Lögberg - 02.10.1924, Page 6

Lögberg - 02.10.1924, Page 6
Bk. 6 LÖGBERG, t IMTUL)AGINN,2. OKTÓBER. 1924. Hættulegir tímár. Eftir Winston Churchill. J>ar fyrir. ‘fHvað ert þú að gera hér?” spurði hann. ‘Til hvers ætli að eg sé hér,’ sagði Jim alveg hik- laust, eins eg hann var vanur, nema til þess að sækja Súsönnu.' ’’ ‘NSamli maðurinn hafði látúnsplötur framan á tánum, til þess að skórnir hans entust lengur,” sagði Lincoln með ofur mikilli Ihægð. ‘‘Sjáið þið nú til,” bætti hann við, “bóndaslán- inn vissi vel að Jim Rickets var ekki trúandi fyrir Súsönnu Bell.” Sumir þeirra, sem viðstaddir voru sáu hvar þesai pólitiska dæmisaga átti við, því þeir hlóu ihátt. Hin- ir hlógu lika, skeltu höndanum á lærin og Iitu fram- an i Lincioln, sem var mjög alvarlegur á svip. Dóm- arinn varð eins alvarlegur og hefði hann átt að fara að ikveða upp dóm. “Það dugar ekki, Aibe,” «agði hann; “það fer alveg með þig.” “Það er best fyrir þig að halda þér við það sem fyrir hendi er,” sagði Medill, “og herjast við Ste- phen Douglas á iþví sviði, sem næst liggur. Þetta er engin skemtiferð. Veistu hver hann er?“ “Já, auðvitað, Joe,” sagði Lincoln góðlátlega. “Hann er maður, sem hefir mörg þúsund blindra fyilgjenda. Það er mitt verk að opna augun á sumum þessara fylgjenda.” Stephen sárlangaði til að vita hver spurningin væri, sem Lincoln ætlaði að leggja fyrir Douglas og hversvegna að ihinir voru á móti því að hann gerði það. Enn meira varð hann þó forviða er Lincoln tók • um handlegg honum. Lincoln snéri sér til fréttarit- arans Hill, sem hafði lokið við að skrifa, og sagði: “'Það væri gott fyrir þig að fá þér dálítið af fersku lofti, Boh. Eg er búinn að fá nóg af því að spjalla við karlana og ætla nú að tala við einhverja sem éru á isama aldri og eg sjálfur.” Stephen var kominn fram í miðjan ganginn, er hann mundi eftir því, að hann hefði glejont ihattin- um sínum. Þegar hann kom aftur inn eftir honum heyrði hann einhvern segja: “Ef þetta er þó ekki rétt eftir Abe gamla. Hann fór að leita að fló í sokknum sínum, þegar hann ætl- aði að heyja einvígið við Shields og nú gengur hann með þessum drengjum áður en hann á að fara að 'halda kappræðu á móti færasta manninum, sem er til í öllu landinu; og !það eru þau kynstur, sem hann á eftir að tala um við okkur.” “Eg Ibýst við því að við höfum lítið með það að gera,’’ sagði annar hálf gremjulega, en þó hlæj- andi. “Það er ýmislegt til, sem Albe lætur ékki bjóða sér .” Úr istiganum sá Stepihen Lincoln ryðja isér braut gegnum mannfjöldann fyrir neðan: hann hló á móti einum, lagði Ihendina á öxilna á öðrum og svajjaði einhverju hálf grófu spaugi hjá þeim þriðja, svo að allir viðstaddir hlóu. En enginn hafði áræði til þess að fylgja honum. Þegar Stephen náði Ihonum úti á strætinu var hann niðursoikkinn í að spjalla við Hill, hinn unga fréttaritara frá “Press and Tri/bune.” Og Og um hvað voru þeir að tala? Um halastjörnuna, sem sást í loftinu það kvöld. Þessi óbreytti viðar- höggsmaður, póstafgreiðslumaður og ferjudallaræð- ari, sem Stephen hafði ímyndað sér að þekti ekkl neitt til nýju laganna, var að tala um stjörnufræði; og Stephen gat lært af honum þar sem hann geklc við ihlið hans. “Heyrðu Bob,” sagði Lincoln, “getur þú útskýrt þetta?’’ Og hann lagði fyrir ihann flókið úrlausnar- efni úr eðlisfræðinni. Hill útskýrði það Stephen til mestu undrunar. Talið barst að skíldsögum, og það virtist, sem Lincoln hefði lesið nokkrar af þeim sem á var minst. Meðal annars talaði hann um söguna “The Gold Bug” eftir Poe. “Það er ágæt saga,’’ sagði hann, “en hún hefði rétt eins vel getað verð rituð um eyjuna, sem Robinson Crusoe var á. Maður þarf að fá eitt- Ihvað ábyggilegt, þegar maður les bækur. Það eru ácki margar skáldsögur né heldur mörg fornaldarrit, 8em koma manni á nokkurt víst stryk.” “Það er til áreiðanlegt brot úr síðustu ritum Aristotelesar, sem Cicero hefir verndað frá glötun,’’ sagði Hill í^meygilega, “isem er á þeissa leið: “Ef að til væru skepnur, sem lifðu í iðrum jarðarinnar og gætu komist iþaðan upp uip sprungur og alt í einu séð jörðina og hafið og Ihimininn “En þorparinn þinn,” greip Lincoln fram í, “þú ert að þylja upp fyrir okkur úr “Cosmos” eftir Humlbolæt.’’ og hló. § Það er undarlegt hversu fljótt menn geta vanið eig við atlburði, sem þeir hafa ekki vanist. Stephen fanst það ekki síður undarlegt, að hann skyldi vera þarna á gangi eftir forugum sveitarveginum með þessum einkennilega manni og daglblaðs fréttaritara heidur en einhverjum neðanjarðarbúa myndi hafa þótt að koma í fyrsta sinn upp á yfirborð jarðar. En í huga hans fór fram breyting, sem var ekki ó- evipuð ósýnilegri efnatoreytingu. Honum fanst skyndi lega sem hann hefði þekf þennan Ihávaxna Ulinois mann alla sína æfi. Hann reyndi ekki þá að gera sér neina grein fyrir því undarlega uppátæki um- sækjandanisi um senators-emíbættið, að( veija Isig fyrir förunaut á þessari kvöldgðngu. “Heyrðu, herra Brice,” sagði'Lincoln eftir stutta þðgn, hvaðan ertu?” “Frá Boston.” *‘Nei!” sagði Lincoln Ihissa. “Og hvernig stend- ur þá á því, að þú kemur með bréf til mín frá svæsn- um þrælahaldsafnámsmanni í St. Louis?” “Er dómarinn vinur þinn?” spurði Stephen. “Hvað er þetta!” hrópaði Lincoln. “Sagði hann þér ekki, að hann væri það?’’ “Hann sagði mér ekkert annað en það, að eg ætti að ferðast þangað til eg fyndi þig.” “Eg kalla dómarann vin minn,” sagði Linooln. MÞað getur vel verið, að hann vilji ekki ávalt kann- ast við mig, því eg er eKki með því að hengja alla þrælaeigendur.” “Eg held varla að Wthipple dómari sé hreinn og toeihn afnámsmaður.’’ “Hvað segirðu? Og hvað finst þér um það?” Stephen svaraði í samlíkingum, sem honum var þó ekki eiginlegt. Hann hlaut að hafa lært það af Lincoln. “Eg er ekki með því að taka úr stífluna alt i einu, það myndi drekkja þjóðinni. Eg held að það megi veita vatninu burt á einhvern annan hátt.” Lincoln svaraði þe^su með því að gefa Stephen snarpt högg á herðarnar. “Guð tolessi þig, drengur minn!” hrópaði hann. “Hann hefir hugsað þetta alt út í æsar. Bob, skrif- aðu þetta niður fyrir tolaðið, og segðu, að það sð eftir efnilegt ungt stjórnmálamannsefni í St. Louis.’’ t*Eg i— eg Ihélt að þú værir afnámsmaður, herra Lincoln,” sagði iStephen undrandi. “Eg skal segja þér, Brice,” isagði Lincoln, að mér er álíka vel við Boöton Iblaðið “Liberator” og Charleston tolaðið “Courier”, og þú getur giskað á hversu vænt mér þykir um það. Spurningin er ekki, Ihvort við eigum að hafa þrælahald eða ekki, heldur, IhViort þrælalhaldið á að vera þar sem það er nú, eða það á að toreiðast út eftii* hinni klókindalegu tilhögun Douglas dómara. Dómarinn vill ala upp yrmlinga; eg vil láta brenna sárið, svo að það stækki ekki. En eg segi þér það satt, að þessi þjóð fær ekki stað- ist, ef ihún er hálf með þrælahaldi en hálf á móti því.” Var það höggið á axlirnar, sem breytti Steplhen? Víst er það, að þegar þeir komu aftur heim að veit- ingaJhúsinu, þá var maðurinn, sem gekk við hlið hans, orðinn annar maður í augum hans. Hann þurfti ekki að láta sér gremjast. Mönnum, sem hátt voru settir í mannfé|laginu, Ihætti við að gera of lítið úr Lincoln, eða þá að meta Ihann alls ekki Vináttuþelið sat í fyrir- / rúmi íyrir öðru. Hið stóra og hlýja hjarta hafði dregið Stephen til sín eins og það dró til «ín alla menn, sem komu nálægt því. Aðeins örfáir menn, sem höfðu orðið mjög síð- búnir, voru eftir í veitjngahúsinu. Lincoln tók ofan hattinn undir daufu lampaljósinu í drykkjustofunni og tók bréf dómarans úr fóðrinu í Ihonum. “Myndir þú vilja koma með mér til Freeport a morgun, Stephen og hlusta á kappræðuna?” sagði hann. Einni klukkustund fyr hefði Stephen þakkað fyrir og hafnað iboðinu. En nú glaðnaði yfir honum við tijboðið; en svo varð hann aftur alvarlegur. Lin- coln gat sér til, Ihversvegna það væri. Hann lagði hendina~4^«fll unga mannsins og ságði hlæjandi: ' “Eg býst við að þú sért að hugsa um, hvað dóm- arinn muni segja.” Stephen torosti. ‘fEg skal sjá um dómarann,’’ svaraði Lincoln; “eg er ekki hræddur við hann. Hann dró pappírsblað út úr hattinum sínum, sem virtist vera alveg ótæm- andi, og byrjaði að skrifa á það. “Þarna,” sagði hann. “Kunningi minn einn fer til Springfield á morgun, og hann sendir dómaran- um þetta. Og þetta var það sem hann hafði skrifað: “Eg hefi tekið Steve traustataki einn eða tvo daga og ábyrgist að skila honum aftur, isem góðum repúblícana. A. Lincoln; Þess má geta, að þetta var í fyrsta sinn, sem skírnarnafn Stephens hafði verið tetytt, án þess að honum fyndist móðgun í því. Stphen var dálítið utan við sig. Hann reyndi að þakka Lincoln fyrir, en Lindoln horfði á hann spyrjandi, svo hann hætti við það. Og það sem Lin- coln sagði næst gerði toann alveg orðlausan. “Heyrðu Steve,” sagði Lincoln, “ þú kant manna- siði. Hvað fanst þér um mig, þegar þú sást mig í kvöld?” Stephen roðnaði og gat elcki komið einu orði út úr sér. “Eg skal segja þér það,’’ sagði Lincolln með sínu einkennilega brosi, “þér fanst, að þú myndir aldrei velja mig til þess að þreyta kapplhlaup við senator- inn.” l-1...... XVII. KAPÍTULI. Spumingin. Margoft siðan Abraham Lincoln var kallaður til þeirra /bústaða er Guð hefir fyrirbúið þeim föður- landsvinum, sem þjóna honum einnig, hefir Stephen Brice hugsað um nóttina, er hann gisti þarna í veit- ingahúsinu, hitann og matar *— og svitalykt- ina. Hann man vel eftir því, hversu honum bauð við þessu 1 fyrstu og ihvernig ihann smágleymdi sóða- skapnum og óþægindunum. Svo kom yfir hann eitt- ihvert undrunarástand, sem varaði um stund, og svo hófst hjá honum aðdáun á mjög ófríðum manni í illa sniðnum og hrukkóttum frakka. Stephen lá vakandi í fletinu, sem honum hafði verið vísað á, þessa nótt og tók Ihvorki eftiþ hrotun- um í þeim, sem voru í herberginu með honum, né suðinu í skordýrunum. Hið einkennilega og auðkenda andlit með djúpu hrukkunum, þar sem fyndni og sorg blðnduðust saman, stóð honum stöðugt fyrir ihugarsjónum. Andlitið var ófrítt, en heiðarlegleiki og sannleiki voru þá ekki, fanst Stephen, vitund " fegurri en það. Samt væri Ihvorttveggja fagurt í aug- um þeirra manna, sem hefðu lært að elska það. Sama mátti og segja um þennan Lincoln. Hann sofnaði út frá því að 'brjóta heilann um það, hversVegna (Wihpple dóimari hefði ,aent sig þangað. Það var ekki mót von þótt að hann með morgn- inum væri í öðru ástandi en því, sem hann var í um kvöldið. Þvílíkur þó morgun! og þvílíkur staður! Hann vaknaði skjálfandi við'það að hellirigning- dundi á þakinu, og staúlaðist yfir Beaver bræðuma fjóra, sem allir lágu endilangir á gólfinu, til þess að komast að glugganum. Loftið var alskýjað, og Jósúa, sem hafði hvílurúm undir glugganum, var vel rakur og svaf vært. Það var lítil furða þótt áhugi hans dofnaði nokkuð. Hann þvoði sér undir brunndælunni úti, og þar varð hann að bíða í rigningunni þangað til röð- in kom að honum. Honum lá við að óska, að hann væri kominn heim á leið til St. Louis. Hann borðaði morgunverð, egg og i-lla steikt, reykt svínakjöt og kaffi,- sem minti Ihann með söknuði á kaffið, sem Hester var vön að búa til. Dislkamir voru hálf óhreinir og of fáir; var þeim aðeins difið í vatn um leið og gestirnir höfðu notað þá. Eftir morgunverðartímann fór að létta til i lofti og sólin byrjaði að skína, en samt var hrollkalt eftir rigninguna og forarleðjan var mjög djúp & strætinu. Mú-gur og margmenni ,safnaðist saman umhverfis veitingahúsið, óg Stephen kom auga á Lincoln, sem toar höfuð og herðar yfir stjórnmála- garpana, sem söfnuðust saman umlhverfis hann. Við iog við ráku hóparnir upp skellihlátur; það var ekki sýnilegt að ums'ækjandinn um senators embættið léti ástandið yæna sig gleði sinni né kviði fyrir viðureigninni við andstæðing sinn, sem hann átti í vændum. Stephen hélt sig utan við ihópaHa, hann hélt að Lincoln hefði gleymt sér, og hann var stað- ráðinn í að fara strax með járnbrautarlestinni á- leiðis til St. Louis. Haón var jafnvel kominn svo langt, að hann var á leiðinni fram að dyrunum á veitingahúsinu með ferðapoka sinn í hendinni, er hann rakst á Hill. “Eg var farinn að halda að eg myndi ekki geta fundið þig, Brice,” sagði Hill. “Lincoln bað mig að fara og ná í þig og koma með þig á sinn fund, ann- aðhvort dauðan eða lifandi.” Stephen var fýlgt á járnbrautarstöðina, þar sem að ’löng lest af tólf járnbrautarvögnum, isem allir voru skreyttir með fánum oig veifum, stóð ferðfbúin. Þegar hann kom inn í einn vagninn, sá hann Lincoln, sem hálflá og teygði fram fæturnar í sæti fast við gluggann. Næstur bonum sat Medill ritstjóri, og sætið fyrir framan þá var ætlað Hill, sem átti að ritalhjá sér það sem kynni að þurfa að ritast. Lincoln leit upp. Hann var heldur lakari í útliiti en kvöldið áður, því að nú( var hann í síðri grárri léreftskápu. ‘1Eg hélt að þú værir tapaður, Steve,’’ sagði hann og rétti fram hendina. “Mér þykir vænt um að sjá þig aftur. Settu þig þarna niður við hliðina á Bob, þar ,sem ©g get talað við þig.“ -Stephen settist niður hálf einurðarlaus, því hann vissi, að á lestinni voru menn, sem hefðu viljað gefa tíu ár af æfi sinni fyrir þetta sæti. “Eg hefi fengið álit á þessum Boston manni, Jöe,” sagði Linöoln við iherra Medill. “Við verðum að náj í þá unga, ef við eigum að geta notað þá til nokkurs. Jæja, Steve, segðu mér nú hvernig stjórn- málaástandið er þarna yfir í St. Louis. Hvernig líst þeim þar á repúblíkana flokkinn? Hann er líklega of nýr fyrir gamla St. Louis?” Stephen sá mótmæli í augnaráði Medills og hann Ihikaði við að svara. Það var sem Lincoln fyndi þau líka með firðáihrifum. Hann sagði: “Við tölum uiu það seinna, Joe, þegar lestin er komin af stað.” Stephen átti erfitt með að toyrja, sem von var, en hann smá liðkaðist og gleymdi sjálfum sér undir hinu vingjarnlega augnaráði Lincolns. Hann fann að Lincoln myndi ekki vera maður, sem gerði sér upp að vera vingjarnlegur. Óp og háreysti fólksins á stöðvarpallinum truflaði frásögn Stephens. Gufuketillinn lagði af stað með toyrði sína í eftirdragi með mörgum rykkjum. Eg býst við að St. Louis ,sé reglulegt demókrata- toæli og að þeir hafi ekki mikla mótspyrnu þar,” sagði Linooln. “Það eru þó nokkrir þar,” sagði Stephen, “sem mega teljst til gamla frjálslynda flokksins.” “Joe,” sagði Lincoln hefir þú nokkurn tíma heyrt lýsingu Warfields á manni, sem heyrir til gamla, frjálslynda flokknum?’’ Medill hafði aldrei heyrt hana. “Það er maður, sem drekkur púns á ihverjum degi, greiðir stöku sinnum atkvæði með demókrata flokknum og gengur í skyrtu með línfellingum.” Þeir hlóu báðir og tveir aðrir í sætinu fyrir aft- an þá, sem voru að hlusta á samtalið. “En,” sagði Stephen, sem fann að það var ætlast til þess að hann héldi áfram, “eg held að repúblíkana flokknum muni vaxa þar fiskur um hrygg á einu ári eða tveimur. Við hofum efni í ágæta leiðtoga þar sem herra Blair e^ og fleiri. (Lincoln kinkaði; kolli er hann heyrði nafnið). Það er stöðugt að fjölga fólki hjá okkur frá Nýja- Englandi og það er mest ungir menn, sem líta vingjarnlegum augum til nýja flokks- ins.” Honum flaug í hug ferðalag sitt næsta sunnu- dag á undan og hann bætti við: “Suðurhlutinn af St. Louis er fullur af Þjóðverjum og þeir eru aUir á móti þrælahaldi. En þeir eru mjög útlendingslegir enn og halda fast við þýskar stofnanir og siðvenjur.’’ “Leikfimishúsin?” spurði LincOln, Setphen til mestu undrunar. “Já, og eg fheld að þeir hafi heræfingar um hönd í þeim.” f “Það verður þá þeim mun hægara að gera her- menn úr þeim, ef á því skyldi þurfa að halda,” sagði Lincoln. Og hann flýtti sér að toæta við: “Eg vona að -Guð gefi að það verði ekki.’’ Löngu síðar hafði Stepheh ástæðu til að minn- ast þesöara orða og þeirrar skarpskygni er þau sýndu. Lestin nam víða staðar og alstaðar þyrptist sveita fólkið inn í gangana í járnbrautarvögnunum og nam staðar ofuríitla stund til þess að spjalla við umsækjandann um senators stöðuna, rétt eins og það væri honum gamal kunnugt. Margir nefndu hann Atoe. í klæðaburði og framgangshætti var hann engu fágaðri en þeir sem flyktust utan um hann — hann var múgsins maður. En samt tók Stephen eftir því, að honum var sýnd virðing, sem Var isvo djúp, að hún var næstum titbeiðsla. Margar ungar konur voru meðal þeirra, sem komu að sjá Lincoln. Hefði vinur vor verði eldri, þá hefði hann ef til vill vitað, að það er fyrirboði óvanalegra atburða, þegar góðar.konur sjást innan um mannfjöldann á stjórnmálafundum. Það vakti aðeins undrun hjá honum að sjá þær þama. Það lá fyrir honum að undrast enn meira þennan dag. Þegar þeir voru komnir fram hjá litlum bæ, sem Dixon hét, tók Lincoln ofan hattinn og tók innan úr honum marg-samanbrotið pappírsblað — eitt af mörgum — sem var ekki of hreint. “Jæja þá, Joe,” sagði hann, “hér eru þá spurn-‘ ingarnar fjórar, sem eg ætla að leggja fyrir Douglas dómara. Eg er tiltoúinn. Byrja þú nú.” ‘‘Okkur stendur alveg á sama um þær allar nema eina,” svaraði Medill. “En eg segi þér það satt, að ef þú spyrð hann að annari spurningunni, þá kemst þú aldrei í Bandaríkjaisenatið.” “Og repúblíkana flokkurinn í þessu ríki fær þá ■^áðningu, sem vel getur riðið hnum að fullu,” bætti herra Judd, nefndarformaðurinn við. Lincoln lét sem hann heyrði ekki Ihvað þ§ir sögðu, hann horfði út yfir vota grassléttuna. <Stephen stóð á öndinni. Hvorki hann né Judd né Hill gat giskað á hversu örlagaþrungið þetta augnablik væri. Hvernig gátu þeir vitað, að forlög Bandaríkjanna lægju í þessari spurningu, og að þau yrðu útkljáð þennan dag á ræðupallnum í Freeport í IWinois? En Abraham Lincoln, þessi óliðlega vaxni maður í léreftsfrakkanum og með flókna hárið vissi það. Og steinninn, sem burt var kastað átti að verða hyrningarsteinn mustterisins. Lincoln rankaði við sér alt í einu. Hann ræskti sig og lais spurninguna hægt og stilt svo að heyra mátti hvert orð, þrátt fyrir skröltið í vögnunum. “Getur fólk sem býr innan takmarka Bandaríkj- anna á nokkurn lagalegan hátt útrýmt þfælahaldi á móti vilja nokkurs borgara Bandaríkjanna, úr sínu héraði, fyr en ríkisstjórnarskrá hefir verið samin?” Medilll hlustaði með mestu aftirtekt. “Abe,” sagði hann mjög alvarlegur, “annað- hvort svarar Douglas þessu játandi, eða hann fer undan í flæmingi; og það er öll ,sú vissa, isem að þessir Norðurríkja demókartar þurfa að hafa tiil þess að koma honum í senatið. Þeir fella þig.’’ ‘tGott og vel,” svaraði Lincoln með hægð. “Gott og vel,” endurtók Medill og í orðum hans lýsti sér undrun hans sjálfs og annara. “En hvers vegna í ósköpunum ertu þá að þreyita þig á þessu og til hvers erum við að eyða tíma og peningum fyrir þig?” Lincoln lagði hendina á handlegg Medills. “Joe,” sagði hann, “það er hægara að ná rottu, sem er í matarskápnum, heldur en rottu, sem er hlaupin burt úr kjalilaranum. Maður veit hvar maður á að setja gildruna í ékápnum. Eg skal segja þér, hversvegna eg er í þessum kosningum núna: eg er I þeim til þess að ná í Douglas nú og halda honum frá því að komast í Hvíta húsið 1860 — til þess að bjarga landinu okkar, Joe; það er illa komið.” Það varð þögn, sem var rofin af tveimur upp- hrópunum. “En sjáðu nú til,” sagði Medill, þegar hann var farinn að átta sig aftur, “hvað höfum við til að sýna, og hvað er um sjálfan þig?” Lincolln brosti þreytuleg'á. “Eg* toýst við að það skifti egnu máli,’’ svaraðl hann tolátt áfram. Hamingjan góða! “hrópaði Judd. Medill kom ekki upp.því, sem hann vildi segja. “Áttu við það, að þér, sem umsækjanda repúblík- ana flokksins standi á sama hvort þú kemst í senatið eða ekki?” “Já, ef eg get -sent Steve Douglas þangað lam- aðan á báðum vængjum,” var svarið. “En gerum ráð fyrir því, að hann segi já, segi að þrælahald verði útilokað,” sagði Judd. ‘fÞá,” sagði Lincoln, “þá tapar hann atkvæðum hinna stærri þrælaeigenda, atkvæðamagninu í Suð- urríkjunum, sem hann hefir verið að dekra við. síðan hann fýsti að verða forseti. Hann kemst aldrei í Hvíta húsið án atkvæðamagnsins í Suðurríkjunum. Og ef eg skil rétt, þá hefir Douglas horft framundan sér eins langt og tíl 1860 nú um æði -langan tíma.” Það varð önnur þögn á eftir þessum orðum. Stðr og feitur maður'stóð í ganginum. Hann spýtti út um opinn glugga af mestu snild. “Það getur vel verið að þú getir vængbrotið Douglas, Abe, en byssan slær þig svo að þú ihrapar fram af klettinum,” sagði hann með raunarsvip. “Vertu ekki með áhyggjur út af mér Ed,” sagði Lincoln; “eg á það ekki skilið.” Stephen Brice sá alt í einu hvað alt þetta þýddi. Hann varð hrifinn af hinu illa gamni, sem lá í því, skarpskygninni og þó mest af öllu*af hinni óvið- jafnanlegu fómfýsi. Hann mun fyrst á þessari stund hafa metið ti-1 fullls speki þá, sem hann var í nánd við og sú ispeki var lík speki Salómons. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fiordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.