Lögberg - 05.02.1925, Síða 4

Lögberg - 05.02.1925, Síða 4
Bla. 4 lOGBERG, í ÍMTUDAGINN 5. FEBRÚAR. 1925. ICogberg Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talaimari >-6327 04 N-Ö328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskríft til blaðsins: TKE eOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, Mai). Utanáskrift ritstjórans: EOtTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, «|an. The “Lögberg” la printed and published by The Columbia Press, I.imited, in the Coiutnbla Building, 695 Sargent Ave , Wlnnipeg, Manitoba. Samuel Gompers Um mánaðamótin nóvember og desember s. 1. lézt í Bandaríkjunum einn af merkari mönnum satntíðar- innar, verkamannaleiðtogann Samuel Gompers. Þar er að vísu ekki um þjóðhöfðingja að ræða, eins og það orð er vanalega skiliö og notað; ekki um afburða- mann á sviöi iðnaðarins, né heldur um stjórnmála- garp aS ræða, heldur að eins verkamanna leiðtoga. En það hefir aldrei skift eins miklu máli, í hvaða stöðu að menn eru í lífinu, eins og það, hvernig þeir skipa þá stöðu, sem þeir eru settir 'í, og það gjörir það ekki enn. Með þessu er þó ekki verið að gefa í skyn, að staða sú, sém Samuel Gompers skipaöi, hafi verið Htilfjörleg. Hún var það sannarlega ekki. En fram- an af að núnsta kosti var ekki litið á hann alment með stórum augum. Fyrir sextíu og þremur árum kom seytján ára gamall drengur til New York frá Lundúnum, þar sem hann var fæddur árið 1850 og hafði dvalið þau seytj- án ár, sem liðin voru frá fæðingu hans, hjá foreldrum sínum, sem voru Gyðingaættar. Þegar til New York kom, þurfti hann eins og flestir aðrir innflytjendur, að vinna fyrir sér, og réðst 1 vinnu hjá manni, sem vindlaverksmiðju átti. Þar kyntist hann vinnubrögðum í þessu landi, og þar kyntist hann líka fólkinu, sem þar vann, og kjörum þess; og er víst engum blöðum um það að fletta, að þau hafi runnið þessum unga manni til rifja og löng- unin hefir að Hkindunr þá strax vaknað hjá honunr til þess að reyna að hæta kjör þeirra. En hvað átti hann að gjöra, allslaus útlendingur? Var n.okkur möguleiki á því fyrir hann, að ráðast á margra alda vana og ráðandi hugsunarhátt ? Að _ sjálfsögðu ekki, enda gjörði hann það ekki þá og aldr- ei síðar, og er það eitt af því einkennilega í fari þessa manns. Árið 1867 kom bók Karl Marx, Das Kapital, til New York og vakti þar hreyfingu í Sósíalista áttina. Varð sú hreyfing til þess, að' þýzkur maður, sem Adolph Strasser hét, og sem fyrir skömmu var kominn frá Þýzkalandi, en s’íðar nafnkunnúr verkamannaleiðtogi í Bandaríkjunum, fór að tala um Sós'íalista samtök á méðal samlanda sinna,. og rneira að segja reyndi þau. En á meðan þessu fór fram, heyrðist lítið eða ekkert til Samuel Gompers. Það var ekki fyr en árið 1877, að hann lætur til sín heyra og til sín taka, sem aðal-forgöngumaður verkamannasambandsins í Banda- ríkjunum. Rís hann þá upp á móti Sósíalista-kenn- ingunum og bendir á, að talsmenn þeirrar stefnu hafi látið hugmyndir leiðtoganna hlaupa með sig í gönur, ekki skeytt um að sinna því hagnýta, sem af þeim væri hægt að læra. # Ntí var teningunum kastað. Samuel Gompers hafði ráðist í að mynda og móta stefnu verkamanna- félaganna í Bandaríkjunum og Canada. Veúkefnið var ægilega mikið og verksviðið ógur- lega stórt. Verkefnið var, að draga hinar sundurleitu hug- sjónir verkalýðsins að einum brennipunkti — hug- sjónir þeirra, sem hugsjónir áttu, og vekja hugsjónir hjá hinum—, og verksviðið var heil heimsálfa. Grundvöllur sá, sem hann stofnsetti starfsemi sína á, í byrjun, var einstaklingsréttur — réttur þeirra, sem ærlegt dagsverk unnu, til sómasamlegra _launa fyrir það verk, og viðurkenningar þeirrar, sem hvert vel unnið verk á skilið. “Þið eruð fjölmennasti flokkur mannfélagsins og eigið þess vegna yfir mestu afli að ráða. Það afl verðið þið að nota til þess að ná rétti þeim, sem ykk- ur her. En þið verðið að nota það svo, að vegsemd ykkar sjálfra vaxi og þjóðfélagið sjálft eflist og þroskist.” Hér er þá lykillinn að velgengni þessa manns, sem allir í Ameríku lærðu að þekkja og virða: Þroski þjóðfélagsins er heiðnr einstaklingsins. Stefna Gompers í sambandi við myndun verka- mannasambandsins er mjög eftirtektarverð, og sýnir ef til vill betur en nokkuð annað, hvaða mann að hann hafði að geyma og hve óvanalega miklum leiðtoga- hæfileikum að hann var gæddur. 1 fyrsta lagi uppástóð hann, að alt ákvæðisvald ætti að vera í höndum félagsmanna sjálfra, en ekki í sinum höndum, bæði í fjármálum og öllum öðrum þýðingarmiklum málum, sem snertu heildina. í öðru lagi, að verkamannafélögin skyldu forðast að sækja fram sem sjálfstæður stjórnmálaflokkur, því þeir gætu ekki att kappi við hina eldri og reyndari stjórnmálaflokka, og svo lægi styrkur þeirra í því, að vera óháðir. Og í þriðja lagi, að starfsaðferð sambandsins skyldi vera sú, að heildin öll krefðist réttar sins af verkveitendum fcollective bargainingý, og sömu að- ferð skyldi það heita, þegar um fylgi í stjórnmálum væri að ræða. Sumir halda því fram, að Samuel Gompers hafi ekki verið neinn sérlegur hæfileikamaður, því hann hafi verið seinn að hugsa og seinn til framkvæmda. En slikt er misskilningur hinn mesti. Enginn maður getur kornist eins langt og Samuel Gompers komst og náð eins víðtæku trausti og tiltrú og hann gerði, sem ekki er bæði miklum og góðum hæfileikum búinn. Hitt mun sanni nær, að þeir, sem þannig tala og dæma um Samuel Gompers, hafi ekki skilið hann. Það er satt, að hann var seinn til oft og tíðum að dæma um menn og málefni, en það var ekki af skorti á gáfum eða dómgreind, heldur af því, að maðurinn var djúphygginn og braut hvert einasta mál til mergj- ar frá öllum hliðum, áður en hann dæmdi um það, eða léði því fylgi sitt; en þegar hann talaði. vissi hann ávalt hvað hann var að segja. í öllu sínu starfi var Samuel Gompers einkar ein- lægur. Þegar um ágreiningsmál var að ræða, var það hans fyrsta verk, að sanna réttmæti kröfunnar, og eru víst aldrei dæmi til þess, að hann hafi viðurkent, að kröfur verkamanna væru rangar. Hann var ávalt viss um, að málstaður þeirra væri sannur og réttur. En þegar að hann var búinn að fá það atriði viður- kent, var hann sáttfús og sanngjarn. í fjörutíu og tvö ár, að einu undanteknu, var Samuel Ckimpers forseti verkamannasambandsins í Ameríku, og á því tímabili sá hann það þroskast frá fáeinum smáunr verkamannafélögum til stærsta og kraftmesta félagsskapar af því tagi í heími, og nú síð- ast, rétt áður en hánn lagðist til hvíldar, var hann hú- inn að flytja áhrif þess félagsskapar ekki að eins út að yztu takmörkum Bandaríkjanna og Canada, heldur Hka til Mexico, og þaðan mættu erindrekar verka- mannafélagsskaparins, á síðasta þinginu, sem hann sat á, í El Paso, Texas, sem telur , 1,200,000 meðlimi, og auk þess mættu þar erindrekar frá Þýzkalandi og Bretlandi. Að loknu því þingi veiktist Samuel Gomp- ers og lézt eftir fáa daga 74 ára að aldri. Síðustu orðin, sem hann sagði, fela í sér lífsskoðun og Hfs- stefnu þessa merka manns: “Guð blessi stofnanir þjóðarinnar. Megi þær vaxa og þroskast í öllu góðu og fögru.” ------o------ Eru gamlar munnmælasögur ábyggilegar ? Allar þjóðir eiga meira og minna af munnmæla- sögum, sem gengið hafa mann frá manni og frá einni kynslóð til annarar, og geymst 1 minni og á vörum þjóðanna oft. í marga mannsaldra. Slíkár munnmælasögur eða þjóðsögur þykja jafn- an hið mesta gersemi, því fyrst og frémst eru þær alla jafna óskabörn þjóðanna — hafa sprottið út úr lífi þeirra á einhvem hátt og skemt ungum og gömlum, ef til vill mann fram af manni. í öðru lagi eru þjóðsögurnar nokkurs konar skuggsjá þjóðanna, því í þeim kenrur hugsunarhátt- urinn og siðvenjur þjóðanna oft hvað skýrast fram. En það er fleira, sem þjóðsögurnar hafa til síns ágætis, að minsta kosti sumar þeirra, og það er sögu- legt gildi, og eru þær ekki síður mikilsverðar fyrir það. Um það atriði eru nú samt deildar meiningar. Sumir halda fram, að í frásögulegum atriðum sé lítið eða ekkert á þjóðsögunum að byggja: — “Það er að ems þjóðsaga,” heyrum vér oft sagt, sem meinar, að sannleiksgildi þeirra sé að minsta kosti mjög vafa- samt. Það eru til margar tegundir af þjóðsögum. Þjóð- sögur, sem bundnar eru við hjátrú og hindurvitni, sem hafa það eitt til síns ágætis, að sýna hugsunarhátt og hjátrú.< Aðrar, sem bundnar eru við atvik, stað og stund í lífi þjóðanna, hafa meira sögulegt gildi, eru meira að segja eins ábyggilegar eins og þær, sem skráðar hafa verið á þeim mannsaldri, er atvikin gerðust. „ Spursmálið verður því að eins: hvað lengi geta staðreyndir geymst í minnum manna án þess að af- lagast svo, að þær missi sannleiksgildi sitt? Fyrir nokkru lásum vér ritgjörð um þetta efni eítir mann, sem WilhelmCederskjöld heitir, í blaði, sem gefið er út í Stokkhólmi 'í Svíþjóð. Og þó að hann viðurkenni hiklaust, að svo eða svo mikið af fornum þjóðsögum hafi ekki við neitt sögulegt gildi að styðjast, þá hafi aftur mjög margar það, þegar þær séu skoð- aðar i ljósi þekkingar nútímans Máli sínu til stuðn- ings segir hann eftirfylgjandi sögu: “Nálægt Lohede í Slesvig stendur mikill og gam- all haugur, sem sveitafólkið kallar “Drotningarhaug- inn”, og segir þannig frá þjóðsögunni, sem við hann er bundin: “Fyrir mörgum, mörgum árum var Mar- grét Svarta, drotning Kristjáns I., í stríði við útlend- an prins, og til þess að komast hjá mannfalli, gjörði hún út sendimenn á fund prinsins og bauð honum ein- vigi. Prinsinn tók því vel og kom á tilteknum tíma á stefnustaðinn, þar sem Margréét var fyrir, búin til hólmgöngunnar. Þau börðust um stund, án þess að þau yrðu sár. Alt í einu kallaði Margrét: “Hinkr- aðu svolítið, eg verð að binda hjálmbandið mitt.” Prinsinn hætti að foerjast og stakk sverði sínu niður í völlinn upp að hjöltum. En þá brá drotningin sverði sinu og hjó af honum höfuðið, og hann er heygður í “Drotningarhaug.” Cederskíöld bendir á, að munnmælasaga þessi hafi nýlega verið rannsökuð — að haugurinn hafi verið rofinn og í honum fanst beinagrind af manni, sem höggvið hafði verið af höfuðið, og voru höfuðbeinin við fætur hans. En við rannsókn þessa máls kom það í ljós, að það var ekki Margrét drotning, sem varð banamaður þessa manns, því hann lifði þrjú þúsund árum áður en hann fæddist. En samt voru aðal-atriði þessarar munnmælasögu sönn. Maður, sem höfuðið hafði verið höggvið af, var heygður í Drotningarhaugi, og munnmælasagan um þá staðreynd hafði lifað í minnum manna fjögur þúsund ár. Fegurð lífsins. Hefir þú npkkurn tíma hugsað um það, hve lífið er fagurt og hve óendanlega mikil nautn það er, að lifa í sem fylstu samræmi við þá fegurð? Náttúran er fegurðin sjálf, hvort heldur að mað- ur virðir hana fyrir sér í hinu dýrðlega sumarskrúði, eða sínum fannhvíta vetrarhjúp — fegurðin, hrein- leikinn og látleysið. Við hjarta náttúrunnar getur maður hvílst og andað að sér hinu hressandi og tæra lofti. Þar getur maður hlustað á hinar ófölsku raddir hennar — klið fuglanna, nið vatnanna og hörpuslátt stormsins. Samræmið þar er yndislegt, falslaust og fagurt. Það er ekki fyr en til mannanna kemur, að á 6- samræmi Hfsins fer að bera. Og það er þar Hka, að hið ljóta í lífinu sýnir sig. í húsum þeirra sumra er óloftið fyrst að finna, og í huga þeirra og hjörtum á fláræðið og hið ljóta sín upptök, og þar þroskast það. En sem betur fer er slikt ekki að finna í huga og hjörtum allra manna. Það eru ekki allir að bisa við að unga út ljótum hugsunum, til þess að eitra líf þeirra sjálfra og annara — ekki allir að útbreiða fals og fláttskap á meðal bræðra sinna og systra. Það eru til, sem betur fer, vel hugsandi menn og konur — menn og konur, sem hvorki geyma fals né það, sem ljótt er, í huga sér eða hjarta. Ein shk var skáld- konan Olive Schreiner. Eftir hana er nú nýkomin út bók, sem maður hennar, Cronwright Schreiner, hefir gefið út. Það er safn af bréfum hennar, og er hið mesta yndi að lesa bréfin, því þau eru fyrst og fremst skýr og vel skrifuð, koma víða við, og svo lærir maður áð þekkja þessa merkilegu konu betur í gegn um þau en maður hefir áður gert eða átt kost á að gjöra. — Hér er sýnishorn:— Maðurinn minn. “1894.—Eg ætla að fara að gifta mig. Cron. og eg ætlum að skjótast einsömul til friðdómarans og stað- festa heitorð okkar. Þér mundi þykja vænt um Cron. Hann er svo mikið göfugmenni og þó svo barnslegur i sér. Stundum nærri Gefií. Við erum bæði önnum kafin við að undirbúa litla heimilið okkar.” Tveimur mánuðum seinna: “Þú mundir ekki þekkja mig nú. Eg er orðin svo hraust og sterk. Mestu af frístundum rirínum eyði eg á hestbaki eða í sundlauginni — ánni, senr rerinur fram hjá húsi okk- ar, og það er svo indælt að koma upp úr ísköldu vatn- inu og baða sig á heitum klöppunum í sólskininu í hálfan klukkutíma áður en maður fer í fötin Maður- inn minn elskulegi verður mér kærari með hverjum deginum. Eg er svo óendanlega miklu sælli, en eg gerði mér von um að geta nokkum tíma orðið.” Hið stutta líf mitt. 1899—“Mér auðnast aldrei að* verða tíu bama móðir — mynda þau og móta og finna til hinna mjúku og yndislegu handtaka þeiira”, ritar hún til Haverlock Ellis. “Eg fæ aldrei að vita, hvort eg hefi hæfileika til músík náms eða ekki, mér hefir alt af fundist, að eg hafi haft þá, fæ aldrei að vita, hvort þrá sú, sem eg hefi haft til þess að penta, síðan eg var lítið bam, var afl eða órar. Þekking sú, sem mér veitist í lífs- stöðu þeirri, sem eg hefi valið mér, er lítil—atsallega matreiðsla og önnur húsverk............. Eg er aðeins brotinn en viljasterkur möguleiki — en eitt á eg: hluttekning með öllu, sem lifir, með öllum tilraunum, með öllu því, sem afkastað er—jafnvel með öllum, er reyna það, sem aðrir láta ógjört. “Eg elska náttúruna, og eg elska mennina. Eg elska músík, vísindi, skáldskap og alla hagkvæma vinnu. Mér er ánægja i að búa til góðan búðing og sjá fólk eta hann, og mér er ánægja í að skrifa bæk- ur, sem fegra og efla líf manna. En það er lítið, sem eg fæ afkastað, og hefi aldrei verið svo sett, að eg gæti riotið mín fullkomlega, — en eg get sett mig inn i líf allra með kærleiksríkri hluttekningu Það eina, sem hryggir mig, er, hve lifið er stutt og að það er svo lítið ,sem hver og einn getur notið af fegurð þess á hinni stuttu Hfsleið.” Michael Angelo og George Sand. “1891—George Sand var kona, sem var George Eliot miklu meiri, þó hún væri ekki eins listfeng. Al- veg eins og eg held, að Michael Angelo hafi verið Raphael miklu meiri, þó verk hans séu ekki eins á- ferðarfögur. George Sand átti stórkostlegan anda. Hún var ósegjanlega miklu meiri en öll hennar verk. Það er fyrst þegar þú lest bréf hennar, að þú finnur til þess mikilleika. Thou large-brained woman and larger-hearted man, eins og Mrs. Browning kemst að orði um hana. Mér finst, að hún standi auðveldlega fremst allra kvenna, er sagan getur um. Hún unni vísindum, músík og listum. Hún ritaði mikið í dagblöð og þátttaka henn- ar i stjómmálum var aðdáanleg. Göfug móðir, full- komin persóna- Endurminningar hennar aðdáanleg- ar. Málið franska, sem hún ritaði, er ljúfara en allra annara. Það var eins og enskan á Ensku biblunni. Málsnild hennar var meistaraleg.” Hinar tilbrcytingalausu frönsku skáldsógur. “í fyrsta sinni hefi eg verið að lesa nokkrar franskar skáldsögur (\ þýðingu) eftir þá Daudet, Duma, Balsac, Maupassant o. fl.,’ segir hún í bréfi til Haverlock Ellis. “Balsac er tröll. En hve einkenni- lega tilbreytingarlausar franskar skáldsögur eru, þeg- ar þú lest eina þeirra á eftir annari, eftir mismunandi höfunda. Persónurnar alt af eins, umtalsefnið það sama og alt af sömu ástar æfintýrin. Franskt þjóð- Hf og eðli manna hlýtur, og verður að vera marg- brotnara en það, sem þar er sýnt. Úrlausnin er lík- lega sú, að það er orðinn vani að sleppa öllutn atvik- um og Hfsreysnlu, nema þvi fáa, sem þessir höfund- ar benda á, / “Ekki skil eg i því, að menn skuli kalla skáldsög- urnar frönsku siðspillandi! Það er ekki að eins um sannleika að ræða í þeim, heldur er í þeim að finna meira af meinl^eti, heldur en i nokkrum öðrum lista- verkum. Þær gjöra samband karls og konu i öllum tilfellum tállausara.” IValt Wfiitman.. 1904—“I gærkveldi skrifaði eg þar til eftir kl. tólf og las svo Whitman þar til kl. 1”, segir hún í bréfi til manns síns. “Það var sú tíð, að mér fanst Brown- ing tala mínu hjartans máli hetur, en nokkurt annað skáld, og ann eg honum enn. En nú finst mér, að Whitman gjöri það enn lætur. Það er til náttúrunn- ar — til hinnar ómælilegu lífsheildar, sem maö- ur verður að leita sér styrktar. Eg elska alt ^>etta tveggja-lína safn svo heitt, af því áð þú hafðir yfir línur úr því, þegar eg skrifaði þér og sagði, að ein ástæðan fyrir því að við gætum aldrei gifst, væri sú, að eg væri svo miklu eldri en þú. “Women sit or move to and fro, some old, some young, The young are heautiful, but the olda are more beautiful than the young” Við gróf föðursins. “Eg sit á vagninum og skrifa á hné mér”, segir hún manni sínnm. “Við höfum stanzað 'í hlíðinni, réétt fyrir ofan gröfina hans föður míns. Niður við fjallsræturnar Hggur litla þorpið, Balfour, í þögulli kyrð. “Elsku vinur minn, þeghr eg stóð þarna í fjalls- hlíðinni og dagsljósið var að dreifa næturinyrkrinu, og horfði á járnlituðu beinin- hans föður míns, þar sem þáu lágu í dökkri moldinni, þá braust sú hugsun fram í huga mínum, að innan fárra ára Iiggjum við þannig Hka, og hve vel við yrðum að fara með þá litlu stund, sem eftir er af lifi okkar Eg skal segja þér frá öllu, sem við har, þegar að við hittumst. 1 hálfskímu morgunsins, áður en nokkrir af verkamönnunum voru komnir, fórum við, eg og Ettie, til grafarinnar, þar sem við höfðum látið gömlu kist- una í aðra nýja, og hreinsuðum dálítið af moldinni i burtu, sem fallið hafði á kistuna, og við sáum á bak- ið á höfðinu elskulega, sem hvíldi svo værðarlega of- an á moldinni, og fætuma og handleggina. Það hafði ekki eitt einasta bein hreyfst—þau voru þar öll og hélt moldin þeim saman. Við lögðum blóm á líkið og huldum það áður en nokkur kom, svo það var enginn nema við, sem sáu það. í augum m'ínum var það fallegt, þar sem geisl- ar sólarinnar, sem var að renna upp, skinu á það eft- ir tuttugu og átta ár — geislarnir, sem honum sjálfum þótti svo vænt um. Þegar öllu var lokið, og búið var að koma leif- unum hjartakæru fyrir í vagninum, varð eg næstum yfirkomin af harmi, en þó ekki nema stutta stund.” Var hún ekki falleg? Eftir Jón halta. Var ihún ekki falleg ritstjórn- ar blaðsíðan í Heimskringlu 31. des. s. 1. Sú gamla kvaddi árið með sómasöng, eða hitt þó heldur. Það gengur furðu næst, hvað • sumir menn geta verið ó«vífnir, að útausa hrokaregingi og sjálfshóli (hvíldaylaust sjálfum sér til niður- lægingar og öllum er lesa til ang- urs ög leiðinda, því eg get ekki ímyndað mér, að no&ikur geti haft gagn, eða gaman af slíkum óhroða samseíningi, og þó höfundurinn að þeim samsetningi sé fjölhæfur rit- höfundur, fram úr hófi mentaður og gáfaður, gæddur dæmafárri dómgreind, eftir því sem hann sjálfur segir og máské er satt, þó langt sé frá að hann stðafesti slík- an vitnisiburð altaf með því, sem hann skrifar, þá er og verður slík framkoma ihans honum til eftir- minnanlegrar vanvirðu og eftlr því ætti hann að muna, að slík iskriffinska rýri mikillega álit hans hjá öllum hugsandi mönnum og að slíikt atlhæfi verður honum sjálfum til tjóns fyr eða síðar, þvi þó aldrei nema að hann sé há- mentaður og hágáfaður eins og hann sjálfur vill koma mönnum til að trúa og sé þesisvenga alfuli- kominn og í færum um að gjöra alt annað alfullkomið, sem hann hefir afskifti af, þá má hann ekki gleyma því, að hann hefir öðlast þá miklu gjöf frá Guði, og ætti því síst að ofmetnast af ihenni. Og því meira sem hann hefir þegið, því stærra pundi þarf hann að svara iog það er því rangt af hon- um að nota þessa náðargjöf til s.vívirðilegra atihafna eins og þeirrar að úthúða Jóni ritstjóra Bíldfell fyrir skort á lærdómi, fyr- ir heimsku, ónóga dómgreind og skort á öllum hæfileikum sem þarf til þess að fylla þá stöðu, er hann nú skipar. — Mieð öðrum o.rðum, “óálandi, óferjandi, óráðandi öll- um bjargráðum,” fyrír heimsku og mentunarskort Og að það sé skömm fyrir íslendinga að hann sé við ritstjórnarstarf. Slíkur dauðadómsúrskurður, er dæmafátt bull og fjarstæða. En heyrðu mig, mundir þú, herra Sig- fúis ekki verða alveg utan við þig, ef! þú Iheyrðir sama dóminn kveð- inn upp yfir þér? sem ekki er ó- hugsandi að hægt væri að gjöra, ef vel væri leitað, og heldur þú, að engum renni til rifja fyrir þína ihönd, er þeir hugsa um sumt af því, er þú hefir látið frá þér fara síðan að þú tókst við ritstjórn Heimskringlu, því í einlægni sagt þá hefir sumt af því verið þér til ævarandii minkunar. En taktu nú vel eftir því sem eg segi þér, herra Sigfús. Jón Bíld- j fell ritstjóri Lögbergs er búinn | að vera við þann starfa í mörg ár og hefir farist það mikið vel að ■ mörgu leyti, þrátt fyrir alt ment- j unarleysið og heimskuna, sem þú j ert altaf að stagast á og meira að j segja miklu betur en fyrirrennara hans, að honum ólöstuðum og er J hann þó hámentaður maður eins og þú. Það sem þúihefir sagt Jóni til hneysu, ættir þú að fyrirverða þig fyrir og biðja hann auðmjúk- lega fyrirgefningar á með hattinn í hendinni, því það væri kristilegt og ærlegt og lofast til að gjöra I iðrun og yfirbót í virðingarskyni j við það, hvað Jón foefir mætt þér j myndarlega á ritvellinum, þrátt j fyrir alla heimskuna og mentunar- leysið, sem þú ert altaf að foríxla honum um. Það er ekki hægt að ■sjá annað, en hann standi þér fyllilega í spori. Meira að segja, það er í augum uppi, að þú, með alla mentunina átt ekki aðeins fult í fangi með hann, heldur- ert Ibókstaflega hræddur við hann og veist mikið vel, að þú getur ekki Ihöndlað hánn á þann veg, sem þú ætlaðir þér að gjöra og vilt þess- vegna ryðja honum úr vegi og til þess grípur þú það óþverra úrræðf að rægja hann við almenning og útgefendur Löghergs og ætlar þér svo líklega að laumast í plássið hans þegar því lofsamlega verki þínu er lokið. Skárri eru það nú ósköpin! Kippir svo brókum ærið buxnalega og hlœrð hátt, að þvl hvað þú ert velkunnandi. En ungs manns hlátur endist sjaldan lengi Eg er nú smeikur um, að þér bregð ist þessi bogalist þín. Við megum ekki missa Jón frá ritstjórninni, nú sem stendur, því Kann er svo margoft á sinni ritstjórnartíð hú- inn að sýna, að hann er þybbinn fyrir og þarf góðann mann á motl sér á ritvellinum, þó sjálfmentað- ur sé, og sýndi það sig foest í fyrra, þegar séra Rögnvaldur fór að ö- fyrirsynju að rita á móti honum, og er hann þó ritfær í besta lagi. Og mjög eri vanséð, herra Sigfú's, um að ritstjórnaræfitíð þín verði lengri en Jóns og því er vanséð urn að hún verði farsælli. Það spáir aldrei vel fyrir neinum, þótt hann reisi merki velferðarinnar (hátt, að sækja fram með hið lúalegasta vopn í höndum, sem hægt er að beita — sem sé ihvíldarlaust bríxl um heimsku og mentunar- leysi og þér að segja gjöra það engir nema sérstökustu lítilmennl að taka sér þannig löguð vopn í hendur, eða láta sér detta í hug að bæta málstað sinn með þannig löguðum froðuspenningi. Hinir hyggnari mentamenn, skoða slíka aðferð sér ósamlboðna — langt of lítilmannlega, til þess að sómatil- finning þeirra leyfi þeim að lúta að henni og forðast því að útata sig með slíkum ósóma. Nú langar mig til að minnast á þá af ritstjórum Heimiskringlu, er mestum vinsældum hafa mætt i þeirri stöðu, En það eru þeir Egg- ert Jóhannsson, B. L. Baldwinsson, O. T. Jöhnson, G. T. Jónsson og Stefán Einarsson. í ritstjórnartið þessara manna var minst af sKömmum í blaðinu, en meira af nytsömum ritgerðum. AUir þessir menn eru það sem eg kalla sjálf- mentaðir menn og erú því í þeim flokki, sem herra Sigfús mundi kalla heimska og mentunarlausa, ef hann færi að kveða upp dófn yfir þeim. en þrátt fyrir það gjörðu þeir allir hlaðið hetur úr garði en Sigfús gerir og sýnir það að skóla- lærdómurinn einn nægir ekki til iþess að rita og dæma um almenn mál svo að almenningur hafi full not af. iBlöðin þurfa að vera svo úr garði gjörð, að fólkið sem les þau hafi bæði gagn og gaman af þvl, mál og efni svo alþýðlegt að það sé við hæfi alþýðunnar og efnis- valið þannig, að það göfgi hugs- unina en eitri foana ekki. Margt fólk les fremur lítið, að undanteknum (blöðunum. er þvl áríðandi að það sem þau flytja sé holt og hreint, því eins og lOcam- inn lifir ekki án andans og hollrar fæðu, þannig lifir heldur ekki hinn andlegi maður vor, og þroskast þvi síður, nema það sem hann nærlst á sé hreint og heilnæmt. Við lestur látlausra skamma og illkviittnislegra hugsana eitrast sál arlíf lesendanna. Án slíks sæðis getum við vel verið, því það gefur aldrei af sér annað en ilt og af þvl höfum við nóg, þó við séum ekki að kaupa þann ófögnuð dýru verðí frá mönnum, sem við eigum fulla heimtingu á að gangi á undan öðr- um í því sem fagurt er og goíugt. , SPARAÐ FE SAFNAR FÉ Eí þér hati'ð ekki þegar Sparisjóðsreifcning, þá getið þér efcki breytt hyggilegar, en að leggja peninga yðar inn á elttiivert af vor- um næstu Ctihúiim. par bíða þeir yðar, þegar rétti tímlnn kemur til að nota þá yður til sem mests hagnaðar/ . Union Bank of Canada hefir starfað í 58 ar og liefir á þoim tima komið upp 345 útibúum frá strönd td strandar. VTér bjóðttm yður lipra og ábyggUega afgreiðsSu, hvort sem þér gerið mikil eða lítil viðskifti. Vér bjóðum yður að bcimsækja vort næsta íltlhú, ráðsmaðurinn og starfsmenn lians, miitm finna sér IJúft og skylt að lciðbeina yður. trrust VOR ERU A Sargont Ave. og Slierbrooke Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington í.ogan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Winnipeg. A r> AI „S K It I I'Sl'OFA: UNION BANK OF CANADA MAIN and WIIddAM — — WINNIPEG I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.