Lögberg - 02.09.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.09.1926, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBEJtG FIMTUDAGINN, 2. SEPTÐMBER 1926. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Eftir óþektan höfund. “En hvemig hefir þessi framliðni maður fcomist til Kóngabrúarinnar við skurðinn?” sagði lögreglustjórinn. “Það er að sönnu fall- eg, en einmanaleg og afskekt deild, einkum að nóttu til. Fáein smáhýsi standa þar hulin í görðunum.” Andlit Wemers fyltist undrun. “Hr. Scholwien, ” sagði hann hugsandi,, “þekti að sönnu ekki höfuðborgina, því hann vissi alls ekki hvar leikhúsið var.” “Sjáið þér það!’ “En Semper hefir ekki fylgt honum þangað, _það er eg viss um. Hann yar sá áreiðanlegri,” sagði Werner aftur. * ‘ Máske sá lævísari,” sagði iögreglustjórinn.. “Útlitið tælir mann oft.” Svo hringdi símritunaráhaldið í næsta her- bergi. Lögreglustjórinn hafði, undir eins og Wemer kom, símritað lögreglustjóranum. Nú kom þaðan skipun um, að líkið skyldi flutt til lík- s'koðunarhússins, til þess að sanna, hver hinn framliðni væri. Lögreglustjórinn ók með Weraer til hins ó- geðslega staðar. Líksalurinn var í hálfgerðum kjallara, birt- an slæm inn him litla glugga, og loftið rakt; á marmaraborði í miðjum salnum lá karlmanns- lík. Werner endurþekti hinn framliðna undir eins á fatnaðinum, hárinu og skegginu. Það var hinn sami maður, sem settist að í Skjaldar- merkinu ásamt Semper. Þegar vissa var fengin fyrir því, að hinn druknaði maður var Schohvien, ók lögreglu- stjórinn beina leið með Werner til afbrota- rannsóknardeildar lögreglustjómarinnar. iSakamáladómarinn rannsakaði hinar skrif- uðu skýringar Wemers, og bar þær saman við aðrar upplýsingar um hið fundna lík. Afleiðingin varð, að tvö símrit vom send. Annað til lögreglustjóraarinnar í W.-borg, heimili Scholwiens, er sagði frá dauða húsa- smiðsins. Hitt símritið var til æðsta lögreglumanns- ins í H., og bað hann um nákvæmar upplýsing- ar um Friðr^k Seanper. Þetta var ekki af því, að Semper væri gmn- aður, en lögreglan vildi fá nákvæmari upplýs- ingar um hann, og hefir líklega ætlað að biðja hann að koma til höfuðborgarinnar og gefa upplýsingar um samvera sína við Scholwien. Að svo miklu leyti að menn vissu, var hann sá síð- asti sem var með hinum dmknaða. Enn fremur áttu aðrar rannsóknir sér stað í borginni. Fyrst var aðgöngumiðasali leikhússins yfir- heyrður, sem hafði selt miðana kvöldið áður, hvort þar hefði verið maður, sem keypt hefði tvo aðgöngumiða, og beðið miðasalann að geyma annan, ásamt nafnspjaldi sínu, handa öðrum manni. En þessu neitaði miðasalinn á- kveðinn, ekki gat hann heldur munað, að tveir menn, eftir lýsingu Wemers, hefði keypt þar aðgöngumoða. Með þessu var fullsannað, að Scholwien hefði ekki beðið eftir Semper, ef þeir á annað borð hafa komið í leikhúsið. Hin rannsóknin var um það, að fá upplýs- ingar um, hvort þessir tveir ferðalangar hefði komið inn í veitingahús Hersels bræðranna, eins og Semper hafði sagt Wemer við heimkomu sína. Eftir dálitla umhugsun mundi einn af frammistöðumönnum þessa félags, að tveir skrautklæddir menn, annar ljós, hinn dökkur, höfðu borðað þar kvöldið áður og drakkið tvær flöskur af kampavíni. Það var í öllu falli nóg til að gera þá ölvaða, og þar eð Wemer hafði ekki minst á, að Semper hefði verið hið minsta drufckinn, var eðlilegt að ætla að Scholwien hefði drakkið meginið af þessu víni. Semper hafð því sagt satt um verustað þeirra þetta kvöd, og þar af leiddi, að engin á- stæða var til að grana hann um neitt. Enn fremur gátu. menn gizkað á, að Schol- wien hefði verið mikið drakkinn, eftir að hafa neytt svo mikils víns, og var því eðlilegt, að hann hefði orðið fyrir óhappinu af óvarkámi. Sakamáladómarinn, sem hafði þetta mál til meðferðar, var-einnig á þeirri skoðun. Þetta sama kvöld kom símritssvar frá W.- borg, þannig orðað: “Mikil skelfing og undran hefir gripið bæj- arbúa yfir hinu hryllilega slysi. Unga ekkjan hins mikilsvirta húsasmiðs, Schohviens, er far- in með kvöldlestinni og kemur til höfuðstaðar- ins á morgun.” Frá hinum stóra hafnarbæ kom — en ekki fyr en morguninn eftir — svar frá þarverandi lögreglustjóm þannig orðið: “Semper skipaútgerðarmaður er ókunnur hér. Nákvæm rannsókn hefir leitt í ljós, að hér í bæ er enginn til með því nafni.” Þessi fregn breytti algerlega skoðun lög- reglunnar í Berlín á þessu málefni. Hún hafði sömu áhrif og eldneisti í púðurtunnu. Semper hafði því gengið undir fölsku nafni. Það kastaði grun á hann, en raunar var ekk- ert sem heimiíaði mönnum að álíta hann morð ingja, einkum þar eð gullúrið og peningamir bentu á, að það var ekki ránmorð, en falsari var hann samt. Margar tilraunir vora gerðar til að finna þenna Semper. Menn biðu eftir komu ekkju Scholwiens, sem vænta mátti á hverju augnabliki. Þessi ógæfusama kona hlaut að vita, hvort að maður, sem lýsing Seanpers átti við, hefði verið kunnugur hinum framliðna manni henn- ar, og hvort hann hefði komið á heimili þeirra í W.-borg. Ekkja Scholwiens var því sú manneskja, sem menn væntu að gæti gefið einhverjar upplýs- ingar, er brigði ljósi yfir þenna sorglega við- burð. Það var ógeðsleg gáta, sem máske aldrei yrði ráðin. FJÓRDI KAPITULI. Ilin unga ekkja. Um kl. ellefu fyrir hádegi kom vagn akandi að fraimdyram Skjaldarmerkisins. Yagninn hafði naumast numið staðar, þeg- ar vagndymar opnuðust og kvenmaður í sjáan- legri geðshræringu stökk út og þaut inn í hó- telið. ‘ ‘ Hér hefir hann þá stigið út úr vagninum, ’ ’ hrópaði ókunna konan og greip-í handlegg dyra- varðar, sem kom á móti henni. Dyravörður varð skelkaður yfir framkomu hinnar ókunnuk onu. “Er það í rauninni satt?” sagði hún. “Er kann dauður? Eg~get ekki trúað því.” Dyravörður vissi nú hver þetta mundi vera. Það var hin unga ekkja Scholwiens. ^ Þar eð hún talaði hátt, kom Wemer út úr borðstofunni. Bending frá dvraverði og snögt augnatillit til hinnar sorgmæddu konu, sannfærði Wemer um, hver hún var. Frú Seholwien þaut nú til Wemers,, sem hún áleit að vera húsbóndann. örvilnan hennar hafði nú svift hana því, að geta talað. Ur leðurtösku, sem hún bar á handleggnum, tók hún tvo miða og rétti Wemer. Wemer tók á móti þeim og leit á þá; á öðr- um var símskeytið frá Berlín og á hinum vega- bréf frú Scholwien. Með þessu vissi Wemer, að hún vildi sýna hver hún var. Frúin strauk hendi sinni um ennið, eins og til að endurkalla í minnið eitthvað, sem hún befði gleymt. Svo tók hún upp úr kjólvasa sín- um saman kreistan pappírsmiða, sem hún einnig rétti honum. Það var að eins lítið blað, og á því stóð, að hálfu leyti þvegið af með táram, nafnið á því hóteli, er hinn framliðni ætlaði að setjast að í, og sem nú var orðinn hinn síðasti bústaður hans á þessari jörð. Werner var svo klökkur af öllum þessum merkjum um djúpa sorg, að hann, um leið og hann hneigði sig, gat að eins sagt lágt með skjálfandi rödd: “Gerið þér svo vel, að koma með mér upp á loft, frú, til herbergis þess er ætlað var manni yðar, svo að þér getið tekið á móti hinum eftir- skildu munum hans. Hans—” Hann þagnaði skyndilega. Hann ætlaði að bæta því við, að úrið hans, peningamir og fötin væri geymd hjá lögreglunni; en honum hugsað- ist mátulega snemma, að það mundi auka sorg ekkjunnnar, ef hann mintist á þá muni, sem maður hennar hefði haft hjá sér á dauðastunr- inni. Ekkjan tók eftir því, að Werner þagnaði. Undir eins og hann sagði, að munir hr. Schol- wiens væri í herbergi uppi á lofti, flýtti hún sér upp stigann. Þar stóð hún kyr og beið. Werner gekk fram hjá nokkram dyrum, unz hann kom að dyram þar sem nr. 20 stóð á lítilli blikkplötu. Hann opnaði þær dyr. Undir eins og frú Scholwien, sem gekk rétt á eftir honum, hafði litið inn í herbergið, hljóð-, aði hún hátt og þaut inn. Hún þekti muni manns síns. Litla handkoffortið hans stóð á stól, og fyr- ir framan- það féll hún á kné. Hún hafði vafið handleggjum sínum um koffortið og þrýst and- litinu að því, um leið og hún tárfeldi, sem hún eftir komu sína til hótelsins, hafði átt allörðugt með að verjast. Wemer stóð kyr í dyranum, líann' vogaði ekki að nálgast hana til að trafla þessa ólýsan- legu sorg hennar. Alt í einu þaut hún á fætur, reif klútinn af hálsi sínum og leysti hattböndin, eins og hún fyndi til köfnunarmerkja. Svo greip hún ferðadúk mannsins síns, sem lá á borðinu, þrýsti honum að hjarta sínu og fleygði sér á legubekk. “ó, guð minn góður!” sagði hún snöktandi, og hélt fast um fcrðadúkinn, eins og hún vildi halda sér við eitthvað, sem rrjaður hennar hafði snert, “nú finn eg fyrst, að eg hefi mist hann fyrir fult og alt.” Hún huldi tárvota andlitið sitt með dúknum og hallaði sér að baki legubekksins með hann. Hatturinn hafði dottið af höfði hennar; hreyfingarnar, sem sorgin kom henni til að gera, höfðu orsakað að hárkamburinn hafði líka dottið úr svarta hárinu hennar, sem losnaði og huldi hinn smágerva líkama hennar, eins og með svartri sorgarblæju. Lágt hvísl kom henni til að líta upp. Við dymar stóðu tveir menn og horfðu á hana samhygðaraugum. Það voru Wemer og hóteleigandinn. Þeg- ar hinn síðamefndi heyrði, að unga ekkjan hins druknaða manns var komin, fór hann upp á loft. Leonora, sem var skímaraafn frú Schol- wiens, var yndisleg, ung kona, með fallega and- litsdrætti, sem nú bára merki djúprar sorgar, er gerði hana enn þá viðfeldnari að horfa á. Sérhver stór ógæfa vekur alt af virðingu, jafnvel hjá þeim, sem ekki verða fyrir henni. Þannig fann líka hóteleigandinn kjark sinn dofna, af meðaumkun með hinni ungu frú; hann gekk til hennar og sagði: “Eg er veitingamaður hér, og leyfi mér að bjóða yður aðstoð mína. Hinn sorglegi við- burður, sem hefir kallað yður hingað, hefir •baft liryggileg áhrif á okkur líka, og eg mælist til þess, að þér hvílið yður eftir erfiðleika ferð- arinnar, og að því búnu ráðið yfir mér til að veita yður aðstoð.” Leonora, sem reyndi að stjóma sér, stóð upp, en hún var reikandi. “Eg þori ekki að hugsa um hvíld,” sagði hún, “og eg get líklega heldur ekki fundið hana. Fyrst og fremst bið eg um fylgdarmann á þeim sorglegu leiðum, sem eg verð að ganga hér, af því eg er alveg ókunnug í Berlín.” Hóteleigandinn hneigði sig fyrir frú Sehol- wien og sneri sér svo að Werner. Eftir bondingu húsbónda síns, kom hann til þeirra. “Hr. Werner, æðsti frammistöðumaður maður minn,” sagði hóteleigandinn, um leið og hann kyntj frúnni hann og bætt isvo við: “Hann má fylgja yður, hvert sem þér viljið, þar eð honuní er kunnugast um allar kringum- stæður* við þetta mikla óhapp, og er búinn að gefa lögreglunni ýmsar bendingar nú þegar.” Unga frúin leit ósegjanlega sorgbitnum aug- um á Wemer, og roðnaði svo skyndilega af því, að hún hafði látið sorgina koma sér til að gleyma öllu öðra. Hún mintist á ferðafötin sín, sem hún hefði skilið eftir í vagninum. Hóteleigandinn huggaði hana með því, að dyravörður hefði tekið þau til geymslu. Fáum mínútum síðar var farangur hennar fenginn henní. Mennirnir tveir yfirgáfu hana nú og endur- tóku, að þeir væra til hennar umráða. Leonora svaraði, að hún yrði tilbúin að fara út að lítilli stundu liðinni. Þegar hún var orðin ein, lagaði hún hár sitt og fatnað og gekk svo ofan; þar kom Wer- ner ferðbúinn á móti henni. Fyrir framan hótelið beið vagn eftir þeim. Þau stigu upp í hann og óku til sakamálaskrif- stofun-nar. A þessari leið töluðu þau ekki eitt einasta orð. Hún hallaði sér aftur á bak í vagn- inum, kæralaus um alt, og Wemer skorti á- ræði til að segja eitt huggandi orð við þessa ó- gæfusömu konu. Þegar þau komu til réttarsalsins, fylgdi hann henni gegn um marga, mjóa og dimma ganga, upp dimman stiga með gamaldags brjóstriði, gegnum slæmt andrúmsloft, sem gerði andardráttinn erfiðan. í stóru, lágu herbergi, með gluggum, er snera að dimmum bakgarði, urðu þau að bíða þangað til réttarþjónn var búinn að segja meðdómar- anum, sem hafði rannsókn Scholwianska máls- ins með höndum, frá komu þeirra. Þjónninn kom brátt aftur og fylgdi þeim inn í skrifstofu sakamála meðdómarans. Wemer þekti hann frá daginn áður. Meðdómarinn sat við borð, sem stóð við gluggann, þakið af skjölum. Fyrir framan hann lá embættisbók, sem lögreglu aðstoðarmaðurinn hafði daginn áður skrifað í vitnisburð Wem- ers, og hann undirsfcrifað, að sönnu nokkuð breytt. Hún var í bláu bandi, og innihald hennar aukið með viðbót þeirra beggja símrita, sem komu frá W.borg og H., jafnframt vitnis- burði réttarlæknanna um krafningu líksins, sem átt hafði sér stað fyrri hluta þessa dags. Þeg- ar sagt var frá komu Wemers og frú Schol- wien, hafði meðdómarinn tekið upp þau viðeig- andi málsskjöl. t Undir eins og þau komu inn, svaraði með- dómarinn kveðju Wemers stuttlega. Frú Scholwien stóð kyr við dymar og horfði fram undan sér. Wemer leit til hennar meðaukunaraugum. Samhygð hans var blönduð hræðslu við, að þessi þögla sorg breyttist í einhverja voðalega umbylting. “Stóla!” skipaði meðdómarinn réttarþjón- inum með hörkulegum róm. Hann lét svo stóla við borðið. “Gerið svo vel að fá ykkur sæti.” Við þetta tilboð greip Wemer blíðlega hendi frúarinnar, þar eð hún hreyfði sig ekki. ósjálfrátt og viljalaust lét hún Wemer leiða sig að borðinu, þar sem þau settust beint á móti meðdómaranum. Þegar hann hafði litið enn einu sinni á máls- skjölin, sem lágu opin fyrir framan hann, sneri' hann sér að frúnni. “Þér erað þá kona hins druknaða húsa- smiðs, iScholwiens frá W.-borg?” Þegar hann nefndi nafn his framliðna, grét konan aftur. Hún gat ekki svarað, en hneigði að eins höfuðið. “Umfram alt, ” bætti meðdómarinn við, verðum við að komast eftir, hvað átt hefir sér stað á undan dauða manns yðar. ” Um leið og hann lagði hendina á embættis- bókina, sagði hann: “Eftir krufning líksins, er það engum efa bundið, að dauðinn hefir orsakast af drakn- un.” Frú Scholwien rak upp hljóð, sem breyttist í ekka. Hún huldi andlitið með höndum sínum. “En hr. meðdómari!” gat Wemer ekki var- ist að segja ávítandi. Sjálfur hafði hann naumast dirfst að ávarpa hina ungu frú, svo heilaga áleit hann sorg hennar vera, og nú var hjartasár hen-nar opnað svo vægðarlaust, að sorgartilfinning hennar hlaut að tvöfaldast. Sakamála meðdómarinn ypti öxlum. Hann var alls ekki tilfinningalaus að eðlisfari, en sökum margra ára yfirheyrslu glæpamanna, var hann orðinn harður í framkomu. Þegar hann leit á hina grátandi frú og heyrði ávítan Weraers, breyttist rödd hans og fram- . koma. Hann reyndi eins vel og hann gat, að tala lægra og með blíðari róm. “Það hlýtur auðvitað að vera kveljandi fyrir yður, frú,” sagði hann enn fremur, “að hlusta á spuraingar mínar og rannsóknir, en réttvísin er því miður ekki til í því skyni, að veita blíða huggun; það er starf trúarinnar og hennar þjóna. Við höfum annað starf með höndum, sem ekki er síður blessunarríkt, og það er, að komast eftir því sem rangt er gert, og elta afbrotin á þeirra dimmu vegum til að uppgötva þau og hegna þeim. Að útvega hinni vanvirtu réttvísi fullnæging, má líka kalla að útbreiÖa huggun. ” Frú Scholwien leit upp, og hraðaði sér að þurka tárin af augunum; í orðum meðdómar- ans var eitthvað, sem snerti hulinn streng í huga hennar, “fullnæging”. — Hugsunin um þetta ýtti snöggvast hinni sáru sorg afturá bak. Hún festi augu sín á meðdómaranum, og í þeim var geisli, sem lýsti staðfestu. “Okkar einkunnarorð eru,” sagði meðdóm- arinn enn fremur, “Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,” þess vegna er mér áríðandi að vita hvort maður yðar hefir dáið af morði eða sjálfs- morði, þar eð óhapp virðist ómögulega hafa valdið dauða hans. Hún stökk upp af sæti sínu, og augu hennar skutu eldingum. iSkyndilegur roði breiddist yfir andlit ungu ekkjunnar, sem fjarlægði sorgarsárindin enn meira og þét hugsunina um móðgunarbót og hefnd fyrir dauða manns síns, lifna í huga hennar. “iSjálfsmorð!” hrópaði hún æst af reiði. “Hver þorir að ímjmda sér, að hinn ástríkasti eiginmaður, blíðasti og umhyggjusamasti fað- ir, sem að eins hugsaði um að annast sína með ólýsanlegri ást, gæti framið sjálfsmorð? Það var að eins hin ástríka umhyggja hans fyrir mér og litla drengnum okkar, sem kom honum til að takast þessa ferð á hendur, er endaði með dauða hans af völdum einhverrar glæpsamrar handar.” Hinn æsti svipur í andliti hennar, endur- speglaði sig í andlitsdráttum Werners, en and- lit meðdómarans var þar á móti kalt og rólegt. “Það er að vísu satt,” sagði hann, “að það er margt, sem bendir á morð, ef að eins ein á- stæða til slíks yrði fundin. Hann hefir ekki verið ræntur, því að hiið verðmikla úr og festi, ásamt hinni fullu pyngju, hefir fundist ósnert á líkinu.” “Og bréfaveskið ? ” spurði frúin eftir stutta umhugsun. Meðdómarinn hlustaði. “Bréfaveskið?” “Já,” svaraði frúin. “Maðurinn minn bar á sér ’bréfaveski, með mörgum þúsund mörkum í. Það veit eg með vissu, því eg var sjálf við- stödd, þegar hann lagði bankaseðlana í veskið, þó ag muni ekki nákvæmlega hver upphæðin var. að var aleiga hans, sem hann hafði með sér. ^ Hann stóð í sambandi við hérverandi um- boðsmann, er hann með aðstoð hans ætlaði að kaupa hússtæði fyrir, þar eð hann áleit sig ekki græða nægilega heima hjá okkur, síðan litli drengurinn ofckar fæddist, fyrir ári síðan.” Þegar hún mintist á föðurlausa drenginn sinn, varð rödd hennar veikluleg, en hún sigraði við kvæmni sína og hélt áfram kjarkmeiri, síðan það skeði, gat maðurinn minn ekki unað við á- sigkomulagið í litla bænum okkar. Hann áleit að höfuðborgin væri betra pláss fyrir starf- semi sína, með það takmank fyrir augum, að útvega syni okkar eins góða framtíð og mögu- legt væri. Þess vegna fór hann með þá upphæð, sem eg held að hafi verið 8—10 þúsund mörk, hingað, til að kaupa hússtæði sem honum var boðið, ef honum líkaði það. Um sjálfsmorð get- ur því ekki verið að tala. Ef rauða bréfavesk- ið finst ekki hjá honum, þá—” “Slíkt hefir ekki fundist,” sagði dómarinn í mikilli geðshrajringu. “Þá hefir líka,” sagði hún ákveðin, “bréfa- veskinn og peningunum verið stolið, og ræning- inn hefir myrt hann, til þess að ekki kæmist upp um sig.” Hún hné magnlaus aftur á bak á stólnum. Með dómarinn lýsti nú samferðamanni Scholwiens fyrir henni. Hún sagði ákveðin, að þessi þrjú ár, sem þau hefði verið gift, hefði enginn komið á heim- ili þeirra, sem þessi lýsing ætti við. Sökum þessara skýringa frá frúnni, fékk málið annan svip. Samkvæmt svarinu frá lögreglunni í H., að þar í bænum væri enginn Semper skipa útgerð- armaður, hlaut þessi ókunni maður að vera svikari og falsari. Að slíkur maður gæti drýgt morð, þurfti ekki að efast um, og þar eð hér var að ræða um ránmorð, þá gat enginn annar, eftir kringumstæðum málsins, heldur en þessi falski Semper, verið morðingimT. Sakamála meðdómarinn komst að þeirri niðurstöðu, að hér væri um stóran glæp að ræða. Framkoma hans hafði verið svo lagkæn, morðið og ránið svo lymskulega framið, að auðvelt var að ímvnda sér, að þetta ránmorð var ekki framið af neinum viðvaningi á glæpa- mannabrautinni. Hve hyggilegt var það ekki, að bófinn hafði nægilega sjálfstjórn, til að taka hvorki úrið né peningana. Til að byrja með, var með því óhugsandi, að rán hefði átt sér stað, en að þetta hlyti að vera óhappa tilfelli. Vitnisburður frú Scholwien útilokaði samt þessa skoðun. Alt benti á, að morðinginn hefði fyrst kæn- lega náð hylli hins grunlausa, glaðlynda Schol- wíqiís, að því búuu séð um, að hann varð mjög mikið ölvaður, og í því ásigkomulagi rænt hann veskinu, þegar hann gat engu varist, og síðast hrint.honum út í sjóinn í þeirri deild jborgar- innar, þar sem enginn gat heyrt neyðaróp hans. Hinn slungni glæpamaður hafði að minsta kosti fullvissað sig um, að sá, sem hann hafði valið sér fyrir fórn, kunni ekki að synda, fyrst hann valdi þessa dauðaaðferð. Ekki eingöngu sök- um þess, hve einmanalegur þessi staður var, en einnig af öðram ástæðum var hann valinn af kænsku mikilli. Þar sem lík Scholwiens fanst, vora hafskipaklappimar svo brattar, að það var næstum ómögulegt fyrir nokkurn mann að bjarga sér upp úr sjónum, því eins sleipar og brattar og þær vom, gat enginn klifrað upp eftir þeim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.