Lögberg


Lögberg - 02.10.1924, Qupperneq 5

Lögberg - 02.10.1924, Qupperneq 5
IiötrUERG, FIMT UDAGINN 2. OKTÓBER. 1924. Abyrgðarskjal er í hverjum 24 pd. eða stcerri poka. ont 'Monfy Back' ROBtN HOOO FLOUft IS CUftRkNTCCO TO CIVC VOU BCTTCR SABSFACTlON THAN ANT OTMCR FLOURWUCO IN CANAOA TOUR OCALCR IS AUTMORlTCO TO RCFUNO tmc ruu purchasc PRtcc witm a 10 pcr ccwt pcn ALTT ADOCO. IF AFTCR TWO iARINCS TOU ARC NOT TMOROUGMLT SATISriCO WITM THC FLOUR ANO WIU RCTURN THE UNUSCO PORTION TO MIM ROBIN HOOD MILLS. LIMITED #-*** Robin Hood Flour Hjálpar Góðri Eldabusku til að gera Betri Bökun en ella. Robin Hood Mills Ltd MOOSE JAW CALGARY Kveld eitt höfðum við reist tjald okkar á hæð einni. Tunglið helti geislum isínum yfir 'láð 0g lög og líka yfir dálítið tært vatn, sem lá spegilfagurt fyrir neðan hæðina. sem tjaldið stóð á og tvö stðr og tíguleg elgsdýr, sem þar voru að drekka. Aðra nótt tunglsljóslausa og dimma sváfum við í tjaldi okkar og vaknaði eg við það að eitthvað ógurlega þungt lagðist upp að tjaldskörinni að utan. Eg hljóðaðl upp af hræðslu og vakti manninn minn og sagði ihQnum frá þessu. Hann greip byssu sína, kveiktí Ijós — (á kerti sem fest var í fötuhlemm) og fór út en >sá ekkert. En eg veit að það var bjarndýr, því skömmu síðar ktom veiðimaður til okkar og sagðist hafa skotið bjarndýr mikið ekki langt frA tjaldstað okkar. Aldrei gleymi eg þeim heljar þunga, er bjarndýrið lagðiist ofan á tjaldskörina Og að nokkru leyti ofan á mig. Eftir að við vorum foúin að fara allvíða um svæði það, sem við vorum stödd á snérum við til ibaka, en völdum okkur aðra leið, sem ekki var síð- ur tilkomumikil en sú er við kom- um. Hún lá með fögru stððuvatnl og gátum við leigi; bát, sem náma- maður átti til þess að fara eftir þvl og voru það góðum skifti frá því að ganga. En á kveldin lentum við og isváfum í tjaldi okkar á nótt- unum. í vatni þessu var fiskmergð- in 'sVo mikil að við þurftum ekki annað en henda öngli út fyrir borð- stokkinn þá var fiskurinn búinr að grípa hann. í vatni þessu, sem er íangt eru óteljandi eyjar 0g grænt slím, eða slý er víða í flekkjum ofan á vatninu tog þarf maður að gæta állrar varúðar að reka ekki bátinn á isteina, sem ná upp undir vatnsflötinn. Veðra- brigði eru mjög snögg þar norður frá steypiregn og stórviðri getur dunið yfir þegar minst varir og er þá betra að vera ekki langt frá llandi og regnið er eins og helt sé úr fötu. Nú er farið að hausta laufin á trjánum að byrja I að blikna og auganum mætir hin þúsund lita skógardýrð. I ægilegu ofsa og skrugguveðri höfum við horft á þessi risavöxnu tré falla til jarðar með rifnar og slitnar rætur, þar sem við höfum setið í tja'ldi okkar í skjóli við him- inháa kletta og þögul höfum við htorft á þessar ihamfarir náttúr- unnar. í slíku veðri kom það alloft fyrir að tjáld okkar lak og kodd- arnir, sem við sváfum á (malpok- arnir) urðu renn-blautir. En það gerði okkur ekkert til. Við kend- um okkur aldrei meins, vorum alt af í góðu skapi og höfðum óbilandi matarlyst. En sá gróður! rauð, gul rauð-gul og blá (blóm, sem virtist nærri synd að troða undir fæti og svo skógurinn, sem nú er að skifta litum. Hvílík dýrð! Það er eins og náttúran hafi fengið að láni birtu þá og fegurð, sem sagt er um, að aldrei nái að skína á láð eða lög. Þeissi partur Canada er vissulega undantekning. Alt tekur enda og svo var það með okkur, því það kom að því að óþægilegt var að )búa í tjaldinu svo að við fengum okkur dálítinn kofa lánaðan. Kofinn var hlýr vatnsheldur og ekki óþægilegur en nokkuð langt í burtu frá manna bygðum; pósthúsið, sem eg nefndi áðan var næsta húsið, en það var tvaér mílur í burtu. Vetur sá, sem í ihönd fór gerði mig að nýum manni (réttara sagt kvenmanni) Eg fór á skíðum, gekk á snjóskóm og ók daglega á sleða, sem eg beitti tveim hundum fyrir er eg átti og fóru þeir í hendings kastl eftir ísnum á vatninu, sem er fyrir neðan kofan, sem við ibúum í og er það hin hollasta iskemtun enda varð eg rjóð í kinnum eins og ungu stúlkurnar voru einu sinni. Mér var aldrei kalt þó eg væri oft úti í 50 'Stiga frosti og þó eg ‘hafi farið út berhöfðuð og yfir hafnarlaus, þá hefi eg þurft að vera úti þð nokkra stund áður en eg fann til kulda. Svo er hinn blái, heiði him- in, snjórinn skínandi bjartur og sólskinið yndislega. Hvorki ftalía né Svissland (hefir neitt tilkomu- meira eða fegurra að bjóða. Svo bygðum við okkur sjálf ibjálkahús, það stendur á einni af fjórum námalóðum, sem við eigum og stendur hátt en er þó í skjóli. Það er þriggja ipínútna gangur frá ihúsinu og ofan að vatninu þar sem baðstaðurinn okkar er. Fjar- an er slétt og gljáandi og er út- sýnið frá Ihúsinu hið undraverð- gsta og þó námalóðirnar okkar reynist allar ónýtar, þá samt er ihér auður, sem engir peningar geta keypt, friður og náttúrufeg- urð í sinni fullkomnustu mynd og satt að segja virðast peningar vera þýðingarlitlir hér •— þið má- ské trúið ekki þessu? Eg hefi á- nægju af hinu einfalda og ó- breytta umhverfi og þegar eg er að búa til hvítu og bláu japanísku glluggatjöldin fyrir gluggana á húsinu okkar, þá finst mér miklu meira til þeirra en þegar eg var að fást við hin kostbæru silki glugatjöld. Fyrir utan gluggann hjá mér >sé eg hópa af fuglum, íkornum og kanínum, sem ibíða eftir mér og eru svo spök og hænd að mér að þau eta brauðmola úr lófa mér. Þungavara sú, sem við þurfum á að halda er flutt til okkar á hestum, eða bátum í stórum slött- um. Maður og kona búa hér ekki langt frá okkur, að öðru leyti er- um við einvöld í okkar héraði.” Misskift. Þegar komið var úr fiiskiróðri í fyrri daga, heima á gamla landinu og búið var að afferma eða bera aflan upp í fjöruna tog láta hann állan í eina kös eða hrúgu hvort sem mikið eða lítið var um að ræða. Þá gekk formaður skipsins eða bátsins að verki, itafarlaust og skiifti aflanum Ih'árrétt og jafnt á milli allra háseta sinna og skips- ins og ef um verulega mikinn afla var að gera, þá lét formaður oft einhvern af hásetum hjálpa sér við að skifta, (út af þessu Ibrá ekki nema ef svo lítið fékst að ekki varð komið á skiftum eem sjaldan kiom fyrir) og þegar það var Ibúið þá snéri formaður sér frá og lét einihvern háseta sinna taka á, sem kallað var en til þess var ýmist nötað hnífur og var þá sagt skaft eða Iblað eða isjóvetlingur og var þá sagt lófi eða laiski eða þá að fiiskur var notaður, var þá sagt haus eða sporður eða þá að sá, sem tók á notaði fótinn á sér tog sagði tá eða hæll, þessar aðferð- ir voru þó eins og gefur að helst notaðar við tvískiftingu, en við marglskiftingu benti sá, sem átti að taka á, á hvern hlutinn eða hrúg una á fætur annari og sagði hver skal þar, en ftormaðurinn sagði til þar til hver hluthafi hafði sinn dieilda skerf hllotið og aldrel heyrði eg talað um . að missíkifti eða rangskifti ætti isér stað á fiskiaflanum. En eftir því sem sagnir fara af þótt þær sagnir séu vitanlega ekki annað en ósannað- ar getgátur þá 'hefir skiflting á kjörum aumingja apanna ekki ver- ið eins jöfn né sanngjörn. Já, miklir óláns garmar og mæðu bjálfar gátu-aparnir verið, isem nú eru á jörðinni og hafa verið um þúsundir ára eða alda að þelm skildi ekki geta auðnast að verða að mönnum eins og ættbræður þeirra, eða forfeður eiga að hafa Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, bjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluvn lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. DRA GIÐ EKKI AÐ BOR GA LÖGBERG ^Ú er farið að líða á seinni hluta ársins, og Lögberg, eins og önnur blöð, þarf að fá sitt, ef það á að geta haldið áfram aðkoma á heimili yðar. • Það eru því vinsamleg tilmœli vor, að þér úr þessu farið að gera hreint fyrir yðar dyrum með því nú þegar að borga fyrir blaðið og að þér takið innköllunarmönnum vorum vel þegar þeir koma að finna yður, eða senda borgunina beint til skrifstofunnar. Tl f| | ■ ■ n 11 ■ ■ i iiic uuiuniuiú r« c Cor. Sargent og Toronto St. itá, LlllllLCU Winnipeg orðið einhvern tíma í fyrndinnl og það versta er að ekikert útlit né lfkur eru til að þetta lagist nokru sinni til eilífðar fyrir aumingja öpunum. Sumir hinna skarpskygnu vísindamanna hafa reyndar sagt að isvo framarlega að maðurinn ætti að geta verið ktominn út af apa þá hafi hlotið að vera til milli liður milli apans og mannsins, en sá milliliður er víst ófundin enn sem komið er, sumir hafa jafnvel komið með þá getgátu að mannap- inn muni vera kominn út af villi- manni og er sú tilgáta víst ekki mikið ólíklegri, en ðll eru þessl apavfeindi illa rökstudd og ósönn- uð, en setjum svo að sumir aparnir séu orðnir að hinu siðmentaða mannkyni, sem nú er bér á jörð- inni hefði þá ekki íkjörum eða for- ilögum apa greyjanna verið hrapar- lega misskift í öndverðu?. Það er ekki séð fyrir endan á þessari apa- sennu ennþá. “Eftir þetta enn sá hann, apaketti marga, ekkert slétt þá óttast vann artargrettu varga,” víst ætti engum mannbjána að líkan hátt og apar gera fyrst þeir vilja heldur eiga skynlaust villl- dýr að andlegum föður en heilag- an himnanna Guð. Það mætti víst segja um suma menn nú á dögum, eins og sagt var um apana fyrir hálfri öld síðan; “hver þar fælist annars óm, ólhjóð, væl og skrækí apar næla i eykur klóm iðka skælu kæki.’’ Það er varla von að þeir menn geti verið öðrum góð fyrir- mynd hversu lærðir sem þeir væru sem altaf eru með hausinn á kafi niðri í jörðinni emsparka með löpp- unum upp í loftið.. Framfarir af jarðbundnu tægi eru nú á þessari apatrúaröld ærið hraðstígar og f jörmiklar og má því Ibúást við að einhver apatrúar ofstækisbusi getl bráðum skrásett ættartölu sína langt aftur í ættliði apanna, en hvaða áhrif ætli það hefði á ættar dramb; það er kunnugt að hjá sum um er ætternishroki arfgengur mann fram af manni og hver veit nema að líkt sé ástatt hjá þeim klóuðu að ofurlítill metnaðar hreifingar séu í blóði apa fram af apa, það er algengt orðtak í ís- lenskunni, “állir erum vér Adams börn,’’ en þessu verða þá apasinn- ar að breyta og segja allir erum vér apabörn. Trúlegt að ættar- heiðri verði þá ekki eins miisskift j og nú á sér stað. M. I. ------0------- Fímtíu ára starfsemi. í tilefni af fimtíu ára afmæli hins útlenda trúboðsstarfs S.D. Advent- ista, hefir undirrituöum borist stutt skýrsla eða yfirlit frá aðal stöð þeirra í Washington, D.C., fyrir framgang félagsins á þessum fimtíu árum, og treysti eg því, aö islenzku blöðin sýni oss, er tilheyrum þeim félagsskap af þeirri þjóð, þá vel- vild, að birta þetta stutta yfirlit. “Það eru fimtíu ár í september, síðan S. D. Adventistar sendu fyrsta starfsmann sinn frá Ame- ríku til annara landa. Séra J. N. Andrews fór þá frá Ameriþu til Svisslands. Meðlimatala félágsins var þá £.000, blöð og rit þá prent- uð að eins á einu tungumáli, þrjú tímarit gefin út, að eins einn skóli stofnaður, og öll eign félagsins nam samtals $38,712.53. “Starfsemi félagsins hefir þróast undursamlega vel, og aðventuboö- skapurinn er nú boðaður í 115 löndum. Strfsmönnum hefir fjölg- að það, að 1921, er siðasta skýrsl- an var fullgerð, var tala þeirra orð- in 14,389, sem boða nú fagnaðarer- indið á 220 tungv,|nálum. “Kirkjudeild þessi hefir frá fyrstu hyrjun lagt mikla áherslu á blaða og bóka útgáfu, sem vaxið hefir frá einu litlu kirkjublaði þar til félagið hefir nú 51 stærri og smærri prentsmiðjur, með full- komnustu vélum og öðrum útbún- aði, er nemur $4,221,575.72. Starf- semi þessara prentsmiðja hefir auk- ist það, að nú eru prentuð 154 kristileg blöð og tímarit á 114 tungumálum. “Starfsfé kirkjunnar hefir farið vaxandi stöðuglega í öllum mynd- um. Á tíu árum, frá 1912 til 1922 námu gjafir til útlenda trúboðs- verksins $17,583,760.91, en fjár- framlag til allra þarfa var á sama tímabilinu $62,590,778.53. Félag- ið hefir nú að ráða yfir 224 ýmsum stofnunum, með fjárframlagi er nemur $34,196,049.15. “Félagið hefir sett á fót spitala og heilsuhæli í Bandaríkjunum, Englandi, Canada, Suður Ameriku, Afríku, Ástralíu, Indlandi, Kína, Japan, Kóreu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Yfir 200,000 manns njóta hjúkrunar og lækningar á hverju ári á stofnunum þessum. Mörgum sterkum kröfum er þó ó- mögulegt að svara, segir Dr. A. W. Triunan, formaðup hejlsumájla- starfs félagsins, vegna vöntunar á efnum. “1874, sama árið er félagið sendi fyrsta starfsmann sinn til annara landa, setti ]>að á fót fyrsta lýð- skólann. Nú á það 739 hærri og lægri skóla, með 22,600 nemendum að jafnaði. Markmið þessara skóla er, eins og formaður skólamálanna, Próf. W. E. Howell kemst að orði, að efla andlegan þroska nemend- anna, gera þá hæfa til að rækja skyldur hversdagslífsins og láta niannfélaginu í té holla þjónustu.” Þessir skólar hafa verið settir á fót víða í Bandaríkjunum, meðal villi- manna í Afríku og á Indlandi, einnig í Japan, Manchuríu, Suður- Ameriku, Kína, Norðurálfunni og Ástralíu. "Frá því fyrsti starfsmaður fé- lagsins var sendur til Norðurálf- unnar, hefir starfsemi þeirra eflst ]>ar, þar til hún nú hefir náð fót- festu í öllum löndum þeirrar heimsálfu. Síðustu skýrslur segja meðlimatölu þar 6^,500. Félagið vinnur mikið og gott verk á meðal Indíána í Peru, Euador og Bolivíu; fréttablað frá Guayaquil, Ecuador, staðhæfir, að Aðventistarnir séu að vinna mannúðarverk á meðal rauðu mannanna. Blað þetta seg- ir, “að þeir vinni að mentun og sálu- hjálp Indíá^inna,” og að þeir kenni þessari þjóð að lesa og skrifa og “hjúkra hinum sjúku og þjáðu,” og það alt saman fyrir alls ekki neitt. C. K. Meyars, formaður útlenda trúboðástarfs félágsins, ségir fyrir hönd þess, að kirkjudeild þessi berjist framvegis fyrir þeim sömu áhugamálum, sem hún gerði fyrir fimtiu árum. “Vér kostum kapps um að flýta fyrir verki Guðs á jörðunni. Fyrir fimtíu árum byrj- uðum vér í niðurlægingu, fátækt og veikleika, og sendum vorn fyrsta starfsmann til annara landa. Nú höfum vér trúboða næstum því i hverju einasta landi heimsins. Hvert einasta land kannast nú við starf vort og hylli félagsins, sem opinberast í vaxandi gjöfum vina þess árlega. ”Sannfærðir, af rannsókn Guðs eilifa orðs, höfum vér kent og kenn- um, að Drottinn muni hrátt ljúka ,við verk sitt á jörðunni, jafnvel á dögum núlifandi kynslóðar, að Kristur sjálfur muni á virkilegan, sýnilegan hátt koma aftur til jarð- arinnar, og að þá muni hinir fram- liðnu réttlátu upprísa og þeir rétt- látu, sem þá lifa, umbreytast og Kristur samansafna öllum sínum útvöldu.” Þýðandi iþessarar stuttu hóglátu skýrslu, vildi gjarnan bæta því við. að Island er að eins lítið land á al- heimskortinu og á fremur afskekt- um stað, en þar munu varla fjnnast mörg heimili á eyju þeirri, er ekki eiga fleiri bækur,- sem boða þenna boðskap, og lesnar hafa verið af lærðum jafnt sem ólærðum. Hann hefir heimsótt sjálfur heimili svo þúsundum skiftir þar í þeim er- indagjörðum, að koma hinum hljóða boðbera inn á þau og það með frámunagóðum árangri. Mark mið vort er að aðvara heiminn, sérhverja þjóð undir sólinni. At- hugulustu og hygnustu menn, þó utanfélags, hafa í hópatali viður- kent starfsemi og kenningu vora halagóða vera, og játað fagurt samræmi, góða stjórn og áhuga- sama hiklausa og hræsnislausa sókn, og hugboð vort segir oss, að margir fleiri viðurkenni, en játað hafa. Vér vonum líka, að íslenzka þjóðin hafi kynst starfsemi vorri þannig, að hún ekki þurfi að vera hrædd úm, að áhrif vor verði þjóð- Hfi hennar að nokkru meini. Vér leitumst við að efla allar sannar kristilegar dygðir, að þroska þjón- ustuhæfileika og vitjnu hæfileika manna og hreinskilni, vandvirkni, samvizkusemi í öllum viðskiftum og umgengni. Vér viljum gjarnan verða þjóð vorri til tímanlegrar og andlegrar blessunar. Pétur Sigurðsson. ------o------- Frá Islandi. Reykjavík, 26. ág.úst. Eftir langan votviðriskafla komu þurkar í síðastl. viku, svo að bænd- Hagic baking POWDER Í?NTA1NS NOAWilJ. Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökur og annað kaffi- brauð. þ>að inniheldur ekkert alum.nénokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. ur hafa nú hirt öll hey sín, að minsta kosti sunnanlands og vestan og um vestri hluta Norðurlands. Einar H. Kvaran rithöfundur og frú hans fara til K.hafnar með Gull' fossi 28. þ.m. og verða þar til næsta sumars. Það leiða slys vildi til við Vest- mannaeyjar 20. þ.m. að f jórir menn duttu útbyrðis af heyflutningabáti og druknuðu tveir þeirra, Símon Egilsson og Jóhann Guðjónsson. Hinn fyrnefndi lætur eftir sig konu og börn, en hinn síðarnefndi var ókvæntur. “Harðjaxl” heitir blað, senr Odd- ur Sigurgeirsson hinn sterki er nú byrjaður að gefa út, stórt blað og myndarlegt.—Lögr. 5* “HANN DRUKNAÐI” fc í aldagtomlum og nýjum sögum, Ihinnar fámennu, íelensku þjóðar — skráðum og óskráð um, er fátt jafnoft endurtekið eins og þesei hjartahlóði rituðu orð, “íhann druknaði.’’ 'Og hvað gamalt, sem það söguatriði er og verður, fyrniet aldrei yfir, að það er altaf jafn sltórt, jafn nýtt, og jafn sárt, ættingjum og sönnum vinum hins druknaða. Eitt slíkt tilfelli skeði í sumar, 16. júlí druknaði í Winnipeg-vatni, 18 ára gamall piltur, Unnar Stefán, son ur Kristján's Bessasonar í Selkirk, frá Sölvarbakka í Kúnavatnssýslu og fyrri konu hans Guð rúnar Vigfúedóttur, Jónssonar frá Króki í Holtum í Rangárvallasýslu. Sylsið vildi þannig til að litlum bát hvolfdi með tveimur mönnum í, þar rétt hjá var stærri bátur og var Stefán þar í með fleirum, hann tog annar Islendingur steyptu sér á auga- bragði í vatnið til þess að reyna að hjarga. Þess er getið til að maðurinn, sem náði í Stefán hafi í dauðans ofboði gripið því 'heljar taki ,að Stefán hafi ekki getað komið við sundtök um (og var hann þó prýðilega vel sundfær) svobáðir druknuðm Ekki fremur en aðrir ungling- ar átti Stefán sál. sér lífssögu að baki, hann var mjög gjörvilegur, Ihraustur tog duglegur og fljót-brjóstgóður, sem sýndi sig Ibesit í iþví að Ihann hikaði ekki við að leggja sig í hættu fyrir annara þjóða mann og honum ókendan. Hann var jarðaður í íslenska grafreitnum í Sel kirk, jarðarförin var óvenjulega fjölmenn /bæði af íslendingum og annara þjóða fólki, kistan var mörgum krömsum prýdd. Það leyndi sér ekki að fólkið sýndi aðstandendum hins látna, sína innileguistu samhygð út af sorgaraitburðinum. Fyrir það ber eg fram hjartans þakklæti til allra, en sérstaklega skáldanna, séra J. A. Sigurðssonar og P. Sigurðssonar, sem sendu meðfylgjandi kvæði. Guðs náð og blessun sá með oss öllum. J. J. TIL KRISTJÁNS BESSASONAR Er Stefán sonur hans druknaði 18 vetra, við bjarga öðru ungmenni 1924. Við deyjum allir. Á dauðans sjá Hver drengur skal nástríð heyja. *— Þá huggunarorðin eru fá Eg eitt man, er hér má segja: Að meiri kærleika enginn á En öðrum til lífg að deyja. Nú finst oss að oft sé fórnin smá, Að freistingar haldi velli. En eigingjörn htoldsfýsn heiminn þjá, Að hver annan tíðast felli; Að nautn og léttúð sé lífsins þrá, Að lifa — til hárrar elli. Því börnunum einatt berst hér á, Og bráðkvödd er æskan stundum. Þá logar harmur í lund, á brá, En lokað er öllum sundum. 1— Eg fremur vil börnin fallin sjá íEn fórna í Baal — lundum. Sem Egil, þig rænti megi mar,----- En mannlífið aðra feður. Hann arfþegi fornrar frægðar var, — Það frændur og ástmenn gleður. Vort þjóðlíf fékk göfugt gtoðasvar Frá gröf þess, er helveg treður. Fyr Illugi dó fyrir ættmann sinn; — Fyr’r afkvæmið margur svanni. En fegurra dæmi er drengurinn, lEr dó við að bjarga manni, iSem Ihonum var ekki hjartfólginn Og hyorki vinur né granni. Þeir glata lífi, sem lífið þrá, — Sem lifandi orð Guðs segja; Þeir eignast lífið, sem lifið smá 'Og lífsfórnum glaðir thneigja. Því meiri kærleika enginn á En ððrum til lífs að deyja. Jónas A. Sigurðsson. að UNNAR STEFÁN BESSASON ,dáinn 16. júlí ’24 Sú óvænta fregn eins og eldpíla þaut að ástvina viðkvæmu hjörtum, með lamandi þunga, er þreklyndið braut, — sem þruma úr skýjunum svörtum. En nákuldinn læsti sig nístandi sár og nagaði svíðandi barma, og breytti á svipstundu brosi í tár, og björtustu vonum í Iharma. Hve oft sem hún flýgur, hún ávalt er sár og eftir sig hvarvetna læ.tur já, angistar stunur og svíðandi sár og söknuð þe&s vinar, er grætur, því dauðanum vanist ei veikleikinn fær, — ‘hið veika er auðvelt að beygja, tog hrygðin nemur hvert hjarta, sem islær, er ihjartfólgnir ástvinir deyja. En ljósið og 'birtan er lífinu kært, því ljósið og ylurinn græðir alt, sem af kulda er kvalið og sært og kramið af*ársauka folæðir. Þótt fölni og deyi hin fegursita rós, og frostið hvern nýgræðing beygi, fær lífið að síðustu sigur og Ihrós á sólríkum upprisu degi. Hve sárt er að gráta, — en sælt er það þó að svölun og huggun aði leita, því sorgirnar 'himneska sælu og ró oft sálunum þurfandi veita, því svo er íþví farið að sigur ei fæst án sára og margs konar rauna, og oft þegar tap þeirrar stundar er stærst er styst til svo margfaldra launa. Sá Drottinn, sem lífið og gróðurinn gaf, og grundina blómskrúði klæðir. svo vekur hið dofnaða dvalanum af, hið dauða við lífsstofninn græðir. Svo hvað er þá tapið, fyrst alt saman er í alföðurs lífgandi hendi, sem endirinn líka frá upphafi sér, og ávöxt þess iböls er íhann sendi. Vér höllum oss Drottinn með harma og sorg að huggandi föðurást þinni. Vor hjálpræðis 'klettur 1— vtort hæli og Iborg, oss hjúkra og geymdu þar inni. Þótt von'brigði, missir og söknuður sár um sál vora skjálfandi næði, þá stillir vorn ama og angistar tár ■þín eilífu fððurleg gæði. í nafni foreldra og systkina hins látna. P. Sigurðsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.