Lögberg - 17.12.1925, Page 6
17. DESEMiBET 1925.
Bls. 6.
LÖGBERG FEMTUDAGINN,
L
PEG.
Eftír J. Hartley Manners.
“Nei, ekki líkt því. Maður getur ekki fbúist við
að geta breytt lundarfari og hegðun ungrar per-
sónu á einum mánuði. Umgengst hún aðra mikið?
“Nei, eg hefi reynt að halda henni frá allri
umgengni við aðra.”
“Það ættuð þér ekki að gera. Látið þér hana
kynnast sem flestu fólki. Það er ekkert, sem
hjálpar jafn vel að læra góða siði, fyrir gáfaðar og
fávísar persónur, og vera saman með öðrum, sem
vita meira en þær. Undir eins og þær verða varar
við fávizku sína, fá þær hvöt til að keppast við að
nema.”
Frú Chichester hlustaði nauðug á þessa, henni
ókunnu aðferð við uppeldi.
“Eg held, að hún hafi nægilega og góða.fyrir-
mynd í okkur,” svaraði frúin gröm. /
Eitt af helstu viðfangsefnum hr. Hawkes, var
að búa til gott lundarfar. Hann hafði einu sinni
tekið að láta í Ijós, að hann var1 frú Chichester. al-
gerlega ósamþykkur.
“Nei,” sagði hann, “í þessu efni verðið þér að
afsaka mig, frú Chichester. Hve mikil áhrif, sem
gott heimili kann að hafa, þá er það nú samt fyrst
eftir að þeir ungu losna þaðan, að þeim fer áð fara
fram. Það er þekkingin á heiminum og mönnunum
og öllum hinum miklu áhugaefnum, sem mynda
Indarfarið og staðfesta það. Það er —”
Hann þagnaði. Frú Chichester sat og veifaði
stækkunarglerinu sínu með vinstri hendinni, og beið
þess sjáanlega með óþolinmæði að fá tækifæri til
að tala. —
“Ef þér getið fengið hana til að vera, skulu
óskir yðar um uppeldi hennar framkvæmdar, sam-
kvæmt vilja yðar og bendingum,” sagði hún.
“Hún verður eflaust,” sagði lögmaðurinn hugg-
andi.
“Má eg fá að tala við hana?”
Um leið og frú Chiohester gekk yfir gólfið til
að hringja, datt henni í hug, að best væri að fræða
lögmanninn um það, að hugsanlegt væri að Peg og
sonuf hennar mundu giftast. «
“Það er eitt, sem eg vil trúa yður fyrir, hr.
Hawkes,” sagði hún. “Sonur minn er ástfanginn
af henni.”
Hawkes stóð upp udnrandi.
“Hvað þá? Sonur yðar?”
“Já,” sagði hún og stundi. “Enn þá er hún
ekki viðeigandi ráðahagur fyrir Alaric, áður en
hún verður komin til lögaldurs—”
“Lögaldurs?”
Jarvis kom nú inn og var sendur út aftur til
að sækja Margaret.
“Eg er hræddur um að slík gifting geti ekki átt
sér stað, frú,” sagði Hawkes, þegar þjónninn var
farinn.
“Við hvað eigið þér?” spurði frúin.*
“Sem framkvæmandi erfðaskrár hr. Kingsworth
verð eg að halda því fram, að það tværi gagnstætt
óskum hins framliðna.”
“Samkvæmt erfðaskránni átti að fullkomna
hana,” sagði frúin áköf. “Og hvað fullkomnar bet-
ur en hjónabandið?”
“Hjónabandið á að vera sameining tveggja
fullþroskaðra lyndiseinkenna,” svaraði hr. Hawkes/
Eg er algerlega mótfallinn hjónaibandi tveggja
ungra persóna, það krefst fullrar þroskunar.”
Hann truflaðist af því að Peg kom inn.
Hún hafði enn ekki haft tíma til að hafa fata-
skjfti, og var enn þá I einum af nýju kjólunum sín-
um.
Hawkes leit á hana með glaðri undran. Hví-
líkrf undraverðri breytingu hafði £essi fátæklega
klædda stúlka orðið fyrir þann eina mánuð. Hann
þrýsti hendi hennar hlýlega og sagði:
“Nú er eg hissa! En sú breyting!”
Peg varð innilega glöð yfir því, að sjá hann
aftur, og svaraði handþrýstingunni alúðlega.
“Mér þykir vænt m að sjá yður, hr. Hawkes.”
“Góða mín, þér eruð nú orðnar hefðarmeyja,”
sagði lögmaðurinn.
“Er eg? Það er ekki skoðun móðursystur
minnar,” sagði Peg beiskjulega.
“Hr. Hawkes vildi fá að tala við þig,” sagði
frú Chichester og fór út.
“Heyrðu nú, góða ungfrú O’Connell —” byrj-
aði lögmaðurinn.
“Viljið þér láta mig fá tuttugu pund?” spurði
Peg fljótlega.
“Með ónægju. Núna strax?”
"Já, undir eins.”
Hr. Hawkes fór að telja seðlana.
“Og svo vil eg biðja yður að útvega mér farseð-
il með fyrsta skipi, sem fer til Ameríku — síðari
hluta þessa dags, ef nokkurt fer,” hrópaði Peg.
“Nei, heyrið þér nú —”
“Þessi tuttugu pund vil eg fá til að kaupa eitt-
hvað handa föður mínum — endurminningu um
England. Ef þér haldið að móðurbtóður mínum
mundi ekki hafa líkað þetta, þá skilar faðir minn
peningunum aftur — það verður líklega ekki hægt
að skila þeim öllum í einu, en skilað verður þeim.”
“Hvað meinið þér með öllu þessu skrafi um að
fara ?"
“Það er ekljj meiningarlaust skraf. Eg vil
fara heim aftur til pabba,” svaraði Peg ákveðin.
“Núna, þegar alt gengur svo vel?”
“Núna, þegar alt gengur svo illa,” sagði Peg.
“En yður hefir nú farið fram alveg furðan-
lega.”
“Álítið þér það ekki. Fötin mín eru öðruvísi— ,
það er alt. Þegar eg er komin í ferðafötin aftur,
munuð þér enga breytingu geta séð.”
“En hugsið þér nú um það, hvers þér farið á
mis.”
“Eg hefi föður minn, og nrér þykir afarleitt að
yfirgefa hann — einn mánuð.”
“Hugsið til þess að þér verðið hefðanney.”
“Mér er alveg sama um það. Eg vil fara til
föður míns.”
“Umgengni heldra fólksins.”
“New York er nógu góð fyijr mig, þegar eg er
hjá pabba.” ■
“Mentunin —”
“Hana get eg fengið í Ameríku hjá föður mín-
um.”
"Staðan í mannfélaginu.”
“Hana skeyti eg ekki um j— eg hugsa að eins
um föður minn.”
“En hver er orsökin til þessarar skyndilegu
uppreistar — þessarar skyndilegu heimþrár?”
{‘Hún er ekki skyndileg,” sagði faún áköf “Eg
hefi alt af þráð hann, allan þann tíma, sem eg hefi
verið hér. Eg lofaði að eins að vera einn mánuð,
og eg er búin að vera hér einn mánuð. Nú hefi eg
ollað þeim öllum skammar, og svo fer eg.”
“Skammar. Gerið svo vel að gefa mér þessi
tuttgu pund,” sagði hún og rétti hendina fram eft-
ir þeim.
“Hvernig hafið þér ollað þeim skammar?”
spurði lögmaðurinn undrandi.
"Spyrjið móðursystur mína. Hún veit það.”
“Skyldi það vera dekur Alarics, sem hafði or-
sakað ósamkomulagið, er frú Cichester mintist á,
hugsaði lögmaðurinn með sjálfum sér.
“Svarið' þér mér hreinskilnislega viðvíkjandi
einu efni, ungfrú O’Connell,” sagði hann.
“Flýtið þér yður þá — eg hefi mikið að gera,
áðr en eg fer.”
“Eru nokkur einkamál, sem eiga þátt í þessu?”
“Eigið þér við ástadekur?”
“Já.”
“Hvers vegna spyrjið þér um það?”
“Eg vil vita það.”
Peg leit niður og svaraði út i hött:
“Hjarta mitt er í New York hjá pabba.”
“Hefir nokkur reynt að ná ást yðar, síðan þér
komuð hingað?”
“Peg leit á hann og hristi höfuðið með sorgar-
svip. Svo hló hún glettnislega og sagði:
“Já, það er satt — það var einn maður, sem
vildi kyssa mig, en fékk snoppung í staðinn. Og
ann&r — næstum því maður — spurði hvort eg
vildi giftast sér.”
"Einmitt það,” sagði lögmaðurinn.
“Það var Alaric frændi minn?”
“Og hverju svöruðuð þér?”
“Að eg vildi heldur hafa Michael.”
“Michael ?”
“Já, hundinn minn,” sagði Peg, með illgjörn-
um glampa í augunum.
Hawkes hló glaðlega.
"Þér gáfuð honum þá hryggbrot?”
"Já, auðviað. Eg að giftast honum! Það
hefði verið vit í því, eða hlitt þó heldur.”
“Álítið þér hann of ungan?”
“Hann er of ímyndnargjarn og heimskur, og
hefir — alt það til að bera, sem mér ekki geðjast
að hjá manni,” sagði Peg.
"Hvað Iíkar yður þá bezt hjá karlmanni?”
“Mjög fátt, efUir því að dæma, sem eg hefi séð
hér í Englandi.”
Hawkes horfði á hana þar sem hún stóð, geisl-
andi af fegurð með heilbrigða hörundið og fallegu,
hvitu tennurnar, og honum fanst sem hitabylgja
rynni í gegnum sig.
Hún stóð og horfði á hann með fram rétta
hendlina til að taka á móti seðlunum, vonargóð með
sínu barnslega sakleysi.
Samkvæmt skyndilegri hugarhvöt greip hann-
litlu hendina á milli sinna. Hann brosti viðkvæm-
ur og sagði:
“Þér þarfnist manns í góðdi stöðu til að vernda
yður — fullaldra mann sem aðstoðara.”
"Eg hefi einn,” sagði Peg.
Hún dró hendina að sér og leit á peningaseðl-
ana, sem hún hugsaði aðallega um.
“Hafið þér einn?” spurði lögmaðurinn undr-
andi.
“Já, hann föður minn.” *
“Eg meina eiginmann, mann á góðum aldri, vel
megandi og í góðri stððu, sem yill vernda yður, dá-
ist að yður og er glaður jrfir því að gefa yður nafn
sitt.”
Þó að Peg hefði heyrt orð hans, hefði hún samt
ekki skilið þau, því hún svaraðí þeim með því að
segja:
"Fæ eg þá peningana, sem þér lofðuð mér?”
“Talið þér ekki um peninga á slíkum augna-
blikum,” sagði lögmaðurinn gramur.
“En þér lofuðuð mér—”
“Langar yður þá ekki til að vita hver sá mað-
ur er, sem eg hefi Iýst fyrir yður, ungfrú O’Con-
nell?”
“Nei. Þvf ætti mig að langa til þess? Eg vil
að e'ins heim, til föður míns; og svo langar mig til
að hafa með mér peningana þarna—”
“Ungfrú O’ConnelI, Margaret, eg var lögmað-
ur móðurbróður yðar og vinur hans. Við töluðum
hreinskilnislega um yður, áður en hann dó, og það
var hans innilegasta ósk, að gera líf yðar sem
gæfuríkast. Ef hann væri lifandi núna, mundi
ekkert gleðja hann meira, en að vita lif yðar bund-
ið við líf hans gamla vinar. Ungfrú O’Cnnell, —
það er eg sjálfur, sem eg tala um,”
Þetta var í fyrsta skifti, sem þessi tígulegi
herra hafði beðið kvenmann að taka þátt í tilveru
sinni, og hann var feiminn og Vlðkvæmur, eins og
ungur drengur af að stynja upp bónorðinu. Svar
hennar hafði sömu áhrif og fosslaug með köldu
vatni.
“Hættið þér,” sagði hún; “hvað er það sem að
ykkur öllum gengur í dag? Maður mætti ætla, að
eg væri stórauðug og undrafríð hefðarmey, eftir
þvl að dæma, hve margir ykkar koma og bjóða mér
hönd og hjarta og og nafn og stöðu. Hættið þér
þessu, og látið mig fá peníngana, svo eg geti farið
mína leið. ,
En Hawkes var ekki á því að hætta.
“Flýtið þér yðar ekki um of með svarið,” sagði
hann. “Eg veit, að yður finst bónorð mitt koma svo
/kyndilega. En eg stend aleinn í heiminum, og þér
líka. Við höfum engan að taka tillit til. Og auk
þessa er ekki hugsanlegt að tala uip giftingu, fyr
en þér eruð tuttugu og eins árs.”
“Ukki fyr en eg er tuttugu og eins árs — nú,
----------------------
það er bærilegt!” sagð^i Peg með þeirri rödd, sem
Hawkes áleit um of gáskalega.
“Viljið þér samþykkja heitbindingu til þess
tíma?” spurði hann.
>‘Með yður?”
“Já, með mér.”
Peg fór að skellihlæja.
Andlit Hawkes varð svipdimt, en því svip-
dimmra sem það varð, því meira hló Peg.
Þegar hún loksins þagnaði, spdtði hann kulda-
lega:
“Á eg að skilja þetta eins og neitun?”
“Já, það eigið þér að gera. Hvernig getur
yður dottið í hug, að eg gætii gifst slíkum manni
og yður?”
“Er þetta -yðar seinasta svar ?” spurði hann.
“Áreiðanlega og óbreytanlegt.”
Að hlæja og hæðast að ástinni, er að deyða
hana, og hlátur Pegs ómaði enn í eyrum Hawkes.
Og þegar hann leit nú á hana, sá hann hve óheppi-
legt það hefði verið fyrir sig, að binda sitt líf við
hana. Gremja hans hvarf, og hann eins og fann tii
þakklætis i— það var eflaust bezt fyrir þau bæði,
að alt yrði eins og það var.
“Gott,” sagði hann, “eg held það sÓ skynsam-
legt af yður, að fara aftur til föður yðar Eg skal
láta hánn fjárráðamanninn vita það, og eg skal út-
vega farseðil með fyrsta gufuskpi, sem fer til New
York, og fylgja yður sjálfur út á skipið.”
“Það er vel gert af yður. Og get eg svo feng-
ið þessi tuttugu pund?”
“Gerið þér svo vel. Hér eru þau.”
Hann rétti henrfi peningana.
“Þúsund þakkir; og afsakið* að eg hló, en eg
hélt, að þér væruð að spauga.”
“Minnist þér ekki oftar á það, þá eruð þér
góðar.”
“Það skal eg ekki gera. En það var Sannar-
lega fallega gert af yður, að vilja giftast mér—”
Hann bentii henni að þegja.
“Farið þér aftur til London í dag?” spurfi
hún.
“Já, með hraðlestinni.
“Má eg verða yður samferða?”
“Með ánægju.”
“Þúsund þakkir. Eg skal ekki gera yður fyr-
irhöfn — eg hefi engan farangur — að eins það/
sem eg hafði, þegar eg kom.”
Hann hraðaði sér upp stigann á sama augna-
blikinu og Jerry kom inn í stofuna.
Feg stóð kyr. Svipur hennar var bæði harður
og hryggur, reiður og þráandi.
Hann nálgaðist hana ákafur.
“Peg,” sagði hann alúðlega.
“Eg fer heím til pabba að hálfri stundu lið-
inni,” kallaði hún.
“Að hálfri stundu liðinni,” endurtók hann
undrandi.
“Já, að þrjátíu mínútum liðnum.”
Hún þaut upp siiigann, og hann sneri sér við
ofur hægt og stóð þá frammi fyrir Hawkes.
16. KAPITULI.
Hinn fjárráðamaðurinn.
“Nei, eruð það þér, Sir Gerald? Hvernig líð-
ur yður?” sagði Hawkes, og gekk tiil Jerry og rétti
, honum hendi sína.
Jerry var svo hugsandi um það, sem hann
hafði heyrt, að hann tók ekki eftir heilsun lög-
mannsins, en spurði að eíns:
“Hvað meinar hún með því, að hún ætli að
fara?”
“Hún vill fara aftur til Ameríku.* Hún vill ekki
vera hér lengur, svo starf mitt fyrir hana er ond-
að, að undantekinni útborguninni af hinum árlegu
vöxtum, sem móðurbróðir henrfar hefir ætlað
henni.”
“Því er eg ekki samþykkur,” sagði Jerry.
“Hvers vegna?”
“Sem aðal framkvæmandi erfðaskrár hr. Kings-
worths, er eg skyldugur til að gæta þess, að allar
ákvarðanir hennar verði framkvæmdar, ekki ein-
göngu samkvæmt bókstafnum, en einnig samkvæmt
kjarnanum,” sagði Jerry einbeittur.
“Auðvitað,” svaraði lögmaðurinn.
“Og hr. Kingsworth ákvað með áherzlu, að eitt
ár skyldi líða, áður en nokkur fullkomin ráðstöfun
yrði gerð. En enn þá er að eins Piðinn einn mán-
uður."
“En hún vill skilyrðislaust fara aftur til föður
síns.”
“Hafið þér sagt henni frá ákvörðunum erfða-
skrárinnar?”
“Nei, hr. Kingsworth vildi ómögulega, að hún
fengi að vita um.þær.”
“Nema því að eins, að sérstakar kringumstæð-
ur gerðu það nauðsynlegt. Og nú álít eg þær ve:a
til staðar.”
“Eg get því ver ekki verið yður samþykkur i
þessu, Sir Gerald.”
“Mér þykir það leíitt; en það getur samt ekki
breytt áformi mínu.”
“Og má eg spyrja hvernig það er?”
“Að kjarnanum í erfðaskrá Kingswórts verði
fylgt. Og það álít eg að sé bezt gert með því, að
opinbera ungfrú O’Conntll skilyrði erfðaskrárinn-
ar, og láta hana svo sjálfráða um það, hvort hún
vill uppfylla þau eða ekki.”
“Sem lögmaður hins framliðna verð eg að mót-
mæla slíku áformi sem óviðeigandi,” sagði Hawkes
gremjulega. “Ef þetta verður gert, kýs eg heldur
að vera laus við öll forráð.”
“Rugl, hr. Hawkes. Við verðum að vinna í fé-
lagsskap,. og reyna að framkvæma óskfir hins fram-
liðna eftir b/ztu getu.”
Lðgmað/urinn hugsaði sig um og sagði svo
talsvert blíðari:
“Gott og vel, Sir Gerald. Ef þér álítiið þetta
alveg nauðsynlegt, vil eg ekki mótmæla því.”
“Þökk fyrir—” byrjaði Jerry, þegar frú Chi-
chester kom inn ásamt Alaric.
Frú Chichester gekk beina leið til Jerry.
“Eg heyrði, að þér voruð hérna—” byrjaði hún
að segja.
Jerry greip fram í:
“öll sökin frá því í gærkvöldi hvílir á niér.
frú Chichester. Þér megið alls ekkí láta reiði yðar
bitna á vesalings ungu stúlkunni, eg bið yður að
láta það ekki eiga sér stað.”
. “Eg hef)i reynt að telja henni trú um, að eg
ætlaði að láta þetta vera gleymt, en það lítur
fyrir, að hún ætli samt að fara. Getið þér ekki
fundið upp á einhverju, til að hlindra burtför henn-
ar? Hún virðist kunna vel við yður |— og í raun-
inni—eins og þér vitið,—var þetta að nokkru leyti
yðar sök.”
i
Áður en Jerry fékfc tíma til að svara, kom
Jarvis ofan stigann með píslarvotts svip á andliti
sínu. Undiir vinstri hendinni bar hann gamla og
slitna tösku ásamt böggli, en undir hægri hendi
hékk Michael, þunglyndislegur og daufur. '
“Hvert ætlið þér að, fara með þetta?” spurði
frú Chichester undrandi.
“tJt í vagninn,'frú,” svaraði Jarvis daufur á
svip. “Ungfrú Margaret hefir skipað það.”
‘.‘Látið þér þessa muni í koffort. Þér getið tefc-
ið eitt af koffortum dóttur minnar.”
“Ungfrú Margaret rill það ekki, ^frú. Hún seg-
ist ekki fara með annað en það, sem hún hafði með
sér, þegar hún kom.”
Þetta var dropinn, sem offyjíi bikarinn fyrir
frúna. Hún hné niður á legubekk og fór að gráta.
Alaric reyndi að hugga hana, e'ins vel og ^ann
gat.
“Gráttu ekki, mamma; það er ekki mögulegt
að bæta úr þessu; við höfum gert alt, sem við gát-
um, að minsta kostii hefi eg gert það. Eg hefi boð-
ið henni að giftast mér ef hún vildi,” sagði hann
og sneri sér að Jerry.
“Meira gat eg ekki gert, að mér fanst.” f
“Bauðst þú henni að giftast þér?” spurði
Jerry.
Alaric kinkaði kolli.
“Hverju svaraði hún?”
“Fyrst hló hún háðslega framan í mig.”
Hawkes hnyklaði brýrnar, eins og hann kveld-
ist af óþægilegri endurminningu.
“Og þegar hún hætti að hlæja, sagði hún, að
hún kysi heldur að hafa Michael. Hún er sannar-
lega skemtileg persóna,'og þó það sé fremur mikil
fyrirhöfn og ónotalegt að hafa hana hér, viljum
við þó helzt öll, að hún sé kyr. Ef það er undir
dansinum kom'ið, að hún verði hér kyr, þá getum
við haft danssamkomur í hverri viku. Þú verður
eflaust með mér, Jerry?”
Á þessu augnabliki komu Peg og Ethel ofan
stigann, og virtust vera mjög samrýmdar. Peg var
með sama hattinn og í sama kjólnum, sem hún var í
þegar hún kom.
Þegar þær voAi komnar ofan, hélt Ethel Peg
kyrri og bað: r
“Farðu ekki!”
“Eg vérð að fara. Ekkert í heiminum getur
hindrað mig.”
“Má eg ekki fylgja þér tiil járnbrautarstöðv-
anna?” spurði Ethel.
“Jú, velkomið, góða,” sagði Peg.
Hún gekk til frú Chichester.
“Vertu sæl, frænka! Mér þykir leitt, að eg
hefi ollað þér svo irfikils amsturs. Vertu sæll, Xl-
aric,” sogði hún og brosti góðlátlega til hans.
“Vertu sæll, djöflaungi!” hrópaði Alarjc kát-
ur og greip hend'i hennar. “Hamingjusama ferð
og góða líðan.”
Um leið og Peg sneri sér við, stóð hún frammi
fyrir Jerry, — eða eins og hún kallaði hann í huga
sínum — Sir Gerald Ada'ir. Hún leit niður, rétti
honum hendi#sína feimnislega og sagði:
“Verið þér sælir.”
“Þér fliegið ekki fara, Peg,” sagði Jerry á-
kveðinn.
“Hver getur hindrað mig frá því?”
, “Aðal framkvæmandi erfðaskár hr. Kings-
worths.” . x
“Hver er hann?”
“Hr. Jerry.” '
“Þér?” '
“J,á, eg. Setjið þér yður níður, svo skal eg
skýra alt fyrir yður.”
Svo þrýsti hann Peg alúðlega niður á stól.
I ,
17. KAPITULI.
\
Peg er sagt frá erfðaskránni.
Peg leit undrandi á Jerry.
“Vagninn bíður mín Við dyrnar,” sagði hún.
“Þér verðið nú að hlusta á mig, fáeinar mín-
útur,” sagði hann. > r
“Verð eg?” sagði Peg.
“Já, það er íhugunarvert efni.
“FÍýtið þér yðar þá,” sagði hún viðkvæm og
ýtti sér til á stólnum.
“Hefir yður aldrei furðað á því. að þér voruð
kallaðar hingað til ættingja yðar, sem þér höfðuð
aldrei áður staðið í neinu sarabandi við?”
“Jú, mig hefir furðað á því,” svaraði Peg.
“En í hvert skifti, sem eg hefi spurt um það, hefir
mér verið svarað, að það væri ósk móðurbróður
míns.” #
“Það er "líka satt. En allar hugsanir hans
snerust um það, að bæta fyrir sína ósanngjoriiu
breytni gagnvart móður yðar.”
“Úr henni er ekki mögulegt að bæta,” sagði
Peg og beit á jaxfinn.
“Það var af þessari ástaéðu, að hann skrifaði
og bað yður að koma.”
“Eins og maður sáir, uppsker maður” símritaði
hann móður m'inni, þegar hún þjáðist af hungri.
Og hvers vegna? Af því hún elskaði föður minn.
Eg elska líka fö^ur minn, og hæfi móðurbróðr minn
haldið, að hann gæti aðskilið okkur, bá hefir honum
skjátlast. Það getur enginn aðskilið okkur.”
/