Lögberg - 02.10.1924, Síða 7

Lögberg - 02.10.1924, Síða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN,2. OKTÓBER. 1924. Bls. 7 Or Borgarfirði. 9 ágústmánaðar. Ekki linnir ferðunum um Fljótsdalinn enn, það sér á, að þar búa þrifnaðar-menn — segir í gömlu grýlukvæði. Eiga þessi stef vel við um Borgarfjörð nú hin síðari árin, því að ekki mun gestikvæmara í ðnnur héruð lands- ins. að sumarlagi. Hingað sækir fj'öldi ferðiamanna, útlendra og innlendra, og allralhelst Reykvík- ingar, sem von er, því að þeir eiga skemst til að sækja Eru þau býli mörg, þar sem menn úr ,höfuð- staðnum dveljast lengur eða ,skem- ur og sumstaðar eru gestir að stað- aldri langdvölum eftir iþví, sem hús vinnast til, svo sem í Norð- tungu og Svigna^karði. iMargt ber til þess, að menn leggja leið sína um Borgarfjörð, þeir, sem vilja létta sér upp. Hér- aðið er víðlent og fagurt, vegir góðir og greiðir farkostir, svo að komast má á ihálfu dægri úr Reykjavík alt upp í Hvítársíðu eða Þverárhlíð eða út að Hítará, — fornlhelgir sögustaðir, veiðiár, birkiskógar, rausnargarðar, gervi- legt og gestrisið fólk. “Suðurland” kemur að jafnaðl í hverri viku úr Reykjavík með fjölda farþega. Hópurinn er flutt- ur í ferju miklli að landi við Brákarsund, þar sem fóstra Egils týndiist forðum fyrir afskifti sín af knattleiknum í Sandvík. — Á svip- stundu er flokkuirinn tvístraður. Bifreiðir þjóta upp í hérað fermd- ar farþegum; sumir fara á hjóli eða heStbaki, aðrir fótgangandl. Kauptúnið í Borgarnesi var fyrr um kent við Brákarpoll, enda ligg- ur það á framanverðu nesinu. Eg- ils saga nefnir nesið Digranes. Þar áttu “Mýramenn” legstað áður kirkja væri reist að Borg. Stendur þar haugur Skallagrím,s. Hafði áðuir verið grafið í hauglnn margsinnis til fjár, en Einar prest ur að Borg lét hlaða Ihann upp og setti á rúnastein, er á er höggvið nafn Skallagríms. — Heldur er nesið hrjóstruga, en þó eru þar tún og jarðeplagarðar. Víðsýnt er þaðan og fjallasýn hin fegursta, I útnorðri gnæfir Snæfell,sjökull yfir láglendið, Eiríksjökull í austri og Skjaldbreiður í landsuðri. Blá- kolla er næst, í Hafnarfjöllum, gegnt nesinu. Kauptúnið þróast bægt og örugglega. Þar er rekinn allur kaupskapur ihéraðsins, að- setur kaupfélags og kaupmanna, höf u ð-póísta f grei ðs 1 a, sláturhús Borgfirginga, smiðir og aðrir handiðnamenn. Garðyrkja er stunduð til góðra nota, Þar er raf- lýsing. Ekki iheyrist talað um at- vinnuibrest, “hallæri” og beina- grindur’’, enda virðáist flestir I allgóðum hömsum. iLaxveiði hefir verið í tregara lagi í sumar og næsta lítill í sum- um ám. Allvel mun þó hafa aflast frá Hvítárvöllum og Ferjukoti. enda eru nafnkendar veiðiklæir þar á bökunum. Miesltur lax mun hafa gengið í Þverá, þeirra vatna er í Hvítá falla. Hafa Englending ar veiðirétt þar; voru þeir við ána öndverðan veiðitíma og öfluðu vel. Síðan hafa þar verið nokkrir Reyk víkingar í leyfi eiganda og þótt fengsælir. — Laxgegnd í ána befir aukist mjög síðan hún var friðuð að öðru en stangaveiði. Mun Þver- á nú einna beist laxá landsins enda er hún svo löng, að vart mundi endast dagurinn að fara lestagang með henni allri og gnótt er þar ágætra hylja og strengja. Mikinn ihug leggja menn á laxa- klak og eru nú 'komin upp klakhús á nokkrum stöðum. Hefir Þórður úr Svartárkoti verið driffjöður þeirrar framtakssemi. Mun mega vænta góðs árangurs ef þolinmæðl er við höfð, en jafnframt þarf að gjalda varhug við of-mikilli netja- veiði. Laxastiga þyrfti að setja I fossa, sem eigi eru fi;skgengir, t. d. í Hítará, Andakílsá og Laxá í Leirársveit; mundu þær þá bráð- lega mega verða ágætar veiðiár, því að hrygningarstaðir eru þar einkar góðir og margir ofan við fossana. Skógar eru i góðum vexti hér í héraði. Mestir eru þeir í Skorra- dal og Þverárhlíð. Hafa þeir þró- sat mjög :síðu;stu áratugi og allra mest s'iðustu ár. Veldur því mest skynsamlegri notkun skógarins en áður. Nú er varast að berhöggva rjóður, heldur er skógurinn grylsjaður. Nj^ta þá trén, betur sólar og jarðvegs, þau er eítlr standa, verða íhávaxnari og þroska meiri. Skógurinn verður og gagn- samari, því að fé og gripir komast greiðlegar um hann og njóta gróðrar þelss, er í skjólinu vex. Féð dregur eigi af tsér lagðinn, sem jafnan Ibrennur við í þykku kræklu kjarri. Heitir hverar og laugar eru á ýmsum stöðum i héraðinu og er að þeim hin mesta prýði. Frægust er Snorralaug í Reykholti. Þarf eigi að lýsa henni, svo er hún kunn. Koma þangað margir menn á hverju sumri að skoða laugina. í okkar 8 Service Stöðum Veitið Bílnum Tœkifœri Byrjið nú þegar og látið oss hreinsa gömlu olíuna og fituna ÚV bíl yðar. Cor. Portage og Maryland Main St. ámóti Unionjárn- brautarstöðinni. McDermot og Rorie Street á móti Grain Exchange Portage Ave. og Kennedy Rupert og King, bak við McLaren Hotel Osborne og Stradbrook eSt. Main St. North & Stella Ave. Portage Ave. & Strathcona Fjórar loftlínur á hverri stöð, 150 pd stöðug loftþrýsting. Alemite Service Byssur með 5000 punda þrýstingi, gera oss kleift að hreinsa bíl yðar á fám mínútum. Grease Rack Service Olíunni skift á ifáum mínútum, Distilled alt af við hendina fyrir Batteríið ELECTRO GASOLINE Ppairie City Oil Company Áðal Skrifstofa: 601-6 Somerset Block, - WINNIPEG, MAN. Á nokkrum stöðum hafa verið ger skýli við hverana, til þvotta og jsuðu. Best mun notaður hver að Sturlu-Reykjum. Þar er heitu vatni veitt heim í bæinn til suðu og hitunar. Vafalaust má nota jarðhitann miklu meira en gert er, til eflingar garðrækt, svo sem gert er í Reykjahverfi í Þingeyjar- þingi og í Reykjadal og til marg- víslegra heimilisþarfa, og hýbýla- bóta. Mun þess eigi. langt að bíða, að þessar þjóðgersimar verði að meira gagni. Betur er hýpt hér í Borgarfirðl en í nokkru héraði landsins öðru. Afturkippur heflr þó komið í húsa- gerð hér, sem annars staðar saklr dýrtíðar. Þó er nú tekið til ihúsa- gerða af nýju á nokkrum stöðum. Nafnkendast og áburðarmest er steinhúsið mikla, er Davíð ibóndi Þorsteinsson hefir reist að Arn- bjargarlæk. Ætendur það hærra á túninu en gamli bærinn og sést ná- lega um alt héraðið. Það er þrí- lýft með kjallara, miðstöðarhitun og að öllu sem vandaðasit. Mun eigi heiglum hent að reisa svo “hátimbraðan hörg” á bóndabæ, og ofrautsn flestum, en allir vita, sem til þekkja, að þessi bóndi heflr eigi reist sér hurðarás um öxl. — Guðmundur Ólafson á Lundum hefir og enn aukið hýlbýlalbætur sínar með því að steinsteypa fjós og hlöðu, hvorttveggja við ihæfi jarðar sinnar. Hefir hann þar með komið svo fyrir húsum, að ekki finst einn torfhnaus lengur 1 vegg innan túns, — alt úr steini eða járnklætt, — og munu slíks færri dæmin í landi voru. Hér voru þurviðri ofmikil önd- vent sumar, sem viðar annars stað- ar. Var því grasvöxtur óvænlegur lengi, en rættist úr um síðir. Hey- annir hófust síðar venju, en tún máttu Iheita sæmilega sprottin. Nýting var góð á því, ,sem fyrst var slegið, en nú eru orðin veðra- brigði og óttast margir þerrileys- ur. Heillbrigði hefir verið góð til skams tíma ,en nú eru mis'lingar komnir í héraðið og hafa farið óð- fluga. Bárust þeir víða in sveitlr frá skemtisamkomu þeirri, er hér var háð fyrir nokkru, en þangað kom maður úr Reykjavík, er flutti veikina og lagðist sjálfur daginn eftir. Er veikin komin á fjörutíu bæi. Liggja flestir á sumum heimilum og sumir þungt haldnir en enginn hefir látist. M'argir forð- ast samgöngur og sennilegt, að ýmsum takist að verjast með þeim hætti. (Visir.) Þórisdalur. ‘‘----Grettir fór þar til er ihann fann dal í jöklinum langan ok heldr mjóan, ok lukt at jöklum öllum megin, isvá at þeir skúttu fram yfir dalinn. Hann komst ofan í einhverjum stað; Hann sá ,þá fagrar hlíðir igrasi vaxnar ok smá- kjörr. Þar váru hverar ,ok þóttl honum sem jarðeldr mundi valda, er eigi luktuist [saman jöklarnir yfir dalnum. Á lítil féll eftir daln- um, ok sléttar eyrar báðum megln. Lítill var þar sólargangur. — Ekki bar þar til tíðinda um vetrinn. Þá þótti Gretti þar isvá daufligt, at hann mátti þar eigi lengr vera. Fór ihann þá í burtu ór dalnum, ok gekk suðr þvers af jöklinum, ok kom þá at norðan at miðjum Skjaldibreið. Reisti hann upp hellu ok klappaði á rauf, ok sagði svá, ef maðr legði auga sitt við raufina á hellunni, at þá mætti sjá í gil þat pem fellr ór Þórisdal.” Haukur heitir maður og er Eyj- ólfsson, frá Hofstöðum í Hálsa- sveit. Hann er yngstur þeirra Hof- staðabræðra, ( sem mðirgum eru kunnir fyrir hestamenksu og aðra atgjörvi ýmislega. Haukur er víðförull maður, en lítt semur hann sig að hversdagssið- um, og verður þeim, er sjá ihann fyrst, furðu starsýnt á það, að hann lætur hár sitt vaxa að forn- um isið. Hann hefir jarpt har og [ mikið og felluir með lokkum á! herðar niður. Hann er sjálegur maður og vel orði farinn og hóg- látur í framkomu. Eg hitti Hauk Eyjólfsson á Gýgj arhóli í Biskupstungum 7. f. m. Hann var ,þá nýkominn á göngu vestan úr Borgarfirði. Hafði hann lagt leið sína frá Kalmanstungu suður á Kaldadal, upp á Geitlands- jðkul og gegnum Þórisdail, en það- an fyrir norðan iHlöðufell og alt að Haukadal í Biskupstungufn. Var hann samtals 30' klst. þessa leið, bæja milli. Hann var aðfaranótt sunnudags hinn 6. júlf í Þórisdal og 'hafði þar 5 stunda dvöl í blíð- viðri og heiðríkju. Leið sinni gegnum Þórisdal lýs- ir Haukur svo: l Hann gekk af Kaldadalsvegi upp á Geitlandsjökul upp með syðra fellinu að sunnan (þ. e. Hádegls- felli hinu syðra?), gekk fyrir gljúfurkjaftinn, sem er milli fellis- ins og jökulsins, upp með gili eða upp eftir gilinu mest, isem þar fellur úr jöklinum (upptök Geitár) Tekur þá við snjóbrekka mikil fyrsta, tinda á báðar hliðar, en litlu seinna, í suðaustur, opnast Þórisdalur, 'Og er sem maður dettl ofan yfir allstóran gróðurblett, iðjagrænan, og er snjóbrekka ofan í dalinn. Gróðurbletturinn var nú vaxinn &—6 þuml. háu grasi, ein- dregnu túngresi, brúskóttu nokk- uð, talsvert af punti, og tók Hauk- uir með sér skúf af punti, nær l/£ álnar löngum. Haukur steig gróð- urblettinn, og taldi hann 208 fer- faðmar, en þó er bletturinn tals- vert sundurskorinn af dýjalindum, kaldavermslum. Ekki sá nokkurt sinustrá í gróðrinum. Skriðubung- ur eru umhverfis blettinn í suður og austur, en þá tekur við snjð- ibreiða, sem hylur dalinn að mestu en að vestan og norðan gengur snjórinn alveg niður í graslendið. Gegnum skriðubungurnar að ,sunn an rennur gil, frá austri til vest- urs, og hverfur undir jökulinn. undirlendið alt í dalnum virtist Hauki á að giska 2 dagsláttur að víðáttu, og er dalurinn hér um bil kringlóttur. Skriðurunnir hamrar, víða snjólausir liggja að dalnum í útsuður og landnorður beggja vegna, en landsunnan að að daln- um er hamrafell, snjólaust að ot- an; tveim megin við það eru skörð með jökli í, og virtist Hauki gilið koma úr nyrðra skarðinu. Austan til í dalnum, nær fellinu, isunnanvert við gilið, er urðar- bunga. Efst á bungunni gnæfir mikið bjarg, sem slútir fram yfir sig í vestur; sú hllið steinsins er um það bil manmhæð og slétt og um faðmur á langveginn. Undir þessari hlið steinsins virð- ist greinilega sjá fyrir kofarúst. Að sunnanverðu í vestur frá stein- inum, virðist glögg Ihleðsla úr f jórum stórum isteinum, *þó ekkí stærri en svo, að vel mætti ætla sterkum nútíðarmönnum að koma þeim í vegg hjálparlaust. Þessi hleðsla virðist greinilegust, en auk þess virtist-Hauki móta fyrir hlið vegg að vestanverðu og gafli að norðan, og sýnast dyrnar hafa ' . ið nyrst á veggnum. Rofinn virðist hafa verið nær ferhyrndur, um ll/n faðmur á hvem veg. En rúst- in er að innan óslétt af grjóti, «em vel gæti verið úr hrundum veggj- unum. . Einn fugl sá Haukur í dalnum, í graslendinu: hann var spakur m'jög, og hyggur Haukur það helst verið hafa keldusvín, eftiir þvl sem hann hefir heyrt þeim fugli lýst. Haukur hlóð vörðu í dalnum, á urðarbungu austan við gras'blett- inn; kom hann þar í flösku meö nafni sínu og dagsettri frásögn I fám orðum um för sína og fund dalsins. Eru þau verksummerki þar til jarteikna. Haukur fór syðra skarðið upp úr dalnum, í landsuður og var þó næsta bratt, svo að hann varð að 'spora fyriir með broddstaf sínum, þó að hann gengi á mannlbrodd- um; en nyrðra skarðið leist hon- um þó enn torsóttara. Skarðið er klukkustundargangur. Lækkar þá skyndilega niður að jökulvatni litlu, sem þar er, og var það á hellugaddi; géngur jökullinn, að 'því er virtist, niður í það að norð- an, að austan er snjólægð, en að sunnan eru háir hamrar með jökli fram á ystu brúnir. Stallur er I hamrana, og þótti Hauki álitlegast að ganga stallinn. Er hann hafði gengið hamrastallinn um hríð, kemur fram á snoppu eina, og ték- ur ,þá við vatn, stærra en hið fyrra, og sunnanvert við snoppuna annað vatn, ámóta stórt, ©n millli vatnanna tveggja er melhóla- hryggur; virðast yöltnin hafa samrensli mill i hólanna, en nú var þetta alt enn í krapi og snjð og vötnin á gaddi, en sjálfir hól- arnir auðiir. Haukur gekk hóla- rimann milli vatnanna, og er feiknabratt og allilt ofan af ran- anum, grjótskriða fyrst, en þá snjór. Þegar hér er komið, virðist alveg lokast fyirir af jökulhrygg, sem gengur úr Bláfellsjökli til út suðurs. Þegar au.stur af melihólum kom, stefndi Haukur upp á jðkul- hrygginn, suður með syðra vatn- inu, og vár þar Iharður jökuill; gerðist þar brátt afskaplega tor- velt upp að sækja vegna bratta. En þegar upp á jökulhrygginn kemur, þá sér Lambahlíðar og Hlöðufell en næst er vatn eitt við suðvesturhornið á Bláfellisjökll, allstórt vatn; það var autt, og gaf Haukur því nafn og kallaði Djúpa- vatn, því að honum virtist vatnið afardjúpt. Fram í vatnið gengur hrikalegur skriðjökull úr Bláfells- jöklli, og voru í því borgarjakar á stangli, smáir þó. Haukur gekk norðaustur fyrir vatnið, eftir jökl- inum og á jökulspöng yfir kvísl, sem úr því fellur suðaustur með jöklinum; fellur það afrensli vatn úr vatni alt austur í Hagavatn, og eru þetta í rauninni fjærstu upp- tök Tungufljóts, er hún kemur niður undir bygð. Haukur Ihafði með sér uppdrátt íslands eftir Daíel Bruun og fór eftir honum svo sem til vanst. Frásögn þessa skráði eg eftir eigin orðum Hlauiks og lýsingu I baðlstofunni á Gýjarhóli 8. f. m. las eg honum síðar frásögnina og færði þá enn sumt til réttari vegar, og bárum við alt vandlega saman. Þótti mér frásögn hans öll þess verð að koma fyrir almennings- sjónir, og fekk eg leyfi hans til að birta söguna. En sjálfur mun hann gefa út nánari lýsingu um för sína alla, því að hún er lengri miklu en ihér segir frá. Hann hafði gengið Eiríksjökul áður en hann lagði í austurförina, en síðan fðr hann úr Biskupstungum norður Kjöl og fyrir norðan Langjökull og Eiríksjökul til Borgarfjarðar, einn síns liðs, með staf sinn og mal. Hér hefi eg aðeing til'fært frá- siögu Haufes um Þórisdal. Sjálf verður sagan að ‘bera sjálfri sér vitni. En mér virtist maðurinn svo að hann væri athugull og glögg- skygn og vel viti borinn, þjóðleg- ur i málfari og allri hyggju sinni, og gagntekinn var hann af tísku- lausri aðáun á fegurð og hátign fjallanna. Svö sem kunnugt er, þá gengu ungir Reykvíkingar í Þórisdal fyr- ir nökkrum árum, og hefir einn þeirra, Björn ólafsson, lýst daln- um í Eimr. 1918. Engin tiltök eru að efa þá lýsingu. En þó er sá í>ör- isdalur alls ólíkur þeim dal, sem Haukur Eyjólfsson lýsir, því Hauk ur fann þar græn grös, en Reyk- víkingar sáu ekki stingandi strá. Það kvisaðist þegar um ferð Hauks, og brugðu Reykvíkingar þá við, þrír úr Nafmlauisafélaglnu og gengu enn í Þórisdal isinn. Þar var alt eins og þeir Ihöfðu við það skilið, ekkert gras, ekkert lífsmark. Og enga aðra dali neinsstaðar að finna. En engan þarf að furða á þesisu, því að ekki er alt með;feldu um Þórisdal, og vita það allir menn. Enginn veit, sem þangað gengur, hvað við muni táka. Hvernig ætli Þórisdalur líti út, ef einhver anar þangað með Eversharp-blýant tll þess að krota landabréf? Það henítar ekki að vera að sparka um Þórisdal á d'önskum skóm og með dósamat í nesti. Þeir menn, sem vísir eru till að rengja forhelgar sögur og káfa vilja á hverjum hlut þeim mun ekki auðnast að koma með ilmandi grös úr Þórisdal. Grettir gekk á Geitlandsjökul, ok hafði með sér ketil o'k elds- virki,” segir í Gretlu. Níu öldum síðar gekk.borgfiskur bóndason a jökulinn, einn sér, á íslenskum skóm og mannbroddum og í silfur- hneptum selkinnsibol og þjóðleg- um klæðum, með broddstaf sinn, þriggj álna og lítinn mal um öxl. Þóriisdalur 'blasti við honum, vax- inn grænu grasi og skáli Grettls er þar enn. Ög þar eru ókendir fuglar.— 'Haukur lEyjólfsson hefir gert eitt til að bjarga aftur æfintýrinu um Þórisdal, sem Nafnlausafélagið var búið að eyðileggja fyrir okkur með kortagerð og röfesemdafærslu. 17. ágúst Helgi Hjörvar. (Vísir.) Listamenn og fátœkt. Nú í suihar hafa margir dansk- ir rithöfundar átt mikla og langa sennu í blöðunum. Urðu þær um- ræður til eftir ritlhöfundamótið 1 Stokkhólmi, og spruttu aðallega út af því, hvort ríkinu 'bæri að styrkja rithöfunda og listamenn. Sumir þeirra hafa haldið :því fram, að það væri fjarstæða að ríkið styrkti rithöfunda. Aftur hafa aðrir fært rök fyrir því, að það væri sjálfsagt. Meðal þeirra er Carl Gandrup. Verða hér þýdd- ar glefsur úr grein hans. Er hún í bæði fimllega og skemtilega skrif- uð. Gandrup snýr sér einkum að einum þeirra, er um málið hafði skrifað, Jesper Ewald. Hann hafði m. a. haldið því fram, að þeir rit- höfundar einir hefðu rétt til að skrifa, sem gætu lifað á verkum sínum; Ihinir væru sníkjudýr; líktl hann þeim við nýlenduvörusala, sem orðið hefðu gjaldþrota, og ráðlagði þeim að leita sér annarar atvinnu til þess að hafa ofan af fyrir sér. Gandrup segir aftur á móti, að yfir 50% af (rithöfundunum dönsfeu hafi eitthvert fast starf við hliðina á ritstörfunum; en um hinn hlutann, sem verði að bjarga sér eingöngu með skáldgáfu sinnl, megi fullyrða það, að þeir og verk þeirra niðurlægist stórkostHega vegna fjárhagsvandræða og þeirra þrenginga, sem af þeim leiði. Og það sé það, sem drepi í þeim neist- ann. “Því það er ekkert til, sem getur niðurlægt manninn eins og ,fá- tæktin. Efnaleg neyð er gróðrar- reitur hinna allra verstu mann- legu hvata. Vilji fjandinn ná sér í mann, byrjar hann á því að gera hann fátækan. En fyrir listamann, hvaða list sem hann stundar, er Ihin daglega neyð eyðilegging. Hann 'hlýtur að verða að aumingja í klóm hennar. Hann stendur nefnilega varnar- lausari og veikari fyrir en hinn starfisemi og starfshygni maður, né hann í neyð, einmitt vegna þesis, að listamenn eru vegna eðdissér- kenna sinna, illa færir til að bjarga sér efnalega. Listamaður- inn eða það andlega eðlisfar, sem honum er af náttúrunni áskapað, það notast ekki í hveradagsatrið- inu. Listamaðurinn er þar aðeins fyrir, því hann getur ekki samlag- að eðli sitt Og hæfileika við hið starfandi efnislega líf. „Djáðist mjög í bakinu erhú heilbrigð’ Mrs. William Walker, Wellwood, Ont., skrifar:— DR. “Eg þjáðist mánuðum saman af magaveiki og fylgdi henn ó- þolandi bakverkur. Hélzt eg stundum varla við í rúminu um nætur. Eg þandist upp af gasi og misti matarlystina að heita mátti. Læknirinn gaf mér hin og þessi meðöl, en árangurslaust. Að lokum fór eg að nota Ðr. Chase’s Kidney-Liver Pills, og þótt eg hafi ekki notað nema úr þrem öskjum, er eg orðin al- heil.” CHASE’S KIDNEY-LIVER PILLS 60 cents liylkið, lijá lyföslum^ eða Kdmanson, liates & Co., Ltd. Toronto Ef einhver verður sjóveikur í sfeemtibát uppi við landssteina, þá er hann ekki isendur í milli land- ferð. Og beri einhver brennandi listaþrá í sál sinni, þá á hann ekki að setjast við að lleggja sam- an tölur, því til þess er hann ekki fær. Ef það væri eins létt verk eins og J. Ewald segir, að skipa mðnn- um og ihæfileikum rúm á hinum margbreytilegu starfssviðum þjóð- félagsins, þá væri ekki margt að 'því að lifa. Hann vill gera börn listagyðjan, óhyggin, barnaleg og stemnings-auðug, að þægum húsi'dýrum, nytjaskepnum, falleg- um, nýrökuðum skrifstofumönnum vélgengum verkfærum, sem vinni frá 9—5, og gangi síðan heim, þeyti af sér flibbanum og skapi síðan stórfeldar skáldsýnir, nýjar hugsanir, gllæsilegar myndir með þreyttan heila og þungt skap. Það gremur J. Ewald, að ríkið skuli veita nofekrar vesælar þús- undir króna um árið til skálda og listamanna þ og menning ©r arður, segir hann. Hann gæti al- veg eins sagt, að menning værl tap. Það er hvort tveggja jafn mikið rugl. Þúisund malandi kvarnir þjóðfélagsins, það er með- alið, menningin er markið. ‘Og skáld, sem yrkja, og lista- menn, sem iskapa list vegna sannr- ar og alvarlegrar köllunar, þeir eru ekki að umskapa verk sin í peninga. Það á að vera þjóðfélags- hneyfesli að veita styrk til skálda og listamanna! Og þó eru það ein- mitt þessi andlegu öfl, sem móta aldirnar ásamt vísindum og verk- legum framförum. Morgunblaðið. Robin Hood mylnufélagið. Hvert einasta mannsbarn neytir daglega brauðs, en hve margir hafa nokkru Sinni fest hugann við myndbreytingar þær, sem hveitið tekur, þar til'það kemur úr hönd- um bakarans, sem brauð. Margt eftirtektarvert mundi bera fyrir augu,; þeirra, er tíma hefðu til að skoða sig um í mylnum Robin Htood félagsins í Moose Jaw. Árið 1919 keypti Rtobin Hood fé- lagið mylnu Donald McLean fé- lagsins. Var mörgum endurbótum þá tafarlaust hrint í framkvæmd. Jókst framleiðslan á stuttum tima úr 150 upp í 500' tunnur á dag. Er nú svo komið að malaðar eru þar að minsta kosti 4000 tunnur á degi hverjum. Félag þetta á mylnu I Calgary, sem framleiðir daglega- til jafnaðar 2000 tunnur ihveitis og 2000 kassa af haframjöli. Umboðsmaður stjórnarinnar hefir yfirumsjón með myQnunum og sér um að einungis sé notað No. I, Northern korn. Hveitið er bleytt í volgu vatni fyrst, síðan er það þurfeað og hreinsað fjóruro sinnum. Loks er það malað og að- greint í tegundir þær, er sendar eru til markaðs. iMylnufélag þetta sendir fjölda vagnfarma á markað víðsvegar um þetta mikla meginland og jafn- framt til Norðurálfunnar, Suður- Ameríku, Afriku Ástralíu og Asíu. Besta sönnunin fyrir því, hve Róbin Hood hveitið er gott, er sú, að af 36 verðlaunum, sem veitt voru í sumar í Saskatdhewan og Aliberta fyrir brauðbökun, hlutu brauð úr því 34 verðlaun. ♦>♦ I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.