Lögberg - 06.11.1924, Síða 4
£1*. 4
LOtíBERG, ffMTUDAGÍNN 6. NÓVEMBER. 1924.
ð
Kosniagarnar á Bretlandi,
Þær fóru fram eins og til stóð 29. síöastl. mánaS-
ar, og úrslit þeirra eru orðin alþjóð kunh. Og hefir
liklega fáum dottið í hug, að þau yrðu eins ákveðin-
og raun er á orðin.
Margir þóttust sjá, aS íhaldsflokkurinri, “Tory"-
flokkurinn á Englandi, mundi eflast að einhverju
leyti í kosningunum, en að hann mundi ganga af hólmi
með 206 þingsæti um fram alla aðra flokka í þing
inu, það hefir vist fáum dottið i hug.
Þessi feykilega breyting, sem svona snögglega hef-
ir komiS yfir stjórnmálin á Englandi, hefir margt at-
hugnarvert í för meS sér. Fyrst þaS, að þjóðin hefir
auðsjáanlega verið orðin dauðþreytt á minnihluta-
stjórn og öllu því makki, sem slíku fyrirkomulagi er
samfara, og því risið upp og hrist þaS af sér, og er
slík vakning í sjálfu sér virðingarverð og sýnir, að í
stjórnmálunum eru Bretar betur vákandi, en fíestar
aðrar þjóðir.
Að þaS var íhaldsflokkurinn, sem varð fyrir val-
inu, hefir enga sérstaka þýðingu út af fyrir sig. Frfáls-
lyndi flokkurinn á Bretlandi var búinn aS fara svo
meS sig, að vonlaust var að hægt væri að koma honum
til valda. En verkamanna flokkurinn, undir stjórn
MacDonalds, var búinn að eySileggja sig svo í heima-
málum, að engin von var til, að þjóðin i heild mundi
veita honum fylgi, og þess vegna var það íhalds-flokk-
urinn, sá eini sem viðlit var að sameina sig um i fram-
kvæmd. En alls ekki það, aS þjóðinni væri íhalds-
stefnan kærari í stjórnmálunum, en frjálslynda
stefnan.
Það, sem gerSi tækifæri frjálslynda flokksins á
Bretlandi að engu við síðustu kosningar, var þeirra
eigin dygS. Sú dygS, sem var misskilin,—að styðja
verkamanna flokkinn til valda á kostnað sinna eigin
hugsjóna, til þess að verkamanna flokkurinn fengi að
sýna, hvað í honum bjó í Sambandi við stjórnmálin,
vitandi það, aS áform verkamanna flokksins og vaxt-
arvon var eyðilegging frjálslynda flokksins.
í öSru lagi spilti það fyrir frjálslynda flok'knum,
að hann gekk í nokkurs konar bandalag við íhalds-
flokkinn gegn verkamanna flokknum viS kosningarn-
ar, og i þriðja lagi skorti framsókn og áræði i málum
þeim, sem þjóSin lét sig mestu varSa heima fyrir.
Afleiðingarnar af öllu þessu voru þær, að frjáls-
lyndi flokkurinn kemur út úr þessum kosningum
tvístraSur og sundurflakandi, með foringja sinn fall-
inn og aS eins fjörutíu og einn fylgismann á þingi.
Verkamanna flokkurinn hafSi 192 fylgismenn á
þingi, þegar gengið var til kosninga. Nú hefir hann
I52—tapað 40 þingsætum í kosningunum.
Óefað hefir það verið áform þingflokkanna í
brezka þinginu, og leiðandi manna á Bretlandi, að lofa
verkamanna flokknum að sýna sig viS stjórnmála-
störfin, og ef MacDonald stjórnin hefði staðið á verði
í vandamálum þjóðarinnar, svo aS þjóðin hefði séð á-
hugamálum sinum borgiS í hans hendi og stjórn hans,
þá hefði ekki verið komið fyrir henni eins og raun er
á orðin. En það kom brátt í ljós, að verkamanna-
mannastjórnin lét mál, sem þjóðinni í heild var ógeð-
felt, hafa meira vald á sér en góðu hófi gegndi.
Það fyrsta, sem varð á vegi hennar heima fyrir,
var hið svó nefnda Campbell mál. Campbell var maS-
ur, sem kærður hafSi verið um æsingar gegn hinu
forna stjórnarfari og stofnunum. Manni þeim var
slept án dóms og laga.
Annað var lánsamningur við Soviet-stjórnina á
Rússlandi, þar sem brezka stjórnin gekk inn á ,að lána
rússnesku stjórninni stóra fjárupphæð til vorukaupa.
En þaS tiltæki mætti ákveðinni mótspyrnu á þingi og
kosningarnar sýna, að það hefir verið allri þjóðinni
ógeSfelt, eða að minsta kosti stórmiklum meiri hluta
hennar. Hefir víst þótt nóg að vera í verzlunarsam-
bandi við Rússa, sem hvað eftir annaS hafa reynt að
auka á óeirðir á Bretlandi, þó þeir færu e'kki að lána
þeim stórfé til þess að troða kommúnista kenningum
sínum með enn meira afli inn hjá brezku þjóðinni, eða
hjá pörtum af henni.
í heimamálunum hefir MacDonalds stjórnin þótt
þróttlítil og hikandi, og afskifti hennar af þeim hefir
verið nefnt kák af blaðinu Westminster Gazette, og
tilfærir biaðið æfskifti . hennar í ellistyrksmálinu,
ekknastyrksmálinu, málinu um fátækra löggjöf og
fleirum.
En aftur kemur flestum saman um, aS Mr. Mac-
Dor.ald hafi farið vel meS utanríkismálin, og einn af
nafnkúnnari mönnum Englands, sem ekki tilheyrir
hans flokki, komst svo að orði um Mr. MacDonald,
sem sjálfur hefir farið með þau: “Þó engir sakni
MacDonald stjórnarinnar, ef hún fellur við kosning-
arnar, þá saknar utanrikisskrifstofan hans.”
Frá voru sjónarmiði hefir hann sótt fram á sviði
Utanríkismálanna, að undanteknu láninu til Rússa, meS
einbeittni, hreinleika og auðsærritþrá til þess að bæta
ástandið hi5 óskaplega, sem átt hefir sér stað í Ev-
rópu undanfarandi, og þaS er vo'r meining, að vitnis-
burður sögunnar muni staðfesta þann vitnisburð, að
hann hafi farið vel með vald sitt á því sviði þann
stutta tíma, sem hann fékk að beita því.
Eitt er það, sem á er vert að benda í sambandi við
stefnu verkamanna flokksins heima fyrir, og það er,
að hann hefir uppihaldslaust prédikaS þjóðinni, aS
frjálslyndi flokkurinn á Bretlandi ætti aS hverfa úr
sögunni, og gert sitt ýtrasta til þess að eyðileggja
hann, þrátt fyrir það, að það var að eins þeim flokki
að þakka, að verkamanna flokkurinn fékk tækifæri á
að sýna stjórnvizku sína. — I þessu kemur fram ó-
heyrileg eigingirni. Verkamanna flokknum finst, að
frjálslyndi flokkurinn standi í vegi fyrir sér á valda-
brautinni, og eigi þess vegna aS hverfa, þó skarð þaS,
sem hann skildi eftir í lifi þjóðarinnar, yr9i aldrei
fylt, — þó skaði sá, sem þjóSinni væri með því gerð-
ur, yrði aldrei bættur.
Tala stuðningsmanna flo'kkanna á þingi er nú
þannig: íhldsmenn (Toriesý, 411. Verkarnenn, 152.
Erjálslyndi flokkurinn, 41. Aðrir flokkar, 11.
James E. Ferguson
Fyrir tuttugu og fjórum árum var það óþekt nafn.
En nú á síðari árum hafa blöð þessa lands flutt það
frá einu landshorni til annars.
Um eöa fyrir árið 1899 kom óbrotinn verkamað-
ur vestan frá Kyrrahafsströnd og til Texas, þar sem
hann tók sér land og fór a5 yrkja það, Þessi maður
var James E. Ferguson. Vestur við Kyrrahaf haföi
hann unnið á járnbrautum og farið á mis við alla
skólamentun. En þó hann hefði ekki skólamentun, þá
samt hafði hann fengið allmikið af lífsreynslu, og hann
átti mikið af hugrekki og áhuga til þess að komast á-
fram. Þó lofaði framtíðin þarna í Texas ekki miklu
fyrst í staö. En svo kom fyrir atvik i lífi hans, sem
breytti útsjón hans á lífinu. Hann kyntist þar ungri
og glæsilegri stúlku, sem Miriam Wallace hét. Var
hún dóttir, landeiganda þar í grend við bújörð hans.
Stúlka sú þótti ágætur kvenkostur. Hún var hvers
manns hugljúfi, sem þekti hana, fríö, gáfuö rík og af
góðu fólki komin, og hafði hlotið háskólamentun.
Þessari stúlku giftist James E. Ferguson árið 1899, og
settu þau bú saman á bújörð þeirri, sem Ferguson
hafði valið sér.
Kona þessi hin unga og glæsilega var bókhneigð og
hefir hana því tekið allsárt til þess, hve maður hennar
hafði oröiö afskektur mentunar tækifærum lífsins; en
í staðinn fyrir að ávíta hann eöæ liggja honum á hálsi
fyrir þaö, tók hún að kenna honum, án þess þó að slá
hið minsta slöku við heimilisverkin, og það var ekki
langt þangað til, að Ferguson var farinn að lesa lög.
En hvorugt þeirray4ló samt slöku við bústörfin og
efnahagur þeirra blámgaðist ár fram af ári, og ekki
leið á löngu áöur en James Ferguson var orðinn leiö-
andi maðurinn í sinu héraði. Eftir að þau höfðu bú-
iö þarna í 15 ár, eða 1914, var James Ferguson búinn
að ná svo miklu áliti, hjá samborgurum sinurn, að þeir
útnefndu hann til ríkisstjóra og náði hann kosningu
mest fyrir það, að hann lofaði að létta útgjöld leigu-
bænda.
Ferguson hjónin- skiklu nú við bújörð sína, þar sem
þeim haföi að öllu leyti vegnað svo vel, og fluttu til
Austin, þar sem viðtökurnar vóru fremur kuldalegar.
Bæjarfólkið leit niður á þau bæði og því fanst, að það
vera niðurlæging fyrir ríkið, að Velja bónda fyrir rík-
isstjóra. Það gekk að því sem sjálfsögðu, að hjón
þessi mundu ekki geta notið sín í hinum glitrandi fé-
lagsskap Ixejarins. Að hann, einfaldur, réttur og
sléttur bóndi, mundi geta fallið inn í félagsskap með
prófessórum, dómurum, lögfræðingum, biskupum,
læknum—yfir höfuð mentafólki bæjarins, þaö fanst
blessuðu fólkinu ekki geta með nokkru móti átt sér
stað. Og hún, ríkisstjórafrúin, sem búin var að
mjólka kýr, strokka smjör, þvo gólf og ganga í öllum
ófinum landverkum, hvernig í ósköpunum áíti hún
að geta verið með fínu frúnni í silkikjólnum/ sem var
svo vel að sér í öllum hinum fínu bæjarsiðum?
Á meðan herrarnir og frúrnar í bænum voru að
bollaleggja um þetta í kaffi-veizlum, á dansleikjum.
í klúbbum og á spilafundum, þá gengu Fergusons-
■hjónin hreint og látlaust til verks og létu sig engu
skifta hvað sagt var. Hann til ríkisstjóra starfanna,
en hún til húsmóðurstarfanna, því hún er húsmóöir og
móðir fyrst og síðast.
Svo liðu þrjú ár, að alt gekk vel. En árið 1917
fór að syrta í lofti, því Ferguson hafði verið bæði ein-
beittur og óvæginn og með því aflað sér óvina, einkum
þó hjá félagi því, sem Ku Klux Klan nefnist, og gekk
óvild sú svo langt, að til vandræöa horfðist. Fergu-
son var klagaður og fundinn sekur um smávægilegt
brot. Árið 1918 sótti Ferguson enn um ríkisstjóra-
embættið til þess að reyna á þana hátt að hreinsa sig
undan áburði þeim, sem á hann hafði verið borinn, og
tók þá kona hans Miriam sitt síðasta cent til þess að
hjálpa honum. En alt kom fyrir e’kki, því hann varð
undir í kosningunni með yfirgnæfandi meirihluta, og
efldist óvildin á milli hans og Ku Klux Klan félags-
ins nú enn meir en áöur. Eyrir tveimur árum síðan
sótti Ferguson um Senators stöðu á móti manni, sem
Earl B. Mayfield heitir, og gjöröi athafnir Ku Klux
Klan félagsins að' aöal atriði í kosningunni, og náði
hann þá svo miklu fylgi, að Senatið í W'ashington er
enn að reyna að ráða fram úr því, hvort það sé nú
heldur Mayfield eða Ferguson, sem sætið eigi.
Svo kom tækifærið í haust eða sumar fyrir Fergu-
son aö hreinsa sig og nafn sitt af áburði þeim, sem á
hann hafði verið borinn. Hann bauö sig enn á ný
fram til ríkisstjóra í Texas, viö undirbúnings kosn-
ingarnar. En svo var það dag einn, að Ferguson kom
heim til konu sinnar í þungu skapi, og tilkynti henni,
að dómstólarnir hefðu úrskurðað að enginn maður,
sem væri undir kæru, gæti sótt um opinbera stöðu í
Texas.
Hér var því komið í hið mesta óefni. Efni þeirra
hjóna gengin til þurðar í aö reyna aö hreinsa nafn
Fergusons undan akæru þeirri, sem yfir jhonum
hékk, og svo voru öll sund lokuð nú. Sagan segir, aö
þau hafi bæði setið all-langa stund steinþegjandi og
næstum niðurbrotin, þar til Mrs. Ferguson rauf þögn-
ina og mælti: “Jim” (þannig nefnir frúin mann sinnj,
“eg skal segja þér nokkuð. Það eru engin lög til í
veröldinni, sem banna mér að sækja um ríkisstjóra-
embættið, og berjast fyrir því að hreinsa nafn okkar.”
Ferguson leit upp, horfði á konu sína örstutta
stund og mælti svo: “Og það er ekkert afl á jörðu,
:em getur aftrað því að þú vinnir.”
Þarna var þá teningunum kastað. Mrs. Ferguson
bauð sig fram undir merkjum Demókrata flokksins
cg náöi útnefningu. ,Svo byrjaði kosningahríðin. Þau
Fergusons hjónin feröuðust fram og aftur um ríkið.
Hann dró að sér þúsundir með mælsku sinni, og hún
vann aðdáun allra með sinni látlausu en einbeittu
framkomu. Kosningahríðin snerist öll um Ku Klux
Klan félagsskapinn, og mitt í eldinum stóð þessi kona,
djörf, óhikandi og einbeitt, sem kastaði sér út í hann
til þess að vernda nafn mannsins síns, og hún var
kosin með yfirgnæfandi meirihluta og hefir því ekki
aö eins heiðurinn'af að hafa unnið hiö grimmasta
kosningastríð, sem háð hefir veriö í Bandaríkjunum
i lengri tíð, heldur líka að vera fyrsta konan, sem skip-
ar ríkisstjórastöðu í því landi.
Heimili Fergusons hjónanna i Temple í Texas, er
fyrirmyndar heimili, þokkalegt, en íburðarlaust. Inn-
anhússmunir eru smekklegir, en íburðarlausir, og ber
alt húshaldið vott um hógsemi, hreinlæti og smekk.
Þau hjón eiga tvær dætur. Giftist önnur þeirra,
þegar hún var seytján ára, og á einn dreng fjögra
ára gamlan; hin er ógift.
Mrs. Ferguson er 47 ára gömul, og dætur hennar
segja, aö hún sé enn fallegasta og elskulegasta konan,
sem þær hafi séð. Og það eru ekki að eins þær, sem
segja, að hún sé elskulegasta konan—það gera allir,
sem hún kynnist. Hún er ávalt glöö í bragði, hefir
aldrei annað en gott um aöra aö segja, og gjörir sér
aldrei mannamun. Á hennar heimili er vikadrengn-
um og verkamanninum sýndur jafn mikill sómi og
alúð, eins og prestum og bankastjórum, eða dómar-
anum. — Mrs. Ferguson er ákveðin trúkotta og heyr-
ir til prótestantisku Episcopal kirkjudeildinni,) og
hefir þar sem annars staðar unnið sér tiltrú og virð-
ingu með framkomu sinni.
I klæðaburði er Mrs. Ferguson jafn hógvær og á
öðrum sviðum. Hún hefir mesta ógeö á öllu skarti.
Klæði hennar eru ávalt hrein, fara vel, en eru aldrei
íburðarmikil.
Crows Nest málið.
Eins og getið hefir verið um í blöðunum, þá er
dómur járnbrautamála nefndar ríkisins fallinn í þessu
máli, og er þannig, að fjórir af sex nefndarmanna
hafa komið sér saman um, að ónýta samninginn, og þá
líka þau hlunnindi, sem samningur sá átti aö tryggja
íbúlim Vestur-fylkjanna, og voru þau af þeim tekin
27. október síðastliðinn og flutningsgjöld þau, sem
samningurinn snerti, færö upp þann dag, svo aö þau
eru nú eins og þau voru áð\ir en samningurinn kom
í gildi 7. júlí síðastl.
Dómsúrskurður þessi hefir, eins og að líkum lætur,
mælst afar illa fyrir í VeSturfylkjunum, því því er
ekki að neita, að erfiðásta viðfangsefnið, sem íbúar
þeirra hafa við að stríða, er hið afar háa járjibrauta-
flutningsgjald. Og.þar við bætist það, að menn hafa
það alment á tilfinningunni, að með þessum dómi hafi
á þeim verið brotin lög og réttur.
Þessi Crow’s Nest samningur er þannig til orðinn,
að óánægja all-ákveðin átti sér stað í Vesturlandinu
um og fyrir árið 1893, út af ósanngjarnlega háu
flutningsgjaldi á vörum með Canada Kyrrahafs-
brautunum í Vesturlandinu. Út af þeirri óánægju
skipaði stjórnin í Ottawa nefnd til þess að athuga
flutningsgjöldin og gera tillögur í sambandi við það
mál. Sú nefnd lagði fram álit sitt, og á því áliti bygði
stjórnin frumvarp, sem hún lagði fyrir þingið 1897.
Þau lög taka fram, að Canada Kyrrahafs brautarfé-
laginu skuli vera borgað $11,000 á hverja mílu af
járnbraut, sem það var þá að byggja inn í Crow’s -
Nest héraðið, með þeim skilmálum, að félagið lækk-
aöi flutningsgjald á vörum, sem fluttar voru meö
brautum þess, hvar sem þær væru í Canada, hvort
heldur að félagið ætti brautirnar sjálft, eða leigði
þær, og eins á vörum, sem fluttar væru bæði með skip-
um og járnbrautum til Vesturlandsins. I lögum þess-
um eða samningi, sem gerður var á milli Canada
Kyrrahafs brautarfélagsins annars vegar, en stjórn-
arinnar í Canada hins vegar, var á meðal annars tekið
fram, að færa skuli niður flutningsgjaldið á öllum
nýjum ávöxtum um 33 1-3 af hundraði; á steinolíu um
20 af hundraði; á bindaratvinna, akuryrkju verkfær-
um og stykkjum úr þeim, járni, nöglum stórum og
smáum, hestajárnum, járnvír, gluggagleri, bygginga-
pappir, þakefni, kössum, máli, hráolíu, lifandi pen-
ingi; munum, sem búnir eru til úr tré, og innanhúss-
munum um 10 af hundraði. Þar stendur og:
“Félagið (það er Canada Kyrrahafs félagið) skal
alclrei setja hærra flutningsgjald með brautum sínum,
en hér er tekið fram, og skal lækkun þessi ganga
í gildi fyrsta janúar 1898.” Enn er tekið fram:
“Félagið skal færa niður flutningsgjald á korni og
hveitimjöli á aðal brautum sinum og hliðarbrautum
fyrir vestan Fort William og Port Arthur, og á öllum
járnbrautum sínum í Austur Canada, um þrjú cent
á hverjum hundrað pundum, og gekk sú breyting i
gildi sem hér segir: Eitt og hálft cent fyrsta dag
septembermánaöar 1898 eða fyrir þann dag, og annað
cent og hálft á hverjum hundrað pundum fyrsta dag
septembermánaðar 1899, eða fyrir þann dag, og
hærra flutningsgjald má ekki setja frá stöðvum þeim,
sem hér um ræðir á þeim vörum, sem á er minst.’'
En fyrir þessi hlunnindi borgaði Canadastjórn
Canada Kyrrahafs brautarfélaginu í peningum
$3,404,720.00.
Lögin sett til síðu.
Þessi lög eða samningur hélzt óhaggaður, þar til
stríðið skall á. Árið 1916 fóru járnbrautarfélögin
fram á, að flutningsgjald með járnbrautum þeirra
yrði hækkað sökum ófyrirsjáanlegrar hækkunar a
kaupi, aðgerðum og öllu, sem til þeirra heyrði, sökum
stríðsins, og var þeim þá leyft að setja það upp um
fimm af hundraði. í marz 1918 fengu þau aftur leyfi
til að hækka flutningsgjöldin um fimtán af hundraði,
og í júlí það sama ár um tuttugu og fimm af hundr-
aði, til þess að mæta samskonar hækkun, sem'þá var
gerð á járnbrautum í Bandaríkjunum. Fn þessa síð-
astnefndu hækkun var ekki hægt að gera alment sök-
um ákvæða Crow’s Nest samningsins, og til þess að
komast fram hjá þeim, samþykti stjórnin í Canada á
stjórnarráðsfundi 27. júlí, að Crow’s Nest samning-
arnir s'kyldu vera settir til siðu samkvæmt heimild
“W,ar Measure” laganna. Þetta stjórnarráðs ákvæði
var i gildi þar til árið 1919, þegar að lög voru sam-
þykt í 'Ottawa þinginu að sameina og auka járnbraut-
arlöggjöfina. Auka grein við 325. kafla þeirra laga
hljóðar þannig: “Þrátt fyrir það, sem fram er tekið
í þriðju grein þsesara laga, sem hljóðar um vald það,
sem veitt er til þess að ákveða, lögleiða og fram-
fylgja sanngjarnri hækkun á flutningsgjöldum i sam-
ræmi við breytilegar kringumstæður, sem skapast frá
ári til árs, þá heinúla þau ekki að breytt sé að nokkru
leyti ákvæði laga þeirra, sem þau atriði snerta og sem
löggjafarvald ríkisins hefir i gildi leitt, hvort heldur
fram á það er farið af járnbrautarfélögum í heild, eða
sérstökum félögum og járnbrautanefndin skal ekki
ljá fylgi sitt, eða -ákveða neina ósanngjarna prísa á
flutningsgjöldum eða gjöra sér manna mun með það í
huga, að slikt sé leyfilegt, eða skylda samkvæmt
nokkrum samningum, sem gjörðir hafa verið við fé-
lögin. Aukagrein þessi skal vera í gildi fyrir þriggja
ára timabil að eins.”
EDWARDSBURG
CQRNSYRÐP
pekt um alla Canada, fyrir hve hreint, auð-
melt og ljúffengt það er.
Skrifa eftir EDWARDSBURG Recipe bók.cw
The CA.VADA STARCH CO., IAMITED, - Montreal.
AFriend o/the Famíiy
Viðauki þessi mætti megnri mót-
spyrnu í þinginu og i sambandi við
þær umræður tók járnbrautamála-
ráðherrann, sem þá var, Hon. J.
D|. Ried það fram, að viðaukinn
væri fram borinn til þess að kom-
ast fram hjá erfiðleikum þeim með
flutningsgjöldin, ér stæðu i sam-
bandi við Crow’s Nest samninginn
og samninginn á milli Canadian
Northern félagsins og stjórnarinn-
ar í Manitoba, og til þess að veita
járnbrautarnefndinni leyfi til þess
að hækka þau frá því er fram væri
tekið í þeim samningum. Umræð
urnar um þetta frumvarp urðu
miklar í þinginu. Mönnum fanst,
sem með þessu væri verið að nema
samninga þessa úr gildi og sam-
komulag náðist ekki í því, fyr en
Sir Robert Borden lagði það til,. að
þessi viðauka grein skyldi vera í
gildi að eins þrjú ár.
Umræður þessar bera það ber-
lega með sér, að stjórnin og þingið
litu svo á, að ekkert gæti numið
Crow’s Nest samninginn eða lög
gjöfina úr gildi, nema sérstök lög-
gjöf löggjafarvalds þess, sem lög-
in leiddi í gildi í byrjun, og er það
óefað rétt á litið, og að það væri
bindandi eftir þenna þriggja ára
tíma hvaða ákvæði sem járnbraut-
arnefndin kynni að gera í því.
Árið 1920 fóru járnbrautarfélög-
in fram á hækkun á ný, sem napi
fjörutíu af hundraði í Austur-
Canada, en þrjátíu og fimm af
hundraði í Vesturfylkjunum. í
sambandi við þá hækkun á flutn-
ingsgjöldum fórust Mr. Carvell,
formanni járnbrauta nefndarinnar.
þannig orð: “Vald okkar (járnbr.
mála nefndarinnarj til þess að
veita hækkun á flutningsgjaldi á
vissum járnbrautum í Vesturland-
inu, byggist eingöngu á viðauka
þeim, sem gerður var við 325. kafla
járnbraufarlaganna 1919, sem fell-
ur úr gildi í júlí 1922. Flutnings-
gjöld þau, sem nú eru ákveðin, geta
^því ekki varað nema fram að þeim
tíma, nema að þingið í vísdómi sín-
um sjái sér fært að framlengja á-
kvæði laganna 1 þessu efni. Þess
vegna skal það skýrt tekið fram,
að flutningsgjalda hækkun sú, sem
hér um ræðir, skal ekki ná nema
til fyrsta dags júlímánaðar 1922.”
Með þessu, sem hér er sagt, tók
Mr. Carvell það skýrt fram, eins
og fyrirrennarar hans höfðu gert,
að Crow’s Nest samningurinn væri
eins bindandi og löggjöf og væri
því bindandi fyrir járnbrautanefnd-
ina og hún hefði þess vegna ekki
vald til þess að breyta því, sem
þar er tekið fram um flutnings-
gjöldin.
í maí 1922 bar Hon. W. C.
Kennédy, þáverandi járnbr.mála-
ráðh.,- fram uppástungu í Ottawa-
þinginu um að nefnd sé sett til þess
að athuga þennan Crow’s Nest
samning og iðnaðarástandið í land-
inu. Við það tækifæri rakti hann
upp sögu Crow’s Nest samningsins
og tók fram, að með viðuakanum
við 325. kafla járnbrautalaganna
hefði járnbrautarnefndinni verið
gefin heimild til þess að setja til
síðu Crow’s Nest samninginn í þrjú
ár, frá því sá viðauki gekk í gildi.
Að því er sjálfan Crow’s Nest
samninginn snertir, þá hefir járn-
brautarnefndin ekkert vald til þess
að breyta honum sökum þess, að
hann var afgreiddur sem lög frá
þinginu og þingið eitt hefir vald til
þess að breyta honum. Aðal verk-
efni nefndar þeirrar, sem sett var,
var að athuga, hvort að framlengja
skyldi frekar undanþáguna undan
samningnum.
Afturhaldsflokkurinn barðist á
móti því, að nefndin væri sett.
Krafðist þess, að stjórnin bygði
framkvæmdir sínar í málinu á til-
lögum járnbrautar-nefndarinnar.
Bændaflokkurinn snerist líka á móti
því, að nefnd væri sett og kröfð-
ust, að samningurinn gengi tafar-
laust í gildi aftur. En stjórnin
hafði sitt mál fram og nefndin var
sett. Þegar hér var komið sögu
málsins, fóru umboðsmenn járn-
brautanna á kreik. í hópum komu
þeir til Ottawa til þess að benda
stjórninni á, hvað hún ætti að gera
í málinu—sem var að gjöra nýjan
samning. Þeir létu í ljós, að þeir
væru fúsir á að lækka flutnings-
gjald á korni, timbri og öðru bygg-
ingaefni, járni og ýmsu fleiru, en
samt var tilboð þeirra miklu hærra,
en Crow’s nest samningurinn tekur
fram og því ekki sint.
Það var ékki mikið um sam-
komulag að ræða í þessari nefnd
og eftir marga fundi og marg ít-
rekaðá tilraun nefndarinnar að
komast að sameiginlegri niður-
stöðu, klofnaði nefndin, en for-
maður hennar feldi kröfu bænda-
flokksins um að samningurinn
gengi tafarlaust í gildi með at-
kvæði sínu. Út af því varð svo
mikil óánægja, að nefndin var beð-
in að athuga málið aftur. Því
reiddust afturhaldsmenn þeir, sem
i nefndinni voru, svo að þeir neit-
uðu að koma á fúndi í nefndinni.
Að síðustu lagði netndin það til i
sambandi við samningana, að á-
kvæði þeirra um flutningsgjöld á
korni og hveitimjöli skyldu ganga
tafarlaust í gildi, en önnur atriði
samningsins skyldu framlengd í
eitt ár og að ríkisstjórinn í samráðí
við stjórnarráðið skyldi hafa rétt
til þess að framlengja undanþágu
undan þeim atriðum samningsins
annað ár, ef honum fyndist þá, að
kringumstæðurnar krefðust þess.
Umræður um þessa tillögu
nefndarinnar urðu miklar í þing-
inu og kom það berlega fram í
þeim öllum, að það var skilningur
þingsins, að þingið eitt hefði vald
til þess að setja Crow’s Nest samn-
ingana til síðu; á meðal þeirra, er
þann skilning létu í ljós, var Sir
Henry Drayton, sem sjálfur var
einii sinni formaður járnbrauta-
málanefndarinnar. Að síðustu var
tillaga nefndarinnar samþykt, og
stjórnin lagði svohljóðandi frum-
varp fyrir júngið: “Þrátt fyrir
það, sem tekið er fram í fimtu við-
aukagrein við 325. kafla járnbrauta
laganna, skal ákvæði það, sem þar
er tékið fram haldast í gildi til
fyrsta júlí 1923, og endurnýja má
það í annað ár samkvæmt fyrir-
skipunitm ríkisstjórans í samráði
við stjórnarráðið, og skal slíkt á-
kvæði auglýst í Canadian Gazette.
En ekki skulu neinar slíkar breyt-
ingar ná til ákvða Crow’s Nest
Pass samningsins um flutnings-
gjald á korni og hveitimjöli.”
Samkvæmt þessari heimild, þá
var undanþága undan öllum öðrum
atriðum Crow’s Nest Pass samn-
ingsins, en þeim, sem kveða á um
flutningsgjald á korni og hveit'-
mjöli, veittur járnbrautarfélögun-
um til júlí 1923. Fn ári síðar, í
júlí 1924, var engin undanþága
veitt og komu samningarnir því í
gildi í heild sinni 6. júli 1924.
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér liafi’ð ekki þegar Sparisjóðsreikning, þá getið þór ekki
breytt hyKftilegar, en að leftKja peningtt yðar inn á eitthvert af vor-
um nu'stu ÚtiInium. par bíða þeir yðar, þesar rétti tíminn kemur til
að nota þá yður tii sem mests haffnaðar.
Union iiank of Canada hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tíma
komiö upp S45 útiliúum frú strönd tii strandar.
Vér bjóðum yður llpra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér
gerið mikil eða lítil viðskifti.
Vér lijóðum yður að heimsækja vort næsta Útibú, ráðsmaðurinn
og starfsmcnn lians, munu finna sér ljtift og skylt að leiðbolna yður.
f'TIIiC VOR EllU A
Sargent Ave. og Sherbrooke Osborne og Corydon Ave.
Portage Ave. og Arlington Iiogan Ave og Sherbrooke
Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Wtnnipeg.
A» AESKJRIFSTOFA:
UNION BANK OF CANADA
MAIN aml WILIAAM — — WINNIPEG
9