Lögberg - 05.02.1925, Side 3

Lögberg - 05.02.1925, Side 3
1 LötrtfEHG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR. 1925. Bls 3 SOLSKIN Fyrir börn og unglinga aKSKaMSlKSlSllSSlSISiaSB Hjónaást. Eleniora Krístín, dóttir Kristjáns könungs 4., var ekki nema 7 vetra, þegar hún eftir fyrirætlun föður síns lofaðist Korfiz Ulfeld, sem var danskur herra- niaður, og iþegar þetta gjörðist var 'hirð- sveinn kionungis. Þegar hún var 12. ára, beiddi hennar fursti nokkur í Saxen. Var þetta álitlegra gjaforð, og er það hald manna, að konungi hafi snúist hugur og að hann hafi viljað fá hana til að taka því. Sag- an segir líka að margir hafi eggjað hana á það. En þó hún1 væri bvo ung, þegar hún lofðist Úlfeld, að það megi með sanni segja, að aðrir gjörðu þetta fremur fyrir hennar hönd, en hún sjálf, vildi hún þó með engu móti rjúfa þessi heit isín, heldur hélt þau vel og dyggilega til danðadags. Þegar hún var 15 vetra, gitist hún Útfeld og unni honum hugást- um og virti hann mjög. Meðan Kristján konungur, faðir hennar lifði, gekk henni alt að óskum, því Úlfeld var þá í metet umetum, og öfundarmönnum hans gafst ekki færi á, að áreita hann, enda bar þá ekki á bráðlyndi og ofstbpa hans. En eftir frá- fall þessa konungts varð hann oflstopamaður mikill, og notuðu óvinir hans sér það, til að ekaða hann og steypa honum. Hann vildi hefna siín, en í stað þess að hefna sín á einstökum mönnum, var hann svo ó- forsjáll, að verða landráðamaður. Upp frá því rataði hann í margar raunir, var hvergi óhultur um líf sitt heldur ýmilst rekinn í útlegð eða settur í fangelsi, og dó síðast í aumlegu ástandi. Eleonora Kristín var, eins og nærri má geta um konungsdóttur, uppalin í hóglífi, og ihefði getað átt náðuga daga, hefði hún verið kyr eftir í Danmröku, þegar Úlfeld flúði þaðan. En hún matti það mest af öllu, að bera blítt og strítt með manni sínum, og láta eitt yfir þau bæði ganga. Hún fylgdi honum hvarvetna, ibœði í útlegð og fang- elsi, og vildi heldur leggja alt í sölurnar, en yfirgefa hann. Svo bar við einu sinni, að hann á flóíta sín- um komist í mikla hættu, og varð að fara huldu höfði, svo hann þektist ekki. Þá tók hún á sig karlmanns- búning, til þess að geta verið hjá honum og þjónað honum. f öðru sinni var hann grunaður um að hann skrif aðist leynilega á við óvini SVíakonungs og seitti kon- ungur nefnd manna til að rannlsaka málið, en hann þóttist ekki geta mætt sjálfur tsökum veikinda; þá mætti hún í hans stað, og flutti mál hans með því- líkri einurð og hollustu, að dómendur dæmdu hann sýknan saka, og staðfesti konungur þann dóm. Þessi stöðuga trygð hennar við mann sinn varð henni þó fullkeypit, jafnvel eftir dauða ihans, því að hún varð að sitja 23 ár í hörðu fangelsi. En þó iðraði hana þefes aldrei, hversu mikið mótlæti, sem hún varð að þola, heldur var það þvert á móti huggun hennar í raunum sínum, að hún jafnan hafði rækt skyldur isiínar við mann sinn. Það varð aldrei sannað, að hún hefði nokkurn tíma verið í vitorði með manni sínum um þau land- ráð, sem hann var sakaður um. Ekki finnalst heldur nokkrar líkur til þess, að samlyndi þeirra hafi sprott- ið af þess konar Isamkomulagi. Þvert á móti má það af öllu ráða, að hún lét sér eingöngu stjórna af trygð og hollustu við mann sinn. Að minsta kosti verður ekki annað séð áf hinu stutta ágripi af æfisögu henn- ar, er hún tók saman síðustu árin sem hún lifði, því að hún talar þar um mann isinn með hinni mestu virðingu, og um hollustu sína við hann isem sjálf- sagða skyldu. Þar kemst hún meðal annars þannig að orði: “Manninum mínum sáluga þóknaðist, að fara með mig og börn okkar til HJollandis, og það var tilefni til ógæfu okkar. Guð veit, að mér var þetta á mióti skapi; en af því eg ætíð íhugaði skyldu mina, fór eg með honum af hlýðni.” Á öðrum sitað talar hún um þegar hún í síðasta sinn sá mann sinn, og fer Þar um svofeldum orðum: “Þegar maðurinn minn síðast kvaddi mig í Amsterdam, isagði hann “Þú hefir verið mér ástrík kona alla okkar samverutíð, borið wieð mér mótlæti með þolinmæði, ráðið mér heilt í vandamálum, og eiskað mig eins í eymd og volæði. Nú Iskiljum við.” Eg svaraði honum grétandi, og svarið kom frá hjarta mínu, sem var fult af elsku til hans.” Eleonora Kristín var að öðru leyti gædd ágæt- um eiginlegleikum. Af náttúrunni hafði hún þegið afbragðs greind og vit'smuni, og lagði sig sjálf eftir vísindum. Jafnvel eftir að hún var gift, lærði hún latínu, spánversku og ítölsku. Bæði í þeissum málum og öðrum vísindagreinum fókk hún tilsögn hjá manni sínum, því að hann, var líka mjög skarpur maður og vel að sér, og hafa þdssar frábæru gáfur og bók- fýsi ibeggja án efa hjálpað til að binda enn fastar , astarinnar og vináttunnar bönd milli þeesara hjóna. ' Það var Kristjáni konungi 5. að þakka, að merk- iskona þessi losnaði úr hinu harða fangelsi, sem hún hafði ,svo lengi setið í. Hann fékk henni slotið Marílbó til íbúðar, og gaf henni 1500 dali á hverju meðan hún lifði. an Praskóvía. í Rússlandi var einu sinni göfugur maður, sem Lopouloff. Hann gjörði eitthvað á hluta Rússa- ke\ara’ Gn er Þess ^etið, hvað það var, ®vo að ^aiinn rak hann í útlegð til Síberíu. ásamt kon« hans og lítilH dóttur. Síbería er kalt eyðiland norðan til í austurálf- ni, og eru þangað mftrg hundruð mílur vegar frá ■ ^ UrS' 0rg’ sem er höfuðstaður Rúsislands. Lopou- og <<ona hans undu þar mjög i'lla hag sínum, því a þau öfðu orðið að yfirgefa alla vini og vanda- menn, og lifðu einmana og ókunnug í þessu hrjóstr- uga landi. Dóttir þeirra, sem ihét Praskóvía, ólst Upp 1 eyðimök Þessari, þangað til hún var fimtán vetra gómul; hún var foreldrum sínum þekk og hlýð- ,n’ °g unni þeim bugástum; þess vegna var henni es a raun að því, að sjá þá jafnan óglaða og sorg- bitna. Einhvern dag sá hún, að faðir hennar var venju fremur tstúrinn og að móðir hennar hafði grát- ið; þá sagði hún við þau: “Elsku foréldrar mínir! af hverju liggur svona illa á ykkur; segið mér, hvað að ykkur gengur; mig langar til að vita, hvort eg get ekki hjálpað til að bæta úr því.” Móðirin kysti Praskóvíu og -sagði ‘Eg skal segja þér frá, hivernig á ógæfu -okkar -stendur, barnið mitt gott! þó þú getir ekki bætt úr henni. Áður áttum við heima í Péturs- borg, og þar leið okkur vel, því að við höfðum nóg efni og áttum marga vini og vandamenn; en keis- arinn reiddist okkur, og sendi oikkur til þessara fjar- lægu óbygða. Hér erum við fátæk, aum og einmana, og þessvegna erum við svo sOrgbitin.” ”Móðir mín góð svaraði Praskóviá, ‘’láttu mig fara til keisarans; eg ætla að segja honum, að faðir minn sé saklaus, og að þú eigir 'svo bágt og sért svo stúrin, og biðja hann, að lofa okkur öllum að snúa aftur til Pétunborgar. Þú hefir sagt mér, að keisarinn væri mildur og góð- ur, og því mun hann ékki synja mér um þessa Ibón, sem er evo sanngjarnleg.” Foreldrar Praskóvíu af- tóku það fyrst með öllu, að hún færi þessa ferð á fund keisarans; en hún ibað um það svo oft og inni- lega, að þau loks gáfu leyfi sitLtil þess, en voru þð kvíðafull og angurvær af að hugsa til þess, hvílíkar hættur og þrautir hún yrði að þola á leiðinni. Hin unga stúlka bjó sig nú til ferðar; hún átti langa leið fyrir höndum og varð að fara fótgangandi; engan hafði hún sér til fylgdar, og engan farareyri, og því var það ökki furða, þótt hún væri með þungum hug þegar hún ihugsaði til ferðarinnar; en hún bað Guð innilega um vernd og aðstoð, og við bænina varð hún öruggari og ihughrau'stari. Síðan kvaddi hún foreldra sína, og hóf göngu sína til keisarans. Það er ekki hægt að segja frá öllu, sem dreif á daga Praskóvíu á þésisari löngu ferð; hér skal aðeins tilgreina fátt eitt. Einn dag þegar hún var á ferð í skógi nokkrum, hljó á ofviðri með istórrigning. iStormurinn fleygði um koll eik einni, er stóð rétt hjá veginum; af því varð Praskóvia svo óttaslegin, að hún hljóp inn ! skóginn þar sem hann var þykstur. Nóttin datt á; og hún gat ekki fundið aftur veginn; hún ráfaði lengi 5 myrkrinu, og var bæði þreytt og svöng, gagndrepa og skjálfandi af kulda-, en þó -varð hún að láta fyrinberast í skóginum um móttina. Morguninn eftir ók maður nokkur lítilli kerru um skóginn, og flutti hann hana til þorps einis, sem þar var í nánd. Þegar hún steig út úr kerrunni, datt hún í bleytu og ó- hreinkaði sig alla; en þegar hún komst á fætur aftur, gekk hún að húsi einu í bænum, fann þar menn að máli, sagðist vera svöng og1 yfirkomin af kulda, og :bað að lofa sér að standa þar við litla s-tund. En henni vair harðlega vísað burt með þeim ummælum, að hún mundi vera komin þangað til að stela. Sorg- bitin gekk hún þaðan að kirkjunni, en hún var læst. Hún settist niður á stein fyrir utan kirkjudyrnar, en strákar þustu utan um hana, atyrtu hana og köll- uðu hana þjóf. Praskóivía fór þá að gráta, og beiddi Guð að hjálpa sér. Þegar hún hafði setið þar litla stund, kom þangað kona ein vingjarnleg ,sem skaut yfir hana skjólsihúsi, og gaf ihenni föt og fæði. Pra- 'skóvía dvaldi hjá henni marga daga; síðan skildist hún við hana með þakklæti, og hélt ferð sinni áfram. öðru sinni, þegar hún gekk gegnum dálítið þorp, réð- ust á hana grimmir hundar; eini/þeirra glepsaði í kjól hennar og reif ihann sundur; annar stökk upp, og ætlaði að bíta hana í framan. í þessari hættu gjðrði hún Ibæn sina til Drottins, sem ætíð -heyrir auðmjúkar bænir barna sinna, og það brá svo við, að þar Ibar að mann einn sem rak hundana burtu og frelsaði hana.” Hún var skamt komin á leiðis, þegar veturinn gekk í garð; en í Rússlandi var vetyarriki mikið; gjörði þá oft köföld, og kuldinn var mjög bitur, svo Praskóvía, sem var fáklædd, skalf af kulda, þegar hún gekk í snjónum. Hún var svo iheppin, að hitta nokkra menn, sem óku í sleða og einn þeira bauð henni að aka með þeim. En hún tók svo mikið út af kulda, að hún mundi naumaist hafa haldið lífi, Ihefði þessi maður ekki léð henní' skinnfeld sinn, sem hún sveipaði sig í, og gat þannig haldið á sér hi-ta. Þó. veiktist hún, Isvo hún gat ekki Ihaldið áram ferðinni, heldur varð að sitja um kyrt, og dvaldi hún hjá hjónum nokkrum, sem kendu í brjósti um hana, og lofuðu henni að veray og sýndu henni alla þá aðhlynningu, sem þau gátu. Ismám saman hrestiist hún aftur, og iþegar hún var orðin ferðafær, lagði hún enn af Stað. lEftir langa mæðu komst hún loksins til Péturs- borgar, -og var þá búin að vera mei-r en heilt ár á leiðinni. Hún gekk til hállar keisarans, og bað um leyfi til að tala við drotningu hanis. Þetta var henni veitt, og tók drotningin vel á móti henni, og leiddi hana sjálf til keisarans. Praskóvía sagði honum alt frá ferðum sínum, og hlýddi hann á sögu hennar með atihygli, og fanlst mikið uiþ, og ltffaði hann, að faðir hennar skyldi ná fullu frelsi. Síðan gaf hann henni skotisilfur, og gladdist hún mjög af þessum góðu viðtökum. einls og nærri má geta. Keisarinn sendi sem fljótast mann til Síberíu, og lét segja föður Praskóvíu, að honum væri heimilt að snúa aftur úr útlegðinni. Lopouloff og kona hans urðu þesisum tíðindum fegin, bjuggu sig sem skjótast til burt- ferðar, og komulst heil á hófi til Pétursborgar. Þar fundu þau aftur dóttur sína, og var það mikill fagn- aðarfundur. Þessi frásaga sýnir, að ‘“góð börn eru foreldra sinna bdsta eign.” -------o------- Ziethen hershöfðingi. • Hinn nafnfrægi hersíhöfðingi Ziethen var í ung- dæmi sínu hirðsveinn hjá Friðriki 2. Prússakonungi, Móðir hans var ekkja og átti örðugt uppdráttar; þéss vegna vildi hann gjarnan hjálpa henni, en hafði þá lítið færi á að afla sér fjár, og mátti ekki missa af launum sínum. En sigunsæll er góður vilji. Hverja nótt átti einhver hirðsveinn að halda vörð í istofu við hliðina á svefnherbegi konungs, svo hann væri til taks, ef konungur vildi eittthvað vera láta; og vöktu hirðsveinarnir þar til skiftis. En margir áttu bágt með að leggja þetta á sig, og fengu því að-ra til að vaka fyrir sig. Þessi: fátæki sveinn tókst á hendur, að vaka hjá konungi fyrir nokkra félaga sína; þetta gjörði hann fyrir borgun, en það, sem hann fékk fyrir það, isendi hann móður sinni. Eina nótt gat konungur ekki sofið; hann hringdi þá á smásvein þann, sem hélt vörð, og ætlaði að segja honum að sækja sér bók til að leisa í. Hann hringdi hvað eftir annað, en enginn gegndi. Lokisins fór hann sjálfu-r á fætur, og gekk inn í varðstofuna til að sjá hvort þar væri enginn. Þar sá hann þennan ágæta ungling, sem lagði á sig vökur af ást á móður sinni. Hann sat víð borðið, oig fyrir framan hann lá bréf, sem hann var farinn að sk-rifa móður sinni. en hann hafði sofnað út frá því. Konungur læddist að borðinu, tók bréfið og lais uphafið á því, sem hljóð- aði þánnig: “Hjarkæra móðir, þetta er nú þriðja nótt- in, sem eg held vörð. Eg get nú naumast þolað það lengur. Þó þykir mér vænt um, að eg að nýju hefi getað nurlað saman tíu dali, besta móðir, og sendi eg þér þá með þessu bréfi.” Konungur lofaði svein- inum ð sofa, gdck inn í herbergi sitt, sótti þangáð tvo gullpeningastranga, og lét þá sinn í hvorn kjól- vasa hans. Síðan lagðist hann aftur í rekkju sína. Þegar sveinninn vaknaði og fann peningana í vösum ísínum, vissi hann þegar hvaðan þeir, mundu vera. Að vísu þótti honum vænt um þá, vegna móður sinn- ar, en varð þó jafnframt óttasleginn af því, að kon- ungur hafði fundið sig sofandi. Hann gekk því inn til konungs morguninn eftir, féll honum til fóta, og bað hann fyrirgefningar á því, að hann hefði sofið, en þakkaði honum um leið auðmjúklega fyrir gjö-fina. Konungur lofaði mjög rækt hans við móður sína, gjörði hann skömmu seinna að flokfosforingja og veitti honum eina tign eftir aðra, sökum þess að hann var góður drengur og eins mikil hetja, eins og hann var góður sonur. I Gantla konan og HoIIendingurinn. í óranienbaum, sem er lítill bær í Rússlandi við finska flóann, skamt frá Pétursborg, var fyrir áll- mörgum árum gömul kona, -sem var fædd í Holtseta- landi. Aleiga hennar var lítið hús, og hún lifði á þv! að veita þeim sjómönnum beina, sem urðu að biða þar byrjar. Einu sinni bar svo við, að nokkrir holl- enskir skistjórar borðuðu kveldverð hjá henni, en morguninn eftir, þegar hún var að «ópa stofuna, fann hún undir iborðinu innsiglaða peningábuddu. Hún ímyndaði -sér að einhver af hinum út-lendu mönn- um hefði gleymt buddunni, og sendi því undir ein® boð til þeirra, en náði ekki i þá, því ag þeir ihöfðu undið upp segl og farið -burt um nóttina. Hún læsti nú peningana niður í kistu sína, gætti hennar vand- lega, og einsetti sér, að láta þá liggja þa-r, þangað til eigandinn gæfi sig fram. í sjö ár lá peningabud-d- an þar óhreyfð, án þess nokkur lýsti eftir henni. 1 bágindum sinum lá henni við tvisvar eða svo að grípa ti-1 buddunnar, en sökum ráðvendni sinnar stóð hún af sér þessa freistingu. Þegar sjö ár voru liðin, veitti hún einu sinni fjórum skipstjórum -beina, og voru þrír þeirra Englendingar en -sá fjórði var Hollendingur. Skipstjórar þessir töluðu margt sam- an, og meðal annars spurði einn af hinum ensku mönnum Hollendinginn, hvort hann hefði n-okkurn tíma áður komið til óraníenbaum. “Já, því miður!” mæl-ti hann. “Eg þekki dável þetta tóugreni; eg hetfi mist hér 800 ríkisdáli.” “Hvernig atvikaðist það?” spurði hinn. "Eg var einu sinni drukkinn,” svaraði Hollendingurinn, “og gleymdi hér í veitingahúsi buddu með þessum peningum í.” Þestei orð vöktu eftirtekt gömlu konunnar; en hugsaði þó með sér, að hún skyldi fara varlega, og spurði því, hvernig buddan hefði verið útlits. “Það var svört skinn- budda,” sva-raði sjó-maðurinn, “og hún var innsigl- uð; eg befi enn þá innisiglið, sem lakkað var fyrir hana með.” Buddan getur, ef til vill fundist aftur,” mælti konan. “Eg veit ekki hvenær -hún finst,” svar- aði sjómaðurinn. “Eg er orðinn of gamall til að gjöra mér slíkar vonir. Nei, veröldin er nú ekki leng- ur svo ráðvönd og fróm. Það eru nú líka sjö ár ®íð- an. Eg vildi að þesir peningar væru komnir er veit ekki Ihvert. Það hefir oft gert mig gráan í lund, að hugsa til þeirra. Látið okkur fá eina skál af púnsi enn þá, kona góð!” En meðan skipstjórinn reyndi til að gleyma þessum óþægilega missi með því„ að neyta hins áfenga drykkjar, læddist veitingakonan iburt, -sótti peningabudduna, lagði hana á iborðið og mælti: “Þér getið nú iséð, að ráðvendni er ekki eins fágæt og þér hugsið.’ Mazarín og skrifari hans. . Hinn nafnkendi Mazarín kardínáli var eitt kveld að lesa skrifara sínum fyrir áríðandi bréf. Skrifarinn va-r svo yfirkominn af vökum og þreytu, að hann sofnaði. Án þess að gæta að því, hélt kardínálinn á- fram að lesa fyrir og gekk um gólf. Þegar hann var kominn að niðurllagi bréfsins, sneri hann sér til -skrifarans og mælti: “Enda ,þú það, eins og vant er.” En nú sá hann, að ekki var annað skrifað af bréfinu en fyrstu línurnar. Kardínálanum þótti vænt um þenn an skrifara sinn, og var honum eins og góður fað- ir. Bann gekk til hans, og sló hægt á kinnina á hon- um, til áð vekja hann. Skrifarinn hrökk upp, og í þeim ósköpum, sem á hann komu, rak hann kardínálanum stóreflils löðrung, án þess að hugsa um, við hvcrn hann átti. Kardínálinn lét sér ekki bilt við verða, held u-r sagði stillilega og alvarlega: “Fyrst við erum nú þáðir alvakandi, herra minn, þá hðldum áfram bréf- I inu okkar.” [ -------------------------,---1------ Professional Cards DR- B. J. BRANDSON 21 «-220 MEDIOAIj ARTS BLDO. Cor. Grataam and Kennedy Stn. Phone: A-1834 Offlce tlm&r: 2—2 HelmlU: 77« Vlctor S*. Phone: A-7122 WlmOpeg, Manitoba Vór leggjum sérst&ka 4herzlu á að selja meðul eftir forskrlftum lnrlm«. Hln beztu lyf, sem luegt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar þér komlð með forskrliftum tll vor megið þjer vera vlss uni að fá rétt það sem lækn- irinn tekur tll. CODCTÆDGH « OO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7656 Giftingaleyflsbréf *eld DR. O. BJORNSON 116-220 MEDIOAIi ART8 BXiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlca tlmar: 2—s Helmlll: 764 Vlctor St. Phone: A-7586 Wlnnlpeg, Manltoba dr. b. h. OLSON 216-220 MKDIOAD ART8 BIiDG. Cor. Graham and Kennedy sta. Phone: A-1834 Offlce Hours: 2 to 6 Heimlli: 921 Sherburne St. Wlnnlpeg, Manltob* DR J. STEFANSSON 116-220 MEDICAIi ART8 BU>G. Cor. Graham and Kennedy Stn. Stundar augna. eyrna, nef 0« kverka ajOkdóma.—Er að hltta kL 19-11 f.h. og 2-S e.-h. Talsiml: A-18S4. Helmill: S73 Rlver Ave. Tais. F-2691. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Buildlng Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérst&klega berkiaaýkl og aðra lungnasjúkdóma. Er &8 flnna & skrlfstofunnl kl. 11_12 f.h. og >—4 e.h. Siml: A-S521. Heimili: 46 Alloway Ave Tal- sími: B-S168. DR. A. BLONDAL S18 Semerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna ag barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—1* f. li. 8 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Halmlli 808 Vletor 0kr. Sfani A 8180. DR Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h- % Heimili 469 Simooe, Sími B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAD ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedj Sts. Talaími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 8217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 8t. Talsimi: A-8889 Munið Símanúmerið A 6483 og pantitS meðöl yðar hjá oss. — Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiðum íorskriftir með sam- vizkusemi og vörugæði eru öyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdómsrika reynslu að baki. — Allar. tegundir lyfja, vindlar, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla ir.oð fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.. Annast lán, eldsábyrgð o. fi. 611 Paris Bldg. Phones. A-6349—-A-6310 THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 Bnllding, Portage Ave. P. O. Box 1658 Phones: A-6849 og A-6846 W. J. UNDAL, J. H. LTNDAIi B. 8TEFAN8SON Ialenzklr lögfræðingar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Maln Street. Tals.: A-4963 >«ir hafa elnnig •krlfatofur al Lvndar, Rlyerton, Glmll og Pia«r og oru þar aC hltta á •ftlrfjtgl- andl tlmum: Liundar: annan hvern miBvtkuda* Rlvarton: Fyrata ftmtudag. Gimllá Fyrata mlðvlkudag Plney: þrlðja föatudag 1 hvarjum mánuCl ARNI ANDERSON isl. lögmaður í fékgi við E. P. G&rbtnd Skrifst.: 801 Electric R&iL way Qhambers Talsiml: A-9167 A. G. EGGERTSSON LL.B. ial. lögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæði i Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Belnakta mánudag i hverjum mtn- uðl staddur I Churchbridg*. FOOTE & JAMES Ljósmyndasmiðir margra ára sérfræðingar Sérstakur afsláttur veittur stúdentum. Sími: A-7649 282 MAIN St. Cor. Graham Ave. Winnipeg Man. A. 8. Bardal •4S 8h«rbro«ka St. Salut likkútui og annaat um Atfarir. Allur útbónaður «á bezti. Enabwn- ur relur bmn eLkonar minnirwiL og legeteina. Nkrtfst. talaind M HeimiUa ttkiml N (86V EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðaratöðin í borginni Hér þarf ekki að blða von úr rttl. ▼itl. Vinna «11 ábyrgst og l«y»t »< hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannsscm. •44 Ðurnell Street F. B-8164. AB bakl Sarg. Flre Hal JOSEPH TAYLOR lögtakbmaður HeámlUstalfl.: St. John 1864 Skrlf stof u-Tala: A •*•* Tekur lögtakt b«e81 húfl&Ulgn«k*161» veDakuidlr, vixlaekuldlr. A.f*r«*8tr «S ■em att lögum lttur. Skritfltota 255 Main 9trf* Verkstofn Tals.: Heima Tala: A-8.383 A-9864 G — STEPHENSON Plumber AUskonar rafmagnsáhöld. svo s atranjárn víra. allar tegundir •» glösnm og aflvaka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðhjólið! Ijátið ckki hjá lfða að endur- nýja reiðhjélið yðar, áður en mestn annirnar byrja. Komið rneð það nú Þogar og látið Mr. Stebbina gefa yður kostnaðar áætlun. — Vantlað verk ábyrgst. (MaSurinn sem allir kannast við) S. L. STEBBINS 634 Notro Dame, Wtnnipeg Giftinga og , . , Jaröartara- ol<>m með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RtNG 3 Vitstola maður var spurður, hversvegna hann hefði verið settur á vitlausra spítalann. “Það kom itil af þrefi og þjarki,” svaraði hann. “HSvernig þá?” var spurt. “Veröldin sagði, að eg væri vitlaus, en eg sagði, að veröldin væri vitlaus, og eg var borinn atkvæðum,” mælti hann.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.