Lögberg - 06.05.1926, Síða 8
Bls. 8.
LÖGBERG FIMTUDilGINN,
6. MiAÍ 1926.
Tvö björt og rúmgóð herbergi
með húsgögnum, til leigu nú þeg-
ar, að 614 Toronto St., skamt frá
Sargent. Sími N. 6828.
Glímufélagið Sleipnir heldur að-
alfund sinn fimtudaginn 13. maí,
kl. 8 siðdegis, í samkomusal Sam-
bandssafnaðar á horni Sargent og
Banning . Félagsmen eru beðnir
að muna eftir því, að það er áríð-
andi að þeir mæti. Stjórnin.
ÁroJt
cdrmJ' nunJ' t ,
Uula# cuyj. wo Xúo-o Ax.ajL^ctuLa
f*TgA/ • oJÍajö
&L ' - -
(jt ItAcOlO AXuxJí"
asud' 'VLA-t tyc
ditM
lc cjxtu
TJbul^
jLA (/U. CX_
HERBERGI $1.50 0G UPP
EUROPEAN PLAN
Maria Frankfort, söngkonan nafnfrœga.
Maria Frankfort, söngkona frá Petrograd og Moscow, sem getiÖ
hefir sér mikinn orðstír fyrir þátttöku sína i óperum sem sungnar hafa
veriS við helztu leikhús þar og nýkomin er til Winnipeg, syngur opinber-
lega í fvrsta sinn á samkomunni, sem haklin verður í Central Congrega-
tional Churoh ii. þ. m. undir umsjón stjórnarnefndar Jóns Bjarnasonar
skóla.
Auk hennar tekur ungverskur fíólínisti þátt í prógraminu, Mr. Jean
de Rimanoczy, stm sagður er að vera einn sá bezti sem völ er á um ]>ess-
ar slóðir, i þeirri list. Aðgangurinn kostar $1.50. Inntektir allar
um fram kostnað ganga til Jóns Bjarnasonar skóla og vonast skólanefnd
in, sem fyrir san\komunni stendur, til jiess, að Islendingar í Winnipeg f jöl-
menni á samkonAma.
Söngskrá samkomunnar fylgir hér með.
Dr. Tweed verður á Gimli frá
hádegi á rpiðvikudaginn, 12. maí,
cg þangað til á fimtudagskveldið
13. maí. En í Riverton verður
hann á fimtudaginn hinn 20. maí.
Séra Jónas A. Sigurðsson, frá
Churchbridge, Sask., kom til borg-
arinnar fyrri part vikunnar frá
Winnipegosis. Biður hann þess
getið, að hann að öllu forfalla-
lausu flytji guðsþjónustu í Kon-
kordíasöfnuði á venjulegum stað
og tíma, sunnudaginn næstkom-
andi, þann 9. þ.m.
SAMKOMU
heldur G. P. Johnson, í Goodtem-
piarahúsinu sunnudaginn 9. þ.m.
kl. 3 e. h.. tEfni: Daníel í ljóna-
grvfjunni. — Söngur og hljóð-
færasláttur. Allir íslendingar
hjartanlega velkomnir.
Arinbjörn S. Bardal sextugur.
Gefur vott um gleðimann,
Guðs af kærleik nærðan,
Að sjá nú Bardal sextugan
Svona lítið hærðan.
ötull, — ráða aldrei fár;
Oft með byrðar þéttar,
Brunar áfram beinn og hár
Brautir heimsins réttar.
G. H. Hjaltalín.
THE
WONDERLAND
THEATRE
Fimtu- Föstu- og Laugardag
ÞESSA VIKU
Ekkja Elíasar Vermundssonar,
að 34 Arnold Ave., Fort Rouge,
heitir Valgerður Jóhannsdóttir, en
ekki Jónsdóttir, eins og stendur í
síðasta blaði.
LELAND HOTEL
City Hall Square
TALS. A5716 WINNIPEG
FRED DANGERFIELD, MANAGER
Hingað kom til borgarinnar frá
íslandi á miðvikudagskvöldið í
vikunni sem leið, hr. Dúi Eðvalds-
son, ungur maður ættaður af Ak-
ureyri. Hygst hann að setjast að
hér vestra.
30. apríl síðastl. voru þau ung-
frú Albína Simpson og S. A. Sig-
urðsson, bæði til heimilis í St.-
Vital, gefin saman í hjónaband
af Rev. Mclver. Framtíðar heim-
ili nýgiftu hjónanna verður að 32
5th Ave., St. Vital.
Prog
ramme
1. (a) Aria—“Oxana with the Mirror’’ (from Christmas Eve)
................................... Rimsky-Korsakoff
“Sorrowful Romance of a Soldier’s Wife” Rachmaninoff
“So Soon Forgotten” (Romance) .........Tschaikowsky
“Otchevo” (Why?) ........................... Kudrin
“Live, Let Us Live”.............'.............Gliere
(b)
(c)
(d)
(e)
Síðastliðinn skírdag ' (1. apríl
1926) weittu 9 konur úr kvenfé-
laginu “The United Farm Women
Society” á Gimli, Man., heimsókn
að gamalmennaheimiinu, Betel,
Gimli, iMan. Veittu þær vist-
mönnum heimilisins rausnarlegar
veitingar, með miklum mann-
fagnaði, og færðu Betel mikla
peningagjöf, að upphæð $44.00.
Um samfleytt fjögur ár, 1923—
1926, hafa konur þessa félags
veitt ÍBetel heimsókn á skírdegi
hvers árs, veitt vistfólki mann-
fagnað í hvert sin og þess utan
styrkt Betel með miklum peninga-
gjöfum. Fyrir þessar heimsóknir
og peningagjafir vottast konum
þessa félags hið bezta þakkæti
vistmanna og forstöðufólksins á
Betel. — Þess skal getið, að fram-
angreint kvenfélag er fáment að
meðlimatölu. en hefir samt látið
mikið gott af sér leiða á ýmsau
hátt. Sannast á því: Sigursæll er
góður vilji.
Mr. og Mrs. Gunnar Oddson, frá
Brown, Man., voru stödd í borg-
inni nokkra daga í vikunni sem
leið.
Skip Swedish-American línunn-
ar “Gripsholm”, fór frá New York
á fimtudaginn í vikunni sem leið
og frá Boston á föstudaginn áleið-
is til Gothenburg, með 1,101 far-
þega. “Stockholm” fór frá Goth-
enburg á laugardaginn með 124
farþegja til Halifax og fjölda fólks
sem fer til New York. “Drottn-
ingholm” kom til Halifax á laug-
ardaginn, með 260 farþega, sem
fara til Vestur-Canada.
MADAME MARIA FRANKFORT.
2. (a) Praeludium and Allegro .................. Pugnani
Transcription by Kreisler.
(b) Gavotte and Musette .................... Torr Aulin
MR. JEAN DE RIMANOCZY.
3. (a) “Autumn Elegie” ........................ Massenet
(b) “Lullaby” .................................... Mozart
(c) “Antonia’s Aria” from “Tales of' Hoffman” ....Offenbach
(d) The Aria from Fourth Act “La Traviata” ..... Verdi
MADAME MARIA FRANKFORT.
4. (a) “Tambourin Chinois” .................... Kreisler
(b) “Zephyr” .................................. Hubay
MR. JEAN DE RIMANOCZY.
jF
5. (a) Oriental Romance............1...........Glazounow
(b) “The Song of Songs” (Oriental) ..........Vassilenko
(c) Oriental Romance ................ Rimsky-Korsakoff
MADAME MARIA FRANKFORT.
6. Trio—“Plead to Their God Brahma” (Hindoo song)....Bemberg
MADAME MARIA FRANKFORT, Soprano.
MRS. J. B. COYNE, Piano.
MR. JEAN DE RIMANOCZY, Violín.
7. (a) “The Last Song”...................James H. Rogers
(b) “Star Eyes” ........................... Otyy Speaks
(c) “Rose-Marie” (Indian Love Call) .........J.....
........................Rudolf Friml and Herbert Stothart
(d) Margarita’s Aria (Jewel Song) from “Faust” ....Gounod
MADAME MARIA FRANKFORT.
Accompanists: MRS. J. B. COYNE, MISS LULU PUTNIK.
“GOD SAVE THE KING.”
Central Congregational Church,
May llth, 1926. ■;
PIANO RECITAL
heldur R. H. RAGNAR
með nemendum sínum. Miss Rösa Hermannson aðstoðar
Laugardagskveldið 15. Maí, 1926.
í Y.W.C.A. byggingunni á Ellice Ave.
Byrjar ki. 8.30 - Aðgangur SOc.
SHKhkhKhKkKhKhKhKKhKhKhKKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhK
Mr. og Mrs. Loftur Matthews,
Suite 5 Sargent Block hér í borg-
inni, mættu þeirri miklu sorg hinn
21. apríl þ.á., að missa son snn,
Edward Hallgrím, tæpra níu nám-
aða gamlan. Hann var jarðsung-
inn af sér Birni B. Jóssyi D.D., og
A. S. Bardal sá um útförina. —
Mr. og Mrs. Matthews þakka hjart-
anlega þá miklu samúð og kær-
leika, sem margir sýndu þeim,
þegar þau urðu fyrir því mótlæti
að missa litla drenginn sinn.
Tíðin helzt enn köld. Síðari
hluta laugardagsins og allan
sunnudaginn var norðan kulda-
stormur og töluvert frost aðfara-
nótt sunnudagins og eins aðfara-
nótt mánudags. úrkoma hefir
svo sem engin verið lengi. Gróð-
ur er enn mjög lítill.
Pétur N. Johnson, frá Mozart,
Sask., ásamt syni sínura, var í
borginni síðari hluta vikunnar
sem leið og fram yfir helgina.
Þakkaororð.
Við undirrituð vottum okkar
hjartans þakkir hinum mörgu vin-
um og kunningjum okkar í Up-
Íiam, N. Dak., sem á einn eða ann-
an hátt auðsýndu okkur hluttekn-
inðu við fráfall minna kæru sona
og bræðra, Thomas og Marcel
Thorsteinsson. Sérstaklega vilj-
um við þakka Rögnvaldi Hillman,
forseta safnaðarins og fjölskyldu
hans, sem gerðu alt sem mögulegt
var með hjálp og hluttekningu;
Einnig O. Freeman, St. Einarsson,
.Tacob Westford og öllum þeim,
sem heiðruðu útför þeirra. Svo og
Mr. Arthur Vopni, Chicago, III.
Við biðjum góðan Guð, sem alt
launar að launa þeim.
Mrs. Margr. G. Thorsteinson.
Magnús Thorsteinson.
Mrs. Arthur T. Anderson.
Sumarvist fyrir börnin.
Á þjóðræknisþinginu í vetur
vorum við undirrituð kosin til
þess að gangast fyrir því, að börn
fátækra íslenzkra foreldra hér í
bænum, sem ekki geta á annan
hátt fengið að njóta skólafrísins
úti á landi, gæfist tækifæri til að
komast á góð íslenzk sveitaheim-
ili fyrir einn til tvo mánuði í
sumar.
Þessu máli var fyrst hreyft á
þjóðræknisþinginu 1925 ,af þing-
mönnum utan úr íslenzkum ný-
léndum, sem töldu líklegt, að
mörg heimili úti í bygðum myndu
fús til að taka eitt eða tvö börn
um sumarmánuðina, án nokkurs
kostnaðar fyrir foreldrana. Þá
var kosin nefnd til að koma því í
framkvæmd, sem starfaði að því
s. I. vor og sumar. Nokkur á-
rangur varð af því. Tilboð komu
frá heimilum úti á landsbygðinni,
um að taka börn um tíma. Og
fáein börn voru send héðan úr
bænum út í nýlendur.
Nú viljum við biðja alla þá ný-
lendubúa, sem geta og vilja taka
eitt eða fleiri börn, fyrir tíma í
sumar, að láta okkur vita uiíi það
sem fyrst. Helzt óskum við eftir
tilboðum frá heimilum í nær-
liggjandi nýlendum, vegna ferða-
kostnaðar barnanna fram og til
baka. öll bréf og blöð um að taka
börn í sumar, sendit til Mr.
Árna Eggertssonar, 1101 McArth-
ur Building, Winnipeg, Man.
Sömuleiðis viljum við mælast
til þess, að allir íslenzkir for-
eldrar hér í bænum, sem kring-
umstæðna vegna ekki geta sjálf
sent börn sín út á land í sumar-
fríinu, viídu láta eitthvert af
okkur vita um þaá bráðlega.
Þeir sem kynnu að vilja sinnaj
þessu og taka börn á heimili sín
úti í sveit um tíma í sumar, eru
vinsamlega beðnir að láta með-
undirritaðan, Mr. Árna Eggerts-
son, vita um það fyrir 1. júní.
Sömuleiðis eru þeir, hér í borg-
inni, sem koma vilja börnum sín-
um fyrir á sveitaheimilum í sum-
ar, beðnir að láta einhvern af
nefndinni vita um það fyrir 1.
júní. Að þetta sé gert sem fyrst,
gerir nefndinni starf sitt miklu
auðveldara.
Mrs. P. S. Pálsson,
715 Banning St.
Mrs. H. F. Davidson,
816 Sargent Ave.
Árni Eggertsson.
1101 McArthur Bldg.
H. S. Bardal,
894 Sherbrooke St.
Fágœtt kostaboð.
Fleiri og fleiri mönnum og kon-
um á öllum aldri, meSal alþýðu, er
nú farið að þykja tilkomumikið, á-
nægjulegt og skemtilegt, að hafa
skrifpappír til eigin þrúks með
nafni sinu og heimilisfangi prer.t-
uðu á hverja örk og hvert umslag.
Undirritaður hefir tekiS tekiS sér
fyrir hendur að fylla þessa almennu
þörf, og býðst nú til aS senda hverj-
um sem hafa vill 200 arkir, 6x7, og
100 umslög af íSiIgóöum drifhvít-
um pappír (water-marked bond)
meS áprentuSu nafni manns og
heimilisfangi, fyrir aþeins $1.50,
póstfrítt innan Bandaríkjanna og
Canada. Allir, sem brúk hafa fyrir
skrifpappír, ætti^ aS hagnýta sér
þetta fágæta kostaboS og senda
eftir einum kassa, fyrir sjálfa sig,
ellegar einhvern vin.
F. R. Johnson.
3048 W. Ö3th St. Seattle, Wash.
Aukas'úning
7. kaflí "SUNKEN SILVER"
House of Pan
Nýtízku Klæðskerar
304 WINNIPEG PIANO Bldg
Portage og Hargrave
Stofns. 1911. Ph. N-65S5
Alt efni af viðurkendum
gæðum og fyrirmyndar gerð
Verð, sem engum vex í
augum.
Mánu-Þriðju- og Miðvikudag
NÆSTU VIKU
Norma Shearer í
LADY OF THE
NIGHT
Kemur: Fimtu-Föstu-Laugard.
CHARLIE CHAPLIN í
THE GOLD RUSH
ÞJÓÐLEGASTA
Kaffi- og Mat-söluhúsið
oem þessi borg hefir nokkurn tima
hafi innan vébanda slnrut.
Fyrirtaks máltit5ir, skyr,, pönnu-
kökui, rullupylsa og þjööræknis-
kaffi. — Utanbæjarmenn fá, sé.
ávalt fyrst hressingu á
WKVELi CA.FE, 692 Sargout Ave
Simi: B-3197.
Rooney Stevens, elgandi.
Vér höfum allar tegundir
af Patent MeSulum, Rubber pokum, á-
samt öðru fleira er sérhvert fjeimili þarf
við Kjúkrun sjúkra. Laeknis ávísanir af-
greiddar fljótt og vel. — Islendingar út
til sveita, geta hvergi fengið betri póst-
pantana afgreiðslu en hjá oss.
BLUE BIRD DRUG STORE
495 Sargent Ave. Winnipeg
GIGT
Ef þú hefir gigt og pér er llt f
bakinu eða 1 nýrunum, þá gerðlr
þú rétt í að fá þér flösku af Rheu-
matic Remedy. pað er undrávert
Sendu eftir yitnisburðuna fólks, sesm
hefir reynt það,
$1.00 flaskan' Póstgjald lOc.
SARGENT PHARMACY
724 Sargent Ave. Phone B4630
D J sem vilja koma
Dœnaur, Sér upp goðum
varpKænum, geta fengið Kjá
mér egg tilútungunar, úr úrvals
varpKænum, stór Kvít LegKorn.
Endurbætt áflega með því að
kaupa “Hana” sem komnir eru
út af beztu varpKænum í land-
inu. Verð $1.50 fyrir 15 egg.
Póstgjald borgað. Eggin sent með pósti
hvert sem er tafarlaust.
Jón Árnaion, Bayton, P.O. Man.
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar. i
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone A-6545 Winnipeg
C. JOHNSON
hefir nýopnað tinsmiðaverkstofu
að 675 Sargent Ave. Hann ann-
ast um aít, er að tinsmíði lýtur og
leggur sérstaka áherzlu á aðgerðir
á Furnaces og setur inn ný. Sann-
gjarnt verð, vönduð vinna og lip-
ur afgreiðsla. Sími: N-0623.
Heimasími — N-8026.
G. THGKA5, C. THQHLAK50N
Til Jeigu 100 ekrur af ágætis-
landi, mílu norður af Gimli; nýtt
sex herbergja hús, og fjós. Lyst-
hafendur semji við M. J.,Thorar-
insson, 844 Dominion St., Winni-
peg. Phone: Sher. 2004.
Connought Hotel
219 Market Street
Herbergi leigð fyrir $3.50
um vikuna.
R. ANDERSON, eigacdi.
Við seljum úr, klukkur og
ýmsa gull og silfur-muni,
ód ý rar en flestir aðrir.
Allar vörur vandaðar og
ábyrgðar.
Vandað verk á öllum úr
aðgerðum, klukkum og
öðru sem handverki okkar
tilheyrir.
Thomas Jewelry Co.
(666 Sargent Ave. Tals. B7489
“Það er til Ijósmynda
smiður í Winnipeg,,
Phone A7921 Eatons opposite
W. W. R0BS0N
317 Portage Ave. KennedyBldg
Hvergi betra
að fá giftingamyndinatekna j
en hjá
Star Photo Studio ;
490 Maln Street
Til þe.s að fá skrautlitaSar myndir, er '
bezt aS fara til
MASTER’S STUDIO
275 Portage Ave. (Kensington Blk.)
ÞAKKARAVARP.
Af einlægum huga þakka eg öll-
um þeim, er sýndu mér hluttekn-
ingu við burtköllun mannsins
míns, Davíðs sál. Jónssonar, þeim
sem við útför hans lögðu blóm-
sveiga á kistuna, eða á annan hátt
sýndu mér hluttekningu í orði eða
verki. Sérstaklega þakka eg hjón-
unum Mr. og Mrs. S. Sigurðsson,
sem að öllu leyti önnuðust fyrir
mig umsjón heimilisins á þessum
raunatíma; og létu mér alla þá
hjálp í té, sem þeim var unt. Bið
eg guð að lauria öllu þessu góða
fólki fyrir mig.
Selkirk, 29, apríl 1926.
Marjp-ét Jónsson.
111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II1111111111111111111111111111111111111II111IL
| SKREYTIÐ HEIMIUÐ. [
E Það er á vorinað menn fara að hugsa um að fegra og endurnýja heimili sín. jZ
Draperies, blacjur, gólfteppi, Chesterfield Suites, stoppuð húsgögn, o.fl.
1 HREINSAÐ 0G LITAÐ. - FLJÓT AFGREIÐSLA. §
Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd. # |
W. E. THURBER, Manager. =
i 324 Young St. I WINNIPEG Sími B 2964-2965-2966 I
3 Kallið upp og fáið kostnaðaréætlun.
-7Í1111 i 111111111111111111111111111111111 ■ 11 ■ 111111111111111111 ■ > 11111 > 11111 n 11111111111111111111111111 r=
Hr. Sofanías Thorkelsson hefir
gnægð fullgerðra fiskikassa á
reiðum höndum. öll viðskifti á '
reiðanleg og pantanir afgreiddai
tafarlaust.
Þið, sem þurfið á fiskikössum
að halda sendið pantanir yðar ti
S. Thorkelssonar 1331 Spruce St.
Winnipeg talsími A-2191.
cXNIBE LFo#ö
Hardware
SlMI A8855 581 SARGENT
Því að fara ofan í bæ eftir
harðvöru, þegar þérgetiðfeng-
ið úrvals varning við bezta
verði, 1 búðinni rétt í grendinni
Vörnrnar seadar heim til yðar.
AUGLÝSIÐ I L0GBERGI
Swedish-American Line
M. S. GRIPSHOLM...frá New York 29. apríl
S.S. DROTTNINGHOLM . frá New York 8. maí
5.5. STOCKHOLM ...frá New York 20. maí
M.S. GRIPSHOLM ... frá New York 3. júní
5.5. DROTTNINGHOLM . frá New York 10. iúní
5.5. STOOKHOLM . frá New York 19. júní
M.S. GRIPSHOLM ..... frá New York 3. júlí
S.S. DROTTNINGHOLM . frá New York 16. júlí
Fargjald frá New York $122.50, fram og til baka $196.00.
Fáið farbréf yðar hjá næsta umboðsmanni,
eða hjá
Swedish-American Line
470 Main Street, WINNIPEG, Phone A-4266
LINGERIE VERZLUNIN
625 Sargent Ave.
Látið ekki hjálíða að líta inn í búð
vora, þegar þér þarfnist Lingerie
eða þurfið að láta hemistitcha.
Hemstitching gerð fljótt og vel.
lOc Silki. 8c.Cotton
M3tS. S. GTJNNEAUGSSON, Eigaadl
Tals. B-7327. Wlnnlpec
Chris. Beggs
Klæðskeri
’ 679 SARGENT Ave.
Næst við reiðhjólabúðina.
Alfatnaðir búnir til eftir máli
fyrir $40 og hækkandi. Alt verk
ábyrgst. Föt pressuð og hreins-
uð á afarskömmum tíma.
Aætlanir veittar. Heimaslmi: A4571
J. T. McCULLEY
Annast um hitaleiÖslu og alt sem að
Plumbing lýtur, öskað eftir viðskiftum
Islendinga. AÍT VERK ÁBYRGST'
Sírrii: A4676
687 Sargent Ave. Winnipeg
Mobile, Polarine Olía Gasolin.
Red’s Service Station
Home &Notre Dame Phóne ?
A. BBRGMAN, Prop.
FRBH HKKVICK ON BUNWAY
. CUF AN DLFFKBENTl AJ, GB1A8I
Exchange Taxi
Sími B500 $1.00 fyrir keyrslu
til allra staða innan bæjar.
Gert við aHar tegundir bifreiða,
bilaðar bifreiðar dregnar hvert
sem vera vill. Bifreiðar geymdar.
Wankling, Millican Motors, Ltd.
CANADIAN PACIFIC
NOTID
Canadian Pacifie eimskip, þegar þér
ferðist til gamla landslns, fslande,
eða þegar þér sendið vinum yðar far-
gjald tll Canada.
Ekki lci'kt af5 fá. betri aðb&nað.
Nýtlzku skip, útibúin meö öllum
þeim þægindum sem skip má velta.
Oft farið & milli.
Fargjalil ú þrlðja plássl inllU Can-
ada og Rcykjavíkur, $122.50.
Spyrjlst fyrir um 1. og 2. pláss far-
gjald.
Leltið frekari upplýslnga hjá um-
boðsmanni vorum & staðnum
skrifiS
W. C. CASEY, Generai Agent,
361 Maln St. Wlnnipeg, Man.
eða H. S. Bardal, Sherbrooke St.
Winnipeg
Blómadeildin
Nafnkunna
Allar tegundir fegurstu blóma
við hvaða tækifæri sem er,
Pantanir afgreiddar tafarlaust
Islenzka töluð i deildinni.
Hringja má upp á sunnudög-
um B 6151.
Robinson’s Dept. Store,Winnipeg