Lögberg - 11.12.1924, Qupperneq 6
Blc. 6
LÖGBERG, MMTULAGINN, 11. DíESEMBER .1924.
Hættulegír tímar.
Eftir Winston Churchill.
Blásið >ið lúðraþeytarar á háþiljunum, látið ár-
bakkana bergmála þjóðlögin! Látið fána og veifur
blakta í golunni og jsólskinið glitra á einkennisbún-
ingum lífvarðarins, því enginn kosningaleiðanguif
er fullkominn nema að í honum sé eitthvað hernað-
arlegt til sýnis. Hér eru hraustar sveitir úr lífverði
Dauglas’s og fleiri herdeildum, til þess að sýna heið-
ur höfðingja sínum. Fallbyssuskot dundu við, er hann
steig upp í vagn isinn á bryggjunni, þar sem fólkið
hafði klifrað upp á vamingskassana, sem var hlaðið
þar upp. Nýr hornleikaraflokkur byrjaði að leika lag-
ið “Hail Golumbia” og hestarnir fjórir, sem gengu
fyrir vagni hans, fóru af sttað brokkandi og með
hringaða makka, og á eftir þeim héldu “The Inde-
pendent Broom Rangers.” Einn þeirra, sem viðstadd-
ir voru fullyrti, að fagnaðarópin fyria* Douglas hlytu
að heyrast alla leið til Springfield og ganga í gegn-
um Abralham Lincoln.”
Herra Jakob Cluyme, sem fram að þessu hafði
verið fylgjandi þeim Bell og Everett, var ekki eini
mállsmetandi maðnrinn, sem skifti um skoðun þenn-
an dag. Hann fullvissaði dómarann um, er hann hafði
lokið ræðu sinni, að hann hefði aldrei á æfi sinni
notið slíkrar ánægju eins og nú við að kynnast þess-
um lýðlholla ræðuskörungi, (þessum sanna talsmanni
Vesturlandsins, þessum margæfða stjórnmálamanni
og formælanda velferðarmála þjóðarinnar.” Douglas
tók þétt í hendina á Jako(b Cluyme, þóbt að á svip
hans mætti sjá, að hann Ihefði heyrt eitthvað þessu
likt áður.
Þannig var höfundur kenningarinnar um full-
veldi ríkjanna, hinn mikli frömuður óháðrar Ame-
ríku leiddur að dómshúsströppunum fram hjá hús-
um styrktarmanna sinna, sem voru skreytt honum til
heiðurs. Stephen, sem var mibt í allri þvögunni, tók
•eftir því, að Douglas hafði ekki mist neitt af sjálfs-
trausti sínu síðan |hann hafði séð hann í Freeport.
Enginn, sem hefði séð forsetaefni Demókratanna
brosandi hneigja sig fyrir áheyrendunum, sem fyltu
torgið fyrir framan, hefði getað ímyndað sér, að
spurningin ylli honum nokkunra dþæginda eða að
hann saknaði atkvæða Suðurríkjanna, sem voru jafn-
an talin óbrigðul. Dómarinn hlustaði með alvöirusvip
á lofræðu heldri 'borgaranna, sem mintu hann á, að
starfi hans væri enn ekki lokið og að hann væri enn
bundinn málefni fólksins. Það orð bundinn var í
sannleika vel valið.
Dómarinn hlustaði með innilegri hugarhræringu,
að hann sjálfur sagði, á orð fundarstjórans. síðan
hélt Ihann eina af þessum meistaralegu ræðum, sem
töfraði áheyrendurna, sem, líkt og flestar vinsælar
skáldsðgur, kom áheyrendunum ýmist til þess að
hlæja eða gráta, hrærði þá ýmist til reiði eða með-
aumkunar. Herra Brice og herra Richter voru ekki
hinir einu svertingja-lýðveldissinnar, sem voru von-
litlir þetta kvöld. Þeir gengu Iheim með bergmálið af
fagnaðarlátunum í eyrunum og hugsjúkir af að
hugsa um, að kosningabarátta sinna ötulu skoðana-
bræðra yrði ef til vill unnin fyrir gíg.
Whipple dómari setti heldur en ekki ofan í við
þá næsta morgun.
“Svo þið, herrar minir, hafið þá Iíka tekið inn
svefnlyf í gærkveldi,” var alt og sumt sem hann
sagði.
Sú hræðilega hugsun, að Lincoln gæti náð kosn-
ingu var ekki látin hindra neinar skemtanir.
í næstu viku eftir sýninguna stofnaði Clarence
Colfax til dansleiks heima hjá sér í Bellegarde; og
Stephen Brice var ekki boðinn þangað. Meiri hluti
A.-herdeildarinnar var þar; Virginía hefði kosið, að
þeir hefðu verið í einkennisbúningum.
Það var og um þetta leyti, sem önnu Brinsmade
datt í hug að efna tií gr*ímudansleiks. Þegar Virginía
heyrði það, kom hún ríðandi frá Bellegarde. Hún
kastaði taumunum til Nikódemusar, sem var með-
reiðarmaður hennar og hljóp upp í herbergi vinstúlku
sinnar.
“Hverjum hefirðu boðið, Anna?” spurði hún.
Anna las upp langan lista af nöfnum vina og
kunningja þeirra beggja; en hún slepti einu nafninu.
“Ertu viss um að þetta sé alt?” spurði Virgfnía
og leit á hana rannsóknaraugum er hún hafði lokið
lestrinum.
Anna lét sem hún skildi ekki neitt.
‘1Eg hefi boðið Stephen Brice/ ’sagði hún. “En
—” “En!” greip Virginía fram í. “Eg vissi það. Á
eg að þurfa að reka mig á þennan Yankee, hvar sem
eg fer? Stephen Brice er álstaðar, og honum er ávalt
komið inn með einhverjum skiOyrðum.”
Anna varð næsitum utan við sig út af þessari
geðæsingu. En hún hafði nógan mynduleik og hún
var góður vinur vina sinna.
“Þú hefir engan rétt til þess að setja út á mína
gesti, Virginía,” sagði hún. ?
Virginía, sem sat á bríkinni á Ihægindaistól, stappaði
með fætinum í gólfið.
“Því má ekki alt vera eins og það var áður?”
spurði hún. “Við vorum svo ánægð áðuir en þessir
Norðanmenn menn komu. Og iþeir eru ekki ánægðir
með það, að svifta okkur réttindum okkar, heldur
verða þeir að spilla gleði ökkar líka.”
“Stephen Brice er heiðarlegur maður,” sagði
Anna, "hann spillir ekki gleði nokkurs manns og fer
ekki þangað sem honum er ekki boðið að vera.”
“Hann hefir ekki hagað sér eins og heiðurs-
menn eiga að gera, eftir mínu áliti, þá sjaldan eg
hefi verið svo óheppinn að verða á vegi hans,” svar-
aði Virginía.
“Þú ert þá sú eina, sem segir það,” sagði Anna.
Hún gætti sín ekki og ibsetti við. “Eg sá þig einu sinni
dansa við hann, Jinny, og eg þori að segja, að þú
hefir aldrei á æfi þinni haft jafn mikið gaman af að
dansa.”
Virginía roðnaðí.
“Anna Brinsmade!” hfópaði Ihún, “Þú getur haft
dansleikinn þinn og alla þá Norðanmenn, sem þú vilt
hafa, en eg kem þar ekki. Eg vildi óska þess, að eg
hefði aldrei séð þennan andstyggilega Stephen Brice!
Þú hefðir þá aldrei móðgað mig.”
Virginía stóð upp og þreif svipuna sína. Anna
stóðst ekki mátið lengur; hún lagði handleggina um-
svifalaust utan um Virginíu.
“Vertu ekki reið við mig, Jinny,” sagði hún
kjðkrandi. “Eg get ekki þolað það. Hann — eg meina
herra Brice kemur ekki, eg er alveg viss um það.”
Virginía losaði sig úr armlögum hennar.
“Kemur hann ekki?”
<‘Nei,” sagði Anna. “Þú spurðir mig að, hvort
honum hefði verið Iboðið, og eg ætlaði að fara að
segja þér, að hann gæti ekki komið.”
HJún þagnaði og horfði undrandi á Virginíu, sem
í stað þess að láta fögnuð í Ijósi yfir því, snéri sér
undan, dinglaði svipuólinni út að glugganum og
ihoirfþi út yfir trjátoppana, niður brekkuna ofan að
ánni.
Ungfrú Rusisell hefði getað ráðið í eitthvað af
þessu látbragði, en hún var ekki fljót að skilja.
,‘Hversvegna kemur hann ekki?” spurði Virginía
að lokum.
“Vegna þess að hann verður einn ráðsmaðurinn
á fjölmennum fundi það kvöld. Hefirðu séð hann síð-
an þú komst heim, Jinny? Hann er magrari en hann
var. Við erum ihálf hrædd um heilsu hans, vegna
þess að hann hefir ilagt svo mikið á sig í sumar.”
“Svertingjavina fund!” sagði Virginía háðslega,
og lét sem hún Ihefði ekki heyrt hitt, sem Anna sagði.
“Jæja, eg kem þá Anna mín.” Hún dansaði eftir
endilöngu gólfinu. ‘1Eg kem klædd sem Títanía.
Hvaða gerfi ætlar þú að hafa?”
Hún hljóp niður stigann og götuna út að hliðinu
og skildi vinstúlku sína eftir, sem stóð forviða og
. horfði á eftir henni út um gluggann. Hún lét hest-
inn Ibrokfca, en þegar hún kom út í skóginn, þar sem
bugða var á veginum, tók hún í taumana og lét hann
fara löturhægt. Hún mundi eftir hjólinu og perlun-
um, sem Daníel frændi hennar hafði sent henni. Og
bún afréð að fara á dansleikinn klædd eins og lang-
amma hennar Dorothy Carvel.
Ó, þið æfintýraskuggar! Hversu margir lesend-
ur munu ekki brosa áður en öll þessi sanna saga» er
sögð.
Það verður að segja hverja sögu eins og hún
gengur. Ungfrú Anna Brinsmade hafði ekið til bæjar-
ins eibthvað tveimur eða þremur dögum áður og
hafði komið við hjá frú Brice, sem hún var oft vön að
gera. Eins og að líkindum lætur, var frú Brice ekki
vðn að ræða um forfeður mannsins síns sálaða, né
heldur um sína. En á veggnum í litlu borðstofunni
héngu þrjár málaðar mymdir, ein eftir Oopley og
tvær eftir jStuart. önnur myndin eftir Stúart var
af herfoiringja í hinum 'bláa og ljpsibrúna einkennis-
búningi Bandaríkjahersins.
“Nei, en hvað hann er likur 'Stephen!” Ihrópaði
Anna. Og bætti svo við: “Aðeins andlitið er miklu
eliilegra. Hver er hann?”
“Wilton Brice ofursti, afi Stephens. Það eru
ákveðin ættareinkenni á öllum í Brice ættinni. Hann
var aðeins tvítugUr, þegar frelsisstríðið byrjaði,
þessi mynd var máluð löngu seinna, þegar iStuart var
kominn aftur heim frá Norðurálfunni og ofurstinn
var orðinn nærri fertugur. Hann Ihafði geymt ein-
kennisbúninginn og konan hans kom honum til þess
að láta mála mynd af sér í honum.”
“Bara að Stephen vildi nú koma á dansleikinn
klæddur eins og Wilton Brice ofursti! Heldur þú að
hann væri fáanlegur til þesis?
Frú Brice hló og hristi höfuðið.
‘Tlg er hrædd um ekki, Anna,” svarað'i hún. Eg
á eitthvað af einkennisbúningnum uppi á lofti, en
eg hefi aldrei getað fengið hann til þess að fara í
hann og sjá hvernig hann færi.”
Anna var að hugsa um það um daginn, meðan
hún ók úr einni ibúðinni í aðra, að það væri sannar-
lega ólíkt Stephen Brice að fara að á dansleik
í einknnisbúningi af síns. En hún ætlaði samt sem
áður að biðja hann um að gera það. Hún hafði svo
ekið beina leið íheim, til þess að skrifa boðsbréfin á
dansleikinn. Henni þótti mjög mikið fyrir því að fá
afsökunarbréf frá honum.
En daginn, sem dansleikurinn átti að haldast,
kom Anna aftur til bæjarins af tilviljun og sá Ste-
phen í fólksþrönginni á einu strætinu. Hún veifaði
til hans hendinni og bað ökusveininn að nema staðar
við gangstéttina, ,
“Okkur þykir öllum mjðg slæmt, að þú getur ekki
komið,” sagði hún. Hér hætti hún alt í einu, því hún
var hreinskilin að upplagi og nú mundi hún eftir
Virginíu. “Það er að segja, mér þykir það mjög slæmt,
ibætti bún við í flýti. "Eg sá myndina af afa þínum,
Stephen, og mig langaði svo til að þú hefðir komið I
ein kennisbúningi hans.”
•Stephen Brosti en sagði ekki neitt. Vealings
Anna, sem var hrædd um, a5 hann hefði orðið var
við að orð sín væru tvíræð, bætti við annari óheppi-
legri setningu.
“Ef þú værir ekki ,— ekki repúblíkani —” sagði
hún.
“Svertingja repúblíkani,” saraði hann og hló að
vandræðum hennar.
“Hvað þá?”
Anna kafroðnaði.
“Eg meinti bara, að ef þú værir það ekki, þá
þyrftir þú ekki að tala á fundinum.”
“Þér stendur alveg á sama hvaða stjórnmála-
skoðanir eg hefi?” spurði hann nokkuð áfjáður.
“Æ, Stephen!” sagði hún í mildum ásökunar-
róm.
“Sumt fólk hefir afneitað mér,” sagði hann og
reyndi að brosa.
Henni datt í bug, hvort hann myndi eiga við
Virginíu og hvort honum myndi standa á sama. Hún
komst í enn meiri vandræði og sagði nokkuð, sem
hún undir eins iðraðist eftir að hafa sagt.
“Gætir þú ekki haft einhver ráð með að koma?”
Hann hugsaði sig um.
“Eg skal koma eftir fundinn, ef það er ekki of
seint,” sagði hann loksins. “En þú mátt ekki segja
neinum frá því.” x
Hann lyfti hattinum og flýtti sér burt, og skildi
hana eftir í vandræðum. Hún vildi að hann kæmi,
en hvað átti hún að segja við Virginíu? Virginía
ætlaði að koma með því skilyrði, að hann yrði þar
ekki. Og Anna var mjög samviskusöm.
Steþhen sá l£ka strax eftir því, að hafa lofað að
koma. Það var aðeins ein búð í bænum, sem leigði
búninga, og hún hafði næstum verið tæmd fyrir dans-
leikinn, svo Stephen fann ekkert þar, sem hann gæti
notað. En þegar hann kom heim, fann hann sterka
kamfórulykt í herbergi móður sinnar. Þríhyrndi hatt-
urinn og sverð Brice ofursta lágu á rúminu og spor-
arnir bjá þeim, og eftir litla stund kom Hester með
bláa frakkann og ljósbrúna vestið utan úr dldhúsinu;
hún hafði verið að slétta fötin þar. Stephen varð að
láta undan þrábeiðni móður sinnar og fara í fötin.
Þau fóru honum furðuvel. En svo vantaði buxurnar
og reiðstígvélin, skyrtuna með línfellingunum og
hárkolluna. Hann fór þessvegna aftur niður í búð-
ina fyrir kvöldverðinn til þess að sjá hvð hann fyndi
þar. Honum fanst þetta hálft í hvoru heimskulegt
af sér, en hann var samt búinn að fá nógu mikinn
áhuga fyrir því, til þesis að vilja vera með. Frakkinn
var lagaður til og gert við hann sem þurfti. Þegar
hann svo eftir kvöldverðinn klæddi si§ í einkennis-
búninginn, fór hann honum svo vel að móðir hans
gat ekki annað en dáðst að honum ofurlítið. Hester
var í sjöunda himni. 'Stephen var ungur og eins og
fólk er flest. En samt fanst bonum í aðra röndina
þetta vera of hégómlegt. Frá afa sínum, Wilton Brice,
sem Ihafði verið mjög strangtrúaður maður, hafði
hann erft fleira en fðtin, og honum fanst, er hann
gekk alvörugefinn til fundanstaðarins, að þetta væri
mjög óhemtugur tími fyrir svona skemtanir. Og þegar
að honum var komið að tala, var 'hann steinhættur
við að fara á dansleikinn. En sumir hlutir er þannig,
að við fáum ekki ráðið við þá. Stephen kærði sig ekki
um að sitja allan fundinn út á ræðupallinum og fór
þessvegna ofan og þrengdi sér fram eftir fundarsaln-
um gegnum mannþröngina, með fram annari hlið-
inni. Og á hvern myndi hann rekast þar nema Tom
Catherwood. Það var alkunnugt um allan bæinn að
Catherwoods fjölskyldan fylgdi fast fram sérrétt-
indastefnu Suðurríkjanna. Stephen gat því ekki dulið
undrun sína yfir því að ísjá Tom þarna. Og Tom
sjálfur varð dálítið vandræðalegur. Hann sagði ein-
þver lofsyrði um ræðuna, sem Stepíhen hafði haldið,
og kvaðst (hafa komið án allra fordóma, til þes® að
heyra álit gáfaðra leiðtoga Repúblíkana flokklsins,
svo sem eins og Whipple® dómara. Þegar ihann var
búinn að segja frá þessu varð hann aftur hálf vand-
ræðalegur.
Strax og Stephen sá hann, fór hann að hugsa
um alt annað en það sem dómarinn var að segja. Hon-
um hafði fllið ágætlega vel við Tom áður. Nú dáð-
ist hann að honum, því að það þurfti ekkert máræðis
hugrekki fyrir mann í Toms sporum, að fara á þenn-
an fund. 'Stephen vissi, að Tom átti ekki einungis það
á hættu að verða fyrir ónotum frá fólki sínu og vin-
um, heldur og að missa annað, sem hafði í augum
hans meira gildi en það ihvorttveggja. Tom hafði frá
barnæsku tilbeðið Virginíu Carvel, en hann var allra
manna ólíklegastur til þess að fá hana fyrir konu. Og
nú var hann að eyðileggja fyrir sjálfum sér þá litlu
möguleika, sem voru á því.
Út frá þessu fór Stephen að hugsa um Virginíu
og um það, hvernig hún myndi verða búin á dans-
íleiknum. Hann braut heilann um Iþað, hvernig hún
myndi hafa tekið isér, ef Ihann ihefði farið iþangað.
Sannleikurinn var sá, að þetta síðasttalda umhugsun-
arefni hans átti ekki svo lítinn þátt í því að hann afréð
að fara eMci á dansleikinn. En það er best að iláta þá,
sem kunna að meta með mikilli nákvæmni, dæma um
tilgang manna. Ávalt síðtn hann hafði horfst í augu
við hana innan um forvitinn mannfjöldann á sýning-
unni hafði bann óttast að hitta hana; og hræðslan
við það hafði æ farið vaxandi. ;En samt var Ihún í
huga hans og hann var, án þess hann réði,við það
farinn að hugsa um hana undir eins og minsta tilefnl
gafst til þess.
Tom stóð upp þegar Whipple dómari hafði lokið
ræðu sinni. Stephen, sem hafði verið sem í leiðélu,
rankaði við sér um leið.
“Þú kemur með til Brinsmades,” sagði Tom.
Stephen hristi höfuðið.
“Hversvegna ekki?” spurði Tom hissa. “Hefir
þú ekki búning!”
“Jú,” svaraði hinn ihikandi.
“Þú verður þá að koma með mér,” sagði Tom
glaðlega. “Það er ekki orðið of seint og þau búast
við þér. Eg hefi vagn hér úti. Eg ætla fyrst að fara
heim til Russells til þess að skifta um föt. Komdu
með!”
Stephen fór með honum.
XXVI. KAPITULI.
Við hliðið hjá Brinsmade.
Meðfram mestallri austurlbliðinni á húsi Brins-
mades var stór stofa, þar sem grímudansleikurinn
var haldinn. Úr glugganum mátti sjá gegnum trén
í garðinum niður á fljótið mikla, “föður vatnanna.”
Stofan, em áður ibergmálaði af blátrum og gleðilát-
um, er nú myrk og þögul, og þykt lag af kolareyk
þekur veggsvalirnar fyrir aftan húsið, þar sem epla-
blómin falla á strjálingi á vorin. Svört og sótug
.borgin hefir vaxið umhverfis ihúsið og vefur það í
örmum sínum. Garðurinn er að vísu við iýði enn, en
risavöxnu trén eru ýmist dauð eða eru að deyja. Belle
fontaine vegurinn, sem var einu sinni akvegur þeirra
er toldu í tískunni, er ekki lengur til. Bifreiðar og
þungir filutningsvagnar fylla nú strætin, sem liggja
efti,r sömu bugðunum og gamli vegurinn lá í, en fal-
legu skógivöxnu hæðirnar og bithagarnir eru horfn-
ir fyrir fult og aIt — þeir eru hvergi til nema í end-
urminningum þeirra, sem enn dreymir um liðna daga.
Gamla húsið stendur enn, óhreint en tignarlegt
og gerir minkunn ó.þrifalífinu umhverfis það. Fólk
af Brinsmadeá ættinni kemur þangað enn, til þess
að vera við giftingar og jarðarfarir. Sextíu og fimm
ár eru liðin síðan Calvin Brinsmade leiddi brúði sína
þangað. Þau sátu á veggsvólunum á morgnanna og
hlustuðu á kurr kornhænanna í maísökrunum og
horfðu á hindirnar hlaupa hræddar milli skógar-
runnanna. Hugsa þú þér, lesari, brúðurina klædda í
mittisháan kjól og herra Brinsmade með breitt háls-
bindi og í bláum frakka með gyltum hnöppum.
iGamla fólkið getur sagt manni frá hinni konung-
legu gestrisni hinna nafnkendu manna og kvenna,
sem reikuðu um gólfið undir Ijósáhjálmunum og
settust niður við borð, sem svignuðu undir krásunum.
1835 fanst Atkinson yfirherforingja og undirforingj-
um hans ekkert til um það að ferðast tuttugu mílur
neðan frá Jefferson herlbúðunum og dansa alla
nöttina við dansmeyjar í Louisville, sem voru gestir
frú Brinsmade. Þangað kom ungfrú Todd frá Ken-
tucky löngu áður en henni datt í hug að giftast hin-
um óheflaða alþýðumanni, Abraham Lincoln. Nafn-
kendir menn frá öðrum löndum undu sér vel í húsinu
hjá hinum örlátu v húsbændum, og gátu um það í
ferðasögum sínum. Það væri óskandi að margir af
okkar eigin landsmönnum, sem halda að alt í Vestur-
landinu isé gróft og ófágað, hefðu getað þekt kosti
Brinsmades hjónanna og nágranna þeirra.
Þetta október kvöld, er Anna Brinsmade hélt
grímudansleikinn var endalok tímabils góðgerðasemi
og einfalds lífs. Þeir, sem skemtu sér þar, áttu fyrir
höndum að tvístrast í óveðrum ófriðarins, sumir dóu
við Wilsons Creek eða Shiloih, aðrir llifðu til þess að
verða að 'hetjum eyðimerkurinnar. Sumar áttu fyrir
■höndum að lifa sem ekkjur við skort og fátækt— fyrir
öllum lá það, að lifa alvörugefnu lífi, sökum þeirrar
reynslu, sem þeim féll í skaut. Ennhver óttablandin
tilfinning greip Carvel ofursta, er hann stóð þar og
virti fyrir sér hina skrautklæddu gesti.
“Brinsmade,” sagði hann, “manstu eftir þessari
•stofu í maí 1846?”
Brinsmade hrökk við og snéri sér til hans.
“Þú hefir lesið í huga minn, ofursti,” sagði
hann. “Nokkrir þeirra, sem voru hér þá, eru enn í
iMexíkó.”
“'Og sumir þeirra, sem komu heirn, Brinsmade,
löstuðu Guð vegna þess að þeir féllu ekki,” sagðí
ofurstinn. \
“Uss, Comyn! Verði hans vilji. Hann Ibefir skil-
Minningarútgáfa Passín-
sálmanna.
Eftir dr. J. H., biskup.
Svo sem kunnugt mun vera, eru
á morgun ('27. okt.j liðin 250 ár
síðan Hallgrímur Pétursson iczt
(27. okt. 1674). Mun þessa verða
minst í dag í kirkjum vorum viðs-
vegar um land samkvæmt tilmæl-
um, er fram komu á síöustu presta-
stefnu vorri, enda mun enginn
maður eiga meiri ítök í hug og
hjarta íslendinga, en sálmaskáldið
mikla, er gaf oss þann dýrgrip ís-
lenzkra bókmenta, sem Passíusálm-
arnir eru að allra dómi.
í tilefni þessarar dánarminning-
ar hefir landa vorum, hinum ó-
þreytandi athafnamanni á sviði
bókmentanna, próf. Finni Jónssyni
i Kaupmannahfn, þótt við eiga, að
gefa út minningar-útgáfu hinna ó-
dauðlegu Passíusálma Hallgríms, en
“hið íslenzka fræðafélag í Kaup-
mannahöfn” hefir kostað utgáfuna.
Prófessor Finnur á alúðar þakk-
ir skilið fyrir verk þetta og eins
“Fræðafélagið”, sem ekkert hefir
sparað til þess, að vanda minning-
arútgáfuna sem mest að öllum ytra
frágangi, enda er hún félaginu til
stórmikils sóma.
Þetta er 46. prentun Passíusálm-
anna; fyrsta útgáfan birtist 1666
og hefir því engin islenzk bók ver-
ið jafnoft prentuð og þessi. Þessi
minningarútgáfa er prentuð eftir
eiginhandriti höfundarins, senni-
lega því hinu sama, sem höfundur-
inn sjálfur sendi Ragnheiði dóttur
Brynjólfs biskups að gjöf, “til eins
góðs kynningar merkis í Christí
kærleika” (eins og á handritið er
letrað) í mai 1661. Fn Jón Guð-
mundsson ritstjóri gaf Jóni Sig-
urðssyni handrit. þetta, sem hér er
prentað eftir, árið 1856. Þessu
handriti hefir próf. Finnur fylgt
nákvæmlega að öllu öðru leyti en
því, að í handritinu eru vísuorðin
í versi ekki greind, en skrifuð í
runu, eins og ætíð var gert á fyrri
tímum, einkum til að spara pappír;
en hér eru versin prentuð í visu-
orðum. Annars er útgáfunni í einu
og öllu hagað sem venja er til um
útgáfur sigildra ('klassiskra) rita
frá löngu liðnum tímum. Aftan
við sálmana sjálfa eru prentaðir
sálmarnir báðir “Um dauðans ó-
vissu tíma” fAlt eins og blómstrið
einaj og “Um fallvalt heimsins
lán”, sem höf. hafði látið .fylgja
með í handriti því, er hann sendi
Ragnheiði hiskupsdóttur að gjöf.
í mjög fróðlegum formála hefir
próf. Finnur ritað I. Um handritin,
II. Um mál Hallgríms Péturssonar
á Passíusálmunum” og III. Um
meðferð handritsins ('af hendi út-
gefanda). “Að öllu samantöldu
má segja, að málið á Passíusálm-
unum sé ágætt og miklu betra en
hjá flestum öðrum samtíðar-
skáldum nema Stefáni Ólafssyni,
því að hann má telja jafnan H. P.
að málsnild'og bragsnild” segir út-
gefandi. ,
Aftan við sálmana er ritgerð eft-
ir dr. Arne Möller prest “Um heim-
ildir þær, er Hjallgrímur Pétursson
notaði við Passíusálmana.” Er það
ágæt ritgerð i alla staði og einkar
fróðleg, 50 blaðsiður alls, enda hef-
ir enginn betri tök á því efni en.dr.
A. M., sem fyrstur manna hefir
hafið vísindalegar rannsóknir um
heimildir skáldsins.
Vildi eg óska, að þessi minning-
arútgáfa mætti fá sem beztar við-
tökur. Hún á það fyllilega skiliS,
og meS öðru fáum vér ekki betur
*þakkað þeim, er að henni hafa unn-
ið, fyrirhöfn þeirra. — Verðið er
15 krónur, en fyrir kaupendur að
“Safni Fræðáfél.’ 10 krónur.—Mbl.
------o------
Jóns Bjarnasonar skoli.
652 HOME ST.,
býður til sín öllum námfúsum ung-
lingum, sem*vilja nema eitthvað
það sem kent er í fyrstu tveimur
bekkjum háskóla ('UniversityJ
Manitoba, og í miðskólum fylkis-
ins, — fimm bekkir alls.
Kennarar:* Rúnólfur Marteins-
son, Hjörtur J. Leó, ungfrú Saló-
me Halldórsson og C. N. Sandager.
KomiS í vinahópinn í Jóns
Bjarnasonar skóla. Kristilegur
heimilisandi. Góö kensla. Skól-
inn vel útbúinn til að gjöra gott
verk. Ýmsar íþróttir iSkaðar. Sam-
vizkusamleg rækt lögð viö kristin-
dóm og islenzka tungu og bókment-
ir. Kenslugjald $50 um árið. Skól-
inn byrjar 24. sept.
Sendið umsóknir og fyrirspurn-
ir til 493 Lipton St. (“Tals. B-3923)
eða 652 Home St.
Rúnólfur Marteinsson.
skólastjóri.
RJÓMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fbrdæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJ6MANN TIL
The Manitoba Go-operative Dairies
LIMITFD