Lögberg - 04.12.1924, Síða 1

Lögberg - 04.12.1924, Síða 1
Pað eru ekki tveir inánuðir tii júla, svo þér ættað vissulega að fara að liugsa um að láta taka mynd af yður til að senda heim. W. W. MOBSON TEKUR GÓÐAR MYNDIR AÐ 317 PORTAGE AVE. ÖllllCf 0. 66 PROVINCF THEATRE ^ Pessa viku Doué” Fairbanks i “Americano” CHXS. CHAPUN i leikflUfn “COUGHTIH X CXBXHET’’ Næstu viku: Tom Mix in “Oh, You Tony” 35. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. DESEMBER 1924 NÚMER 49 Helztu heims-fréttir Canada Bæjarstjórnair'kosningar í Wln- nipeg ,fóru fram föstudaginn Ihinn 28. fyrra mánaðar. Urðu úrslitin þau. að Col. R. H. Webb gekk sigr- andi af ihólmi, með 4,700 atkvæða- meirihluta umfram keppinaut sinn, núverandi horgarstjóra S. J. Farm- er, og tekur því við borgarstjóra- embættinu um áramótin. í hinum einstöku kjördeildum, náðu alllr núverandi bæjarfulltrúar, er i kjöri voru, endurkosningu, en (þeir eru þessir: 1. Kjördeild. >— Leeoh, Pulford, Shore 2. Kjördeild. — MicKerchar, Simpkin, Boyd, 3. Kjördeild.— Mc Lean, Heaps, Simpson. ;Skólaráðsmenn í annari og þriðju kjördeild voru kosnir gagn- sóknarlaust. En í fyrstu kjördeild voru þeir Bulman og Harstone endurkosniir. — Samsetning ibæjarstjórnarinnar verður því óíbreytt frá því, sem nú er, að undanteknum borgarstjór- anum. * * * Ágóði af stjórnarvínsölunni í British Oolumlbia, fyrir sex mán- uðina, er enduðu 30. sept. síðast- liðinn, nam $1,279, 246. * * • Hafa þrír þeirra dæmdir verið í sex mánaða fangelsi, en einn var látinn laus gegn skilorðsbundnum dómi. * * * Útfluttar vörur frá Canada yfir tólf mánuðina, sem enduðu 31. okt. síðastliðinn, umfram innfluttar vörur námu $258,000,000. Námu útfluttu vörurnar $1,076,000,000. * * * Nýlátinn er J. H. Chamber, for- ,seti Paulin Chamibers, verksmiðju- félagsins hér í borginni, 78 ára að aldri, einn af mest virtu iðnfröm- uðurn Vesturlandsins. * * * Jbúatalan hér í landi hefir auk- ist um nálega hálfa miljón, frá því er síðasta manntal var tekið 1921.. 1 öllum fylkjunum, að und- anskildu Prince Edward Island, hefir fólki fjölgað til muna. Er íbúatalan nú undir árslokin 1924, metin 9,226,740. Hér fylgja á eftir samanburðarkýrslur yfir fólks- fjölda hinna ýmsu fylkja á árunum 1924 og 1921 1924. 1921 P. E. I. 87.000 88,615 Nova Scotia 533,000 523,837 New Brunsw. 399,400 387,876 Quebec 2,480,000' 2,361,999 Ontario 3,062,000 2,933,662 Manitoba 647,000 610,118 Sask. 815,000 757,510 Alberta 637,000 588,454 Brit. Ool. 553,000 524,582 Yukon 4,550 4,157 N. W. T. 8,490 0 7,988 R. J. Swain hefir verið endur- kosinn til borgarstjóra í St. Bone- face. * * * Hon. €. R. Mitchell, fyrrum fjármá'laráðgjafi Stewart-stjórnar- innar í Al'berta, hefir á fjölmennu þingi í Calgary, verið kjörinn leið- togi frjálslynda flokksins þar í fylkinu. Er Mr. Mitchell hinn mestl áhrifamaður og er talinn líklegur til að leiða flokk sinn til vegs og valda, áður en langt um líður. * * • Frgnir frá Toronto’ hinn 27. f. m. láta þess getið, að líklegt sé að Hon. Roibert Rogers muni bjóða sig fram í Suður-Toronto, við næstu sambandskosningar. # * # Aukakosningar til Sambands- þingsins, fór fram í Temiscouta kjördæminu í Quebec hinn 1. þ. m. Tveir frambjóðendur voru i kjöri, báðir fylgjandi frjálslyndu stefn- unni. Jean Francois Poulliot, óháð- ur liberal, sigraði með 3000 at- kvæða meirihluta, umfram gagn- sækjanda sinn, Dr. E. A. Parrot. * # * Hinn nýútnefndi dómsmáiaráð- gjafi fylkisstjórnarinnar í New Brunswick, Hon. Ivan C. Rand, beið ósigur í aukakosningunni, er fram fór í ibænum Moncton, síð- astliðinn mánudag, fyrir fram- bjóðanda íhaldsflokksins E. A. Reilly, K. C. Hlaut hinn síðar- nefndi 84C' atkæða meirihluta. Rev. Adelarde Delorme, prestur í Montreal, sá er sýknaður var ný- lega af þeirri ákæru, að hafa myrt hálfbróður sinn Raoul til fjár, hefir nú fengið að nýju öll sín fyrri borgararéttindi. * * # Harry Tatarniuk. sá er sakaður vær um að hafa myrt frænku sína (Katie Symöh^syn 791, Manitoba Ave., hinn 8. maí síðastliðinn hefir verið fundinn sekur og dæmdur til að hengjast þann 25. febrúar næst- komandi. * * * ‘Pussyfoot'’ Johnson, bindindis- frömuðurinn nafnkunni, sem ný- kominn er úr fyrirlestraför um Noirðurálfuna, flutti tvær ræður í Crace kirkjunni hér í borginni síðastliðinn sunnudag um skað- semi áfengra drykkja. Var kirkj- an troðfull í bæði skiftin og góð- ur rómur gerður að máli ræðu- manns. * * * George W. Hyndman, hefir ný- lega verið skipaður aðstoðarfjár- málaráðgjafi sambandsstjórnar- innar í Ottawa. Hefir ihann verið í þjónustu fjármálaráðuneytisins síðastliðin tuttugu ífr. • • • Fullyrt er að Rt. Hon. W. S. Fielding fjármálaráðgjafi Mac Kenzie King stjórnarinnar, muni 'láta af embætti, áður en næsta þing kemur saman. Er mælt að heilsu hans fari stöðugt hnignandi. * * * Petrcy Moggey, nítján ára að aldri, sá er skaut á leynilögreglu- mennina Frayne og Batho, við Commerce bankann á mótum Log- an og Main hér í borginni á önd- verðu yfirstandandi ári og særði þá til muna, hefir verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. * * * Fjórir af embættismðnnum Homebankans, hafa verið fundlr sekir um glæpsamlega vanrækslu í starfi sínu og að hafa sent fjár- málaráðuneytinu villandi skýrslur um hag téðrar peningastofnunar. ------o------ Bandaríkin. Þjóðþingið í Washington kom saman síðastliðinn mánudag. Ein fyrsta þingsályktunartillagan, er neðri málstofan tók til meðferðar var sú, að sameinað þing skyldi heiðra minningu Wilson’s heitins forseta hinn 15. þ. m. Flutnings- maður tillögunnar var Garret, þingmaður Demokrata flokksins frá Tennessee og hlaut hún sam- þykki í einu hljóði. * * * John Philip Hill, neðri mál- stofu þingmaður frá Marylapd, sá er á öndverðu síðastliðnu sumri var kærður fyrir að ihafa brotið Volstead lögin með iþví að 'búa til áfengt vín á heimili sínu, hefir verið fundinn sýkn saka. * * # Fé það, er Pólland skuldar Bandaríkjunum nemur $178,560, 000. Hefir Coolidge stjórnin nú samið um endurgreiðslu þess fjár á svipuðum grundvelli og gert var í fyrra við Bretland. +• * • Coolidge forseti befir skipað John van A. Mac Murray frá New Jersey, aðstoðar utanríkisráðherra. * # # Þingmenn Republicana flokks- ins, Ihafa samþykt að banna þeim Lafollette, Brockhart, Ladd og Frazier aðgang að flokksfundum í framtíðinni. Er þetta í raun og veru hið sama og gera þá flokks- ræka. * * * Samúel Gompers hefir verið endurkosinn forseti hinna sam- einuðu verkamannafélaga í Banda- ríkjunum, American Federation of Labor. Er þetta í fertugasta og fjórða skiftið, að hann hefir kos- inn verið til þeirrar stöðu. Mr. Gompers er nú kominn nokkuð & áttræðisaldur. Bretland. Rt. Hon. Stanley Baldwin, for- sætisráðgjafi Breta, 'hefir auglýst til sölu bústað sinn í Lundúnum, er kostaði $90,000, fyrir minna en hálfvirði. # * # Nýr viðskiftasamninguir milli Breta og Þjóðverja, er í þann veg- inn að vera undirskrifaður. * # * Ekkjudrotning Alexandra, varð áttræð ihinn 1. þ. m.. 1 afmælis- fagnaðinum tóku þátt, auk bresku konungshjónanna, prinsinn af Wales og krónprins Norðmanna. • • • Dt. Hon. Winston Spencer Churchill, fjármálaráðgjafi Bald- wimstjórnarinnar, hefir lýst yfir því, að enginn tekjuíhalli muni verða á bresku fjárlðgunum að þessu sinni. * * * Nýlátinn er í Lundúnum, Sir William Allison Dýke Acland, einn af nafnkunnustu sjóliðsforingjum Breta, sjötíu og sjð ára að aldri. * # * Nýlega hrundu saman kolanám- ur skamt frá Cardiff, og biðu þrjá- tíu manns þar bana. # * * Leiðtogar frjálslynda flokksins á Bretlandi eru þegar teknir að búa sig undir næstu kosningar, þótt litlar líkur séu til að þær fari fram fyr en að fimm árum liðnum. Hafa þeir þegar áikveðið að hafa að minsta kosti fimm hundruð frambjóðendur til taks 0g freista gæfunnar við hverja einustu auka- kosningu. ------o------- Hvaðanœfa. Eftir síðustu fregnum að dæma, er svo að sjá, sem samkomulag hafi náðst milli Breta og Egypta í deilu þeirri, er upp kom milli þess- ara tveggja aðilja út af morðinu a Sir Lee Stack, landstjóra í Sudan. * # * Svo róstusamt varð nýlega í Mexico þinginu að þingmenn skift- ust á skotum. í orrahríð þeirri særðist til muna leiðtogi verka- mannaflokksins, Luis N. Marones. * * * Mannskæð plága hefir geysað undanfarandi í Trimalgiri hérað- inu á Indlandi, er þegar hefir or- saikað dauða fjögur þúsund manns. * * * Þingið á ítalíu, befir nýlega iýst trausti á Mussölini stjórnar- formanni með 315 atkvæðum gegn 6. * * * iSvenska vísinda samkundan, hef- ir tekið að sér útgáfu á stjðrnu- fræðisritum eftir Bengt Stroem- grens, 16 ára ungling. Er hann sagður að vera yngstur stjðrnu- spekingur í heimi. Aukakosningin í West Hastings. Það er engan veginn óhugsandi, að aukákosnýjg sú, sem nýlega er um garð gengin í West Hastings, geti orðið að merkisatburði í stjórn- málasögu hinnar canadisku þjóð- ar. Allflestar aukakosningar geta skoðast sem smá-pólitiskur við- burður, en stundum geta þær þó haft mikla þýðingu og víðtæk á- hrif. Má í því sambandi benda á Arthabaska kosninguna 1877, auka* kosningarar í Quebec 1895, er voru ótviræður fyrirboði hins mikla sig- urs frjálslynda flokksins áriö eftir. Sama má segja um Arthabaska kosninguna 1910, er leiddi 1 ljós hið aukna fylgi Henry’s Bourassa og, og Medicine Hat kosninguna 121, er svo augljóslega bar vitni um binn vaxandi mátt bændasamtak- anna i Vesturlandinu. Kosningin í West Hastings, er að engu leyti ómerkari en þessar hinar, sem nú hefir verið bent á og hlýtur að hafa afar-víðtæk áhrif á framtíð íhalds- flokksins og foringja hans, Arthur Meighen. Saga West Hastings kjördæmis- ins, hefir fram að þessu verið ein- lit, kjósendurnir höfðu ávalt fylgt sama flokknum, íhaldsflokknum, að málum. Ástæðurnar, sem til kosn- ingarinnar leiddu, og niðurstaðan, eins og hún varð, getur haft alvar- legri afleiðingar fyrir Mr. Meig- hen og flokk hans, en margir kunna að gera sér í hugarlund. Flokkur getur verið óheppinn og sætt slys- um, en þegar hann fellur sjálfur í þá gröf, er hann bjó óvinum sín- um, og gerir það meira að segja um hábjartan daginn, þá getur tæp- ast hjá J)ví farið, að einhverjum verði á að brosa. Og þaö er ann- að en gaman fyrir alvarlega hugs- andi stjómmálamann, að láta hlæja að sér í allra áheyrn. En að öllu athuguðu, hafa slysfarir Mr. Meig- hens í West Hastings, oröið að ein- um þeim átakanlegasta skrípaleik, sem þekst hefir í Canada til margra ára. Æfintýrið verður því spaugi- legra, sem lengur er um þaS hugs- að, — og þó er það þess eðlis, að Mr. Meighen getur tæpast gengið þegjandi fram hjá því. Samkvæmt pólitiskum venjum og fordæmum, er næsta örðugt aS átta sig á úrslitum þessarar nýaf- stöðnu aukakosningar í West Hast- ings. Frá stofnun fylkjasambands- ins, hefir það ávalt sent íhalds- menn á þing, og það með stórkost- legum meiri hluta atkvæða. Á síðasta þingi reyndi íhalds- flokkurinn að koma fram ábyrgð á hendur verkamála ráögjafanum, Mr. Murdock, fyrir það, að hann hefði dregið út af Home bankanum fjárupphæð nokkra, skömmu áöur! en peninga stofnun sú varð gjald- þrota. Varð Mr. Porter, þáver- andi þingmaður West Hastings kjördæmisins, til að bera fram á- kærurnar í þessu sambandi. Kvaðst hann mundu segja af sér þing- mensku, og leita álits kjósenda sinna á ný, ef þingið sýknaöi ráögjaf- ann. Úrslitin urðu þau, að eftir að sérstök þingnefnd haföi ná- kvæmlega rannsakað ákærurnar og lagt fram álit sitt, er fór fram á al- geröa sýknun, þá félst þingið á til- lögur nefndarinnar, með hátt á annað hundrað atkvæða, gegn rúm- lega fjörutíu. ‘Eins og málinu þá var komið, var ekki um annað að gera fyrir Mr. Porter, en standa við orö sín, og leggja niður þing- mensku. Að sjálfsögðu valdi í- haldsflokkurinn Mr. Porter til at- lögunnar, fyrir þá megin ástæðu, aö kjördæmi hans hafði verið einn tryggasti vertnireitur afturhalds- stefnunnar í stjórnmálum í sextíu ár. Leiðandi mönnum flokksins mun ekki einu sinni hafa komið til hugar, að stjórnin hefði nægilqgt áræði til þess, ai5 reyna aö fá mann úr sínum flokki kosinn, eins og á- statt var. En alt fór ööru vísi en ætlaS var. Stjórnin brást vel við hólmgöngu áskoraninni og fram- bjóðandi frjálslynda flokksins, Mr. Hanna, var kosinn með nokkuð á fimta hundrað atkvæða umfram keppinaut sinn, Mr. Porter, er haldið hafði kjördæmi sínu í fjórð- ung aldar og vafalaust hefir haldið að hann gæti gert til æfiloka. Það er fullyrt, aft málsvarar frjálslynda flokksins hafi i téðri aukakosningu, að eins haldið að kjósendum orsök þeirri, er til kosn- ingarinnar leiddi og látið öll önnur ágreiningsmál liggja í þagnargildi. Þeir hafi að eins farið þess á leit við kjósendur, að þeir sýndu mál- stað verkamálaráðgjafans samúö og settu sig í hans spor, að því er snerti fjárupphæð þá, er hann dró út úr bankanum, það eina fé, er hann með sparsemi hafði dregið saman, og dregið út á löglegan hátt. Á það var einnig 'bent, að sannað væri, aS kærumar á hendur Mr. Murdock, hlyti að hafa verið sprottnar af pólitiskum hvötum. íhaldsmenn á hinn bóginn mintust varla með einu orði á það megin- mál, er orsakaði aukakosninguna, heldur hömpuðu ágæti verndartoll- anna og hugðu það nægja mundu til J)ess að Mr. Porter yrði kosinn með rniklu afli atkvæða. Það er engan veginn óliklegt, að kjósend- ur á sínum tima, kunni að leggja nokkrar alvarlegar spurningar fyr- ir Mr. Meighen og floksbræður hans í sambandi við J)átttökuna í fyrnefndri aukako9ningu. Meig- hen virðist einhvern veginn hafa haft það á heilanum. að slagorðið *nn verndartolla og meiri verndar- tolla mundi við þessa síðustu kosn- ingu og væntanlega við næstu al- mennar kosningar, hafa sömu á- hrifin og 1878 og 1911. Til þess að reyna að auka fytgi sitt í Mið- Canada, hefir hann varpað Vestur- landinu, eða kjósendum þess, til síðu og tilfinnanlega veikt traust sitt í Strandfylkjunum ,og jafnvel þar sem verndartollamúrarnir hafa verið hvað sterkastir, er nú farið að móta fyrir skörðum. Verndar- tolla hrópið brást í St. Antoine i september og auk J)ess núna fyrir fáurn dögum í West Hastings. Bæði þessi kjördæmi höfðu þó ját- ast undir tollvemdunarstefnuna 1878. Geti Mr. Meighen ekki haldið kjördæmum, sem fylgt hafa flokk: hans að málum frá stofnun fylkja- sambandsins, hvernig í dauðanum getur hann þá ætlast til, að vinna þau sjötíu þingsæti, sem bænda- flokkurinn ræður yfir, Kvað þá heldur meira? Úrslitin í St. Antoine og West Hastings, ættu að færa Mr. Meig- hen heim sanninn um það, að hug- mynd hans um vaxandi fylgi í Austur-Canada, hafi verið fremur draumórakend. Mr. Meighen hefir engum öðrum en sjálfum sér um að kenna, ef hinn þráláti vemdar- tolla boðskapur hans verður hon- um að falli, og hvað munu íhalds- sveitirnar þá segja og gjöra við foringja sinn? Afstaða Mr. Meig- hens til flokks sins, er engan veg- inn tengd traustum böndum, eins og sakiu standa, og slysfarir hans hinar síðustu í West Hastings, gætu auðveldlega gefið óvinum hans innan vébanda íhaldsflokksins byr undir báða vængi í þeim til- gangi að hrifsa af honum foringja- stöðuna. —Lausl. þýtt úr Man. Free Press -------------o.----- Konur í Bandaríkja- pólitík. Við síðustu Bandaríkjakosningar hafa konur látið meira til sín taka en nokkru sinni áður í sögu þjóð- arinnar og verið -kosnar í allra hæstu embætti suntra ríkja. Eyrsti kven-ríkisstjórinn innan takmarka Bandaríþjanna, er Mrs. Nellie T. Ross, sú er kosin var 4. nóvember síðastliðinn til ríkisstjóra í Wyo- ming og verið svarin inn í em- ■bættið nú þegar. Skal hún gegna því þann tíma, sem eftir var af kjörtímabili manns hennar. Mrs. Miriam A. Ferguson, hið nýja rík- isstjóraefni í Texas, tekur ekki við emhætti fyr en 1. janúar. Kosn- ingahitinn í Texas var margfalt meiri en í > Wyoming og er sigur Mrs. Ferguson því i rauninni tals- vert meiri, en sigur Mrs. Ross, enda hin fyrnefnda kosin til heils kjörtímabils, en Mrs. Rss tæp- lega til hálfs. I sambandi við kosningar Mrs. Ferguson, bendir blaðið Boston Transcript á, að ríki það, er hún innan skamms ráði yfir, sé talsvert stærra ummáls en Frakkland, fimm sinnum stærra en England, með á- líka fólksfjölda og írland, og nátt- úrúauðæfi sambærileg við Þýzka- land, eða meira en það. Telur nefnt blað Mrs. Ferguson því í rauninni vera volduga æfintýra- drotningu, ráðandi yfir afar-víð- lendu ríki, með ótakmarkað vald. Báðar Jressar konur, sem nú hafa nefndar verið, teljast til Demókrata- flokksins. — Þá er þess vert að geta, að kosningu til neðri mál- slofunnar hlaut Mrs. Mary T. Nor- ton, Demokrat frá New Jersey. T-Iún bauð sig fram sem eindreg- inn andstæðingur vínbannslaganna. Kosning hennar er enn fremur merkileg að því leyti, að hún er fyrsta konan frá Austurríkjunum, sem send hefir verið á þingið i Washington. Eins 'og kunnugt er, var Jeanette Rankin fyrsta konan, er sæti átti á þingi þjóðarinnar. Var hún frá Montana; Mrs. Wlinnifred Mason Huck, frá Ulinois og Mrs. Mae E. Nolan frá California. Eina konan, sem hlotið hefir út- nefning til Senatsins, var Mrs. Re- becca Eelton, er útnefnd var af rík- isstjóranum í Georgia, og átti hún J)ar sæti í að eins fáar klukku- stundir. Með því að snúa oss atfur að síðustu kosningum og úrslitum J)eirra, kemur J)að í ljos, að til rík- isritara i New York var kosin NTrs. Florence E. S- Knapp. í Indiana- ríkinu hlaut Mrs. Emma Eaton White kosningu sem ritari við há- yfirréttinn og í New Jersey, Con- necticut, Massachusetts, Nebraska og Ulinois, voru konur kosnar i há- ar stöður . svo sem til ríkisþing- mensku, Blaðið Philadelphia Re- cord, telur kosningasigra þeirra Mrs. Knapp i New York og Mrs. Norton í New Jersey, einna þýð- ingarmesta, er tekið sé tillit t:l Jress, hve þessi tvö Austurríki, er að jafnaði sé íhaldssöm og sein til breytinga, hafi þarna i fram- kvæmdinni skilyrðislaust viður- kent hæfileika kvenna á sviði stjórnmálanna. Segir hlaðið, að héðan í frá verði nafnið “þing- kona” engin nýjung og hætti að vekja nokkra sérstaka athygli, fremur en þingmannsnafnið. Blaðið Milwaukee Journal er þeirr- ar skoðunar, að svo fremi að þær Mrs. Ferguson og Mrs. Ross reyn- ist rikisstjórastöðunni vaxnar, þá' muni það leiða til þess, að áhrif kvenna á stjórnmál þjóðarinnar í framtíðinni, verði æ víðtækari. — Mr. O. L. Scott, fréttaritari Con- solidated Press, kveðst sjá, sem af- leiðing kosningasigurs þessara tveggja kvenna til ríkisstjórastöð- unnar, þann dag hafa færst miklu nær, er svo geti farið, að kona taki sæti sitt i Hvítahúsinu, sem for- seti Bandaríkjaþjóðarinnar. Á það er einnig bent, að af 29 forsetum, hafi 14 áður gegnt ríkisstjóraem- bætti. Blaðið Birmingham JSTews tjáist sannfært um, að frá náttúrunnar hendi sé verkahringur kvenna fyrst og síðast hundinn við heimilið, en lætur þess þó jafnframt getið, að svo margbreytilega æfingu fái kon- ur yfirleitt, að því er heimilis- stjórnina snertir, að ástæðulaust sé að halda, að þær geti ekki reynst vel í borgar eða ríkisstjóra em- bættum. En blaðið Syracuse News á örðugra með að átta sig á, að sigur þeirra Mrs. Ferguson og Mrs. Ross, sé í raun og veru nokkur stjórnmálasigur fyrir amerískar konur í heild sinni, er tekið sé fult tillit til kringumstæðanna. Mrs. Ferguson hafi ekki haft aðra stefnuskrá en þá, að hvítþvo nafn manns síns, er af einhverjum á- stæðum fékk á sig bletti í stjórnar- tíð hans; en Mrs. Ross hafi ein- göngu náð kosningu sökum þess, hve maður hennar, sem lézt á miðju ríkisstjóra tímabili, naut mikillar lýðhylli. — Blaðið Cincinnati En- quirer tekur af skarið og fullyrðir, að hvorug þeirra, Mrs. Ferguson eða Mrs. Ross, muni nokkru sinni hafa framkvæmt annað upp á eigin spýtur, en að búa upp rúm og ef til vill baka skorpusteik. Fer blað- ið ekki dult með þá skoðun sína, að skattgreiðendur í Texas og Wyoming, geti ef til vill áður en langt um líður, komist að þeirri niðurstöðu, að kosning þessara tveggja -kvenna í ríkisstjóra-em- bætti, hafi verið alt annað en ábata- vænleg. -------o------ Góð bók Nei! Það er ekki skáldsaga ekki ný ljóðabók, 'ekki bók, sem hægt væri á neinn veg að telja til skemt- unar, en hún hefir inni að halda perlur þær, sem dýrmætastar eru mannlegri tilveru, í bóklegu tilliti. Þessi bók, sem um ræðir hér, er Sunnudagsskólabókin nýja, gefin út af lúterska kirkjufélaginu, til sölu hjá Mr. Finni Johnson, bók- sala á Sargent ave., og kostar 65C. Bókin hefir inni að halda: Fræðin, það er, boðorðin, trúar- játninguna og sakramentin; úrvals bihlíugreinar og nokkra sálma. Auk þess hefir hún sunnudagsskóla- form og nokkur úrvalsljóð úr ís- lenzkum Mkmentum. I þessu frelsisins landi, þar sem hver og einn er sjálfráður hvernig hann metur gott og ilt, eru ekkert fáir af J)jóðarbroti voru, sem eru, að því er séð verður, úti á andlega vísu, af uppvaxandi lýð, þrátt fyrir J)á góðu viðleitni lands og laga, að ákveða æskuárin til veraldlegrar fræðslu. Tilhliðrunarsemi þeirra, er ráða, við “samvizkufrelsi” með- bræðra sinna, hefir skilið stóran hóp af uppvaxandi kynslóðinni eft- ir úti í eyðimörk hirðuleysis og heiðindóms. Þjóðir þessarar jarðar eru eins og blómin, að þær eru misjafnar að lit og andlegri lögun, einn hefir þetta, annar hitt. Það er mín skoð- un, að kraftur sé einkenni íslenzkr- ar þjóðar, yfirleitt talað. Hún er sein að grípa og sein að sleppa. Þó vér höfum játað kristna trú í meir en 900 ár, er síður en svo, að hún sé, yfirleitt talað, runnin oss í blóð og merg. Og þegar oss var slept hérna vestur á grænkuna —ja, þá vildum við nú fyrst fara að dansa —á andlega vísu. Ávöxturinn af öllum þeim dansi er J)að, sem bent er á hér að framan, andleg ringul- reið og hirðuleysi á mörgum af þeim, seml upp eru að vaxa nú. Ef hvert íslenzkt heimili keypti þessa litlu bók, væri fleiri frækorn- um sáð til góðs, en hér verður reiknað. Hún hefir það til síns á- gætis, að vera einföld og óbrotin, 1 lítil yfirferðar ó§ — ódýr, en fræð- ir þó manninn um þá hluti, sem mest varðar og er barnssálinni auð- veld til aðgöngu. Að hún er sérstaklega gerð fyrir sunnudagsskóla, gerir hvorki til né frá fyrir heimilisbrúkun. Út um sveitir er erfið aðstaða manna við sunnudagsskólastarfið, sökum fjar- lægðar og anna, að sjálfsögðu líka sökum viljaleysis, en oft er hægt um hönd, um helgar, að láta barn læra vers eða ritningargrein, þó ekki sé tími og kringumstæður til að sparibúa fleiri eða færri, aka langar leiðir og tefja þar. Á því tímabili, sem til þess þarf, má í flestum tilfellum læra margar lín- ur.. Þessi áminsta bók—eða kver, semrétt væri kannske að kalla það sökum smæddar—, virðist vera hentug til fermingar undirbúnings, bæði tornæmum og þeim, sem hafa mikið skólanám með höndum. Eg veit til, að hún hefir verið notuð sem ^lík af ágætum presti, og sjálf hefi eg rekið mig á ágæti hennar fyrir barnsins huga, eins og eg benti á hér að framan. Eitt er enn ágæti þessarar bókar, en J)að er, að hvaða barn sem les hana, getur ekki hjá því farið, að því fari eitthvað fram i íslenzkri tungu við lesturinn, því hún er öll á íslenzku. . íslenzkar konur! Látið ekki glepja ykkur sjónir, þegar til þess kemur að velja lífakkeri barna ykkar. Mýrarljósin eru allrei nema “fosfórus”, hversu glatt sem þau geta brugðið fyrir. Sólarljósið er það ljós, sem Guð skapaði til að lýsa líkamlegri veru vorri, og Jesús Kristur er það eina ljós, sem lýst getur vorri andlegu verú. Virðið því og haldið trygð við alt það, er fræðir hörn ykkar um hann, sem mestan kærleika hefir oss í té látið. Rannv. K. G. Sigbjörnsson. ------o------ Walker leikhúsið Leikhúsin eiga ekki lítinn þátt í að mynda og móta hugunarhátt manna og er því stórmikið undlr því komið hve heilhrigður lista- smekkur þeirra er, sem þeim veita forstöðu. Maður sá, sem veitir aðal-leik- húsi Winnipeg-borgar forstöðu, Mr. C. P. Walker ehfir sett sér það markmið að sýna ekkert í slnu leikhúsi annað en það ibesta og heilbrigðasta sem völ er á og þá viðleitni hans, ættu þeir sem leik- húsin sækja, að meta með því að sækja þangað., honum til styrktar i sinni góðu viðleitni og sjálfum sér til upbyggingar og skemtunar. Þessa viku alla er Fiske O’ Hare, sem nafnkunnur er orðinn um alt land fyrir snild sína með flokk sinn, að sýna leik, er heitir “The Big Mogul” á Walker léikhúsinu. Leikur sá er tekinn úr verslunar- lífi Bandaríkjaþjóðarinnar og er svo efnisríkur og skemtilegur að hann heldur áhorfendunum fðst- um frá byrjun til enda. Maður, sem unnið hefir að því að setja vatnsleiðslu í hús, erfir $7,000,000 fyrir góðverk er hann vinnur á umkomulitlum manni, er átti 'hluta- bréf í gull og og koparnámum, sem hann hélt að væru einskis virði, en sem Peter Quinn Quill (avo heit ir aðal persónan í leiknum) seldi fyrir 7,000,000. Óþokkar ná ollum þessum peningum út úr Quill með hrekkjum. Allar persónumar í leiknum leysa hlutverk sín prýðis vel af hendi, en sérstaklega þó O’ Hare, sem meðal annars syngur írska kýmnissöngva, sem eru í einum þættinum, af sérstakri list, sem ihöfðu svo mikil áhrif á fólkið að það kallaði hann fram hvað eftir annað með dynjandi lófaklappi. Þeir sem ,hafa efni á að njóta heil- brigðrar og skemtilegrar kveld- stundar utan heimila sinna, geta ekki gert ibetur, en sjá Fiske O’ Hare í “The Big Mogul” á Walker leikhúsinu. Hann verður þar alla þessa viku. ------o------ Cr bænum. Mr. Hjörtur Pálsson frá Lund- ar, Man., var staddur í borginni í fyrri viku, ásamt konu sinnl. Komu þau til að vera við útför móður Hjartar, Sigurbjargar Páls- son, er fram fór í Selkirk, síðast- liðinn fimtudag. Mr. Sveinn Björnson, kaupmað- ur frá Gimli, Man., kom til borg- arinnar síðastliðinn þriðjudag I verslunarerindum. ------o------- “Bræðrakvöld” verður Ihaldið í G. T. St. Heklu; núna n. k. föstu- dag þann 5. þ. m. St. Skuld og al'lir G. T. Velkomnir. ------0------- í næstu viku kemur á markaðinn stór ljóðabók eftir Magnús skáld Markússon, eitthvað um 280 blað- síður. Er það úrval úr Ijóðum höf- undarins. Til útjrfáfunnar hefir verið vandað hið allra Ibesta og má því ganga út frá iþví sem gefnu að þar verði um einkar hentuga jólagjöf að ræða.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.