Lögberg


Lögberg - 10.09.1925, Qupperneq 4

Lögberg - 10.09.1925, Qupperneq 4
10. SEPTEMBER 1925. Bls 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, II Æogbcrg Geíið út hvem Fimtudag af The Col nmbia Press, Ltd., iCor. Sargent Ave. & Toranto Str..# Winnipeg, Man. Talsixnari N-6327 og N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Otanáskrift til btaðsins: THI COIUIHBIH PRE8S, Ltd., Box 317*. Winnlpeg, man. Utan&skrift ritstjórans: EOlTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N{an. The ‘‘Lögberg'' la prlnted and published by The Columbia Press, Limited, ln the Columbia ’ Bullding, 6S5 Sargent Ave , Winnipeg. Manitoba. Ríkiskosningar í Canada. I'a5 er me'ð kosningar eins og þrumuveður, að maður heyrir fyrst til þeirra í fjarska. Litlir ljós- . blóssar glampa í gegn um regnskýin yzt úti í sjón- deildarhringnum. Svo stækka Ijósblossarnir, þrumu- hljóðið vex, og skýin myrkvast og færast nær, unz þau eru komin rétt að manni og úr þeim steypist helli- rægn yfir htifuð nianna. Undanfarandi hafa *ljósblossarnir á stjórnmála- himninum í Canada veriö sýnilegir, og þeim hefir nú í síðustu tíð verið að fjölga og einkennilegan skruön- ing hefir borið að eyrum manna úr ýmsum áttum. Og nú er stjórnmálahimininn allur orðinn skýjum þak- inn, svo við steypiregni má búast á hverri stundu. Þegar þetta er ritað, er ekki ákveöið um, hvort ríkiskosningnr í Canada fari fram í haust, eða ekki fvr en á næsta ári, en hvort sem er, þá er tími kom- inn til þess að athuga, hvar vér stöndum og að hverju menn eiga að snúa sér í framtíðinni. Stjórnmála ástandið í ^Canada á- síðastliðnum fjórum árum hefir ékki verið ákjósanlegt. Mackenzie- stjórnin, sem með völdin hefir farið, hefir átt erfitt áðstöðu sökum þess, hve fáliðuð hún hefir verið og því orðið að vera upp á flokk þann komin með fylgi, sem næst $tjórnarfloþknum hefir staðið skoðanalega, bændaflokkinn, og því í fæstum málum óháð. I fljótu bragði er ekki víst, að menn athugi, hve skaðlegt stjórnmála-ástand það er, þegar enginn stjórn-- málaflokkur á þingi er svo sterkur, að hann megni að að koma áhugarmálum sínum fram án hjálpar annara þingflpkka. En við rólega umhugsun getur öllum skilist það, þegar jieir þugsa um hve óvænlegt það er til framkvæmda, þegar hver "þöndin er upp á móti annari hjá þeim mönnum, sem framkvæmdir eiga að hafa í heimamálum. Fyrsta atriðið er því að gjöra sér grein fyrir, að engra verulegra franíkvæmda er að vænta i áhuga- . málum þjóðarinnar, fyr en einhver stjórnmálaflokk- anna, sem á þingi eru, er nógu aflmikill til þess að ráða fram úr málum án. fylgis hinna flokíranna. Þetta skildu Bretar og Bandarikjamenn við síðustu kosn- ingar, sem fram fóru í þeim löndum, og bættu úr því. Og þetta þarf Canadmönnum að skiljast nú við kosn- ingarnar, sem í hönd fara. Annað atriðið, sem kjósendurnir í Canada þurfa að athuga vel og samvizkusamlega, er, um hvað er að veljaf • Það er að velja um þrjá stjórnmálaflokka: frjáls- lynda flokkinn, íhaldsflokkinn og bændaflokkinn; eða þó aöalleega um tvo: frjálslynda flokkinn eða íhalds- flokkinn, þvi enginn lætur sér til hugar koma, að bændaflokkurinn geti orðið svo sterkur eftir næstu rik- iskosningar, að hann nái völdum. \ ér segjum, að um þrjá flokka sé að ræða. Um 'það búumst vér ekki við, að allir verði safndóma. Sumir munu segja, að það sé að ræða um -einstak-' linga — það sé að ræða um einstaka menn, sem á- f byggilegir séu, þó þeir séu utan flokka. Hugsun sú hefir allmikið rutt sér til rúms á síð- ustu árum, aö nauðsynlegt sé að eyðileggja gömlu , flok'kana báða og senda á þing nýja vendi, þvt þeir sópi bezt. Vér viljum ekki sfegja, að sú kenning hafi ekki við neitt að styðjast, en hún bætir áreiðanlega ekki úr laús- ungarástandi því, sem átt hefir sér «tað á undanförn- um árum í stjórnmálum þessa lands; og ef henni’ er fylgt nú við í hönd farandi kosningar, er líkleg til þess afe verða því valdandi, að enginn af stjórnmálá- flokkunum verði nógu sterkur til að mynda stjórn, hvað þá heldur að stjórna. Ástandið í landi voru má ekki við því, að menn séu að leika sér í Jtesstt niáli. Framtíðarvelferð þess krefst þess, að menn láti síngirni og flokkadrátt falla niður og skipi sér í ]>á fylkingu, sem þeir eru sann- færðir um að vænlegust sé til velferðar landi og lýð. svo hún verði’ekki rofín. Mörg brennandi spursmál eru á dagskrá hjá þjóð- inni nú, sem hljóta að hafa geysimikil áhrif á framtíð hennar, og því mikið undir því komið, að þeim verði byggilega ráðið til lykta. Á meðal þeirra mála eiu: breyting á, fyrirkomulagi efri málstofunnar, vöru- flutningsgjöld á sjó og4 landi, innflutningamál og Hudsonsflóabrautar málið. öll þessi mál eru stór, mjög þýðingarmikil, og snerta hvert mannsbarn í landinu. En það er einkum eitt* þeirra, er sérstaklega snert- ir ibúa Vesturfylkjanna — Hutlsonsflóabrautar mál- ið. Það snertir þá svo mjög, að engum blöðum er um }>að að fletta, að þroski og velferð Sléttufylkjanna er undir því kominú, að því máli sé fljótt og hagkvæmlega til lykta ráðið — til lykta ráðið á þann hátt, að brautin sé fullgerð sem allra fyrst. Eri hvernig eiga menn að vera vissir um, að J>að,verði gjört? Hvernig eiga menn að vera vissir um, að þeir verði ekki dregnir á tálar í því máli hér eftir eins og J>eir hafa verið í síð- astliðin 40—45 ár ? Með 'því að senda til Ottawa á- kveðna og ábyggilega stjórnarsinna úr Vesturfylkj- anum, svo marga, að stjórnin sjái sér ekki fært að standa á móti kröftim þeirra. Á þann hátt, og þann hátt einan, fá Vtsturfylkin þvi máli framgengt og öðr- um málum, sem J>au sérstaklega varða. En hvernig eiga racnn að vita, hver flokkurinn af Jæim Jiremur aðalflokkum, sem sækja fram til valdá, verði $terkastur eftir naœtu kosningar? Vér höfum )>egar tekiðsfram, jð»sára lítil líkindi eru til þess, að bændaflokkurinn nái þeiþi þroska við kosningarnjir, að nokkur von sé til að hann geti náð völdum. Svo það verður sennilega á.milli liinna tveggja að velja, frjálslynda flokksins undir stjórn Mackenzie King og íhadsflokksins undir, forystu Mr. Meighen, Hvað hafa þeir tveir flokkar að bjóða? Nýlega var formaður íhaldsflokksins, Mr. Meig- hen, á ferð hér í Manitoba. Hvað hafði hann að bjóða? Eitt og aðeins eitté Hækkun tolla. Vernd- artolla prédikun hans var hjartapunkturinn í öllum hans boðskap, þegar hann var hér á ferðinni, og hefir ávajt verið síðan að hann hraktist frá' völdum árið ’ 1921. Það þarf naumast að taka fram, að slíkur boð- skapur sé íbúum Vesturfylkjanna mjög á móti skapi. Stórmikill meirihluti þeirra finna átakanlega til þess og hafa fundið í mörg ár, að þeir tollar eru og hafa verið ekki að eins nógu háir, heldur mikils 'til of háir. Mikill meiri hluti af íbúum Vesturfylkjanna er farinh að þreytást á þeirri kröfu verksmiðjueigendanna í Austurfylkjunijm, að fólkið í Vestur-Uanada eigi og sé skyldugt að lejjgja á borð með þeim fjárupphæðir i hverju einasta*ári, svo ríflegar, að þeir geti verið ó- hultir fyrir allri samkepní — hlaðið verndartollagarð- inn svo háan gegn öllum þeim, sem inn i land vort vilja koma með samskonar vörur og þeir framleiða. að þeim sé engin hætta býin af samkepni og geti sjálf- ir baðað í rósum, etið, sofið, grætt fé og vtpð glaðir. Ibúum Vesturfylkjanna finst þetta ójafn leikur, og hefir alt af fundist. Þeir sjá ekki, sem ekki heldur er að búast við, hvers vegna |ið sérstakar iðnaðargrein- ir fái, eða eigi skilið að njóta þeirra hlunninda ár eftir ár, og áratug eftir áratug,*og þeirha eigin framleiðsla —aðal framleiðsla þjóðarinnar, korn framleiðslan, sé skattlögð til þess að þóknast tiltölulega fáum verk- smiðjueigendum í Austur-Canada. % • Þetta er hjartapunkturinn í því, sem Hon. Arthur Meighen hefir að bjóða—að hækka tollana og spara! Frjálslyndi flokkurinn, undir stjórn Mackenzie King aftur á móti, heldur hiklaust fram og hefir sýnt í verki, að tollprnir þurfi að lækka — að það sé óheil- brigð verzlunar- og fjármála-stefna, að halda einni framleiðslugrein við til lengdar á kostnað annarar. Að í flestum tilfellum, þar sem iðnaðargrein ekki get- pr staðist eftir að hún er komin á fót, þá eigi hún að falla og ejtthvað annað, sem landi og þjóð er eðlilegra að framleiða, að koma í staðinn, eða með öðrum orðum, að þjóðarbúið eigi að vera sjálfstætt og að það eigi ekki að ala nein sníkjufélög til lengdar. Með þá stefnu fyrir augum færði Mackenzie King stjórniji niður verndartollana á tveimur síðustu þingum. Annað mál er það, sem leiðtogi íhaljlsflokksins hef- ir þagað um, en Mackenzie King stjórnin sækir nú fast fram i, og það er breyting efri málstofu þingsins. Frá byrjun hefir sú heiðraða þingdeild verið nokkurs- konar ríki út af fyrir sig. Flokkarnir liafa skipað vildarmenn sína í þá deild til lífstíðar. Þetta hefir gengið vel. á meðan dð efri málstofu þingmennirir og meiri hluti þings hafa átt samleið. En' þegar út af því hefir borið, hefir þingið ekkert ráðið við efri mál- stofu þingmennina og gjörðir þéirra. Þeir hafa steypt hverju lagafrumvarpinu á fætur öðrit’ fyrir ætternis- stapa og eyðilagt mörg og mikilsvarðandi mál fyrir þinginu. Mackenzie King, formaður frjálslynda flokksins, krefst nú að þetta sé lagað. Að einhver taumur sé lagður á þessa öldunga. Mackenzie King er í þes^um málum úierkislieri alþýðunnar, eins- og leiðtogi frjálslyndu stefnunnar á ávalt að vera. En Arthpr Meighen, leiðtogi auðvaldsins, eins og hann hefir alt af verið, og um knnan þeirra verða kjósend- urnir í Canada að velja. Hveitiverð. Það eru ekki ýkja mörg ár síðán, að Rússar voru sú þjóðin, er mest sendi frá sér hveitið á heimsmark- aðinn. Sí&jstu árin fyrir heimsstyrjöldina miklu, nam hveitiframleiðsla þjóðarinnar að meðaltali nálægt, þús- und miljónum mæla. Gaf þjóðin sig þá litt skift við framleiðslunni, þrátt fyrir hina mörgu stjórnarfars- legu agnúa á dögum keisaraveldisins. En það er ekki ávalt lengi að breytasf veðt^r í lofti. Stjórnarbyltingin veltist yfir landið. Bolshevika far- ganið, eða “rauða plágan” lagði þjóðina í læðing, frjó- þrungnar ákurlendnr lögðust í órækt, miljónir sak- lausra harna horfðu fram á hungur og dauða, ef mann- úðartilfinning annara þjóða hefði eigi gripið í taum- ana og veitt likn. Má. í þvi s^mbandi eigi hvað sizt minnasf Bandaríkjanna, er brugðu skjótt við, hinum aðþrengdu píslarvottum til bjargar. Þrátf -fyrir öll þau óskapa slys, er rússnesku þjóð- ina hefir hent, er þó vitund farið að rofa til. Er slikt mestmegnis að þakka áhrifum frá Eírökkum, Ertglend- ingum og Bandaríkjamönnum, er sent hafa hverja sérfræðinganefndina á fætur annari til að vekja þjóð- ina af dvala og hvetja hana til nýs lífs, á sviði iðnaðar- ins og framleiðslunnar. Slíkan árangur hafa tilraunir þær þegar haft, að nú er áætlað, að Rússsar muni í haust hafa til útflutnings þó nokkrar miljónir mæla af hveiti. Því hefir verið haldið fram, að útflutningur korns frá Rússlandi hlyti að hafa í för með sér lækkaði verð þessa árs uppskeru á heimsmarkaðinum, enda mundi líka að sjálfsögðu undir flestum kringumstæðum sú hafa orðið reyndin á. En Slíkt i«un tæplega þurfa að þttast að sinni, þvi uppskera í Bandaríkjunum, er sögð að vera það miklu rýrari en venja er til, að gert er ráð fyrir, að þaðan verði um sáralítið útflutningshyeiti að ræða, ef nokkuð. I Framtíðarverð hveitis, er vitanlega á huldu, eins og flest annað. En þó hyggja sérfræðingar í þeirri grein, að nákvæmlega athuguðu framleiðslumagni og fyri^-liggjandi forða, afr gott hveiti muni seljast við sæmilegu verði, og að viss markaður fáist einnig fyrir þær tegundir, sem lélegri kunni að vera. Canada og Volsted lögin. Hvernig svo sem skiftar kunna að vera skoðánir um Volstead, eða vínbannslögin í Bandaríkjunum, þá verður því þó eigi móti mælt, að stjórnin verðskuldar viðurkenningu almennings, fyrir árvekni þá, er hún hefir í hvívetna sýnt, að því er eftirlit laganna áhrær- ir, og var þó á því sviði ekki við lambið að leika sér. Vafalaust hefir verið nokkuð um lagabrot syðra. En þegar tekið er tillit til staðhátta og þess. hve fjöl- menn þjóðin er, verður tæpast ástæða til að kvarta yfir framkvæpid téðra laga. Almenningsélitið í Mið- Vesturríkjunum, hefir sí og æ krafist strangara eftir- lits. Enda er starfrækslan þar komin í það horf, að lagabrot á þessu sviði, eru að hverfa úr sögunni. Ram- ast kveður að brotunum í hinum stærri borgum Aust- urríkjanna, þar sem mest er um siglingar, en þó fer þeim einnig fækkandi jafnt og þétt. í þeim tilgangi að tryggja enn frekar röggsama framkvæmd bannlaganna, hefir Bandaríkjastjórn leit- að samvinnu við Canada, að því er fullkomna lokun smyglunarleiða milli þjóðanna beggja snertir. Tók Canadastjórn málaleitun þessari vel, sem og sjálfsagt var, því .hér var um velferðarmál að ræða, *er viðkom þjóðunum báðum. Coolidge forseti er borinn fyrir þvi, að hafa lát- ið sér þau orð um munn fara einhverju sinni, að þjóð- þingið i Washington gæti undir engúm kringumstæð- :um samið og afgreitt nein þau lög, er stjórninni yrði um niegn að framfylgja, og að frá þeirri reglu væru Volstead lögin að sjálfsögðu engin undantekning. JÁTNING. Mig þreytir sú hálfmenska og heiguls-lund, sem hikar við brekkunnar rætur, við sólroðins sigurtinds fætur, en flýtur sem blaðið af bleikri grund, er berast með straumfalli lætur. Eg ann þeim æ meira, sem hyggja hæst, og hræðast ei einir að standa, en sækja til sólrfkri stranda, sem fleyinu beita jrfir brimið stærst og brotsjó <— til ónumdra landa. Þeir eiga svo stóra og sterka sál, að stælir þá hafrótsins ylgja, og andstreymis brattasta Ihylgja; þeir krossinn, ei óttast né köst og bál, eg kýs mér þeim jafnan að fylgja. Richard Beck. Stríðsskuldirnar. Eftir að samningurinn um greiðslu þess' hins mikla fjár, er Frakkar skulda Bretum frá ófriðarár- unum, var opinher ger, urðu ýms Bandarikjablöðin óð °S uppvæg og töldu þarna hafa i raun og veru verið um samsæri að ræða af hálfu Winston Churchill, fjár- málaráðgjafa Breta, i þeim tilgangi að tryggja þjóð • sinni endurgreiðslu hins franska láns, hvað svo sem Bandarjkjunum liði. Helztu málgögn stjórnarinnar hrezku, kváðu ótta þann við engln rök hafa að styðj- ast og í sama streng tóku málsvarar Frakka. Þrátt fyrir það veittist þó næsta er.fitt að kæfa niður með öllu tortrygnisöldu þá, er risið hafði í Bandarikjunum, og ýms stórhlöð þjóðarinnar halda því fram enn þann dag i dag, að ekki sé alt með feldu i þessu tilliti. Frumskilyrðið fyrir því, aS Norðurálfuþjóðirnar fái rétt við að nýju, er það, að þeim auðnist að komast að hagfeldum samningum um greiðslu skulda sinna. Afskifti Englands af Norðurálfumálunum, eí’u fvrst af öllu fólgin í þvi, að reyna svo að greiða götu, hinna ymsu þjóða, að brezkur verksmiðjuvarningur fái þang- að óhindraðan aðgang, með því verði, er engum reyn- ist um megn. Bretland á við einstakt atvinnuleysi að stríða um þesssar mundir, senUúr verður að bæta með ráði og dáð. Stjórninni er það réttilega ljpst, að all- mikið mundi mega ráða fram úr atvinrjuleysinu, með aukinni sölu brezkra vörutegunda í þeim Norðurálfu- löndum, er lægst hafa peningagengið. Brezkum stjórnarvöldum er það margfalt meira áhugamál, að efla yiðskiftasamböndin við umheiminn og stofna til nvrra, en að ínnheimta gamlar skuldir með oddi og egg. Þess vegna hefir sú leiðin verið valin. að stuðla fyrst og fremst að auknu gjaldþoli hinna ýmsu hlut- aðeigandi þjóða, búa svo í haginn, að greiðslurnar kæfnu sem allra léttast niður á þeim. Fléstar hinna stærri Norðurálfuþjóða. skulda Bandarikjunum stórfé. Bretar eru eina þjóðin, er samið hafa urri skuldina við Bandaríkin og borgað af henni álitlega úpphæð. Þó hafa engir af skuldunaut- um Breta greitt þeim enn sem komið er græna'n tú- skilding af stríðslánunum. Lýsti núverandi stjórnar- formaður, Stanley Baldwin, því afdráttarlaust yfir í Washington, er hann sem fjármálaráðgjafi Bonar law stjórnarinnar, samdi um greiðslu skuldanna, að Bret- ar mundu ve! við una, ef þeir gætu fengið það mikið endurgreitt af lánum sínum í Norðurálfunni frá stríðs- tímanum, er svaraði til skulda þeirra við Bandaríkin. Skuldir Frakka við Bandaríkjaþjóðina skifta hiljónum dala. Um greiðslu þeirra hefir enn eigi verið samið, þótt þess sé vænst, að slíkt verði gert nú í haust, eða ' fvrri part vetrar. Belgíumenn hafa gert samning um greiðslu skulda sinna við Bandarikjastjóm, en ekkert borgað af þeim fram að þessu. Ehda verður samning- urinn fyrst að koma fyrlr þjoðþingið 1 W&shington og öðlast samþykki þess. Að því er viðkemur greiðslu stríðsskuldanna, hefir 1 framkoma Breta verið sönti ’fyrirmynd. Endurgreiðsl- an hefir verið þeim tiltölulega litilfjörlegt smáatriði, borið saman við málsmerginn sjálfan, sem sé þann, að koma Norðurálfuþjóðunum í lieild sinni á laggirnar öldungis án tillits ti! þess, hvort um var að ræða skúldunauta eða ekki. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Go. Limited Office: 6th Fioor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐogGŒDI ALVEG FYRIRTAK Síðasta orðsending William Jennings Bryan. Talar um þau atriði, sem málið snerta. Breytiþróun — sú breytiþróun, sem ufh er að ræða í sambandi við þetta mál, og sú eina, sem mismunandi skoðanir eru um nokkurs staðar, — er breytiþróun sú, sem hinn sakborni kendi, og um er talað í bókum þeim, er ríkis- lögin nýju leggja toann á og sem skýrð eru með uppdrætti á tolað- síðu 194 í bók Hunters, sem heit- ir “Civic Biology” Höfundur þeirrar bókar álítur að tala teg- unda í dýraríkinu séu ‘500 og 18, 900 og skiftir þeim í 18 flokka og er hver þeirra um sig sýndur á upp drættinum með hring, sem er stór eða smár eftir tölu tegundanna í hverjum flokk og eru þeir með grein festir við trjástofn og byrj- ar sú líffræði á lægstu líftegund- um sem í sjó og straumlausum vötnum finnast og endar á lífi spendýranna. í enga af deildutn þeim er mann inum sérstaklega skipað. Hann, samkvæmt þeim uppdrætti er ein tegundin af 3499 sem er innan takmarka hrings þess er spendýr- in táknar. Er það ekki nokkuð óréttlátt að gera engan greinarmun á mannin- um og hinum lægstu líftegundum. Hvað á maður að segja um þekk- ingu þeirra manna að eg ekki tali Tekur upp eftir Darwin um upp- runa mannsins. Ef þér herra dómari og’ þér hátt- virtu kviðdómendur viljið fá full- an skilning á því, sem til grund- vallar liggur fyrir lögum þeim, sem banna breytiþróunarkenning- una þá veitið athygli sönnunarat- riðum þeim, er eg nú bendi á. í fyrsta lagi, í sambandi við dýr þau, sem breytiþróunarmennirnir vilja láta okkur rekja ætt okkar til. IJIftirfarandi er ættartala sú, eins og Darwin sjálfur setur hana fram á blaðsíðu 180—181 í bók sinin um uppruna mannsins. “Hið fyrsta afkvæmi í náttúr- unni, sem við getum eygt í fjarska var auðsjáanlega flokkur sjódýra eða lífrænna agna, sem voru ó- þroskaðar og líktust slími, eða marglyttu — lægstu sjódýrateg- undum, sem nú þekkjast. Út af þessum ögnum eða frumlífi, eru ýmsar fis'kategundir komnar, svo sem hinar lægstu tegundir hval- fiska. Ganoidee fiskiflokkurinn og fiskitegund sú, sem harða húð hafa?, — skelfiskar hafa hlotið að þroskast þar út af. Frá slíkum fiskitegundum flyt- ur dálítill þroski okkur upp í til- veru þeirra dýra, sem lifa bæði í sjó og á landi. Við höfum séð að fuglar og skorkvikindi hafa verið í nánu sambandi hvort við annað, og sambandið á milli skriðkvik- indanna og spendýranna mynda hinu lægátu dýrategundir að litlu um trúarbrögð þeirra, sem eru svo j leyti. En enginn getur þó sagt, á nákvæmir að þeir gera greinar- j hvern hátt sá skyldleiki hefir mun á fiskum skriðkvikindum og | myndast. fuglum, en setja manninn með ó- dauðlega sál, á bekk með úlfum, hýenum, og skonkum?” Hvaða á- hrif skyldi slík niðurlæging hafa á hugsanir barnanna? I Breytiþróunin sýnir ekki hvernig að hið innra afl. in Þa er ,ekki erfitt að hugsa sér þroskaði hinar ýmsu tegundir lífs- ins frá lægstu tröppu þess og get- ur heldur ekki sannað að slíkt lífs Þrír æðri flokkarnir spendýrin, fuglarnir og skriðkvikindin eiga ætt sina að rekja til tveggja lægri dýrategundanna, eða þess stigs, er þær tegundir lifðu bæði í sjó og á landi. í sambændi við spendýr og þroskunarafl h'afi nokkurn tíma verið, né sé til. Samt er ætl- ast til þess að skóla börnin taki tilgátur þær trúanlegar og byggi lífsskoðanir sínar á þeim. Ef þotta væri ekki eins alyarlegt mál og það er þá væri freistandi að brjóta heilann um hinn margvíslega skyldleika sem samkvæmt breyti- þróunarkenningunni á sér stað á milli mannsins og annara lífsteg- unda. Það gæti verið nógu gaman að brjóta heilann um á hvaða stigi þess sifjaliðs að dráp hættir að vera mannsmorð og menn þeir, sem leggja sér til munns kjöt frændtegundanna hætti að vera mannætur. En þetta er engin gamanleikur þegar menn hugsa um að breytiþróunin gefur enga hugmynd um skapara, en leitast við að sýna upprunann á þann hátt, að hann veiki trúna á sköp- unarverkið sjálft, sem gerir tvent í einu, veikir trú manna á guð sem skapara og lífið eftir dauð- ann. Mennirnir halda áfram að til- biðja skaparann. Þeir sem halda fram breytiþró- unar kenningnni finna ekki til þess, að á þeim hvílir skylda til að sýna hvernig að lífið varð til, eða hve nær á hinni löngu hug- myndaleið þeirra um breyting líf- tegundanna að maðurinn öðlað- ist vc\n og fyrirheit um óauðlega sál. SBreytiþróunar - mönnunum stendur máske á sama um guð, og líf eftir dauðann þeim einskis- vert en allur þorri mannkynsins mun þó halda áfram að tilbiðja stigbreytingarna/ frá lægsta stigi dýranna tií forna og til l^nddýr- anna, svo sem Kangaroo dýrsins á því sama tímabili og þaðan til tímgunarþroska spendýranna. Minnir á orðalagið. Við höfum ef til vill á þenna hátt færst upp til “lemuridal” — anna og millibilið á milli þeirra og "Simiadae”-anna (dýr í líking við apa). Simiadae-arnir deildust svo í tvo mikla stofna. Apa hins nýja og hins gamla tíma og frá þeim síðari er maðurinn updra verk náttúrunnar kominn í löngu liðinni tíð. Vér höfum þannig rak- ið ættferil mannsins aftur um ó- taikmarkað aldursskeið, þó ekki sé hægt að segja að það sé göfugt.” (Hearst Ed. 1874). Veitið orðunum eftirtekt hversu óákveðin þau eru “að eygja í fjarska” “lítur út fyrir” “í líking" “Hlýtur ,að hafa verið“' “að litlu leyti” og “ímynda sér. Á blaðsíðu 171 í þessari sömu bók gjörir Darwin tilraun til þess að sýna manninn í sinni núverandi mynd — það ör, leiða hinn fyrsta mann út úr myrkri Afríku skóg- anna. Eftir a?í skilja við hann á meðal górilla og chimpanzees seg- ir hann: “En það er þýðingarlaust að vera að grufla út í þetta at- riði.” Ef honum hefði dottið það í hug fyr, þá hefði heimurinn getað komist hjá miklu af getgátum þeim, sem hin dýrslega hugmynd hans hefir vakið. * Ásakar Darwin um að færa fram tilgátur í stað sannana. Á blaðsíðu 79 gefur Darwin líkingar ástæður sínar fyrir því, að trúlegra sé að maðurinn sé skapara sinn og að finna sálarfrið koininn út af chimpanzee heldur í þeim fyrirheitum frelsarans, að | en Koriila apategundinni. Tilgát- hann sé á undan farinn \til þess ur hans eru gott sýnishorn af því, tilreiða þeim stað. v I hvaða þroskunarmátt að breyti- Kristur hefir gjört dauðann að fótmáli, sem stjörnur himinsins lýsa, á milli athafnanna í gær og samfundanna á morgun; breyti- þróunin byrgir stjörnumar og eykur grafar myrkrið. þróunarhugmyndin hefir fyrfr hugsanaþrótj; manna. Prófessor J. Arthur Thömpson segir; “Breyti- þróunarhugsjón manna er það máttugasta hugsanahaft, sem enn hefir þekst í heiminum.” Þær eru Ef afleiðingar breytiþróunar-; me,ra en Það- Þær hafna allri kenningarinnar væru ekki einsl rökfærslu manna styðiast ein‘ þýðingar miklar og þær eru, þá|*8nKu við ímyndunaraflið. Á blaðsíðu 141 gjörir Darwin til- raun til þess að rekja uppurna anda mannsins til anda dýranna. Á blaðsíðu 113 og 114 gjörir hann og tilraun til þess að reikja sið- ferðismeðvitund mannsins til dýr- anna og þar er ekki að finna eina hugsun um guð eða trúarbrögð.* y Fyrsta ákæra okkar gegn breyti- þróunarkenninguinni er að hún væru mynn ekki eins harðir á sannanagildi þeirra, en áður en ný lífsskoðun er viðtekin, sem bygð er á efnikenningargrund- velli, þá höfum við ástæðu til þes að krefjast einhvers meira en getgátna svo sem, við getum vel ímyndað okkur og sem er engum fullnægjándi í stað hins ákveðna: Svo sagði herrann.” I i I

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.