði þekkingu til, því eg var beðinn að hafa það svo En á þriðjudaginn kom séra Kjartan á Staðarstað til 'mín að Rauðamel, og bað mig að koma til sín og byggja klakhús, svo nú fór 1 eg með honum vestur að Staða- stað. Á leiðinni sá eg margt, og það mikið fallegt, bæði landið og ár, og þó einkum Iandslagið, og vegir á- gætir. Til dæmis er þar sléttur olduhryggur, sem gengur frá austri til vesturs, eftir endilöngum sveit- um þar, og á leiðinni vestur að Staðastað sá eg þrjár fremur litl- ar ár, en þó nógu stórar til þess að lax og sjóbirtingur geti gengið upp eftir þeim, enda hafði verið þar veiði áður, en er nú lítil. Ekki sá eg vötn fyr en eg kom vestur að Staðastað, og er þar eitt það fall- egasta pláss, sem eg hefi farið um, það er að segja vesturhlutinn af Staðarsveit. Þar kennir flestra gæða, sem hægt er að sjá á þessum tima árs. Þar eru mörg vötn, sem silungur getur þrifist í, og það nokkuð stór, og eru æðarvarps- hólrrtár í sxpnum og mættu vera i þeim flestum, enda er æðarvarp talsvert á Staðastað. Eg bygði þar klakhús og var þar ekki gott hússtæði, oflitið frárensli, en prest- urinn vildi epdilega láta það kom- ast upp; hann er áhugamikill við búskapinn. Og þegar eg var að enda við það hús, kom Jón Stef- ánsson á Vatnshorni til að sækja Adams Willis Wagnalls. h.ins og þegar hefir verið getið um, lézt þann 3, september síðastl. að heimili sínu Northport, Long Island, einn af ágætustu mönnum Bandarikjaþjóðarinnar, bóka og irnir, sem nú syrgja hann látinn, skifta eigi að eins tugum, heldur tugum þúsunda.” Fram að síðustu tveim árum var Mr. Wagnalls á- valt að hitta á skrifstofu sinni á reglubundnum tima, ávalt til taks að leysa af hendi sinn ákveðna hluta starfsins. Yfir andliti og limaburði, hvildi göfgi sannar- legs prúðmennis, -sem í engu vildi vamm sitt vita. Það stóð öldungis á sama hversu annríkt hann átti, eða hvað á móti blés, hann var ætíð jafn kurteys og ljúfmannleg- ur. Slík var reynsla allra, jafnt hárra sem lágra, er starfað höfðu með honum á einu eða öðru sviði, í því nær hálfa öld. Mr. Wlag- nalls var framúrskarandi iðjumað- ur, slapp helzt aldrei verk úr hendi. Hann var ávalt í samræmi við sjálfan sig, — yíirlætislaus mannvinur, einn þeirra andans að- alsmanna, sem varpa frá sér i allar áttir geislum manúðar og bræðra- þels. Slíkir menn þarfnast ekki minnisvarða úr málrni, því nöfn þeirra geymast helguð í þakklátri endurminningu þjóðanna, öld fram af öld. Klakhúsgerð á íslandi. Allmikill áhugi virðist nú að vera vaknaðar á íslandi fyrir þvi, að auka lax- og silungsveiði í vötnum og ám á íslandi, og láta ýmsir dugn- aðarmenn byggja klakhús á jörð- mig, til að byggja silungs klakhús hjá sér, og fór eg þangað. Þetta er vestur undir Snæfellsjökli. Þar Ijómandi fallegt pláss, og má heita að þar geti verið mikillífsþægindi. Sjórinn er stutt frá, og á Vatns- horni eru tvö silungsvötn rétt við bæinn og er nú mjög lítill silungur í þeim. Vildi því bóndinn að eg bygði þar klakhús og er þar eitt hið allra bezta skilyrði fyrir noturn þess; líka var svo gott hússtæði þar, að varla hafði eg fundið betra Jþað var líkt og á Alviðru í ölv- esij; lika bygði eg þar lítið klak- hús, en snoturt. Bóndinn er frem- ur efnalítill. Þar er lítið æðar- varp, en mætti auka það. Líka er þar stutt sunnan við nokkuð stór á og ofurlítill lax, sem gengur í hana. Þar eiga tveir bæir veiðiréttindi. Þar mætti auka mikið afurðir bæði með æðarvarpi og lazveiði, og þar mætti vera fyrirtaks búskapur. Svo þegar eg kom aftur að Staðastað, til séra Kjartans, lágu orð fyrir mér að koma að “Elliða” til Elíasar og fór eg þangað. Þar eru beztu skilyrði til að byggja klakhús rétt í túninu, enda ætlaði bóndinn að gera það, því þar ná- lægt eru vötn til að taka við seiðum framvegis. Svo fór eg til gamla kunningj'á míns, Hjörleifs Bjarnarsonar á Hofstöðum og var þar nóttina; þar er gömul bygging og léleg. Þar er víst landgott, því hann var að taka ull af geldfé sínu um morg- uninn og hafði það tekið góðum bata. En yfirleitt á þessu plássi allvíða virtist mér að fóður á flest- um búp?hingi hafa verið þar í vet- ur með lang. lakasta móti, sem eg hefi séð, enda höfðu þar verið harðindi mikil i vetur, einkum i .St'iðarsveitinni, og gat eg um það við bændur, að þeir þyrftu að fóðra betur framvegis. Frá Hofstöðum léði Hjörleifur mér fylgd austur að Haffjarðará. Mér sýndist langtum betri afokma í Hnappadalssýslu, og mikið betur fóðrað og betur farið með búpen- inginn. Um kvöldið fór eg að Haukatungu, var þar nóttina og á hvítasunnumorgun léði Páll, bónd- inn þar, fér fylgd austur að Stað- arhrauni, og er þar minni sögu lok- ið um Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslur.” Klakhús þessi eru bygð vorið 1924: , _ , í Mýrasýslu: Á Laxafossi, á Staðarhrauni og i Norðtungu. í Borgarfjarðarsýslu: á Drag- hálsi, á Stórufellsöxl og á Skelja- brekku. í Snæfellsnessýslu: á Staðastað og á Vatnsholti. í Hnappadalssýslu: eitt við Haf- fjarðará og 3 fyrir Thor Jensen. fyrirlestra í einhverju afskektu há skólaherbergi eða samkomusal, og hljómlistarmenn haldi hljómleika með miklum undirbúningi og kostn- aði. Þetta form þykir nú orðið ekki einhlítt til þess að nota þá krafta, sem til eru, og hugmýndin er þessi, að fá listamennina til að gera sig minna kostbæra og koma á þá staði, þar sem fólkið safnast saman, hvort sem er t.d. á góða veitingastaði eða annarsstaðar, og miðla því andlegri hressingu, um leið og menn leita hinnar líkanx legu. Auðvitað er hugmyndín líka gömul, um leið og hún er ný. Mál tækið er gamalt, sem segir: “Ef þú hefir einhverju að miðla, þá láttu mennina ekki þurfa að leita að þér, heldur leita þú að þeim!” Enda var það svo, á tímum gömlu menta þjóðanna, að mælskumenn og lista menn sóttu þangað sem fólkið var vant að safnast saman, og léku þar listir sínar. Það er ekki . mannsaldur síðan það fór að tiðkast, að hafa hljóð færaslátt á veitingastöðum, svo al ment sem nú er. En afleiðingin af bvi hvað sú skemtun er eftirsótt hefir komið mönnum til að hugsa að veitingastaðirnir, svo sem þeir eru nú sóttir, séu einmitt vel lagað- ir til að njóta þar fleiri lista, svo sem upplesturs, söngs, fyrirlestra smáleikja o.s.frv. Enda er þetta viða farið að tiðkast. En það hefir verið að þessu fundið, að yfirleitt sé litið vandað til listanna, það sé mest farið eftir ómentuðum smekk fjöldans, í stað bess að reyna að hafa uppaland áhrif. Þeir sem láta sig varða uppeldi fjöldans, eru því einmitt farnir að veita því athygli, að það þurfi að veita holluin straumum einmitt að þeim stöðum, sem fólkið sækir mest, og til þess eigi að sjálfsögðu að nota þá mentamenn og lista menn, sem til eru á hverjum stað Af því að menn sækja veitingastað- ina í fritímum, sér til hressingar, þá á alt, sem framborið er, að vera með léttum blæ; það á að forðast allan þungan og langdreginn fræða stíl og hafa alt “stutt og laggott” og gefa mönnum tíma til að spjalla saman á milli. Með þessu móti, að hækka lista- og mentagildi þess. sem fram borið er á þessum stöð- um, ætla menn að koma megi í veg fyrir það, að þeir verði, eins og margir nú óttast, til að ala upp slæpingshátt og illan smekk Þess vegna er þessu máli hreyft nú, að liklegt er, að gerð verði til- raun, ef til vill næstu daga, til þess að koma þessari hugmynd í fram- kvæmd hér í Reykjavík. Sést þá hvernig hún gefst. -------o------- List fyrir almenning. Ný hugmynd■ Undir þessari fyrirsögn skrifar einhver X. nýlega í Morgunblað- ið það, sem hér segir: Vegna þess hvað mikið er orðið til af mentamönnum og listamönn- um, hafa víða erlendis verið gerðar ráðstafanir til að láta þá komast : nánara samband við almenning um sínum við vötn og ár er áður ■ Jield7 ,en veriS Gamln la?' voru fiskisæl, en um langt skeiö ^ er það, að mentamenmrmr hald. Eigendaskifti á lista- verkum. Eins og kunnugt er, hafa ame- rískir auðmenn keypt fjölda lista- verka frá Evrópu síðustu ár. Styrj- öldin varð orsök þess, að ýmsir eigendur listaverka í Evrópu hafa neyðst til þess að selja þau, vegna fjárskorts. Mr. Edward H. For- bes, forstöðumaður Fogg Art Mu- seum í Harvard, gizkar á, að frá því í ársbyrjun 1910 hafi listaverk frá Evrópu um 250 miljóna doll- ara- virði, verið keypt af Ameríku- mönnum og flutt vestur. Hér er ekki einungis um málverk og líkn- eskjur að ræða, heldtxr og fornar bækur, handrit o.s.frv. Talið er, að x Bandaríkjunum séu nú fágæt listverk, sem eru um hálfri biljón dollara virði. Mörg þessara lista- verka eru í söfnum víðsvegar um landið, en mörg eru eignir ein- stakra manna. Fyrir tilhlutun kennara við \ Harvard-háskólann, er nú verið að safna í tveggja miljóna dollara sjóð, er nota á til þess, að varðveita þau listaverk, sem flytjast munu til Anxeriku og þar eru nú, Einnig hefir komið til orða, að reisa nýtt listaverkasafn. Listaverkaeigendur eiga að fá að- stoð og upplýsingar frá sjóðs- nefndinni, sem telur það hlutverk sitt, að benda þeim á ábyrgðina, sem hvíli á þeim, er eiga sjaldgæf listaverk, svo þeir gæti þeirra vel og láti þau eigi komast í hendur rnanna, er skortir skilning á þess- um málum. Talið er liklegt, ^ að langt um meira en tvær miljónir dollara safnist í sjóð þann, sem hér er minst á. Fyrir hálfri öld síðan, voru epg- in listaverkasöfn i Bandarikjun- urn. Nú eru 53 slík söfn, þar sem mörg ágæt listaverk eru geymd. Til dæmis um það, hve vaudfarið er með sum listaverk, má benda á, að til dæmis málverkum frá 14. öld, sem hangið hafa i byggingum í ítaliu Jen í þvi landi er rakara loft en í Bandaríkjunum) um 500 ár og lengur, er nxjög hætt við skemdum vestra, þvi loftið er þar þurtara og hús eru þar hituð upp um of á vetrum, svo skemdir geta af hlotist á málverkum. Englendingar eru og að safna fé í líku augnatniði og hér að framan er minst á.—Mbl. ----—o------- lagi þeirra Austurskaftfellinga. Mér satt að segja datt þá í hug, að grein sú væri ekki skrifuð af góð- um hvötum, í Ihans gai'ð, því hún er alt annað en rétt lýsing á fram- klomu Þorleifs í lands og lýða þörfum. Eg ætlaði mér að gjöra dálitla athugasemd við téða grein, en varð seinni til þess en þú. Eg þakka þér fyrir leiðrétting þá, sem birtist í Lögbergi 14. ág- úst; hún er sönn og rétt, um alla framkomu Þorleifs í lands og þjóð ar þarfir, og svo ummæli þín um Hornfirðinga yfirleitt, jþví ekki þekki eg þá að því að þeir séu að vega að mönnum úr skúmarskot- um ,enda var þín von og vísa til slíkra ummæla, því þín hefi eg æ- tíð heyrt getið sem drengskapar manns. Árið 1920 fór eg heim til íslands og var þar ár. Dvaldi um tíma á Eskifirði en lengst af I Hornafirði og Lóni á æskustöðv- um mínum. Þá voru Austurskaft- fellingar nýbúnir að stofna kaup- félag sitt. Nefnd var skipuð bestu mönnum sýslunnar og einn þeirra var Þorleifur Jónsson, og sögðu mér ábyggilegir menn, að hann Hin stórhrífandi St. Lawrence leið til EVRÓPU. Á þriðja farrými Cunard skipanna er ágætis fæði, bestu rúm. Opið skemtigöngu þilfar, fyrsta flolkks afgreiðsla og hrífandi útsýni á hinni fögru St. Lawrence sigling- arleið frá Mlontreal og Quebec á haf út. Cunard Ltnc CANADISKAR SIGLINGAR. Skrifið eftir bæklingi um far- gjöld og siglingar eða finnið um- boðsmann Cunard Eimskipafélags- ins. The. Cunard Steam Ship Co. Ltd. 270 Main St., WINNIPEG, MAN. Foringi leiðangursins er ánægð- ur með ferðina og hefir mikla trú er veiðar snertir á þessum miðum. — Hœnir. væri sterkasta driffjöðrin í þeim a Só6um framtíðarhorfum að því félagsskap, og heyrði eg alment, að menn báru mikið traust til hans bæði í því félagi og öðrum málum þjóðarinnar. Þessvegna fanst mér þessi umtalaða fréttagrein koma að öllu leyti í bága við almennings álitið, og því kom mér í hug eins og þér, að fréttin væri ekki skrif- uð af Hlornfirðingi. Svo er ei.meir um þetta mál að sinni. Eg hefði haft gaman af, að fá lokaðar línur frá þér ,síðar meir, en eg veit ekki fyllilega um áritun til þín. Utaná- skrift mín er sem hér stendur neð- an undir með vinsemd og virðir frá Gísla Jónssyni. 18. septemb. ’24. Wapah P. 0. Man. Œðey. Eftir Guðm Friðjónsson. í fegurðarlendu og friðsælu stöð mig farkostur loksins ber til eyjar, sem mig hefir ávalt dreymt og æðurin helgar séx. ( Nú kem eg til þin á fagnafund og færi þér hjarta mitt, er úar bliki sín ástarljóð um átthaga veldi sitt. En skrúða tignina bezt hann ber er bjasir við hreiður gjörð og lognalda vaggar sjálfri sér í svefnró um stafaðan fjörð. Er eggtiðin birtist og umhyggia vex og alúð við hækkandi sól, er Æðey gersemi allra mest og unaðar höfuoból. Hjá arðsælu metféað eiga dvöl er árbót og lypting sönn. Ef elli getur ei yngt sig hér, er innræti komið í fönn. | Er sigldi eg frá þér um sólarlags- bil ogsá yfir ríkdóm þinn, þá fann eg hvernig þitt aðdrátt- arafl fór eldi um huga minn. Á Æðey sjást ekki ellimörk, hún yngist í raun og sjón. MeS eftirsja lít eg um öxl til þín, er ^ndi minn kveður Frón. —Lögrétta. Frá Islandi. — SeyðisfirSi, 21. ág. Biskupinn, Dr. Jón Helgason, dvelur hér í bænum þessa dagana, Héðan fer hann með GoSafossi til útland. Sildveiðin er heldur að glæðast. Allnxörg skip hafa veitt meira og minna síSustu dagana. Hingað kom i fyrramorgun færevska skij>- ið Skarsten með 300 tunnur og á mánudaginn “Skandia”, skip þeirra Wathnes bræðra, meS 100 tunnur, sem það hafSi veitt suunan viS Langanes. Fiskiveiðaflotanum hér hefir bæzt nýr viSaukj, Er það gufu- skip, sem Wathnes bræður hafa keypt í Norcgi, 108 smálestir að stærð, hið traustlegasta að öllu leyti og gengur II—14 mílur. Er þaS nú fyrst um sinn gert út til síldarveiða, en verður, er því lýk- ur, látið stunda þorskfiskiveiSi SkipiS heitir Skandia og ,vor unx eitt skeið björgunarbátur við Nor- egsstrendur.—H cenir. Fiskveiði við Grœnland Fáein orð Til herra Carls Steinsen, Shell Lake, Sask., sem eg bið herra Bíldfell, ritstjóra Löigbergs um að taka í blað sitt. Fréttagrein Hornfirðingsins 17. júlí í sumar kom mér skrítilega fyrir sjónir ,sérstaklega þar sem talað er um afskiftaleysi br. Þor- leifs Jónssonar á Hólum á kaupfé- 1 júní síðastliönum var hafin fiskiveiða leiðangur frá Álasundi í Noregi vestur fyrir Grænland með tveimur gufuskipum, “Stoi'm- gulett” og “Ameta”. Skipverjar voru Ishafsfarar frá Suðurmæri og forystu hafði skipstjóri fiá Ála- sundi, Elias Stokke, sem einnig stýrði Stormgulan, en leiðangurinn var kostaður frá Þrándheimi. Stormgulen kom 24. júlí til Ála- sunds frá Englandi, þar sem hún hafði selt 30,000 k^. af spröku. Leiðangurinn hefir hépnast ágæt- lega og vakið mikla athygli meðal fiskimanna. Vestan við Grænland út af Góðvon ('Godthaab) reyndu leiðangursmenn fyriir sér, vegna þess, að sökum hafíss vildu þeir ekki fara norður á sprökumiðin fyr en ísinn væri rekinn burtu, og duttu þar niður á æfintýralega auðug þorskamið. Sem dæmi upp á hvað fiskitorfan hefir verið rnik- il, er sagt að fiskur hafi staðiS á hverjum linuöngli.. 1 Á línustuf með 500 krókum, fengu þeir hleðslu á tvær 18 feta “doríur”. Þorsk- urinn var grxðarstor, vigtaSi að meðttali 5—6 kg. þegar búið var að fletja hann. Þegar íslaust varð. héldu leið- angursmenn norður eftir á spröku- j rniðin, og þar hlóðu þeir Storm-] ytllen af sprökxx a 8 dögum, þrátt ! Ijúft aSgöngu og hressir ySur fljótt. fyrir, aö peir ao eins gíetu nota( . jjafi Íæknirinn ekki ráðla&t þaS, þó. mjög stuttar línur, vegna þess hve skuiuS þér fá fiösku af Nuga-Tone hjá sprökurnar voru þungar^ og á miklujdýpi, svo “doríurnar” þoldu ekki áð á þeim værtx dregnar lang- ar línur. Þegar Stormgulen kom til Ája- sunds, lá Ameta enn á þorskamið- unum og beið þess að fá fulla hleðslu. Hraði og Seinlceti. Þegar menn líta í kring um sig '1 Reykjavík, þykjast þeir sjá á henni fagran og mikinn framtíðarsvip. Er það ráðið af stækkun hennar og öðrum hamskiftum nú á nokkrum árum. Énda er von að menn hugsi þannig. Allir, karlar sem konur, eru nú á fleygiferð, daga og nætur. Er ýmist farið á bifreiðum eða á hjólum. Hitt er annaö mál, hvort slikar ferðir séu allar til þarfa eða bílaskrölt og bjölluhljómar eru dá- þrifa. En svo mikiö er þó víst, að lítið hjáróma við dýrtíSarkveinin. Því kvartað er um, að allan fjöld- ann skorti )öt og fæði, .hús og hlýju. En breytnin mælir mótsett. Þegar Bíóin bjóða, skemtanaþráin skipar og dansinn lokkar með daðri sínu, sýnist tólfið uppi á teningn- um. Þá hefir allur fjöldinn nkgu að fórna, tíma fyrir ekkert og seöl- um fyrir silki. En þrátt fyrir alt þetta líf og læti, er farið gróflega seint á öör- um sviðum. Sumt þegar gert, er gjarnan hefði mátt bíöa, en sumt dregið á langa langinn, sem bráö- þörf heimtar. Nú er mikill hluti Reykjavíkur orðinn raflýstur. En þó hefir ekki enn sýnst þörf að raflýsa Laug- arnar. Ef mig minnir rétt, kvört- uðu þvottakonurnar í fyrra undan þessu seinlæti; en bæajrstjórnin liefir farið sér fremur rólega. Og svo er í'ósemin rík þar, að ekkert heyrist um, að framkvæmdin sé í nánd. Þau mannvirki, sem þegar eru gerö í Laugunum, sóma sér illa í skugganum utan við birtuna x bæn- um. Þó hraðinn sé mikill annars- staðar í Reykjavík, er þó mikið seinlæti þarna. Allar líkur til, að hamrað veröi á þessu máli, unz bæjarstjórnin vaknar, já, og vaknar vel Zealot. —Mbl. Mæður og Dætur Kf Yður Líðiir l'.kki Vel—Kf pér Kr- uð 'Pau íi'iivei k laðar Kða preyttar o@ .Makri I it.IíLi-—pá tReynlð Nýja Meðalið, Nupi- Tone. |>úsundum hefir batnað á fáum dög- um við að nota meðal þetta. Nuga- Tone hleypir Ufi og magni í hinar veikluðu taugar og vöðva. Tykur líf- efnin I blóðinu og kveikir nytt fjör. Veitir fólki gðða matarlyst og væran svefn ásamt ðslökkvandi starfslöng- un. JLiíði ySur ekki sem bezt, ættuð þér að reyna meðal þetta, það kostar ekkert, ef yður batnar ekki. pað er lyfsalanum. Varist eftirstælingar. Reynið það I nokkra daga og batni yður ekki, skuluð þér skila a.fgang- inum og fær lyfsalinn ySur þá pen- ingana tii baka. PramleiSendur Nuga-Tone Ieggja rlkt á viS alla lyf- sala, aS ábyrgjast aS skila pbningun- um aftur, ef fðlk er ekki ánægt meS meSaliB. MeSaliS ábyrgst og fæst hjá öllum lyfsölum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.