Lögberg


Lögberg - 02.09.1926, Qupperneq 3

Lögberg - 02.09.1926, Qupperneq 3
LÖGBEkG FIMTUDAGINK, 2. SEPTEMBER 1926. Bls. 3. Silfurskálin hennar Undínu. En meðan þessu fór fram, sat sadkongurinn í sægrænu höllinni sinni og beið árangurslaust eftir dóttur sinni. Svo sendi hann sætröllið til að leita að henni, og það sagði honum, að tJn- dína hefði gleymt öllu saman, og flyti nú eins og hugsunarlaus alda úti á reginhafi. Kong- urinn brást reiður við, og gjörði tröllið að kletti í Kyrjálabotni, sem mörg skip reka sig á enn í dag. En dóttir hans kom eigi aftur, svo að skegg og hár kóngsins varð hvítt af hærum, af sorg og söknuði. Lísa litla reri enn með afa sínum, og þar var alt sem fyr. Afi reið síðan net eins og fyrrum. Lísa litla batt vendi og lagði netin, og það gera þau enn í dag. En silfurskálin hennar Úndínu var seld til gullsmiðsins, og hver getur sagt, hvar hún hefir lent að lokum? ' Ef til vill hefir einshver keypt hana fyrir rjóma- skál á kaffiborðið, og furðar sig nú á, að allir, sem úr henni drekka gleyma þegar í stað því, sem þeim var áður kærast í veröldinni. Stundum kemur ungi sjómaðurinn róandi npp að ströndinni, þar sem kofinn hennar Lísu litlu stendur, og horfir þangað svo raunalega. En Lísa litla þekkir hann ekki; hún bindur vend- ina og hlustar á trén, sem syngja fyrir utan gluggannn: “Hví ertu svona einmana, Lísa litla? Hvar er unnustinn þinn?” “ Já, hver skyldi vita það,” sagði hún og reyndi til að hlæja, en gat það ekki. Það var eitthvað svo sorglegt og undarlegt, sem hún skildi ekki til fullnustu. ó, þú litli gullfugl, sem syngur svo fagurt uppi í bláa himingeimnum sömu orðin eins og forðum fyrir hana Lísu litlu. Syng þú þau aft- ur fyrir hugsunarlausu ölduna, hana ITndínu, þá fær hún ef til vill minnið aftur. 'Syng þú: “Úndína! Úndína! Manstu ekki eftir vini þín- um í skóginum? Syng þú líka vísuna þína fyr- ir vanda stúlkunni: “Lísa litla! Lísa litla! Hví ertu svona einipana, og hvar er unnustinn þinn?”. Guðm. Guðmundsson, þýddi. —Topelius. Stjarneyg Einhveju sinni lá lítið barn í fönninni. Hvers vegna lá það þar? Af því það hafði týnst. Það var á aðfangadag jóla. Lapplenskur bóndi ók með hreini sínum yfir eyðifjöll, en konan ók á eftir og hafði annan hrein. 1 snjón- um marraði, norðurljósið bragaði og bjart stjörnuljós var á. Bónda þótti þetta hofmanns- för og leit um öxl til konu sinnar. En hún fór ein í sleða sínum, því að hreinninn dregur ekki fleiri en einn í einu. Konan hélt á smábami sínu í fanginu. Hún hafði vafið um það þykkum hreindýrsfeldi, en erfiður varð henni akstur- inn, þar sem hún hélt á barninu í fangi sínu. Þiau vom nú komin upp á háfjallið og tók að halla undan fæti. En þá mættu þau úlfun- um. Var það mikill várgahópur, fjöratíu eða fimtíu. Fara þeir oft í svo stóram hópum um Lappland, er þeir mæta hreindýrum. 1 þetta sinn höfðu vargarnir engum hreindýram náð, þeir x ýlfraðu af hungri og tóku að elta Lappann og konu hans. En er hreinamir urðu þess varir, þeir er sleðana drógu, þá flýðu þeir sem mest máttu og þutu niður f jallshlíðina í ógnarhraða. Sleðarnir ultu oft um og snerust marga snún- inga, en bóndi og húsfreyja voru þessu vön, þau héldu sér í sleðana, þótt þau sæjn hvorki né heyrðu. En í þessum sviftingum bar svo við, að konan misti barnið í fönnina. Hún hrópaði og reyndi að stöðva hreininn, en það var ekki til neins. Hreinninn vissi, að vargarnir voru á hælunum á sér, og lagði kollhúfur og þaut á- fram með enn þá meiri hraða en áður, svo að brakaði í löppum hans, svo sem brotnar væru hnetur. Eftir drykklanga stund voru hrein- arnir og sleðarnir komnir óraveg þaðan. Þar lá nú litla barnið í fönninni, vafið í hreinbjáfa sinn, og horfði á stjörnumar. Á svipstundu vora vargarnir þar komnir, og bamið mátti ekki hræra hönd né fót, en gat að eins horft á vargana. Það grét ekki, það hreyfði sig ekki, það horfði að eins. Saklaus augu smá- barna hafa undraverðan mátt. Hungrað rán- dýrin stöðvuðust, en þorðu eigi að snerta á barninu. Þau stöldraðu við, og horfðu á bara- ið, sem væru þau steini lostin. Síðan tóku þau til fótanna og þutu á stað eftir braut hrein- anna, og héldu áfram eltingaleiknum. Barnið lá nú eitt í hinni miklu og hrikalegu eyðimörk. Það horfði á qtjörnurnar, og stjörn- urnar horfðu á barnið, og varð af því vinátta. Ómælandi, óteljandi fagrar og fjarlægar sólir, sem tindra á næturhimninum, sýndust kenna í brjósti um varnarlaust barn jarðarinnar, þar sem það lá í snjónum. Og hvort sem þær horfðu á barnið lengur eða skemur og það á þæb, þá staðnæmdist stjörnuljósið í augum barnsins. /Þó mundi bamunginn hafa frosið í hel innan skamms, ef guð hefði eigi hagað því svo, að ferðamaður fór þar um eyðimörkina. Það var finskur frambýlingur úr bygðinni umhverfis kirkjuna í Enare. Hann var á heimleið úr norskri borg, sem heitir Vardö, og hafði með- ferðis mjöl og salt til jólanna. Hann fann barnið og tók það í sleðann til sín. Frumbýlingurinn kom heim á jóladagsmorg- uninn, þegar hringt var til óttusöngs í Enare- kirkju. Hann fór þegar með barnið inn í hlýju stofuna og fékk það konu sinni í hendur. — “Þetta er jólagjöf handa þér, Lísa,” sagði hann og strauk hrímið af hárinu. Síðan sagði hann frá hvernig hann hefði fundið barnið. Húsreyja tók við barninu, tók af því hrein- bjálfann og gaf því volga mjólk. “Guð hefir sent þig til okkar, fátæka barn,” sagði hún. “En hvað þií horfir á mig! Þú átt enga for- eldra, en Símon Sorsa skal vera faðir þinn, og eg skal vera móðir þín, og þú skalt vera bamið okkar. Simbi, og Palti og Matti verða fegnir að eignast systur, því að eg sé, að þú ert stúlku- barn ætli þú sért nú skírð eins og kristið fólk ? ’ ’ “Ekki er undir því eigandi,” sagði Símon Sorsa. “Lappar eiga langt til kirkju og prests, og þeir ge\una því skírnina þangað til þeir koma með allan flokkinn. Börnin aka þá sjálf til prestsins, og taka í hönd honum og segja amen, þegar hann hefir skírt þau. Úr því nú er jóla- nótt, þá er bezt aÖ fara tafarlaust með barnið í kirkjuna og láta skíra það.” Þetta þótti húsfreyju gott ráð, og fundna barnið var nii skírt og nefnt Elísabet í höfuðið á fóstru sinni. Prestur fu^ðaði sig á því, að augu barnsins blikuðu svo sem stjömur, þegar hann blessaði yir það. Hann sagði því síðan í spaugi við hana: “Stjarneyg sdttir þú að heita, en ekki Elísabet.” Húsfreyju þótti þetta ókristilega talað, og hafði orð á því við mann sinn. En Símon Sorsa hafði tekið eftir hinu sama, og taldi síðara nafnið vera nær því jafngott sem hið yrra. “Hvað er nii?” sagði húsfreyja. — “Þú mátt aldrei hleýpa neinum töfrum að barninu, því að telpan er Lappaungi, og Lappar era göldróttir. Simbi, og Palti og Matti hafa eins góð grá augu sem hún móleit og ef þú vilt gefa henni auknefni, þá skaltu kalla hana Katteyg; það er alveg eins gott.” Bóndi vildi eigi gera konu sinni ilt í skapi og lét sem hann gleymdi auknefninu. En orð prestsins fréttust, og upp frá þeim degi kölluðu nágrannarnir telpuna Stjarneyg. Stúlkan ólst nú upp með fósturbræðrum sín- um og varð að sama skapi lipur og nett, sem sveinamir urðu sterkir og stórkarlalegir. Hún var svarthár og móeyg sem flest Lappaböm; Lappaböm eru stundum svo vargaleg og ein- þykk, sem svertingjabörn, en Stjameyg var æ- tíð stilt, friðsöm og þögul. Vel fór á með þess- um f jórum börnum, nema hvað strákamir gerðu það stundum til tilbreytingar, að þeir þrifu liver í annars lubba. Þeim hjónum þótti vænt um þau öll, þeim lék alt í lyndi, og engir aðrir foreldrar spurðust fyrir um Stjameyg. Því hversu mátti lappneska bóndanum og 'konu hans koma annað til hugar, en að vargamir hefðu étið smábarnið þeirra? íStjarneyg var komin á þriðja árið, þá er fóstra hennar fór að taka eftir hlutum, sem hún skildi ekki í. Barnið hafði svo mikinn mátt í augum sínunm, að enginn mátti standast hann. Hún andmælti aldrei neinum, hún varði sig ekki, ef drengirnir tóku í hana: hún horfði á þá, og óðar reyndu þeir með öllu móti að verða henni að skapi. Svört kisa var þar með tindrandi augum, en ekki þorði hún að sjá í augu barnsins þar var mórauður seppi, sem varði garðinn, hann hæ/tti óðara að gelta og urra, ef Stjameyg leit á hann. Fóstran þóttist sjá, að augu barnsins skinu í myrkrinu. Ein- hvem dag var blindbylur; þá fór Stjameyg út í dyrnar, og mátti þáhalda,að hún kynni að temja vindinn, því að eftir örstutta stund var komið blæjalogn. Konunni þótti raunar fjarska vænt xun barnið, en henni gast ekki að þessu: — “Vertu ekki að horfa á mig,” sagði hún stundum stygglega við bamið. — “Eg held, að þú ætlir þér að sjá í gegnum mig.” Stjameyg varð hrygg og leit undan; því að henni fanst fóstra sín vera í vondu skapi. Þá klappaði fóstra hennar á kinn henni og sagði: “Gráttu ekki, Lísa mín, ekki getur þú að því gert, þó þú sért Lappabam!” Þegar 'Stjameyg var þriggja ára, þá bar svo við einn dag, að húsfeyja sat við rokkinn og spann og hugsaði um bónda sinn, því að hann var nú enn á ferðalagi. Þá kom henni það í hug, að farið hafði undan hesti hans á vinstra aftur- fæti. — Stjameyg sat úti í homi, hafði bekk fyrir hest og, þóttist aka. Hún sagði nú við bekkinn: “Mamma er að hugsa um, að það var undan vinstra afturfæti á þér.” Húsfreyja undraðist ogj hætti að spinna og spurði: “Af hverju veiztu það?” “Lísa litla sá það,” svaraði Stjaraeyg. Fóstra hennar varð illa við, en þóttist ekki taka eftir neinu, en ásetti sér að taka vel eftir barninu eftir þetta. Nokkram dögum síðar gisti þsr ókunnur maður, en um morgninn saknaði konan gullhrings, sem hafði legið á borðinu. Granurinn féll á manninn, var leitað á honum, en ekki fanst hringurinn. 1 sama bili vaknaði Stjarnevg, horfði með undrun á manninn og sagði: “Hann er með hringinn upp í sér.” Þar fanst hringurinn, og var maðurinn fluttur þaðan. Enn lét húsfreyja sem hún sæi ekki. Leið nú og beið. Palti fékk mislinga og presturinn kom til þess að líta eftir honum. Húsfreyja átti tvo nýja laxa og hugsaði með sjálfri sér: “Á eg nú að gefa prestinum stóra eða litla laxinn? Eg held sá litli sé nógu góð- ur.” Stjameyg sat í skotinu; hún var með þvögu í fanginu og þvagan þóttist vera sjúk. Þá kom sópurinn og þóttist vera presturinn, og Stjam- eyg sagði við sópinn: “Á eg nú að gefa þér stóra laxinn eða litla laxinn? Eg held sá litli sé nógu góður.” Þetta heyrði fóstran og hvert orð hneit henni við hjarta. Þegar presturinn var farinn, gat hún ekki lengur ráðið við reiði sína, heldur sagði við Stjarne_yg: “Eg sé, að galdr- arnir ætla aldrei úr þér, Lappaungi. Þess vegna skalt þú ekki framar liorfa á mig nornaaugum þínum. Þú skalt vera í kjallaranum undir gólf- inu og koma upp einu sinni á dag til þess að fá mat, en þá skalt þú hafa þykkan dúk fyrir aug- unum, svo að ]>ú sjáir ekki framar í gegn um mann. Skal svo vera, þangað til galdrarnir fara úr þér. ’ ’ Þetta var nú ekki vel gert við veslings litla- barnið, sem aldrei hafði gcrt neinum neitt, en konan var hjátrúarfull sem margir aðrir henn- ar líkar, og trúði því fastlega, að Lappar væra göldróttir. Hún læsti því Stjarneyg inni í dimmum kjallaranum, en fékk henni föt og mat og sæng, svo að barnið þurfti eigi að þola hung- ur né kulda. Stjarneyg hafði alt, nema frelsi, ástúð, viðbúð manna og dagsljósið. Bóndi var að heiman og Stjarneyg sat í kjallaranum. Ekki var það skemtileg æfi, en ekki var hún þó leiðindi ein. Stjarneyg hafði félaga. Það var gamall göngustafur, skrítin skjóla, vefjarskytta og hálslaus flaska. Staf- urinn var svo sem eins og fóstri hennar, skjólan fóstra, en kylpurinn, skyttan og flaskan voru fóstbræður hennar; og alt bjó þetta í tómri byttu, nema stafurinn. Hver hafði sitt að vinna í bvttunni. Stjarneyg söng fyrir þau og mýsnar og rotturnar hlustuðu á. Nágrannakona ein hét Murra. Hún og hús- freyja sátu í stofu daginn fyrir jól og töluðu um galdra Lappanna. Húsfreyja prjónaði ull- arvetlinga, Simbi lék sér að eirpeningum, Palti molaði niður tigulstein og Matti hafði bundið snæri mn löppina á kisu. Þá heyrðu þær að 'Stjarneyg söng niðri í kjallaranum og vaggaði skyttunni: Mamma úr vorall vinnur sér vetlingana mjúka; Simbi litli í önnum er eirskildinga að strjúka; Palti malar og mylur grjót; Matti bindur kisu fót. Máninn skín á skafl og tó, skyttan mín góða, korri-ró! “Hvað er Lappaunginn að syngja niðri í kjallaranum?” spurði Murra. “Hún er að syngja vögguvísu við leikföng- in sín,” svaraði Lísa. “En hún sér gegn um gólfið, hvað við eram að gera, ’ ’ sagði Murra. ‘ ‘ Hún sér tunglið skína í myrkrinu í kjallaranum.” ‘ ‘ Það’ber ekki á öðru! ” sagði Lísa. ‘ ‘ Drott- inn hjálpi þessum unga, hún er galdra barn.” “Eg veit ráð,” sagði hin vonda Murra. “Þú skalt binda sjöfaldan ullardúk fyrir augun á henni og leggja sjöfaldan gólfdúk yfir hlerann. Þá sér hún ekkert. ” “Þetta skal eg reýna,” sagði Lísa og fór niður í kjallara og batt sjöfaldan ullardúk fvrir litlu stjörnuaugun og lagði síðan sjöfaldan gólfdúk yfir kjallarahlerann. Eftir stundarbið var orðið dimt og stjömumar tóku að skína og tveir bleikrauðir norðurljósabogar teygðust upp á kvöldhimininn. Þá heyrðu þær að Stjameyg söng aftur: \ 'Stjömubirtan blessuð nú brosir þöglu kveldi, norðurljósabogar brú björtum gera úr eldi. Mig þær stjömur mæna á, mig þeir ljósabogar sjá. Aldrei skinu þær skærri, skyldu’ ekki jólin nærri? “Heyrirðu nú?” sagði Murra, “nú sér hún norðurljósin og stjömuraar! Þetta er sá versti galdrayrmlingur, sem eg hefi nokkurn tíma heyrt eða séð.” “Það getur ekki verið,” sagði húsfreyja, “eg ætla að fara niður í kjallarann.” Hún fór niðurfyrir sjöfaldan gólfdúkinn og fann Stjam- eyg með sjöfaldan ullardúkinn fyrir augunum og spurði hana: “Sér þú stjörnumar?” “Já, fjöldann allan,” svaraði Stjameyg. “Það er svo bjdrt og ljóst, mamma; nú koma jólin!” Húsfreyjan fór aftur upp og sagði Murra þetta. Murra sagði: “Nú er ekki annað ráð, en að grafa sjö álna djúpa gröf undir kjallara- gólfið, leggja síðan ^aldrayrmlinginn í gröfina og moka sandi yfir. Það mun duga.” “Nei,” sagði Lísa, “það geri eg víst seint. Það ér syud að fara svo með barnið, og eg er hrædd um, að bónda mínum fyndist fátt um, ef hann heytði það.” / “ Jæja, f^ðu mér þá ungann,” sagði Murra. “Eg skal fara með hann aftur til Lapplands.” “Þú mátt ekki gera henni neitt mein,” sagði húsfreyja. “Hvaða mein ætli eg geri henni?” sagði Murra. “Eg fer með hana aftur til sama lands.” “Murra fékk bamið, vafði það í gamlan hreinbjálfa og hafði það með sér upp til f jalla. Þar lagði hún Stjamevg og fór síðan leiðar sinnar og sagði við sjálfa 31?: “Eg geri sem eg lofaði. Úr því hún er komin úr snjónum, þá er bezt að hún fari aftur í snjóinn.” (Meira). Lykur dagur ljósri brá, líður sól að vesturöldum. Skuggar teygjast tindum á, tár og myrkur sezt að völdum. Professional Caras DR. B. J. BRANDSON f3I6-2SO Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-I834 Offtce tímar: 3_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 'Winnipeg', Manitoba. Vér ieggjum sérstaka á.herzlu á aC selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB eru notuð eingöngu. pegar þér kómiB meB forskriftina til vor, megiB þér vera viss um, aS fá rétt þaB sem læknirinn tekur til. Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-76E8—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. ' DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office Hours: 3—6 Heimill: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. GiftLnga- og Jarðarfara- Blóm með iitliun fyrirvara BIRCH Blómsali • 16 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selhr likklstur og annast um flt- farir. Allur útbúnaBur beztd. Enn fremur seiur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrifst. Talsíxni: N-6607 Heimilis Talsími: J-8302 MRS. SWAINSON að 627 SARGKVT Ave., Winnlpeg, heflr ávalt fyrlrll«gjandl úrvats- Irirgðlr af nýtízku kvenhöittana Hún er eina ísl. konan, sem sltka verzlun rekur í Wlnnlpeg. fslentf- ingar, látlS Mra Swainson njóta vlðskifta yðar. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 A. C. JOHNSON 007 Confederatton I.ife BMg WINNIPKG Annast um fasteignir mtnna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraB samstundis. Srlfatofuslml: A-426S Háaalml: B-SSM J. J. SWANSON & CO. IJMITED R e n t a 1 s \ Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Phonee: A-6349—A-6340 STEFAN SOLVASON TEACHKR of PIANO 1256 Dominion St- Phone 29 833 Emil Johnson SERVIŒ EBEOTRIO Rafmagna Contractlng — AUt- kyna rafmaoandhöld aeld og vid pau gert — Eg ael Moffat og McClary Eldavélar og heft þear til synis d verkatœOi minu. 524 SARGENT AVK. (gamla Johnson’s bygglngln vlð Young Street, Winnlpeg) Verskat. B-1507. Heim. A-7281 Verkst. Tals.: Heima Talai A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLCMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo aesn straujárn, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka. (batteries) VERKSTOFA: 67« HOME BT. Sími: A-4153. fsl. Myndastofa NewLyceum Phato Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. Islenzka bakaríið Selur beztu vömr fyrir lægsta verð. Pantantr afgrdddar bcefll fljótt og veL Fjölbreytt úrval. Hreln og lipur vlðskiftl. Bjarnason Baking Co. 67« SARGENT Ave. Wlnulpe*. Phone: B-4298 Sendu styrk af himni hljótt, herra, lýstu mér í nótt. Hávært dagsins hark og stríð hljóðnar senn með þungnm kliði. Jesú ásján undurblíð yfir hús mitt lýsi friði. Kom svo, draumvær höfgi, hljótt. Herra, gist hjá mér í nótt. Úr Hedgist þitt nafn. — Snœvarr.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.