Lögberg - 09.08.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST 1928.
w í
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Vi4fr®®fr^®®{i*}.|pre*vre®®»«^«Mww6iruniAteatt® »fti>*ööööttööö0tta<»a0aaftatta*<^fcœ^^^s^saeæa<&!se^sea60a^a<saaaates!&&aites!s^si&«sis8&sjsaasaajss<^®®s>^,>'<»s^»»^
BEZTA SKEMTUNIN.
“ó, mamma! Eg er svo svangnr! Getur
þú ekki gefið mér eitthvað að borða?”
“Elsku drengurinn minn! Eg á ekki nokk-
urn matarbita til í húsinu. Eg hefi verið lasin,
eins og þú veizt, síðustu dagana, og ekki getað
unnið neitt, en á morgun fer eg að vinna aftur.
Eg hefi lofað frú Pálsson að hjálpa henni við
hreingeming á húsinu, og eg veit að hún borg-
ar mér um leið og eg fer heim annað kvöld, og
þá skal eg kaupa eitthvað handa okkur að
borðia.”
“Fæ eg þá ékkert að borða, fyr en annað
kvöld?
“Bg býst ekki við að gefa þér neitt fyrir
þann tíma, elsku drengurinn minn.”
Þetta fanst Kristjáni litlað að mundi verða
löng og óþolandi bið, Hann fór snemma að
liátta, eins og miamma hans hafði ráðlagt lion-
um. Er hann hafði lagst út af í rúminu, fór
hann að hugsa um ými.slegt. Hann fór að hugsa
um litla húsið, sem hann var í, fátæklega svefn-
herbergið og rúmið, sem hann lá í. Hann leit
á slitnu og bættu 'fötin sín, er lágu á bekk hjá
rúminu. Oft bafði hann óskað að fá falleg föt,
eins og sumt af 'hinum dkólabömunum. Þar
var til dænvs Friðrik litli. Hann átti falleg
föt. Hann virtist vera. glaður og ánægður og
hafa. nóg af öllu. Faðir hans var ríkur. Frið-
rik litli fiiit farið með pabba sínum livert sem
hann vildi í .stórri og fallegri bifreið. Hvers
vegna áttu sumir svo mikíð til af öllum gæðum,
en aðrir ekki neitt? Gat það verið, að Guði
þætti vænna um foreldra Friðriks, heldur en
um mömmu hans ? Xei, það gat ekki verið. Það
var vegna þess, að paibbi hans var dáinn, og
mamma hans varð að vinna fyrir þeim báðum,
að hann var svo fétækur. “Elsku mamma! hún
er ffóð. Ó, hvað eg víldi, að eg væri orðinn full-
orðinn og duglegur maður, og gæti unnið fyrir
okkur báðum,” sagði Kristjén litli við sjálfan
sig. Hann hafði o’ft tekið eftir því, hve lítið
mamma hans borðaði. Hún gaf honum æfim
lega mest af matnum. Hún hlaut oft áð vera
svöng, þótt hún kvartaði ekki. “Já, elsku-
mamma, hún er góð. ”
Hann fór að lesa kvöldbænimar sínar, sem
mamma hanst hafði kent honum, og sofnaði út
frá þessu sitefi:
Góði Jesú, gerðu mig
góðan dreng, sem elslri þig.
Kærleiksverkin kendu mér,
kenn mér og að líkjast þér.
Varast lát mig. vont og Ijótt,
vertu hjá mér dag og nótt.
Stvrk þú veikan vilja minn,
vefðu mig í faðminn þinn.
Gef mér tvent, — en ekki auð—:
Eilíft líf og daglegt brauð.
Þennan sama dag vora gestir hjá foreldrum
Friðriks litla. Það var alt vel efnað fólk.
Þegar gestirair hö'fðu kvatt um kvöldið, og far-
ið, kom Friðrik Litli til mömmu sinnar og sýndi
henni sitóran silfurpening, sem frændi hans
bafði gefið honum, er hann kvaddi hann.
“Nú ætla eg,” sagði Friðrik litli, “að kaupa
mér stóran fótbolta á morgun.”
“Þú átt nóg af leikföngum, drengur minn,”
sagði mamma hans róleg. “Viltu ekki gefa
einhverjum, sem lítið á, þennan pening? eða
gefa hann, þegar safnað verður til heiðingja-
trúboðs, í kirkjunni okkar?”
“ó, mamma! Þetta segir þú æífinlega. Eg
má aldrei gera neitt að gamni mínu. Maður á
æfinlega að gefa alt. Ne.i, eg ætla að kaupa
mér fótbolta fyrir þennan pening.”
“Jæja, drengur minn. Ef þú endilega vilt
gera það, þá býst eg við að það verði svo að
vera, fyrst þér var gefinn peningurinn, en mér
datt í hug, að ef til vill hefðir þú meiri ánægju
af að gleðja einhvera, sem hjálpar þarfnast,
en það er ekki til neins að gefa, nema það sé
gert með gleði.”
Friðrik litli varð samþykt móðurinnar feg-
inn. Hann beið nú með óþrevju eftir morgun-
deginum, þá átti að feaupa boítann. Hann lá
stundarkom vakandi í . rúminu að hugsa um
boltann, hve gaman það yrði, að leika sér að
honum, en hann gat ekki gleymt því, sem mamma
hans hafði sagt. Gat það verið, að börn væru
svo fátæk, að þau hefðu ekki nóg að borða?
Hann hafði revndar oft séð böm koma í skól-
ann, sem voru bæði föl og mögur og illa klædd.
Hann hafði aldrei hhgsað mikið um það, en nú
fór hann að kenna í brjósti um þessi fátæklega
'klæddu börn. Hann aumkaðist yfir þau. Hon-
um fór að þvkja vænt um þau. Hann langaði
fajnvel til að hjálpa þeim, og það ætlaði hann
að gera seinna, en í þetta skifti ætlaði hann að
kaupa fótboltann.
P r.’ðrik litli sofnaði út frá þessum hugleið-
ingum og vaknaði ekki fvr en klukkan átta
morguninn eftir. Hann ‘flýtti rér í fötin og kom
niður í eldhús til miimmu sinnar. Þar beið mat-
urinn hans á borðinu.
“Nei, mamma!” sagði hann. “Nú man eg
það, er eg fer að borða, að mig drevmdi svo
undarlegan draum í nótt. Mér þótti eg sitja hér
við borðið og vera að borða. Þá kemur círeng-
ur inn í eldhúsið, og slíka sjón hefi eg aldrei
seð. Hann var svo horaður, að beinin stóðu
langt út í skinn’ð. Það virtist ekki vera hold-
tætla á höndum hans. Hann rétti fram báðar
þessah grindhoruðu lúkur sínar og bað mig að
gefa sér bita að borða, hann væri svo svangur.
sagði strax, að hann mætti borða allan mat-
inn minn, því eg fengi þrjár góðar máltíðir á
dag og væri ekkert svangur. Hann settist þá að
borðinu og borðaði allan matinn, og er hann
hafði borðað, fanst mér hann vera orðinn býsna
vel holdugur, og líkjast þá svo mikið honum
Kristjáni litla.”
“Já,” sagði mamma hans. “Sjálfsagt hef-
ir veradarengill þinn staðið hjá rúminu þínu í
gærtkveldi og séð, um hvað þú varst að hugsa,
áður en þú fórst að sofa. Hann hefir svo látið
þig dreyma þetta, til þess að sýna þér, hvað þú
ættir að gera við peninginn, sem þér var gefinn
í gær. Ef maður byrjar á unga aldri á því, að
hugsa aðeins um sjálfan sig, þá verður maður
eigingjarn alla æfina. Það er því gott fyrir
börain og unglingana, að læra fljótt að afneita
sjálfum sér og gera eitthvað fyrir aðra, og ein-
hvern tíma verður hver og einn að byrja, ef
nokkuð á að verða a'f því. Væri nú ekki meira
gamani fyrir þig, að kaupa eitthvað fyrir pen-
inginn og færa það Kristjáni litla? Ef til vill
er hann svangur. Eg hefi ekki séð mömmu hans
ganga fram hjá nokkra daga, getur verið að hún
sé 'lasin.”
“ Jæja, mamma. Eg skal gera það. Eg skal
fara með það, ef þú vilt taka það til. ”
Friðrik litli hljóp nú með peninginn í na?stu
búð og keypti brauð og smjör og fleira. Mamma
hans lét svo töluvert a'f tilbúnum mat, ásamt
því, sem Friðrik liafði keypt, í stóra ávaxta-
körfu, og Friðrik lagði af stað með það til
Kristjáns litla.
“Kom inn!” var sagt, er Friðrik barði að
dvrum hjá Kristjáni. Friðrik gökk inn. Krist-
ján litli sat við eldhúsborðið og var að lesa í
skólabókum sínum.
“Hefir þú nóg að borða, Stjáni?” spurði
Friðrik litli. Kristján leit upp, horfði á Frið-
* rik, leit svo á körfuna og róðnaði töluvert.
Friðrik sá, að tár komu í augu Kristjáns litla
og varir hans skulfu dálítið, er hann sagði frem-
ur lágt:
“Niei. En mamma kemur með eitthvað
handa mér að borða í kvöld. Hún hefir verið
lasin, .síðustu dagana og ekki getað unnið neitt,
en í dag er hún að vinna. ”
“Mamma sendi mig með þetta til þín,’ sagði
Friðrik og lét körfuna á borðið. — Kristján
litli stóð upp, tíndi allan matinn upp úr körf-
unni og lét á borðið, fékk Friðriki körfuna aft-
ur og sagði:
“Þakka þér kærlega fyrir. Ef til vill getur
mamma einhvem tíma gert eitthvað fyrir
mömmu þína, fyrir þetta.”
“Þess þarf nú ekfki. Mér var gefinn stór
silfurpeningur í gær;' eg ætlaði að kaupa mér
fótbolta fyrir hann, en svo dreymdi mig svo
undarlegan draum í nótt. ’ ’
“Segðu mér, hvað þig dreymdi,” sagði
Kristján litli, og fór að verða dálítið forvitinn.
Friðrik isettist nú niður og áagði honum
alt saman.
“Er það ekki undarelgt?” sagði Stjáni litli.
‘ ‘ Eg var að hugsa um svo margt í gærkveldi,
áður en eg sofnaði. Eg hugsaði einnig um þig
■og börnin, sem hafa nóg af öllu. Eg hafði eng-
an mat fengið allan daginn. Eg bað Guð að
gera mig að duglegum og sterkum manni, svo
eg gæti hjálpað mömmu.”
Friðrik kvaddi Kristján litla og hljóp heim
til mömmu sinnar, og aldrei hafði hann hlaup-
ið heim svo glaður með neinn feng, hvorki með
leikföng eða sætindi, er hann hafði ’keypt sér.
eins og hann hljóp nú heim með tóma körfuna.
Honum hafði aldrei liðið betur.
“Það var gott að eg fór, mamma,” sagði
Friðrik litli, er hann kom inn til mömmu sinnar.
“Eg er riss um, að Stjáni litli hefir verið
svangur. Hann hafði engan mat fengið í allan
gærdag. Mamma hans hefir verið lasin, en nú
er hún farin að vinna aftur.
“Já, það var gott að þú fórst, drengur
minn. Eg er viss um, að þú iðrast aldrei eftir
því. Eg var einu sinni fátæk, lítil stúlka. Eg
hefi æfinlega kent í brjósti um þá, sem bágt
eiga, og hefi reynt til að gleðja þá stundum.
Mitt hefir aldrei orðið minna fyrir það. Því
meir sem eg hef.i gefið, }>ví meira hefir mér
hlotnast. Eg hefi æfinlega trúað því, sem
Jesús sagði: ‘Gefið og yður mun gefast’. Eg
vildi, að þú gerðir það að vana þínum, drengur
minn, og eg er viss um, að þú mundir þá verða
farsæll. Blessun drottins mundi þá fylg}a öll-
um fyrirætlunum þínum og störfum. Guð er
kærleikur, og Guð elskar þá, sem bágt eiga.
Hann launar þeim, sem gera þeim gott. Þú
hefir lært greinina:
“Svo elskaði Guð heiminrí, að hann gaf sinn
eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trú-
ir, glatist ekk.i, heldur hafi eilíft líf. ”
“Guð elskar, og Guð gefur. Jesús elskaði
okkur, og gaf alt. Hann elskaði ‘litlu börnin.
Hann elskaði liina bágstöddu og fátæku. Hann
hjálpaði þeim, sem bágt áttu, og gerði öllum
gott, og hann sagði:
“ Sœlla er að gefa en þiggja.’’
Pétur Sigurðsson.
SAMKUNDUHÚSIÐ 1 KAPERNAUM.
Það á að endurreisa það, eins og það var á
dögum Krists.
Fornmenjamenn hafa átt góða daga, síðan
Englendingar tóku við stjórninni í Gyðinga-
landi. Nú er alt leyft, sem Tybkir bönnuðu áð-
ur. Nú er grafið í foraar rústir og rannsóknir
gerðar, og hafi menn nú fé til þess, þá er byrj-
að á að varðveita rústirnar, eða jafnvel að
byggja þær upp að nýju, eins og t. d. borgina
Kapernaum við Genezaret-vatnið, — þá borg-
ina, sem mest kemur við æfisögu frels^rans.
Nútímamenn á Gyðingalandi kalla nú stað-
inn Hell Hum, þar sem Kapernaum stóð á dög-
um Krists. — Fommenjjastofnunin í Jerúsal-
em, sem auðugir Gyðingar í Ameríku halda uppi
að mestu leyti, hefir látið vinna að greftri á
þessum slóðum árum saman. Komu þeir þá
niður á fjölda súlna, veggi og aðra parta af
stórum byggingum. Með mælingum og frekari
grefti urðu þeir þess vísir, að þetta var ekkert
annað en samkunduhúsið í Kapernaum. En nú
hefir það verið afráðið, að byggja það hús upp
í ®ama sniði, eða í upphaflegri mynd þess.
Það gekk greitt að safna fé til þess, og er
svo ráð fyrir gert, að á næsta ári verði byrjað
á verkinu, og því verði ldkið að fullu 1930. Kom-
ist þetta í framkvæmd, þá verður með því end-
urreist ein af belgustu byggingum gyðingdóms-
ins og kristindómsins, og þar að auki úr sama
efni og fyrir 1900 árum.
Það er ekki talinn minsti vafi á, að rústir
þær, sem fundnar eru, séu af samkunduhúsi því,
sem Jesús prédikaði í, eftir ]>að er hann fór frá
Nazaret, er borgarbúar þar ætluðu að svifta
hann lífi. — Það þykir ekki líklegt, að verið
hafi nema eitt sanlkunduliús í svo lítilli borg,
eins og Kapernaum var. 0g rústirnar eru auð-
sjáanlega frá 1. öld e. Kr. Það er líka margt,
sem bendir ótvíræðlega á, að það hafi verið þetta
samkomuhús. 1 rústunum hafa þeir líka fund-
ið stein, og á hann var mörkuð mynd af manna-
krutóku, sem það liið lielga brauð var gevmt í.
Vel mætti láta sér til hugar koma, að það
hafi verið endurminningin um þessa mynd, sem
vakti fyrir Kristi, þegar hann talaði til fólks-
ins þessi orð:
“Feður vorir átu manna í eyðimörkinni, eins
og ritað er: Hann gaf yður brauð af himni að
eta. ’ ’
Að rústirnar séu ag samkunduhúsi má yfir-
leitt marka af því, að á annan hvom stein er
mörkuð mvnd af sjö-örmuðum ljósastjaka, þeim
er helgaður var samfkunduhúsinu og musterinu
í Jerúsalem. Það er talið alveg víst, að sam-
kunduhúsið hafi hrunið af landskjálfta. Það
hefir þá verið bygt fyrir ekki a'll-löngu. Og af
þeim orsökum, og svo því, að súluraar hafa leg-
ið undir sandi og mold, þá hafa þær getað hald-
ist svona vel. Það verður hægt að nota mikið
af þeim við endurbygginguna. Það greiðir og
mjög fyrir verkinu, að hægt verður að nota
mikinn hluta af grunninum og undirstöðunum.
Þetta hvorttveggja hefir legið djúpt niðri í
sandinum, og engum hefir í hug komið, að taka
þar stein í aðra byggingu. En annars hafa
margar fornar rústir orðið fyrir illum skemd-
um á þannj hátt.
CFrairíh.)
GÓÐ TRYGjGING.
“Segið mér, herra minn, lánið þið hérna ekki
peninga?’” var spurt í drengjarómi í skrifstofudyr-
unum. — Bankastjórinn sneri sér við í stólnum og
virti fyrir sér bjarteygan dreng, fátæklega til fara.
Andartak hvessti bann augun á drenginn, eins og
til að komast að raun um, (hvað í honum byggi. Svo
svaraði hann: “Stundum gerum við það — gegn
góðri tryggingu.” — Drengurinn skýrði bankastjór-
anum síðan frá því, að nú ætlaði hann að fara að
selja iblðð á torginu, en sölustaður þar kostaði
svona og svona mikið. Nú hugsaði hann sér að
spyrja, hvort eigi mundi eiríhver banki svo vænn, að
lána sér upphæðina. — “Hvaða tryggingu geturðu
boðið?” spurði bankastjórinn með mestu alvöru-
gefni. Með veðurtekinni hendi dró drengurinn upp
úr vasa sínum blað, sem ihann geymdi innan í lérefts-
rýju. Það var prentuð skuldbinding, sem hann hafði
undirskrifað, um að neyta hvorki víns né tóbaks. —
Baríkastjórinn tók blaðið og athugaði það með gaum-
gæfni, eins og það væri tryggingarbréf í fasteign.
Svo stóð hann á fætur og lét drenginn hafa umbeðna
peningaupphæð út á blaðið. Hann virti mikils þenna
dreng, sem í fyrsta lagi sótti um 1 á n í ýtað þess að
betla, og gerði það að hætti fjármálamanna, að svo
miklu leyti, sem þekking hans leyfði. 1 öðru lagi
fanst bankastjóranum mikið til um, hve vandlega
drengurinn geymdi bindindisSkuldbinding sína. Það
bar vott um einlægt hjarta og ákveðna skapgerð.
Þess vegna lánaði hann honum péningana. — Hann
hafði fullgóða tryggingu. (Þýtt) . —Smári.
— Kona nokkur heimsótti móður Aðalheiðar
litlu. Þegar konan hringdi dyrabjöllunni, kom Að-
alheiður til dyra. “Er pabbi og mamma heima?”
/spyr konan. — Já, þau eru bæði heima,” svaraði litla
stúlkan. — “Eru þau nokkuð við bundin?” spyr þá
konan. — “Bundin?” sagði Aðalheiður. “Nú, já —
jú, þau eru í hjónabandi, og eg er dóttir þeirra.”
Kínversk spakmæli. — Peningarnir eru góðir
þjónar, en hættulegir húsbændur. — Það er erfitt
að lofa, en auðvelt að lasta. — Miklir menn leita
ráða, en smámennin þykjast ekki þurfa á ráðlegging-
um að halda. — Smári.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Oor. Graham og Kennedy Bt*.
PHONE: 21 8S4
Office tímar: 2—3
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR 0. BJORNSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Gnalham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 8 84
Office tímar: 2—S.
Hoimili: 764 Victor St.
Phone: 27 586
Winnipeg, Manltoba.
DR. B. H. OLSON
21 «-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Pbone: 2J 8S4
Ofíice Hours: 8—i
Helmlli: 921 Sherhurne St.
Win-nipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Mcdical Arts Uldg
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phole: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka tjúkdóma.—Er a8 hltta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 edi.
Heimili: 373 River Ave.
'Paia. 42 691
DR. A. BLONDAL
Medical Arts Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdóma.
Br aB hltta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 298
Helmlil: 806 Vlctor St.
Slmi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tannlæknlr
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone: 21834
HelmlUs Tais.: 38 626
DR. G. J. SNÆDAL
Tanntcknlr
614 Somerset Block
Oor. Portage Ave og Donald 8t.
Talslmi: 28 889
Dr. S. J. Jóhannesson
stuadar almennar
lœkningar
532 Sherburn St. Tals. 30 877
G. <W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 Maryland Street
OÞriðja hús norðan við Sarg.)
Prone: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 3—5 e. h.
Dr. C. MUNSON, L. D. S.
Dentist
66 Stobart Bldg.
290 Portage Ave. Winnipeg
Phone 25 258
Fer til Gimli og Riverton. —
Veitið því eftirtekt í bæjar-
fréttunum.
Dr. C. J. Houston,
Dr. Sigga Christiauson-Houston
Gibson Block
Yorkton, - Sask.
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
FowlerQptical
THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN íal. lögfræðtngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phiones: 26 849 og 26 840
LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N lalenzklr iögfræðingar. 356 Maln St. Tals.: 24 963 Peir hafa etnnig skrifatofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Plney og eru þar a8 hitta & eWrfylgJ- andi tímum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta mi8vikudag, Piney: priöja föetudag 1 hverjum má.nuOi
J. Ragnar Jotinson, B.A., LL.B,, LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014
JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768
G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371
Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg.
A. C. JOHNSON 907 Oonfederation Iiif« Bld*. WINNIPEG Anntust um faateignir monna. Tek- ur a8 sér a8 á.vaxta aparifé fðlks. Selur eldsábyrgS og bifreiBa ábyrgB- ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraB samstundis. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimasiml: 33 328
J. J. SWAN80N & CO. IXMITED R e n t a 1 s Insurance Real Estate Mortgagei 600 PARIS BLDG., WINNPBO. Phones: 26 349—2« 340
Emil Johnson SERVIGK EI.EOTRIO Kofmagns Contracting — Allahuns rafmagnsáhöld seld. og vUJ pau gort Eg sel Moffat og CcClary elda- véíar og hefi þxvr til sýnia á verk- stœOl mínu. 524 8ARGENT AVK. (gamla Johnaon’s byggtngin vIO Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 336
A. S. BARDAL 848 Shorbrooke St. Selur likkistur og annast um ttt- farir. Allur ötbflnaður e& beatL minnisvarðla og legsteina. Skrifstofu tatei. 86 607 Helmilia Tals.: 58 809
Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG.
S1MPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafðður. Annast einnig um allar tegundir flu tninga. 647 Sargent Ave. Simi 27 240
CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237
Giftinga- og Jarðarfara- Blóm me8 Utlum fyrlrvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tate.: 80 790 St. John: 3, Rlng 3