Lögberg


Lögberg - 06.05.1926, Qupperneq 4

Lögberg - 06.05.1926, Qupperneq 4
BlS. 4 LÖGBEKG FIMTUDAGINN, G. MAÍ 1926. JJögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Preu, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Xalctixnnri M«0327 N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Ltanáakrift til blaðains: THE COLUKIBIH PRESS, Ltd., Box 3172, #mnip*g. Utanáakrift ritstjórans: £0lT0R LOCBERC, Box 3172 Winnlpog, N|an. The “Lögberg” ls printed and publlshed by The Columbia Press, Llmited, in the Columbia Building, 6 8B Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Áhrif orðanna. Ekkert afl, sem mennimir eiga yfir aS ráða, er máttugra en orö. OrÖ, vel notuð, hafa unniö krafta- verk og þau geta unniÖ þau til daganna enda. Þau eru kterkasta afli'ð i lifinu til góðs og líka til ills. A- hrif orþanna ertt margvísleg og mismunandí eins og gefur a'ð skilja og fer það að miklu leyti eftir þvi hvemig þau eru brúkuS og hvaða lag að sá, sem talar hefir á því, að ná til annara með þeim. En orðin og hugsanirnar, sem þeim eru samfara hafa þó mest áhrif á þann sem talar og kemur þá fyrst til greina innræti ]>e»s eða hins, sem í hlut á. Gamalt íslenzkt máltæki segir: “Af gnægð hjartans mælir munnurinn.” Það er að af eöli manna og innræti stjórnist hugsanir jæirra og orð — að það sé aflstöð sú, er framleiði orðin og hugsanirnar, rótin, ,sem lífsávextir mannanna spretta á, hvort heldur að þeir eru góðir eða vondir. Ef menn eru hneigðir fyrir lastmælgi — ef þeim er' eðlilegra að tala ljót orð, en falleg þá er það af því, að eðli þeirra er ríkast af þeirri tilfinningu. Þeim er !það ef til vi.Il ósjálfrátt, — fæddir með aflþró þess, sem ilt er í sálu sinni og gjöra sér ekki grein fyrir hve óholt það er sjálfum þeim og öðrum. En þeim mönnum, eins og öllum öðrum er í sjálfs- vald sett að hefta eðlishvatir sínar, að takmarka smátt og smátt, það sem þeim sjálfum er til tjóns og öðrum til armæðu. Þeir geta lika látið þær 'leika lausum hala unz þær hafa gegnsýrt líf þeirra og til þess eru Ijót orð betur fallin en nokkuð annað. 1 hvert skifti, sem lastmæli fer út af vörum manna þá er ekki aðeins að hið illa í eðli þeirra þrosk- ist hvort heldur þau orð eru töluð í heyranda hljóði eða hvíslað í eyru manna heldur, heldur hið verkandi afl þeirra áfram ómótstæðilegt og óbætanlegt þeim, sem talaði til bölvunar og öðrum til angurs, eins og skáklið enska kemst að orði: “Every word has it’s own spirit, true or false, that never dies; every word man’s lips have uttered echoes in Gods skies.” Hvílíkt bergmál í himni Guðs munu orð þeirra manna vekja, sem a'ldrei geta opnað munn sinn nema til lastmæla og hvílík hrygðarmynd þeirra eigin sál hlýtur að vera, eftir að hafa laugast í dýki lastmælanna lifið út. Robert Burns segir á einum stafr: “Oh, wad some power the giftie gie us to see oursel’s as other see us!” Vér segjum “ó að eitthvert afl gæfi oss mátt til að heyra orð vor eins og þau koma óðrurn fyrir eyru.” Þá gæti verið að fleiri skömmuðu^t sín en nú gera. En á þessu máli eru til tvær hliðar eins og á flestum öðrum málum. Það er til hin ljóta og skaðlega hlið sú, sem vér höfum nú verið að minnast á og önnur, sem er fögur og gagnleg. — Afl hinna fögru orða og hugsjóna, sem sprottið er af hreinu og heil- brigðu eðlisupplagi manna. En þau orð og þær hugs- anir þó hvorutveggia sé gott, eru ekki einhlít til þess að ná hámarki afls þess sem orð af þeim stofni geta náð , nema að þeim fylgi vegvísir sá, sem nær til hjartna annara, en það er í fyrsta lagi góðvild, svo orðaval, því ef menn vilja að af!l fylgi orðum sínum, þá stendur engan veginn á sama hvaða orð eru notuð. Upplagið getur verið gott, velvildin einlæg og orðin samt faljið áhrifalaus ef hugsanirnar eru ekki klæddar þeim bún- ingi sem nær til hjartna manna. Þessvegna verða þeir, sem vilja, að afl fylgi orðum, að kunna málið, læra orðin svo þe'r geti gripið til þeirra réttu þegar þeir þurfa á þeim iað halda. Það er sagt að orðaforði alþýðumanna sé frá 6oo —8oo orð, mentamanna frá 1800—2000, en mál allra þjóða á mörg þúsund orð. Sagt er að Woodrow Wil- son, Bandarikjaforseti hafi haft fleiri orð á valdi sínu en nokkur annar maður í opinberri stöðu á vorum díögum, forði hans er talinn að hafa verið 60,000 orð, endá var Wdodrow Wllspn flestum samtíðarmönnum sínum snjallari í framsetningu máls. Ti3 þess því að geta beitt aflinu. sem málið leggur mönnum upp í hend- ur, er eitt af aðal atriðunum að læra svo mörg orð, að maður geti gripið til þeirra orða sem bezt klæða hug- myndir þær, sem menn vilja setja fram, svo ylur orð- anna, Jist framsetningar flytji þær inn að hjartarót annara manna og samtímis Jyfti þeim, sem talar og hugsar í æðra veldi, því eins og sagt hefir verið, þá hafa orðin ekki tpinni áhrif á þann, sem talar — hafa ekki minni áhrif inn á við til hans eða þeirra,'en út á við á þá, sem hlusta og áhrifin eru undantekningar- laust tvenn — góð, eða ill. Áhrif sem lyfta mönnum annaðhvort upp í æðra veldi, fegurri og sólrikari lönd, eða þrýsta þeim ofan í hverfi þeirra, sem í skugga last- mælanna búa. Enn er eitt atriði, sem rnikil áhrif hefir í þessu sambandi og það er málrómurinn sem skapast mjög af eðlisupplagi hvers eins, straumum þeim' er um sálu hans leika og skilningi á samrænii orða og hljómfalls. En þá eru orð manna áhrifamest þegar ylur kærleikans er i orðunum, fegurð í framsetningu og algjört sam- ræmi á milli orðanna og róms þess er talar. Hjónaskilnaðir. Eitt af vandamálum nútimans, sem hið aukna frelsi og sjálfsafneitunarleysi hefir í för með sér, eru hjónaskilnaðir. Fyrir tiltölulega fáum árum þótti það undrum sæta ef að hjón skiWu. Nú eru það orðnir daglegir viðburðir, sem ná víðar og víðar um lönd og hafa deyft svo tilfinningu manna fyrir því sem áður þótti óhæfa, að mönnum finst ekki meira til um það, en að hafa fataskifti. Þessi orð eru ekki rituþ til þess að mæla fram með hinum þrengri og eldri skilningi manna á hjónaband- inu, né heldur til þess að lasta lausung þá er nú er komin á.' Heldur til þess að vekja menn til umhugs- unar um breytingu þá, sem orðin er. Menn munu nú niáské segja að breyting sé orðin á öllu iífi mánna frá ]>ví sem var fyrir svo sem fimtíu árum og er það satt. En spursmál er, hvort nokkur breyting sem á hefir orðið á sér eins djúpar rætur og eins víðtekna byltingu, eins og hugsunarháttur sá, er gjörir fólki mögulegt að ganga í hjónaband í dag og segja í sundur með sér á morgun. Hjónabandið er hornsteinn heimilisins og heimilið aftur þjóðfélagsins. Ef annað er eyðilagt, þá er hitt dauðvona, svo eru þessar tvær stofnanir mannfélagsins náknýttar hvor annari. Það er því engin furða þó mannfétagsfræðingar og aðrir, sem bera velferð þjóðfélagsins í heild fyrir brjósti Hti svörtum augum á los það, sem komið er á hjónabandið hjá flestum þjóðum, og^það sem óhjá- kvæmilega fer á eftir, þjóðfélagið. En hvað skal segja? Frelsið býður fólki því, sem í hjónaband hefir gengið og mætt þar vonbrigðum, og það eru flestir, sem það gjöra, á einn eða annan hátt, lokkandi faðminn og 'lausn frá böndum þeim, sem þvinga og þrengja svó að enginn þarf lengur að líða, þola, eða sætta sig við það, sem þeim þykir sér mis- boðið með í sambúð við annan. Um virðingu fyrir helgi hjónabands er nú naumast að tala. Hinn veraldlegi og síngjami hugsunarháttur þefir algjörlega slegið eign sinni á þá stofnun. Guðs ’blessun er orðin þýðingarlaus. En eigin hagsmunir og eigin vilji almáttugur. Hvers má það þjóðfélag vænta sem byggja þarf velferð sína andlega og verakllega á slíkri undirstöðu? Það hlýtur að fara fyrir því eins og húsi, sem bygt er á svikinni og ótryggrj undirstöðu. Það hrynur þegar minst varir. Það er því ekki án orsaka þó menn séu orðnir hug- sjúkir út af losi því, sem i þessu landi og öðrum er kominn í hugsun manna í sambandi við hjónabandið og líti kvíðafullir fram á veginn, þar sem algjört virðing- arleysi bíður manna í sambandi við [»á stofnun ef lengra er gengið en nú er komið. Hættan þessi er öll- um hugsandi mönnum auðsæ, svo Ijós, að enginn getur lokað augum fyrir henni. Rétt nýlega lásum vér aug- lýsingu þar sem verið er að benda ferðamönnum á land- svæði er öðrum héruðum og öðrum löndum sé fegra \ og þar sem náttúran bjóði ferðamönnum margbreyttari fegurð en þeir geti annarsstaðar notið, því eins og rnenn vita fer sá flokkur manna vaxandi með hverju ári, sem þarf að eyða tima sínum á einhvern hátt ann- an en að vinna fyrir sér og hefir því tekið upp á þvi að eyða honum í ferðalög, vetur og sumar. band þetta, eða hérað er í Mexico og heitir “Yucatan.” Eftir að búið er að telja þau hlunnindi, sem ferðafólkið getur öðlast þar og fegurð landsins, er eitt sérstaklega talið því til ágætis og ferðafólkinu til hægðarauka, en það er, hve auðvelt þar sé að fá hjónaskilnað. Hann fæst þar innan þrjátíu daga. Hlutaðeigandi tekur gistingu á gestgjafahúsi og skrásetur númerið á giftinga- leyfis'bréfi sínu á bæjarskrifstofunni ásamt Skriflegri kæru á hendur hlutaðeigandi manni eða konu, borgar $300 og bíður svo rólegur eða róleg í 30 daga, að þeim tíma liðnum, þarf hlutaðeigandi að leggja fram eiðfest vottorð urn að verjandi skilnaðarmálsins ætli ekki að færa fram vörn í málinu og er þá öllu lokið og skiln- aðurinn veittur. Ekki er langt síðan að stjórnin í “Yucatan” kom auga á þetta aðdráttarafl, endá hefir það reynst að vonum. Fjöldi Bandaríkjamanna hafa þegar notað sér þetta tækifæri til þesis að llosast við maka sinn á þægilegan og auðveldan hátt og nokkrir Bretar, en svo er þetta aðeins byrjun. Heimurinn hefir ekki vitað af þessu tæk-ifæri, en ábyggilegar fréttir frá “Yucatan” segja að menn skuti ekki vaða í villu og svima um þessi frelsisfyrirbrigði lengur, því hótelhaldarar, verzlunar- menn, skipafélögogaðrir fésýslumenn í því landi séu nú farnir að auglýsa gleði'boðskap þennan um öll lönd og eigi von á fólksstraum stórkostlegum til þess að láta lögin í “Yucatan” losa sig úr hjónabands þrælkuninni og vonast ríkið og fésýslumennimir eftir því að græða miljónir á öllu sa.man. Margt höfum vér séð áður, sem siðmenningu vorra tima er til lítilJar upi>byggingar, en þó hefir ekk- ert borið fyrir augu vor, sem betur sýnir siðferðishug- sjónir þessarar ’kynslóðar en ]>essi hjónaskilnaðar- verzlún í Yucatan. --------- J Hver vill skýra? Umboðsmenn frá tuttugu og fimm sveitafélögum í Ontariofylki komu saman á þriðjudaginn 27. apríl í borginni Toronto til þess að ræða um möguleika á að f/lytja kol frá Alberta til Austurfylkjanna. Á þeim fundi voru líka mættir forsætisráðherrar, Ferguson frá Ontario og Brownlee frá Alberta. Á fundi þess- um var skýlaust lýst yfir því, að það sé Austurfylkj- unum áhugamál að ná til sín kolum frá Alberta, — að þau hefðu verið reynd all-mikið á síðastliðnum vetri og að fólk hefði verið ánægt með þau. En að í veginum stæði að jámbrautarfélögin segðu að þau gætu ekki flutt kolin að vestan fyrir það verð, sem mætt gætá verði því, er kol frá Bandarikjunum væru boðin fyrir. Fundarmenn samþyktu því að fara þesí á leit við ríkisstjórnina að greiða járnbrautarfélögun- um fé úr ríkissjóði tíl þess að mæta þeim halla er fé- ilögin biðu éið að flytia kolin fyrir verð, sem mætt gæti verðinu á Bandarikjakolunum. Með öðrum orðum að járnbrautafélögin flyttu kolin sér i skaða en að sá skaði yrði borgaður úr ríkissjóði. Afleiðingarnar af því fyrirkomulagi yrðu þær, að fólkið í Ontario fengju kolin fyrir tiltölulega lágt verð frá Alberta, en úr fjár- hirzlu ríkisins yrði borgaður mismunurinn á miJli hag- kvæms og óhagkvæms flutningsgjalds. Eins og tekið var fram í Free Press fyrir fáum vikum síðan þá fáum vér ekki skilið þessa afstöðu hinna góðu og gömlu afturhaldsmanna í Ontaric* Fólk- ið í Ontario vill árlega fá kolabyrgðir frá Alberta sökum þess að án þeirra verður það að vera komið upp á Bandaríkin með kolaforða sinn. En það óttast verk- föll og ótal tafir þar syðra og vill þessvegna heldur geta reitt sig á kolaframleiðslu í sínu eigin landi, og Alberta-menn eru líka áfram um að selja því kol sín, því nóg er af þeim. Ef Ontario-menn vilja á annað borð auka kola- framleiðsluna i Canada, sem öll er utan takmarka fylkis þeirra, hví gjöra þeir það þá ekki eftir rök- fræðilegum reglum sjálfra sin. Vegurinn fyrir þá til þess að hagnýta sér kol frá Alberfa samkvæmt fyrir- komulagi því, sem ,þeir sjálfir hald’a fram, er að leggja ríflegan toll á kol frá Bandaríkjunum, segjum frá þrjá til f jóra dollara á tonnið. Það mundi stoppa inn- flutning á kölum þaðan alveg, og opna og þroska markað fyrir kolin frá Alberta í Canada. Ef það væri gjört og ef Ontario-menn keyptu öll sín kol frá Alberta þá meinti það aukna atvinnu í kolanámunum. Meiri flutning fyrir járnbrautarfélögin og það mundi halda peningunum í Canada sem nú ganga til Banda- ríkjanna fyrir kol. Aðal atriðið í sambandi við það fyrirkomulag er, að það er einfalt og auðveit að starfrækja það. Þar sem að, ef borga ætti járnbrautafélögunum úr rikis- sjóði þá gæti sá kvittur risið upp að reikningar félag- anna til stjórnarinnar væru ekki sem ábyggilegastir og tilhneiging koma í ljós hjá þeim til að sýna að kostnað- urinn við að flytja koiin f?rá Alberta væri meiri en hann í raun og sannleika er, og eftir að 'búið væri að koma járnbrautarfélögum ppp á það góðgæti, þá væri rnáské til ofmikils mælst að þau sleptu þeim hlunnind- um nokkurn tima aftur. Þjóðin væri því að leiða í gikli það, sem líklegt yrði til þess að verða varanlegt. Tollur af þremur til fjórum dollurum á tonnið af Bandankjakolum væri því hagkvæmari samkvæmt hagfræðis hugsjónum Ontario-manua og svaraöi til- ganginum betur, en ríkisstyrkur járnbraut- arfélaganna. Það er að eins hugsanlegt að einstaka maður í Ontario óttist að fjögra dollara toll- ur á Bandaríkjakolum meini að verðið á Alberta kol- unum verði fært upp um fjóra dollara tonnið i Ont- ario. Það gæti haft áhrif á suma. En þá rnenn ætti að vera hægt að sannfæra um, að ótti þeirra væri ástæðulaus. 'Ef að þeir sömu menn óttast að tollur á Bandaríkja-kolum hleypi verðinu nokkuð fram í Canadá, þá ættu ]>eir að hafa tal af Hon. Arthur Meig- hen, sem opinberlega hefir staðhæft að hækkun tolla hafi engin áhrif á verðhækkun vara Jæirra, er almenn- ingur þarf á að halda. Mr. Meighen og vinir hans hafa verið mjög ákveðnir í því atriði. Sérstaklega í ræðum þéim, er hann flutti í Vestur-Canada og ef það er satt í þeim parti landsins þá hlýtur það Hka að vera satt í Ontario. : Ef einhver efi leikur á þessu í huga Ontario- mánn þá erum vér vissir um að Mr. Meighen muni leiða þá úr myrkri efasemdanna í sannleiksfullviss- una. Eða ef Mr. Meighen skyldi ekki vera heima þá gætu þeir átt tal við Mr. Manion þingmann frá Fort William. Mr. Manion mun nema í burtu úr huga þeirra og hjarta allan kyíða. Mr. Manion mun segja þeim alt, sem Mr. Meignén hefði sagt þeim og dálítið meira. , Hvað er á móti því að leggja þriggja eða fjögra dollara toll á Bandaríkja-kol? Við Vesturfylkja-bú- ar bíðum eftir svari frá bræðrum vorum og systrum í Ontario. Oss þætti vænt um að þeir létu til sín heyra nú, eða þegðu hér eftir — sérstaklega í næstu ríkis- kosningum. 1 MANITOBA FREE PRESS. Verkfallið á Bretlandi. Það er engin sérleg nýjung þó verkfall sé hafið í þessu eða hinu landinu, i þessum eða hinum lands- hlutanum, sem veldur meira eða minna f jártjóni og at- vinnumissi, sökum þess að verkföllin eru orðin svo tíð og menn eru fyrnir að venjast við þau, eins og hvert annað óumflýjanlegt böl, sem þola beri og verði að vera. Verkföll eru ávalt stríð í eðli sínu — innbyrðis stríð á milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda út af atriðum, sem hlutaðeigendur geta ekki sæzt á. Atriði þau eru vanaiega talin að vera þrjú. Ósanngjamlega ♦ lágt kaupgjald; of langur vinnutími og ill aðbúð verka- fólks við vinnu. öll þessi atriði eru þes's eðlis, að þau krefjast hluttekningar og velvildar almennings, þegar þau hafa við nokkra sanngimi að styðjast og em því verkamenn oft sigursælir i kröfum sínum. Þessi skilningur manna í sambandi við verkföll- in er orðinn svo rótgróinn að fjöldinn álítur sjálfsagt að ástæður verkfalla stafi frá einhverri þeirra. En það er með þessi verkföll og ástæðurnar fyrir þeim að þau eða þær standa ekki í stað — að þeim miðar áfram eða að þau fara aftur á bak. Ástæður verkfallanna eru nú orðið bygðar líka á rétti manna til eigna og af- rakstrar eða rneð öðrum orðum á þjóðlífs fyrirkomu- lagimi ejns og það nú er. ^Verkfallið mikla, sem nú er hafið á Bretlandi krefst breytingar á framieiðslu og eigna. fyrirkomulagi í sambandi við kolanámur og kola framleiðslu á Bret- landi. Verkamennirnir neita með framkomu sinni rétti þeirra' manna sem námurnar eiga til að njóta arðs af þeim, sem þeim finst ósanngjarnlega hár í samanburði við það sem þeir sjálfir hera úr býtum, og þeirri kröfu sinni framfylgja þeir með þessu verkfalli, sem nú er hafið með aðstoð verkamannasamtaka frá sameinuðum verkamannafélögum í tuttugu og þremur löndum. Vér sjáum því með þessu verkfalli á Bretlandi hafið stríð á milli tveggja stefna i þjóðfélagsmálum, fyrst og fremst. Annars vegar er sljómin brezka mál- svari séreignastefnunnar, þess fyrirkomulags í mann- félagsmálum, sem verið hefir. Hins vegar þjóðeigna- stefnan eins og socialistar hafa haldið henni fram og bolshevikar í Rússiandi. Hér er því ekki aðeins um * lítilsháttar kauplækkun að ræða sem stafar af því, að stjórnin brezka hættir að leggja á borð með kolafram- leiðslunni ákveöna upphæð eins og hún hefir gjört ár- lega undanfarandi og námaeigendurnir segjast ekki geta bætt úr með neinu öðru en lengri vinnutíma, held- ur það hvort megi sín meira á Bretlandi, verkalýðuf- inn og málsvarar hans eða sá partur þjóðarinnar, sem einstaklings eingarréttar-stefnunhi vill fylgja. Að þetta sé ekki draumur, sem til er orðinn í huga rit- stjóra Ivögbergs má sjá af yfirlýsingu, sem commun- istar gjörðu í Moscov á mánudaginn var og hljóðar þannig: “Með sívaxandi hrylling hefir auðvaldinu •skilist hið yfirvofandi fall brezka ríksins og hefir ver- ið að Jeitast við að sporna á móti þeim broddum, sem óumflýjanlegir eru, með því að eyðileggja félag náma- manna, — fremstu brjóstfylkingu verkalýðsins á Bretlandi.” ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Do orCo. Limited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HEIMRY AVE. EAST. - - WlNNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Lil 11111111 Í.11111111111111111111111111! 11111111111 m 111111111111111111111111111111111111111111111111 i 11 !£ REYNIÐ OSS | ef þér ætlið að byggja heimili í vor, | | eða ef þér þarfnist efnis til viðgerðar, | E Vér getum með Iitlum sem engum fyrirvara E = fullnægt þörfum yðar, E Winnipegpaint &Glass cs imited = 179 Notre Dame East Phone A 7391 E Ei1111111111111m11111111lll11111111111111í 111 i 1111111111111111111111111 i 11111111111lllm 1111111111mr: Ánœgja Hæsta verð greitt pemngarmr sendir um Sendið rjóma yðar beint til SASKATCHEWAN CO-OPERATIVE CREAMERIES V/INNIPEG, - - - MANITOBA | éHWHS<H><HKH><HKH><H><H><H><H*<H><HKH?<H><H}<HWH><H><H><H><HKH><H><H><B« hæl. CæWEMEKlEHEKlKKiSIKISHEKEKlKMHKISSKIKMKMKKl&HKHEKlEKlEKiEKIEMaKEMæCa Er3 E GB SS Kl K M SS H % 63 Þér þurfið Steele Briggs fræ fyrir garðinn. Steele, Briggs Fræið hefir ekki verið valið hugsunarlaust, eða af neinni tilviljun, heldur eftir fimtíu ára nákvæma reynslu. Það er miklu betra að geta treyst þeim, sem fræið selur, og borga fyrir það sanngjarnt verð, héldur en að taka afleiðing- um af því að kaupa lélegt fræ. SwppT Steele, Briggs iSuperb Spencer Mixed, pakki UWCCl 1 Cd3 10c., ounce 30c., pd. 90c. Swppfr Ppa« Sambland af 12 Superb Spencer tegundum. kjwcci 1 cao Sérstaklega hentugt fyrir sýningar, $1.00. I o \ajn ÍIthcc Pf»« 1 fia fif 17 ^uieð eða án White Dutch L.dWIl urdbb, r rdine UliyCiover), sem framleiðir þetta mjúka, og fallega gras, sem ölíum líkar 70c, 10 pd. $6.50. Wblfrp Hllfrrb f InvAY ÁKætt fyrir grasfleti, $1.00 pd. TT llllc 1/UlLU VlUVcr gérstök tegund, 90c. pundið. Allar tegundir af bezta blómafræi, svo sem Gladioli, Dahlias, Lilies, Begonias, Dielytra eða Bleeding Heart, Lilies of the Valley, o. s. frv. Fræ, Garðávextir og Blóm. — Vorar vörur eru beztutegundar, sérstaklega ætlaðar Vestur-Canada. Verðlisti sendur frítt ef óskað er. í apríl og Maí verður búðin opin þangað til kl. 5 á laugardögum. Steele Briggs Seed Co., Limited 139 Market St.. East, Winnipeg Sími A-8541 J<HKHKHKH><HÍ<H><HKHWHKBKHmH><HKH><HKH><H><H>^'niíHÍ<H><HÍ<«í Til yðar eigin hagsmun?. Allar rjómasendingar yðar, œttu að vera merktartil vor; vegna þess að vér erum eina raunverulega rjómasamvinnufélag beenda, sem starfrœkt er í Winni- peg. Vér lögðum grundvöllinn að þessu fyrirkomulagi, sem reynsthefir bœnd- um Vesturlandsins sönn hjálparhella. Með því að styðja atofnun vora, vinnið þér öllum rjómaframleiðendum Ve8tUrlandains ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, sem veitir hverjum $ hónda óháða aðstöðu að því er snertir markaðs 8,kilyrði. Æfilöng œfing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu og markaði lýtur g tryggir yður ábyggilega afgreiðslu og hagvænlega. 5 Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | 844 Sherbrook Street, - Winnipeg, Man. &a<HKH><HÍ<H?<H><H3<HKHKH><HKHMH><H><HKHS<H«HÍ<H><H><H><HKH><H><H><HS« Jón Goodman. Fæddur 15. marz 1861. Dáinn 2. janúar 1926. Jón iGoodman málari, eins og hann var vanalega nefndur, var einn af hinum eldri ísendingum í Winipeg, sem flestir landar könn- uðust vel við og þektu að góðu einu. í 40 ár átti hann heima í IWinnipeg og mun hann næstum alla þann tíma hafa stundað hús- málningar og það annað, sém að þeirri iðn lýtur, lengst af fyrlr eigin reikning. Reyndist hann í því, eins og öllu öðru, áreiðanleg- ur og trúr og varð honum því gott til vinnu og hafði oftast nóg að gera. Hepnaðist honum að hafa jafnan vel og heiðarlega ofan af fyrir sér og sínum, þó ekki græddi hann mikið fé, eða yrði efnamaður. Jón Goodman var fæddur á Brúsastöðum í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu 15. marz 1861. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sín- um, sem voru Guðmundur ólafs- son og Þorbjörg Steingrímsdóttir. Jón misti föður sinn ungur ojr giftist móðir hans aftur manni, sepi Jóhann hét. Var Jón eftir það með móður sinni og stjúpa þangað til hann fór að vinna fyr- ir sér í vinnumensku hjá öðrum. Gerði hann það í nokkur ár og síðustu tvö árin hjá Hjörleifi prófasti Einarssyni á Undirfelli. Þar kvæntist hann hinn 17. júní 1885 ungfrú Helgu Magnúsdóttur.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.