Lögberg - 04.12.1924, Page 6

Lögberg - 04.12.1924, Page 6
Bto. e LÖGBERG, MMTUDAGINN.4 DESEMBER. 1924. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL XXIV. KAPÍTULI. Prinsinn kemur. Hver er sá sem eikki hefir heyrt getið um bún- aðarsýninuna í St. Louis? Og hvilíkar endurminning- ar um þá ihaustdaga vakna ekki í hugum okkar, sem þektum þann helga stað, þegar við vorum börn, en við heyirum hana nefnda. Þar var geysistór hringbraut með timbursætum umhverfis, þar sem kappreiðar voru haldnar; og heimsk naut voru teymd löturhægt fram hjá kinverska turninum, sem stóð á miðju sviðinu, og Ibláu borðairnir, sem voru bundnir við hornin á þeim flóktu er þau hristu hausana. En undir sætaröðunum alt í kring var iþó það að finna, sem hafði mest aðdráttarafl. Þar voru kirkjubúðirnar þar sem mæður okkar og systur seldu steiktar ostrur, brauðsneiðar og köikur, hvítan ibrjóstsykur og ís- rjóma. Konurnar og ungfrúrnar höfðu hvítar svunt- ur, er þær báru réttina firam fyrir grófgerða bændur. Þegar dagur var að kvöldi kominn voru þær orðnar utan við sig af þreytu og hávaðanum. Krists-kirkjan hafði búð og Sankti George kirkjan og Únítara- kirkjan, sem doktor Thayer var prestur við. Frú Brice var þar að finna. Þar var líka búð, sem til- heyrði kirkju séra Davitts. Eliphalet Hopper stjórn- aði þar öllu samkvæmt ströngustu hagfræðisregl- um. Svo var kaþólska kirkjan þar líka, og ungfrú Rénault og fleiri stúlkur af frðnskum ættum höfðu stjórn á hendi þar. Þá var einnig presbytera-kirkja doktors Posthelwaites, og fleiri og fleiri alla leið hringinn í kringum kappreiðarbrautina. Það er einkum ein sýning, sem gömlum íbúum St. Louis þykir gaman að minnast á; hún var haldin ihaustið 1860. Virginía Carvel kom heim aftur frá Evrópu og það var heMur en ekki mikið um að vera í ibæ, þar sem allir, sem nokkuð var sóst eftir að þekkja, voru nákunnugir. Stephen sá hana rétt í svip á götunni og hún hneigði sig fyrir honum á- lengdar. Hann dreymdi um hana alla næstu nótt. Eliphalet Bopper var á ferjustaðnum í sparifötunum, er ofurstinn og dóttir hans komu, til jþess að fagna honum og hjálpa honum, ef hann þyrfti með og segja ihonum frá hvernig verslunin gengi. Andlitið á hon- um var fyrsta andlitið, sem Virginía sá í St. Louis (Kafteinn Lige var í New Orleans og það var svo sem ekkert undarlegt við það, þó að hún talaði við Elip- halet á ferðjubátnum með ofurlítið meiri hlýleika en hún hafði nokkurn tíma áður gert. Herra Hopper ók heim með þeim og gekk svo heim í matsölulhús ungfhú Crane með áköfum hjartslætti og höfuðið fult af draumórum. Næsta morgun var mikill fagnaðarfundur í björtu stofunni heima 'hjá Virginíu. Eugenie, Anna, Emily, Lóa og Maud fengu sína gjöfina hver og hverri gjöf fylgdi vel úti látinn ko'ss frá ofurstanum. Og svo komu hlátrar og tár og andvörp, er Easter fóstra og Rósetta fóru að taka upp úr ensku kist- unni og lögðu á rúmig með titrandi höndum og stórum augum ihvern kjólinn frá París á fætur öðr- um. En sýningin, sýningin! Þegar eg hugsa um það dýrlega ár, brestur mig °rð til að lýsa því. Til' hvers er að vera að minnast á þann hræðilega mögulegleika að svertingjavinur- inn Lincoln yrði kosinn í næsta mánuði? Til hvers að vera að hlusta á drunurnar og ógnirnar í suðrinu? fbúar Pompeii héldu kappakstra þegar drunurnar heyrðust í Vesúvíusi á undan eldgosinu. St. Louis var í hátíðaibúningi til þess að taka á móti prinsi. Ungfrú Virginía Carvel hafði þetta ár umsjón yfir búðinni ,sem iheyrði til kirkju doktor« Posthel- waites. Búðin var næst einum bogadyrunum, sem fjörugir hestar og nautgripir voru leiddir gegnum. Hver skyldi það hafa verið, sem nam staðar í búðinni til þess aö tala nokkur orð við ungrú Carvel og sem kom henni til þess að roðna þangað tij and- litið á henni varð samlitt Parísarkjólnum, sem bún var í ? Hver var það, sem lagði í lófa ihennar gjöfina til kirkjunnar og afþakkaði brjóstsykurinn, sem hún rétti honum hlæjandi í staðinn? Enginn annar en Albert Edward prins af Wales, hertogi af Saxlandi, hertogi af Cornwall og Rothesay, jarl af Chester og Garrick, barón Renfrew og lá- varður eyjanna. í virðingarskyni við lýðveldið, sem hann var að Iheimsæikja gekk hann undir nafninu Renfrew lávarður. Það var sagt að beiskum öfundartárum hefði verið grátið í hinum búðunum þann dag. Belle Cluyme lét þau orð falla um þetta, sem best er að séu ekki birt. Eliplhalet Hopper starði og starði, þangað til augun í honum flóðu í tárum. Mesti fjöldi fólks gægðist inn í þöktu göngin, sem ihaldið var auð- um fynr hans hátign og föruneyti hans og heldri mennina, sem voru í för með þeim. Þgar prinsinn snéri sér tii hertogans af Newcastle eftir gjöfinni, laust upp miklu fagnaðarópi svo að húsin skulfu, en Virginía og hinar stúlkurnar, sem með henni vóru, hneigðu isig og roðnuðu og brostu. Carvel ofursti, sem var einn af forstöðumönn- um sýningarinnar lagði hendina ofur föðurlega á ermina á bláa frakkanum, sem prinsinn var í. Og þvert ofan í alla siði, kynti hann prinsinn fyrir dóttur smni og hinum ungu stúlkunum. Hann gerði það með þeirri látlausu kurteisi, sem einkendi íheldri menn í Suðurríkjunum. Renfrew lávarður hneigði sig og brosti líka og strauk yfirskeggið, sem var vani hans, og sætti sig vel við hætti lýðveldisins. Ungfrú Lóa Russell, sem er nú orðin gráhærð og búin að skifta um nafn fyrir löngu, segir manni frá að Virginía hafi komið fram landinu til sóma í þetta sinn. Það má óhætt fullyrða að prinsinn hafi glejont bæði “Silfurhæð” og “Konungseik,” þótt þau væru látin ibrokka fram hjá kínverska turninum að eins þennan morgun, til þess að hann fengi að sjá þau. Hann hafði og gleymt hans háæruverðugheitum borgarstjóranum, sem hafði haldið fast í handlegg prinsins meðan fjórir ko'lbrúnu gæðingarnir fóru í spretti gegnum mannþröngina alla leið frá Barnums hóteli til sýningarstaðarins. Og ihans hátign gleymdi sér enn meir og það svo að hann dró hendurnar upp úr vösum sínum á víðu buxunum, sem hann var í og stakk þumalfingrunum í handvegina á gula vestinu sínu. Og hver getur láð honum það þó að svör Virgin- íu við fyndni Ihants héldu honum í fjötrum? Af þeim, sem stóðu þar brosandi hjá bar ekki minst á ofurstanum hávaxna, sem nú hafði tekið ofan hattinn; en það kom sjaldan fyriir að hann gerði það. Það var auðséð á svip hanis að hann var stoltur af dóttur sinni. Ó, að konan hans elskaða hefði lifað 1 að sjáþetta! Það sem sagt var á þessum sögulega samfundi við manninn, sem átti að vera konungur Englands var vandlega lagt á minnið af ofurstanum. Pirinsinn var þarna langt frá sínum konunglegu höllum; hann stóð þar á sagstráðu gólfi í landi lýðveldisins og fögur amerísk stúlka á móti honum hinum megin við óvand- að búðarborð. Ofurstinn tók og eftir fataburði prins- ins, 'bláa frakkanum, ljósleitu, víðu buxunum, gula vestinu og lituðu hönskunum; og jafnvel siður prins- ins að strjúka yfirskeggið fór ekki fram hjá hinu aðgætna auga íhans. Það er í frásögum haft, að her- toginn af Newcastle hafi brosað tvisvar að svörum Virginíu ti:l prinsins og Lyons lávarðar, breiski senái- herrann á og að hafa brosað tvisíar. En alt í einu kom nokkuð óvænt fyrir. Ungfrú Virginía ihætti við hájftalaða .setningu. Henni hafði af tilviljun orðið litið af prinsinum og hún hafði fest augun á andliti í mann þrönginni ihinum megin við gangstéttina. Hún lauk við setninguna ,en þó eins og hún væri utan við sig. Það var ef til vill engin furða þó að Renfrew lávarður, sem var fljótur að sjá, hvernig í hlutunum lá, segði að hann hefði dvalið þar of ilengi; og með brottfðr sinni drægi frá búðinni viðskifti, sem hún myndi ella hafa haft. Hann hélt áfram ásamt fylgdar- liði sínu og heldri borgurunum, tsem fylgdu á eftir. Og þeir, sem vel tóku eftir, sögðu að borgarstjór- inn heifði aftur farið að taka í handlegginn á prins- inum, sem talaði við ofurstann ekki síður en borg- arstjórann. Kæri Carvel ofursti! Þú varst sannur Ameríku- maður af Ihinum gamla skóla. Hvorki þú né iborgar- stjórinn né eldri mennirnir, voruð Wlindaðir af Ijóma konungsdýrðarinnar. í ykkar augum var prinsinn aðeins vingjarnlegur og elskuverður ungur maður, sem átti fyriir höndum að verða eftirmaður hinnar dygðaríku og ágætu drotningar, Victoríu. Þú, Carvel ofubsti, varst ekki maður, sem skreið í duftinu fyrir konungsfólki. Þú sýndir pirnsinum heiður vegna móður hans, sem var mildur og réttlátur þjóðhöfð- ingi. En þú mintir hann ekki á, sem þú þó hefðir vel mátt gera, að forfeðuir þínir börðust fyrir konunginn á Marston Moor og að afi þinn ihefði einu sinni verið I nánu kynni við Charles James Fox.. En hvað skal segja um herra Cluyme og nokkra aðra, sem voru i forstöðunefndinni fyrir sýningunni aðeins vegna þess að þeir voru ríkir? Ungfrú Isabel Cluyme var kjmt prin,sinum samkvæmt réttum reglum. Faðir hennar var auðugur og hafði þar að auki ferðast til Evrópu. Hann var ekki opinskár og framhleypinn eins og ofurstinn. Meðan stóð á samtali því, sem hefir verið lýst hér dró herra Cluyme sig í hlé og roðnaði vegna samlanda síns og brosti afsökunarlega til þeirra fáu herra í fylgdarliði prinsins, sem litu í áttina til hans. Hans hátign prinsinn gekk nú til miðdegisverð- ar. Miðdagsverðinum hafði verið lýst af vingjarnleg- um, kanadiskum fréttaritara og get eg eki stilt mig um að taka hér upp lýsngu hans. Menn get trúað því sem hann segir ef þeir vilja.— “Hans hátign tók svo mikinn þátt í ö'llu sem fór fram, að hann var hálfa fjórðu klukkustund við hringbrautina að horfa á kaippabsturinn. Honum var boðið að taka miðdags- verð í dálitlum timburhjalli, sem forstöðunefnd sýn- ingarinnar hafði látið undirbúa handa sér, og hann fór þangað, eins og til stóð, en hvort hann fékk nokk- uð að borða eða ekki get eg ekki sagt um. Eftir all- mikla erfiðleika komst hann loks að iborðinu, sem var umkringt af gráðugum skepnum. Heilir hlaðar af niðursneyddu nautakjöti, sauðakjöti og vísundatung- um voru á sex stóreflis diskum á borðinu; og við hliðina á þeim voru stórar könnur fullar af öli; brauð hleifar og diskar með niðurskornum kálhðfðum, sem ediki hafði verið helt yfir. Þar voru hvorki saltskeið- ar né mustarðsskeiðar, heldur notuðu menn hnifana, sem þeir borðuðu með til þess að ná sér í salt og mustarð; og kjötsneiðarnar voru færðar með fingr- unum yfir á diska þeirra, sem höfðu lyst á að borða. Meðan sá, er þetta ritar, stóð og ho.rfði á þessar að- farir, kom hertoginn af Newcastle inn og hann sat og horfði líka á. Hann var auðsjánlega að rejma að líta svo út, sem sér væru þessir lýðveldiasiðir geð- feldir, en hann gat iþað ekki. Við hlið hans stóð mað- ur, sem var að'eggja ihann á að samkka á ölinu, og kálhöfðunum líka, geri eg ráð fyrir.. Héðan af þarf ekki að lá öldurmanninum í New York, sem gaf tyrkneska sendiherranum brauðsneiðar með svína- kjöti á milli og slæmt sérrí.” Jafnvel sá mikli maður Charles Dickens, sem við allir minnumst með ást og virðingu, var ekki of vingjarnlegur í garð okkar og sá galla okkar fremur en kosti. Hann ka'llaði okkur engisprettu —þjóðina og sagði að við spýttum mórauðu allan guðslangan daginn. Enginn vafi er á því að sumir gerðu þetta. Þegar Dickens ferðaðist niður eftir Ohio ánni nokkru eftir 1840, kvartaði hann undan mönnum og konum. sem hann sá, og sem, eins og hann komst að orði gleypti þegjandi í sig matinn, niðurbeygðir af á- hyggjum og flýttu sér svo inn í klefa sína. Dickens sá forfeður okkar beygða við starf, sem hafði reynst annari þjóð ofurefli, og starfið var það, að koma þrjú þúsund mílna langri eyðimörk inn í siðmenn- inguna á einni öld. Og hegar hans hátign kom til St. IiOuis og sá hundrað húsund manns á sýningunni þar, er enginn vafi á því að hann hefir skilið hversu stutt var síðan að sú jörð, sem hann stóð á, hafði ver- ið þakin kargaskógi. Nokkuð sem var mjög einkennilegt, hafði komið fyrir. Meðan prinsinn beið fjrrir utan dyrnar á kirkju- búð dokstors Posthelwaites og talaði við Virginíu, bafði múgur og margmenni safnast saman fyrir utan. Fölkið stóð þar og gægðist inn yfir girðinguna, sem afmarkaði göngin fyirir prinsinn og förunejdi hans, upp með sér að því 'hve róleg og ófeimin ungfrú Carvel var. Stephen var af eintómri tilviljun einn meðal þeirra, sem fyrir utan istóðu. iHann stóð þar uppi á tómri tunnu við bliðina á vini sínum, Richter. Það var Richter, sem fyrst kom auga á hana. <*Nei, sem eg er lifand'i maður!’ Ihrópaði hann, ‘það er reyndar ungfrú Carvel sjálf. Líttu þangað, Stephen, líttu þangað!” bætti hann við óþolinmóður yfir því að ekki mátti sjá annað á isvip félaga hans en að honum stæði á sama. “Já,” sagði Stephen, “eg sé.” “Æ, hefir þá ekkert nein ábrif á þig? Eg hefi ,séð þýskar prinsessur, sem eru eins og bændakonur ihjá henni. En hvað Ihenni tekst þetta vel! Sjáðu, prinsinn er að hlæja!” Stephen sá það. Hann var skjálfandi af hræðslu um það , að hún myndi ílíta upp og sjá sín augu meðal þessa grúa af starandi augum. Og samt var eitthvað í huga hans, sem sagði honum, að hún myndi líta upp, það gæti ekki liðið á löngu áður en hún gerði það —ogþá, og þá myndi hún í sannleika fyrir- líta hann! Þrengslin voru svo mikil, að ihann gat ekki komist burt án þe,ss að vekja eftirtekt á sér. Hann er vor friður. Þú komst sem geisli kærleikans hér niÖur, Komst og sagðir: “Friður sé meS yður”. Kom þú nú, og ljáðu mönnum lið, lífsins herra, við að semja friö. Heyrðu, Jesús Kristur, kristnin biður, kom og segðu: “Friður sé með yður.” Stöðva allra vondra vopna klið, vertu hjá oss, Guð, að semja frið. Hér má kristið kærleiksþel sín miður. Kom og segðu: “Friður sé með ySur.” Hér á margur vont að stríða við. Vertu hjá oss, Guð, að semja frið. Komdu þar sem kramið hjartað biður. Kom og segSu: “Friður sé með yður.” Kom að þínum forna sælu siS, sonur Guðs, með huggun, líf og frið. Þangað, sem að klag og kvart er siður, kom og segSu: “FriSur sé með yður.” Reistu veika, viljalausa styð. Vertu hjá oss, Guð, að semja frið. í þeim hóp, hvar ekki ríkir friSur, aftur segSu: “Friður sé með yður.” Þar sem bróðir bróður hatast við, bjóð þeim, ó minn Guð, að semja friS. Hann stundi. Alt í einu rankaði hann við sér og skammaðist sín fyrir þes,sa óþörfu blygðun sína. Það var vegna mannsins, sem hann hafði þekt aðeins einn dag en átti eftir að muna eftir alla æfi — mannsips, sem hann tilbað, en sem hún fyrirleit. -Abraham Lincoln hefði ekki skammast sín innan um heiðarlega ibænd- ur og 'sikrifstofuílýð. Hver.svegna skyldi þá ihann,- Stephen Brice gera það?. Og hvað kom honum svo þessi stúlka við? Hann gat ekki sagt það. Næstum því fyrsta daginn, sem hann hafði verið í St. Louis, höfðu örlögin tvinnað saman lífsþræði þeiirra og síðan höfðu þeir mæst af og til, og ávalt hafði raf- magnsneisti hrokkið á milli þeirra. Hannn var af öðru sauðahúsi en hún, og margar kynslóðir að^skildo þau. Þau stóðu sitt á hvorum gjárbarmi, og gjáin varð ekki brúuð nema með líkömum heillar miljónar af landsmönnum hans. Og samt var hann að drejmia um hana. Stephen varð smám saman svo hrifinn af því sem hann sá, líkt og hinir, sem stóðu umihverfis hann, að hann gleymdi sér. Hver önnur en hún hefði getað hagað sér svona vel og haft þetta vald yfir sjálfri sér, ef breski ríkjserfinginn hefði alt í einu staðið óvörum fyrir framan hana í svo lítilli búðadholu? Hún var aðeins ögn rjóðari en hún áti að sér að vera; að öðru leyti sýndi hún ekki á neinn hátt, að henni hefði brugðið. Ófeimin og án þess að vita nokkuð um öll þessi augu, sem störðu á hana, þangað til — þang- að til augnaráð hans knúði hana til þes.s að líta upp. Það var eins og hann hafði grunað. Og hann furð- sig ekkert á því þó að augu hennar litu beint á sig innan um allan þann grúa af andlitum, sem þar voru. Stephen ruddi frá sér þeim, sem næstir stóðu, sem urðu bá'lreiðir og þaut fourt. Richter, sem var steinhissa fylgdi honum á eftir. Hann gat ekki haldið Ihonum firá því að fara aftur á skrifstofuna og vera þar það sem eftir var dagsins og því síður gat hann fengið vitneskju um hvað foefði komið fjTÍr. En allan daginn sá Stephen ekki annað á blað- síðum bókarinnar, sem hann var að lesa í, en sýnina er hann hafði séð um moirguninn. Búðaridefinn ó- vandaður í hálfdimmum göngunum; stúlkan, sem stóð íturvaxin og frjálsleg fyrir framan stallsystur sinar; daufur sólskinsbletturinn við fætur hennar; prinsinn, sem foló að tilsvöirum hennar, og eldri menn- irnir, sem stóðu hjá og horfðu mildilega á bæði — alt þetta stóð honum stöðugt fyrir hugarsjónum. XXV. KAPÍTULI. Virginía dansaði við prinsinn eftir sérstökum tilmælum um kvöldið á dansleiknum. Frænka henn- ar; frú Addison Colfax dansaði líka við hann. Ung- frú Belle Cluyme var ennfremur ein þeirra, sem sá heiður var sýnduK En Virginía var í fallegasta París- ar kjólnum sínum og var eins og prinsessa í augum manns, sem sat uppi í hálfloftinu og horfði niður á þá, sem tóku þátt í dansinum. Stephen var alveg vips um, að hans hátign, prinsinn dansaði lengur við Virginíu en hinar; það var enginn vafi á að hann dansaði lengur við hana, heldur en Belle Cluyme, og þó sagði ungfrú Clujone að sér hefði fundist hún vera komin til himnaríkis. Því miður getum við ekki haft prinsinn ávalt á meðal vor. Hans hátign kvaddi St. Louis, og eftir lítinn tíma kom ferjan sem flutti ihann norður, aftur með konunglegu mikillæti og hafði í þetta sinn inn- anborðs eitt lýðveldis mikilmennið, sem þessi sómi var sýndur. Við könnumst vel við hann nú, senator- inn, dómarann og forsetaefnið — Stephen Arnold Douglas — höfund kenningarinnar um sjálfræði ríkjanna, sem hann er hingað kominn til þeas að flytja mönnum, þetta er gangur lífsins. Við erum ekki fyr laus við eitt stórmennið en við erum reiðu- búnir að taka á móti ððru. Blásið þið lúðraþejrtarar á háþiljunum, látið ár- bakkana bergmála þjóðlögin! Látið fána og veifur blakta í golunni og isólskinið glitra á einkennisbún- ingum lífvarðarins, því enginn kosningaleiðangur er fullkominn nema að í honum sé eitthvað hernað- arlegt til sýnis. Hér eru hraustar sveitir úr lífverði Dauglas’s og fleiri herdeildum, til þess að sýna 'heið- ur höfðingja sínum. Fallbyssuskot dundu við, er hann Þú komst til jarðar, Kristur, sem “vor friður”. Komst og sagðir: “Friður sé með yður.” Komst að reisa fallna veröld við. Veita týndum syni líf og frið. Þessum heim,—því hér er lítill friður— Herra segðu: “Friður sé með yður.” Sýndu þjóðum heimsins náðar hlið. Herra Jesús, sem á jörðu frið. Pétur Sigurðsson. Islenzkar mjólkur- afurðir. 1 Búnaðarfélagshúsinu hér var í haust. Iháldin sýning á ísilenskum mjólkurafurðum, ostum ismjöri og skyri. Hefir dregist að geta henn- ar til þessa. Sýnendurnir voru 17, irjómalbú og einstakir bændur. Af smjöri voru 7 sýnislhorn af ostum 16 isýnishorn, en 4 sýnishorn af skyiri (en ekki dæmt milli þeirra) 1 dómnefndiíini sátu frk. Anna Friðriksdóttir, hr. Halld. Vil- hjálmsson og hr. H. Grönfeldt. Best smjörið var talið frá Sand- víkur rjómábúi 1 Flóa og Hróars- lækjar- og Rauðalækjarbúunum. Ostarnir voru taldir bestir frá Fljólýshlíðar rjómabúi frá Hofsár- búi undir Eyjafjöllum og Beildar- ár-búi í Mýrdal. Ennfremur var sérstaklega getið edamerosts frá Hvanneyri. Þá má einnig geta þesg að sýndur var þarna isvonefndur “karamelluostur,” þingeyskur. Um ojstana sagði dómnefndin annars isvo í áliti sínu: ‘iOstarnir voru flestir fallegir útlits og sýndust vera vel gerðir, þó voru þeir í reyndinni all-misjafnir að lykt og ibragði. Mun það að nokkru stafa af iþví, að rjóminn er ekki nógu foreinn og ibragðgóður, þegar hann kemur í rjómabúin, og af því verða áfirnar beiskar og bragðislæmar. Þá ber þess að gæta, að áfirnar séu ekki orðnar of gamlar, ostur- inn sé tekinn strax. Og síðast en ekki síst verður að leggja áherslu á, að gejnmsla ostanna sé góð, og virðist þar vanta töluvert á.” A- kveðið var á sýningunni að veita viðurkenningu þeim,sem hér segir: Ragnh. Hallgrímsdóttur, Stein- unni Ingimarsdóttur og Herborgu Þóarinsd., öllum fyrir smér, Mar- grétu Júníusd. og Guðrúnu Jóns- dóttur og Margrgétu Lafransdótt- ur fyrir O'stagerð, Kristjönu Jóna- tansdóttur fyrir ost Og skyr og Guðm. Bjarnasyni. Túni, fyrlr skyr. Þó sýning þessi hafi verið frem- ur lítil, ætti ihún þó að geta orðið nokkuð til þess að auka áhuga manna á innlendri ostagerð eink- anlega. Því þar má sjálfsagt vinna miklu meira en gert er, eins og Sigurður búnaðarmálastjóri tólk fram í iræðu isinni þegar sýningln * hófst. Það sést líka að árlega er varið hér allmiklu fé til kaupa á erlendum ostum. Árið 1922 voru þannig flutt inn rúmlega 93 þús. kg. af ostum, sem kostuðu rúml. 170 þiús. kr., en alls hafa frá þvl 1915 verið fluttir inn erlendir- ostar fyrir nærfelt 450 þús. kr. Mest eða alt þetta ætti að mega framleiða í landinu sjálfu. En að sjálfsögðu þarf þá að því að stefna að innlenda varan geti orðið sam- kepnishæf við þá útlendu, bæði að verði og gæðum. En það hvöru- tveggja hefir skort, það lítið sem að þessu hefir verið unnið hingað til. Þó bera ýmsar tegundirnar á þessari isýningu þess vott, að víða er nú þegar vel að þessu unnið, þð misjöfn Ihafi sýnishornin verið, eirijS og fyr segir, og jafnvel sum fengið þann vitnisburð, að þau væru bæði “útlitsljót og bragð- vond.” En kaupendur sumir foér I bænum t. d. sem viljað hafa frem- ur kaupa innlenda osta en erlenda hafa stundum kvartað um það, að þær tegundir, sem hér væru hafð- ar á boðstólum, væru útlitsljótar, og einkum illa gejrmdar og dýrar. Munu það þó vera útsöluistaðirnir hér, sem valda þá óþarflegri verð- hækkun, eftir því að dæma hvern- ig verðið var tilgreint á sýning- unni. En þar er verðið frá fram- leiðendunum að jafnaði kr. 2,00—■ 3,50 pr. kg., flestar tegundir kring- um 2 kr., en gráðaOstur, sem all- mikið er selt af, um 6 kr. kg. En fyrir þeirri grein hefir Jón Guð- mundsson mikið beitt sér. En með aukinni reynslu fram- leiðendanna og vaxandi vilja al- mennings á því ,að nota þessa inn- lendu vöru, ætti að mega bæta úr þeim annmörkum, sem enn eru á þessu, og ætti þá ostagerðin að geta verið hér sæmileg framleiðslu grein, enda bendir það besta á þessari sýningu í þá átt, og er það því þakkarvert, að hún skyldi haldin. Og væntanlega líða ekki mörg ár uns önnur verður haldin, ennþá fjöbrejdtari og betri. Lögrétta 28. okt. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið ielag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. ■m SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKÐ

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.