Lögberg - 09.08.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.08.1928, Blaðsíða 1
/ PHONE: 86 311 Seven Lines R*ní' i : ,x - iorai^e ‘ For d 1 For Service and Satisfaction PHONE: 86 311 Seven Lines 41. ARGANGUR WINNIPEG, • MAN., FIMTUDAGINN 9. AGÚST 1928 NÚMER 32 Canada. Hon. W. L. Mackenzie King, forsætisráðherra Canada, kom til Wlnnipeg í sunnudaginn, á leið til Prince Al'bert, þar sem hann ætlar aö opna nýjan þjóðar-skemtigarÖ. Hann veröur að hafa hraða ferð, þvi hinn 18. þ. m. leggur hann af stað frá Montreal til París til að undirskrifa fyrir hönd Canada, friðarsamningana, sem við Kellogg eru kendir, og þaðan fer hann til Geneva. Mr. King fór á mánudag- inn til Brandon og flutti þar ræðu seinni part dagsins. Var þar mikill fjöldi manna samankominn til að hlusta á forsætisráðherrann og var honum ágætlega vel fagnað. Einn- ig flutti Mr. Forke, innflutninga- ráðherra þar stutta ræðu. * * * H. F. Maulson dómara í norðan verðu Manitoba fylki hefir verið vikið frá embætti og er mjög sjald- gæft að það komi íyrir i Canada. Sakir þær, sem á hann voru born- ar voru aðaillega í samlbandi við drykkjuskap. Hafði það komið fyrir mörgum sinnum, að hann hefði verið drukkinn þegar hann átti að gegna embættisstörfum. Einnig þótti hann hliðhollur þeim, sem stunduðu ólöglega vínsölu, og ennfremur var hann sekur um ein- hverja óreglu í fjármálum, sem þó virðist hafa verið heldur lítilfjör- leg. Má óhætt fullyrða að það hafi verið drykkjuskapurinn, sem því var valdandi að þessi maður varð að missa embætti sitt. Þess er vert að geta, að hinn mikilhæfi, islenzki lögmaður, Mr. H. A. Bergmann, sótti málið gegn Maulson dómara og má óhætt þakka honurii að sannleikurinn í þessu máli, var þar allur í ljós leiddur, greinilega og afdráttarlaust. ■* * * Matheson, erki-biskup af Ru- pert’s Land, sem verið hefir yfir- maður ensku kirkjunar i Canada i síðastliðin 20 ár, eða nálega það, hefir ákveðið að hætta að gegna þvi embæti í næsta mámiði. Heldur hann áfram að vera erki-biskup af Rupert's Land eins og áður, en telur rétt af*sér að hætta að vera yfirmaður ensku kirkjunnar í Can- ada og telur hann rétt að það em- bætti sé fengið í hendur yngra manni, er hann er nú meir en hálf átræður að aldri, fæddur 20. sep- itember 1852. Matheson j^iskup er fæddur og uppalinn i Manitoba og hefir verið hér alla æfi og er einn af æfuverðustu og göfugustu son- um þessa félkis. * * * * “Native Son of Canada,” er nokkurs konar þjóðræknisfélag hér í landi og munu flestir kannast við það, þó það sé fremur ungt ennþá. Héldu þeir félagar þing i Regina, Sask. nú um mánaðamótin og er þess þaðan getið að þeir vilji koma á nokkrum nýmælum, sem miða í þjóðræknisáttina, svo sem þvi að þúinn sé til nýr einkennisbúningur handa canadískum hermönnum, sem þeir einir og engir aðrir beri. Áður hafa þeir haldið þvi fram að Canada ætti að fá fána út af fyrir sig og hafa þeir stutt að því að svo mætti verða sem fyrst. Þing þetta lét ánægju sína í ljósi yfir því að Canada hefði nú sína eigin sendi- herra í Washington, Paris og Tokio og vildi að meira yrði gert í þá átt. Bendir þetta eins og margt fleira á sjálfstæðisþrána, sem altaf er að glæðast hjá Canacj^- mönnum og engum stendur nær að glæða hana, heldur en innfæddum sonum og dætrum Canada. * * * Það er von á tiu þúsund verka- mönnum frá Bretlandi til að vinna Við uppskeruna i Vestur-Canada í haust. Flestir munu þeir koma úr kolanámunum, því þar er at- vinnuleysi mikið. Fá þessir menn mjög ódýrt far hingað vestur og einnig heim aftur, ef þeir kjósa að fara aftur heim, en stjórnin á Bret- landi vill helzt að þeir að þeir komi aldrei aftur heldur ilengist hér, þvi á Englandi er atvinnu skortur mik- ill og sérstaklega í kolanámunum. 'Stjórnin í Saskatchewan ætlar að gera alt, sém hún getur til að út- vega þessum mönnum vetrarvinnu, svo líklegt er að flestir þeirra setj- ist hér að. Brezka stjómin verður að hjálpa mörgum þessara manna til að komast hingað, og lætur hún ,mikið yfir þvi, hvað stjórnin í Can- ada hafi tekið því vel að þessi mannfjöldi kæmi hér vestur. ingu minni að almanna fé verði ekki löglega varið til einstaklings nota) er það til að svara, að það er algerfega augljóst, að stjórnin get- ur veitt fé í hvaða augnamiði, sem vxera skal, í þágu hins opinbera, eða einstaklinga, að því tilskyldu, að þingið hafi samþykt að veita það fé.” Þarna er ágreinings atriðið ljós- lega sett fram. 1 Bandaríkjunum er enginn efi á því, að mín skoðun er rétt á málinu. Engin megin regla á grundvallarlögum sunnan landamæranna, er ákveðnari en sú, að þar er veitt vald til þess að leggja ^skurða eftir því sem við á, að það Islenzk þýðing A svari Mr. Svb. Johnsonar til J. T. Thorson. Það var rétt af tilviljun að eg tök eftir bréfi Mr. J. T. Thorsons i Lögbergi, þann 19. júlí. Eg hafði litið yfir hlaðið í flýti og lagt það frá mér, þegar svo vildi til, að eg sá þar minst á nafn mitt. Okkur Thorson greinir á um formlegt atriði stjórnarfarslegra laga. Venjulega myndi eg alls ekki þreyta lesendur almenns vikublaðs með umræðum um þess konar mál, en þögnin yrði ef til vill skoðuð sem fyrirlitning fyrir lögfræðilegu áliti þess manns, er eg hefi haft hið mesta álit á sem gáfumanni, jafnvel þótt eg hafi aldrei mætt honum persónulega. Eg lofa þvi samt, að eg skal ekki sækjast eftir frekari þátttöku i þessum deilum. Efni bréfs mins til Dr. Brand- sons var það, aý) almanna fé væri ekki hægt að verja löglega til ein- staklings nota. Til þess að setja málið fram á annan hátt og nákvæmari, var og er aðalatriðið í því, sem eg sagði, 1 að valdi til þess að leggja á skatta — ríkið hefir venjulega ekki aðrar tekjur en þær, sem fást með því að leggja fólkinu skatta á herðar—verði ekki beitt í þágu einstaklinga, eins og það er skilið i mótsetningu við opirtberar þarfir, eða fylkis þarfir, eins og méi- skilst að það myndi verða kallað hjá ykkur í Canada. Við þessa staðhæfingu stend eg, og fullyrði þaö hér, að ekki sé til neitt stjórnarfarslegt vald hjá nokkru þingi, þar sem engil-saxnesk lög ráða—sem neytt geti bóndann A til þess að greiða ríkinu fé undir því yfirskini, að það sé skattur, en afhenda þa^5 fé bóndanum B, með fulliji heimild til að verja því í éigin þarfir. Ef eg hefi á röngu að standa í þessu efni, þá á sér stað einræðis- vald hjá fylkisþingi, sem mjög er í ósamræmi við vora tíma, og til mikillar undrunar öllum umheimi. Eg trúi því'ekki að þetta eigi sér stað, og ykkar eigin dómstólar neita því áð það sé. Hér fara á eftir eigin orð Mr. Thorsons: ‘ Fylkisþingið í Saskatchewan, hefir fult löggjafarvald til þess að verja fé sínu hvernig sem því sýn- ist.” í þessum orðum felst krafa um einræðisvald, er lengra fer en ein- ræðisvald það, er Carl I. tók sér; og þó var hann hálshöggvinn i bar- áttunnf við þá þegna sina, er ekki trúðu á einræðisvaldið. Og ennfremur segir Mr. Thor- son: “Eg trúi því ekki að nokkur lögfræðingur, er álits nýtur, efist uin stjórnarfarslegan rétt þingsins til þess að veita það fé, sem hér er um aö ræða.” Það má vel vera að eg sé ekki “lögfræðingur, sem álits nýjur,” að dómi Mr. Thorsons, og hvort eg er það, eða ekki, skiftir litlu rnáli; en hafi féð að engu leyti verið veitt til opinberra nota—og Mr. Thorson hefir ekki sýnt fram á að svo væri—ef gjöfin hefir aðeins verið veitt nefndinni til notkunar, þá eru til aðrir menn, er óneitan- lega njóta áþts, sem lögfræðingar, og þeir gera meir en efast um þenna rétt, þeir blátt áfram neita honum. Hann heldur áfram á þessa leið: “Þeirri staðhæfingu ('staðhæf- 209'at p 216: “Þessvegna er það réttur hvers einstaklings, hvenær sem reynt er að beita gegn honum lögum eða reglum, sem samþykt eru í fylki hans, að bera fram mót- mæli fyrir þeim dómstóli þess fylkis, sem dómsvald hefir um það mál, sem um er deilt; um lögmæti fylkislaganna og samræmi þeirra við stjórnarskrá landsins og dóm- stóllinn verður að taka tillit til stjórnarskrár ákvæðanna og fylkis- laganna, og lýsa því hvort hið síðar- nefnda sé í samræmi viö það fyr- nefnda, eða gagnstætt því, og úr- skatta á fólkið einungis til opin- berra þarfa, og að ekkert löggjafar- þing hefir nokkurt vald til þess að verja almennings fé til einstaklings- nota. Hafið þið, Canadamenn lög, sem verulega séu mismunandi í þessu efni? Eg held ekki, og eg byggi skoð- un mína á candískum, eða enskum heimildum, þrátt fyrir það að hæzti réttur Bandaríkjanna hefir látiö í Ijósi alveg ákveðna skoðun í þessu efni og betri hluti candískra lögfræðinga tekur talsvert tillit til þeirrar niðurstöðu, sem hann hefir komist að, og meira að segja dóm- stólar ykkar gera það líka. Eg vitna í úrskurð Millers dóm- ara í málinu “Savings Loan Assn., v. Topeka 20. Wall 655.” Hann segir þar: “Til eru takmarkanir fyrir því valdi. Þau takmörk eru .afleiðing af insta eðli allra frjálsra stjórna; innifalin vernd einstakl- ingsréttarins, en án þess væri öll félagsfesta ómöguleg, og þessi tak- mörkun er tekin til greina af öllum stjórnumí sem stjórnarnafn verð- skulda. Á meðal þessara takmarkana, er takmörkun á valdi til þess að skatta fólk. Það er að segja fé, sem inn kem- ur með skattgreiðslu, verður aðeins notað lagalega í einhverjum opin- berum tilgangi.” Saskatchewan fylki er stjórnáð samkvæmt ritaðri stjórnarskrá ; það er “Thfe British North America Act.” Samkvæmt þeirri stjórnar- skrá, er vald fylkisins greinilega takmarkað, og dómstólar ykkar alla leið ofan frá dómnefnd leynd- arráðsins, niður til lægstu dómstóla, hafa lýst því yfir hvað eftir annað. í 92. kafla eru talin þau atriði, sem lögjafarvald nær yfir einvörð- ungu og önnur deild þess kafla snertir vald til beinna skatta, “í því skyni að fá tekjur til fylkis nota,” og níunda deild sama kafla heimilar innheimtu leyfisgjalda til þess að afla fjár til fylkis-, liéraðs- eða svcitarmálaþarfa.” Leturbreytingin er mín. Fimtánda deild þessaf kafla, kemur þessu máli ekkert við. “Alt vald, sem þau þfylkin í Can- ada hafa i sambandi við skatta, verður að finnast í “The British North American Act” segir Lefroy, í Canada’s Federal System og í Reed v. Mousseau, 8 S. C. R. p. 431 seg- ir hæsti réttur Canada, að löggjaf- arvald fylkjantta til þess að fá tekj- ur með nokkrum's sköttum, sé að finna í 2. 9. og 15. deilt^ þessa kafla þessara skattalaga. Orðatiltækin: “Fylkis-, Héraðs-t Sveitamála og “Tekjur”, gefa greinilega í skyn tilgang, þm snert- ir almenning eða stjómina, en ekki cinstaklinga. Mig furðar á því að no'kkur mað- ur skuli vera til, sem heldur fram gagnstæðu máli, og sérstaklega aö þ^ð skuli vera maður, sem enginn efast um að mikið álit hefir. Án þess að hafa nokkuð vísvit- andi ilt í huga, tek eg mér í munn orðtælki, og get þess til að enginn “lögfræðingur, sem álits nýtur, myndi balda því fram að skattar, sem í því skyni eru lagðir á fólk, að afla fjáp og fá það í hendur ein- staklingum til nota, séu skattar inn- heimtir til fylkis þarfa.” Það er ekki i stjórnarfarslegum tilgangi fyrir fylki, eöa ríki að beita skattavaldi sínu þannig, að taka fé frá A og fá það í hendur B. Það væri iblátt áfram kjarninn í gjör- ræðisvaldi. Wood há-yfirdómari í Court of Queen’s Beach í Manitoba, segir í málinu, Hudsons Bay C. v. Attorney General, Temp. Wood, p. sé eða sé ekki samkvæmt lögttm. Séu fylkis ákvarðanirnar í samræmi við stjórnarskrána, þá eru þær réttmæt lög, séu þær gagnstæðar henni, þá erú lögin einskis virði. Og ennfremur segir hann: “Skatta álögur eru þær athafnir, sem niest vald þarf til. Skattar eru ibvrðar eða skyldur, ákveðnar af ’löggjafarvaldinu í því skyni að afla fjár til opinbcrra þarfa. Auðvitað getur það vel verið, aö engin ráð séu til þess að hindra þingið í Saskatchewan frá því að gefa hverjum sem vera vill, og því sýnist af tekjum þeim, sem þegar hafa verið innheimtar alveg eins og því miður hafa rangindi átt sér stað hjá oss, án þess að undir þann leka yrði sett. Getur vel verið aö þar þurfi til þess einungis jiólitískar umbætur. Það kemur mér ekkert við. Það 1 snertir ekki kjarna þessa máls. Að- alatriðið er það, að valdi til þess að skatta, verður ekki löglega beitt, einstaklingnum til hagsmuna. "Og þótt ekki sé hægt að koma í veg fyrir að almennings fé, sem innheimt hefir verið undir því yfirskyni, að það væri til almenn- ings nota — þó ekki sé hægt, segi eg, að koma í veg fyrir að það lendi í einstaklings höndum, þá bætir það ekki málstaðinn í þessu efni. Ekki skiftir það heldur neinu hvernig bækur eru haldnar. Mér er alveg sama hvernig og hvar féð var fært til reiknings í ibækurnar eða skýrslurnar. Grundvallaratriði breytast ekki með klókindum skrif- ara eða bókhaldara. Það hlaut öll- um að vera fullkomlega ljóst hvað eg haföi í huga. Það var þetta: Ef gjöfin til nefndarinnar yrði rétt- lætt á annað borð, )>á yrði hún að réttlætast á þeim grundvelli, að hún væri veitt til almennings þarfa; og væri hún til almenings þarfa, og svo væri efast um vald stjórnarinnar i þessu efni, þá mundi hún svara þvi að gjöfin væri réttmæt sökum þess að hún auglýsti fylkið og miðaði því að auknum innflutningi. Hafi féð verið veitt í einhverju öðru skyni, þá hefir Mr. Thorson ekki getið þess;’ þvert á móti byggir hánn málstaö sinn á þeim óákveðna, og eg segi með allri virðingu þeim óverjanlega grundvelli að Saskatc- hewan stjórnin geti í raun réttri beitt skattvaldi sínu einstaklingnum til hagsmuna, og í einstaklings þarfir. Ekkert slikt vald er fylkinu veitt í stjórnarskrá landsins, og ekkert slíkt vald hefir það, vegna þeirrar einföldu ástæðu, að krafa um slíkt einræði kemur beinlinis í bága við grundvallarrétt einstaklingsins sam- kvæmt engil-saxnesku stjórnar fyr- irkomulagi. Leitið hinna stóru ljósa í þing sögu Englendinga, svo sem Pitts, Wyndham, Grattan, Gladstone og Disraelis,'— að eg ekki nefni nöfn stjórnmálamanna vorra tíma. Und- antekningarlaust höfðu allir þessir menn þær sterkustu þrumur og eld- ingar á tungu sinni, þegar þeir ibörðust fyrir því að ensk stjómar- skrá og ensk lög, skyldu vernda hinn lftilmótlegasta borgara gegn einræðisvaldi. Eg þori aö fullyrða það, að ef þingmennirnir í Saskatchewan væru kallaðir til þess að standa fyrir máli sínu í sambandi við fjárveitinguna til nefndarinnar, þá myndu þeir ekki réttlæta hana með því að segja við kjósendurna: “Við getum eytt peningum ykkar og við getum lagt á ykkur skatta fyrir hvað sem okk- ur sýnist. opinbert eða einstakt, al veg eftir geöþótta.” Nei, þeir myndu fremur svara á þessa leið: '“Þessi fjárveiting er góð auglýsing og miðar að því að auka innflutning.” Staðhæfing mín var, og er, að á slíkum grundvelli væri ekki auðvelt að veita viðtöku gjöf af almanna fé. Einmitt sú löggjöf (The Ap- propriation Act), sem Mr. Thorson vitnar í máli sínu til sönnunar, styð- ur skoðun mína, því hún flokkar greinilega allar fjárveitingar ('að meðtaldri þeirri fj árveitingu, sem hér er til umræðuj, og nefnir þær ýmiskonar kostnað og gjöld við opinber stöf------ákveðin í fyrir- mælum--------þessara laga. Er það þannig greinilega tekið fram, að Saskatchewan þingið gaf það ekki í skyn, að styrkurinn væri veittur sérstakri nefnd manna, né til ein- staklings nota, heldur sem einn hluti af kostnaðinum við opinbcra þjónustu, og rrieð þeirri hugmynd, að þessi styrkur vrði notaður til hagnaðar fyrir fylkið. ’anada framtíðarlandið Tiltöluiega auðvelt er, enn sem komið er, að eignast lönd í Al- berta við sanngjörnu verði. Ný- ræktað land gefur þar skjótt af sér arðvænelga uppskeru, og auk þess má því nær alstaðar hafa mikla búpeningsrækt. Land í Alberta steig ekki í verði meðan - á stríðinu stóð, í hlutfalli við það, sem það gaf af sér. Vinnukraftur var takmark- aður iþegar fyrir stríðið, og eftir að fjöldi hinna ungu manna gekk herþjónustu, var eins og leiðir af sjálfu sér, enn örðugra, að afla sér vinnumanna. Meðan á stríð- inu stóð, var enginn innflutn.ing- uV inn í fylkið, né heldur nokkurt utan að komandi fjármagn. Á >eim tímum hækkaði land allmik- ið í verði í Bandaríkjunum; fór það í hlutfalli við verðhækkun hinna ýmsu landbúnaðar afurða. í Alberta eru enn feykistór land- flæmi ónumin með öllu, og sðkum þess hve tiltölulega fátt fólk hef- ir fluzt þangað inn in síðari árin, og eftirspurnin verið lítil eftir jarðnæði, hafa ónumin lönd hækk- að tiltölulega lítið í verði. öðru máli er að gegna um Bandaríkin, þar sem megnið af öllu byggilegu landi er undir rækt. Enda hækka landeignir þar jafnt og þétt í verði, með hverju árinu sem líð- ur. Meðalverð ræktaðs lands í Alberta, nemur svo sem einum þriðja a|f /landverðiriu sunuan línunnar. Jafnvel bebtu lönd 1 Alberta mega enn kallast í lágu verði. Land í Iowa selst fyrir $169 ekr an, en meðalvprð í Illinois ríkinu er $144, iþótt á sumum stöðum seljist það fyrir $400 til $450. Svipaður mismunur á sér stað milli verðs á bújörðum á Eng- landi og 4 Alberta. Gott land Albert fæst keypt fyrir ’það, sem svarar ársleigu á sama landrými í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Óyrkt land fæst fyrir þetta $20 til $40 ekran, en ræktað land frá $25 til $75 hver ekra, eftir því hve miklar umbætur er um að ræða. Áveituiönd seljast fyrir $50 til $75 og þar sem þau eru fullrækt- uð, fyrir $75 til $125 ekran. í Alberta fyjki eru markaðs- skilyrði fyrir korn, hin ágætustu. Ströngum lögum er fylgt í sam- bandi við sölu kornsins; hafa um- sjónarmenn stjórnarinnar eftirlit með flokkuninni. Alls eru í fylk- inu fimm hundruð kornhlöður og eiga nú bændur sjálfir í samein- ingu flestar þeirra. Allir kornkaupmenn verða að hafa stjórnarleyfi og leggja fram veð, er tryggi bændur gegn tapi, ef kornkaupmaður kynni að verða gjaldþrota, eða sýna af sér óráð- vendni. Bóndinn getur sent korn sitt til kornhlöðunnarl pg fengið fyrir það alt peninga út í hönd, eða hann getur fengið það geymt þar og beðið eftir betra verði, ef ráð- legt þykir. Fær hann skýrteini, er sýnir flokkun og’ magn korns- ins. Selt getur hann kornið, nær sem vera vill. Vilji hann senda kornið beina boðleið, getur hann flutt það sjálfur til stöðvarinnar 0g látið það í járnbrautarvagninn, því hleðslupallar eru þar hvar- vetna og má aka upp að þeim alla leið. Markaður fyrir búpening er- hinn hentugasti. Gripasölutorg- um er stjórnað samkvæmt fyrir- mælum laga, er nefnast The Live Stock and Live Stock Products Act. — í Edmonton og Calgary eru stærstu markaðirnir fyrir afurðir bænda. Kornyrkjumanna félögin og eins félög hinna sameinuðu bænda, hafa starfað að því all- mikið á hinum síðari árum, að koma á samtökum, að því er snert- ir sölu hinna ýmsu búnaðar af- urða. Gripakviar (Stock Yards) eru undir ströngu stjórn- ar eftirliti. Skal þar föstum regl- um fylgt, að því er snertir vigt og meðferð markaðsfénaðar. Smjörgerð fylkisbúa, sendur und- ir beinu stjórnar eftirliti. Land- búnaðardeild fylkisins á. íshús í Calgary og þangað geta bændur sent smjör sitt, selt það 'þegar í stað, eða fengið það igeymt þang- að til markaðsskilyrði batna Smjör alt er flokkað, samkvæmt lögum, er nefnast The Dairymens Act. Fer flokkun fram bæði í Calgary og! Edmonton, jafnskjótt og sýnishorn berast þangað í hendur umboðsmanni stjórnar- innar. Lögin um samvinnulán — The Alberta Co-operatóve Act, heim heimila 30 bændum, að afla sér láns í sameiningu gegn sameigin- legri ábyrgð og lána það síðar út aftur til meðlima sinna. Sérhver meðlimur leggur fram $100, síð- ar kýs félagsskapur þessi embætt- ismenn, er semja við löggiltan banka um að kaupa eiginhandar víxla félagsmanna, gegn ábyrgð félagsins í ehild sinni. ’Slík lán eru veitt til eins árs í einu og eru vextirnir venjulega se xaf hundr- aði. The Live Stock Encouragement lögin, sem oft eru nefnd The Cow Bill, voru samin í þeim tilgangi, að gera nýbyggjum kleift að út- vega sér kýr og koma sér upp nautgripastofni. Fimm eða fleiri bændur geta samkvæmt þeim lög- um stofnað með sér félagsskap í þeim tilgangi að afla láns. Eigl má lána einstökum félagsmönn- um meira en $500. Umboðsmaður stjórnarinnar hefir eftirlit með lánveitingum, en fylkissjóður á- byrgist lánin. Slík lán eru veitt til fimm ára, gegn sex af hundr- aði í vöxtu. Til þess að standast kostnað við skrifstofuhald, greiðir sérhver meðlimur þess félagsskapar $1 í sameiginlegan sjóð. Ábyrgð stjórn- arinar á lánum samkvæmt lögum þesaum, nemur nú orðið meira en hálfri annari mjljón dala. Björglhildur Gíslason útskrifast frá Grace Hospital í Winnipeg með sæmd. Hún er fædd á Gils- bakka í Geysirbygð, 14. nóvember 1907. Er dóttir ungra myndar- hjóna, sem þar búa nú. Faðir Björgíhildar er Guðmundur O. Gíslason, sonur Gísla Gíslasonar og Björghildar konu hans, Þau merku hjón bjuggu lengi. á Gils- bakka með rausn og sæmd. Móð- ir hennar er ISigrún IPálína, dóttir Jóseplhs Sigurðssonar og konu hans, sem lengi bjuggu á Melstað í grend við Gimli.—-Ungfrú Björg- hildur byrjaði á barnaskóla í Geys- isbygð, en lauk prófi við háskóla- deildina í Riverton. Þar næst stundaði hún hjúkrunarfræði við Grace Hospital. Alla tíð hefir þessi stúlka sýnt mikinn áhuga og dugnað við nám sitt og starf. Nú stundarlhún sjúka í sínu bygð- arlagi með sama dugnaði og elju og nýtur velvildar 0g þakklætis sinna sjúklinga. Guð blessi hana 0g Ihennar starf, ætíð og æfin- lega. x. Heimsókn. Átjánda júlí síðastl. var yndis- legt veður. Þann dag kom stór hópur af kverifélagskonum frá kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg að Betel, með kaffiveit- ingar, “icecream” og aldini. Það kvenfélag á þann heiður, að hafa lagt hornsteininn undir þetta farsæla heimili. Fyrir tutt- ugu og átta árum gaf það sína fyrstu fimm dali til að byrja Gam- almennaheimilis sjóð. Það var ekki stór upphæð, en fyrsta sporið samt. Svona hefir guð blessað það með ótal hjálparhöndum, sem stjórn- ast hafa af kærleiksríkum vilja- krafti. Og nú er komið svo langt, að heimilið þykir ekki nógu stórt og ráðist er í að bæta við það, treystandi náttúrlega á sömu á- framhaldandi vinsældir og gæði; Iþví án .þeirra gæti Iheimilið elcki haldist við. Tilgangur þessarar greinar var að eins sá, að minnast á þennan yndislega dag, sem við nutum stakrar ánægju hér á Betel. Það var fjölda margt fólk saman kom- ið, að meðtöldu heimafólkinu. Kl. 4 var búið að veita öllum það, sem hver og ein^i gat tekið á móti. En iþá var nú eftir andlega fæðan. Ekki var nú samt mikið um ræðu- höld, en sungið þeim mun meira. Kvenfólag þetta hefir allstóran söngflokk, sem Mrs. R. Marteins- son hefir stjórnað; vor þær kon- lyr flestar viðstaddar og sungu með lífi og sál. Mrs. W. Dalman lék á hljóðfærið af sinni vanalegu snild. Mrs. Dr. Jón Stefánsson var svo góð að blanda sér inn með þeim, sem gerði sönginn enn full- komnari. Stundum sungu líka all- ir og var það reglulega skemtilegt. Ekki má gleyma Halldóri Daní- elssyni, sem var svo góður að á- varpa gestina með fáum en vel- völdum þakklætisorðum. Við Bet- elbúar erum þakklátir og biðjum guð að blessa hópinn og launa þeim fyrir komuna. Nú er að minnast lítið eitt á þessar heimsóknir, sem eru orðn- ar svo tíðar, svo sumum máske fer að finnast, að þetta sé að ganga of langt, og hvert að gamla fólk- ið njóti þess eins vel og hlutaðeig- endur vildu? Það ,eru nú mis- munandi hugmyndir um það. Þegar fjölda margt kemur í einu, þá nýtur náttúrlega ekki hver einn einstakur sinnar eigin persónu, finst hann líyil innan um fjöld- an. Aftur þegar færri koma, verður þetta öðruvisi, og það lík- ar sumum betur. — En það er fleira að athuga. Það er áreiðan- legt, að þessar heimsóknir eru og hafa verið óendanleg blessun fyr- ir þetta heimili, og eftir því sem fleiri koma, þvi betra. Við skul- um sleppa allri fyrirhöfn og öllu umstangi. Þær sem koma, telja það ekki eftir. Það er ávöxtur af kærlieksríkum,, fórnfúsum vilja , sem ekki ætti að hindra að hafa framrás, og margar 'þessar konur kæmu aldrei, ef þær sleptu þessu tækifæri og hugsuðu hver fyrir sig: “það verður of margt, ef eg kem.” Við skulum því slá því föstu, að Betel græði að öllu leyti á þessum heimsóknum. Það gefur fólkl sem aldrei annars kæmi, hugmynd um hvað heimilið er. Svo komið þið sem oftast, og toomið þið sem flestar með sólskinið og gleðina inn til okkar á Betel! Það er á meðvitund allra eirra, sem þekkja til, að þessar heimsóknir kvenfélaganna hafi gert meira en alt annað, til að auglýsa Betel. Guð blessi öll okkar kvenfélög og alla, sem með kærleiksríkum anda hugsa til Betel. Rödd frá Betel. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.