Lögberg - 02.10.1924, Síða 3

Lögberg - 02.10.1924, Síða 3
LöGBERG FIMTUDAGINN. 2. OKTÓBER. 1924. Bls. 3 Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Sadhu Sundar Singh. • BIÐJIÐ AN AFLATS. Agrip af ræðu, sem Sadhu Sundar Singh flutti í Þrenningarkirkjunni í Kristjaníu. “Bænin er ekki fólgin í því, að sánbiðja Guð um eitthvað, heldur er hún samtal við Guð; hún er andardráttur guðrækninnar. • Oift er beðið um þetta eða hitt; en þó að vér segjum það ekki beinlínis með orðunum, þá má oft ráða það af athöfnum vorum, að vér kunnum ekki að segja með frelsaranum: “Verði ekki minn, heldur þinn vilji.” Sumir spyrja, ihvort vér getum breytt áformum Guðs með bænum vorum. Það gietum vér ekki, en þar á móti getum vér fyrir bænina komiist í skilning um, Ihver áform Guðs séu, að því er sjálfa oss snert- ir, og þá sjáum vér, að áfoirm hans eru oss fyrir bestu, 'og þá langar ossl ekki til að fá þeim breytt. Þá lærist oss að biðja: “Verði ekki minn heldur þinn vilji.” Guð vill ekki aðeins veita okkur þá og þá blessun —hann vill gefa oss sjálfan sig — kærleika sinn, kraft sinn. Þótt ihann gæfi oss allan heimirin, þá gerðum vér oss ekki ánægða með það. Hjarta rvort þráir eitt- hvað meira, því að það er skapað til að vera bústað- ur Guðs — og enginn eða ekkert annað en Guð getur fullnægt Ihjarta voru. Fái hann að gefast oss, gefa oss sjálfan sig, þá veitist alt hitt á eftir, sem minna varðar. Og þá vanlbrúkum vér ekki þær gjafir. Marg- ur deyr andlegum dauða, af því að hjarta hams er fult af hinu hvierfula. Vér verðum auðvitað að f:í þessar jarðnesku gjafir — vér getum ekki lifað án vatns — en deyja munum vér >þó, ef Vér sökkvum oss á kaf í vatnið. — Ef Kriistur er í oss, þá erum vér að isönnu í heiminum, en ekki af iheiminum, íheyrum ekki heimnum til. Og þá verðum vér líka færir um að Ihjálpa öðrum. Bænin er andardráttur heilagra eða trúðara. Bænin er starf U'ífsins í oss. Bænin er það, að lifa í samfélagi við Guð, og ef vér lifum í þvi samfélagi, þá líkjumst vér honum líka. Þá þiggjum •vér ekki aðeinjs eittbvað af honum, heldur veitum honum sjálfum viðtöku.” Einu sinni er Sundar Singh var ofsóttur, varð hann að fela sig í helli einum og var þar næturlangt matarlaus og klæðlítill. Þá Ihvíslaði óvinur sálnanna að honum till að freista hans: “Þú hefir yfirgefið alt vegna Krists, en Kristur gefur þér ekkert í stað- inn.” “En Drottinn >sýndi sig máttugan í veikleika mínum; Ihann veitti mér undursamlegan frið, og í hellisskútanum varð eins og himnaríki á jörð.” Eg tíndi mér nú fáein blöð til að sefa hungrið; þau höfðu annars eigi verið sem best á bragðið, en nú breyttust þau í ljúffengustu máltíð handa mér. Hin Ijúfa návist Krists gerði blöðin svona ljúffeng, þegar eg var Ibúinn að eta, sá eg hvar 40—50 manns komu, -útbúnir bareflum og steinum og höfðu hótanir í frammi. Eg fól mig í Drottins hönd og beið píslar- dauða. En á meðan eg var að -biðja, hurfu mér óvin- ir mínir. Morguninn eftir komu þeir a’ftur og fleiri með þeim, og sögðu mér þá isögu, að eg hefði verið umkringdur af björtum og fögrum -verum. Sjálfur eá eg þær ekki, en Iböðlar mínir sáu þær og -það var enginn hugarburður. Hivernig gátu 50—60 manna inribyirllað sér, að svo væri? N-ei, það var svar við bæn minni. Fyrst gaf Guð mér sjálfan -sig og það nægði — en -síðan veittist mér alt hitt með honum. Mér er ekki mikill hugur á að segja frá þessum undrum, sem eg hiefi reynt; en úr því að eg á að vitna frelsara mínum til heiðurs, þá verð eg að minn- ast á þau. En þau einkaréttindi, sem yður -eru veitt hér á Norðurlöndum, -sem hafið þekt hann frá -blautu Ibarns beini. Gefið þér honum þá líka færi á að birtast í lífi ykkar? Eg óska, að engir skýjaskuggar syndarinnar megi hylja hann fyrir yður. ó, að vér vildum játa isyndir vorar fyrir honum, þá mun hann hreinsa oss af öllu ranglæti og vér munum þekkja hann. Hann fyllir hjörtu yor sjálfum sér. Hann sé í oss og vér í honum.” Abdul Karim. Abdul Karim múhamedingur frá Afganistan ferðaðist til Indlands og dvaldi þar um hrið. Þar tók hann Kriistni. Samúel M. Zvemer, kristniboði meðal múhamedinga, segir fr áþví með hverjum hætti hann lét líf sitt fyrir isína kristnu trú. Hann elskaði Kri-st af heilum hug. Sumarið 1907 varð hann gagntekinn af löngun til að fara til Afgan- istan og boða þar fagnaðarerindi Krists. Þegar hann kom á landamærin hjá Chaman, þá var hann handtekinn af hersiveit Afgana og fóru hermennirnir með hann tiil landstjóranis í Kandahar. Honum var -heitið heiðri -og góðum gjöfum, ef hann vildi afneita Kristi með eiði. En hann vildi ekki. Var honum þá varpað I fangelsi í hlekkjum. Emírinn kom til hans og spurði hann á marga vegu, en Abdul Karim hélt fa-st við játningu -sína. Hann var þá sendur til Kabul með bitil í munni, og allir þeir múhamedingar, sem urðu á vegi hans -slógu í andlit honum, til að sýna honum fyrirlitningu. Loks var * hann þó látinn laus aftu-r. Ætlaði hann þá að reyna að komast til Indlands afturi En í þorpi einu var hann handtekinn aftur og dreginn inn í musteri þorpsbúa og skipað að játa játningu múhamedinga. En Abdul Karim vildi eklki. Þá gripu þeir sv-erð -og hjuggu af honum hægri handlegginn og skipuðu honum að nýju að játa játningu, en hann neitaði því aftur. Þá hjuggu þei-r af honum vinstri handlegginn. En er hann n-eitaði í þriðja sinn, þá varð hann að láta lífið. 'Með þessum hætti lét hann líifið fyrir trú sína á Jesúm Krist, af því að hann vildi ekki afneita hon- um. Hann vissi að þó að hinir grimmu menn gætu deytt -líkama hans, þá gátu þeir ieigi deytt sál hans. Þetta er skýrt dæmi þess, að kri-stin trú, er það sigurafl, sem sigrar heiminn. Þeir, sem myrtu hann, áttu ekki þá trú, sem staðist hefir þessa raun. Hana eiga engir n-ema þeir, sem geta -sagt og sýnt: “Eg lifi nú ekki framar, heldu-r lifir Kri-stur í mér.” ------o------- A saknaðarströnd. Á saknaðarströnd er himnesk -hönd, sem hreldra þerrar tár, með lífsins orð að lemsfcraðri’ önd að lækna hin djúpu sár. Á -saknaðaribraut, í böli’ og þraut er blessun Drottins næst, og þreyttu mfæti’ úr lágri laut þá lyftir jafnan hæst. Því upp til hans er örugg braut í augum hveirs þess manns, er fetar Guðs við friðarskaut í fótspor meistarans. Ó, þér, sem berið saknaðs sár og sorgin djúpa sker, í gegnum ykkar angurstár Guðs anda ljósmagn fer. lOg friðar leyftur ljóma þá á -lífsins djúpu sár, og iblæja Ijóssins breiðist á hin beisku vinatár. Og velt er þungu -bjargi’ á braut er birtan þrengist inn og augun hefjast upp frá þraut í opinn himininn. Þar bro-sir isá er fór oss frá og faðminn breiðir sinn mót þeim er -tsanda ströndinni’ á og stara’ í himininn. Og segir: Vinir, sjáið þér og samfagnið um ileið, að ljósið sem að lýsti mér mig leysti úr allri neyð. Á bak við gröf er sbjart og hlýtt þar blómgast fegri rós. Hver'sál, er þráir sumar nýtt og sífelt meira ljós. (Heimilieblaðið) A. J. Afl móðurbænar, þýtt af Ellu J. Sjöstedt, Kirkland, Wasih. Það bar til einn sunnudagsmorgun, að ungir laga-istúdentar lögðu af stað í -skemtiferð yfir sunnu- daginn. Þeir voru átta að tölu. Þeir höfðu spil og flöskur af víni í vösum sínum. Um klukkan tíu, er þeir voru\ komnir í nánd við skemtistöðvar -sínar, hringdu kirkjuklukkur. Við klukknahljóminn stansaði einn af hópnum og drógst aftur úr, og sagði: “Piltar, eg verð að fara til baka til kirkjunnar, -og sunnudagaskólans.” Einn af piltunum rak upp rokna hæðnishlátur og mælti með mesta spotti: Æ, Jim, hættu nú þessari -vitley-su! hættu að væla um kirkju og sunnudagaskóla, komdu með okkur og vertu góður lagsibróðir.” En Jim ansaði: “Nei, eg fer til ibaka.’” Foringinn fyrir hópnum kom og greip 1 Jim. “Hérna þú, hættu þessum barnas’kap, eða við -skulum hrinda þér í ána. Við skulum sannarlega skíra -þig rétt, komdu nú.” Og þeir ætluðu að beita hann valdi. En Jim stóð sem fastast og mælti.: “Bíðið við piltar, eg veit að þið eruð nógu sterk- ir og -stórir, sjö í hóp, til að henda mér í ána, en áður en þið gjörið -það, lofið þið mér að -segja ykkur sögu: Fyrir fáeinum mánuðum síðan, er eg var að yfirgefa heimili mitt, kallaði móðir mín mig til hvílu -sinnar. Hún hefir legið rúmföst síðan eg man eftir mér. Fæðing mín kostaði heilsu hennar. Eg hefi aldrei séð hana stíga á sínar fætur. Hún mælti: “Sonur minn! Þú ætlar nú að fara út í heiminn til að nema lögfræði, og þú veist að faðir þinn hefir ekki efni á að kosta þig. Þér er því ekki auðið að koma heim á frítímum þínum. Kraftar mínir eru óðum að þverra, Jim, þetta verður líklega í síðasta ski-pti, sem við -sjáumst í þessari veröld, mér þætti vænt um, ef þú krypir hér niður við rúmið á meðan eg legg hendur mínar á hðfuð þitt, og lyfti hjarta mínu upp til Guðs í |bæn.” Eg kraup niður hjá rúmi .hennar, drengir, og hún bað slíkrar bæn- ar, -sem englar hafa ritað óafmáanlega í hjarta mitt. Eg get haft orð thennar yfir eins og hún bað, sem var: að drottinn vildi hjálpa mér til að verða að nýtum og góðum manni. Þegar eg reis upp tók eg báðar þunnu, hvítu, hendurnar hennar í mínar, og mœlti: “Móðir hvað get eg gjört þér til gleði.” Og með tárvotum augum og ásjónu upplýst af kærleikans ljósi kom svarið: “Sonur minn, þú getur glatt mig með þessu: að hafa ætíð í minni á meðan hún móðir þín er á lífi, að á hverjum sunnudags- morgni mi-lli kl. 10 og 11 er hún að biðja fyrir þér, biðja Guð um það, að þú megir verða að góðum, sönn- um og nýtum manni.’’ Þegar eg heyrði -þetta klukknahljóð, vissi eg að þetta var -stundin, sem móðir mín mundi vera að biðja fyrir mér. Hún er að biðja á þessu augnabliki, drengir. Eg er að fara til baka. Eg ætfla ekki að vera huglaus, Iheldur ætla eg að hjálpa til að svara bænum minnar kæru móður. Eg er nú snúinn til Ibaka til kirkju og -sunnudagaskóla. Eg ætla að reyna að verða að sönnum manni.” Hann yfirgaf hópinn og hvarf í stefnu til kirkj- unnar en hinn ungi, hæðni piltur hengdi ihöfuðið, snéri -sér undan til að þerra nokkur tár í laumi, þvt að hann mintist -þá -sinnar móður, sem hann vissi að einnig bað fyrir honum, og forsprakkinn, sem hótaði að hrinda þeim burtfarna félaga í ána, og allir hinir með honum skömmuðust sín, því að þeir mintust að uppi í dölunum millu-m hinna blásveipuðu fjalla voru einnig þeirra mæður með bæn í sál og á vörum fyrir þeim. Þannig skeði það, að þegar hinn ungi maður snéri við til kirkjunnar, þá fylgdu honum eftir hver einasti af þeim sjö félögum han-s. Innan þriggja vikna, voru þessir átta ungu menn orðnir játendur kristinnar trúar, og gáfu hjörtu og líf sín til Guðs, og allir fóru þeir út í veröldina til að gleðja og ibæta mannkynið og kjör þess, og láta -sem mest gott af -sér leiða með sínu kristilega líf- erni. — O gþað_ sem kom þessu af -stað voru bænir móður. “Yeomen Shield” (Lodge paper) Jean C. Dutton. University of Oklahoma. ------------------o------- Aldan mikla. Það telst varla ógn né undur, — að eðliislögum þvílíkt fer, — þá elfan brýtur ísinn sundur, og alla leið til sjávar ’ber. i 1 Það telst heldur ekkert undur að ógnalbjörgin sitji’ ei kyr, hafi dröpinn holað sundur hyllu þá, sem bar þau fyr. . I Það er heldur ekkert unduT, þótt ofan hrynji byggingin, hafi eitthvert tímans tundur tætt í sundur grundvöllinn. Elfan, sem að. ísinn brýtur, „ ógnarbjarg, er fram af hrýtur, húsið, sem að hrörnun lýtur, — það er tímans ógnaralda; æðisgengna hefndin kalda; mannaráð, sem meinum valda. ísabrot að ægi fljóta, umbrot, sem að skemdum Ihóta, verða oft til ibestu bóta. • Svo mun frelsisaldan unga eftir brot og strauminn þunga býsnum eyða böls og drunga. ...Fnjóskur. Auga þitt. Auga þitt er afarnæmt og «11 þín tillit skýr, þótt enginn fái um það dæmt hvað innifyrir býr. Gat það verið glettni ein eða gleymd og þögul ást, sem áðan þér úr auga -skein, er álengdar mig sást. i 1 Mér hitageisla’ um hjarta brá, sem hugar olli lcvöl. því óslökkvandi ástarþrá þar æfi tók sér dvöl. --------o------- Meinvættirnir. Bjuggu fyr í björgum öll -býsn, er ollu meini; einnig þessa tíma tröll tóra í gráu-m s>teini. Islenskan. Þeklcist ekki þægra mál þegar tæpt ^skal stibla; í aflraun ljær hún egghvast stál í ástum töfralykla. Fnjóskur. ------o------- i STAKA. “Auðurinn er sem augabragð,” oft hann fer í skyndi, eins og þeytt sé ullarlagð’ úti í hvössum vindi. FRASÖGN FRÍÐU LITLU. Ekki höfðum við mamma gengið langt frá gos- hvernum, þegar mér þótti hún kalTa til mín og segja: “Horfðu nú á hænsnin! Sjáðu, hvað haninn er ákaf- lega húslbóndailegur yfir hænunni -inni og ungunum; -— hann stendur þarna svo spertur og er að búa sig undir að gala. En hænan er að annast um börnin þeirra, litlu ungana, sjá um að þau hafi nóg að.éta og fari sér ekki að voða.” Eg leit þangað, sem mamma benti mér, og sá alt sem -hún sagði frá. Við stóðum ,svo nokkra stund og horfðum á þessa fallegu fjölskyldu. Mér þótti mest gaman að afchuga ungana; þeir voru -þarna eins og ósköp litlir hnoðrar, og trítluðu til og frá og leiltuðu að ormum og korni í moldinni; þeir voru stéílausir og lítið fiðraðir, því að þeir voru DR. B. J. BRANDSON 2IA-220 MEDICAL ARTS BU>G. Cor. Oraham and Kennedy Sn. | Phone: A-I834 OfOce ttmar: 2—3 Helmili: 776 Victop St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDIOAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office tfmar: 2—3 HeimUI: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDIOAL ARTS BLDO. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Helmill: 723 Alverstone St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graliam and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma,—Er a8 hitta kl. 10.12 f.h. 0g 2-5 e.h. Thlsími: A-1834. HelmUl: 373 River Ave. Tals. F-2691. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklaaýki og aðra lungnasjúkdðma. Er aC finna a skrifstofunni kl. 11_12 f.h. og 2>—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 46 Alloivay Ave Tal- síml: B-315S. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérataklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 t. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victer Ste. Sími A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. þ. Heimili 469 Simooe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talaími A 8521 Heimili: Tala. Sh. 3217 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 McArth™ Building, Portago Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6846 W. J. LINDAL, J. H. LTHDAL B. STKFAN8SON Islenzkir lögfræClngar 708-709 Great-West Perm. Blilg. 356 Main Street. Tals.: A-4963 Peir hafa eionlg skrlfstofur aC Lundar, Riverton, Gimll og Pfney og eru Þar af hitta 4 eftirfylgj- andi timum: Lundar: annan hvern mlCvikudag Riv6rton: Fyrsta fimtudag. Gimlið. Fyrsta miðvlkudag Plney: þrlfija föstudag 1 hverjum raft.nuCl J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 8t. Talsimi: A-8889 Vér leggjum sérstaka álierzlu & að seija meðul eftir forskriftuin lækna. Hln beztu lyf, sem hægt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar þér komlð með forskrliftum til vor megið þjer vera viss um að fá rétt það sem lækn- irinn tekur tll. COI,CLETJGH & OO., Notre Danie and Sherbrooke Phones: N-7659—765» Giftlngaleyfisbréf seld Munið Símanúmerið A 6483 og pantiÍS meðöl ySar hjft. oss. — Sendið pantanlr samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- vizkusemi og vörugæði eru ðyggj- andl, enda höfum vér magrra ftra lærdðmsrika reynslu að bakl. — Allar tegundir lyfja, vindlar, is- rjðmi, sætindi, ritföng, tðbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla r.-.c-ð fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.^ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ghambers Talslmi: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð>ngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstoí’a: Wynyard, Saak, Seinasta mánudag I hverjum mán- uði staddur I Churchbridge. JenkinsShoeCo 639 5otr« Dam* Avenue A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Sclur likltistui og annast um útfarir. Allur útbúnaður sft bezti. Ennfrsm- ur selur hann alakonar minnisvarða og legsteina. Skrifat. talsínai N 6.9« HetmUis talximJ N «39« EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að biða von ör viti. viti. Vinna öll ábyrgst og le-yart af henöi fljðtt og 'vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. A8 baki Sarg. Fire Hal JOSEPH TAVLOR Lí> GTAKSM AÐUR Heimllistals.: St. John 1344 Skrlfstofu-Tal*.: A 3SH Tekur lögtakl bæði hú0&Ulvu»kuM% vsðekuldir, vlxlaakuldir. AfgrMðtr aft sem a8 lögum íytur. Bkrltetofa 255 Maln Stves. Verkstofn Tala.: Helma TaU.: A-8383 A-9384 G I_ STEPHENSON Plumber Mlskonar rafmagnsáhöld, svo aeen straujárn víra, allar tegiindlr af glÖHuni og aflvaka (hatteriee) Verkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðhjólið! Látið ekki hjá Ifða að endur- nýja reiðhjóUð yðar, áður en mestu annimar byrja. Komlð með það nú þegar og látið Mr. Stebbina gefa yður kostnaðar áætlun. — Vandað verk ábyrgst. (Maðurinn sem allir kannast við) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame, Winnlpeg Giftinga og Jarðarfara- blóm með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RPNG 3 skriðnir út úr eggjunufm, fyrir svo fáum dögum og vioru nýfarnir að njóta frelsisins og sjá sig svolítið um í nágrenninu við hænsnahúsið — undir umsjón og aðgæslu foreldra sinna. Þeir voru enn þá of litlir til að fara nokkuð einsamlir, því að ýmislegt getur orðið litlum hænu-ungum að bana, t. d. ef hún kisa gamla réðist á þá, og henni er aldrei að treysta.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.