Lögberg - 01.07.1926, Page 5

Lögberg - 01.07.1926, Page 5
4 Nú fœst hjá oss hið nýja Export Brew Drykkurinn sem m æ 1 i r með sér sjálfur. Pel issiers Limited FORT ROUGE, WINNIPEG Phones: brauði, fremur en hver einstak- lingur. i Vestur-íslendingum ber líka að leggja sinn skerf fram til hins andlega landnáms álfunnar. Þeim ber að taka þátt í öllum velferðar- málum þjóðarinar og vera í verki með að mynda andans stefnur þær, sem gera þjóðirnar andlega heilbrigðar, andlega sterkar og andlega frjálsar. Ef að þeir gjöra það ekki, þá er alveg sama hvað hart þeir sækja fram á starfásvið- unum, þeir geta þá ekki orðið nema hálfir menn, geta ekki gjört skyldu sína, nema að hálfu leyti, og laklega það. Skyldurnar, sem Vestur-íslend- ingar hafa við sjálfa sig, eru ná- skyldar skyldunuim við fóstur- landið; þeim er jafn nauðsynlegt að vera sjálfum sér trúir eins og fósturlandinu. 1 sannleika sagt, þá er það nauðsynlegra, því í því tilfelli, eins og öllum öðrum, þá er undirstöpuna undir allri velferð einstaklinga og þjóða að finna í i trúmensku eíinstaklinganna. Sá, sem í sjálfu sér er ótrúr, getur aldrei orðið neinum öðrum eða neinu öðru trúr. Skyldurnar, sem Vestur-fslendingar hafa við sjálfa sig, eru margar, en eg vil draga þær'saman í tvö höfuð atriði, og þau eru: efnalégt sjálfstæði og andlegur þroski, eða öllu heldur ejtt: jafnvægi á milli efnalegs sjálfstæðis og andlegs þroska. Um það, að Vestur-íslendingum sé nauðsynlegt að verða efnalega sjálfstæðir menn, þarf ekki að fara mörgum orðum, því það er hverju barni Ijóst. Um hitt hugsa menn ef til vill ekki eins oft, eða gjöra sér ekki eins ljósa grein fyrir, að efnishyggjan, þegar hún verður aðal-atriði hjá mönnum, er mein, sem tjóni er líklegt að valda, bæði hjá. einstaklingum og heild. Þess vegna er hver sá maður, eða hvert það þjóðfélag illa farið, sem læt- ur hana ná of miklu valdi á sér—• sem missir jafnvægið á milli efn- ishyggjunnar og þroskun andans.. Mér virðist að óþarft sé, að brýna Vestur-íslendinga til þess að sækja fram á efnishyggju braut- inni; það er eins og það sé eðli flestra manna, sameiginlegt, að vilja verða ríkir, og ef þeim væri eitthvað ábótavant í þeim efnum, þá bætir aldarandinn, sem nú rík- ir, úr því. En hin skyldan, þrosk- unarskyldan andlega, er naumast eins samgróin eðli þeirra, og hef- ir aldrei verið, þó ekki sé rétt að segja, að þeir hafi vanrækt hana með öllu, þá hefir þeim ekki skil- ist, að nWnningarskyldan sé eins þrýn og eins sjálfsögð og sú, er hið efnalega sjálfstæði kx;efSv. LÖGBERG FIMTUDAGINN, 1. JÚLÍ 1926. Bls. 5. KEMEKlEMSKlSHSKISMEKEKZKSKEKaKEKEK&MSMEHEMEKíSMæKSKiEMEMæH E M H ^ E M E M E H E H E M | H Sendið RJOMA yðar til I Holland Creameries Co. s I B H Z H E H E H E H E K Limited, Winnipeg og leyfið oss að sanna yður áreiðanleik vorn. Ánægja yðar í viðskiftum, er trygging vor. H E H HSHZHSHZMXHZHSMZHXHSH3HEHZHZH3HSHZHSHEHXHZHEHZH3HZHSM Þegar eg tala um menningar- lega afkomu og menningarlegar skyldur Vestur-íslendinga, þá á eg ekki eingöngu við hin almennu þekkingarskilyrði einstaklinga innan þessa eða hins þjóðfélags- ins, heldur miklu fremur og sér- staklega við það, hvernig þeir hafa ávaxtað og þroskað menn- ingarþrótt þann, sem almenning- ur hefir átt yfir að ráða, — hvern- ig að þeir hafa varið og varðveitt hið sérkennilega menningarafl, er þeir tóku í arf frá ættfeðrum sin- ur, — að hverju leyti þeir hafa reynst trúir þeirri skyldu, að þroska hinn sérkennilega menn- ingarþrótt, er þeir einir áttu og einir gátu eflt, sér til menningar og þjóðfélögum þeim, sem þeir eru búsettir hjá. Það er dálítið einkennilega á- statt með Vestur-lslendinga í þessu máli, eins og reyndar er með alla aðra þjóðflokka, sem runnir eru af öðru en brezku bergi. Þeir tilheyra þessari heimsálfu ekki nema að hálfu leyti. Hinar and- legu rætur þeirra standa í jarð- vegi þjóða þeirra, sem þeir eru komnir, frá og að þeim hlúir eng- inn, ef þeir sjálfir gjöra það ekki Vestur-íslendingar hafa gjört allmikið til þess að hlúa að því sérstaka menningarlífi sín á með- al, og það hefir verið þeim ósegj- anlegur styrkur í frarr.sókn þeirra hér. En eg álít, að þeir hafi aldr- ei gert sér nógu ljósa grein fyrir því, hve mikla þýðingu að viðhald þess hefir haft fyrir þá og hefir enn, því, ef þeir hefðu gjört það, mundu þeir naumast vera eins tvístraðir þjóðernislega og þeir eru. Þeir mundu þá hafa gefið enn meiri gaum að menningar- stofnunum þeim, er reistar hafa verið þessum menningarþroska þeirra til varnar og viðhalds, en þeir hafa gjört, og aldrei látið grasið vaxa í götunni heim að þeim, eins og nú virðist, að verða rauuin á. Vestur-íslendingar verða að vera og verða vel vakandi yfir hinum sérkennilega og þjóðlega menn- ingarþroska sínum, því án hans, eða frá honum slitnir, eru þeir eins og stýrislaust skip úti á reg- inhafi, sem berst varnarlaust fyr- ir vindi og sjóum. Þriðja og síðasta skyldan, sem hér skaj talin, er skyldan við stofnþjóðtna. Suma menn hefi eg heyrt segja: “Vér eigum ekkert að þakka íslandi eða íslenzkri þjCð. Vér fæddumst þar í fátækt, ólumst upp í örbirgð, og urðum að fara þaðan til þess að geta dregið fram lífið án vandræða.” Á þennan hugsunarhátt ætla eg ekki að deila hér. Fyrir hverja beiskju- blandna hugsun, sem í hug Vest- ur-lslendinga kann að vera í þessu sambandi, má færa margar fram, sem lýsa upp huga manna og verma upp hjarta þeirra. Það var ísland, sem gaf okkur þeim eldri líf, þar nutum vér ást- ríkis föður og móður. Þar stimpl- uðust þær fegurstu náttúrumynd- ir, sem nokkurt land á, á hinar ungu sálir vorar; þar urðum við að mönnum í baráttunni fyrir líf- inu; þar drukkum við með móður- mjólkinni þann anda hinnar nor- rænu sálar, sem gat verið blíður eins og vorblærinn og líka bitur eins og haglhríð. Þar eignuðumst við þrek til þess að þola, þraut- seigju til að stríða og hugrekki til þess að deyja. Við eigum öll ís- landi mikið að þakka. En það er ekki þakklætisskyld- an, sem eg vildi sérstaklega minn- ast á, og þó er hún svo mikil, að vel mætti sýna henni sóma, held- ur eru það metnaðar og dreng- skapar skyldur, sem hver ærlegur og drenglyndur maður hlýtur að finna til. Skáldið, Einar Benediktsson, segir í hinu gullfallega kvæði sínu "Kveld í Róm”: “Þú varst til svo eilífð mætti erfa anda þann, er beindi þínu stáli, stýrði afli þínu í mynd og máli, meitlaði þinn svip á andlit heims- ins.” gkyldan krefst, að vér Vestur- íslendingar stýrum anda þeim hinum norræna, er meitlað þefir svip sinn í andlit Fjallkonunnar; kvefst þess að vér séum merkis- berar 1 þessari heimsálfu, þess fegursta, sem íslenzk þjóðarsál hefir lært og reynt í liðinni tíð og í nútíð. Vér, með því að gjörast borgarar í þessari heimsálfu, höf-! um gjörst merkisberar um leið, og ( því ættum vér aldrei að gleyma, að sómi hinnar íslenzku þjóðar er í vorum höndum. Viðkynning þjóðanna, sem vér erum búsettir hjá við oss, er viðkynning við ís- lenzku þjóðina í heild, í smáu og stóru. Og vér erum í rauninni meira en merkisberar. Vér erum starfs- rrenn þjóðarinnar íslenzku, um- boðsmenn hennar við þjóðarmynd- un þá, sem fram er að fara beggja megin landamerkjalínunnar í Norður Ameríku. Og vér erum skyldug til þess að sjá um, að steinarnir, sem vér leggjum í þá byggingu, séu ósviknir og að í >þeim megi um aldur og æfi lesa andlitsmynd Fjallkonunnar, sem situr “norður við heimskaut í svalköldum sævi.” Vestur-íslendingar, reynist verki yðar trúir í þessari heimsálfu, og gætið þess, þó að auðurinn vaxi, að grasið grói aldrei í göt- ur.ni heim að stofrtunum þeim, er vernda eiga og varðveita hina þjóðernislegu menningu og minn- ingu yðar. Þakkarávarp. Við uiydirritpð ekkja og börn Stefáns heit. Péturssonar, er dó 18. júní s.l., og var jarðaður þ. 24. s. m., vottum hér með öllum innilegasta þakklæti, sem á eiffn eður annan hátt létu í ljós hlut- deild sina með oss, er þennan sorgaratburð bar að höndum. Sér- staklega þökkum við öllum þeim mikla mannfjölda, er heiðraði út- för hins látna ástvinar vors með því að fylgja honum til grafar. Enn fremur þökkum við af alhug öllum, er lögðu blóm á kistu hans eða gáfu í blómsveigasjóðinn til minningar um hann. Geirþrúður Jón'sdóttir Pétursson. Kristrún Aðalbjörg Stefánsdóttir Cröyer, Guðrún Stefánsdóttir Blöndal. Jón Stefánsson. Árni iStefánsson Hai-aldur Stefánsson. ÓIi Stefánsson. Vorið. Vorið var komið. Það stóð við gluggann rninn i allan morgun og kallaöi. Eg fór á fætur og gekk út á engið. Sólin stóö beint upp af skóginum, sem var orðinn nokkurn veginn grænn og ljónftði eins og Tópas steinn eða gulgrænt haf, sem breiddi faðminn endurnærandi og gleðjandi. Það flaug með hugann fram hjá sorg og sjónhverfing, inn í umhverfi æskuáranna og gleði- rikra endurminninga. Þar dvaldi hugurinn, undrandi yfir hinni óum- ræðilegu dýrð- og fagnaðarmynd vorsins. Eg staðnæmdist í skóginum og sk\’gndist inn á milli trjánna. Trén stóðu þétt, bein og tiguleg. Krónum- ar vom ekki en full laufgaðar. Ekki minsti vindblær hreyfði trén, en þó fluttu þau sitt dularfulla mál. Mig sárlangaði til að skilja ræðu þeirra, en eg fékk alls ekki gert mér grein fyrir því, sem þau töluðu. Skyldi maður ætíð vera neyddur til að segja: “Eg heyri unaðs óma, en ekert þó eg skil ?” Mér var reikað út í skógarjaðar- inn. Þústmdir fugla kváðu þar við i greinunum. Eg settist og hlýddí á tun stund og þóttist skilja að þar væri rætt um ákvarðanir og fyrir- ætlanir fyrir komandi surnar. Klið- urinn bar þess vott, að mikið átti að gerast. Lífið bjó í röddum þess- umi—það fann eg. Það var komið undir kvöld. Nú sat eg við vatnið og horfði á hinar líðandi öldur þess brotna við strönd- ina hægt og hljóðlega. Fram undan lá eyjan vafin gagnsærri huliðs- blæju. Eg bygði hana fólki, með ímynduninni—helst huldufólki, frá- bmgðnu “menskum mönnum.” Eg reyndi að setja mig inn í ástand þess og athafnir fyrir þann daginn. Það var lítill árangur af því. Mér fanst vatnið og eyjan bera einhvern undarlegan helgidagssvip eins og hinn líðandi dagur væri helgidagur með gleðiríkum messu- ferðar áhrifum. Nú fann eg sárast til þess hve bágt það er að skiija ekkv umræðuefni náttúrunnar. Eg fór að leggja mig allan við. Mér duttu í hug orðin dýrðlegu: “Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin hans handa. Hver dagurinn af öðrum mælir orð, hver nóttin af annari mælir speki. Engin ræða, engin orð, ekki heyrist raust þeirra.” ,■ Þessi orð eru vafalaust rétt og áýrleg, en þess utan virðast radd- ir náttúrunnar stýlaðar sérstak- lega þeim, sem við er rætt í það og það skiftið. Eg fann að vatnið talaði til mín persónulega í þetta sinn. Eg fann að nokkru leyti á- hrifin, en skildi ekki orðin. Það var eins og innihaldið nálgaðist skilninginn, en þunnur millivegg- ur hamlaði því, að það næði alla leið. Rödd náttúrunnar kveður úr huliðsdjúpi hjartans þær radd- ir, er þar búa, en hinn takmark- að.i skilningur fær ekki gripið innihaldið. Þannig endaði hinn fyrsti vor- dagur og þannig mættu þeir enda allir, ef vel er á haldið. Þannig gæti líka verið hinn stutti dagur æfinnar. Það vantar hvorki ský né skugga, en á milli er mikil ljós- dýrð og fegurð fyrir augum allra, sem vilja veita athygli. Þeir eiga bágt, sem ekki elska vötn og skóga, hinar prýðilegu gersemar náttúrunnar. Lífið hefir líka slíka fegurð á boðstólum öllum þeim, sem setja sér að færa sér það í nyt. Lífið reynist oft og iðulega eftir því, hvort maður leitast við að setja á sig hinar dimmu eða björtu hliðar þess. Þar er um skugga og skin að velja. Lífsgleði vor fer iðulega eftir því, hvort af þessu tvennu vér veljum oss til athyglis og í- hugunar. Það er unt að láta vor- ið fylgjast með mikinn hluta æf- innar. Það er líka hægt að mæta haustinu á miðri leið. S. S. C. Frá íslandi. ísafirði, i. júoí. Taugaveikissjúklingar eru 40 bænum og í firðinum, 3 dánir. engin ný tilfelli síðustu 2 daga. In- flúenza gengur hér, og liggja margir. Barst hún hingað með Goða fossi. — Kuldatíð. Atvinna og verzlun í dái. Rvik, 23. maí 1926 Frá Siglufirði var símað í gær, að þar væri og hefði verið indæl- asta tíð. Vertíð er ekki byrjuð þar nyrðra enn, en allir útgerðar- menn eru samt sem áður að búa sig undir hana, og mun þorskút- gerð verða svipuð Norðanlands og undanfarið. Þorskafli í Brímsey er enn nokk- ur, en þó minni, en þegar hann var mestur. Bátar hafa fengið 10 til 25 skpd. í ferð. Enginn síldarafli er nú á Ak- ureyrar polli. En hann hefir jafn- an verið nokkur um þennan tíma, hefir með honum verið lagður grundvöllur undir góða vertíð, því beitan er eitt aðal skilyrðið fyrir því, að vel fiskist norðan- lands á þessum tíma. Samt sem áður er því spáð, að mikill þorsk- .afli verði fyrir Norðurlandi í sum- ar.—M'bl. Jón Magnússon heitir Vestur- íslendingur, sem hingaö kom með Botníu. Á hann heima í Winnipeg. og hefir dvalið vestra rúm 12 ár og stundað kaupmensku. Hann er á leiÖ til Vestfjarða til þess aö sjá |iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiMiMmmiuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiit: = mjög spennandi saga, fæst nú keypt hjá COLUMBIA = PRESS LTD., og kostar aðeins Einn Dollarí Sagan er 350 bl*. að stœrð, í góðri kápu. = | Sendið pantanir nú strax ásamt $ 1, því 1 | upplag bókarinnar er af mjög skornum 1 skamti, svo færri fá en vilja, | The Columbia Press Ltd. | = Cor. Sargent & Toronto - Winnipeg = 'llMMIMMMIMilMMMMMMIllMMMMMMIMMMMIMMMMMMMMIMMMMIMIIMMIMMMMIMIl'r fornar stöSvar. Vestur um haf fer hann aftur i ágúst. Ummæli um E- J- myndh(%gv- ara. Bókin með myndtun af verk- um hans var send Böggild sendi- herra vestur til Montreal af eánum vini hans hér, og skrifar hann þakkarbréf fyrir, og segir m. a.: “Bókin gladdi mig alveg frábæri- lega mikiB. Hún er hinn skraut- legasti vottur um verk dásamlegs sndllings. Heimsókn mín til Einars og konu hans, sem bæði eru1 sjald- gæfar og einkennilegar persónur er ein af beztu minningunum, sem eg geymi frá Reykjavík. A8 bókinni með myndunum af verkum E. J mun oft veröa dáðst hér vestra.” Mbl. 27 maí. WiONDERLAND. Það hefir sérstaklega verið vandað til þess, að hafa góða og fallega mynd að sýna fólkinu 1. júlí, sem er almennur frídagur. Myndin, sem auglýst er í þessu blaði, “iSporting Venus”, er alveg fyrirtaks góð. Sagan er af 'lista stúlku, og útsýni fyrirtaks fallegt frá Skotlandi. Hinir ágætu leik endur, Blanche Sweet, og Ronald Colman, leika aðal hlutverkin og er það nægileg trygging fyrir því að vel sé með þau farið. Wond- erland leikhúsið verður opnað k>. 1 á fimtudaginn. Gefið gætur að leiknum, “The Green Archer”, sem sýndur verður í köflum. SKIN EFTIR SKÚR. Þegar nóttin er dimm, nepjan gnauðar svo grimm, götuna fram undan enginn má sjá. Nálgast ársólin blíð, gyllir foldina fríð fagurt er útlits í bygðinni þá. Þegar loftinu í myndast skuggaleg ský og skellur regnstrauma slag- viðrið á. Eftir líðandi stund glitrar sólin á grund og geislarnir dansa á sléttunni þá. Þegar lífið er dökt, lukkan snarast svo snögt og snýr við þér baki með hráslaga gljá. Ef sveimar um sólríkan lund og blómin þér brosa um stund bölið er hverfandi huganum frá. Þegar sorgin er sár, síga tárin á brár, kveinkar í hjartanu þolbiluð þrá, þá er lífsvegur þinn að leiða guðs geislann inn og gleðinni aftur í huga þér ná. Þegar æfin er öll með sín spillingar spjöll og sparkað er holdinu sálinni frá; þá ber dauðinn á dyr, en dagur ljóssins er kyr, þá er dýrðlegast drottin að sjá. Jón Stefánsson. Ný uppfynding i sam- bandi við gler. Eins og menn vita, þá hefir gler- og glas- framleiðslan tekið miklum framförum á undanförn- um árum. En bau spor virðast smá, í samanburði við þau, er þeir Dr. Fritz Pollak og Dr. Kurt Ripp- er í Vínarborg hafa stigið, ef fréttir af uppfyndingum þeirra í þessu sambandi eru sannar. Fréttin segir, að með því að blanda glerið með efnum, er þeim sjálfum er kunnugt um, þá geta þeir framleitt gler, sem ekki er brothættara en togleður og sem menn geta beygt á milli handa sér sem reyr. Þeir geta framleitt það í föstu formi, og líka í fljót- andi efni, er líkist lími á þykt og er glært sem krystall. Þegar þeir vilja- breyta því í fast form, þá hita þeir það, unz það nær vissu hitastigi og er það þá búið að ná smni vanalegu hörku og lítur þá út sem algengt gler. Ekki er hægt að segja fyrir, hve mikil áhrif að uppfynding þessi hefir, ekki að eins á gler- og glas- framleiðsluna, heldur ótalmargt fleira, því þegar bæði má lita gler- ið eftir vild og það er orðið eins óbrotgjarnt eins og togleður, þá er það til margs nýtilegt. Fyrst til leikfanga, þau er hægt að steypa úr gleri með alls lags lit- um og gerð fyrirhafnarlítið. Bolt- ar úr gleri hoppa eins léttilega 1 loft upp eins og gúmmí boltar; og þessi nýi blendingur er helmingi léttari en vanalegt gler; molnar ekki, þegar það brotnar, heldur klofnar í sundur eins og viður eða brotnar hreint án þess að molna. Vað er líka ólíkt vanalegu gleri, að því leyti, að það er betur fallið til notkunar í sambandi við ,sjón- auka, en vanalegt gler; enn frem- ur dregur það að sér og sendir frá sér ultra-violet geislann, svo það er ekki ósennilegt, að heilsu- hælin verði bygð úr þessu efni áður langt um líður, því vísindin hafa viðurkent þýðfngu hans fyr- ir heilsufar manna. Sökum jarð- og jurtaefna, sem í þessari glerblöndu er, þá tekur hún litum vel, sem aftur gjörir það að verkum, að gler- blanda þessi er einkar hagnýt til eftirstælingar á dýrmætum perl- um og steinum, sem hægt er að framleiða bæði fljótt og í stórum stíl. Það er í fljótu bragði ekki hægt að segja, hve víðtæk áhrif þess- arar uppfyndingar kunna að verða. En auk þess, sem áður er getið, þá má nefna lampaglös og ljósa- hjálma, yfirbygging á bifreiðum, handföng á skrám og svo óendan- lega margt fleira, og síðast en ekki sízt á tízku í klæðaburði kvenna; því aðferð hefir verið uppgötvuð að prenta eða stimpla perluraðir og eftirlíkingar af de- roantsteinum á dúka og fataefni. Til þess er fljótandi glerblanda notuð, og næst litur sá ekki úr dúknum eða fötunum aftur, er þar eins lengi og fatið endist, með sín- um upprunalega litblæ og máist aldrei. Vér sögðum, að það hefðu ver- ið tveir menn í Austurríki, sem þessa undra brejrtingu á glerinu hefðu fundið, eftir margra ára tilraunir. En þeir njóta ekki á- vaxtanna af iðju sinni. Það gjöra Englendingar, er keypt hafa einka- leyfi af þeim, á allri framleiðslu og hafa nú þegar sett upp verk- smiðju í Northampton, þar sem farið er að prenta perluraðir á dúka og fataefni úr blöndu þess- ari. Ókvartsár og bjartsýnn, þrátt fyr- ir heilsuleysi og langvarandi veik- indi. Hann var prúður í umgengni og svo ástsæll, að allir, sem hon- um kyntust, unnu honum sem bróður. Móður sinni var hann hjartfó’ginn sonur, og systkinum sínum ástríkur bróðir. Hann bar í öllu velferð þeirra fyrir brjóstí og hvatti þau til menta og mann- dáða. Hann bað þau telja ei eftir hér örðugleikana, sem óhjákvæmi- lega mættu fátækum ungmennum á menningarbrautinni, því þeim yrði jafnan sigurinn á þeirri leið farsælastur, sem hann væri dýr- keyptastur, en kappkosta um fram alt, að verða sjálfum sér og móð- ur þeirra til sóma og ánægju, en samtíð sinjii til gagns og blessuri- ar. — Þannig reit hann systkin- um sínum frá sjúkrahælinu. Eru bréf hans til þeirra þrungin af bróðurlegum kærleika og áhuga fyrir framtíðarvelferð þeirra. Þess má geta, að systkini hans voru þá bæði á skóla, Soffía í Seattle, en Sigurður í Bellingham, og höfðu skrifað honum þaðan. Sjálfur var Njáll vel gefinn, starfsmaður SIGURÐUR Á ÁRNESI. Minningarljóð. Vertíðin er að verða á enda, hjá vöskum drengjum landnáms- ára; ‘ þar sáust kappar seglum venda, í sogandi hvæstan ölduágára; bólgnir af þreytu knúar knáir knútinn leystu af neyðarböndum. Jafningjar þeirra furðu fáir finnast nú á Vínlands ströndum. Tryggur þinna vinur varstu, vinur kæri minn, göfugmensku merkið barstu og manndóms bros á kinn. Þarfa múrinn háan hlóðstu, hlúðir að visnum svörð, á þínum búgarð stöðugur stóðstu, sem steinn í freðinni jörð. IX jctli vci niu, o\tti i Einn af landnáms frægu feðrum | góður, samvizkusamur og skyldu- fallinn er á láð, í rækinn—í órðsins beztu merking sem margoft kyntist manndráps- ‘drenpur góður í hvívetna” vinur veðrum vina sinna og svo vel látinn, að og misti aldrei dáð. allir vildu vera og voru vinir Þanri skapadóm fær enginn flúið, ihans, sem hann þektu. loks fellur hetjan þar, ! Það er heiminum stórtjón, að en Árnesi er brotfall búið, j slíkir menn deyja á unga aldri. við brottför Sigurðar. Það er ekki starfið eitt, sem við .... ., ! það ferst, heldur og hin hin góðu Eg finn að hun Snjolaug felhr tar áhrif þeirra á samtí8ina, og og frægur barna hopur valinn. En guð einn læknar svoddan sár, sem til hjartans eru talin. Hann eftir skilur mæta menn og meyjar fríðar til að stríða. Fylgi þeim gæfa og gleði í senn til genginna loka æfitíða. Og þú, sem hann við störfin studdir, stilt og róleg, mild og glöð, og með honum landnáms leiðir ruddir, lífsins til að frjófga stöð. Gleðstu, þeirra; vissu vona: þín verður leið til grafar hrein. Guð er með þér, góða kona, og græðir öll þín sorgar mein. Jón Stefánsson. Njáll Soffoníasson Baldwinson. F. 6. oct. 1900. d. 27. mar. 1926. fNjáll S. Baldwinson var fæddur 6. okt. árið 1900, að Bakka í Svarf- aðardal í Eyjafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru þau hjónin, Sof- fonias Baldvinsson (hálfbróðir Sveinbjörns bónda Soffoníassonar að Blaine, Wash., sjá ætt hans í Almanaki O. S. Th., Blaine, þáttinn 1926) og Sigurveigar dóttur Sig. bónda Sigurðssonar og konu hans Rósu Sveinsdóttur, sem lengi bjuggu í Tunguseli í Svarfaðar- dal s. s. Að Tungufelli fluttist Njáll með foreldrum sínum, þeg- ar hann var á fyrsta ári, og það- an rúmlega þriggja ára gamall að Akureyri. Þar ólst hann upp til 17 ára aldurs. Var þá tvö ár hjá móðursystur sinni, húsfrú Elínu Árnadóttur, og manni hennar, sem þá bjuggu að Sökku í Vallnahr. í s. s. En þaðan fór hann til Rvík- ur og var þar þangað til úrið 1922, að hann flutti vestur um haf með móður sinni og systkinum, Soffíu og Sigurði, báðum yngri en hann var. Þau fóru þegar vestur að hafi til Bellingham, Wash., þar sem móðir hans hafði áður verið með yngsta son sinn, en fór heim aftur til að sækja eldri börn sín. í Bellingham vann Njáll hjá fiskifélögum meðan heilsan, sem aldrei hafði verið góð. Svo bilaði hún til fulls og hann fór á River- ton tæringarhælið í Seattle. Þar var hann kringum eitt ár, og von- uðu læknar hans að þeim mundi takast að koma honum til heilsu., En þá tók flúin hann þeim heljar- tökum, að ekki varð rönd við| reist. Þegar útséð þótti um lífj hans, var hann fluttur heim til! móður sinnar til að deyja. Hjáj henni lézt hann eftir viku legu þ. 27. marz s.l. og var jarðsunginní 30. s.m. í Bellingham af séra Hall- j dóri E. Johnson. Njáll sál. var fallegur piltur,! hár og grannur og vel vaxinn;j ljóshærður, með blá augu og eygð- ur vel. Hann var dulur\ í skapi og fámáll, eins og flestir þeir, sem mikið hugsa um alvörumál lífsins.l er I þar tjónið tilfinnanlegast, því á : þess konar áhrifum gjörist nú æ meiri þörf, sem þau eru fátíðari, en fleiri og fleiri leiðir til léttúð- ar og ábyrgðarleysis opnast ár- lega æskulýðnum, og þær eru jafn- an auðrataðar. Bréf hins látna ungmennis tií systkina hans tala alvarlega til allra, sem þau lesa. Þau eru ekki löng og í engum venjulegum pré- dikunaranda. Þau eru blátt áfram hjartans mál, ástrík, einlæg, full af samúð og skilningi; tilgerðar- laus hvatning til hins bezta í sál- um þeirra. Þau mundu og tala á sama hátt til annara ungmenna— ef þau væru sett á prent, og þaff ættu þau skilið. Aufc þess lýsa þau þessu sjaldgæfa ungmenni betur en nokkuð annað gæti gjört. Ef fsland er enn auðugt af slíkum mannsefnum, ætti framtíð þess að vera vel borgið. — Guð gefi að svo sé. guð hjálpi syrgjendunum að bera sorg sína. -Vinur. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess hve efni og útbúnaður er fuílkominn. Kievel Brewiny Co. Limited St. lloniface Phones: N1178 N1179

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.