Lögberg - 18.11.1926, Blaðsíða 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
18. NÓVEMBER, 1926.
Bls. 6
Auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn.
Eftir óþektan höfund.
Um lei5 og þeir yfirgáfu hecbergi Urbans,
setti Pötsch innsigli lögreglnnnar á dyrnar.
Fyrst um sinn mátti enginn koma þar iim.
Eimi af þjónunum var skilinn eftir í húsi
Allans, til að vera á verði, eftir að Pötsch var
búinn að gefa honum leyriilegar skipanir.
Hann snéri svo aftur til bæjarins með þjón-
ana.
Allan verkstæðiseigandi og dóttir hans
voru ákaflega æst. I»au voru ekki lengur í nein-
nm vafa um að Urban, sem um mörg ár hafði
verið, að því er -séð var, dyggur og áreiðanlegur
viðskifta ráðsmaður, var sá glæpamaður, sem
lögreglan leitaði að.
Eins og milli ástar og haturs er oft aðeins
eitt skref, þannig er tilfellið frá trausti til van-
trausts og hinnar sterkustu fyrirlitningar.
Þesa skoðun hafði Allan nú fengið á Wöhl-
ert. Hann ga‘t ekki lengur efast um, að hann
hafði verið alvarlega gintur og gabbaður af
henni.
“Það var nú liðin heil stund, svo miðnætti
hlaut að fara að nálgast. Gottfred Allan stóð
riú með hetjulegri seigju við gluggann, sem
sakamálaumboðsmaðurinn og menn hans komu
inn. Hann vildi vita nákvæmar um komu Doro-
theu.
Það var dimt í stofunni, svo að maðurinn,
sem stóð'fyrir innan gluggann, sem var opnað-
ur ofurlítið, varð ekki séður að utanverðu af
þeim, sem þar stóðu.
Loksins heyrðist fótatak í nætnrkyrðinni á
hinum mannlausa vegi. Tvær persónur, sem
leiddust, komu heim að húsinu og námu þar
staðar.
Allan sá undir eins að' það var ráðskona
hans, sem stóð við hlið mannsins, þó hún hefði
þykka blæju fyrir andlitinu. Þar á móti gat
hann ekki vitað hver með henni var, eða hvort
hann þekti hann? Grasljósið, sem var rétt hjá
hliðinu, gaf aðeins danfa birtu. svo hann gat
ekki séð drætti mannsins, og það því síður, sem
stór hattur kastaði skugga á andlit hans.
En svo talaði maðurinn, og það kom upp
íim hann. Allan hrökk við, hann vildi ekki trúa
sínnm eigin eyrum. það var Jónatan, sem safn-
aði gjöfum fyrir góðgerðafélagið, og sem frú
Wöhlert hafði árdegis tæmt pyngju Allans í
baukinn sem hann var með.
Það var sem þoku létti frá augum verk-
stæðiseigandans. Það sem þessi tvö höfðu svo
lævíslega tælt út úr honum, höfðu þau nú senni-
lega evtt í sameiningu sér til skemtunar.
“Það var sannarlega skrautleg bygging
þessi nýi söngsalur,’’ sagði Jónatan við fylgd-
arkonu sína, “eg hefi skemt mér yndislega.”
“Það bezta við hann,” sagði fní Wöhlert,
“er fyrir mig, að lista framleiðslan byrjar-ekki
fyr én kl. átta; ]»á misfir maður ekki mikið, þó
maður, eins og eg, sé háður og bundinn öðrum.
í dasr gat eg komið gamla harðfiskinum mínum
í bólið, hálfri stundu fyr en vanalega.”
Allan varð ofsareiður. Það var hann, sem
hún kallaði gamla harðfiskinn sinn.”
“Og fallegu litlu stúlkumar,” sagði Jóna-
tari, “þar sem við alt af neytum kvöldverðar,
eru aðdáanlegar. ”
“Við skulum þá vona, að við getum fund-'
ist aftur, daginn 'eftir morgundaginn, ” sagði
frúin.
“Hittumst heil aftur, daginn eftir morgun-
daginn,” svaraði Jónatan, “eg bíð yðar, systir,
á sama tíma og sama stað. Og svo einn koss í
kveðjuskyni. ”
“Gleymið heldur ekki,” sagði hann, þegar
hann kvaddi, “liver mín innilegasta ósk er —”
“Að vður langar til að eignast gullúr,”
greip hún fram í fyrir honum, “eg skal útvega
vður það, og ef peningar mínir eru ekki nógir,
þá skal—”
“Skuluð þér hækka iitgjaldareikning heim-
ilisins, fvrir hinn gamla úttroðna Eskimóa, svo
nm muni, þá verður dálítið afgangs handa okk-
ur báðum.”
“Þér eruð andríkur, Jónatan.”
“Hvort eg er? Uerið þér fyrst að þekkja
mig betur, litla T)©rothea.”
“Svikakindurnar ykkar,” ómaði þrumu-
rödd Allans út um gluggann eins og dómsdags-
lúður.
Dorothea rak upp afarhátt og skrækmynd-
að hljóð.
Jónatan þaut með eldirigarhraða út í
myrkrið og lét ekki sjá sig aftur.
“Ennþá einu sinni getið þér fengið leyfi til
að koma inn í mitt hús, ráðvanda systir, ” sagði
Allan við hana í gegnum gluggann, “en að eins
til þess að tína sanian ei'gur yðar. A morgun
snemma farið þér burtu.”
Frú Wöhlert hné niður á tröppurnar fyrir
ntan dyrnar, máttvana af hræðzlu. Breytingiri
kom svo-snögglega.
Á sömu stundu og Allan beið við g’lugg-
ann eftir kopiu D'orotheu, varsakamála umboðs-
raaðurinri kominn til hótels Gullengillinn, og
hafði sagt lögreglusíjóranum frá árangri heim-
ilisrannsóknarinnar í verkstæði Allans, og af-
henti hinn skrautlega kla'ðnað og bréfin frá
Berthold, sem voru árituð til Urbans.
Hr. von Sorau veitti þessu móttöku í sér-
stöku herbergi í hótelinu.
“Þetta sannar áreiðanlega gruninn um
það, að T rban hefir staðið { nánu sambandi við
hinn horfna Berthold, og að hann hefir komið
• Ijós, áem hinn skrautklæddi herramaður með
köflum, en”, bætti hr. von Sorau við, “þessi
sönnun hefir aðeins siðferðislega þýðingu, frá
lagalegu sjónarmiði kemur hún of seint, þar eð
glæpamaðurinn hefir tekið eitur, til að umflýja t
réttvísi laganna. Hann stendur nú fyrir æðri
dómara.”
Pötsch og þjónar hans urðu nú að vera hjá
vfirmanni sínum, þangað til Elías Allan kom og
sagði, að hinir síðustu gestir væru famir úr
borðsalnum.
“Nú er leiðin frjáls og nóttiadimm,” sagði
Allan,um leið og hann kom inn. “Það er lík-
lega kominn tími til að flytja líkið burt. ”
Lögreglustjórin var honum samiþykkur í
þessu, og gekk með honum og þjónum sínum til
borðsalslns, þar sem Weraer og frammistöðu-
mennirnir bíða hans: Þeir síðustu höfðu feng-
ið að vita, að Urban hafði drýgt sjálfsmrirð, og
að lík hans lá í litla herberginu við hliðina á
borðsalnum.
Dálítill hryllingur greip mennina, þegar
hóteleigandinn tók upp lýkil og opnaði aftur
dvrnar að hinu ógeðslega herbergi.
“Sýnið þið nú dugnað, piltar,” sagði lög-
reglustjórinn við þjóna sína, “svo að við getum
nú flutt líkið frá hótelinu án þess að eftir þf í sé
tekið.”
Elías Allan, sem fyrsturkom inn í herberg-
ið hljóðaði hátt.
Lögreglustjórinn kom strax inn til hans.
“Reynið að hafa hemil á tilfimúngum yð-
ar,” sagði hapn við hóteleigandann. “Þér skul-
uð brátt losna við þessa þræðilegu sýn.”
En á næsta augnabliki stóð hann sjálfur
náfölur.
Hóteleigandinn hafði ekki liljóðað af
hræðslu eða viðbjóði, en af stórri undran.
Líkami Urban.s var horfinn. Hann hafði
leikið snildarlega hugsaðan sjónleik.
Löigreglustjórinn, Elías Allan og Wemer,
höfðu látið gabba sig. Þegar Urban sá að hann
var uppvís orðinn, hafði hann með klókindum
notað gamla hylkishringinn sinn, aðdáanlega
vel stælt sinadráttinn og dauðastríðið, og flúið
gegnum gluggann, sem var hálfopinn, út í sól-
.byrgið.
Sökum þess, að síðan hann framkvæmdi
þetta lævísa bragð, voru liðnar átta. klukku-
stundir, var gagnslaust að hugsa sér að fara að
elta hann í næturmyrkrínu. Flóttamaðurinn,
sem nú var þýðingarlaust að skoða sem tvífara,
heldur sem hinn falska ‘Semper sjálfan, hinn
sanni morðingi Scholwiens, var sloppinn fyrir
alt of löngum tíma.
Hann hafði aftur losnað við ofsóknara sína,
XIV.
Undir yllirimnanum.
Daginn eftir var allmikil fólkshreyfing í
bænum.
Að Berthold, hinn mikilsvirti og alment að
góðu kunni maður var horfinn, hafði nú al-
jnenningur fengið að vita. Menn vissu líka, að
hann hafði verið deyddur á svívirðilegan hátt.
þó að lík hans væri ekki enn fundið. Auk þessa
vonuðu sumir, a(ð ské kynni að Berthold fyndist
lifandi, en sú v’on varð að engu, sökum líinna
uppgötvuðu staðreyrida. Flótti Urbans, sem
hingað til hafði hepnast vel. benti á það. að
hann væri morðingi Bertholds. Hin umliðna
æfi hans, eins og henni var lýst af Werner,
sýndi að hann var maður, sem slíks mátti vænta
af; hann hafði án nokkurs efa fyrir tveim árum
síðan, myrt húsasmíðameistara Scholwien í
höfuðborg landsins. Loks var og ástæðan til
þessa glæps opiriberuð í bréfunum, sem fundust
í skrifborði Urbans.
Af bréfum þessum sást það, að Urban, með
Berthold, sem meðalgangara, hafði átt í gróða-
bralli í kauphöllinni í L. með hiutabréf, og að
hann fvrir nokkrum vikum síðan, hafði orðið
fyrir taLsverðu tapi. Berthold hafði lengst af
haldið, að Gottfred Allan væri sá, sem ætti
hlutina, er keyptir voru í kauphöllinni, þar eð
Urban í öllum viðskiftamálefnum kom fram,
sem fulltrúi húsbónda síns; en Urban hafði á
miklu stærra sviði brallað undir sínu eigin
nafni, og var að síðustu ekki fær um að borga
hinar stóru upphæðir, sem hann tapaði við
verðfall nlutabréfa sinna.
Berthold hafði að sínu leyti haldið sér að
Urban, en var ávalt tældur með loforðum frá
einum gjaldd. til annars, þangað til hann þetta
ohappakvöld, litlu áður en hann ætlaði að fara
til L., hafði farið að finna hann til að fá þá upp-
hæð, sem beðið var um til að hylja skuldina, af
bankafélaginu Wortmann & Schubert. í*síð-
asta bréfi Bertholds til Urbans, kynti hann hon-
mn konu sína síðla þetta kvöld. Af innihaldi
þessa bréfs mátti einnig álíta að Urban hefði
beðið ha.nn um að koma á þessari stundu
kvoldsms.
Hmn ógæfusami, sem í öllu falli þekti Ur-
>an sem samvizkulausan gróðabrallsmann, en
‘ ]r °f!aust ekkl álitið hann nógu vondan til
að fremja morð, fór(til hans til að — hverfa.
myrkrí 'rt? var enn ógagnsæju
Menn fylgdu að sönnu mjög ógreinilegu
sporp sem sakamáíla umboðsmaður Pötsch hafði
uppgotvað í gær, og sem seinna verður greint
irs,,
Amóta hreyfing 0g sú, sem gerði vart við
sig í bænum, ríkti einnig í húsi og verkstæði
Gottfed Allans.
Við burðir hinnar síðastliðnu nætur höfðu
iakið hann af deyfðarmókinu, sem hann hafði
verið í árum saman að undanfömu.
Jafþ latur og kærulaus, sem hann hafði
hingað til verið, jafn duglegur og eftirlitasam-
ur var hann nú orðinn í æsing sinni.
Frú Wöhlert var farin úr húsinu, eldhús-
stúlkari og Lotta líka. Einnig ve^kstæðisvörð-
inn liafði Allan rekið burt.
Allan hafði hætt við að kæra fólk sitt um
vínþjófnaðinn, en hann vildi ekki hafa neitt af
þessu ótrygga vinnufolki í þjónustu sinni.^
En hvað voru þó. yfirsjónir þessa fólks í
samanburði við glæpinn, sem Uroan var grun-
aður um að hafa framið ?
Allan var alstaðar, stundum. á skrifstof-
unni, stundum (verkstæðinu, stundum í húsinu.
Ef miðað er við kringumstæðumar, var hann
óskiljanlega starfsamur.
Verkstæðiseigandinn var einmitt í skrif-
stofunni til að rannsaka reikninga og viðskifta-
bækur sínar. t þeim varð hann þess var, að
Urban hafði fyrir tveim áram síðan, einmitt
daginn sem Scholwien var myrtur í höfiuðborg-
inni. verið á ferð til H. hins stóra sjóbæjar í
norðrinu.
Hann gat í þetta skifti hafa verið í höfuð-
borginni með hægu móti.
En nú var Allan traflaður í rannsókn sinni
og hugsunum af hávaða úti á götunni.^
Hann sendi einn af skrifuranum út, til að
komast eftir af hverju hávaði þe^si orsakaðist.
Ungi maðurinn kom aftur með þá fregn. að
margir lögregluþjonar asamt miklum mann-
grúa væri á götunni fyrir utan; það var sagt, að
hinn myrti Berthold hefði fundist a einum oða
öðram stað í nágrenninu.
Allan hristi höfuðið örvilnaður.
Hávaðinn lækkaði ekki. Hann stoð upp,
tók hattinn sinn og gekk út. Fyrir utan dymar
kom Elías bróðir hans á móti honum.
Bræðurnw- réttu hvor öðrum hepdur sínar
þegjandi. Óvináttan, sem áram saman hafði
átt sér stað milli læirra, var horfin síðasta sól-
arhringinn, sökum hinna ovanalegu viðburða.
* ‘ Gottfred! ’ ’
“Elías!” *
Þetta var alt, sem þeir töluðu, en málhreim-
urinn, sem þes’si nöfn vora nefnd með, gaf í
skyn kvíða og iðrun yfir liðna timanum, huggun
traust og bróðurlega ás't á báðar hTiðar fyrir
framtíðina..
- Þeir leiddust að litla hliðinu, er Elías bróðir
hans stefndi að.
Fyrir utan hliðið stóð Weraer, sem heils-
aði hinum eldri bróðir með kurteisi, er hann
svaraði mjög vingjamlega.
“Hvað hefir nú komið fyrir?” spurði Gott-
fred með hægð, þegör hann sá lögregluna og
hinn mikla manngrúa.
“Menn búast við nýrri uppgötvun,” svar-
aði Elías hvíslandi, “eg kom til að sækja þig,
svo að þú gætir verið til staðar.”
Hann fór nú með Gottfred í kringum verk-
stæðið inn í garðinn, þar sem sakamála umboðs-
maðurinn Pötscher og fleiri lögreglumenn biðu
þeirra.
Wemer gekk á eftir þeim.
Elías Allan opnaði dyrnar. Bræðurnir
tveir, Werner, lögreglu umboðsmaðurinn og
þjónarair gengu inn í garðinn.
Meðfram verkstæðisveggjunum uxu háir
og þéttir yllirunnar, og fyrir utan þá voru gróð-
ursettir lægrí jasminrannar. 1 neðansvarðar-
jarðveg þessara ranna uxu illgresi og jurtir af
ótal tegundum, svo að í heild sinni var þetta
lítil, græn eyðimörk.
Þangað gekk lögreglu umboðsmaðurinn;
hann ruddi sér braut í gegnum rannana, á með-
an þjónarnir biðu fyrir utan.
Embættismaðurinn leit oft upp til glugg-
ans í hfbýli Urbans, og revndi að komast á
þann blett. sem var beint fyrir neðan glugg-
ana. Það var nú enginn hægðarleikur, því
runnamir urðu því þéttari, þess nær sem mað-
ur kom veggnum.
Alt í einu æpti lögreglu umboðsmaðurinn af
undran. Greinar rannanna voru þar að nokkru
leyti brotnar, og greiri af stóram ylli var brot-
in þvers yfir og hékk niður. Nokkur hluti jarð-
vegsins var.alveg ólíkur umhvgrfi sínu. Meðan
í kringum hann stóðu brérininetla og vafjurtir
óskemdar, var jurtagróðurinn sjáanlega trufl-
aður á þessum stað. Maður sá þama nýlega
hreyfða mold, og að sumu leyti niður troðna.
tættar sundur 0g næstum hálf visnaðar jurtir
hggja þar hringinn um kring.
“Ef mér skjátlast ekki. ” tautaði lögreglu
umboðsmaðurinn við sjálfan sig, “þá ætlar
grunur minn að rætast. Líkinu hefir að líkum
verið kastað út um þennan glugga og grafið
hér.”
“Komið þið hingað,” kallaðí hanh til þjón-
anna, sem strax ruddu sér braut til hans í gegn-
um runnann. ,
Tveir af þjónunum báru skóflur 0g þela-
högg. > _
Lögreglumaðurinn benti þeim á graslausa
blettinn.
“Byrjið þið,” sagði hann alvarlega, “en
með varkámi.”
Mennimir tóku strax til starfa.
Þeír mokuðu moldinni burtu með varkámi,
og fvrir hverja reku, sem þeir mokuðu burtu’
stungu þeir skófíunni hægt niður. til að vita
hvort hún mætti mótstöðu.
Alt íl einu dró annar þeirra skófluna að
sér aftur. t /
“Stígvél!” t
Þetta orð eins og rafmagnaði þá alla.
Þegar hann hafði sagt þetta orð, hætti hinn
líka að grafa. ^
Tæpu feti undir yfirborðinu kom f Ijós lík-
ið af manni, sem þeir er kringum stóðu, þektu
undir eins að var lík Bertholds umboðsmanns.
Þeerar líkið var skoðað. fundu /]>eir stórt
sér í hnakkanum, sem orsakað liafði hrot höf- ’
uðkúnunnar, og bar af leiðandi skjótan dauða.
“Hinn ógæfusami maður,” sagði lögreglu
umbnðsm/iðurinn, “hefir verið d^yddur með
því að rot.a hann. að Ifkindum meðan hann sat
við skrifborðið. og hefir svo verið fleygt út um
gluggann.*”
Lík Bertholds var lagt á börar, sem vora
sóttar til verkstæðisins, dúkur breiddur ofan
yfir það, og svo flutt til hins hryllilega staðar,
sem von Sorau hafði gefið skipun til, að flytja
Urban til, sem menn höfðu álitið dauðan, en
sem nú gat hafa náð óhultu skýli í öðru landi,
og ef til vill gæti sloppið við hegningu fyrir
þetta morð, eins og harin fyrir tveimur áram
síðan gat fyrir morð ‘Sfeholwiens.
Manngrúinn. sem beið fyrir utan garðinn,
fylgdi þegjandi börnum, sem geymdu líkið af
fórn Urbans.
Að einni stund liðinni vissu allir bæjarbú-
ar, að Berthold hafði haft stórar kröfur á hend-
ur Urban, viðskiftaráðsmanni í Verkstæði
Allans, og að hann, með því að myrða Berthold.
hafði losað sig við þenna erfiða skuldheimtu-
mann. Þannig fregnaði nú líka hinn mikli
manngrúi sambandið, og hina sönnu orsök til
þessa voðalega glæps, sem æsti hugi allra.
Símritin opinberuðu öll atvik við þennan
stóra glæp til norðurs, aristurs, suðurs 0g vest-
urs, svo að armur réttvfsinnar gæti náð í veg-
r andann.
“Eg get ekki farið,” sagði Werner við
eiganda gullengilsins, meðan þeir gengu á eftir
líkfylgdinni, “fyr en búið er aðmá morðingjan-
um.”
“Þá,” svaraðí Elías Allan, “getið þér að
líkindum aldrei farið sem er alveg samkvæmt
ósk minni. Eg er viss um að þessi maður, með
sinni djöfullegu lævísi muni sleppa; að minsta
kosti er hann nú í mikilli f jaríægð, og hver get-
ur vitað í hvaða átt hann hefir farið.”
“Það er ekki mín skoðun,” sagði Weraer,
“hann hafði að minsta kosti fáa peninga á sér,
jiegar hann kom til yðar í gærkveldi, og var
þess utan svo lélega klæddur, að eingöngu þess-
vegna verður honum erfitt að sleppa. Bíðum
við,” sagði hann við sjálfan sig, “mér dettur
nokkuð í liug. ’ ’ 'N
Hann gek hraðara áfram og náði fljótlega
lögreglumanninum, sem gekk rétt á eftir lík-
börunum.
Wemer livíslaði að honum nokkram orðum.
“Það er líklegt að þér hafið rétt fyrir yð-
ur,” svaraði lögreglumaðurinn lágt, að sumu
leyti af lotningar tilfinningu fyrir hinum fram-
liðna, sem var borinn á undan þeim og að sumu
leyti af varkárrii, svo að enginn þeirra, sem í
nánd voru, gæti heyrt um hvað þeir töluðu; “eg
skal haga skipunum mínum eftir þessu.”
“Leyfið mér að vera með í leiðangrinum,”
bætti Werner við, þegar uppástungu hans var
tekið vel af lögreglumanninum.
Hann kinkaði kolli til Werners, en lagði um
leið fingurinn á munnirin til merkis um, að
hann skyldi þegja.
* * •
Þegar Gottfred Allan kom lieim til sín upi
dagverðartímann, sá hann að María var að
breiða dúk á borðið.
Við að sjá sína yndislegu ungu dóttur,
gleymdi verkstæðiseigandinn öllu, sem um dag-
inn hafði valdið honum geðsreyfingar. Saman
•við föðurástina blandaðist kveljandi sjálfsá-
sökun yfir því, að hann hirigað til hafði ekki
uppfylt skyldur sínar gegn þessari aðlaðandi
ungu veru. <
Meðvitandi yfirsjónar sinnar gekk hann
því undur blíður til hennar, og strauk alúðlega
fallega, ljósa hárið hennar, sem í tveimur fögr-
um, gildum fléttum féll niður um bak hennar.
“Nú, góða mín,” sagði hann svo, “þjáir
þú þig sökum föður þíns?”
“Það er eg fús til að gera.” svaraði hún,
um leið og hún lagði pentudúkinn, srim hún hélt
. á, á borðið, og leit vingjarnlega til lians, “en
hér er ekki um neina þjáning að tafa. Því ver
er maturirin ekki margbreyttur, sem eg get boð-
ið þér til dagverðar núna.” *
“Eg get mjog vel komist af með lítinn og
óbreyttan mat. ’ ’
Hinn góði hr. Allan, sem'eiris og flestir
kartmeim, þekti lítið til innanhúss starfa og
engan gran hafði um, að janfvel óbrotinn dag-
verður útheimtir margan lítinn undirbúning,
gat ekki vitað, að harin í dag varð að gera sér
gott af enn þá minna en litlu.
“Á rnorgun verður það vonandi betra,”
sagði María, sem fór aftur að hreiða á borðið,
meðan Allan settist á lpgubekkinn, “því þá
verðum við að líkindum :búin að rip í nýja mat-
reiðslukonu. ”
“Eg get hugsað mér,” sagði faðirinn, “að
þú hafir farið inn í hæinn til þess fyrst 0g
fremst að ráða. nýja matreiðslukonu. ”
“Eg hefi verið í hinni kvenlegu vistráða-
•stofu; en getur maður trúað því, pabbi? Af
hinum fáu stijlkum, sem þar höfðu verið, vildi
engin fara til okkar, þar eð þær álitu það svo
hryllilegt, að koma í það hús, sem morð hafði
verið framið í. Ailur bæjarlýðurinn talar um
þennan voðalega viðhurð, og eg var á leiðinni,
að minsta kosti tíu sinnum ávörpuð af ókunnum
þersónum, sem larigaði til að fá nánari upplýs-
ingar um þetta í heild sinni. Eg átti erfitt með
að losna við hinar mörgu spumingar.”
Allan fékk nú litinn tíma til að huersa um
hinn óhrotna dagyerð, sem María hafði búið til
handa honum, því meðan þau neyttu matar, var
barið að dyram.
/