Lögberg - 17.12.1925, Page 3
LÖGtBERG FIMTUDAGINN,
Bls. 3.
▼
Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga
svo
Keppinautarnir.
. (Niðurlag.)
Lafði Eva leit rannsakandi augum á Hester,
breyttist svipur hennar og hún sagði blíðlega:
"En þbir heimskingjar, sem við erum, Hester!
__ Fyrir skemtanatímann vorum við góðir vinir —
nú erum við —”
“ö, vertu ekki hrædd við að segja það — við
erum óvinir,” sagði Hester í æstu skapi. "Og það
er þér að kenna. Eg hefi þekt Philip Berkeley
lengur en þú, og það var eg sem kyriti þéi hann,
og —”
“Og,” sagði lafðj Eva frjálslega — er mjög ó-
greinilega — “og við þekkjum hann sáralítið; en
við erum báðar —” og hún roðnaði þegar hún sagði
þetta — ”ástfangnar af honum og getum ekki dulið
það — að minsta kosti ekki hvor fyrir annari. Nú
er spurningin, hvað við eigum að gera?”
“Þessari spurningu verður ekki fyllilega svar-
að, nema að önnur okkar hætti að hugsa mri hann
algerlega.”
“Það er líka önnur aðferð.
“Á þessu augnabliki var lafði Eva sótt til að
dansa við lávarð Coventry og þaut af stað um leið
og hún sagði: “Við tölum seinna um þetta.”
Hester sat kyr og furðaði sig á hvernig Eva
ætlaði að leysa þessa ráðgátu. Þá kom lafði Strak-
ers^og sagði:
“Ó, þú ert hérna, Hester, Cyril segist ekki geta
fundið þig.”
Nú fór Hester líka að dansa og þær dönsuðu
ibáðár lengi, svo neituðu þær að dansa en seltust
aftur hlið við hlið.
Hester varð fyrri til að vekja máls fy efninu.
“Nú, Eva,” sagði hún, “mig sárlangar til að heyra
bver meining þín var áðan.”
Eva roðnaði, en sagði hikandi: "ó, eg veit ekki
eg held eg geti ekki sagt það. Við þekkjum í raun-
inni svo lítið til Sir Philips, að það er heimska af
ofckur að þræta um hann.”
“Ó, talaðu ekki þannig — það er of seint að
koma með þetta nú — við hðfum þrætt, og þvi fyr
sem við'fáum enda á þessu, því betra.”
“Gott, fyrst þú endilega vilt það, þá skulum
við — varpa hlutkesti, og svo skal hvor okkar fyrir
sig nota tækifænið, hvor á eftir annari, eina viku
í einu.” I
Hester hló hátt.
“Þú ert reglulega skrítin, Eva — mundu það
að nú er ekki hlaupár.”
“Eg meina þetta af alvöru, Hester. Eg er ekki
að tala um ‘“kvenréttindi” eða neitt sb'kt rugl, en
eg skil ekki hversvegna ung stúlka má ekki sýna
karlmanni að henni geðjast að honum og dekra við
hai.n.'’
“Og þetta ert þú að hugsa um að gera nú?”
“Já, eg vil að þú fáir tækifæri til þess líka um
ákveðinn tíma, og svo eg þar á eftir o. s. frv.
Hester var um stund alvarleg svo varð svipur
hennar léttari og^að síðustu brosti hún. “Þetta
ætti að verða nógu gaman -y eigum við að reyna það?
“Já, ef þú vilt,” sagði lafði Eva, “en — en vio
skulum vera vinur aftur, það er svo heimskulegt að
þræta um karlmenn.”
“Já> ef það væri um annan mann, en þegar þú
líkir saman —”
“Eg veit að Philip Berkeley er í alla staði full-
kominn — eg meina,” sagði lafði Eva fljótlega, þeg-
ar hún leit upp og sá hinn umrædda mann standa
fyrir framan sig, “eg meina í að dansa, og það er í
alla staði satt, það er enginn, sem jafnast á við vð-
ur í því.” •
"Eg þakka fyrir vinsemd yðar, en viljið þér nú
auka við hana og leyfa mér að kynna yður lafði
Berkeley?” •
Hann ýtti nú ilitlu, fögru persónunnf til þeirra,
sem hafði haldið sér fast í handlegg hans og sagði:
“Hún ihefir verið fjarverandi í heilt ár sökum van-
heilsu sinnar, en nú er hún orðin nógu hraust tíl
að vera heima aftur hjá manni sínum.”
Eva og Hester keptust við að óska hjónunum
hamingju, en i— vinátta þeirra heynir liðna tíman-
um til. 1
. r
Barnaþula.
"Syngi, syngi svanir minir”
sá, sem allri gleði týnir,
enga huggun öðrum sýnir,
ef þeir kveina og gráta.
“Hóf er best að hafa i allan máta.”
Þann, sem lengi les og rýnir,
langar út i vorið.
Hugurinn getur hálfa vegi borið.
Senn fer að hlýna á sumardegi,
senn fer að spretta blóm á teigi.
“Skemtinn maður er vagn á vegi,”
vorið skulum við hylla.
Við skulum forðast alt hið ljóta og illa.
Fé er ei þörf á húsi og heyi,
hlíð og engi gróa,
leysir úr brúnum, byggir hreiður lóa.
Daggartárið liljur laugar,
lifna freðnar hjarta-taugar.
Morgunroðans bjarmabaugar
blómin vekja endurhrest.
"Á misjöfnu þrífast börnin best.”
Sólargeislans ástarauga
á sig finna þau stara,
og rétta honum bikar rjóðra hunangsvara.
Helga, Inga, Halla, Stína
hlaupa út með brúður sínar;
þær eru orðnar fjaðrafínar,
fengu þær allar hatta og kjól,
riiuða skikkju og rennistól;
vilja þær þegar veðrið hlýnar
. veita Ijeim sól og gleði.
' Lángt finnst þeim, sem liggja inni á beði.
Þó lifirðu úng við leik og drauma,
læfðu að spinna, vefa, sauma,
þó til þess fáirðu tíma nauma,
taktu í hönd þér pésa.
Heimskur er sá, sem hirðir ekki um að lesa.
Skéðr við lífsins sker og strauma
skipsbrot vona þinna.
Það, sem bjargar þá, er bæn og vinna.
Af sólarylnum glugginn grætur
feleðitárum daga og nætur.
“Sá hefir nóg, sér nægja lætur”,
nú skal sækja í fjöru skel,
þreyta hlaup um móa og mel.
Vinna öllu brotnu bætur,
byggja hús og smala. « •
Liggja úti leggir, gler. og vala.
Mangi, Siggi, Mundi, Geir
mætast fram á sjávareyri,
setja báta fleiri og fleiri
fram úr breiðri, ruddri vör,
vilja þeir halda í veiðiför,
sækja afla meiri, meiri,
marinn sig þó ylgi.
En kappi er best að forsjá ávalt fylgl.
Þó vaxa kunni vindaþotan;
vilja þeir hugsa um skipaflotann;
renna’ onum á veg sinn votan,
vinda upp segl, um stjórnvölinn
leggja glaðir lófa sinn.
Farir þú hönd um formanns sprotann,
festu það í minni,
að flagð er oft undir fögru og sléttú skinni.
Oft er það hestsins hygni að þakka,
hittirðu ekki vaðið skakka.
Annað er það um öldu-bakka;
ekki skilja þeir lífsins strit.
Hér þarf mannsins hyggjuvit.
Sýrirðu ei rétt í báru-bakka,
búið er heljar grandið.
“Ein ef rís, er önnnr vís við landið.”
Mjór er stundum mifcils vísir;
menn ef nytsamt starfa fýsir,
af þeim eins og ljósi lýsir, /
— eg leigði mér skip í fyrra tvö.
Nú hefi’ eg smíðað sjálfur sjö.
Sá, sem lengi leti hýsir,
lítið hefir að veita.
Ekki skulum við eftir honum breyta.
Vertu öllum gegn og góður,
gleddu bæði föður og móður,
þyki þér lífsins þungur róður,
þegar á þig hallar,
“þolinmæðin þrautir vinnur allar.”
Sitj-i einver hugar hljóður,
huggaðu þá, sem líða.
Hjartans kulda barnabrosin þíða.
Viljirðu sigra og verða mestur, i
vinst ei neinn á stríði frestur.
Þig éf stundum þrekið brestur,
þá er að vaka og biðjaj
bænin er hin besta sálar úðja.
Sannleikurinn er sagna bestur,
svo að þér megi treysta.
Glæddu þennan guðdómlega neista.
Alt, sem lifir, hörpu hyllir,
hæða og dal og lá hún gyllir,
gjörvalt lífið fögnuð fyllir,
flytur oikkur nýjan óð. ‘ >
Hún er bæði hlý og góð.
Þegar hún sína strengi stillir,
starfs og elsku hljóma
lætur hún gegnuip loftsins bylgjur óma.
Heyri það börn mín, hún er að kalla
hátt og snjalt á alla, alla.
Út til nesja, fram til fjalla,
foss og sjór og urð og grund
gefa ykkur gull í mund.
Við skulum að hennar fótum falla,
fús að starfa óg unna.
Það eru bestu börnin, sem það kunna.
_ sinni var Iítill drengur. Mamma hans var
farin langt I burtu frá honum og það var í fyrsta
sinn á æfinni að hann fann til þess, að hann var
eitthvað einmana, fremur en hann hafði verið því
hann vantaði hana mömmu sína. Þegar hann hátt-
aði á kvöldin var hann hljóðari en hann var vanur.
Þegar hann var búínn að lesa kvöldbænirnar slnar
og biðja Guð að lofa henni mömmu sinni að koma
heim aftur þá bað hann pabba sinn að halda í hend-
ina á sér á meðan hann sofnaði. Og þegar pabbi
hans gerði það sofnaði hann ávalt rólegur.
Mennirnir eiga allir einn ástríkan föður, og
hann er svo máttugur að hann getur haldið í hend-
iha á öllum. Ef samband vort við hann er orðið
^ns og það á að vera, og oss öllum er hollast
það sé, þá biðjum vér hann að halda f hendina
oss og þá sofnum vér róleg á hverju kveldi. Þegar
svo dauðinn drepur á dyr og sfðasta æfikveldið
kemur, þá getum vér sagt: “Himneski faðir, fyrst
eg má halda í hendina á þér, þá sofna eg rólegur.”
að
á
V etrar-rósirnar.
Fornkristið æfintýri.
Á dögum rómverksu kéisaranna hafði ráðherra
nokkur tekið sér bústað í smábæ lengst austur i
Litlu-Asíu. Hann ,átti eina dóttur barna og hét
hún Dórótea. Höfðu þau feðgin tekið kristna trú,
og vildu vera sem fjarst solli heimsins og spilling
höfuðstaðarins. t
Dórótea varð fulltíða stúlka, og var hún þá
fegurst allra meyja, en mjög var hún ólík höfðingja-
dætrum, þvi ekki hirti 'hún um skrautklæði og ger-
semar, heldur vild'i hún lifa við fátækt, og hugsaði
um það eitt hvernig hún gæti Guði þóknast.
Landsstjórinn yfir Litlu-Asíu hét Fabrisíus.
Hann var maður heiðirfri. Voru þá tímarnir þeir
að kristnir menn urðu að sæta ofsóknum af heiðnu
yfirvöldunum.
Nú bar svo við eitt sinn, er landsstjórinn var á
ferð um skattland'ið, að leið hans lá um bæinn, þar
sem feðginip áttu heima. Sá hann þá Dóróteu og
fékk ást á hennið og bað hennar sér að eiginkonu.
En því fastar sem hann sótti það, því fráb'itnari
varð mærin honum, og hann varð að hverfa frá þvi
ráði.
Eftir þetta fyltist hugur landsstjórans óslökkv-
andi heift til hinnar fríðu meyjar. Og þegar hann
bera vel í veiði að koma hefndum fram. Var nú
skipun látin ganga út til allra bæjarbúa^ að þeir
akyldu sýna og sanna rétttrúnað sinn með því að
færa skurðgoðunum fórnir. Var e!itt skurðgoðið &
háum palli á miðju torginu og var Dórótea leidd
fram fyrir það. Voru henni þá settir tve>ir kostir
að blóta goðið eða láta lífð. En hún svaraði dóm-
urunum af mikilli djörfung: “Takið mig af lífi, og
kveljið mig eins og þið getið. Eg elska Jesúm Krist
svo heitt, að eg er reiðubúin að þola alt fyrir hann.
Og eg ye’it að hann tekur mig heim í paradísar-garð-
inn sinn.” Og hún var dæmd til að láta lífið, og
Fabrisíus lét leiða hana til höggs.
Einn af lagamönnunum, sem að dóm'inum stóðu,
hét Þeófílus. Hann var gjálífyr gleðimaður og enn
ungur að aldri. Hann gat tícki stilt sig um að
spottast að meynni, og kallaði á eftir henni, er farið
var með hana tl höggstaðarins: “Þegar þú kamur
í paradísar-garðinn þinn, Dórótea, viltu þá ekki
senda mér dálítið af blómum og aldinum.”. Þetta
gerðist í miðjum febrúar, og þar austur frá getur
verið miikið vetrarríki, og var gaddur yfir öllu, og
hverg'i græn grös að sjá. Og Dórótea svaraði Þeó-
fílusi bliðlega og sagði: “Það skal gert, sem þú
biður mig um.” Og hún gekk burt og var hálshögg-
ín.
Þennan sama dag stóð Þeófílus úti fyrir dyr-
um dómhallarinnar. Kom þá til hans lítil stúlka,
engilfríð sýnum. Hún var berfætt, með Ijósbjart
og hrokkið hár. Kjjóllinn hennar var í rauðum
purpura og alsettur gyltum stjörnum. Hún hélt á
dálítilli körfu í hendinni, og stirndi á körfuna og
var hún full af rósum og aldinum. Litla stúlkan
rétti Þeófílusi köfuna og sagði: “Dórótea systir
min sendir þér þetta úr paradís.” Síðan hvarf litla
stúlkan burt, ep Þeófílus varð eftir með rósirnar
og aldinin.
Og litlu síðar snérist Þeófílus til ‘trúarinnar á
Jesúm Krist, og játaði trú sína fýtir landsstjóran-
um. Og eftir að hann hafði hlotið heilaga skírn,
var hann dæmdur til dauða, og líflátinn. Og hann
kom líka í paradísar-garðinn, þangað sem Dórótea
var komin á undan honum.—Nýtt Kbl.
Huldar undir.
Það er ekki langt síðan að lítil stúlka, í einum
af stórbæjunum okkar hérna í Ameríku, var leidd
inn í skrifstofu skólastjórans til að gera grein fyr-
ir því, hvers vegna hún væri svo oft fjarverandi frá
skólanum. Af þessari óreglu hafði það leitt, að
hún arð langt á eftir hinum börnunum með nám
sitt, og enga fullnægjandi ástæðu &at hún gefið
fyrir fiarverunni.
' Um leið og litla stúlkan kom inn í skrifstof-
una, tók kvenkennarinn vingjarnlega í handlegg
hennar, og hana furðaði efcki lítið á því, að barnið
kveinkaði sér og reyndi að forðast snertingu Jienn-
ar. Nákvæmari rannsókn leiddi í ljós huldar und-
ir og bláa bletti á litla handleggnm, já, á öllum
litla líkamanum. '
Það voru ljót, þrotin og bólgin sár. Þetta voru
óeðlileg og dýrsleg bit móðurinnar, sem á þenna
hátt hegndi dóttur sinni, þegar hún vanrækti að
leysa af hendi innanhússstörfin — sem barninu var
alls ómögulegt, ef það átti að sækja skólann
Litla stúlkan grét, eins og hjarta hennar ætl-
aði að springa, þegar hún sagði frá þessari hinni
svo niðurlægjandi sögu. Það voru ekki sárin, sem
tannir móðurinnar höfðu framleitt, er ollu henni
sársauka, — nei, hin andlega kvöl, yfir því að þess-
ar huldu undir með hina svívirðilegu sögu bak við
sig, urðu að koma í -Ijós, var mjklu, margfalt
stærri. >
Bæði kvenkennaranum og skólastjóranum of-
bauð þessi voðalega saga afarmikið, því vön eins
og þau voru við að umgangast börn, skildu þau
undir eins, hvað veslings litla stúlkan hafði liðið.
Enginn vissi það áreiðanlega, en það var hugsan-
legt, að þetta bárn hefSí liðið ósegjanlegar
kvalir af keskni hinna barnanna, við kaldranalegár
ofanígjafir i skólabekknum og háð bekkjarfélaga
sinna. Barnið var einurðarlaust og óframfærið.
Enginn vissi-um hinar huldu undir bak við þunna
og lélega kjólermina.
Þegar hermennirnir gengu á land í Vera Cruz
1914, var ungur farmaður” deyddur. Þessi blóðfórn
hinnar emerisku þjóðar barst út um alt landið.
Lík unglingsins var að hermnna srð sent til heimiþ
is hans, og meðal þeirra mörgu, sem fyltu járn-
brautarstöðina í Chicag, til þéss að sjá hermanna-
sorgarlestina koma, voru látlaus, gráhærð hjón, og
var svipur þeirra allur annar en hinna, sem for-
vitnin hafði leitt þangað. •
Þeir, sem stóðu í nánd við hjónin, hafa máske
brosað að trufluninni og áhyggjunni, sem skein á
svip þeirra. Götuprangari rétti þeim Ijósmynd og
kallaði: “Kaupið mynd af Jimmy W. — hetjuhni
frá Vera Cruz! Tvær fyrir 25 cent.”
Konan féll í yfirlið í faðminn á manni sínum.
Maðurinn, sem hafði ekið þeim til stöðvarinnar,
sagði hver þau væru, og Iögregluþjónn einn ruddi
braut í gegn um mannþyrpinguna fyrir sorgarlest-
ina og kallaði: “Þétta eru foreldrar hans.” Mönn-
um verður ósjálfrátt að- hrylla við viðhafnar lát-
brigðunum, sem eiga sér stað við slík tækifæri. Dg
þá er þessi tilviljun ein af hinum huldu undum,
sem af og til eru hispurslaust opinberaðar hinum
hugsunarlausa heimi.
Þannig er það, og verður ávalt að vera í heimi
harms og kvala. Dauðinn''hylur sína herfilegu á-
sýnd undir rósunum, sorgin liggur bak við hina
tvöfðldu grímu gleðinnar. Við og við er alt af ein-
hver, sem brosandi hristir hnífsoddinn í hinni holu
<und.
Professional Caras
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bld*.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Office timar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Wlnnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aC
selja meöul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er a6 fá, eru
notuð eingöngu. pegar þér kómiS
meS forskriftina til vor, megiS þér
vera viss um, aS fá rétt 'þaS sem
læknirinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-766S—7660
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðlngar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
DR 0. BJORNSON • 216-220 Medicnl Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manltoba.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 • Office Hours: 3—5 Heimlll: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phonet A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er áS hltta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691
DR. A. BLONDAL , 818 Somei-set Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: N-6410 Helmili: 806 Victor St. Slml: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMANN 724)4 Sargent Ave. ViBtalstlmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6008 . •Helmlll: 1338 Wolsley Ave. Sími: B-7288.
DR. J. OLSON Tannla'knlr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimill; Tals. Sh. 3217
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 vSomerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslml: A-8889
DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Houra: 2—6
Munið símanúmerið A 6483 og pantiS meBöl ySar hjá oss.— SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiBum forskrlftlr meS sam- vizkusemi og vörugæBi eru óyggj- andi. enda höfum vér margra ára lærdómsrika reynslu aS bakl. — Allar tegundir lyfja, vindlar. ts- rjómi, sætindi, rltföng, W>bak o’.fl. Mc Burney’s Drug Store Cor. Arllngton og Notre Dame
Giftinga- og Jarðaríara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 V
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkkistur og annast um út- farir. Ai'.ur útbúnaSur* sá bezti. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifst. Talsíml: N-6607 Heimilis Talsími: J-8302
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
fslenzkir lögfræðingar.
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
Pelr hafa eínnig skrifstofur aS
Lundar, Riverton, Gimli og Piney
og eru þar aS hitta á eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern miSvikudag
Riverton: Pyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miSvikudag.
Piney: þriSja föstudag
1 hverjum mánuSi.
A. G. EGGERTSSON
fd. lögfræðingur
Hefir rétt til aS flytja mál bæBi
1 Manitobg, og Saskatehewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sa.sk.
Seinasta mán*dag I hverjum mán-
uSi staddur I Churchbridge
J. J. SWANSON & CO.
Verzla meS fastelgnir. Sjá
um leigu á húsum. Annast
lán, eldsábyrgS o. fl.
611 Paris Bldg.
‘ Phones: A-6349—A-6310
STEFAN SOLVASON
TEACHER
of
PIANO
Ste. 17 Ehnilv Apts. Kmily St.
Emil Johnson
SKKVICK KLKCTHIO
Rafmagns Contracting — Alls-
kyns rafmagsnáhöJd seld og viO
þau gert — Eg sel Moffat og
McClary Eldavélar og hefi þcer
tU sýnis á verkstœði mínu.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johnson’s byggingin viS
Young Street, Wlnnipeg)
Vcrskst. B-1507. Heim. A-7286
Verkst. Tals.:
A-8Í83
Hclma Tals.:
A-9384
G. L. STEPHENSON
PLKMBKR
Allskonar rafmagnsáhöld. svo æm
straujám, víra, allar tegundir »1
glösum og aflvaka (batterles)
VERKSTOPA: 67« HOME 8T.
Slml: A-4153, fal. Myndastofa.
Walter’s, Photo Studio
Krlstln BJamason, elgandi.
290 PORTAGE Ave., Wlnnlpe*.
Næst blS Lyceum lelkhúsiS.
íslenzka bakaríið
Selur i)C7.tu vömr fyrir lægsta
verð. Pantanlr afgrelddar kæ«l
fljótt og veL Pjölbreytt úrvaL
Hreln og Upur vlðsklftl.
Bjamason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Wlnnipeg.
Phone: B-4298
JOSEPH TAYLOR
Lögtaksmaður
Heimatalsimi: St. John 1844
Skrif tofu-Tals.: A-6557
"okur iögtaki bæ8i húsaleiguskuld-
veSskuldir og vtxlaskuldir. — Af-
^TeiSlr alt, sem aS liigum lýtur
Skrifstofa 255 MaSn St.
MRS. SWAINSON
að 627 SARGENT Ave., Wlnnipeg,
hefir ávalt ryrirllHgjandi órvala-
hirgðir af nýtlzku kvenhöttunx
llán er cina (sl. konnn. scm sllka
vcrzlnn rekur I Wlnnipeg. fslend-
ingar, látið Mrs. Swainson njóta
viðskifta yðar.
I