Lögberg - 02.10.1924, Síða 4

Lögberg - 02.10.1924, Síða 4
JErim. 4 LötíBERG, f ÍMTUDAGlNN 2. OKTÓBER. 1924. Xogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- ombia Preis, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TsUiman N-6327 og N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskríft ti) blaðsins: TKi eOLUNlBIA PRESS, Ltd., Box 3l7f, Winnipng, M«n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The “Lögberg” la printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba. Stríðið í Kína. Blóðugt borgarastríð geysar í Kína. Á yfirborð- inu á að heita, aS barist sé um Shanghai fylkið, sem er stór-auðugt héraS, auk þess að þar er hafnarborgin Shanghai, New York Kínaveldis, og aðal verzlunar- stöð þjóðarinnar. ÁriS 1919 féll þetta fylki undir stjórn landstjórans í Chekiang, en áður var það part- ur af hinu svonefnda Peking-sambandi. Nú er hers- höfðingi Chi Shien-Yuan að reyna að taka það með valdi og leggja aftur undir Peking sambandiS, en hershöfSingi Lu Yunghsiang stendur á móti með öllu því afli, sem hann hefir yfir aS ráSa. Þannig kemur þetta borgarastríS í Kína fyrir augu almennings. En í raun réttri er þetta ekki aðal- ástæðan. Aðal-ástæðan fyrir stríði þessu er valda- fíkn. Óvinátta er komin upp á milli Wu Pei-fu, vald- hafa Norður-Kína frá Yangtze til Mongólíu, og Chang Tso-Ein, einræSisherra i þremur fylkjum Manchuríu, og er þaS í annað sinn, sem yfirmaðurinn í þessum Manchuriu fylkjum gerir tilraun til þess að steypa Wu Pei-fu úr völdum. Hann reyndi það fyrir tveim- ur árum síðan, með aðstoð Sun Yat-Sen, en mistókst. í sambandi við þetta borgarastríð Kínverja er ýmislegt, sem beint snertir Vesturlandaþjóðirnar, t.d. iðnaðarstofnanir þeirra og verzlun, sem hvoru tveggja er í stór-hættu. En það er samt ekki það versta. ÞaS versta er, að strið þetta er sumum VesturlandaþjóS- unum að meiru og minna leyti aS kenna, og hafa þær þar ekki að eins gert sig sekar um undirferli og svik, heldur líka beint brot á Washington sáttmálanum, með því að selja Kínverjum vopn og herútbúnað, sem gjör- ir stríð þetta mögulegt. í þessu sambandi er vert að taka fram, að samKvæmt upplýsingum, sem fram hafa komiðkomið í því ógeðslega máli, þá eiga Bretar og Bandaríkin minstan þátt í sáttmálabroti þessu. ------0------ Kunna Canadamenn að meta sitt eigið land. Eftir að hafa heimsótt suma þá staði í Canada, sem frægastir eru fyrir náttúrufegurð og að vera paradis veiðimanna, farast Mr. Thompson, meðrit- stjóra blaðsins “Field and Stream”, sem er Banda- ríkjamaður, þannig orð: 1 Canada er að finna fiskisælli vötn og fegurri staSi til sumarhvíldar, en nokkurs staðar annars stað- ar í Norður-Ameriku. Frumblær sköpunarverksins hvílir yfir óbygðunum. ÞaS er eina landið i víðri veröld, sem þann frumleik geymir.’ý Svo lætur hann undrun sína í ljós út af því, að Canadamenn skuli ekki meta slíka náttúrufegurð. — “Náttúrufegurðin í Canada hefir meiri áhrif á Banda- ríkjamenn, heldur en hún hefir á ykkur sjálfa”, segir Mr. Thompson. “Hví ferðast Canadamenn til fjar- lægra landa, þegar svo mikið er að sjá og njóta heima hjá þeim? Því byrjið þið ekki á því, “aS sjá Canada fyrst” og hvetjiS aðra til þess, eins og viS gerðum í okkar landi. ?” ÞaS þarf stundum útlendinga til þess aS opna augu okkar fyrir því, sem við hefðum átt að vera bún- ir að sjá sjálfir fyrir löngu. Það er að vísu ekki satt, að náttúrufegurSin í Canada sé af Canadamönnum að engu metin. En þessi gestur vor hefir satt að mæla í því, að viS metum ekki náttúrufegurð Canada og töfraljóma þann, sem hún er umvafin, að verðleik- um, né heldur öll tækifærin, sem þar bíSa veiSimanna. Við leitumst viS að vekja athygli ferðamanna á Canada fyrir hagnað þann, sem við höfum af heim- sókn þeirra. En mesta heimska væri þaS af Canada- mönnum, að skeyta ekki um ánægju þá, sem þeirra eigin arfleifð veitir þeim. Þeir ættu að minnast þess, að í landi þeirra er margt, sem þess er vert aS sjá, og að það eru fáir af Canadamönnum, sem hafa séS fjórSa partinn af því. Mundi þaS ekki verða þeim til góðs og landi þeirra, ef þeir kyntu sér heimaland sitt, áður en þeir fara í skemtiferðir til annara landa?—Free Press. ------o------ Alþjóðaþingið í Geneva og alheimsfriður Undanfarandi hafa allra augu horft til Alþjóða- þingins í Geneva, þar sem verið er að ræða um spurs- mál þaS, sem næst liggur hjarta allra manna, nefni- lega hvernig hægt sé að lyfta hernaðarokinu af þjóð- unum og hernaSarhættunni. Ramsay MacDonald, stjórnarformaSur Breta, hef- ir verið ákveðnastur talsmaður þeirrar stefnu á þing- inu og flutti hann þar ræSu, sem vakti afar mikla eftirtekt. Atriði i þeirri ræðu, sem ræðumaður lagí5i aðal áhersluna á, voru þessi: 1. Að Þjóðverjar og Rússar verði að taka þátt í umræSum á AlþjóSaþinginu, sem þeir væru löglegir meSlimir þess. 2. Bretar geta ekki undirritað samning til trygg- ingai* á friði, á meSan stríðssambönd á milli þjóða í Evrópu eiga sér stað. ' 3. Smáþjóðirnar, sem reiða sig á slik sambönd sér til friðartryggingar, ættu að vita, að í staðinn fyrir aS sambönd þau séu trygging fyrir friSi, þá eru þau friSárspillir og gróðurreitur framtíðarstríða. 4. Gjörðardómur verSur að athuga hvert ófrið- arský, sem nálgast, og eySileggja það. Ekkert annað en gjörðardómur getur komið á varanlegum friSi í heiminum. Máli forsætisráðherrans brezka var svo vel tekið, að sáttmáli var dreginn upp, sem batt allar þjóðir sam- bandsins til þess aS viðurkenna þessa frumreglu og til þess aS beygja sig undir hana og tókst hann svo vel, að friðarnefnd Alþjóðasambandsins gaf honum fylgi og samþykki. Og hefir sá sáttmáli legið til um- ræðu á þinginu undanfarandi. Nokkur mótmæli komu fram gagnvart ýmsum atriSum hans. Frakkar voru honum samþykkir, en héldu fram, að til þess að fram- fylgja honum, þyrfti hervald—að mennirnir, þó á- setningur þeirra væri góSur, þyrftu svipuna, eða rétt- ara sagt, sverðið og fallbyssuna, til þess aS framfylgja honum. Italir gjörSu og athugasemd, og kváðust ekki reiðubúnir að undirrita viss atriði hans. Þó horfðist vænlega á meS samkomulag um þessi atriði, þar til siðustu viku, að Japanítar neituSu ákveSið að ganga undir skilyrði þau, sem sáttmálinn setur, og stendur máliS þannig nú, er þetta er ritað. Crows Nest samningurinn. Ein sú harðasta senna, sem nokkru sinni hefir háð verið í Canada, stendur nú yfir í Ottawa út af Crows Nest samningnum alkunna. Eins og menn muna, var samningur sá, sem er nokkurs konar “Magna Charta” að því er flutningsgjöld á járnbrautum í Vestur-Canada snertir, settur til síSu á stríðstímun- um, og Canada Kyrrahafs brautarfélaginu leyft að færa upp flutningsgjald á öllum brautum sinum á stríSsárunum. Svo þegar stríSinu lauk, fékk félagið að halda áfram að setja sin háu flutningsgjöld þar til í sumar 7. júli, að Kingstjórnin í Ottawa neitaSi und- anþágu frá samningnum, En þá tekur félagiS upp á því, að lækka flutningsgjöldin að eins á þeim brautum, sem félagið átti og starfrækti, árið 1897, þegar þessi samningur var gerður, en ekki á öllum brautum sín- um, eins og samningurinn þó ótvíræðilega meinar. SíSan hefir félagið haldið þeim hætti sínum og mál- inu var skotiS til járnbrautarmála nefndar ríkisins og þar stendur slagurinn nú. Lögfræðingar Kanada Kyrrahafs brautarfélags- ins halda fram, að Crows Nest samningurinn hafi verið úr gildi numinn/árið 1903, er járnbrautarnefnd rikisins var skipuS með lögum og að það sé alveg á valdi nefndarinnar að gjöra við málið hvað sem henni sýnist, og einn af nefndarmönnum, Mr. Boyd, tók há- tíSlega í þann streng og tók fram, aS þó að samning- ur þessi hafi haft lagalegt gildi, þá hefði lögmæti hans og réttur þeirra manna, sem undir honum nutu rétt- inda, verið numinn úr gildi meS járnbrautanefndar- lögunum 1903. Talsmenn allra Vesturfylkjanna, margra félaga og járnbrauta félaganna beggja, eru á þingi þessu. Ekki er gott að segja, hver endir verður á þessu máli, eða hvaSa dóm járnbrautanefndin kveður upp í mál- inu, en hætt er við, að stjórnin verði að taka í taum- ana, ef rétti almennings í Vesturfylkjunum á ekki aS verSa hallað. —-----0------ Jóns Bjarnasonar skóli, Hann byrjaði tólfta aldursár sitt á miðvikudaginn í síSustu viku, í sinni eigin byggingu, með fjórum kennurum, og hefir nú verið stækkaður eða færður út yfir tvo lægstu bekki háskólans fjunior collegej. Saga Jóns Bjarnasonar skóla er flestum Vestur- Islendingum kunn, svo ekki er þörf á að rekja hana hér, en á nokkur atriSi hennar, sem hvað minst hefir boriS á, mætti drepa í sambandi viS þetta tækifæri. I. Vinsœldir. ÞaS hefir einhvernveginn komist inn i meSvitund sumra manna, að Jóns Bjarnasonar skóli væri óvin- sæl stofnun—að þaS væri á tilfinningu margra, að hún væri óþörf og hefði eiginlega ekkert verulegt verk að inna af hendi á meðal Vestur-íslendinga, sem, eins og Vestur-lslendingar komast stundum að orði, “borgi sig”. Dálítið hefir veriS gjört að því, aS vekja þessa* hugsun gagnvart skolanum á meSal Vestur-Islendinga, sérstaklega fyrst í staS, á meðan að skólamál vort var í nokkurs konar þoku í hugum manna og skólastofn- unin sjálf á mjög veikum fæti. En þó hefir sú hugs- un aldrei náð sér verulega niðri hjá alþýðu manna í Vesturheimi, heldur hefir hið gagnstæða átt sér stað, að henni hefir skilist æ betur meS hverju líðandi ári, aS það bezta, sem vér hin eldri eigum í fari okkar, endurminning komandi kynslóSa Vestur-íslendinga um sameiginlegan feðraarf og framtíðarmöguleikar fyrir því, aS láta hann bera ávöxt í lífi sínu og ann- ara, er alt bundið við mentastofnun, sem þeir sjálfir eigi og beri andlegt ættarmót þeirra. Þeim hefir líka skilist og þaS skýrar með hverju líðandi ári, að erviSleikarnir með að ná til hinnar upp- vaxandi íslenzku kynslóðar meS áhrif þau, sem þeir þrá að geta haft á hana í sambandi við arfleifS þá, sem þeir unna og hefir reynst sjálfum þeim ábyggi- legastur áttaviti í baráttu þeirra fyrir lífinu, hvar svo sem þeir hafa farið, eru ægilega miklir og eru alt af að verða meiri og meiri, eftir því sem hún færist lengra út í hið innlenda þjóðlif, og þeim hefir skilist, að skólinn er líklegastur allra stofnana á meSal þeirra til þess að geta gjört það, þegar fram líSa stundir. Alt þetta og margt fleira hefir búiS i huga Vestur-íslendinga og býr enn í sambandi viS skólann. Vér sögðum, að það hefði komist inn í huga sumra Vestur-íslendinga, að skólinn væri óvinsæll, og satt að segja finst oss, að stundum hafi alt of mikið verið gjört úr því og þeirri hlið haldið of mjög á lofti, því oss finst, aS þaS sé misskilningur. Þegar vér rennum huganum yfir sögu skólans, þá finst oss einmitt, að meira beri á hinu gagnstæða—beri meira á vinsældum skólans. Það er ekkert að furða sig á, þó sú stofnun hafi ekki náð óskiftu fylgi Vestur-Islendinga. ÞaS hefir engin stofnun þeirra á meðal gjört og gjörir aS lík- indum aldrei, því er nú ver. En Jóns Bjarnasonar skóli hefir frá byrjun átt þeim vinsældum að fagna, að þeir hafa séS honum farborSa—lagt honum til starfs- fé í ellefu ár—í ellefu þau erfiðustu ár, sem yfir þá og þetta land hafa komiS, með þeirri rausn og myndarskap, sem líklegast er einsdæmi í sögu þessa lands, þegar tekið dr tillit til þess, hve fámennir Vest- ur-íslertdingar eru í samanburði viS aðra þjóSflokka, sem sýnir og sannar, að skólinn á ítak í hjörtum og viljakrafti fjölda Vestur-íslendinga, sem hafa séð honum borgiS í liðinni tíð og munu gjöra það á kom- andi árum. II. Vöxtur skólans. Þessi skólastofnun var eins og unglingur, sem er aS leggja á staS út í lifiS til þess ekki að eins að ryðja sér braut, heldur líka til þess að vinna vist verk og ná settu takmarki. Á braut slíks æskumanns eru ávalt erfiðleikar og jafnvel torfærur, og sigur lífs hans er að yfirvinna þær. Þannig hefir það veriS og er meS þennan skóla. Hann átti og á viS erfiðleika að stríða. Fyrst skort á sæmilegu húsnæSi, þar sem bæði kennarar og nem- endur gætu notið sín. En úr því er nú bætt með sómasamlegu heimili, sem skólinn á sjálfur. Fátækt, sem gjörði reksturskostnaðinn óvissan og forstöðu- menn skólans oft kvíðandi. En Vestur-Islendingar hafa styrkt hann meS styrkum armi, svo kvíSinn hef- ir horfið og skólinn ávalt haft viðunanlegt starfsfé. Samkepnin við fnnlendu skólana, sem höfðu gnægS fjár og gátu því launað kenslukrafta eftir þörfum, en sá þröskuldur hefir skólanum aldrei verið óttalegur. Hann hefír frá byrjun verið svo lánsamur, aS geta haft ágætis kennara—fólk, sem lagði sig fram til þess, að láta verk sitt verða að liSi, — fólk, sem vann ekki aS eins fyrir kaupi sínu, heldur velferð skólans og bar ávalt hag stúdentanna fyrir brjósti, enda hefir skólinn skarað fram úr öSrum skólum að því leyti, að fleiri stúdentar hafa staðist próf frá honum, heldur en nokkrum öSrum skóla í fylkinu, þegar miSað er við nemendafjölda. Dálítinn kvíðboga báru menn í byrj- un fyrir því, aö bæöi stúdentum og öðrum mundi þykja stofnun þessi óvirðuleg, þegar hún væri borin saman við aðrar skólastofnanir i þessum bæ, sem væru reisulegri og skrautlegri. En á því hefir aldrei boriö, enda er sú hugsun heimskuleg, þvi reisulegar og skrautlegar byggingar hafa aldrei aukið þekkingu og andlegt atgjörfi nokkurs nemanda, heldur þaS, sem fram hefir farið og fer innan veggja bygginganna, hvort heldur þær eru skrautlegar eða hversdagslegar —heldur kenslan sjálf, og samband nemenda og kenn- ara. Þessi skrauthýsis hugmynd manna í sambandi viS skólahús í þessu landi, hefir gengiS svo mjög fram úr hófi og bundið mönnum svo ægilegan bagga, að bera, sem í mörgum tilfellum að hégómagirndin ein veldur, aS menn ætla að sligast undir henni. Með þessu er ekki sagt, að skólahús eigi ekki aS vera sóma- samlega úr garSi gjör, en millibilið á milli þess og hins, að rembast við aS koma upp skólabyggingu, sem meiri sé og skrautlegri heldur en skóli nágrannans, er mikiS, og hjá þeirri heimsku hefir Jóns Bjarnasonar skóla tekist að stýra og leggja aðal áherzluna á verkiö innan skólaveggjanna—á kensluna. Og með þessari stefnu hefir skólinn þroskast ár frá ári og nemendum fjölgað. III. Framtíð skólans. Heyrt höfum vér menn efast um framtíöar mögu- leika þessa skóla og jafnvel framtíðar tilverurétt, og það menn, sem hafa nefnt sig þjóðræknisvini. Um framtiöar tilverurétt skólans getur naumast verið að deila. ÞaS er enginn maSur eða menn til, sem geta bannað hann. Hitt er dálítið annað spursmál, hverjir að séu möguleikarnir til þess aö tryggja fram- tíðar tilveru hans um lengri tíma, og kemur þá til greina, hvað mikið aS Vestur Islendingar vilja á sig teggja til þess að tryggja framtíð hans, eða réttara sagt, til þess að tryggja hugsjónir þær, sem gefa skól- anum tilverurétt sem sérstakrar stofnunar, en það er að halda hinni ungu íslenzku kynslóð viö föðurgarð og feSraarf, aS svo miklu leyti, sem unt verður að gjöra það í framtíSinni, að vera miðillinn á milli hennar og þess, sem feður hennar áttu dýrast í feðra- arfi sínum, að setja vestur-íslenzku kynslóðirnar í samband við uppruna sinn og ættstofn og kenna þeim að þekkja sig sjálfar. Það er verkið, sem þessi skóli er aS vinna, og það er verkið, sem hann á að vinna í framtiðinni og sem' hann einn getur unniS. Spursmáliö er, hvers virði er mönnum þetta? Er sá eigindómur, sem sál Vestur-Is- lendinga geymir fegurstan, þeim svo mikils virði, aS þeir vilji á þenna hátt, þann eina hátt, sem til er, tryggja eftirkomendum sínum hann? Vér erum ekki í minsta vafa um, að þaS er vilji mikils meiri hluta Vestur-Islendinga, aS gjöra það, því þeir hafa sýnt það og sannað með þvi að halda skólanum við fram á þenna dag, og þeir hafa sýnt þaö meS þjóSræknissamtökum, aö þeim er ant utn þann arf feðra sinna. Skólinn og þau samtök eru af Sömu rót sprottin og ættu því að geta orðiö samferða að efling þess, sem kringumstæður þær, sem við eigum viS aö búa, gjöra hagnýtastar fyrir framtíöina, en það er sú starfsaðferð, sem nær til huga og hjartna hinn- ar ungu kynslóöar og getur haft áhrif á stefnu henn- ar í þessum málum og gjört líf hennar fegurra og þróttmeira, hvað svo sem oss, hinum eldri líður. Ef Vestur-lslendingar gætu allir litið á þjóð- ræknismálið frá þessu sjónarmiöi. Ef þeir gætu allir veriö eitt um það, að tryggja eftirkomendum sínum í þessu landi aðgang að stofnun þar sem þeir gætu notið og numið það bezta, sem lifsreynsla feSra þeirra hefir að bjóða, þá væru þjöðræknissamtökin búin aS koma miklu góðu og þörfu til leiðar. En hvernig sem meS þau þjóðræknis samtök fer. Þá er framtíð skólans björt. Hópurinn, sem frá skólanurrt kemur árlega gjörir vinahóp skólans sem breiðist út um allar bygöir Vestur-Islendinga, stærri með hverju árinu, og innan skamms verður það fólk leiðtogar á meðal Vestur-íslendinga á hinum ýmsu starfssviðum. Vinahópur skolans á meSal hinna eldri Islendinga, fer lika stækkandi með ári hverju og síöast lofar samvinnustyrkur, sem fenginn er frá frændum vorum Norðmönnum, mikils í framtíðinni. Styrkur, sem veittur er, án þess að krefjast nokkurra áhrif í stjórn eða tilhögun skólans. Framtíð Jóns Bjarnasonar skóla hefir aldrei verið eins björt eða lofað eins miklu, fyrir þroska og framgang skólans eins og nú í dag. Við hjarta náttúrunnar. í Rod and Gun tímaritinu nafn- kunna ritar kona ein eftirtekta- verða grein og sökum þess að frá- saga .hennar er eitt hvað svo hress- andi og frábrugðin því sem menn eiga að venjast á þessum vellyst- inga tímum iþá birtist hún hér í lauslegri þýðingu. “Fyrir tveimur árum síðan vor- um við á meðál stórborgarb'úa áttum yndislegt heimili með ollum nýtísku þægindum. “Frá barn- æsku 'hafði maðurinn minn þráð hið frjálsa land líf og ávalt 'haft ógeð á hinu glitrandi félagslífi borganna. Við áittum vinafólk á Vestur-Indversku eyjunum, sem hafði boðið okkur til sín og hafðl eg tekið því tooði og ráðið við mig að fara, en manninum mínum, sem var orðinn hugfanginn af norður héruðum; Canada og tæíkifærum þeim, sem þar toiðu málmleitar- manna var ekkert um að fara. Svo við komum okkur saman um að Ihalda sitt í hvora áttina. Hann norður, en eg suður. Svo leið eitt ár og þó eg væri hugfangin af feg- urð ihitatoeltisins, iþá fór mig að langa til þess að komast aftur í kaldara lofitslag því hitinn var sár- þvingandi, þrátt fyrir hafrænuna sem lék um mann frá hinum toláa og yndisfagra Caribiska-hafi, með sínum löngu og mjóu kóralrifum er aldan hvítfext félíl um. í toréf- um þeim, er eg fékk frá mannin- um mínum sagði hann mér frá hinu áhyggjulausa og frjálsa lífx er hann nyti í Norður-Canada og ætti svo vel við hann og sagðist hann dvelja þar lengst norður í ð- bygðum ásamt tveimur félögum, sem væru líka að leita eftir málm- um. Málmleitin er svipuð faraldsótt að því leyti að hún er smittandl; nú er svo komið að málmfræðin er búin að ná algjörðu valdi yfir mér. Hvar sem eg sé istein, er eg hefl ekki séð áður er eg ekki í rónni fyr en eg er toúin að ibrjóta hann í sundur aðeins til þess að sjá Ihivernig að hann lítur út að innan. Stórauðugar námur hafa nýlega fundist hér rétt í nágrenninu svo það er aldrei að vita nær maður dettur ofan í lukkupottinn. Til þess að fara fljótt yfir sögu þá hittumst við hjónin aftur, til þess að tala um árið liðna og tala okkur saman um framtíðina. Eg var orðin dauð- þreytt á félagslífi toorganna, á ihinni toreytilegu tísku og k!læða- tourði, því eins yndislegt og það var að vera á Vestur-Indíu-eyj- unni þá var ekki Ihægt að loka augum fyrir því að fólkið þar var þrælar móðs og tísku. Aftur sr hinn toóginn fanslt manninum mín- um stíft hálslín óþolandi eftir að vra orðinn vanur ryerkafötunum að þessu leyti kom obkur toáðum saman. í samtali okkar hneigðist hugur og tal mannsins míns ávalt að hinni hrífandi náttúrufegurð og frjálsa lífi í óbygðum Norður- Canada. Svo mér varð einu sinni að orði, “mér finst eg sé farin að elska lífið í ótoygðunum líka” og áköf sem toarn Ihélt eg áfram. “Látum okkur selja eignir okkar hér og fara norður.” Hann tók fremur dauflega í það Og mælti: “Við þurfum að athuga það spor vel áður en við stígum það. SegJ- um að þú þyldir ekki áreynsluna sem því er samfara að hrjótast í um vegleysur, forarflóa og vera svo úti í tjaldi í misjöfnu veðri.” Eg svaraði ó'hikað: “Eg hefi ásett mér að fara,” og við fórum. Aldrei hefi eg séð eftir þeim úrskurði mínum og í dag eftir tveggja og hálfs ár,9 dvöl er mér lífið í hin- um aðdáanlegu norður héruðum kærara en nokkru sinni fyr, þar sem ihvorki er um að ræða húsa- leigu né skatta, þar sem hneykslis- mál þekkjast ekki (því engir eru nágrannarnir) og eldiviðar-reikn- ingarnir ergja engann, því menn hafa víðáttumikla skóga til þess að ganga í. Viljið þið fylgjast með okkur á eimlestinni? í þrjá daga höldum við áfram og að þeim liðnum verð eg fyrir mínum fyrstu vonbrigðum þegar við fórum af lestinni, þvi þar var hvorki hús né stétt né bið- pallur íaðeins Ibrautarstæðið ög landið á báðar hliðar óbygt. En þarna var okkur sagt að fara af lestinni, svo það var ekki um ann- að að gjöra ogþegar lestin var far- in stóðum við þarna ein og yfirgef- in úti í viltri náttúrunni og hvergi hús að sjá nema kofa dálítinn er húkti uppi á ,hæð ,skamt frá þar sem við stóðum. Við Ihéldum þang- að 0g þá var þetta toæði gestgjafa- hús, pósthús 0g aðalbúðin í hérað- inu. Staður þar vegfarendur gátu leitað sér allra upplýsinga sem húsráðendur gátu veitt og nokk- urs konar slúðurstöð alls Ihéraðs- ins. Klukkan var um 6 e. h. er okkur bar þar að garði. Eftir að kveld- verði var lokið fengum við rúm- mynd til þess að sofa í, sem við máttum vera þakklát fyrir. 'Morguninn eftir vorum við snemma á fótum og tojuggumst út- ferðar. Klædd í reiðbuxur, ullar- skyrtur, sterka skó, isem voru járn- reknir að neðan svo tojuggum við út toagga okkar og tók poki manns- ins míns frá fimtíu til hundrað pund en minn tuttugu og komst eg að raun um það síðar að það var næsta nóg. Svo héldum við af stað og gengum hratt ánægð og á- hyggjullauis út í hið víðáttumikla og óþekta Norðurland. Um miðjan dag hvíldum við okkur.. Kveiktum eld og hituðum okkur te og borð- uðum miðdagsverð, svo héldum við áfram eftir mjóum stíg eða götu, sem lá í gegnum skógar- lendur miklar og fagrar. Klukkan sex um kveldið settumst við að og reistum lítið tjald, sem við Ihöfðum meðferðis, kvistuðum lim af trjánum og breiddum á jörðina, sem ekki var aðeins mjúkt sem sæng heldur fyltu tjaldið með ilm ‘SÍnum. Matreiðsluáhöld, sem við höfðum með okkur voru eins fá Og einföld eins og við gátum komist af með og í stað torauðs bjó eg til flatkökur á pönnu að isiði námu7 manna og varð brátt leikin í þeirri list. Þess skal minst, að hin marg- ibreytilega náttúra og fegurð henn- ar, sem daglega toar fyrir augu mér, var mér ný opintoerun og mun eg aldrei gleyma fyrstu áhrif- um, sem slíJct Ihafði á mig. Stund- um fórum við í gegnum lága lundi og jafnvél í gegnum Ibleytufen, þar sem ibifurinn hafði gyrt isér svæði og þar fyrst sá eg með hve mikilll list þessi litlu dýr toúa um slg. Verk þeirra var að sjá alt í kring- um mig og verður manni á að halda þegar maður virðir verk þeirra fyrir sér að eðlis ávísan, eða greind þeirra sé á nærri einis háu stigi og mannanna. Dag einn, snemma morguns kom- um við að læk einum án þess að til okkar heyrðist og voru marglr bifrar þar að vinnu. En alt í einu heyrðum við smell, eins og skotl hefði verið lhley.pt úr marghleypu. Bifurforinginn, ,stór og feitur toif- ur ihafði iskelt flötum halanum á vatnið og á augatoragði Ihvarf hver einasti þeirra. Einkennillegt þótti mér að á þessu isvæði höfðu stör tré verið feld og söguð í toúta suma langa, aðra styttri og hafði eg orð á því við manninn minn að eln- hverjir ihefðu felt hér skóg. En hann sagði að það væri alt eftir toifurinn. Eg hélt fyrst að hann vær að gjöra gamni isínu, en síðar skildi eg þetta. Hvað eftir annað hefi eg heyrt tré fa'lla í skóginum í kyrlátum bveldum það eru toifr- ar að fella tré svo naga þeir trén í toúta með flötum beittum tönnum. Svo draga þeir eða velta toútunum niður á vatnstoabba eftir torautum sem þeir hafa válið og merkt 1 gegnum skóginn. Svo reka þelr bútana á undan sér oft út á mið vötn og draga þá svo undir toús sín sem þeir hafa toygt isér þar og geyma þar oft sex fet ofan í vatnl unz þeir þurfa á toerkinum að halda. Aldraður veiðimaður. sem toeima á skamt frá okkur hefir sagt mér undursam'legar sögur af dýrum þessum og þeirra margvíslegu Ihátt um. En þó eg dáðist að því sem eg hafði séð þá gera og að merkjun- um um athafnir þeirra þá var það ekki fyr en eg sá eina af hinum stærri toyggingum þeirra sem mér féllust toendur. Við komum að straumharðri á sem var um sextlu fet á breidd er við urðum að kom- ast yfir svo framarlega að við vildum halda áfram ferð okkar I þá átt sem við höfðum ásett okkur að fara. En þar var ekki um toát að ra>ða nema að toyggja hann á staðn um. Þá var það sem eg kom auga á það sem skaut mér skelk í bringu Yfir ána sá eg 'liggja torú um 6—8 fet þar sem hún kom ofan a vatnið og mjókka ,svo upp þar til að hún var ekki meira en frá einu til eins, og hálfs fets að ofan. Að ofan var moldarhryggur á henni og stóðu spýtur út úr honum ai- staðar. Bifur stíflur. Ef að menn hugsuðu til þess að komast yflr ána á henni varð maður að ganga efst á ihryggnum. Árangurslaust reyndi maðurinn minn að hug- hreysta mig og telja mér trú um að það væri með ðlllu óihætt fyrir mig að ganga eftir stíflunni yflr ána og að það væri mesta Iheimska að vera hrædd og þó eg væri að því komin að tárast þá ásetti eg mér að gjöra ekkert uppistand en lagði út á stýfluna og komst klakk- laust yfir. En þegar yfir kom leist mér ekki á tolikuna. Landið þar hafði verið vaxið þykkum skógl, sem eldur hafði nærri eyðilagt og lágu geysistórir trjábolir þvers og endilangt um alt svæðið, sem farmundan var og var eg þakklát fyrir góðan staf, sem eg hafði í hepdi, því yfir þær torfærur var ekki auðhlaupið og það kveld datt eg út af eOfandi áður en eg vissi af. Stundum dvöldum við þrjá og fjóra daga í sama stað, þar sem útsýni var fagurt og hvíldum okkur og nutum útsýnis, sem bæjarfólk- ið hefir tovorki séð né dreymt um.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.