Lögberg - 18.11.1926, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.11.1926, Blaðsíða 4
Bu. 4 LÖGBEBG FIMTUDAGTNN, 18. NÓVEMBER, 1926. Jogbetg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TaUhnm N,6327 »4 N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor (jtaniskrift tii blaðnnc TKt COLUMBI^ PRISS, Ltd., Box 3171, Winnlpag. M»H- Utan&skrift ritstjórans: (OlTOR L0C8ERC, Box 3U1 Winnípsg, Man. The ••LÖKbe^*•' ls prlnted and publiahed by The Columbla Press, Llmlted. ln the Columbla Buildin*. tíE Saraent Ave., Winnipeg, Manitoba. Vaka. Tímarit handa tslendingum hefir Lögbergi verið sent, sem vér 'þökkum. Sjálfsagt hefir innri hvöt knúð menn þá, er fyrir útgáfu þessa nýja tímarits hafa gengist til þess að hejast handa, — þrá hrennandi heit eins og í hjörtnm Fjölnismanna forðum til þess að leiða þjóð sína og lýsa henni að fullkomnara og a?ðra takmarki og er það göfugmannlegt og virðingarvert í alla staði. Útgefendurnir eru engin smámenni heldur á bókmentasviðinu ísleúzka. Þeir eru Agúst H. Bjamason, Ámi Pálssou, Ásgeir Ásgeirsson, Guðm. h innbogason, Jón Sigurðsson, Kristján ÁLbertsson, Ólafur Lárasson, Páll ísólfsson og Sigurður Nordal.^ Tímarit þetta er í sama sniði og Eimreiðin. Kemur út fjómm sinnum á ári, kostar 10 kr. Afgreiðslumaður Helgi Árnason, safnhúsinu í Reykjavík. Þetta fyrsta hefti, sem prentað er í Guten- herg er að mörgu leyti girnilegt til fróðleiks og sjálegt í alla staði. Ritgerðirnar eru ákveðnar og örfandi og í þeim allflestum er hreimur karlmenskn og framsóknar. Fyrsta ritgerðin er eftir Ágúst H. Bjama- son og heitir sjálfstæði Islands. Rekur hann þar að nokkru sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðs sonar. Bendir á losið, sem stjómarfvrirkomu- lagið eins og það er uú á Islandi er háð og finst að úr því mætti að nok'kru bæta með því að þjóð- in kysi sér landstjóra til lengri tíma, stingur upp á 8 ára tíma og sé festan í málum þjóðar- innar bæði inn á við og út á við og hafi því hönd í bagga með utanríkismálum-þjóðarinnar í stað sendiherra og er þetta jarlshugmynd Jóns Sig- urðssonar að mestu óbreytt. Annað atriði, sem Dr. Bjaraason leggur á- herzlu á e,r að gæta landsins inn á við og út á við gagnvart “leppum” þeirn, er jafnan virð- ast þess albúnir, ef þeir sjá sér nokkum hag í því að selja útlendingum landið og gæði þess; en út á við gagnvart yfirgangs-seggjum þeim og lögbrjótum, er vaða uppi í landhelgi.” Hegna vill hann láta slíkri ótrygð grimmi- lega, sem er rétt og einnig að % af öllu stofn- fé til fyrirtækja í landinu sjálfu sé eign lands- manna og varði f jármissi ef uppvíst verður að út af sé bragðið. Skiljanleg er þessi aðstaða doktorsins, en ó- víst virðist oss að hún verði eins hagnýt, ef um stærri fyrirtæki er að ræða og svo er þess að minnast að einangran þjóða og landa frá al- heimssambandi og alheims viðskiftum er nú orð- in óhugsanleg ef vel á að fara. Þriðja og aðal atriðið í grein þessari er fjármálalegt sjálfstæði þjóðarinnar, því vill hann að sé borgið með lögboðinni elli og slysa- trý£íringn, þar sem hver maður er náð hefir 16 ára aldri, greiði í, 0g tryggi sjálfan sig gegn sjúkdómum og elli og telst honum svo til að sjóður sá eftir 36 ár verði orðinn 50.000.000 kr. og geti enda fyrir þann tíma staðið straum af framfara fyrirtækjum þjóðarinnar. Sú hugsun, ;að hver einn borgari ætti að leggja meira inn í borgarafélags sjóðinn en hann tekur úr honum, er eflaust rétt. Álitamál getur aðeins orðið nm aðferðir í því sambandi. “Lög og landslýður” heitir næsta grein eft- ir ólaf Lárasson. skýr og vel rituð og í anda sem laðar hugi lesendanna. fÚnst honum að ls- lendingar ættu að vera búnir að skafa burtu úr lagasafni sínu öll dönsk lög árið 1930 svo þjóð- in lúti aðeins lögum, sem rituð eru á hennar eigin máli eftir þann tíma. Hm rafstöðvar á sveitabæjum ritar Dr. Sig- urður Nordal. “Helgar tilgangurinn tækin?” Heitir rit- gjörð eftir Dr. Guðm. Finnbogason, sem hver einasti maður ætti að lesa. Fimta ritgjörðin í ritinu er eftir Dr. Sigurð Nordal og nefnist “ Samlaguing, ” er það erindi sem höf. hefir flutt á kennaraþingi í Reykjavík og víða f Skaftafellssýslum 1926, aukið _oss liggur við að segja ofcaukið. Gengur ritgerðin út á að sýna og s&nna að manngildið verði e'kki með tölum talið eða á alinmál mælt. Út á það er ekkert að setja í sjálfu sér. Doktorinn er vel kominn að þeirri meiningu sinni, hvort sem hún er nú rétt eða röng. En hann ætti að geta hald- ið henni fram, an þess að veitast að öðram með gýfur-yrðum, sem hver sanngjarn og óvilhallur maður getur séð og skilið að á sandi eru bygð. 1 sambandi við frétlabréf, er stóð í Morgun- blaðinu 1. sept. s. 1. fra Steingr. kennara Ara- syni er hann reit frá Los Angeles og gétur þess- ara mælingaraðferða að nokkru, farast Dr. Sig- urði Nordal svo orð: “Það er þó a. m. k. hugg- un, að ein þjóð sknli vera komin svo langt, að hún metnr röksemdir dollaranna meira en rök hugsunarinnar. ’ ’ Hvílík fyra eru það ekki, að sjá annað eins og þetta á prenti eftir einn af mestn lærdóms- og gáfumönnum hinnar íslenzku þjóðar. Eng- um manni, sem gætt hefði orða sinna, eða sem til hefði þekt hefði getað komið til hugar að bera það upp á leiðtoga mentamálanna í Banda- ríkjunum að þeir með þessari mælinga viðleitni sinni vildu steypa sálir æskulýðsins í dollara móti eða gjöra þær að s‘teingjörvingum. Hitt ætti að vera hverjum manni ljóst að þeir með því að taka hana að meira og minna leyti í þjón- nstu sína eru að reyna að bæta, eða laga van- kanta, sem þeir hafa fundið á mentamálafyrir- komulaginu og vonast eftir að með þeirri að- ferð mætti gjöra meira úr manndóms- og mann- dygða frækorni því, sem sálum æsknlýðsins er meðskapað. Getur vel verið að þetta reynist ekki svo — að það nái ekki tilganginum. Það leiðir tíminn í ljós. En enginn maður, hvorki Dr. 'Sigurður Nordal né heldur aðrir hafa rétt til þess að lagða leiðtoga mentamálanna í Bandaríkjunum sem svikara eða sálarmorð- ingja fyrir það, þó þeir leiti fyrir sér um bætt- ar nðferðir í uppeldis og mentainálnm. í þessari sömu ritgerð þarf Dr. Sigurður Nordal líka að seilast sérstaklega til Vestur- íslendinga. Um þá kemst bann svo að orði: “Vestur-lslendingar guma mikið af skólament- un barna sinna og þykir lítið koma til sjálf- mentunar íslenzkra sveitabúa. En á meðan enginn Stephan G. Stephanson kemur úr skól- um þeirra, og þeir kunna ekki einu sinni að meta Stephan betur en þeir gera, ættu þeir að tala gætilega. ” Oss er ekki Ijóst á hverju að doktorinn bygg- ir þessar staðhæfingar sínar. 1 þau 39 ár, sem vér höfnm átt heima í Vesturheimi höfum vér k>rnst hugsunarhætti Vestur-lslendinga all-mik- ið — eins mikið og nokkur annar maður og höf- um ekki orðið varir við það, að þeir gerðu sér neitt sérstakt far um að “guma af inentun .barna sinma.” Hitt vitum vér að þeir hafa álitið það velferðarspursmál barna sinna að þau nytu hér sæmilegrar mentunar, ef þau ættu að geta stað- ið börnum innlends fólks á sporði í samkeppni lífsins. En það hefir verið erfiðleikum háð. Frumbýlingsþarfirnar hafa stundum krafist að- stoðar barnanna og hefir því þurft að uppörva bæði foreldrana og bömin til framsóknar. Þá uppörvun hafa vestur-íslenzku blöðin veitt eft- ir megni með því að geta námsfólksins. Ef að Dr. Sigurður Nordal kallar það “menta-gum” þá fer hann vilt, því það hefir aðeins verið eggjan til framsóknar án nokkurs mikillætis eða mentarígs. Meira að segja án þess að þar sé látin í Ijós minsta vitund um það, hvort menn séu ánægðir eða óánægðir með mentamála fyrir- komulag það sem hér á sér stað. Vér fullyrð- um að Vestur-lslendingar skilji og viti eins vel og doktorinn sjálfur, að mentamála fyrirkomu- lagið sé ófullkomið, jafnvel þar sem það er bezt — að námstíðin og skólanámið sé aðeins undir- búningur undir aðalskólann — skóla lífsins, er einn getur leitt í ljós hinn sanna manndóm mannsins. Hvað viðvíkur því, að Vestur-lslendingar geri lítið úr “sjálfmentun íslenzkra sveitabúa” er það að segja, að vér minnumst ekki að hafa séð fráleitari staðhæfingu á prenti í langa tíð. Sjálfmentun eða menning íslenzkra sveitabúa er sú eina innstæða, sem þeir áttu er þeir komu hér til lands og sem þeir hafa stuðst við og styðjast enn. Það er fyrir hana að þeir eyddu stórfé til að reisa sér kirkjur og halda þeim ýið í öllum stærri bygðum Islendinga í Ajneríku. Það var fyrir hana að þeir lögðu fé í bókasöfn víðsveg- ar um bygðir sínar í þessu landi. Það var fyr- ir hana að þeir hafa verið og eru enn reiðubún- ir að styðja og styrkja landa sína heima, þegar til þeirra hefir verið leitað í nauð, eða með þjóð- þrifa fyrirtæki. Það var fyrir hana að þeir mynduðu félög víðsvegar um bygðir sínar henni til viðhalds. Það var fyrir hana að þeir brut- ust í stofna hér skóla og halda honum við með æraum kostnaði og erfiðleikum til þess að hann gæti verið miðstöð þeirrar menningar. Kallar Dr. Sigurður Nordal þetta að láta sér lítið ant um, eða lítið koma til sjálfmentun- ar íslenzkra sveitabúa ? Oss er nær að halda að hvorki hann né heldur no'kkur núlifandi íslend- ingur haJ'i unnað sjálfmentun íslenzkra sveita- búa meir en Vestur-lslendingar hafa gjört, og að bríxla þeim um vanrækslu í þeim efnum, virð- Lst oss eins ranglátt og það er óvingjarnlegt. Um vit Vestur-lslendinga til þess að meta Stephan G. Stephansou skáld þarf ekki að rita langt mái, þó væri ekki úr vegi að spyrja Dr. S. Nordal að, á hvaða mælikvarða að hann mæli það. Tvisvar hafa verk þess skálds verið*gefin út og í bæði skiftin af Vestur-íslfendingum. í fyrra skiftið sá heimabjóðin sér fært að kaupa og Iesa 700 eintök af ljóðum hans — allir Aust- ur-fslendingar um 100,000 manns, ein 700 ein- tök en Vestur-Islendingar, sem fráleitt geta tal- ist fleiri en þriðjungur af heimaþjóðinni, alt hitt, eða 800 eintök. Af síðari útgáfunni er það að segja, að að- eins 66 eintök af henni voru seld heima á fs- landi af þeim 700 er þangað voru send 1923 í árslok 1925 og að aðeins tveir menn heima, sém ljóðin voru send til umgetningar, mintust á þau. Þeir Dr. Guðm. Finnbogason og Dr. Agúst H. Bjarnason, hinir allir — þögðu þau í hel.. Möttu hvorki ljoðin né höfund þeirra svo mikils að minnast á þau og ekki heldur neinir aðrir, ekki einu sinni Dr. Sigurður Nordal. Gamalt spakmæli segir “af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá. ” Oss vitanlega gefa þeir á- vextir Austur-lslendingum engan rétt til þess að bera Vestur-íslendinga bríxlyrðum í þessu sambandi — minsta kosti ekki á meðan að skiln- ingur þeirra á lífsstarfi þessa manns nær ekki lengra en til nasanna. Dr. Nordal ráðleggur Vestur-fslendingum að tala varlega á meðan enginn Stephan G. Stephanson komi úr skólum þeirra. Það er ekki líklegt að slíkt komi nokk- urn tíma fyrir. Svo eru staðhættir skólafólks- ins hér breyttir frá staðháttum þeim, sem ófust inn í líf Stephans G. En úr skólum vorum hér hafa nú þegar komið menn, sem hafa hlotið alþjóðar viðurkenningu fyrir hæfileika, þekk- ingu, manndóm og mannvit á sviði vísindanna, læknisfræðinnar, stjórnvísinnar og hókmentanna og að minsta kosti einn alþjóða viðurkenning og óhikað segjum vér að allir þessir menn hver á sínu sviði hafi verið lifandi vottur manndóms og drengskapar. 1 þessu riti er ennfremnr snjalt kvæði eftir Davíð Stefánsson um Hallfreð vandræðaskáld. “Um gengi,” eftir Ásgeir Asgeirsson og skorin- orð grein eftir Árna Pálsson er hann nefnir “Þingræðið á glapstigum,” auk ritfregna eftir Ólaf Lárasson, Guðmund. G. Bárðarson og Sig- urð Nordal. • Samtal við Sócfates sem gæti hafa átt sér stað. Fyrir nokkru síðan vár Dr. Caius Glen Aikins staddur í Athenu og kveld eitt, eftir að hann kom um borð í skip það, sem hann ferðað- ist með, ritaði hann hina einkennilegu grein, sem hér fer á eftir. “Við höfðum neytt dagverðar í Aþenu, þó það standi ekki í neinu sambandi við það sem á eftir fer. Eg býst við að það hafi verið töfra-afl stað- araafnanna. Við höfðum komið í gegnum Andros og Euboea, farið fram hjá Kos og litlu eyjunum með klukkuhljómsnafninu. Sólin hafði sest yfir Salamis og er það næsta nóg á- stæða til þess, að endurminningaraar kæmn fram í huga manns og að maðnr sæi galeiðurii- ar koma að landi og þreytta ræðarana leggja upp áramar og ráseglið falla. Maður hafði þægilega komist um borð í skip okkar með myndasjöld og máða minnisgripi til að selja. Hví gat þá ekki andi mannsiris frá Limbo komið líka. Eg sá hann ekki fyrst í fallandi rökkri, en maður gat ekki vilst á hinu viðkunnanlega,' hrikalega andliti og hann hefði getað verið eig- andi að Lamartine svo var hann ákveðinn. Sarnt var svipur hans forvitnislegur, og orð hans þungráðin. “Eg hefi séð mörg skip,” sagði hann, “frá framandi löndum, skipuð villimönn- um og farþegjum, sem yngri samtíðarmenn mínir hentu gaman að, þó eg sjálfur trúi að framandi menn séu eins og vatnsdjúp, sem vitrir menn ættu ávalt að kynnast til þess að vita. hÝort nokkuð er af þeim að læra. En eg hefi aldrei séð néinn þér líkan. En þú ert ekki ókunnugri mér en alt er í kring um mig. Eg var hérna um daginn mcð Claucon, syni Aristons til þess að gjöra hæn mína til Bendis í þeirri von að hún veitti mér blessun, sem eg hefi ekki eun féngið að njóta og vinir mínir fengu mig til að bíða og sjá blysför henni til heiðurs. Blysför sú var ánægjuleg nýjung og við áttum ánægjulegar samræður. Eg kom seint heim og Xantippa. En það var annaðhvort draumur, eða að mig dreymir nú og hann var langt frá því að vera ánægjulegur. ” “Má eg spyrja Socrates hversvegna að þú komst? Hér er ekki lengur um neina blysför að ræða, og enga samkeppni nema keppnina, sem fátæktin á við hungrið, eða fjárgræðgis- mennirnir eiga við skugga sinn. Hví hefir þú yfirgefið hinn göfuga félags- skap, sem George Santayana fann þig í nýlega fyrir félagsskap við okkur, eins og við erum nú?” t .0 Þeir sern hafa komið til okkar á síðustu tímum, hafa sagt frá nýjum atburðum á máli, sem eg ekki skil, ” sagði Sócrates, “svo eg kom sjálfur til þess að kynnast, én að sjónum, eyj- unum og f jöllunum undanskildum, þá er alt hér breytt. Eg held^eg fari aftur til vina minpa og bíði eftir að þú komir, því það gerir þú fyr eða síðar” En Sócrates, pú átt.vini hér, þó þeir sem þektu þig bezt séu gengnir til hinstu hvíldar. En það er enn ekki orðið framorðið nætur og þó dekkstólamir á Messageries séu ekki eins mjúkir og fjaðrasætin hans Cephalusar þá get- ur vísdómselskandi maður sætt sig við þau dá- litla stund. Eg tel mig ehki í tölu þeirra öldr- uðú manna, sem gætu frætt þig um hvort vegur- inn verður greiðfærari eða torsóttari eftir því sem lengra dregur, en síðah þú varst, í Piræu.s síðast, þá hefir mannkynið ferðast langan á- f anga. Eg kannast við að það eru margir mér fróðari,, sem þú gætir fengið frásögn um hvern- ig aðferð sú hefir tekist og ef Dean Ingi og Chesterton væru fáanlegir þá er eg sannfærður um að samtalið yrði skemtilegra, og eg get held- ur ekki rætt málin við þig eins og Santayana gerði. En ef engar annir kalla að. Hví ekki að staldra ofurlítið við? Framh. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambcrs Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK T IEIMIL1Ð er ekki Kentugur staður fyr- * * ir verðmæt skjöl, Það er skrifstofa yðar ekki heldur. Fyrir litla borgun get- ið þér fengið að nota öryggisskáp vorn, Viljum gjarnan leigja yður einn. • Til að geyma á öruggum stað Erfðaskrár, Veð- bréf, Eignaskjöl, Ábyrgðarskjöl og skjöl sem tilheyra fjölskyldunni, Skrautmuni o fl„ o,fl. The Royal Bank o£ Canada Ábrifa yðar og at- kvæða er hérmeð æskt í þeim tilgangi að endurkjósa bæjarfulltrúa Thomas Boyd Hann hefir gegnt bæjarfulltrúa- stöðuí sex ár fyrir 2. kjördeild. Til þess að tryggja atkvæði yðar á rif, skuluð þér merkja kjörseð- inn með t ölunni 1 þannig: BOYD, THOMAS Traveller 1 Campbell’s \ / Hlý-jiryfirfrakkar með loð- skinnskraga . . . $22, Mackinaws í stóruúrvali 8.00 upp Mackináw skyrtur og jumbers , Pantið frá oss vörur með pósti. Má skrifa á ís- lenzku, Nærfatnaður karla, alullar combinations frá $2.95 til $3.50. Stanfields $4.50 Þykkar Fleeced lined combinations $1.95 til$2,25 * Mikið úrval af hálsbindum karla, 50, 75, $1, 1.50 Húfur $1.45 og hækkandi CAMPBELL’S Stærsta fatabúð Winnipeg. 534 Main St.. Cor. James Tvær nýjar bœkur útkomnar á síðastl. sumri, fékk eg frá Reykja!vík með póstinum í vikunni sem leið, og varð eg svo hugfanéinn af lestri þeirra og innihaldi, að eg get ekki látið vera að vekja athygli landa minna hér vestra á þeim þegar í stað, því eg er sannfærður um að allir, þeir ' ,að minsta kosti, sem unna boð- skap meistarans frá Nazaret, muni hafa stórmikla nautn og andlega blessun af að lesa þær.— Bækurnar eru um kristniboðsstarf tveggja Austurlanda-manna, sem gerst hafa lærisveinar mannkyns- frelsarans og kastað frá sér auð og metorðum og þolað allskonar mótlæti og andúð ættingja og vina til þess að geta þelgað sig því há- leita starfi að leiða meðbræður sína að krossi Krists, þar sem þeir sjálfir hafa eignast sæiu og frið. Páll Kanamori, postuli Japana, heitir önnur bókin, þýdd af hr. Bjarna Jónssyni, meðhjálpara við dómkirkjuna í Reykjvík, en gefin út af hr. S. A. Gíslasyni, sem for- málann skrifar um kristniboðið í Japan. Helmingúr bókar þessar- ar, eða liðugar 30 blaðs., er æfi- saga KanaTnoris, eftir hann sjálf- an. Ungur, eða fyrir 50 árum, verður hann hrifinn af anda kristindómsins, gerist nemandi við kristinn skóla í landi sínu, Japan, og síðar guðfræða-kennari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.