Lögberg - 27.08.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.08.1925, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 27. ÁGÚST 1925. Stormur gamli og vinir hans, Frh. Eftir þetta var Stormur venjulegur gestur mæðranna á kveldin. Hann sat þá oft í gamla hæg_ indastólnum þeirra út við gluggann með ánægju svip á gamla f góðlátlega gráskeggjaða andlitinu sínu, og sagði ^>eim gamlar og nýjar sögur. Sög^ urnar yoru lika jafngóðar ög hann sjálfur, og styttu mæðrunum oft stundir, þegar þær grúfðu sig af kappi ofan í sauma sína, án þess að gefa sér tíma til að líta upp úr þeim. Stormur gamli tók eftir því mjög áhyggjufullur að unga konan varð með hverj- um degi fölari á vangann. Hann fór því að ráð— gera skemtiferðir út í skóginn og talaði um sólskin og söngfugla; en hún hristi *höfuðið og sagði, að hún hefði engan tíma til að skemta sér. Einn morgun mætti Stormur gamli Maríu litlu frammi í ganginum. Hún kom þá heim með körf- una fulla af Iblómum, og honum sýndist hún ætla að iskjótast inn hjá sér. Hann stöðvaði hana og spurði: “Hvað gengur að þér, barnið mitt? Þú hefir ekki sett upp venjulega andlitið'þitt í morgun. Því kemur þú aftur með öll blómin þín?” “Blómasalinn vildi þau ekki. Hann sagðist fá meira en hann gæti selt.” “En það flón! Hann hugsar sig sjálfsagt um aftur.” “Nei, hann sagði eg þyrfti ekki að koma oftar í sumhr.” María litla hafði eins og hetja haldið niðri í sér grátinum, en gat nú ekki stilt isig lengur, heldur fór að hágráta, “Hvað er nú þetta?” sagði gamli maðurinn hálf hissa og ráðalaus, er þetta hún María mín, sem alt í einu er orðin svona kjarklaus. Það verða víst einhver ráð með að láta selja blómin.” “En mamma er veik,” sagði^ María grátandi. Hún hefir lengi verið hálf-lasin, en nú er hún lögst mjög veik. Ó, hvað á eg nú að taka til bragðs. “Það fer alt saman vonandi vel,” sagði Storm- ur gamli hughreystandi, “Guð snýr því öllu til hins besta. Farðu inn til mömmu þinnar. Eg slftl senda þér einhvern til að hjálpa þér.” Hann ýtti henni inn úr dyrunum og flýtti sér yfir í sín herbergi; þar tók hann hatt sinn og staf og fór svo út úr húsihu. Litlu seinna kom gömul kona inn í svefnherbergið, þar sem María sat við rúm' móður sinnar og hélt í -brennheita hendina á henni. ✓ “Vertu nú bara róleg, telpa mín,” sagði hún, “við skulum bráðum koma henni mömmu þinni aft- ur á fætur. Læknirinn kemur undir eins; Storm- ur fór sjálfur að isækja hann. Ekki leið á löngu áður en Stormur gamli kom með lækninn og foeið hann kvíðafullur frammi í ganginum, þangað til læknirinn kom fram. “Er hún hættulega veik?” spurði Stormur gamli þegar læknirinn kom fram. “Það vona eg að hún sé ekki, en hún verður að fá góða hjúkrun og fullkomið næði, ef hún á að ná sér aftur. Það .lítur út fyrir, að hún hafi lagt1 of mikið á sig.” “Já,eg hugsaði það, og vissi það fyrir víst,” tautaði Stormur gamli. Hann tók lyfseðilinn, sem læknírinn hafði fengið honum, og flýtti sér að sækja lyfin í lyfjabúðina. Þegar hann kom aftur gát hann varla talaíf fyrir mæði. “Vertu nú óhrædd, María mín,” isagði hann, “nú fer alt að lagast aftur, það sagði læknirinn. Hér fer mixtúran, sem mamma þín á að taka inn annanhvern klukkutíma, eina matskeið í einu, og svo hafa ró og næði. Láttu hana önnu gömlu sjá um alt, hún veit hvernig alt á að vera. Það voru sorgardagar sem nú komu á eftir fyr- ir litlu stúlkuna, og hugsaði oft um, hvað bágt hún hefði átt ef hún hefði ekki átt sinn gamla góða vin að. Hún var honum mjög þakklát fyrir alla hjálp hans. Og þegar móðurinni var farið mikið a& batna vegna hjúkrunar og umhyggju gamla manns- ins, þá sagði María oft að hún vissi ekki, hvernig hún ætti að geta launað ihonum hjálpina og alla peningana, sem hann hefði borgað fyrir þær. “Og það er ekkert að tala um,” sagði iStormur gamli. “En heyrðu! hvað ætlarðu nú að gera með öll fallegu blómin þín? Þau fölna og deyja engum manni til gagns.” “Já, það er satt,” sagði Maríá, “en nú er eg að hugsa um að binda úr þeim blómvendi, og selja þá svo hvern út af fyrir sig, ef yður líst á það.” “Já, það er gott ráð,” sagði hann, “nú skulum vð fojálpast að.” María kom með* fulla körfu af blómum.'og úr því bundu þau blómvendi, sem María flýtti sér svo með til að selja. Hún var kvíðafull og hafði* hjartslátt, þegar hún lagði á stað inn í fyrsta húsið til að bjóða vöru sína, en árangurinn var langt fram yfir vonir hennar, því bæði voru Ivendiirnir fallegjV, og svo vildu margir gjarnan kaupa við litlu fallegu stúlkuna, svo hú% hafði á stuttum tíma selt alla blómvendina og fengið þá svo vel borgaða, að henni fanst hún vera stórauðug, þegar hún kom aftur til hins gamla vinar síns. “Sjáðu nú til, nú færðu eitthvað svolítið betur iborguð blómin þín, en áður hjá blómasalanum,” sagði Stormur gamli. “Á morgun skulum við gera þetta aftur.” Eftir nokkra daga var María búin að fá sér fasta kaupanauta, sem hún- færði á Kverjum morgni blómvönd úr lifandi folómum og fékk það vel borg- að. Hún hlakkað mjög til að hún gæti bráðum feng- ið mömmu sinn dálitla peningaupþhæð, sem hún hefði sjálf unnið fyrir. Einu1 sinni, þegar hún var að flýta sér á stað með f)lómakörfi\na sína, talaði óikunnugur sjómaður við hana, og bað hana að selja sér einn folómvönd. “Já, gerið þér svo vel, herra góður,” sagði hún og rétti honum blómin. Sjómaðurinn tók við þeim, en starði svo und- arlega á hana að hún varð hálhrædd við hann. “Hvað heitir þú?” spurði foann. “María Holm,” sagði hún. Honum brá við og spurði svo aftur: “Hvað heitir móðir þín?” Hún heitir Eiízabet . . . en hvað er þetta þér fölnið alveg upp?” “Og faðir þinn? Var hann stýrimaður .... stýrimaður á skipinu “Þrír bræður,” sem fórst fyrir níu árum?” “Já,” sagði María, og horfði hissa á manninn sem stóð gagnvart henni titrandi af geðshræringu. ‘Guði sé æfinlegt lof,” sagði sjómaðurinn, og óðar en María leit við, þá hafði hann tekið hana upp í faðminn og sagði: “Góða, litla María mín, vertu ekki hrædd. Þú ert alveg eins óhult og hjá henni móður þinni. Finnur þú ekki að þú hvílir við forjóst föður þíns?” “Ó, pabbi, pabbi,” hljóðaði María fagnandi upp yfir sig. Karfan datt niður og öll blómin úr henni sitt í hverja áttina, en hvorugt þeirra tók eftir því “Ó, hvað mamma verður nú glöð!” “Já, nú skulum við fara heim til hennar,” sagði hann. Og nú gengu þau heim svo hart, að María varð altaf að hlaupa. “Mamma, mamma, pabbi lifir og er kominn heim,” sagði húrt. Þá rak móðirin upp fagnaðar óp og hné hálf-meðvitundarlaus í faðm síns aftur fundna sárþreyða manns. Um kveldið var drepið hljóðlega að dyrum og Stormur gamli leit inn. Andlit hans var glaðlegt eins og éólskin og hann spurði: “Má maður koma inn?” “Já, skyldi nú það,” sagði Maria frá sér numin og dró hann inn. “Jú það held eg, vinur minn,” sagði hún og þrýsti honum ofan í hægindaStólinn. Þar sat foann nú, og sá hvað Holm stumraði um- hyggjulega yfir konu sinni og lagaði koddana undir höfðinu á henni. Hún hafði ekki viljað hátta fyr «n hún hafði séð gamla vin sinn og hjálparmann. Hún lá nú ánægð í sófanum og maður hennar sat hjá henni. Maria kom nú inn með toddy glas á bakka, og í þetta sinn hafði Stormur gamli ekkert vá móti því. “Að hugsa sér þetta,” sagði gamli maðurinn loksinisi og skelti á lærið á sér, “að hugsa sér að stýrimaðurinn ferst með* skipinu, er álitinn dauður og lifir innan um seli og sjávárotra, tvö ár á eyðiey eins og nokkunskonar nýr RoFinson þangað til skip rekst þangað og tekur hann með sér og flytur hann víðsvegar um heiminn, svo að hann getur ekki fundið konuna sína eða barnið, þegar hann kemur loksins heim. En þá dettur hann um dáltla stúl'ku sem er lifandi eftirmynd konunnar hans; og þá er hann líka orðinn skipstjóri .... Það er alveg dá- samlegt.” “Og að hugsa sér,” sagði móðir Maríu brosandi “að aumingja mamma og litla telpan hennar finna svo góðan vin, að hann leggur alt í sölurnar fyrir þær og hleypir sér í skuldir þeirra vegna og . . . ” “Hvaða vitleysa,” sagði Stormur gamli, “það er nú ekkert til að tala um.” “Jú þvi gleymum við aldrei, gamli vinur,” sagði Holm, og tók í hönd honum, og ef þér viljið sem við, þá skulum við aldrei skilja framar. Gerið þén,. það nú gamli maður, fylgið okkur þegar við iflytjum okkur búfeflum. Annars vantar okkur mikið til að geta verið ánægð.” “Og annars verð eg hér eftir í Álaborg,” sagði María eiribeitt. “Jæja,” sagði hann brosandi, “látum svo vera, vinir mínir.” Efst uppi á vindhananum á húsburstinni sat ofurlítil grátitlingur og gægðist inn um gluggann, sem kveldsólin glampaði á. Þar inni sá hann glaða og ánægða fjölskyldu. — Fyrsta sjóferð mín. Það var óttalegt þrumuveður um nóttina. Við sumargestirnir hjá honum Salómon gamla úti í Verinu höfðum %kki einu sinni háttað. Við stóðum oftast yst úti á nesinu og horfðum út yfir sjóinn. Ýmist var koldimt, eða þá að hafið var að sjá eins og í ljósum loga; þrjú eða fjögur segl sáuist blika í brennisteinsbláum loga. En eldingunni hafði slegið niður í tveimur stöðum uppi á landi, og rauð- um fojarma sló á loftið alt í kring. Nú var óveðrinu slotað, og morguninn og foless- uð dagsbirtan komin. Við sátum inni í hinum þægi- legu sjómannahýbýlum hans Salómons og drukkum morgunkaffið það þaut í stóru trjánum úti í garð- inum, því nú var komin stinnings-gola eftir óveðr- ið. Hvert fiskiskipið á fætur öðru forunaði fram hjá; en við sáum ekkert af þeim, nema glampa á seglinu ií gegnum laufið á trjánum. Nú var alt bjarti aftur og gleðilegt útlits. Við vorpm bara fjórir sumargestirnir: Kon- súllinn, frú hans og sonur og isvo eg. Konsúllinn hefir verið sjómaður; er gkki svo?” spurði eg. “Jú, það hefi eg verið,” sagði hann og leit á drenginn sinn og stundi Jítið eitt við,” hann þarna á nú líka foráðum að fara af stað til reyrtslu.” “Segið okkur einhver æfintýri af sjónum," sagðf eg. , “Einfaldar isjómannasögur.” ,— “Já, einfaldar sjómannasögur langar mig mest til að heyra. Ein- mitt eins og alt gengur til. Við erum því ö'llu svo •ókunnug hérna uppi í dölunum. Mér finst það vera svo langt á miili okkar. Sumir eru sýslumenn, sum- ir eru prestar, sumir yrkja jörðina og sumir yrkja sjóinn. (Hver hefir iaitt iböl að, foera.” “Já, sjómað- urinn hefir nóg af því,” sagði konsúllinn og leit á drenginn aftur. “Æ, segðu okkur frá fyrstu ferðinni þinni pafofoi, það er sjálfsagt( svo mikið gaman,” sagði drengurinn. ^‘Gaman, drengur minn? Getur verið —i á eftir.” Já fyrsta ferðin mín. Eg man vel eftir henni, og þó eru nú 30 ár síðan. Undir eins og eg kom út á skipið, sagði stýri- maðurinn við mig: “Þú verður að sjóða baunir í dag, Gabríel,” og samt átti eg ekki að vera nema léttadrengur. Eg sem aldrei hafði fengið að vera í eldhúsinu heima svo mikið fimm mínútur í einu. Og nú átti eg að sjóða foaunir og saltkét í þeifti. Það var alt sótugt og óhreint kringum eldistóna, eg skúraði og skúraði og tárin runnu úr augunum bæði af grátnum og reyknum. iSíðan isauð eg mat- inn svo vel sem eg gat, en hann varð samt ekki góð- ur eins og þið getið nærri. “Þetta er víst soðið í ryði og söltum tárum,” sagði bátsmaðurinn, — en samt var eg ekki barinn.” Daginn eftir kom skipstjórinn út á skipið. Hann var orðlagður fyrir að vera ágætis sjómaður, en foarður í horn að taka. Um kveldið kallaði hann á mig aftur á skipið og sagði: “Mér lízt vel á þig, Gabríel, en riú skal eg segja þér nokkuð: Skrökvaðu aldrei að mér, og vertu röskur strákur. Farðu þrifa lega með það sem þú lætur á borðið; eg á stækkun- argler, og í því sé eg hvert einasta fys, sem er á matnum eða ílátunum. Og svo er eitt enn; eg er fljótur að reiðast, og þá á eg bágt með að stjórna mér. Þá gæti mér ef til vill orðið að berja þig til | óbóta, en það vil eg ekki, því mér fellur heldur vel við þig. Búðu þér til fylgsni, drengur minn, sem enginn maður veit um, og þegar þú sérð að það ætl- ar að fjúka í mig,. þá skaltu skríða þangað. Kærðu þig ekkert um, þótt eg kalli á þig, komdu ekki fyrir það. Góða nótt, Gabríel.” . v. Fyrsta verkið mitt næsta morgun var að búa mér til fylgsni. Það var líka auðgert, því mið-þil- farið var alveg íult af kjöttunnum, og síðan undir- stýrimaðurinn var rekinn burtu, gekk þar enginn um nema eg. Þar voru líka smjörkvartel, brauð-* pokar og kartöflupokar, og þar bjó eg mér til fylgsni og setti stóra kjöttunnu fyrir framan. Á skipinu var líka annar drengur, sem hét Eiríkur og átti líka að vera léttadrengur. Hann var í fyrstu ekki mjög hugaður, og skipstjórinn hafði lofað móður hans að láta hann ekki fara upp í reiðann.” — Uss — en sú geit,” sagði Sverrir sonur kon- súLsins. _ Einu sinni sátum við Eiríkur aftur í farrými skipstjórans og drukkum kaffi. Við sátum sinn hvorum megin við borðið, hvorugur okkar var nú sérlega stöðugur á fótunum, en héldum okkur svo vel sem við gátum. Við höfðum gleymt að setja rugglistann á borðið. En svo vitum við ekkert af fyrr en borðið fer alveg á aðra hliðina og dregur loftvogina, sem hékk á þilinu með sér. En Eiríkur og alt sem var á borðinu kastaðist alveg inn undir rúmið skipstjórans. Þarna lá hann og skældi innan- uni kaffikönnuna, bollapörin, kandíssykurinn og kvikasilfrið úr loftvoginni. Þá hugsaði eg: “Nú skaltu fela þig Gabríel, því nú dregur upp óveðrirs- bliku.” Rétt á eftir er eg kominn í músahöluna mína fyrir innan kjötunnuna. Það leið ekki á löngu áður en eg heyrði skipstjórann vonskast uppi á þilfarinu. “Gabríel”! kallaði hann. Eg svaraði ekki. “Hvar ertu V* Steinhljóð. “Eg þarf a$ tala við þig.” Dauðaþögn.” En nú kom hann ofan á miðL þilfarið og stóð rétt fyrir framan kjöttunnuna mína'. * “Þú ert líklega að hugsa um, hvað eg sagði þér fyrsta kvöldið, isem þú varst hérna. En nú skal eg segja þér nokkuð. Éf þú kemur ekki undir eins, þá skal eg brjóta í þér hvert bein.” En þegar hann hafði sagt þetta, þá var eins og honum hefði dottið eitthvað í hug; hann snéri sér við og fór. Löngu seinna vogaði eg mér upp, og sá fyrsti, sem eg hitti á þilfarinu var einmitt skipstjórinn. Hann gekk hægt á móti mér. “Hvar hefir þú verið altaf,” isagði hann. “Skipstjórinn sagði að eg skyldi fá mér fylgsni. “Heyrðir þá ekki að eg kallaði á þig?” “Jú, en skipstjórinn sagði að eg skyldi ekki koma þegar hann kallaði svona.”v Hann horfði á mig stundarkorn. — “Það var gott að þú komst ekki, dre'hgur minn,” sagði hann og gekk aftur á s'kipið. En þá var eg hræddur. Framh. MUSTERI GUÐS. Guðs sál í hverju folóma auga foýr, því bros þess huga manns til lífsins snýr, að.vitum sálar foikar sætleilks ber, og foýður þér að dýrka Guð með sér í hreinleik, fegurð, heilagleikans værð, í hrifning andans upp til Guðs þú nærð, frá blómadýrð að ljóssins björtu braut, þú berst 1 sæludraum í föðurskaut. Þá verður rjóðjir runnur kirkjan þín, á rósablöðin fegurð lífsins skín. Og fórnin þín er ekki grafið gull, en guðelsk, barnsleg sál af lotning full, og hörpuspilið blær, sem leikur blítt um bjartan sal, en undur milt og hlýtt í blómakórnum kvakar fuglinn smár. Þú klökknar lofar, biður, féllir tár. iSá fórnarilmur — angan blóma sæt, er alföðurnum þóknanleg og mæt. Þín krýpur önd og finnur helgann frið, þér finst þar vera opið himins hlið, og englastigann upp til himins ná þitt auga trúar hlýtur þar að sjá, og kærleiksfaðminn opinn öllu því, sem eins og foarnið felui’ sig þar í. Pétur Sigurðsson. (ort í rósarunni) ---------o---------- Sérstö k deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga ai®gigiisig!iaikiB«a®te;rg!!aiaig)igiisBií R>« S DR. B. J. BRANDSON 2X6-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Oífice tlmar: '2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja metiul eftir Jiorskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá. eru notuS eingöngu. pegar þér kómiS meS forskriftina til vor, megi® þér vera viss um, aS fá rétt þaö sem læknirinn tekur tfl. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Slierbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum ' Giftingaleyfisbréf DR O. BJÓRNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phóno: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Plione: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er áö hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 3-73 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 806 Victor St. Simi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 <4 Sargent Ave. ViÖtalstlmi: 1.30—2.30 e.h. Tals. B-6006 Heimlll: 1338 Wolsley Ave. Slmi: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Keiftedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: A-8889 Dr. H. F. THORLAKSON Phone 8 CRYSTAL, N. DAK. S^taddur að Mountgin á mánud. kl. 10—11 f. h. Að ðardar fimtud. kl. 10-11 f. h. Munið símanúmerið A 6483 og pantið meðöl yðar hjá oss.— Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- vizkusemi og vörugæði eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrika reynslu að baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara LIRCH Blómsali 16 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 ..... A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Enn fremur selur hann allskonar mtnnisvarða og legsteina. fekrifst. Talsími: Heimilis TaLsími: N-6607 J-8302 THOMAS H. JOHNSON O g H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Fhones: A-6849 og A-6840 JOSEPH TAYLOR IÁigtaksinaður Heimatalsimi: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: A-6557 Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuld- ir, veðslculdir og vlxlaskuldir. — Aí- greiðir alt, sem að lögum lí'tur. Skrifstofa 255 Main St. W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Westi Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrifstofur að JLundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta á eftirfylgj- and timum: Lundar: annan hvern miðvikudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miðvikudag. Piney: priðja föstudag I hverjum mánuði. A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæði I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: WjTiyard, Sask. Seinasta mánudag i hverjum mán- uði staddur I Churehbridge J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. Phones: A-634IL—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Eniily Apts. Emlly St. KING GEORGE HOTEL (Cor. King og Alexander) Vér höfum tekið þctta ágæta Hotel á leigu og veitum við- skiftavtnuin öll nj'tízku þæg- indi. Skemtileg herbergi tU leigu, fjrir lengri eða skemri tíma, fyrir mjög sanngjamt verð. petta er eina hótolið í Winnipeg’-borg, sem fslendtng- ar stjóma. TH. BJARNASON Emil Johnson. A. Thomas SERVICE ELECTRIC Rafmagns Contraetlng — AUs- kyns rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Seljnm Moffat og McClarj’ Eidavélar og höfum þær til sýnis á verkstæði vom. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin vtð Young Street., Winnipeg. Versltst. B-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: A-8383 Helma Tals.: A-9384 G. L. STEPHENSON PLIJMBER AUsltonar rafmagnsáhöld. svo sem straujám, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteries)' VERKSTOFA: 676 HOME ST. Sími: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjamason, eigandi. 290 PORTAGE Ave., Winnlpcg. Næst bið Lyceum leikhúsið. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir iægsta verð. Pantanir afgrelddar bæði fljótt og veL Fjölbrejdt úrval. Ilreín og Iipur viðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpeg. Phone: B-4298 MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Winnipeg, hefir ávaTt fjrirliggjnndi úrvais- birgðir at nýtízku kvenhöitttim. Hún er eina ísl. konan, sem slfka verzlun rekur í Winnipcg. fslend’- ingar, látið Mrs. Swainson njóta viðsklfta yðar. LINGERIE YERZLUNIN \ 625 Sargent Ave. pegar þér þurfið að láta gera HEM- STITCHING, þá gleymið! ekki að koma í nýju búðina á Sargent. Alt verk gert fljótt og vel. Allskonar saumar gerðir og þar fæst ýmislegt, sem kvenfólk þarfnast. MRS. S. GUNNJjAUGSSON, Elgandi Tals. Ií-7327. Winnipcg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.