Lögberg - 10.09.1925, Side 6

Lögberg - 10.09.1925, Side 6
ai. « » LÖGBERG FIMTUDAGINN 10. SEPTEMIBER 1925. PEG. Eftir J. Hartley Manners. Hann elskaði hana! Hann elskaði hana! Það söng í huga hennar .og sauð i blóði hennar, það ómaði inst í sálu hennar. Hann elskaði hana! Hún rétti honum ,báðar hendur sínar. “Eg er þín, eins og þú ert minn. Við skulum Iifa saman fyrir alla þá, sem eru þjáðir og kúgaðir.” Hann leit efandi upp til hennar. “Eg þorf það ekki. Hugsaðu um hver eg er.” “Þú ert alt það bezta í sjálfri mér. Við eigum saman.” “Bóndastrákur! Fátseks manns sonur!” “Þú ert eðallyndari en nokkur aðalsmanns sonur.” “Straffaður afbrotamaður.” “Frelsarinn okkar var krossfestur^ til þess að hans fólk yrði frelsað. Þú hefir orðið'að þola lík- amlegar þjáningar til að frelsa þitt fólk.” “Það mundi vera rangt af þér að giftast mér.” “Farir þú frá mér, breytir þú rangt við okkur bæði.” "Ó, elskan mín, elskan mín!” Hann tók hana í faðm sinn. “Eg skal verja lífi mínu til að vernda þig og varðveita, og gera þig gæfuríka.” ‘“Eg er nú þegar gæfurík,” hvislaði hún. 11. KAPÍTULI. Kingsworth verður örvilnaður. Þrem dögum síðar var það um kvöldið, að Kingsworth kom seint heim frá pólitískri stórveislu. Það hafði verið markvert kvöld fyrir hann. Loksins leit út fyrir það, að hann ætlaði að hljóta það, sem hann þráði mest. Hans kærustu óskir ætluðu að rætast. Hann var sem ábyggilegur íhaldsmaður beð- inn að flytja ræðu, ásamt mörgum öðrum hátt- standandi stjórnmálamönnum, sem voru álitnir miklir ræðugarpar. Og honum fórst það betur en hann gerði sér von um. Honum hafði aldrei áður tekist jafn vel að flytja ræðu. Þar eð hann var einn af þeim fáu, af þeim, sem til staðar voru, er komið höfðu til írlands, valdi hann úrlausn hins írska spursmáls sem ræðu- efni. Skýrar og ákveðnar bendingar gaf hann um það, hvernig hentugast væri að sigra írska mótþró- ann. Áheyrendur hans urðu hrifnir. Þegar hann settist aftur, gíumdi við lófaklapp. Fjármálaráðherrann, sem var gamall vinur föður hans, hrósaði honum mikið. Flokksforinginn áleit, að hann ætti að gefa hig fram við næstu kosning- ar, með hans þekkingu á írum væri hann ómetanleg- ur fyrir flokkinn. Þegar hann fór af fundinum, var hann utan við sig af ánægju og drambi. Hann hallaði sér aftur á bak í vag'ninum, og var alla leiðina að hugsa um framtíðina. Hugsjónir hans urðu tryllingslegar i— hann sá sjálfan sig sem foringja sérstaks flokks — hins Kingsworthska flokks, sá sig stjórna áhang- endum sínm með járnhendi, þvinga þá til að greiðalj atkæði samkæmt skipan sinni. ' Um það leyti, sem vagninn nam staðar fyrir framan hús hans, var hann orðínn einn af stjórn- endum landsins og útnefndur til þess að verða for- sætisráðljerra. Ef hestarnir hefðu ekki alt i einu staSið kyrrir, þá hefði hann náð þessari háu stöðu. Hin þægilegu hlýindi á heimili hans, áttu vel við hina glöðu lund hans, og hann raulaði fjörugt lag á meðan hann gekk upp stigann til hinnar skrautlegu starfsemi sinnar. Hann helti víni í staup og ttóð og bragðaði á því, á meaðn hann leit yfir hrúguna, sem pósturinn hafði fært hönum. Eitt bréf vakt sérstaka athygli hans. Það hafji verið sent með sérstökum hrað- boða og utan á það skrifað: “opnist strax.” Hann kveikti í vindli og opiiaði bréfið. Meðan hann las það, varð hann náfölur í andliti. Hann hné niður á stól og 'bréfið datt úr hendi hans. Á svipstundu urðu allir dagdrAumar hans að engu. Loftkast- alinn hrundi niour. Frægðarbraut hans var eyði- lögð. Hann tók bréfið upp aftur og las það í annað sinn. Þó það hefði verið dauðadómur hans hefði það ekki haft meiri áhrif. “Kæri Nathanael! Eg veit naumast hvernig eg á að skrifa um það, sem skeð hefir. Eg er hrædd tim að það Sé að sumu leyti mér að kenna. Fyrir tíu dögum síðan sýndi systir þín mér bréf fró manni, sem O’Connell heitir (Kingsworth kreisti bréfið saman í hnefa sínum, þegar hann las þetta nafn. — Nafn þess manns, sem hafði valdið honum svo mikiíla óþæg- inda meðan hann dvaldi í Irlandi. Hann iðraðist þess, að hafa farið þangað. Það land var sannar- leg bölvun fyrir Kingsworthana. Hann slétti hrukkur bréfsins og las áfram): • maður að nafni O’Connell — sá, sem hún hjúkraði í húsi þínu i írlandi, þfegar dátarnir höfðu skotið á hann. Hann skrifaði Angelu og sagðist koma til» Englands, og bað um að mega heimsækja hana. Hún bað fyrst um leyfi mitt. Eg reyndi að fá hana til að hætta við þetta, en árangurslaust. Ef hún fengi ekki að finna hann í mínu húsi, sagðist hún mæta honum annarsstaðar. Eg áleit betra að þau fyndust hjá mér, og gaf henni leyfið. Eg iðrast þess nú sáran, að eg lét þig ekki vita um þetta. Þú hefðir máské getað hindrað það, sem nú er skeð — Systir þín og O’Connell voru gift í morgun, eftir að hafa fengið giftingar leyfisbréf, og síðari hluía þessa dags fóru þau til Liverpool, áleiðis til Ameríku. Eg get ekki sagt þér hve sárt mér fellur þessi viðburður. Eg get aldrei gleymt honum. Eg er ekki fær um að skrifa meira — mér þykir svo leitt að hugsa til þess,/hve illa þér hlýtur að falla þetta. Dæmdu mig ekki of hart, og trúðu því, að eg er , þín trygga móðursystir, Mary Karólína Wrexford. Höfuð Kingsworth hné niður á~ brjóstið. Alt var eyðilagt. Hann var hér eftir aðeins til athlæg- is. Hefði Angela verið þarna á því augnabliki, þá hefði hann getað deytt hana. 12. KAPJTULI. .. Leyndarmál Angelu. Ári síðar bjó O’Connell og unga konan hans í þröngum herbergjum í einu af hinum fátæku hverfum í New York. Fyrstu dagarnir í Bandaríkjunum voru að- dáanlegir. Lundarfar þeirra og lífsskoðanir höfðu opinberast hvort öðru hreinskilnislega, svo þau urðu eins og fagrar myndir, er fengu liti sína með aðdáun þeirra, hvors um sig. Ásamt öðrum írskum, mælskum æsingamanni, hafði O’Connell flutt ræður í mörgum amerískum stórbæjum, og alstaðar náði hann hylli manna og meðaumkan sem píslarvottur. En það var eitt, sem honum sárnaði afarmikið, og það"var að sjá Angelu lifa við þá fátækt, sem hann gat ekki bætt úr, því tekjur hans voru svo litlar. Hann reyndi að auka tekjur sínar með því að skrifa fyrir blöðin, en borgunin var afarlítil fyrir það. Angela hafði nefnilega ekki annað meðferðis en fáeina skrautmuni, sem hún fékk í arf ^ftir móð- ur sína, dálítð af fatnaði og ofurlítið af peningum, en þeir eyddust bráðlega, og munirnir, sem mintu á móðurina, fóru sömu leið. En kjarkinn mistu ungu hjónin ekki. Þrátt fyrir alt voru þau gæfurík. öll skáldagáfan I eðli O’Connells kom í ljós, styrkt og hvött af trú og aðdáun konu hans. v Þessi einkennilegu hjón — binn (ástríðuríki maður og hin blíða kona — virtust hafa fundið ráðninguna á leyndardómi gæfunnar. En fátæktin kvaldi O’Connell >— ekki sjálfs sín vegná, heldur vegna hans elskuðu og þolinmóðu en veiklulegu eiginkonq, sem hafði gefið honum líf sitt. J Kappgjarn eins og hann var, reyndi hann óaf- látanlega að finna ný ráð til að auka tekjur sínar. Hann tvöfaldaði tilraunir sínar og vann nótt og dag, þegar greinar hans fengu aðgang í blöðunum, en svo brást þessi tekjugrein líka. Á írlandi áttu sér stað voðalegir æsingaglæp- ir, sem heimastjórnarflokknum var !kent um. Um stund var hætt að hugsa um ásigkomulag íranna, en gefin ströng skipun um að hætta æsingunum í Ameríku. O^Connell var kallaður heim. Hans þurfti nú með á írlandi. Honum var sagt að finna fjárhalds- mann söfnunarsjóðsins, þar gæti hanri fengið pen- inga til fararinnar. Það var með undarlegum kvíða og vonbrigðum að hann sagði Angeluu nýjungina. Hann hafði gert sér svo góðar vonir um að geta náð góðri at- vinnu í þessum stóra, nýja heimi, og að geta síðar snúið aftur til írlanrls með efni til að minka eymd- ina, og til að vernda konu sína fyrir öllum fjár- málalegum skorti. En nú átti hann að fara heim jafn fátækur og þegar hann fór þaðan — þó hann væri ósegjanlega ánægður. Hún sat krafkyr og horfði niður, þegar hann kom inn til hennar. Hann gekk svo hægt, að hún heyrði ekki til hans. Hann furðaði á því, að and- lit hennar var svo náfölt og gagnsætt. Augun sokkin inn og gljáðu með svo undarlegum glampa. Hún var enn þá magrari og ljósvakakynjaðri held- ur en hún var þann dag, sem þau stóðu hvort hjá öðru á skipinu, og horfðu á hinn nýja heim, þrung- in af góðum vonum. Honum fanst sem hnífur hefði verið rekinn í brjóst sitt, og stundi þágan. Hún leit til hans brosandi. Hann kysti hana með uppgerðar kæti. “Góðar nýjungar, elskan min! Markverðar nýj- ungar!” ‘^Góðar nýjungar?” “‘Eins góðar og mögulegt er,” sagði hann og bældi niður ekkann. ‘Eg vissi að þær mundu koma. Segðu hverjar þær eru, góði.” “Við eigum að fara heim — heim til frlánds. Sko •— hér — er skipanin.” Hann rétti benni bréfið. Hún tók við því undrandi og las. Hendi henn- ar féll niður magnlaus og höfuðið féll niður á bringuna, eins og það var þegar hann kom inn. Hann féll á kné við hlið hennar. “Hvað er að, elskan mín!” “Við getum ekki farið, Frank.” “Getum við ekki farið? Hversvegna segir þú það, góða?” “Vð getum ekki farið,” endurtók hún, og hné magnþrota aftur á bak. “En hversvegna ekki, Angela? Eg veit að eg get ekki flutt þig heim, eins og ?g flutti þig hingað ef það er það, sem þú átt -við. Forlögin hafa verið okkur andvíg. Og það kvelur mig ósegjanlega á þessu augnalbliki.” “Það er ekki það, Frank,” sagði hún lágt og veiklulega. ' “Hvað er það þá?” “Ó!” hrópaði hún, “eg hafði vonað, að það yrði öðruvísi ? — alveg á annan hátt.” “Hvað átti að verða öðruvísi? — Heimkoma okkar, átt þú við? Er það hún, sem kvelur þig?” “Nei, Frank. Það er ekki hún. Eg skeyti ekki um hvernig viö komum heim, ef eg aðeins hefi þig hjá mér.” Hann þrýsti hendi hennar innilega. Litlu síðar sagði hún: “En við getum ekki farið, við getum það ekki. Góði minn, getur þú ekki hugsað þér hvers vegna7 Skilur þú ekki ?” “Getur það verið mögulegt? Er það tilfellið?” Hann tók báðar hendur hennar og þrýsti þær inni- lega. Svo stóð hann upp og skalf frá hvirfli til ilja. “Er það — er það?” hrópaði hann og þagnaði sv'o, einS og hann þyrði ekki að fullkomna spurn- inguna. Hún br^sti til hans og kinkaði kolli, um leið og hún svaraði: “Sameining okkar er fullkomnuð. Ást vor er endurgoldin.” “Við eignumst barn?” hvíslaði hann. “Já,” hvíslaði hún. “Lof sé Guði! Lof sé Guði!” sagði O’ConnelI alvarlegur og krosslagði hendurnar eins og til bæn- ar. / , Litlu síðar sagði hún: “Eg hafði ætlað að segja þér þetta alt öðruvísi. Eg vildi að þú værir laus við allan kvíða þann dag, sem þú fengir að heyra það — værir frjáls og glaður. Og eg hefi beðið dag eftir dag í von um, að lánið heimsækti okkur.” Hann reyndi að hlæja sínum gamla raddsterka hlátri, en nú var hreimur hans holur. “Hvað er það sem þú segir? Bíða þess, að lán- ið heimsæki okkur? Getum við búist við nokkru betra láni en því, sem þú hefir nú tilkynt mér? Eg er að minsta kosti tífalt gæfuríkari nú, heldur en þegar eg kom inn í stofuna hérna.” Hann tók hana í faðm sinn og þrýsti henni að sér. “Hlustaðu á mig, elskan mín,” sagði hann. “Við förum heim aftur. Barnið okkar skal sjá dagsins ljós þar, sem við mættumst fyrst. Þar er engin hætta. Ehginn skal fá að gera okkur neitt mein nú, þegar við höfum þetta dýrmæta líf að varðveita. Verði það stúlka, skal hún verða móðir fyrir sitt fólk. Verði það drengur, þá skal hann halda áfram lífsstarfi föður síns. Við förum heim, elskan mín.” Hún hristi höfuðið. “Eg get það ekki,” sagði hún. “Hversvegna?” “Eg ætlaði ekki að segja þér það, en þú þving- ar mrg til þess. Kæri Frank minn, eg er veik.” Hjarta hans hætti næstum að hreyfast. “Veik? ó, elskan mín, á hvern hátt? Það er þó ekki alvarlegt? Segðu að það sé ekki alvarlegt,” sagði hann í kvíðandi róm. “Nei, eg held það sé ekki. Eg talaði við lækn- inn í dag. Hann sagði að eg yrði að vera mjög, mjög varkár, þangað til barnið væri fætt.” “Og alt þetta hefir þú geymt hjá þér, þú kjark- góðá, elskaða kona. Gott, við förum þá ekki. Við verðum hér. Eg skal fá þá til að útvega mér vinnu. Eg er hraustur, og eg er fremur áleitinn og úr- ræðagóður líka, Angela. Eg skal reyna að brjótast áfram. Eg skal berjast við bennan annríka bæ. Við skulum fá alt, sem það litla þarfnast, litla mamma, indæla litla mamma.” Hann vaggaði henni á handlegg sér eins og barni, og þau gleymdu fátæktinni og sátu stund eftir stund og dreymdi um sóHbjarta framtíð, þar sem þrjár manneskjur voru — heil og óaðskijan- leg þrenning, Loks sofnaði hún í faðmi hans. Hann leit til himins og bað um hjálp í vandræðum sínum, bað um, að hann mætti fá að hafa þessa litlu íconu sína, sem svaf svo óhult við hjarta hans. Og Angela brost í svefninum og hvíslaði nafn hans. Hann bar hana inn í svefnherbergið og sat við rúm hennar þangað til dagur rann upp. Þetta var hin fyrsta nótt í margar vikur, sem hún hafði sofið án þess að vakna og án sársauka. Hún svaf með bros á vörum, eins og að hana dreymdi vel. ------X_______ • t , 13. KAPÍTULI. Símrit frá Nathanael Kingsworth. Næstu mánuðirnir voru þeir erfiðustu, sem O’Connell hafði lifað. Hve mikið sem hann reyndi, gat hann ekki fengið neina vinnu. Hann kunni ekki nein sérstök störf. .Hann var alveg óvanur öllum viðskiftum. Hann skrifaði raunar vel, en hann skorti þá mentun og mælsku hæfileika í því sem hann skrifaði, er komu í ljós í ræðum hans. Hann fékk sér vinnu í verkstæðum og verslunum. Hann reyndi að vera fréttaritari blaða. En skortur hans á æfingu var honum ávalt þröskuldur 1 götu. Það, sem hann reyndi að vinna sér inn þessa mán- uði, var alt of lítið, einkum þar eð hinn mikli við- burður nálgaðist. Angela var nú alt af í rúminu. Hún líktist meir og meir anda. Voðalegur kvíði bjó í O’Connell bæði nótt og dag. Hann gat stundum þotið á fæt- ur hálf sofandi, til þess að hlusta á andardrátt * hennar, og þegar hann eftir vonlaust strit dagsins nálgaðist heimili sitt, gat hjarta hans hætt að slá af kvíða fyrir binnf elskuðu konu. Eftir því, sem mánuðirnir liðu varð andlit hans hrukkóttara, og gylta hárið hans varð blandað silf- urþráðum. En aldrei misti hann vonina né kjark- inn. Hann hélt' alt af að hann mundi sigra í bar- áttunni fyrir tilverunni, eins og hann einhvern tímaj mundi sigra í baráttunni fyrir frelsinu. Angela, sem lá þar svo kyr og alein, gat aðeins vonað. Hún fann sig vera svo hjálparlausa. Það var þesskonar ístöðuleysi, sem kom mönnum eins og O’Connell til að örvilnast. Og það var ekki ein- göngu hennar 'líkamlega magnleysi„ það var vel- sæmistilfinning hennar, sem líka þjáði hana. Hún var líka að hugsa um ósingirnina, er í þessu væri. Heima í Englandi átti hún ríka ættingja. Þeir myndu naumast vilja láta hana deyja af hungri og neyð. Þeir Vildu ekki láta barn hennar fæðast í í heiminn, sem fátæklings barn. Hingað til hafði henni verið ómögulegt að sigra hið beiska hatur, er hún bar til bróður síns, ógeð sitt og fyrirlitn- ingu fyrir Monicu systur sinni. Síðan hún fór úr Englandi, hafði hún aldrei skr-ifað þeim Gat hún gert það núna?” Eitt kvöldið kom O’ConnelI heim mjög von- lítill og dapur í bragði; þó hann reyndi að dylja þettá, tóksfc honum það ekki; staðfesta hans var farin að veiklast. í margar vikur var lítil aðsókn. og lítið að gera í verslaninni þar sem hann vann, og þetta kvöld var honum sagt upp vinnunni." Angela reyndi að hugga og hvetja hann eins vel og hún gat, föl og kyrlát þar sem hún lá. Næsta daginn skrifaði hún bróður sínum. Hún gat ekki fengið sig til að minnast á það, sem hún hafði sagt og gert, en lýsti því með mörg- um orðum hvað hún væri ánægð með þann mann, sem hún elskaði. Hún mintist á fátækt sína; en kvaðst vona að það yrði aðeins um stund. O’Conn- ell væri svo lipur og svo gáfaður, að hann yrði að vinna sigur á erfiðleikunúm von bráðar; en eins og nú stæði, væri hún veik og þarfnaðist hjálpar. Hún bað ekki um gjafir^ en aðeins um lán, sem skyiai verða bqrgað aftur þegar kringumstæður þeirra bötnuðu. Hún. sagðist heldur ekki hafa beðið um þetta, ef sú gæfa væri ekki væntanleg, að hún yrði móðir. Sökum síns ófædda barns, ibað hún hann um að svara strax. # Hún bað eina af nábúakonunum að láta bréfið í póstkassann, svo að O’ConnelI fengi ekki að vita um þetta. Húp ibeið eftir svari, en það kom löngu seinna, þegar þau áttu bágast. Það var símrit, og hún var alein þegar það kom. * * Vonin spriklaði í huga hennar, þegar hún opn- aði það. Þó að hann sendi lítið, væri það velkomið nú, þegar þau væru næstum bjargarlaus. Og ef það væri mikið, þá væri svo ánægjulegt að geta hjálpað þeim manni, sem aldrei fanst neitt of mik- ið fyrir hana gert. Að bróðir hennar símritaði, styrkti þá hugsun, að hann vildi hjálpa sem fyrst. Hún las símritð og féll aftur á bak í rúmið með lágu hljóði. Þegar O’Connell kom heim, nokkrum stundum seinna, eftir árangurslausar tilraunir til að fá vinnu, fann hann hana meðvitundarlausa, með sím- ritið í hendi sinni. Hann reyndi að vekja hana til meðvitundar, en gat ekki, svo hann fékk einn af nágrönnunum til að sækja. lækni. Meðan hann af- arhryggur stóð og starði á þetta magra og þolin- móða andlit, furðaði hann sig á því, hvað orsakað hefði þetta yfirlið. Honum varð litið á pappírs- blaðið, sem hafði nú dottið úr hendi hennar. Hann tók það upp og las: ‘Eins og menn sá, uppskera mepn! Nathanael Kingsworth.” Þetta var alt. 14. KAPÍTULI. Peg fæddist. Þegar komið var að dagrenningu, lagði lækn- irinn stúlkubarn í faðm O’Connells. Hann leit á hana utan við sig. Það var þá skeð; barn hans — og Angelu. Lítil stúlka. Lága kveinið frá þessu elskaða Ibarni, fætt á hrygðarstundu, vakti hann til meðvitundar aftur. Hann þrýsti því að sér, og heit tár runnu niður kinnar hans. Kona, úr einni hlið- arlbyggingunni, sem komin var til að hjálpa, tók barnið frá honum. Læknirinn leiddi hann að rúm- inu. Hann leit á hina elskuðu konu sína. Augu Angelu voru afar daufleg, þegar diún leit á hann, og þó reyndi hún að brosa. AllurAársauki var gleymdur, hún fann að eins til ánæ%i; hún hafði nú frið. Hún lyfti upp mögru hendirai sinni til O’Connells. Hann þrýsti henni að vöruKsínum. Hún hvíslaði: “Barnið mitt. Komdu með barnið mitt.” Hann tók það frá konunni og lagði það í faðm Angelu. Hún kysti það hvað eftir annað. Barnið hljóóaði aumkunarlegar. Árejmslan var of inikil fýrir Angelu; hún misti meðvitundina. * * * Rétt áður en sólin kom upp, raknaði hún aft- ur við. O’Connell sat hjá henni. Hann hafði ekki hreyft sig. Barnið svaf — konan gætti þess. Angela gaf manni sinum merki, að hann skyldi lúta niður að sér. í augum hennar blikaði yfir- náttúrlegur glampi. Hann lagði eyrað að munpi hennar. Rödd hennar var lág, sVö lág, að hún heyrðist varla. “Gættu — vel — barnsins — okkar — Frank. Eg — eg — fer frá — þér. Guð varðveiti — þig — og — bíessi — fyrir alla þína •— ást.” Hún þagnaði svo til að anda að sér, og hvíglaði svo kveðjuorð sín afr honum, sem hann gleymdi aldrei. “Mín — síðustu orð — til þin, — elskan mín. Eg — eg — elska — þig — af öllu — hjarta *— allri — sál minni — Frank!” Hún hné niður úr faðmi hans og lá alveg kyr, með opnar varir og augu. Stríðið var afstaðið. Hún var farin til þess staðar, þar sem hvorki átti sér stað hroki né kúg- un — þar sem allir standa sem jafningjar fyrir framan hásætið, til. þess að gera grein fyrir hegð- un sinni í þessum rangláta margmenna heimi. Hið kjarkmikla, góða og b“öa hjarta var hætt að slá. 15. kaj’ítuli. Bernskr Pegies. Það var hugsunin im litlu, móðurlausu stúlkuna, sem hindraði O’Confell frá að fyrirfara sér, þegar örvilnanin yfir daróa konunnar, svifti hann næst- um vitinu. Peg ^var komin í stað hennar, og hún frelsaði haiin. Hjá eðallyn"‘ni landa sínum, sem hafði heyrt um neyð hans, '‘Kk hann lánaða peninga til út- farar konu sinr ' og fýrir legstein á leiði hennar. Hann tilkyjti Nathanael Kingsworth um dauða systur hans, er hann hvorki bjóst við né fékk neitt svar. Undir eins og honum var mögulegt, fór hann heim til írlantf. og tók þátt í baráttunni fyrir frelsi írsku þjc^arinnar. Hann vissi að eina ráðið til að forðast rvilnan, var að hafa stöðugt starf. Hann fór aftui til itla þorpsins, þar sem hann var fæddur, og þa> var séra Cahill, sem skírði barn O’Connells og ^ngelu. , Barnið féK nafnið iMargaret, O’Connell iafði. helst viljað láta þá litlu heitai Angelu, en óSI konu hans var honum lög, og svo hafði Angela pðið mann sinn um að Iáta það heita Margrét, ef þa* yrði stúlka. Móðir hennar hét því nafni, og alt }*ð tiesta í Angelu var frá móðurinni. var barnið sk'.'t Margrét. En það var alt of langt og hátíiegt nafn fyrir svona lítið 'barn, og þessvegna va’ hún kölluð Peg og Peg hélt hún á- fram að heitaiHa æfi sína. Þegar hú’ var orðin nógu stór ti] að geta fylgst með föður sin*m> tók O’Connell hana með sér hvert sem hann fór Þoð var sem töfrar vernduðu hann, þegar hún vajhjá honum. Fyrstu brnshuminningar Pegs voru um þetta litla þorp, þa sem hún og faðir hénnar voru skírð. Hér var. vilji ennar lög fyrir alla þá, sem hún um- gekst. Hún' fjórnaði sinni litlu hirð með járn- hendi. Það var / ldur enginn skortur á áminningum um það, að 0"nnell byggi til vönd fyrir sitt eigið bak, með því ð láta hana fá vilja sinn í öllu. En.hin e> ánægja O’Connell’s í þessum heimi var Peg og han gaf engan gaum að þeim ásökunum, sem yfir hsrmrigndu fyrir það, að hann eyðilegði uppeldi henn^, /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.