Lögberg - 05.02.1925, Síða 6

Lögberg - 05.02.1925, Síða 6
Bls. 6 LöGBERG FIMTUDAGINN. 5. FEBRÚAR. 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. Þetta var merki, sem nægði til þe!ss að skothríðin byrjaði. Grjót og hvað annað, sem hendi var næst flaug í loftinu og hitti bæði stál og menn í fylking- unni. Fyret riðlaðist hún ögn en nam svo staðar samkvæmt skipun yfirforingjans. Hermennirnlr snéru við og létu byssurnar falla í skotstellingar. Stephen rétti út höndina og ætlaði að þrífa dreng Shermans, en annar maður hafði þegar kastað hon- um niður og lá ofan á honum. Honum tókst að kasta niður kvenmanni, sem stóð hjá honum áður en kúl- urnar hvinu yfir höfðum þeirra og lauf og greinar fóru að falla af trjánum. Á milli sikotanna heyrðust og hljóð særðra kvenna og barna og stunur og blótsyrði og sviftingar margra hundraða, sem brut- ust um. “Legstu niður, Brice! í Guðs bænum, legstu nið- ur!” hrópaði Sherman. Rétt í þö að hann ætlaði að hlýða skipuninni, hljóp lítill og snarlegur maður fram fyrir hann, án þes« að skeyta nokkuð um uppnámið. Hann nam staðar, lagðist á 'hnéð og lét skammibyssuna hvíla á annari olníbogaibótinni. Þetta var Jack Brinsmade. Rétt f sömu svifum miðuðu tveir hermennirnir fyrir ofan hann byssum sínum á hann. Svo hvarf alt í púður reyk. Þegar hann rauk frá, lá Jack Brinsmade á jörð- inni. Hann reis á fætur með blótsyrði á vörunum og snéri sér að ungum manni, sem stóð ihjá honum ber- höfðaður og með svartan blett af púðurreyk á enninu. “Farðu bölvaður!” öskraði hann. “Farðu bölv- aður, Yankee djöfullinn þinn! Eg skal kenna þér að berjast.” Hann réðist á Stephen, sem óður maður og reyndi að taka fyrir kiverkarnar á honum; en Stephen þreif um hendurnar á Ihonum og hélt 'þeim föstum meðan hann barðist og 'braust um. “Farðu Ibölvaður!” hvæsti hann. “Sleptu mér! Eg skal drepa íþig Yankee upppskafningurinn þinn!” Stephen hélt honum og hann varð stöðugt óðari. Einn foringjanna fýrir ofan sá viðureignina og lagði af stað niður til þeirra; en hann fékk ávítur fyrir og snéri aftur. Rétt í þes<su gekk Sherman á milli þeirra.. “Sleptu honum, Brice,” sagði hann í skipandi róm. Stephen gerði sem honum var sagt. Brinsmade hljóp til og ætlaði að þrífa upp skammfbyssu sína, sem Iá á jörðinni, en Sherman varð fljótari til en hann. “Heyrðu, Jack,” sagði h'ann um leið og hann tók hana upp, “mig langar ekki til að skjóta þig, en það getur vel farið svo að eg verði að gera það. Þessi maður bjargaði þér með því að stofna lífi sínu í hættu, Hefði verið kúla í byssunni hjá þessum Þjóðverja asna, sem skaut, þá væri Brice dauður.” iNú skeði nokkuð óvænt. Brinsmade horfði lengi á Stephen, snéri sér svo við, og gekk burt. Það má bæta því við, að Ihann sást ekki í St. Louis um all- mörg ár eftir þetta. Hinir tveir stóðu kyrir nokkra stund og horfðu ’á eftir honum; svo tók Slherman í hendina á drengn- um sínum. ' 1 “Eg hefi séð sitt af hverju um mína daga, Brice,” sagði hann, “en aldrei hefi eg séð neitt, sem jafnast á við þetta. Við eigum ef til vill eftir að hittast í hernum. Þeir leggja ekki mikið upp úr okkur nú,’’ bætti hann vtð brosandi, “en við verðum þeim ef til vill að liði seinna. Eg ætla að biðja þig um að láta mig vita, ef eg gæti eitthvað hjálpað þér.” Stephen stamaði út úr tsér einfhverjum þakkar- orðum, Sherman kinkaði kolli og gekk burt, suður í gegnum rjóðrið í áttina til Mahket strætis. Fylkingin seig áfram. Lík þeirra, sem höfðu fallið, voru lögð á vagna og þeim særðu var 'hjúkrað af læknum þeim, sem voru þarna staddir af tilviljun. Stephen gekk til bæjarins hálf utan við sig út af því, sem fyrir ihafði komið. Hann gekk hraðar en fylking- arnar, sem höfðu fangana meðferðis og eftir nokkra stund var hann korninn fram fyrir riddaraliðssveitina sem nokkrir af mönnum Blairs gættu. Hann tók þá fyrst eftir því, að lúðrarsveit fanganna, sem gekk fremst, var að leiika uppáhaldslag Sunnanmanna, “Dixie.” Þeir voru von bráðar komnir að nýju búsunum, sem hinir ríkari borgarar höfðu bygt sér í útjaðri bæjarins. Sum húsin voru lokuð og gluggar á þeim byrgðir. Sumstaðar. stóðu konur í dyrum og við glugga, og grétu eða veifuðu vasa'klútunum sínum og kölluðu til herteknu mannanna, er voru ýmist glaðir í bragði eða daprir. Faðir, sem er örvita af sorg, reynir að brjótast gegnum hermannaröðina og ná í son sinn. Þarna er hús Catherwipods. Það er opið. Frú Catherwodd, sem styður hendinni á hand- légg manns síns og er þrútin til augnanna, rennir augum eftir hermannaröðinni, til þess að koma auga á George. Skyldi hann nokkurn tíma koma aftur heim til hennar? Skyldu Norðanmennirnir drepa bann fyr- ir landráð, eða senda hann norður og láta hann veslast þar upp það sem eftir væri æfinnar? Nei, hún er ófáanleg til þess að fara inn í húsið Hún verður að sjá hann. Og það líður ekki yfir hana, þótt frú James, sem býr hinum megin við strætið, sé börin inn í yfirliði. Fáir geta skygnst inn í hjörtu þesara kvenna þennan dag og dæmt um hvað þær liðu Tom Catherwoods gengur framarlega í sveit Blairs. Hann er niðurlútur, er hann gengur fram hjá húsinu, sem honum hefir verið vísað burt úr. Hvorki faðir, móðir, né systir láta á sér merkja, að þaU þekki hann. Það er George, sem þau eru að bíða eftir, það er hann, sem þau vilja bjóða velkominn; sorgin og tárin eru ihans vegna. Lúðrasveitin leikur aftur “Dixie”. George er að koma og annar til. Stúlkurnar standa í þéttum hóp fyrir aftan eldra fólkið. Augu þeirra eru þur og þær halda á vasaklútunum sínum í höndunum. Sumir fangarnir taka ofan og brosa til stúlkunnar með ' feglulegu andlitsdrættina og dökka hárið, sem er klædd í hvítt og rautt — liti Suðurrrkjanna. Hún rennir augunum fram og aftur. Þarna sér hún hann loksins, þar sem hann gengur uppréttur og beinn á undan riddaraliðssveitinni sinni. Hann lítur til henn- ar bænaraugum og með bx-osi, sem 'hefði átt að sigra hjarta hennar fyrir löngu. Félagar hans taka allir ofan fyrir .henni eins og einn maður. Hún veifar klútnum sínum til þeirra glaðlega, þangað til þeir eru komnir langt niður eftir strætinu, þá fyllast augu hennar með tárum og hún gengur inn í búsið. Hefði ihún beðið lengur, ;þá hefði hún getað séð einn mann yfirgefa þá sem fylgdust með fylking- unni og skálma yfir á Pine stræti. INæstu nótt kom hellirigning’, sem þvoði blóðið af grasinu í Lindells! rjóðrinu. Regnið kom eins og steypiflóð yfir borgina í raunum hennar, og áin ibelgdist, upp og kastaði viðargreinum norðan úr Minnesota skógunum upp um alla bryggjugarðana. Þreyttir nýliðar, sem höfðu staðið á fótunum og þreytt hergöngu allan daginn, fóru svangir að sota á hörðum fletum í löngu hermannaskálunum. Fæðið, sem stjórnin lét þeim í té, var af skornum skamtf. Margur unglingurinn, bæði sjálfboðaliðar og fangar. grét sig í svefn það kvöld, og dreymdi um heimili sitt, sem var öskamt í burtu, en sem hann þó ekkl gat náð til. Systur mæður og konur voru þar og biðu þeirra með opnum örmum. Vekur stríð hugrekki ihjá mönnum? Já, meðan dagurinn endist. En hvað skal segja um hinar löngu nætur, er hjón hafa legið andvaika, hvað um börnin, sem grátandi spyrja, hvert feður þeirra séu að fara? Hver hefir málað mynd af minum síðasta niorgun- verði heima? Mitt í gleðinni, sem er sorglegust í lífinu, kemur sú hugsun, að Ihann, sem var stoð heim- ilisins, var fyrir einu ári vanur að sitja að morgun- verði glaður í huga áður en hann gekk til verks síns. Hvers vegna þökkuðu menn ekki Guði knéfallandi fyrir friðinn meðan hann entist? Sjáið lcouna, sem hugrökk bíður við húsdyr sín- ar eftir að hann komi heim. Sólin skín, grasið á litlu húsflötinni er fagurgrænt og blómin eru rauð. í vor sat hún hér glöð og ánægð og saumaði og beið eftir að sjá hann koma fyrir næsta húshorn á leið sinni heim til miðdegisiverðar. En nú? Þey! Var þetta trumbuhljómur, eða var það þruma? Nágrannar henn- ar læknirinnn og kona hans koma inn um litla garðs- hliðið til ;þess að hugga hana. Hún heyrir ekki orð þeirra. Hversvegna hæðir Guð hana með sólskini og vinum ? Plamp, plamp, plamp! Þeir eru að koma. Lúðra- siveitin byrjar að blása. Þetta er hans hersweit. Og þarna er andlit hans, sem er öllu kærra, annað frá endamanninum. Mun hún sjá það nokkurn tíma aftur? Hann ibrosir eins og hann vilji segja svo ótalmargt, sem ljúft er að heyra. “Eru nærfötin þín í pokanum þínum, Villi? Þú íhefir ekki gleymt hóstameðalinu þínu?” Hivað er það sem gefur henni kjark til þess að veifa til hans? Þú átt gott, vesálings. kona, að sjá ekki.aq^llit læknisins og konu han<s á bak við þig. Ó hve fallbyssudrunurnar frá Sumters kveða við í eyrum þínum, og munu hljóma þar fjörutíu árin, sem þú átt eftir að vera ekkja! Frú Brice sat í litlu setustofunni sinni þetta föstudagskvöld og hlustaði á regnið, sem dundi á húsinu. Hugsanirnar, sem hún var að velta fyrir sér voru á þessa leið: Hverswegna skyldi eg vera ánægð þegar öðrum mæðrum líður illa. Hún hlyti að fá sælu sina endurgoldna, þegar hún yrði að kveðja Stephen og leggja! hann í sölurnar fyrir land sitt. Því mis- gerðir feðranna koma fram á bömum þeirra er hata hann sem stjórnar öllum hlutum. iDyrabjallan ihringdi og Stephen gekk til dyr- anna. Hann varð forviða við að sjá, að það var Brinsmade, sem kominn var. Hann hafði elst mikið síðan hann sá hann síðast, og föt hans voru vot og með leirslettum. Hann hneig niður í stól, en neitaðl að þiggja áfengislblönduna, sem frú Brice bauð hon- um, af því hún var Ihrædd um að hann hefði orðið innkulsa. “Eg hefi verið að leita um allan bæinn að Jack- Stephen,” sagði hann. Sástu ihann útfrá? Var hann nokkuð meiddur? “Eg held ekki,” svaraði Stephen hiklaust. sá hann ganga suður eftir að skothríðin var búin.” . “Guði sé lof,” sagði Brinsmade ákafur. Ef þú vilt afsaka mig, frú mín góð, þá ætla eg að flýta mér, til þess að segja konu minni og dóttur frá þessu. Eg hefi ekki getað fundið neinn, sem sá hann. HDonum varð litið á ennið á Stephen um leið og hann gekk út. En þetta var víst í eina skiftið á æfinni, sem Brinsmade var svo annars hugar, að hann hefði ekki tíma til þess að grenslast eftir sársauka annara. “Þú sagðir mér ekki frá því, Stephen, að þú hefðir séð Jack,” sagði frú Brice, þegar Brinsmade var farinn út. ------o------- XXXIII. KAPÍTULI. í vopnabúrinu. % Það var dauft við kvöldverðinn í ihúsi Carvels ofursta á Locust stræti þetta kvöld. Virginía bragð- aði ekki mat og ofurstinn var líka lyistarlaus, þótt hann reyndi að láta ekki á því bera. Frú Addison Colfax kom akandi alla leið frá Bellegarde um klukk- an sex, 0{r hestarnir voru löðrandi í svita. Hún beið ekki eftir því að Jackson kæmi með regnhlíf til að halda yfir henni, heldur hljóp í rigningunni úr vagn- inum inn, til þess að biðja ofurstann að fara hið bráðasta og fá Colfax látinn lausann. Það var árang- urslaust, þótt ofurstinn segði henni, að það væri ekki til neins og að hann hefði öðru að sinna, sem væri þýðingarmeira. Hvað gæti verið þýðingarmeira en það, að frændi hans væri fangi og yrði ef til vildi myrtur af þessum þýlsku böðlum, sem væru óðir af sigri sínum? Frú Colfax lokaði sig inni í herbergi sínu og Virginía heyrði grátstunurnar í henni, þegar hún fór niður til morgunverðar. Ofuretinn leyndi því ekki, að hann væri óróleg- ur. Hann gekk fram og aftur um gólfið með hattinn á höfðinu og hendurnar í vösunum; og hann lét deyja í vindlinum, sem hann var að reykja, isem var enn órækara merki þess, hve órólegur hann var. Loksins nam hann staðar og studdi enninu yið gluggann, sem regnið hamaðist á að utan. Virginía sat steinþegjandi við borðsendann; hún var enn í hvita kjólnum með rauðu borðunum, sem hún hafði klætt sig í heiðursskyni við verjendur rikisins. Á andliti hennar var engin sviplbreyting önn- ur en sú, að hún leit við og við áhyggjufull á föður sinn. Það var auðséð að hún var að fastráða eitt- hvað með sjálfri sér. í dökkbláu augunum var ein- hver glampi, en undir þeim voru þreytumerki eftir daginn. Rödid hennar var dauf, þegar hún tók til máls. “Ætlar þú ekki til Planters hótelsins pabibi?” Ofuretinn snéri sér við og reyndi að ibrosa. “Eg held ekki, Jinny, ekki í kvöld. Til hvers?” “Til þess að komast eftir hvað þeir ætla að gera við Clarence?” ‘*Eg ibýst varla við að þeir viti það i Planters hótelinu,” sagði hann. “Þá •—” sagði Virginía en þagnaði strax aftur. “Hvað þá?” spurði hann og strauk hendinni eft- ír stólbakinu. “Því þá ekki að fara til vopnabúrsin's. Láttu koma með vagninn og eg skal fara með þér.” Brosið dó á vörum hans; hann stóð og horfði fast á hana, eins og var isiður hans að gera stundum. Það var bæði alvara og viðkvæmni í rödd hans. “Jinny,” sagði hann hægt, “Jinny, ætlar þú að giftast Clarence?” Spurningin kom henni svo óvart að hún varð orð- laus í bili. En svo isvaraði hún einarðlega: “Já.” “Elskarðu hann?” “Já,” svaraði hún, en hún leit niður um leið. Hann stóð enn kyr; og henni fanst sem augu föður isíns könnuðu djúp sálar sinnar. “'Komldu hingað góða mín,” sagði hann. Hann rétti hendurnar út á móti henni og húrr hljóp í faðm hans. Nú loksins gat hún grátið. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem hún grét við þetta stóra íhjarta, sem hafði ávalt verið vernd hennar. Hann hafði huggað hana í öllum hennar smáraunum síðan hún var barn. Hún hafði flúið til hans, þegar hún íbraut brúðurnar sínar, þegar Easter fóstra hennar var vond við hana, þegar henni gekk illa með lexíurn- ar sínar og þegar hú^ var veik og illa lá á henni. En nú hafði guð sjálfur lagt á hana þessa byrði, og enginn nema hann gæti hjálpað Ihenni. Sökum sinnar miklu ástar á henni sá Carvel ofuristi þetta, en þó aðeins sem í þoku. Hann reyndi hvað eftir annað að isegja eitthvað en gat það ekki. Eftir litla stund var sem hún skamm- aðist sín fyrir kveifarskapinn, hún loisaði >sig úr faðmi hans og tók gamla sætið sitt á Ibríkinni á stólnum hanis. Með því hugfeoði, sem honum var svo eiginlegt, valdi ofurstinn örð sín vel. Það sem hann vildi tala um við hana, var önnur vandræði, en þau voru þó ekki ólbætanleg. Þú mátt ekki ihugsa um giftingu níma, góða mín, því okkur getur feroistið daglegt brauð, þegar minst varir. Viðskifti mín voru mest við menn í Suður- og Vesturríkjunum, og nú geta þeir ekki borgað. Eg átti tal við Hopper í gær, og hann sagði mér, að við yrðum að vera við öllu feúnir. Hún lagði hönd sína ofan á hönd hans. “Og hélstu að mér stæði ekki á sama um það?” spurði hún. Eg gséti þolað fátækt og gengið í tötr- um til þess að vinna þetta stríð.” Það vóru tár í augum hans, en á bak við þau skein ánægja og stolt. Jackson kom inn á tánum, en hikaði við dyrnar. Eftir bendingu ofurstans tók hanxi diskana og dúkinn af borðinu og dró niður ljósin. Svo fór hann út eftir nokkra stund og lokaði á eftir sér hurðinni. “Pabbi,” sagði Virginía eftir nokkra þögn, “treystir þú Hopper?” Ofurstinn hrökk við. “Já, auðvitað, Jinny. Hann bætti verlsunina mikið, áður en þessi vandræði komu fyrir. Og jafn- vel nú erum við ekki eins illa staddir og isumar aðr- ar verslanir.’ “Lige líkar ekki við hann.” “En Lige hefir horn í síðu hans.” “Eg hefi það líka. Eliphalet Hopper þjónar þér meðan hann hefir gagn af því sjálfur og ekki lengur.” “ Eg held að þú sért óisanngjörn í hans garð, góða mín,” sagði ofurstinn, en það mátti heyra á málrómi hans, að honum var ekki vel rótt niðri fyrir. “Hopper er duglegur og svo ráðvandur, að hann dregur sér ekki einn eýri. Hann á tvo þræla, sem eru á ánni. Hann skiftir sér ekkert af stjórnmálum og hann er laus við galla Norðanmanna.” “Eg vildi, að hanh hefði suma þeirra,” sagðl Virginía. Ofurstinn svaraði þessu engu. Hann stóð upp gekk að dyrurmm og þreif í fojöllustrenginn. Jackson kom inn í flýti. ”Ertu búinn að láta ofan í töskuna mína?” “Já.” “Hvei*t ætlarðu?” 'spurði Virginía í fáti. “Til Jefferson City, góða mín, til þess að finija ríkisstjórann. Eg fékk skilafooð frá honum í dag.” “í þessari rigningu?” Hann brosti og nam staðar til þess að kyssa hana. ; “Já,” isvaraði hann, “í rigningunni til járn- brautarstöðvarinnar. Eg get treyst þér, Jinny, og Lige kemur frá New Orleans á morgun eða sunnu- daginn.” Næsta morgun vaknaði borgin löumð og með veikum æðaslögum. öll viðskifti voru næistum hætt. Löng röð af skipum lá kyr við bryggjugarðinn. Menn stóðu á götuhornum í rigningunni og lásu um her- nám Jacksons herbúðanna og um uppþotið, og fleiri þúsund fonnæltu útlendu borginni fyrir handan* Market stræti. Einhver hálfdulinn ótti, sem átti rætur að rekja til illgirnisumtals foarst út og gróf um sig'. Þýskararnir höfðu 'sundrað heifeúðaliðinu, sem var friðsamleg ríkisstofnun; þeir höfuð síkotið niður saklausar konur og börn. Hvers mætti ekki vænta af þeim, úr því þeir 'sigruðu? Hvers myndu þeir svífast gagnvart borginni og íbúum hennar, sem væru Suðurríkjunum trúir? Myndu þeir ekki ræna borgina og jafnvel brenna hana? Konur, sem voguðu isér út úr húsum þennan dag, viku úr vegi, til þess að mæta ekki mönnum, sem þær þektu, ef þeir voru með ríkjasamfoandinu. Easter fóstra kom snemma með daglblaðið til hús- móður sinnar. Virginía las fréttirnar og hljóp síðan fagnandi til herbergis fræknu sinnar. Hún barði þrisvar sinnum á hurðina áður en hún foeyrði hljó^ fyrir innan. Svo var lykl- inuum snúið og lokan dregin frá varlega og hurðin opnuð svo að hér um bil sex þumlunga breið rifa var á milli hennar og stafsins. “Æ, hvað þú gerðir mig hrædda, Jinny! Eg hélt að þetta væru Þýskararnir, sem væru komnir til þess að drepa okkur öll. Hvað feafa þeir gert við Clar- ence?” “Við sjáum hann í dag, frænka,” -svaraði Vii'g- inía glaðlega. “Það stendur í blaðinu, að allir fang- arnir, isem voru teknir fastir í Jacksons heiibúðunum verði látnir lausir í dag gegn drengskapar loforði. Eg vissi, að þeir myndu ekki þora að halda þeim. Alt ríkið myndi hafa risið upp til þess að bjarga iþeiih.” “Frú Colfax ték ekki þeissum fréttum allshugar fegin. Hún lofaði frænku sinni að koma inn ’í herberg ið og svo hneig hún niður á stól fyrir framan speg- ilinn og virti fyrir sér andlit sitt. Eg gat ekki sofnað dúr í nótt, Jinny. Það er ósköp að sjá mig. Eg er hrædd um að eg fái eitt af þessum köstum mínum núna. En hvað rignir! Hvað stendur í blaðinu?” “Það stendur þar að þeir verði látnir láusir I dag og að þeim hafi liðið vel í nótt.” “Það hlýtur að vera ein lýgin úr Norðanmönn- unum,” sagði frúin. Ó, sú nótt! Mlig dreymdi að þeir voru-að kvelja 'hann með öllu mögulegu móti, fantarn ir þeir arna! Eg veit að hann varð að sofa á óhreinu gólfi innan um alls konar skríl.” “En ihnn verður hér í kvöld, frænka!” hrópaði Virginia. “Fóstra, segðu Ben, að Clarence verði hér við kvðldverð. Við verðum að halda honum veiisíu. Pabbi sagði að þeir gætu ekki haldið honum.’ , “Hvar er Comyn?” spurði frú Colfax. “Hefir hann farið að sjá Clarence?” “Hann fór til Jefferson City í gærkevldi,” svar- aði Virginía. “Rikisstjórinn sendi eftir honum. Frú Colfax rak upp hræðsluóp, er hún heyrði þetta. “Áttu við að hann hafi yfirgefið okkur, að hann hafi akilið okkur eftir varnarlausra og í höndum Þýskaranna, svo að þeir geti komið fram hefndum á okkur kvenfólkinu? Hvernig geturðu isetið kyr, Virg- inía? Ef eg væri á þínum aldri og gæti dregist um úti, þá skyldi eg vera komin til vopnalbúrsins og fallin á kné fyrir framan þennan fyrirlitlega Lyon höfuðsmann, jafnvel þó að hann sé Yankee.” Virginía stilti sig. “Eg fell ekki á kné fyrir neinum manni,” sagði feún. “Farðu Rósetta og segðu Ned, að hafa vagninn til undir eins.” 'Frænka hennar þreif i handlegginn á henni. “Hvert ætlarðu, Jinny?”spurði hún. “Hann fað- ir þinn fyrirgæfi mér aldrei ef eitthvað yrði að þér.” Virginía bro'sti hálf meðaumkunarlega. “Eg held að eg verði að eiga það á hættu að bæta við raunir þínar, frænkaf’ isagði hún og gekk út úr herfeergmu. IVii M M 1 r íii fí] \\ M 7 I M IIV/*V Gufuskipa og Járnbrauta FARBRÉF Til og Frá tllum stöðum í Heimi VELJID UM LEIDIR —á — Landi og Sjó HÖFIJM UMBOD ALLRA GUFUSKIPALINA Aðstoð Veltt Alls ókeypis Við btvegun Vogabréfa, Ijciðarvísis og Ijantlgönguleyfa, o.s.frv. Borgið Fargjaldið í Canada VJEIt GETUM HJAEPAD 11)1111 AI) KOMA VTNUM OG VANDAFÓLKI TIIj CANADA Snúið yðnr til Unxboðsmanna Ganadian National Bailways 11 ln stutta leið inilll Vestur-Canada og Gamlxi landsins er Canadian National jártibrautin gegn uni Ilalifax, N.S., og Portland, Maine. Má velja um liraut beint eða gegn ímt Toronto. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ckki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD *

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.