Lögberg - 19.02.1925, Side 4
BLs. 4
IiOkJBEBG, BÍMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1925.
il'ogbeig i; Gefið út hvern Fimtudag af The Col- ; nmhia Prets, Ltd., |Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnl.im.n IS-6327 o£ N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáskrift tíl blaðains: TKE C0LUM|BIK PRES3, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utanáakrift ritstjórans: £OiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Njan.
The "LÖKberg” ia printed and publlshed by ! The Columbia Press, Limited, in the Coiumbla ■ Building, 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba. ;
l
Samkomulagi náð.
Eins og mörgum lesendum Lögbergs er ef til vill
kunnugt, þá hefir þrætumál staðiÖ á milli Hudsons
Bay félagsins alkunna og stjómarinnar í Canada, út
af kröfu, sem félagið gjörði á hendur stjórnarinnar í
sambandi við afsal félagsins á Ruperts Land, það er
sléttufylkjunum í Canada, til stjórnarinnar.
Eins og sagan sýnir, þá fékk Hudsons Bay fé-
lagið eignarrétt á landi þessu frá Karli Englakon-
ungi árið 1670 oð hélt honum þa rtil árið 1869, að
félagiS gekk inn á að afsala sér þeim rétti til Canada-
ríkisins. En þeir vildu hafa nokkuð fyrir snúð sinn:
þrjú hundruð þúsimd pund sterling i peningum og sjö
miljónir og eitt hundrað þús .ekrur af landi, og í land-
samningunum var tekið fram, að land það skyldi vera
í “frjósamasta parti þessa landsy sem nothæfastur væri
til akuryrkju.”
Þessi kafli i samningunum hefir verið þrætuepli
öll þessi ár. Spursmáið hefir ávalt verið: Hvar er
línan, sem aðskilur frjósama og ófrjósama, nothæfa
og ónothæfa landið í Canada?
Félagið hefir haldið fram, að landsvæði það, sem
um sé að ræða og það eigi rétt á að velja úr, sé alt
akuryrkjuland á milli Klettafjallanna að vestan og
Skógarvatns að austan, sunnan Saskatchewan árinnar.
Stjórn Canada hefir aftur á hinn bóginn aldrei
viljað ganga inn á, að á því svæði væri að eins um
hagnýt búlönd að ræða. Þræta þessi hefir verið all-
svæsin og oftar en einu sinni legið við, að dómstól-
arnir yrðu látnir skera úr. En nú hafa báðir málsað-
ilar komið sér saman og jafnað sakirnar þannig, að
Hudsons Bay félagið hefir gengið inn á að sleppa til-
kalli til nálega 500,000 ekra af hinni upprunalegu kröfu
sinni, eða ef til vill væri réttara að segja, hinum upp-
' runalega samningi, og að því hefir stjórnin í Canada
gengið, eða Hon. Charles Stewart, innanríkis ráðherra,
fyrir hönd hennar, sem lika hefir staðið fyrir samn-
ingum frá hendi stjórnarinnai;; og er vel, að þessu afar
gamla vandræðamáli hefir að sðustu lokið þannig, að
báðir málspartar eru ánægðir.
En það er þó ekki það eina, sem það þras hefir
komið til leiðar. Það hefir liþa komið þ'ví til leiðar,
að stjórnin í Ottawa hefir látið mælingamenn og jarð-
fræðinga kanna norðurhéruð Canada betur en áður
var gjört, og er því verki hvergi nærri lokið enn.
Landfíæmi það í Norður-Canada, sem liggur á
milli Norður-íshafsins að norðan og skóglendanna að
sunnan, hefir verið nefnt “Barren Grounds”, sem er
dregið af Indíana orðinu “De-chin-u-le” og sem þýðir
timburlaust. Er landflæmi það um 500,000 fermílur
að stærð. Nafn það, Barren Grounds var því land-
svæði gefið af Samuel Hearne, sem fór rannsóknar-
ferð þangað norður 1770—71, og síðan hcfir sú hug-
mynd loðað við í hugum manna, að þar væri um gróð-
urlaust land að ræða. En rannsókn síðari tíma hefir
leitt i Ijós, að sú hugmynd mannna um landsvæði
þetta er með öllu ástæðulaus’ og nafn það, sem Mr.
Hearne gaf því, misnefni. Fleiri menn fóru rann-
sóknarferðir til lands jæssa, svo sem þeir Franklin og
I’ack, sem tóku nafn Hearnes á landsvæði þessu sem
góða og gilda vöru. Svo dó áhugi manna fyrir allri
rannsókn ]>ar norður frá, og lá niðri ein fimtiu
ár. Árin 1898 og 1899 fóru tveir menn enn á ný að
rannsaka Barren Grounds. Það voru þeir Hanbury
og Pike. Þessir menn báðir gefa landinu a!t annan
vitnisburð, en Hearne gerði. í ferðaskýrslu sinni
segir Mr. Pike: “Við sáum, að landið var fjölskrúð-
urgra og gróður meiri fyrir norðan svæði það er vatns-
fall skiftist til norðurs og suðurs. Sandhæðirnar voru
grasi vaxnar og maður hefði getað haldið, að maður
væri kominn suður á slétturnar í Alberta.”
Hanbury var lengur við rannsóknir þar norður
frá, enda er hann nákvæmari í lýsingum sínum af
landi og landkostum þar nyrðra, segir hann á
meðai annars: “Eg hefi alt af haldið fram, að nafn-
ið ‘Barren Grounds’, á Norður Canada, sé rangnefni.
Það er ekki hægt að kalla neitt það land gróðurlaust,
þar sem vilt blóm vaxa hvar sem litið er, lyng kné-
hátt, kafgras og heiðagrös af ýmsu tagi. Þar vaxa
að vísu ekki skógarbelti, og í Jæim eina skilningi er
hægt að kalla land þetta gróðurlauust.”
LTm tima voru þessar tvær umsagnir úm Norður
Canada þær einu, sem til voru, og stríða þær hvor á
móti annari, eins og þær bera með sér. En nú á sið-
ustu árum hafa vitnisburðir fleiri manna bæzt við.
Mr. T hompson Seton, rithöfundurinn alþekti.
ferðaðist heilt sumar um Jæssar stöðvar, og eftir
kynningu J)á, sem hann hlaut af landinu í þeirrri ferð,
skirir hann landið upp og nefnir það Slétturnar í
Norður Canada. Landmælingamaðurinn J. B. Tyr-
rell kemst einnig að sömu niðurstöðu eftir könnunar-
ferði rsinar þar norður frá, og að síðustu kemur um-
sögn innanrkisdeildar Canada um landsvæðið, og
er Jjar tekið fram á meðal annars: “Það, sem kannað
hefir verið af Jæssu landsvæði, er ekki gróðurlaust.
Jarðargróðurinn er þar að vísu takmarkaður og lofts-
lagið er þar kalt, þó of mikið sé úr }x?im kulda gert.
Hæðirnar eru vaxnar smáviði og Iyngi, en í dölunum
eru graslendur miklar og ágætt beiti og slægjuland,
sérstaklega Jx!> í Jæim parti þeirra, eftir að til sjávar
tekur að halla.
Etýralífið er mikið og fjölskrúðugt, en dýrin
fara vítt yfir; sækja úr einum stað i annan, eftir árs-
tíðum og haglendi. Engin þurð er á nauðsynlegu við-
urværi fyrir dýr og fugla þar norður frá; vötn öll og
ár eru full af fiski og málmar víða í jörðu.”
Bent er svo á, að nanðsynlegt sé að leiðrétta hug-
mynd þá hina röngu, er menn hafi fengið um land-
flæmi þetta. Bent á, að mismunandi gróður, mis-
munandi jarðvegur, mismunandi veðrátta og mismun-
andi jarðargróður eigi sér stað á sléttunum í Vestur-
Canada, en þó hafi þær verið nefndar Sléttur Vestur-
landsins, og svo er bætt við: “Það er engin ástæða
fyrir því, að }>eirri sömu reglu sé ekki fylgt, að því er
sléttur norðurlandsins snertir. Landsvæði þetta ætti
að kalla Sléttur Norður-Canada, og þá væri það rétt
nefnt.” Bent er síðast á, að réttilega megi skifta
Vestur-Canada í fjögur belti. Fyrst Sléttur Vestur-
landsins, sem ná frá landamærum Canada og Banda-
ríkjanna norður að fimtugasta og fimta breiddarstigi;
þá Skóglendur Canada,, frá fimutgasta og fimta
breiddarstigi og norður að því sextugasta; Yukon
og Northwest Territory frá sextugasta breiddarstigi
og norður að því sextugasta og fimta, en Sléttur
Norður-Canada þar fyrir norðan.
Hér og þar.
ÞROTABÚ.
Þrotabú er það kallað, þegar eigur manna ekki
hrökkva fyrir skuldunum — það er, efnalegt þrotabú.
Andlegt þrotabú, þegar menn komast í svo mikl-
ar kröggur andlega, að }>eir geta ekki varið málstað
sinn með rökum, en grípa til Jjeirra óyndis úrræða, að
hugsa, tyggja og prenta upp sama grautinn hvað eft-
ir annað, eins og Sigfús “lærði” Heimskringluritstjóri
hefir gjört og gjörir i síðustu Heimskringlu um rit-
stjóra Lögbergs.
Að brigsla mótstöðumanni sínum um heimsku,
segjast vera úlskrifaður frá Mentaskólanum í Reykja-
vík, háskólanum í Kaupmannahöfn og útsmoginn í
“Rubber”-iðn austur á Malaya, eru svo vesalmann-
legar málsbætur, að á þær er ekki eýðandi einu skoti
af “ensku púðri”, eins og enski málshátturinn segir,
og eitthvað meira verða menn aö sýna en slíkt yfirlæt-
is-hjal, ef skynborjð fólk á ekki að taka undir með
Burns og segja, að herrann sé “glópur, þrátt fyrir alt.”
GÓÐ BÓK.
Fyrsta bindi af Ljóðaþýðingum Stgr. Thorsteins-
sonar skálds höfum vér meðtekið. Er það allstór
bók, 173 blaðsíður auk formála eftir útgefandann —
son skáldsins, Axel Thorsteinsson—, skýringar og
registur, alls 208 blaðsíður í svipuðu broti og ljóða-
bækur Steingrims eru. Þetta bindi hefir að flytja
sumar af þýðingum Steingríms, sem áður hafa verið
birtar i blöðum og ritum sem þá flugu út um alt
ísland og hafa lifað síðan svo að segja á hvers manns
tungu, svo sem kvæðið “Mignon” eftir Goethe, “Þekk-
irðu land, þar gu'l-sítrónan grær”, “Veit mér, Guð
minn, ljóðin, ljóðin”, “Hljóma, sönglist, hljóma þú”,
“Vængjum vildi’ eg berast,” “Sat hjá læknum sveinn-
inn ungi,’ “Upp, franska þjóð”, og fjölda mörg önnur.
Einnig eru þar þýðingar, sem vér minnumst ekki að
hafa séð áður á prenti. Um þýðingarnar þarf ekki
hér að fjölyrða, þvi Steingrimur var þjóðkunnur fyr-
ir snild sina i ljóðagerð. En þökk á Axel, eða þeir,
sem fyrir útgáfu á þýðingum Steingrims standa, fyrir
framtakssemina i a6 safna þeim saman og koma þeim
út í einni heild, þar sem þær.geymast og almenningur
getur átt aðgang að þeim. Bók þessi er prýðis snot-
ur á að Iita, en Ijóð þessi hin yndisfögru áttu skilið
að vera prentuð á betri pappir en í bókinni er.
Ekki finst oss nein þörf á að mæla með þessari
bók við Vestur-íslendinga, því hún verður áreiðan-
lega kærkominn gestur til Jæirra og að líkindum fá
færri en vilja, þvi oss er sagt, að upplagið sé mjög
takmarkað. Bókin kostar $2.00, og fæst hjá syni
skáldsins, hr. Þórði Thorsteinssyni, 552 Bannatyne
Ave. Ágæt mynd af þýðandanum, áttatíu ára göml-
um, er framan við bókina.
TORONTO DAILY STAR,
íslendingar og Miss Ostenso.
Út af umtali þvi, er varð út af hrakyrðum þeim,
sem blaðið Daily Star hafði eftir Mörtu Ostenso um
íslendinga, hafa spunnist nokkrar umræður, eins og
kunnugt er, og til þess að bæta fyrir, eða breiða yfir
þá bresti, hefir fréttaritari þess blaðs átt tal við Miss
Ostenso, og er það samtal birt í blaðinu 7. þ.m. Þar
stendur á meðal annars }>etta:
“Ungfrú Ostenso mótmælti ákveðið ummælum
þeim, er blað vort flutti og henni voru eignuð, þar sem
sagt var, að íslendingar í Norður Canada lifðu skræl-
ingjalifi, og meðferð þeirra á kvenfólkinu væri mis-
kunnarlaus og dýrsleg. Ungfrú Ostenso sagði, að
hið gagnstæða ætti sér stað, og að þeir væru á meðal
þeirra nýtustu þjóðflokka, sem til Canada hefðu
flutt. “Það er ekki litið, sem Canada á íslenzku inn-
flytjendunum að þakka,” ir.ælti Miss Ostenso. “Það
er skaði fyrir Canada, að frá íslandi skuli ekki vera
meiri innflutningur en nú er. Þegar börn isienzku
bændanna eru orðin nógu þroskuð, þá eru þau send til
bæjanna á æðri skóla og á vitund allra er, að við
námið skara }>au fram úr og hreppa oft verðlaun fyr-
ir frábæra námshæfileika. íslendingarnir hafa flutt
með sér menningu, sem þeir varðveita þrátt fyrir erf-
iðar kringumstæður, sem þeir hafa stundum átt við
að stríða. Þcir eru stoltir af mentun Joeirri, sem J>eir
hafa aflað sér og aldrei er þurð á góðum bókum á
heimiium þeirra.
Framsóknarmenn.
Enginn þjóðflokkur í heimi er betur fallinn til
landnáms, en íslendingar. Þeir eru áræðnir, úrræða-
góðir og hraustir — þróttur Jæirra mikill, bæði and-
lega og líkamlega, en þau einkenni þurfa brautryðj-
endur um fram alt að eiga í ríkum mæ!i. Landsvæði
þau, sem íslendingamir byggja, hafa tekið undra-
verðum framförum.
í bók minni, “Passionate Flight,” hefi eg minst
þessa fólks og hinnar undraverðu sögu }>ess á þann
hátt, að hvorutveggja er notað sem bak- eða útsýn, af
því að þar fær hugurinn hraðfleygari byr, heldur en
ef hann hefði orðið að dvelja við sögupersónumar
sjálfar.”
Ungfrú Ostenso getur þess, að hún sé væntanleg
norður til Manitoba á næsta sumri, og segist þá ætla
að heimsækja íslenzku nýlendurnar við stórvötnin fyr- I
ir norðan Winnipeg, til J>ess að líta sér eftir efni í
aðra sögu.
Sagan “Passionate Flight” ” segir hún að komi
ekki út í bókarformi fyr en í september næstkomandi,
og þá verði líka búið að taka hreyfimyndir af henni.
En í millibilinu segir hún, að hún verði birt í tímariti.
FORNLEIFARNAR 1 NORÐ UR-AMERlK U.
Um langa tíð hefir það verið á vitorði manna, að
um mikið af slíkum leifum frá löngu-liðinni tíð væri
að ræða í Norður-Ameríku, og hafa vsindamenn ver-
ið að reyna að gjöra.sér grein fyrir því, hveraig á
}>eim standi og fólki því, sen! lét þær eftir sig, en
ekki tekist.
Leifar þessar eru af ýmsu tagi og með ýmsu
móti. En einna mest kveður að eftirlíkingunum,
"effigies” orma, fugla og dýra, stórum og smáum.
Af slíkum leifum er Mississippi-dalurinn einkan-
lega auðugur, }x> þær séu helzt að finna um alt landið
frá stórvötnunum og suður til Mexico, og frá Kletta-
fjöllunum að vestan austur að Atlantshafi. Alt þetta
land hefir verið bygt, löngu áður en nokkur hvítur
máður kom hér við land, og mannfræðingar segja áð-
ur en Indíanar bygðu landið. Þvi þeim kemur saman
um, að það fólk hafi staðið á hærra menningarstigi
en Indíanar stóðu á, þegar hvíti kynflokkurinn kom
hér til sögunnar.
Aldur þessara leifa vita menn ekki með neinni
vissu, en J>ó telja menn liklegt, að þær séu frá stein-
a!dar tímabilinu og hafa beir það til marks að í rúst-
unum hafa ftmdist hlutir úr steini mjög haganlega
gjörðir, einnig hafa hlutir fundist í rústunum, sem
gjörðir eru úr beini, skeljum og málmþynnum, en þó
telja ]>eir vist, að fólk þetta hafi enga hugmynd haft
um málmbræðslu.
Leifarnar, sem eftir Jætta fólk finnast, em helst
upphleypt mannvirki fmounds) eða haugar, sem hafa
á sér ýmsar og einkennilegar myndir, svo sem eins og
ormurinn mikli, (the great serpent), sem er einna
nafnkunnastur af slíkum leifum, nálægt Portsmouth
í Ohio-ríldnu.
Haugur sá stendur á landspildu einni mjórri, er
liggur á milli þriggja lækja , sem þar renna saman.
Hið gapandi gin jæssa leirorms er sjötíu og fimm fet
á vídd. Skrokkur ormsins er tuttugu fet á breidd og
fjögur fet á hæð, og ef mælt er eftir bugðum þeim,
sem á honum em, þá er léngdin eitt þúsund þrjú
hundruð fjörutiu og átta fet. Á halanum er þrefald-
ur hringur. Fyrir framan þetta ferliki er hringmynd-
aður veggur, og er gjót mikið i miðju hans.
Auk orms þessa hins mikla, eru þúsundir af haug-
um i Ohio, sumir era hringmyndaðir, áðrir ferstrend-
ir, enn aðrir áttstrendir og svo bæði í senn hring-
myndaðir og með hliðum. Enn fremur eru þar smærri
hæðir, sem kallaðar eru altaris-hæðir; eru þær
hringmyndaðar, en þegar grafið er í jörðu kemur í
ljós kantur á þeim. Við þann kant standa oft skálar
úr leir, sem eru þrjú til fjögur fet á vídd, og i þeim
er tíðum að finna ösku eða viðarkol.
í Wisconsin hafa fundist hvað einkennilegastar
leifar — eftirlíkingar (effigy) mounds. Eru það
fugla, spendýra og höggorma myndir úr leir; eru þær
vanalega nokkuð margar saman og geysi-stórar. I>ar
gefur að lita panþerdýr með þrjú hundruð og fimtíu
feta löngum hala, og erni, sem með útbreiddum vængj-
um eru þúsund fet á breidd. Stundum eru J>essi fer-
líki grafin í jörð að nokkm leyti og í kring um þau
eru grafhvelfingar í hundraða tali. Menn halda að
þessar eftirlíkingar hafi verið táknmyndir og hafi
verið reistar til verndunar bæjum eða bújörðum
manna, sem þar hafi verið endur fyrir löngu.
Sunnar, í vesturhluta Tennessee rikisins, finnast
enn aðrar tegundir fomleifa. Það em haugar, eða
réttara væri ef til vill að segja grafhvelfingar. Ein
slík fanst tólf mí!ur frá bænum Nashville. Var þar
áður hóll, sem var tólf fet á hæð og fjörutíu og fimm
fet á breidd. Þegar í hann var grafið, fundust þar
leifar af meira en hundrað manns og var auðséð, að
þar hefir verið grafreitur eða grafhvelfing. Greftr-
un þessa fólks var þannig, að kistan hefir verið gjörð
úr sex hellum; ein var notuð fyrir botn, svo tvær
reistar sitt hvoru megin til hliða, og tvær til endanna,
og ein lögð ofan á; og var þessum steinkistum raðað
hverri ofan á aðra. Neðstu kisturnar voru víðar og
stuttar, svo óhugsandi er að í þeim hafi fullorðið fólk
getað legið án þess líkamirnir hafi verið beygðir sam-
an, eða aflimaðir; og í sambandi við J>essa neðstu
kisturöð er það einkennilegt, að beinin höfðu verið
tekin úr kistunum, hreinsuð og sett í smáar hrúg-
ur með fram röðunum. Efri steinkisturnar voru
lengri — full lengd , og i þær höfðu oft verið látnir
tveir og ]>rír.
Víða eru haugar á þessu svæði, þar sem ein eða
tvær steinkistur er að finna. En þetta fólk hefir auð-
sjáanlega fylgt þeirri reglu, að grafa alla sína dauðu
i slíkum steinkistum.
Frá Noregi
voru myndir sýndar í Fyrstu lút. kirkju á fimtudags-
kveldið var, af séra Sommerfelt lækni. Sá fyrst
mannvirki nokkurt í Kristjaníu, en síðan Skíðu, þar
sem Henrik Ibsen sá þesSa heims ljós fyrst. í bænum
Skíðu er líkan af skáldinu úr eir, á háum steini fer-
strendum, og er engu líkara en að hann sé sokkinn í
bergið upp undir hendur. En skirt og skörulegt yfir-
bragð skáldsins. Á bak við er háturnuð timbur-
kirkja. Ibsen gerði bók, sem nefnist “Skrípa líf”
(Livets Komedie), og margar aðrar. Svo er sagt, að
honum stökk aldrei bros. — Úr Skíðu var haldið upp
á Þelamörk, ekki á skíðum samt, þó Þilir séu góðir
skíðamenn, og kent hafa þeir öðrum þá íþrótt, sem
nú er mjög tíðkuð í Noregi, svo sem sýnt var með
mörgum myndum frá Ilolmenkollen, en þar þreyta
Norðmenn skíðastökk. Sú kepni er með þeim hætti,
aö farið er sem geystast ofan í móti og fram af brún,
og þykir sá mestur, sem fer lengst í loftinu fram af
brúninni og dettur ekki, þegar niður kemur. Á Þela-
mörk er víða fallegt, búningar með gamaldags sniði
og stafakirkja er þar enn og stokkabúr og margir
hlutir haglega skornir. Fólk er þar hraust og hart.
Þar eru fagrar dalabygðir og há fjöll. Þar er Rjúk-
andi, sem nú vinnur úr loftinu áburð á völl og akra.
Síðan var haldið sem vegur liggur um fögur fjöll og
komið fram á Sunnhörðalandi, í Stafangri. Kirkja
var þar sýnd og annað ekki, með tveim turnum fer-
strendum, sléttum að ofan, og víðu standþili með krot-
Velgengni
Sonar
Ydar
Enginn
lætur
ung'Iingnr
sér detta
í hug að hann verði
undir í baráttunni.—
Æskan er ávalt von-
góð, en vonirnar einar eru ekki full-
nægjandi.
Ef þér þráið, að drengurinn yðar verði sjálf-
steður og líði vel, sem marga dreymir um, en
færri sjá í framkvæmd, þá byrjið strax á nýrri
sparnaðaraðferð fyrir hann. Kennið honum í
æsku gildi þess, að spara eitthvað af hverjum
dollar.
Undir því er velgengni hcms komini.
Bank
ada
uðum baug á. Það smíðalag kann að vera gotneskt,
en torkennilegt. — Nú sá næst nokkur dæmi þeirra
þrekvirkja, er Norðmenn hafa unnið í urðarbroti, rof-
ið forngrýtis hamra og brúað gljúfur og gert sléttar
brautir þar sem áður var engum fært. Á sumum
Jæirra eru teinar og þak yfir á stórum svæðum, aö
verjast snjóþyngslum. Ein slik liggur frá Bergen um
Haddingjadal til Kristjaníu. Af bygöum Guðbrands-
dala voru nokkrar myndir sýndar og tvær af heiðum,
er gaman sýndist vekja: hvít geit með kiði á spena og
nokkur hreindýr, er rakki gætti.
Eftir þetta voru sýndir nokkrir staðir á Háloga-
landi, helzt lagleg þorp við sjó, svo og hin frægu
veiðiver við Lófót. En þaðan er ekki all-langt til
}>ess staðar, sem er nefnt Svarta Svell; þar gengur
skriðjökull fram á lygnan fjarðarbotn, og þó gróður í
kring. Fer þá að styttast til Nordkap,
“Þar sem hafi Knörka köldu
kemur haf i opna skjöldu.”
Sá sem þessar línur ritar, getur með sanni sagt,
að hann þykist varla hafa séð skemtilegri myndir; öll-
um, sem þær lita, er sjón sögu rikari um fegurð bygða
og stóran svip fjalla í Noregi.
Viðstaddur.
Bændur og fiskiveiðin
í Manitobavatni.
Fyrst þá menn fóru að byggja
og taka sér lönd við Manitoba-
vatn, mun fiskveiðin í vatninu,
aðallega hafa dregið menn Iþang-
að. Þó að þá væri ekki mikil sala
fyrir fisk eða hátt verð borgað, og
erfitt að koma honum frá sér,
höfðu menn góðan styrk af veið-
inni, þar eð gripastofn var lítill á
frumibýlisárunum. — Þá veiddu í
vatninu aðallega þeir, sem við það
bjugtgu og nutu þess gróða, sem
úr þvi fékst og kom mörgum í all.
góðar kringumstæður. Síðan hafa
margar breytingar orðið; járn-
brautir fjolgað og komið nær
vatninu, svo léttara ihefir verið að
koma aflanum frá sér; þar að aukl
fiskur orðið almenn verslunar-
vara og selst all-vel, og þá allur
seldur frosinn. — 1920^—21 var
farið að kaupa hann þýðann og þá
borgaður hærra verði. Þessi breyt
ing gerði það að verkum, að fjöldi
utamhéraðsmanna fór að koma
til að stunda veiði í vatninu og
þar að auki félög, sem hafa lán-
að net takmarkarlaust hverjum,
sem hafa vildi; fyrir hálfa
veiði í ein 3‘—4 ár. Nú finna menn
hvað þetta hefir haft í för með
sér, að neta fjöldi hefir orðið svo
mikill, að þeir sem búa við vatn-
ið, hafa átt erfitt með að koma
netjum sínum niður og aðkomu-
menn tekið lagnir þær, er þeir áð-
ur brúkuðu. Af þessum mikla neta
fjölda leiðir að fiskurlnn er að
hverfa úr vatninu, eða með öðrum
orðum að eyðast, og það svo til-
finnanlega, að það má kalla sem
fiskilaust, í samanlburði við það
sem var fyrir 4—5 árum. Með
sama fyrirkomulagi og nú er,
liggur í augum uppi, að eftir 1—2
ár verður fiskur hér í vatninu
upp dreginn, nema ef til vill sá
fiskur, sem ekki er verslunar.
vara. Verði nú ekkert gert, til að
hindra þetta gegndarlausa úthald,
sem nú er, verður fiskur í Mani-
tobavatni innan skamms úr sög-
unni.
Eins og áður er getið, tóku
flestir hér lönd við vatnið, ein-
ungis íyrir fisveiðina, þar eð lönd-
in með fram því, eru víða léleg
og ekki brúkleg fyrir kornrækt;
þar á móti er heyskapur víða góð-
ur og því hæigt að famleiða tals.
vert af nautgripum, samt með því
móti, að hafa talsvert land til um-
ráða. —
Þetta getur gengið vel, á með-
an vatnið er lágt, en þegar það vex
eða hækkar verða menn í vand-
ræðum með gripi sína, og hafa
því ýmsir orðið að yfirgefa lðnd
sín af þeirri ástæðu.
Þau árin, sem flóðin Ihafa verið
hafa reynst mjög erfið, en þá hefir
veiðin verið það eina, sem hefir
ibjargað mönnum út úr mestu
vandræðunum. Til þess að ráða
bót á þessu þjóðþrifamáli, þarf
nú að ibreyta til með þetta stjórn-
lauisa fyrirkomulaig, sem nú er.
Við vitum allir, sem griparækt
stund'um, að þeir borga ekki fyrir-
höfnina, með því verði, sem á þeim
hefir verið síðustu árin, 0g veiðin
í vatninu er ekkert annað en upp.
ibót á lélegum löndum, sem að þvl
liggja. Verði nú nokkuð gert til
þess, að eyða ekki fiskinum algjör-
lega, ætti ekki að selja veiðileyfi
öðrum en þeim, sem horga hér öll
opinber gjöld, en þau gjðld
hvíla á löndunum.
Annað, að lögskipað yrði að
ekki mætti nota smærri möskva,
en 4 þumlunga, svo að ungi fisk-
urinn sé ekki dreginn upp. Þetta
gæti ef til vill hjálpað lítið eitt
í bráð, með því móti að ríkt væri
gengið eftir, að lögum þeim yrði
fylgt, sem eg efa ekki að gert,
yrði. Eg rita þqssar línur aðeins
í þeim tilgangi, að Ihér taki til
mális velhugsandi menn, sem unna
landi og þjóð, og eg veit, að það
eru margir, og sem sjá, að hér er
um áríðandi mál að ræða, sem
verður einnig að komast í fram.
kvæmd hið bráðasta. Með bestu
óekum til landa minna.
G. J .
Endurreisn ísl. glímu.
Knúðir af ilofsverðum áhuga fjT
ir og óbifanlegri trygð við það,
sem okkur er sameiginlega dýr-
mætt, hafa frumherjar )>essa máls
snert hjartastrengi íslenskra 1-
þrótt^-vina. Þar sem glíman, þessl
eina, en þó sérstaklega eftirtekta.
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef 1><V tiaflfS ckkl þc«ar Sparlsjófisrelkninff, |>á, getifi þér ekkl
breytt hygsrllejrar, en að Ieggja peninga yðar lnn á eitthvert af vor-
um næstu Útlbúum. par bíða þelr yðar. þegar réttl tímlnn kemur til
að nota þá yður tll sem rnests hagnaðar.
Union Bank of Canada hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tíma
komið upp 345 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðum yður lipra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér
gerið mlkil eða lítil viðsklfti.
Vér bjóðum yður að hcimstrkja vort nscsta Ötibú, ráðsmaðurlnn
og starfsmenn hans, munu finna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður.
CTIBC VOR ERU A
Sargent Ave. og Sherbrookc Osbome og Corydon Ave.
Portage Ave. og Arlington I,ogan Ave og Sherbrooke
Portage Ave. og Good St. og 0 önnur útibú í Winnipeg.
Af> ALSKRIFSTOPA:
UNION BANK OF CANADA
MAIN and WIIdJAM — — WINNIPEG
»
1