Lögberg


Lögberg - 30.07.1925, Qupperneq 1

Lögberg - 30.07.1925, Qupperneq 1
E R O V IN ( THEATRE ÞESSA VIKU TOM MIX ‘THE RAÍNBOW TRAIL Framhald leiksins ‘Riders of the Purple Sage’ ZANE (iRKV'S pROVINCF 1 THEATRE lj • NÆSTU VIKU PRISCIIXA DEAN -i- “A CAFE IN CAIRO” Myndin er tekin úr bók Izola Forrester 38. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ 1925 NÚMER 31 FJÖLMENNIÐ A ÞJÖÐMINl 1INGARDAGINN 1 RIVER PAÍ l IK, NÆSl fA LAUGARDAG Canada. Hon. John Bracken, stjórnarfor- maður Manitoba fylkis, hefir boð- ið fylkisþingmönnum af öllum flokkum að taka þátt með sér í ferðalagí norður til Port Nelson. Er sá tilgangur yfirráðgjafans, að kveikja nýjan áhuga fyrir því, að Hudsons-flóa brautinni verði lokið sem allra fyrst. * * * Fregnír frá Macleod í Alberta, hinn 23. þ. m., telja uppskeruhorf- ur í suðurhluta fylkisins, hafa batnað til muna sökum aukinna rigninga. Rev. Robert Paterson, prestur við St. Andrews kirkjuna í Bran- don, hefir verið kjörinn forseti Presbyterafélaganna í Manitoba, þeirra, er eigi vildu ganga inn í kirkjusambandið nýja. * * * iSamkvæmt fregnum frá Lund- únum hinn 22. þ. m. er líklegt tal- ið að thertoginn af Athol, muni verða næsti landstjóri í Canada » * * Rt. Hon. Arthur Meighen, leið- togi íhaldsflokksins í Canada, er staddur í Vesturlandinu um þess- ar mundir. Er hann vafalaust í kosningaundirbúningi. Fyrstu ræð una flutti Mr. Meighen að Stone- wall hinn 30. þ. m. í för með hon- um er Donald Southerland þing- maður South Oxford kjördæmis- ins. * * » Látinn er nýlega í Montreai. Rev. Canon Henry Kitson, fyrrum prestur við Church of Christ í Ottawa, sjötíu og sjö ára að aldri. Var hann í röð hinna merkustu kennimanna landsins, og hafði gefið sig allmikið við ritstörfum. Má meðal bóka þeirra, er eftir hann lig^ja, nefna “Ohurch Hi- story from Archives,”, “A Study of the Early Canadian Church” og “Sermons and Paper.” * * # Aðfaranótt sunnudagsins hinn 19. þ. m., var maður einn, John Rodaway, myrtur á þjóðveginum skamt frá Inwood, Man. Fjórir menn hafa verið teknir fastir og eru sakaðir um að vera viðriðnir morðið. Bíða þeir yfirheyrslu í fylkisfapgelsinu hér í borginni. * • • Hinn 23. þ. m. brann til kaldra kola sögunarmylna North Van- couver Saw Mills, Limited, á norð urströnd Burrard Inlet. Er tjónið' metið á hundrað og tuttugu þús- undir dala. * * * Fimtudaginn hinn 23. þ\ m. átti bærinn Emerson hér í fylkinu, fimtíu ára afmæli. Var það hátíð- legt haldið með mikilli vijfhöfn. Hátíðahöldin stóðu yfir í fjóra daga. • « m * * # Þingnefnd sú, er verið hefir undanfarandi að rannsaka ástæð- urnar, er til þess leiddu, að Hearsr músíkverslunin og Farmers Pack- ingr félagið, fóru á höfuðið, með stórtapi fyrir almenning hér í fylkinu, hefir frestað störfum þangað til í haust. Er þess vænst að sitthvað sögulegt komi upp úr kafinu í sambandi við starfrækslu þessara tveggja félaga, um það er lýkur. Að því er snertir hið fyr- nefnda félag, er það þegar bein- iínis sannað, að þar hafi verið um hin fáránlegustu fjársvik að ræða. * # * Hon. W. R. Motiherwell, land- búnaðarráðgjafi sambandsstjórn- arinnar flutti ræðu í Moose Jaw, Sask, hinn 23. þ. m. Kvað hann leiðandi menn flokks aíns alment þeirrar skoðunar, að heppilegast myndi vera, að gengið yrði til kosninga þegar í haust, eða á önd ^ verðum komanda vetri. * * * Hinn 21. ársfundur útfararstjóra í Manitöba, var haldinn hér í borg. infti um miðja fyrri viku. Flútti þar fyrirlestur, prófessor C. F. Gallaway frá Chicago. éiosningar til embætta fyrir næsta starfsár, féllu þanrig; Heiðursforseti John Thomson í Winnipeg, forseti, G. W. Ferguson frá Brandon, vara- forseti, Arthur Cascadden frá Virden og fjármálaritari, A. B. Gardiner í Winnipeg. Næsti árs- funduí verður haldinn í Brandon. * * * A. R. Nichol, fasteignasali hér í borginni, hefir gefið 250,000 til Almenna sjúkrahússins, Er þess getið til, að Mr. Nichol muni í alt gefa um miljón dala til hinná marg víslegu manpúðarstofnana í Win- nipegr * # • Samkvæmt fregnum frá Toronto hinn 27. þ. m., hefir íhaldsflokk- urinn þegar útnefnt seytján sam- bands þingmannaefni í Ontario- fylki. * # * Hon. Charles StewaJ't. innanrík- isráðgjafi sambandsstjórharinnar hefir lýst yfir því, að stjórnin muni vafala’ust veita Backus-Sea- man félaginu réttindi, til að koma á fót pappírsmylnu í Winftipeg. Bandaríkin.x Póstmálaráðgjafi Bandaríkjanna Mr. New, hefir lýst yfir því, að tap á póstmálastarfrækslunni yfir fjárhagsárið 1925 muni nema fjörutíu miljónum dala. Telur hann þetta stafa af óvitur'.egr; löggjöf. * * * Utanríkisráðgjafinn Mr. Kell- ogg hefir tilkynt að stjórnin láti deilumálin í Kína afskiftalaus að öðru leyti en því að hún krefjist þess* að stjórn Kínverja verndi líf og eignir útlendinjfa þar í landi. # » » Standard olíufélagið í New Jersey hefir innleitt átta klukku- stunda vinnutíma meðal verka- manna sinna. # * \ * Fullyrt er að borin verði frám í senatinu þingaályktunartillaga í desembermánuði næstkomandi er krefjist þess að Bandaríkin gerist tafarlaust meðlimur í alþjóðadóm- stólnum — World Court. « * * Sunnudaginn 26 þ. m. lést í Day- tonf Ohio, mælskumaðurinn víð- frægi William Jennings Bryan, fyrrum utanríkisráðgjafi Banda- ríkjanna í stjórnartíð Woodrow Wilsons og þrisvar sinnum for- setaefni. Hann varð bráðkvaddur. William Jennings Bryan, var fæddur í Salem, 111. hinn 19. dag marzmánaðar árið 1860. Útskrif- aðist af Illinois College 1881. Kvæntist Miss Mary Blair frá Percy, Illinois, 1884. Fluttist til Lincoln, Nebraska, 1887. Kosinn á þjóðþingið í Washington 1890. Sótti um Kosningu til öldunga- ráðsins 1894, en beið ósigur. Út- nefndur sem forsetaefni Demo- krata 1896, gegn William McKin- ley. Stofnaði herdeild og var ror- ingi hennar meðan á spansk-ame- rlska stríðinu stóð. Kepti um for- setaembætti á móti Mg Kinley árið 1900 Og beið lægra hlut. Stofnaði árið eftir blaðið “The Commoner” í Lincoln, Nebraska. Ferðaðist um M meginhluta hins mentaða heims árið 1906. Bauð sig fram til for- seta gegn William Havard Taft, árið 1903 og tapaðj. Átti mestar. þáttinn í útnefningu Woodrow Wilsons, 1912. Árin 1S|13 — 1915 gegndi Mr. Bryan utanríkisráð- gjafaembætti í ráðuneyti Wood- row Wilsons, en sagði því af sér, sökum ágreinings við leiðtoga sinn. Síðasta starf Mr. Bryans var það, að sækja málið á hendur mið- skólakennaranum Mr. Scopes í Dayton, er kærður var um að hafa kent nemenduiji sínum breytiþró- bnarhugmyndir Darwins, þvert ofan í lög Tenneesee ríkisins og fundinn var sekur af kviðdómi. nefnds mylnufélags á Englandi, hefir gefið hundrað þúsund ster- lingspund í styrktarsjóð gamalla og heilsubilaðra meþódista presta. * * * Kona ein á geðveikrahæli í Lundúnum, hefir nýlega lokið við skáldsögusafn, sem gert er ráð fyrir að gefið verði út í náinni framtíð. Eru sögurnar sagðar að vera næsta merkar. Læknar telja konu þessa lausa við öll heilsu- bilunamerki, meðan hún sé að skrifa, en jafnskjótt og hún leggi frá 'sér pennann, grípi hana ó- stjórnlegt æði. * * • Sá orðrómur hefir verið á sveimi í Lundúnum undanfarandi, að stjórnin hafí svarið inn ósköpin öll af leynilögregluþjónum til að hafa í þjónustu fiinni, ef kolaverk- fallinu yrði hrint af stað.. Nú hef- ir innanríkisráðgjafinn opihJber- lega lýst yfir því, að ekki sé nokk- ur minsti fjugufótur fyrir slíku. « » * í ráði er, að byrjað Verði á því j innan skamms, að grafa neðan- jarðargöng milli Liverpool og Birkenhead. Kostnaðurinn er á- ætlaður að nema um fimm miljón- um sterlingspunda. * » * Rt. Hon. Ramsay MacDonald, fyrrum stjórnarformaður flutti nýverið ræðu í Edinburgh, þar sem hann úthúðaði Baldwinstjórninni fyrir meðferð hennar á atvinnu- málunum og kvað hana bera beina ábyrgð á því, ef tiL kolaverkfalls- ins kæmi, með því að hún hefði enga tilraun gert til þess að miðla málum, fyr en um seinan. * * * Eins og nú standa sakir, er helst ekki annað fyrirsjáanlegt, en að breskir kolanámumenn muni hefja verkfall hinn 31. þ.m., en þann dag rennur út launasamningur þeirra við vinnuveitendur. Allflest önnur verkamannafélög á Bret- landi, hafa heitið námumönnum' stuðningi, ef til verkfalls komi. Auk þess hafa málsvarar námu- mannanna farið þess á leit að samtök verkamanna bæði á Frakk- landi og Þýskalandi, að þau leggi fram fjárstyrk nokkurn, því búist er við, að verkfallið geti orðið ærið langgætt, ef úr því verður á annað borð. Stjórnin hefir haldið daglega fundi um málið í þeim tilgangi að reyna að koma sáttum á, en orðið lítið ágengt. Sá af ráðgjöfunum, er staðið hefir í broddi fylkingar við samkomulagstilraunirnar, er Rt. Hon. Bridgeman, flotamálaráð- gjafi. Pretland. Leiðtogar námumanna, hafa lýst yfir því, að svo framarlega að til verkfalls komi, muni um miljón heimilisfeður, ásamt fjölskyldum, þurfa á utanaðkoinandi hjálp að halda. I * * * Joseph Bank, forstjóri sam- Hvaðanœfa. Sjötíu og fjórar. þúsundir námu- manna í Lorrine fylkinu á Frakk- landi, hófu verkfall síðastliðinn mánudag. • • • Leiðtogi Nationalistanna í Mor.. occo, Abd-el-Krim, hefir tilkynt að um friðartilraunir við Frakka og Spánverja geti ekki verið að ræða, fyr en þjóðbandalagið — League of Nations, gangi inn á að viðurkenna fullveldi þjóðar sinn- ar. • • •' Þjóðþingið í Mexico hefir af- greitt nýja verkamálalöggjöf, er miðar í mörgu til að bæta kjör vei^kamanna og koma á betra safn- komulagi milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. Er mælt, að ýms- ir leiðandi menn verkamannasam- takanna amerísku, hafi aðstoðað Mexicostjórn við undirbúning þess ara nýju löggjafaratriða. Sam- kvæmt lögum þessum skulu verk- föll ólögmæt taljast, nema þýi að- eins, að ítarlegar tilrannir til samkomlags af hálfu allra aðilja, hafi farið út um þúfur. * # * Stjórnarmaður Frakka, hefir lýst yfir því í þingræðu, að stjórn- in sé staðráðin í að greiða Banda- ríkjunum hvert einasta cent af stríðsskuldunum, hvort sem þjóð- verjfer fullnægi fyrirmælum Dawes-samninganna’eða ekki, að því er til skaðabótagreiðslunnar kemur. ,----------;--- Miss Þórlaug Búason, kom til borgarinnar sunnan frá Sán Fran- cisco, þar sem hún hefir dvalið undanfarandi ár. • j Gullbrúðkaup. . Metúsalems Jónssonar og Ásu Ingibjargar Einarsdóttur, þ. 27. júní 1925. Það var setið af nál. hundrað manns. Hefði sjálfsagt verið fleira fólk viðstatt, ef ilt færi hefði eigi hamlað. Fyrir samsætinu gengust’fé- iagskonur kvenfélags Árdálssafn- aðar. Og fyrstu upptök er mér sagt að hafi verið hjá Mrs. Kristveigu Jóhannesson, konu Guðmundar- Jóhannssonar í Árborg. Er húr. systurdóttir Metúsalems. I fyrstu var áformað að hafa samsætið þ. 12. júní, því sá dagur er brúðkaupsdagur þeirra Metú- 'Salems og konu hans. En áður en varði, var sá dagur fastsettur orð- inn fyrir mót nokkurt, er búist var við að yrði fjölment. Og þó að það mót færist fyrir í það sinn, þá varð ýmissa orsaka vegna að fresta samsætinu, svo að af því varð ekki fyr en rúmum hálfum mánuði eftir hinn upprunalega fyrirhugaða dag. Þau Metúsalem og Ása búa á landnámisjörð* sinni, um tvær míl- ur enskar vestur af þorpinu Ár- borg. Er þar allvel hýst og bú- skapur í góðu lagi og efni næg. Samsætið hófst á heimili þyirra um kl. 3 e. h. Orð fyrir aðkomu- fólki hafði prestur Árdalssafnað- ar, séra Jóhann Bjarnason. Lét hann byrja samsætið með brúð- kaupssálmi, lps síðan biblíukafla og flutti ibæn. Afhenti hann síðan þeim hjón- um gjafir frá brúðkaupsgestuita, er voru stólar tveir þægir og kostulegir. Var að því búnu gert ýmist, að ^ungnir voru íslenskir söngvar, eða ræður fluttar og xvæði. Brúð- kaupskvæði hafði orkt dr. S- E. Björnson í Árborg. Var það lésið af honum ejálfum. snemma í sam- sætinu ,rétt eítir að gjafirnar höfðu verið afhentar. Síðar í veisl- unni voru ljóð flutt af þeim Valdi- mar' Jóhannessyni, bónda í Viði, tengdasyni þeirra hjóna og P. S. Guðmundssyni, bónda í Árborg. Skrifað ávarp, fallegt og hlýtt, flutti séra Sigurður S. Christo phersson. Var kona hans, frú Þor- b.jörg sál.f.dóttir þeirra Metúsal- ems og konu hane. Laqt eg bæði kvæði læknisins. og ávarp séra Sigurðar fylgja hér með. Hvort- tveggja svo fallegt að það sómir sér vel í dálkum almennings blaða. Kvæði hinna hefi eg ekki við hepdina. Mundi j annars með á- nægju senda þau einnig. Aðrir er til máls tóku, auk þeirra er|þegar hafa verið nefndir1, voru Gestur Oddleifsson, Tryggvi Ingjaldsson, MÍrs. Hólmfriður Ingjaldsson, Mrs. Guðrún Borg- fjörð, Ingimar Ingjaldsson og Gísli M. Jónsson. Er hinn síðast- aldi uppeldissonur Metúsaléms og Ásu. Hefir hann verið hjá þeim frá því að hann var ungbarn og notið sama ástríkis og þeirra eigin börn. Bar hann fram þakklætisorð fyrir hönd fóstiy-foreldra og syst kina. Góður rómur var að því gerður, sem og að ræðunum öll- um. Það sama má segja um kvæð in er flutt voru. Veitingar rausnarlegar voru og frambornar. Til þeirra var efnt og fyrir þeim staðið af kvwifélagi Árdalssafnaðar. í þeim félagsskap hefir Ása húsfreyja verið frá því fyrsta og er enn. Er hún og maður hennar bæði ágætlega metin í bygð og söfnuði, sökum frábærra mannkosta, er prýða þau hjón bæði. Á næstum fyrstu landnáms- tíð var Metúsalem í mörg ár fé- hirðir Árdalssafnaðar. Fara hon- um vel trúnaðarstörf úr hendi eims og jafnan er, þegar um góða menn er að ræða. 'Um ætt Mebúsalems er það að segja, að hann er sonur Jóns Björnssonar hreppstjóra í Dal (Laxárdal) í Þistilfirði í Norður- Þingeyjarsýslu og fyrri konu hans, Kristveigar Eiríksdóttur. Var Jón hreppstjóri búhöldur svo iþikill og stórbóndi, að hann einn bjargaði stundum nærri heilu sveitinni, í harðindum þegar hey- skortur og bjargarleysi vofði yfir. Bræður Metúsalems voru Bjöm og Sigurður. Bjó hinn fyrnefndi i Sandfellshafa í Axaffirði, en hinn eftir föður sinn í Dal. Báðir gildir 7 bændur. Voru giftir systrum Ásu. Var Jóftanna kona Björns, en Þóra kona Sigurðar. Systur Metúsalems voru Guðrún, kona Gríms Jónsson-' ar, bónda í Tunguseli á Langanesi, Arnþrúður, gift Birni Gunnlaugs- syni í Skógum í Axarfirði; Guðný gift Sigfúsi Jónssyni (bróður Gríms í Tunguseli) frá Hvammi í Þistilfirði; Kristín, gift Jóni Frí- mann, frá Ási í Kelduhverfi; og hálfsystir, Siguí'veig að nafni, dcttir .Jóns hreppstjóra og síðari konu hans, Kristínar Soffíu Guð-Í mundsdóttur. Sigurveig er gift j Arnljóti bónda, fóstursyni séra! Arnljóts í Sauðanesi. Þau hjón j munu, vera búsett hér í fylkinu, j ekki alllangt frá Silver Bay -við ! Manitobavatn. Foreldrrtr Ásu, konu Metúsal-! ems, voru Einar bóndi Eymunds- son og kona hans Þorbjörg Þor- varðardóttir. Þau hjón bjuggu í Fagranesi á LanganesiA Bræður Ásu voru Metúsalem sál. Einars- son, er var merkismaður og stór- bóndi að Mountain N. D.; Frímann t’rábær efnismaður, dó ungur; Þor varður, vel þektur sæmdarmaður, býr að Mountain, N. ’ D. og Hró- bjartur bóndi EinarssOn að Innis- fa.il, Alta. Systur Ásu, auk þeirra er áður eru nefndar og giftar voru þeim bræðrum Metúsalems voru Aðal-1 björg kona Helgá Sigfússonar frá Hrollaugsstöðum á Langanesi;; Þörbjörg, gift Daníel Jónssyni á Eyði á Lángane'si; Gurðún Jó- hanna, kona Sigurðar Eymunds- sonar, fyrrum bónda i. grend við Pembina, N. D.; og Júlíana, kona Jóns Eymundssonar (bróður Sig- urðar). Þau hjón bjuggu einnig um lengt skeið frá Pembina. Börn Metúsalems og Ásu eru aðeins tvö á lífi. Jón, heima í föð- urgarði, og Kristveig. kona Valdi- mars bónda Jóhannessonar í Viði. Látin eru, Einar, efnismaður, lést um tvítugsaldur, .og frú Þorbjörg, kona séra Sigurðar S. Christopher- sonar. er andaðist á öndverðu ári 1920. Þau hjón, Metúsalem Jónsson og Ása kona hans, fluttu af íslandi árið 1883. Keyptu þau bújörð all- skamt frá Pembina, N. D. og bjuggu þar til 1901. Námu þau þá land í Árdalsbygð og hafa búið þar síðan. Hjónaband þeirra he|ii verið frábærlega gott og heimilis- bragur hinn besti. Hefir sá er þetta rítar og margir aðrir notið margra ánægjustunda við heim- sóknir á heimili þeirra. Er það einlæg óek^ fjölda vina, að æfi- kvöld þeirra megi verða bjart og fagurt, og að indæll dagur og sól- ríkur renni þeim upp að morgni__ Fréttafitari Lögb. — mörg ein gleði og sorgin, hönd þín var mér í hendi hjartað lífssólin bjarta r hefi af guði gefinn gullið og dýrsta fullið. Klökkur þér eg nú þakka þrár mínar fimm tugi ára. Fléttaðir þú og þættir, þínum 'Saman og mínum! Gott væri að eiga eftir ár þó fimmtíu væri, fengi eg að lifa lengur leiddur af þér og studdur. Fnn mér æskusól brennur elli þó haldi velli. Hjartans brosið hið bjarta bálar enn mér í sálu. Angar sumarið unga öld þó hálf sé að kveldi, skjöld minn skygðan eg vildi skú'ld þó sé mér á huldu. Fórum fimm tugi ára fljótf nú dimmir af nóttu. Blund fær blóm sér á grundu. bál þó lifir í sálu. Lifir lífsþráin yfir lending. Alföður hendi leiðir börnin og breiðir blóm á veginn og Ijóma. KVEÐJA ti! Metúsalems Jónssonar og konu hans Ásu Ingibjargar á gullbrúð- kaupsdegi þeirra þ. 27. júní 1925. Heiðruðu brjúðhjón og elskulegu tengdaoreldrar:— Það er mér mikið gleðiefni að ÍSLENZKUR IÞRÓTTAMAÐUR. Garðar Gíslason. Á íþróttamóti, sem fram fór í , , ... , , „ , . i Sargent Park hér í borginni, hinn i vera her staddur í dag með hmunvi ... , *. .... 8 - „ II. þ. m. skaraði ungur íslending- i mörgu vinum og vandamonnum , , ! . , , I ururam ur og vann í lumorflokkn- i og minnast a þann hatt hinnar , ,. I , . ,. _. . , l um hetjutitil Manitobafylkis í sannhelgu og dyrðlegu stundar. ,, , , „ , L . , f , ,, hlaupum og hástokki. (Track and Það er í sannleika helg og dyrðleg I _ I , , iField íþrottum). Maður sa, er her ! stund, sem nu rennur upp í lifi .*■ , _ » , ,, t . , , , , „ ' um ræðir, er hr. Garðar Gíslason. vkkar. Þessi stund er helguð af , . ... . , , , , , Vann hann þrenn 1. verðlaun og 1 langri og gofugri samfylgd, fra | . „ .. , , , , .._ , „ , . I,, Jem 2.. Var sex stigum a undan l þvi er þið i fyrsta sinn hvilduð i , . , , ,, , ., , þeim, er næstur honum gekk. ! hugfangin við brjost hvors ann-L-, x „ , ,. „ „ „ Garðar kom fra íslandi fynr tæp_ , ars.. Hun er lixa vigð af morgum! , . ., i, „ , . ... * , , , „J um þremur arum og tók þegar í tarum. Og þo getið þið í dag horft . , . , , _ ,, ,., , , í fnstundum smum að íðka íþrott- vfir hin morgu ar, og sæl og rolec • _ Z , ,,, . 7 ir. Mun enginn vafi a þvi leika, að sagt með orðum skaldsins: “Guð, I . , , * „. „ . , , I þar sem hann er, se að fmna efni þer se lof fvnr liðna tið, hvort hun , ,. ... * i hinn agætasta iþrottamann, er verða muni sjálfura sér og íslenska þjóðflokknum til sæmdar. Tekur /Jiann þátt í íþróttunum á íslend- ingadaginn í Winnipeg. Kennari Garðars er Walter Robertson, sem alment er talinn annar best: í- þróttakennari í Canada. GULI.BRÚÐKAUPSKVÆÐI er dr. S. E. Björnson í Árborg flutti í gullbrúðkaupi þeirra Metú- sajems bónda Jónssonar og Ásu Ingibjargar Einarsdóttur í sam- sæti á heimili þeirra í Árdálsbygð i Nýja íslandi þ. 27. júní 1925. Fundur var f.vrri stunda fagur sem júní dagur. *, Bjart var í hug og hjarta Heimur sem töfrageijrtur Blær vakti af blundi værum Blóm er kystust í tómi. Lífið af guði gefið gat ekki verið betra. Vaggar vonanna döggin, vorið kveðiy um þorið, Hleður lifsbraut úr ljóði lækur hoppandi sprækur. Syngur æskan hin unga ör í viðmóti og svörum, þýð sem blærinn hinn blíði braga liðinna daga. Fórum fimm tugi ára fjallveg, urðir og hjalla. Sóknar særður í leiknum þoli stundum var kalinn. Sjúka mundin þá mjúka mætti kærleikans ættar styrkt í stríðinu myrka studdi, veginn og ruddi. Gekk eg einmana ekki Aldarhelminginn kalda er blæddu undir og æddi él og syrti í bili Bundu mjúklega mundir mér hvert sár skjótt þá gréri. Sæli ei sár var né kalinn sá es fékk hana Ásu. Svása sumarið Ása . saga liðinna daga. Brennur enn mér í minni langsöm var eða blíð.” Ykkur er það ljóst í dag, að mesta sælan, sem ykkur gat hlotn- ast í þessum heimi er einmitt það, að fá að lifa og líða og hryggjast og gleðjast saman til þessarar | stundar. j Á heimili ykkar er nú mikil gleði i og fögnuður yfir sameiginlegum sigri, sem þið hafið unnið á liðn- um árum. og vinir þeir, sem hafa borið að garði til að» blesea með ! ykkur þessa stund eru margir, og þó er all stórt skarð í vinahópinn, | og svipir þeirra, sem eitt sinn glöddu og prýddu heimili þetta í eiga aldrei afturkvæmt. En sú er ! bót í máli, að þótt þeir ekki komi til okkar. þá vitum við fyrir víst, ! að þar sem að þeir jnú dvelja, þangað munum við og bráðlega fara, því allir vegir Guðs eru ! elska og trúfesta. Árin, isem eg er búinn að þekkja i-ykkur eru ekki mörg ?ð tölu, en mikil af blíðu — óslitinni blíðu frá þeim degi, er eg þekti ykkúr fyrst. Óslitin göfugmenska hafir verið ykkar höfuðregla gagnvart* mér í öllum hlutum. Þið létuð mét í té það dýrmætasta, göfugasta og besta, sem þið áttuð ráð á. Fyrir þetta og margt annað ó- Italið vil eg þakka af hjarta og gleðjast með ykkur á hinni þýðing- armiklu stund. Eg veit, að þið horfið nú í dag, i ekki aðeins yfir liðna sorg og sól- i skinsbletti, heldur munuð þið nú líka horfa yfir um þangað, þar í sem blámar fyrir landi og hjörtu ykkar dvelja hjá vinnm ykkar, og börnum, sem búa þar við vernd og gæsku hins algæskuríka föðurs. Samvistalandið éilífa er ykkur kært. Þar eigið þið fylling ykkar fegurstu vona, og innan skamms J getið þið sagt með skáldinu fagn - ; andi: “Bráðum verður sólin sett. ; Sunna dagsins langa. Nú er ekk* nema rétt í næsta hús að ganga. Hin þríeini algóði guð og bless- aði faðir, leiði ýkkur á ókmnum dögum, eins og hann hefir far- sælað vegferð ykkar um runnið æfiskeið. Hann leiði ykkur heim i barnahópinn ykkar og vinahóp hjá sér þangað, sem engin tár og eng- in sorg á heima. Með hjartans þakklæti og ein- lægri virðing, Sig. S. Christopherson. Jón Bjarnason Academy 1. Eins og eg mintist á í síð- ustu grein minni, mælist eg til að þeir, sem vilja stunda nám í öðr- um College bekk, við Jóns Biarna- sonar skóla, láti mig vita eins fliótt og þeir geta. Vænt þætti mér um að þeir ýildu láta mig vita, hvaði kjörgreinar þeir velja. 2. Vænt þætti mér um að for- eldrar, út ttm - landsbygðina, sem æskja þess að eg reyni að útvega bömum þeirra fæði og húsnæði, sem borgist með matvöru, láti mig vita það fyrsta. Mörgum bænd- um er léttara að b6rga þannig kostnað þann, sem skólaganga barna þeirra hefir í för með sér. — Eg vona, að eg verði bráðum fær um að rita ákveðnara um þetta efni. 3. Kennarar eru nú ráðnir fyr- ir næsta ár: Auk»Miss jHalldórs- son, sem unnið hefir við skólann vel og lengi, hefir skálaráðinu hepnast að ráða tvo æfða og dug- lega kennara frá Bandaríkjunum: Miss Geir og Mr. jEastvold. Kenn- ir Miss Geir enska tungu og bók- mentir í öllum deildum skólans og náttúrufræði að nokkru leyti. Mr. Eastvold kennir sögu og náttúru- fræði. Miss H'alldórsson kennir frönsku og latínu. Eg kenni stærðfræði og íslenzku og annast um kristindómsfræðslu í skólamim. Reynt verður að láta þá náms- grein verða sem notadrýgsta fyrir nertiendur, að svo miklu leyti sem kringumstæður leyfa. Er það í samræmi viðf tilgang skólans og aðal skilyrðið fyrir tilveru hans. 4- Biðja vil eg þá, sem eiga gönutl cintök af Svnisbók ísl Bókmenta, er þeir vilja selja við sanngjörnu vérði, að láta mig vita það fvrsta. Ef nógu margar bæk- ur fást, verða þær keyptar 1 haust. 5. Nemendum, sem hafa út- skrifast úr áttunda bekk alþýðu- skóla og eru heilsugóðir vprður leyft að innritast til náms í 9. og io. bekk í einti, en skólinn áskilur sér rétt til að afnema það leyfi ef nemandi reynist ekki fær um verkið. H. J. Leó.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.