Lögberg - 10.12.1925, Side 7
LÖGBEBG FIMTUDAGINN,
10. DESEMSBER, 1925
Bls. 7-
Guðs augu.
Það hneykslar oft þverlyndar og
öfundsjúkar manneskjur, ef ein-
hverjum er hrósað. Þær álíta þá
þann, sem hrósið þiggur,, hégóm-
legan augnaþjón manna', en þann,
sem hrósar aðeins smjaðrara. Því
verður aldrei neitað, að miklar
öfgar hafa oft átt sér stað á þessu
sviði, en hins vegar er það satt, að
ibifekkan, sem þeir, er göfugum
hugsjónum unna, þurfa að sækja
á, er vanalega hrött. Svo ekki ættu
samhyggjendur þeirra sálna, er
sannleika unna, að kynoka sér við
að létta þeim för, er þann toratta
klífur, með sanngjarnri viður-
kenningu.
Eg var að enda við að lesa fyrir
börnin mín söguna í Lögbergi,
“Guðs augu’’ eftir Jódísi Sigurðs-
son. Það er ekki mikið í iblöðunum,
sem hægt er að lesa fyrir lítil
börn, en þessi saga er Ibarnsleg og
áhrifamikil. Mér finst höfundur-
inn eiga þökk skilið fyrir hana.
Hún getur vel verið þeim eldri
gott umhgsunarefni líka. Nú fer
sá tími ársins í hönd, þá menn
eyða miklu í alls kyns gjafir, en
oft lenda þær gjafir hjá þeim, sem
eiga fyrirfram svo mikið, að þeir
eru þreyttir af að líta eftir því.
Það er þó ennþá nóg til af litlu
blessuðu, fátæku andlitunum, sem
verða að sitja við “frosna rúðuna”
og aðeins sjá, en ekki fíj. Það er
eitthvað til af þe#n kringum oss
öll og meira er til af þeim lengra
í burtu.
Eins lengi og svo kallaður krist-
inn og mentaður heimur ekki finn-
ur sárt til ef einhver limur líkam-
ans líður, má hann kallast kaldur
og stíffrosinn. Frosinn og kaldur
líkami finnur ekki mikið til, þótt
einhver limurinn kunni að meiða
sig, en líkami sá, sem lífgaður er
volgu blóði, finnur fljót til, ef
einhver limurinn liður. Svo hlýtur
að vera með mannfélag, sem á
réttu þroskastigi stendur. Hið
gagnstæða sannar ömurlegt á-
stand.
Þessi litla saga, “Guðs augu”,
vegsamar þessa fögru og guðdóm-
legu dygð, — fórnfýsi, sem er
eitthvert hið hollasta sæði, sem
hægt er að sá í barnshjartað, og
getur orðið örugg vörn gegn enda-
lausri spillingu og eymd. Það er
einmitt þessi stjórnlausa nautna-
fíkn, sem ávalt fæðir af sér flest-
ar slæmar hvatir, er stofnað hefir
stórþjóðum í vanda og leitt þær
fram á Ibarm glötunarinnar. En
samhliða nautnafíkninni, eða þá
á undan henni fer ávalt hin vonda
rót alls hins illa — ágirndin, sem
líka er móðir valdfíkninnar, við-
skiftalífsstríðanna og svo þjóða-
stríðanna. Svo heill öllum þeim,
sem stuggur stendur af því sæði
illgresisins, og reynir að hlúa að
dygðablómum, og þar er fórnfýsin
eitt hið fallegasta.
Pétur Sigurðsson.
Rœða.
sem, F. R. Johnson, skrifari Hall-
grímssafnaðar, í Seattle, flutti á
fjölmennri og mjög ánægjulegri
samkomu, sem haldin var af söfn-
uðinum til að fagna komu séra
Rúnólfs Marteinssonar og konu
hans, 21. nóv. 1925.
Herra forseti!
Kæru Ibræður og systur!
Við erum hér saman komin á
þessari glöðu stund til að fagna
komu séra Rúnólfs Marteinssonar
og konu hans hingað í okkar hóp
— til að rétta þeim ibróður og
systur hönd, og bjóða þau velíom-
in.
Eg ætla ekki að halda langa
ræðu — enda mun ykkur öllum
vera ljóst, að ekki er um mælsku-
mann að ræða, þar sem eg er. Eg
ætla aðeins að nefna, eða lítillega
minnast á, þrjú happa-spor, sem
hinn fámenni g fátæki Hallgríms-
söfnuður okkar hefir stigið í síð-
ari tíð.
Fyrsta happa-sporið var stigið,
þegar við réðumst í það stórræði,
að kalla hingað — alla leið vestur
að hafi — séra Kristinn K. Ólafs-
son, sjálfan forseta Kirkjufélags-
ins, frá söfnuðum hans og heim-
ili, til að þjóna hér og starfa um
fimm vikna tíma — og sem varð
með þeim góða og gleðiríka á-
rangri, að fimtíu fermdir meðlimir
bættust við söfnuðinn. Þetta,
vissulega reyndist spor, í rétta
átt! Og það, að þetta þýðingar-
mikla spor var nokkurn tíma stig-
ið — er mér ljúft að nefna — eíg-
um við aðallega að þakka, næst,
guði, okkar stórhuga og starffúsa
forseta, herra K. S. Thórðarsyni.
Hans var uppástungan; aðrir, að
eins studdu.
Annað þýðingarmikla happa-
sporið var stígið, þegar guðfræðis-
nemi Kolbeinn Sæmundsson var
kallaður og ráðinn af söfnuðinum:
.— öll sú aðdáanlega þjónusta, sem
hann hefir veitt, um átta mánaða
skeið — öll sú mikla fórnfýsi —
alt hans starf — og öll hans fram-
koma — hefir verið af því tægi, og
með þeim hætti, að óhætt megi
fullyra, að hann hafi þar með á-
unnið sér velþóknun, foæði guðs og
manna! — Umfram skólanámið
hefir hann haldið uppi guðsþjón-
ustum, vikulega, uppfrætt og
fermt tíu ungmenni, skírt börn —•
og gegnt öllu, sem alvanur prestur
væri. Enn fremur hefir hann orð-
ið fyrstur manna til að mynda
foyggingarsjóð fyrir Hallgr.söfn-
uð með stórri upphæð — nokkuð á
annað hundrað dollars — út af
hinum fyrstu launum, sem honum
hafði verið goldið af þessum hans
fyrsta söfnuði. Aldrei mun Hall-
grímssöfnuður fá full-þakkað hr.
Kolbeini Sæmundssyni hina ljúf-
mannlegu og góðu þjónustu hans;
en við huggum okkur við það, að
Guð launar!
Þriðja happasporið okkar var
stigið, þegar við foárum gæfu til
góðs samkomulags um að kalla
hingað til okkar leiðsagnar og
þjónustu hinn góðkunna, alþekta,
alreynda kennimann úr fremstu
röð ísleskra presta, séra Rúnólf
Marteinsson. Hann tók kölluninni
ljúflega og greiðlega — og lét
enga landamæra foókstafaþræla —
enga erfiðleika, engan kostnað eða
nokkuð annað, aftra sér frá að
koma. Og nú er hann, og hin valin-
kunna kona hans, Ibæði jafnt, heíð-
ursgestir okkar hér á þessu glaða
kvöldi. Enginn mun efast um, að
hér, eins og í hinum tveimur til-
fellunum, sem eg hefi nefnt, hafi
stórt og þýðingarmikið spor verið
stígið í hina réttu átt! — Innan
fárra vikna, munum við hafa okk-
ar eigin sunnudaglsskóla; innan
fárra mánaða, helmingi fleiri með-
limi, og innan fárra ára, okkar
eigin kirkju.
Nú hefi eg í fáum orðum leitast
við að ryfja upp, og glöggva, bæði
fyrir sjálfum mér og ykkur, þrjú
atriði úr sögu Hallgrímssafnaðar
frá síðari tíð, sem eg hefi leyft
mér að auðkenna sem þýðingar-
mikil spor, sem happa-spor, og sem
spor, stígih í rétta átt. Eins og hin
tvö fyrstu sporin hafa, nú þegar,
orðið til gleðiríks og blessunar-
ríks árangurs fyrir söfnuðinn, eins
megum við þá nú eflaust vænta
hins sama árangurs, eða jafnvel
meiri, af þessu síðasta spori, sem
nú ,er verið að stíga. Sé sporið að
eins stígið í hina réttu átt — sem
þetta spor mun vissulega vera —
þá megum við vænta hinnar mestu
folessunar þar af. Því öllum kristn-
um mönnum er ljóst, hversu skjótt
að faðirinn himneski mætir hverju
sínu foarni, hverjum manni, já,
hverjum söfnuði, sem nær að
ranka við sér, og taka spor, í rétta
átt, í áttina til hans!
Að svo mæltu foýð eg ykkur nú,
háttvirtu heiðursgestir, hjartan-
lega velkomna i— bæði jafnt. Eins
og við erum glöð og þakklát þér,
kæri séra Rúnólfur, fyrir að hafa
orðið svo fúslega og ^reiðlega
við þeirri köllun, sem við sendum
þér, eins erum við innilega glöð,
kæra Mrs. Marteinsson, að hafa
nú einnig fengið þig í bræðra og
systrahópinn hér. Eg tala við
ykkur kunnuglega, því við höfum
lengi þekt ykkur, og þið hafið alt
af verið okkur kær. Mér er sér-
lega ljúft og kært, að mega hér
með votta ykkur innilegast# bróð-
ur- og systur-þel fyrir hönd Hall-
grímssafnaðar og þessa samkvæm-
is, og eg vil leyfa mér að segja,
allra íslendinga 1 Seattle!
Fögnuður okkar er mikill!
Bæði hjartanlega velkomin!
Sitthvað eftir K.N.
Eitt sinn var K. N. staddur á
Portage Ave. í Winnipeg á leið til
vinar síns Björns Byron, og var
hann nokkuð við skál, enf staðinn
fyrir að finna Björn, hitti hann
Jón Thorsteinsson, sem nú er gest-
gjafi á Gimli, Man. og fór heim
með honum. Um kvöldið fylgdi
prófessor Skúli Johnson fóstur-
son Jóns honum til Bjöms og var
Skúli þá nýfoúinn að snúa stöku
K. N.’s “Eg reiði mig á mánann”
á ensku. Þá kvað K N.:
Eg fann þig eitt sinn fullur,
þú fylgdir mér á leið;
og viltum veg mér greiddir
til vinar, sem mín beið.
Þá alt var auðn og myrkur,
þá engum gat eg treyst.
Þú hefir hlutverk mánans
af hendi sjálfur leyst.
Einu sinni voru þeir prestarnir
Rögnvaldur Pétursson, Ragnar E.
Kvaran og einhverjir fleiri á ferð
í N. D. og héldu þar samkomur
fyrir fólkið. Jónas Hall, sem ritaði
fundar'boð og sendi út um sveitirn
ar til þess að iboða samkomuna fór
þess á leit við K. N. að hann rit-
aði eina vísu fundarboðinu til á-
réttingar. Varð K. N. við þeirri
bón og hljóðar endir sá þannig:
Þeir koma að norðan í körum,
það kvelur oss trúleysið núna,
Þeir eru svo fráir í föruih
að flytja okkur blessaða trúna.
Þá hverfur í hafdjúpið efinn
til himinsins leggja þeir brú,
með f jálgleik sem fáum er gefinn
þeir flytja okkur lifandi trú.
Þegar Kviðlingar komu út,
sendi höfundur eitt eintak af þeim
til frú Jakobínu skáldkonu John-
fon í Seattle, með þessari vísu:
Þú ert alin upp í góðri sveit,
við öllum meinum reynst það hefir
vörnin,
af eigin í’eynslu um það bezt eg
veit,
og eins veizt þú, að lengi muna
börnin.
Svo þér eg vildi sýna einhvern
sóma,
og sendi þér nú andlegt skyr og
rjóma.
Frú Jakobína þakkaði fyrir
sendinguna með þessum vísum.
Góða vöggugjöf,
' Goðin veittu þér,
Vekur foros á vör
Vísuhending hver,
Fyndin, ljós og létt
lyfta kvæðin sér.
Vildar valin gjöf
Vísa og foók er mér,
Skyr og rjóm'a-skál
Skal eg foorga þér,
Þegar þroska ná
Mín þingeysk krækiber.
Vilhjálmur Stefánsson getur
um í bók sinni “My Life amongst
the Eskimo’s” að einn af hinum
hvítu Eskimóum þar norður frá,
svipi mjög til Sigurjóns Sveins-
sonar, sem lengi átti heima á
Mountain en er nú til heimilis að
Wynyard, Sask. Þegar Vilhjálmur
var síðar á ferð í fyrirlestrar-er-
indum í Grand Forks N. D. fór K
N. þangað að hlusta á hann, því
bæði vildi hann heyra boðskap
Vilhjálms og svo voru þeir og fólk
Vilhjálms nákunnugt hér og að
heiman.
Eftir að Vilhjálmur var farinn
suður í ríki sendi K. N. honum
myndaspjald, sem á var mynd af
skáldunum K. N., Stephan G.
iStephansyni og Sigurjóni Sveins-
syni, þeim, sem áður er nefndur,
og Sigurjóni Eiríkssyni. Á mynda-
spjaldið ritaði K. N.:
Þessum piltum halda átt til haga,
hvað sem skeður mátt þeim ekki
lóga,
sinn með hvorum, syni gamla
foraga.
sendi eg þér hvítan Eskimóa.
Sumir sleikja sólskin alla daga,
sigla undan vindi, en aðrir róa,
en skrítið er, hvað meta fáir mig
á meðan allur heimur dáir þig.
K N. vinnur hjá foónda er all-
mikið hefir af kynbótanautgripum
og fæðast kálfar á því heimili í
hverjum mánuði, sem eftirsóknar-
verðir þykja, vel frískir og spræk-
ir, er þeim meiri virðing sýnd en
vanalegum kálfum og þeim valin
hin virðulegustu heiti. Einn af
þessum kálfum þótti K. N. afburða
skepna og gekk hann hraustlega
eftir dl-ykk sínum. Þennan kálf
skýrði K. N. Jónas. En í sveitinni
er vinur K. N.’s, sem Jónas heitir
og að skírnarathöfninni lokinni
sendi K. N. Jónasi vini sínum blöð
og foækur, er þeir skiftast á um
að lesa, því (báðir eru bókhneigð-
ir, en innan í bókabðggulinn setti
hann þessa vísu:
Heiður þeim sem heiður ber.
Nú fjölgar fríðum sveinum í fjós-
inu hjá mér,
eg tók þar eftir einum, sem eitt-
hvað líktist þér,
En sæmd og virðing veita, eg vini
mínum hlaut,
því hefi eg látið heita í höfuðið á
þér — naut.
Indverskar tengda-
mæður.
“Menn hafa oft margt og mikið
að segja um tengdamæður hjá þjóð
vorri og þá ekki síst grínblöðin:”
sagði Bandaríkjamaður einn, sem
nýkominn var frá Austurlöndum.
“En á Indlandi láta þæy þó meira
til sín taka en nokkursstaðar ann-
arsstaðar sem mér er kunnugt um.
Það er vanalegt að mæður séu
til heimilis hjá sonum sínum, eftir
að þeir eru giftir, en þær orðnar
ekkjur og oft þó menn þeirra séu
á lífi.
Það ber oft við á Indlandi að
eftir giftinguna þá halda ungu
foændurnir áfram að búa hjá for-
eldrum sínum, en hvort sem hann
gjörir það eða ekki, þá eru konur
þ'eirra, ef þær eiga heima í bæjum,
þjónustubundnir þrælar tengda-
mæðra sinna samkvæmt æfagöml-
um sið og vana. í mörgum tilfeíl-
um þá fá þær ekki að fara út af
beimilinu nema tengdamæður
þeirra fari með þeim.
í smáfoæjum á Indlandi þar sem
konur eru meiri fyrir sér en ann
arsstaðar er samlbúð tengdamæðra
og tengdadætra líkust því sem
hundar og kettir væru. Níutíu af
hundrað búa saman í sífeldum ó'
friði. Eg hefi oft séð þær berjast,
ráðast hvora að annari eins og
óargadýr — klóra hvora aðra í
framan og rífa hárið hvor á ann-
ari, og nota alt sem handhægt er
að vopni. Þessi ósiður er svo al-
mennur og víðtækur að húsbænd-
urnir hafa orðið að skipa svo fyr-
ir að þær skifti algjörlega með
sér verkum, konur þeirra hafi á
hendi innan húsverk, en mæður
þeirra utan húsverk og á þann hátt
er hægt að halda friði á heimil-
unum um tíma að minsta kosti.
Hindúar hafa samt sagt mér, að
þó konunum komi svona illa sam-
an þá séu þær ekki óvinir, þær ríf-
ast einn daginn, en eru svo góðir
vinir hinn. Mennirnir skifta sér
aldrei af viðskiftum kvenmanna,
því ef þeir gjörðu það, eða gjðra
það, þá snúast báðar konurnar á
móti þeim og draga þá ekki af þvi
sem þær geta.
UPPREIST A SAMOS.
Tveir bræður taka eyna.'
Á grísku eynni Samos, sem er
skamt frá ströndum Litlu-Asíu,
gerðu tveir bræður uppreist fyrir
skemstu og tóóu eyna Iherskildi.
Höfðu þeir ekki nema nokkra
menn með sér, en foættu við sig
liði með því að hleypa út öllum
þeim, sem í varðhaldi voru. Tóku
þeir nú allar opinberar byggingar
og drógu þar upp ítalska fánann,
* Bezti Vinurinn I
f
f
f
f
f
f
f
♦!♦
—ER—
Hinn daglegi'gestur yðar, er heimsækir yður hvern-
ig sem viðrar, jafnt í steikjandi sumarhitanum sem í
nístandi vetramæðingunum. Færir yður beztu
fæðuna, sem liægt er að fá, og fjölskyldan þarfnast
mest af öllu.
Gleðileg Jól!
Með ósk um hamingju og heilbrigði á hverju
einasta heimili.
óskar af heilum hug
Mjólkurmaður yðar.
Vér tökum undir með starfsmaimi vorum og óskum
yður hagsældar á komanda ári, og þökkum viðskiftin
í undangenginni tíð.
Ctty Dairy Ltd.
James W. Carruthers, President
James W. Hillhouse, Sec.-Treas.
f
f
f
t
Cpaum
OLATES
step-£°
Kaupendur blaðsins gerðu vel í
að verzla við þá sem auglýsa
SWEETE
THAN
WORDS
Búið til í Vestur-Canada er ávalt
‘*ný tt“ á markaðinum.
Kavpid i pundatali—tparar peninga
Paulin Chambcrs Co. Ltd.
Esi. 1876
5 MkCINA WINNIPEG CAICABY
og lýstu yfir því, að eyjan væri
sjálfstæð. ítalir vissu þó ekkert
um þetta. Þá náðu þeir og í alla j
sjóði á eynni og opinbert fé.
Grikkir sendu þegar Iherskip til
eyjarinnar og varð þá lítið um
vörn af hálfu uppeistarmanna.
Voru þeir allir teknir höndum.
Það er ætlun manna, að þeiri
bræður muni aðeins hafa ætlað
sér að ná í ihið opinfoera fé á eynni
og hverfa svo burtu. Þeir heita j
Yaya og hafa oft áður átt í höggi'
við hið opinibera og oft verið
dæmdir til dauða, en altaf slopp-j
ið þangað til nú. Hafa þeir hafst!
við á “eyjunum tólf” eða Dodec-j
anese, en þær eyjar hafa verið
undir eftirliti Itala, Tyrkja og
Grikkja um mörg ár.
Saga þessi minnir óneitanlega
á sögu Jörundar hundadagakóngs
hér á landi og foafa þeir foræður
í mörgu farið svipað að og hann.
Á eynni Samos'eru 50 þús. íbú-
ar.i—Mbl.
Innilegar Jólaóskir
til vorra
ÍSLFNZKU VIÐSKIFTA-VINA
Vér vonum að þér séuð vel á-
nægð með vort Melrose Te,
Kaffi, Bökunarduft, Jelly og
Essences.
H.L.MacKinnonCoítd.
Sveinn Johnson. Director
Óhappatalan 13.
1 Evrópu er alment álitið að 13
sé óhappatala, af hverju sem það
nú stafar. Ameríkumenn eru hins
vegar ekki alveg sammála Evrópu-
mönnum um það, að 13 sé óhappa-
tala. Það er síður en svo; hjá þeim
er 13 mesta happatala, og hefir sú
tala unnið sér mikið álit, enda
margir stærstu og merkustu við-
fourðir þar foundnir við þá tölu,
segja Ameríkumenn. Þeir segja að
lýðveldi Bandaríkjanna hafi í upp-
hafi verið stofnað af 13 ríkjum,
og fyrsti fáni þess hafli 13 stjörn-
ur og 13 randir. Einkunnarorðið
fræga: “Plurifous Unum” hafi
13 foókstafi; hið fyrsta orð, sem
sent var símléiðis milli Ameríku
og Evrópu var send þann 13. mán-
aðardag. Og í fyrsta flota Banda-
ríkjanna voru 13 skip; lögin sem
bönnuðu þrælasölu í Bandaríkjun-
um voru 13 breytingin á stjórn-
arskrá ríkisins. Þannig gætum við
lengi haldið áfram að telja upp,
segja Ameríkumenn, en þetta ætti
að nægja til þess að sýna og sanna,
að talan 13 hefir ekki reynst nein
óhappatala í Ameríku.
Merkilegasta Jólagjöfin
Mason & Risch Piano
Sel við verksmiðjuverði beint til kaupanda
gegn skilmálum við allra hæfi.
Það er skemtilegasta jóla-
gjöfin, þetta fallega, tón-
mjúka Mason & Risch Pi-
ano. Það verndar jóla-
fögnuðinn árið um kring*
Ekkert annað piano getur
jafnast á við það að gœð-
um eða verði, vegna þess
að vér seljum í vorumeig-
in búðum, frá vorri eigin
verksmiðju og það viðverksmiðjuverði.beinttilkaupanda
Gegn lítilli borgun út 1 hönd, getum vér sent pianotilyð-
ar fyrir jólin og gefið yður hin hagkvæmustu afborgunar-
kjör. Skrifið I DAG eftir vorri ókeypis verðskrá.
Vor HENRY HERBERT PIANO, eru hreinasta fyrirtak og
kosta aðeins $475. Þau eru búin til í Mason & Risch verk-
smiðjunni og fyllilega ábyrgst. Þér getið fengið þau af
hvaða gerð, er yður bezt líkar.
L
‘THE VERY BEST BY EVERY TEST'^K^K^jt
Með því að gefa bók
getið þér bezt látið hugs-
anir yðar í ljósi.
VINUR yðar er máske Ijóðavinur, eða honum fellur vel að lesa skáldsögur eða æfisðögur,
eða ferðasögur um önnur lönd. — Vér höfum aldrei haft foetra úrval af nýjum bókum
heldur en nú er að finna í bókaskápunum hjá oss.
“Twenty-five Years” eftir Vis-
count Grey—Sú bók ársins,
sem mest er um talaö. Saga
NorSurálfubúa í skýrum drátt-
um síðustu 25 árin. 2 bindi
í hulstri, $10.00.
“The Book of the West”, eftir
Howard Angus Kennedy,
f jörlega rituð bók um bygg-
ing Vesturlandsins frá tím-
um grávöruverzlunarinnar og
til vorra daga. $2.00.
“Adventures in Understanding”,
ný bók eftir David Grayson.
Velkomin þeim mörgu, sem
gcðjast hans fyrri æfintýri.
Segir frá David og Harriet,
þegar þau koma í borgarlíf-
ið. $2.50.
"Painted Fires’, eftir Nellie
L.McClung. Mikil fyndni og
góölátlegur skilningur á hög-
um nýbyggjans. Ætti að
vera sérstaklega minst. $1.75.
‘The Living Forest”, eftir
Arthur Heming—Bók fyrir
drengi, þangaö til þeir eru
áttræðir! Spennandi æfin-
týri úr fjarlægri norðurátt.
Fallegar myndir, dregnar af
höfundinum'. $2.00.
“Wild Geese”, eftir Martha
Ostenso — verðlauna sagan,
sem fram fer í voru eigin
fylki. Glögg athugun á
mannlífinu ofin- í skáldsögu.
$1.85.
“One Increasing Purpose”, eft-
ir A. S. M. Hutchinson —
saga af manni, sem reynir
að finna ánægju og frið í iðu-
kasti menningarinnar nú á
dögum. Ritdómarar segja, að
hún sé meiri en sagan: “If
Winter Comes’. $1.85.
Mason & Risch Limited
344 Portagc Ave., - - Winnipeg
Utibú: Saskatoon, Calgary, Edmonton, Nelson, Vancouver
GefiS vinum yðar Victor Recorda fyrir jólin, Fljót og lipur afgreiðala.
“A Fragrant Minute”, (annað
hefti). — Falleg ljóð fyrir
hvern mánaðardag, eftir Wil-
helmínu Stitch, betur þekt í
Winnipeg og víðar undir
nafninu Sheila Rand, 1 fall-
egri kápu. 30c.
“With Lawrence in Arábia”,
eftir Lowell Thomas. Spenn-
andi eins og skáldsaga, er
þessi frásaga um Col. Lawr-
ence og verk hans á meðal
kynflokkanna arabisku á
stríðsárunum. $4.50.
“Treading the Winepress”, eft-
ir Ralph Connor. Mikið efni
og þjóðrækni, og sýnir hvað
piltar og stúlkur höfðu að
mæta á striðsárunum. Dr.
Gordon hefir hér ritað góða
sögn, eins og fyrri. $1.85.
T. EATON C
o
LIMITED