Lögberg - 09.08.1928, Side 4

Lögberg - 09.08.1928, Side 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST 1928. Jögberg GefiÖ út hvern Fimtudag aí Tbe Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Taloiman N-6S27 ofi N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanásknft til biaðain*: Ttjt *0lUMBií\ PRE8S, Ltd., Box 317*. Winnttieg. M»n- Utan&ekrift riUtjórans: íOITOR LOCBERC, Box 317* Winnipeg, Man. Ver8 $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "Llígberg" ls prtnted and publlshed bT The Columbifa r'rees, LUmUei. in the Coiunabia ttuUding, 686 öargent Ave-, Winnipeg, Manitoba. Betur látið ógert. • í Lögbergi í síðustu viku birtist greinarstúfur, eftir formann heimfararnefndar Þjóðræknisfélags- ins, Jón J. Bildfell. Gengur ritsmíð þessi undir nafninu “Ritstjóri Lögbergs jog J. T. Thorson”, og ý. að vera, að því er oss skilst, ofurlítil tilraun til þess, að draga úr gildi athugasemdar- þeirrar, er vér gerðum við bréf Mr. Thorsons í Sambandi við styrk heimfararnefndarinnar frá stjórninni í Saskatchewan. Um stjórnarfarslegu eða lagalegu hliðina á því máli, ætlum vér síft af öllu að deila við Mr. Bildfell. En hitt vildum vér vinsamlegast mega benda honum á, að þrátt fyrir þetta síðasta skrif hans, stendur sú stað- hæfing vor óhðgguð, að Mr. Thorson hefði gengið feti framar, en æskilegt var í athugsemdum þeim, er hann gerði við bréf Sveinbjarnar prófessors Johnson, þar sem hann gerði Saskatchewan styrkinn að aðal umtalsefni, er Mr. JoHnson þó hvergi nefndi á nafn, en gekk öldungis fram hjá Manitoba styrkn- um, er bundinn var við það, að auglýsa höfnina í Fort Churchill, og gat því undir engum kringum- stæðum skoðast annað en innflutninga-agn. Eftir að hafa lokið við að lesa þenna fyrsta kafia ritgerðar Mr. Bildfells, flaug oss í hug saga, sem Mr. W. H. Paulson hefir svo iðulega skemt landanum með. En hún var af dreng, sem var þann veg klædd- ur, að ísetan á buxunum var beggja megin, svo eng- inn vissi hvort hann var að koma eða fara. Næst gerir Mr. Bildfell undirskiftir þær, er sjálf- boðanefndin gekst fyrir, að umtalsefni, og kallar þær “óheilla og óhappa spor”. Ekki finst honum það samt ómaksins vert, að reyna að rökstyðja þá stað- hæfingu. Þá minnist Mr. Bildfell á fundahðld heimfarar- nefndarinnar, og getur þess meðal annars, að dálítið atriði hafi komið fyrir á fundinum að Brú, ^er gert hafi það að vérkum, að engin uppástunga hafi verið borin upp. Hvaða atriði var það? Hvaða fundargerningar eru það, er Mr. Bildfell gefur í skyn, að vér höfum ekki birt, “þrátt fyrir ít- rekuð loforð”? Þá kemur Mr. Bildfell að spurningunum átta, er vér lögðum fyrir heimfararnefndina. Hvort Mr. Bild- fell taiar þar fyrir nefndarinnar munn, eða ekki, verður ekki ráðið af greininni. Spurningunum er undantekningarlaust rangsvarað, og skulu því til sönnunar tvö dæmi tekin, er sökum rúmleysis í blað- inu, verða a$ nægja að sinni. f svarinu við fyrstu spurningunni, segir Mr. Bild- fell, að vér höfum gefið samþykki vort' við styrk- beiðninni mótmælalaust. Þetta veit Mr. Bildfell að er ósatt. Vér vorum fjarverandi er skýrsla hans, sem formanns heimfaFarnefndarinnar, var lögð fram og afgreidd. Eftirgreint vottorð, ásamt gerðabók Þjóðræknis- þingsins, tekur af ðll tvímæli í þessu tilliti: “Eins og sjá má af skýrslu Þjóðræknisþingsins, er haldið var í Winnipeg, dagana 21., 22. og 23. febr. 1928, þá gegndi eg skrifarastörfum, sökum þess að skrifari félagsins, herra Einar P. Jónsson, gat ekki setið þijigið sökum annríkis við ritstjórn Lögbergs, og eins hins, að hann var part af þingtímanum utan borgarinnar. Hann var ekki á þingi, er skýrsla heim- fararnefndarinnar var lesin, rædd -og samþykt. Winnipeg, 7. ágúst 1928. Sig. Júl. Jóhannessoný’ Vér vorum líka fjarve^andi, er það ]fom til um- ræðu á þjóðræknisþinginu, að bæta ritst^órum blað-^i anna í heimfararnefndina, og var felt. Vér getum fullvissað Mr. Bildfell um það, að þau úrslit féllu oss langtum betur í geð, en hann ggtur nokkru sinni gert sér í hugarlund. í svarstilraun sinni við fimtu spurningunni, klykkir Mr. Bildfell út með því, að oss sé óhætt að trúa því, að heimfararnefndin hafi aldrei ætlað “að stela þessu fé, eða nota það í hagsmunaskyni. Höfum vér nökkru sinni borið heimfararnefndinni óráð- vendni á brýn, svo Mr. Bildfell eða nokkur annar maður viti til? Væri nokkuð úr vegi, að Mr. Bildfell svaraði því vafningalaust? Nýjasta nýtt. f “Heimkoma Vestur-íslendinga” er fyrirsögn á gerin í Lögréttu frá 4. júlí s.l. Er þar all skilmerki- lega sagt frá heimfararmálinu frá sjónarmiði heim- faramefndarinnar. Greinin virðist óneitanlega bera á sér vestræn einkenni. Markverðast við greinina er það, sem sagt er um forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Ragnar E. Kvaran: “Hann hafði ráðgert að flytjast heim hingað (til Reykjavíkur) í sumar, og hafði hon- um boðist kennarastaða við væntanlegan ungmenna- skóla hér í bænum. En vegna deilunnar um heim- sóknarmálið 1930, hefir hann nú gert það fyrir beiðni skoðanabræðra sinna vestra í 'því máli, að fresta heimförinni að minsla kosti til 1930, og starfa áfram í þarfir Þjóðræknisfélagsins, þangað til heimsóknar- máliu er ráðið til lykta.” Hvernig stendur á þvíj að heimfararnefnd Þjóð- rfeknisfélagsips,. Ji^fírMeíckj', skýrt almenningi frá þessari tveggja ára vistráðning séra Kvarans? / Svar til Mr. J. T. Thorson. Eftir Sveinbjörn Johnson. Quite by chance I discoveréd Mr. J. T. Thorspn’s letter in “Lögberg” of July 19. I had skimmed through the paper and put it away, when I happened to see my own name. mentioned. The difference between Mr. Thorson and myself is upon a technical question of constitutional law. Ordinarily I should refuse to bore lay readers of a weekly newspaper with a discussion of that sort, but silence might be construed as contempt for the legal opinion of a man, for whose intelligence, although I have never met him, I have had the highest regard. I promise ýou, however, that IVshall not be inelined to take notice of this cgntroversy further. In my letter to Dr. Brandson, I said in substance, that public funds could not be lawfully appropriated to private uses. To put the matter differently and more accurate'ly, the essential principle I put for- ward was and is that the power to tax—a state usu- ally has no revenue save such as is raised by taxation of the people—can not be exerted in béhalf of private persons or private uses, as distinguished from pub- lic, orvas I believe it would be put in your country, “provincial purposes.” On that proposition I stand and assert here that there is no constitutional pow- er in any legislature, under An^lo Saxon Jurisprud- ence, save possibly the Parliament of the British Empire which is the repository of Supreme Sover- eignty, to compe] Farmér A to pay to the State in the guise of a' tax a sum of money to be paid to Farmer B, to enable the latter to use the same for his own exclusive personal ends and purposes. If I am wrong on this point, then you have, much to the surprise of the rest of the world, the anachronism of arbitrary power in a provincial legislature. I do not believe it; and your courts deny it. Here is Mr. Thorson’s own Ianguage: "It is within the legislative competence of the legislature of Saskatchewan to dispose of its'funds as it sees fit.” A claim for arbitrary power whjch out-Char- leses Charles I—who lost his head in the fight against those of his subjects who did not believe in arbitrary power. Again Mr. Thorson says: “I do not be- lieve that any lawyer of repute would doubt the con- stitutional right of the legislature to make the grants it did.” I may not, in Mr. Thorson’s judgment, be a “lawyer of repute”, and whether or not I' am is of little eonsequence; but if there was no element of public purpose present—Mr. Thorson points to none —and the gift waa purely for the use of a private committee, there are others of undoubted repute as lawyers who not only doubt hut deny it. He con- tinues: In answer to that statement (mine, that public munds cannot be lawfully appropriated to private uses) it is perfectly elear that government can appropriate funds for any purpose, whether public or private, provided these funds have been voted by the legislature of the province, etc.” Thus we have the issue squarely presented. In the United States there is no question of the soundness of my position. No principle of constitutional law is-more firmly established on our side of the bound- ary line than that the power of taxation can be ex- erted only for public purposes and that a legislature has no power to appropriate public funds for private uses. Do you in Canada, on this point, live under an essentially different principle? I do not think so, and I rest my views on Canadian or English authority, although the Supreme Court of the United States has spóken rather emphatically on this point and the better class of Canadian lawyers have some re- spect for its decisions, as do also your courts. I quote from Justice Miller in Savings Loan Ass’n v. Topeca 20 Wall. 655: “There are limitations of such powers, which arise out of the essential nature of all free governments; implied reservations of indi- vidual rights, without which the social compact could not exist, and which are respected by all gov- ernments worthy of the name. Among these is the limitation of the right of taxation, that it can only be used in aid of a public object ...” Saskatchewan operates under a written consti- tution; namely the British North America Act. Under this Constitution the powers of the Province are distinctly limited, and your courts, from the Judicial Committee of the Privy Council down, have so said many times. In section 92 subjects on which the Province may exclusively legislate are enumer- ated; and sub-section 2 thereof confers the power of dirpct taxation “in order to the raising of a Rev- enue for Provincial purposes,” and sub-section 9 authorizes the collection of license taxes to raise “Reýenue for Provincial, Local or Municipal Pur- poses.” Under scoring is mine. With sub-section 15 we are not concerned. “Any power of taxation they (the Provinces of Canada) have' must be found” in the British -North America Act, says Lefroy, in Canada’s Federal System. And in Reed v. Mousseau 8 S.C.R. p. 431 it is said by the Supreme Court of Canadá that the Provincial legislative power to raise revenue by any sort of a tax is found in sub-sections 2, 9 and 15 of that Act. “Provincial,” “Local,” “Municipal” and “Rev- enue” clearly import a purpose which is public or governmental, but not private ends. I am astounded to find a man of undoubted standing make a contrary contention. Without any intended invidious implica- tion I borrow a phrase and sugest that no “lawyer of repute” would contend that a tax, the purpose of which is to raise a fund to be given to individuals fqr private purposes, was a tax levied for a “Provin- cial Purpose.” I£ ís not among the constitutional “Purposes” of a Province or of a state to exert its taxing power to take monéy from A and give it to B. The contrary would be the very quintessence of arbitrary power. Chief Justice Wood, Court of Queen’s Bench, Manitoba in Hudson Bay Co. v. Attorney General, Temp. Wood p. 299, at p. 216: (Framhald á 5. bls.) •' • '* ” • Sí * > 7 II f! Jt “Sjáið nöfnin.” Þegar heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins hélt fund sinn 21. og 22. maí síðastliðinn og afréð að lifa og deyja á stjórnarspena, skýrði Dr. S. J. Jóhann- esson í grein sinni í Lögbergi 31. maí frá umræðun- um á nefndarfundi á jþessa leið: “í umræðunum lýstu nefndarmenn því yfir hver á fætur öðrum, að þeir.vissu að almenningsálitið væri á móti sér; en sumir þeirra sögðu, að ajmenn- ingsálitið væri skapað í dag og umskapað á morgun. Kváðu þeir ekki annað þurfa, en að halda fundi um allar íslenzkar bygðir og bæi, og gæta þess að ein- hver nefndarmaður væri á hverjum fundi og fá til- lögur samþyktar; með þessu móti tækist að mynda nýtt almenningsálit.” Þessar síðustu vikur hafa nú þessir dánu- menn verið að ferðast um út um bygðir og bæi og hafa sett á stað í blöðunum sína ritfærustu menn í þeim tilgangi, að reyna að “umskapa” almennings- álitið. Þeir-ganga nú mjög roggnir með $2,000 frá Saskatchewan stjórninni upp á vasann, og þeirra slagorð ætti að vera: “Með stjórnarstyrk skal alla mótspyrnu gegn stjórnarstyrk kæfa.” Þeir láta mik- ið yfir því, hvað þeim hafi orðið ágengt að hræra í landanum með allri sinni mælsku og öllum sínum “skýringum”. En það merkilega er, að enginn hefir gott að eegja, um spenastefnu nefndarinnar, og nefndarmenn sjálfir eru á allar lundir að reyna að snúa hugum manna frá allri umhugsun um eina deiluatriðið, — stjórnarstyrks betli nefndarinnar — og inn á alt aðrar brautir. Nú er öll áherzlan lögð á það, að sýna fram á, hvað framúrskarandi miklir menn skipi*heimfararnefndina, og hvaða rusl sé í sjálfboðanefndinni, en alls engin tilraun gerð til þess að sýna fram á það og sanna, að stjórnarstyrks hafi veitfð þörf eða að heimfararnefndin hafi haft nokk- urt umboð til þess að leita slíks styrks. Þetta geng- ur svo langt, að jafnvel nefndarmennirnir sjálfir eru farnir að standa á fætur á þesíum umsköpunar- fundum sínum og hafa orð á iþví hvað mikið ofar þeir standi í mannfélaginu, en meðlimir sjálfboða- nefndarinnar og hrópa þar mjög borginmannlega hver í kapp við annan: “Sjáið nöfnin!” Eg get ekki að því gert, að mér finst að það sé andlegt ættarmót með þessum dánumönnum og Farí- seanum forðum, -sem þakkaði guði fyrir það, að hann væri ekki eins og aðrir menn. Norðmenn segja með réttu, að “selfros stinker”, og eg er viss um, að fleir- um en mér finst fremur daunillur allur þessi remb- ingur og gorgeir og alt Iþetta sjálfshrós nefndar- manna. Og þegar ofan á iþetta er bætt, með því að slá því út (sem vitaskuld kemur málefninu ekkert við), að allir peningarnir séu heimfararnefndarmeg- in, er gott að minnast orða ritningarinnar: “Ríkur maður þykist vitur, en snauður maður, sem er hygg- inn, sér hann út.” 9 Nema að út frá því sé gengið, að þessir menn skipi svo háan sess, að þeir séu óskeikulir og að það sé goðgá, að athuga að no.kkru leyti gjörðir þeirra í sambandi við heimfararmálið, er ekki nema sann- gjarnt að krefjast iþess, ef þeir á annað borð virða íslenzkan almenning viðtals, að þeir ræði sjáflt deiluatriðið útúrdúralaust og að þeir segi satt. Því miður finst'mér að nefndinni sjálfri og skjaldsvein- um hennar hafi reynst Ihvorttveggju þetta ofvaxið. Eg hefi að þessu sinni ekki tíma til þessa að gera meira en að eins að drepa á örfá atriði, en ef mér finst ástæða til, læt eg, ef til vill, heyra frá mér seinna. , ' If Því er óspart haldið fram, að mótmæli þau, sem hafin hafa verið gegn gjörðum nefndarinnar, séu persónuleg árás á nefndarmennina sjálfa og sprott- in af illviíja til þeirra. Þessu neita eg afdráttar- laust, hvað viðskifti mín af þessu máli snertir. Eg tel mikinn meirihluta meðlima heimferðarnefndar- inar í hópi vina minna, og eg vona, að sá vin- skapur skerðist ekkert við þessar deilur. Hér er um opinbert málefni að ræða, og það er sannfær- ing mín, að heimfarajnefndin hafi í þessu máli stig- ið óþarfa- og ógæfu- spor, sem nauðsynlegt sé að Iagfæra nú, áður en lengra er farið og til miri ó- gæfu leiðir. Eg veit, að það er oft erfitt í bili, að átta sig á því, að vinur er sá er til vamms segir; en það er meðlimum heimfararnefndarinnar sjálfum einum um að kenna, að til opinberra mótmæla þurfti að koma. Þeim gafst.tækifæri til að leiðrétta þetta mörgum mánuðum áður en nokkur opinber mótmæli voru hafin, en þeir kusu heldur, að láta þetta verða að blaðamáli. Og á þessu stígi málsins neita eg að láta þagga niður í mér fyr en mér er boðið eitthvað haldbetra en að eins hróp nefndarinnar: “Sjáið nöfnin., Síðan þessi deila hófst, hefir Jóni J. Bildfell, formanni heimfararnefndarinnar, verið haldið veg- legt samsæti í tilefni af tuttugasta og fimta gifting- arafmæli þeirra hjóna. Því samsæti stýrði Dr. Brandson, og bæði eg og margir aðrir, sem erum eindregiíj á móti spenastefnunni, en berum þrátt fyr- ir það vinarhug til Jóns J. Bildfells, sátum það sam- sæti. Síðan þessi deila hófst, hefir Lögberg flutt hólgreinar um tvo aðra meðlimi heimfararnefpdar- innar. Aðra um Guðmund dómara Grímson. Hina ritaði ritstjóri Lögbergs um Ásmund P. Jóhannsson. Ætti iþetta að nægja tl þess að sanna að minsta kosti það, að enginn persónulegur kali nær til þessara þriggja nefndarmanna. Það er eitt, sem heimfararnefndin virðist enn ekki farin að skilja, og það er, að Vestur-íslendingar standa ekki að neinu leyti fyrir hátíðahhaldinu á ís- landi 1930. Þeir verða þar eins og hverir aðrir að- komandi. Þeir verða ekki einu sinni gestir lands- ins í neinum öðrum skilnipgi en útlendingar yfir- leitt. Stjórnarstyrksbetl heimfararnefndarinnar er þVí ekki hægt að réttlæta, sem styrk til undirbúnings hátíðahaldsins á Islandi, en að eins sem styrk til undirbpnings tii þess að sækja hátíðina. Betl nefnd- arinnar um stjórnarstyrk er því eins konar þrotabús- yfirlýsing fyrir hönd Vestur-íslendinga, sem heldur því fram að þeir geti ekki sótt þetta hátíðarhald ættjaíðarinnar, nema með peningalegum styrk frá hérlendum stjórnarvöldum. ! at í | ■.si' '* \ • ■ r*. •■■-. .i■ Eg held því fram enn, að þetta betl hafi verið óþarft og Vestur- Islendingum til minkunnar, og mér er það með öllu ofvaxið að skilja, hvernig hægt sé að skoða það sem heiðursgjöf til Vestur-íslend- inga, þó ein'hver stjórn hafi látið tilleiðast fyrir kvabb heimfarar- nefndarinnar til þess að veita henni ákveðna upphæð, sem beðið var um í peningum og sem öltnusu til þess að búa sig undir að fara í veizlu. Upptökin voru ekki hjá hérlendum, stjórnarvöldum og jafnvel upphæðin var ekki tekin til af þeim, en af heimfararnefnd- inni sjálfri. Heimfararnefndin bað beint um $1,000 virði af þess- um “heiðri” á ári hverju í þrjú ár og líað um þenna “heiður” í gler- hörðum peningum, og bað um að þessi “heiður” yrði borgaður til sín. Jafnvel þó eg “sjái nöfnin” í heimfararnefndinni, fæ eg samt ekki skilið, að það sé nokkur upp- sláttur fyrir Vestur-íslendinga, að fá svona lagaða “heiðursgjöf,” og mér finst fremur lítið um þenn- an heiður. ‘ í grein sinni í Lögbergi 19. júlí birtir J. T. Thorson lista þann af f járveitingum Saskatchewan þings- ins sem “heiðursgjöfina” frá Sas- katchewan er að finna í. En þar er fjárveiting þessi alls ekki talin sem heiðursgjöf, og þar er ekkert, sem bendir til þess, að fé þetta sé veitt í heiðurs skyni við okkur. í listanum stendur fjárveiting þessi samhliða $8,380.00 fjárveitingu til nautgripakvía í Saskatchewan. Samkvæmt rökfærslu heimfarar- nefndarinnar verður því að sjálf- sögðu að skoða fjárveiting þá, sem veitta í heiðurs skyni við naut- gripi í Saskatchewan, og það því miklu fremur, sem að nautgrip- irnir- sóttu ekki um neinn styrk, en heimfararnefndin béinlínis bað um styrk og bað um ákveða upphæð og bað um hana í peningum. Sam- kvæmt sama mælikvarða hafa nautgripir í Saskatchewan verið “heiðraðir” miklu meira en Vest- ur-lslendingar, því fjárveitingin í þeirra þarfir er margfalt stærri en “heiðursgjöfin” til heimfarar- nefndarinnar. Þeir sem, sóttu almenna fund- inn, sem haldinn var í Winnipeg 1. maí, muna það, að Jón J. Bild- fell, formaður heimfararefndar- innar, lýsti yfir því í heyranda 'hljóði, að það væri ósatt, að heim- fararnefndin hefði sótt um styrk til sambandsstjórnarinnar. Sú staðhæfing hans var því miður ó- sönn. Eg furðaði mig á því, að hann skyldi leyfa sér að gera hana og eg furða mig á, að meðnefndar- menn hans skyldu þá og síðar samsinna þetta með þögninni, því þeir vissu, eða hefðu átt að vita, að staðhæfing Mr. Bildfells var ó- sönn. Sannleikurinn er sá, að heimfararnefndin sótti um stjórn- arstyrk til sambandsstjórnarinn- ar. Samkvæmt tilmælum nefnd- arinnar sótti J. T. Thorson, sem sæti á í nefndinni, um slíkan stjrrk fyrir hennar hönd. En þegar op- inber mótmæli hófust gegn stjórn- arstyrks - betli heimfararnefndar- innar, var Mr. Thorson svo fljót- ur að átta sig á því, að þessi mót- mæli voru á góðum og gildum rök- um bygð, að hann tók það upp hjá sjálfum sér, að afturkalla þessa fjárstyrksbeiðhi, án þess að bíða eftir þvi, að bera það undir nefnd- ina. Hans hendur eru því hrein- ar í þessu máli, en það sama verð- ur því miður ekki sagt um alla meðnefndarmenn hans. Heimfar- arnefndin hlýtur að finna býsna greinilega til iþess, hvaða ósómi iþetta stjórnarstyrksbetl hennar (er, þegár hún grípur til þess ör- þrifaráðs, að segja opinberlega ó- satt um iþað, ihvað víða hún betl- aði og hvað mikið af opinberu fé hún reyndi að fá veitt til sín. Væri nokkur ástæða til þess, að fara í felur með þetta, ef hér væri um heiðursgjöf til Vestur-íslend- inga að ræða, eða ef þétta væri gert í heiðursskyni við þá? Er þetta ekki áþreifánleg sönnun iþess, að í hjarta sínu vita með- limir heimíararnefndarinnar, að um ekkert slíkt er að ræða, en þeir eru að vona, að þetta “gangi í fólkið?” Það ihefir mikið verið gert úr því, hvað ómögulegt það sé fyrir heimfararnefndina, að’ skila aitur stjórnarstyrk þeim, sem henni hef- ir verið veittur af stjórninni í Sas- katchewan. Formaður heimfar- arnefndarinnar skýrði sjálfboða- nefndinni tfrá því, að það væri sér- stökum vandkvæðum bundið, vegna þess að fé Iþetta hefði verið veitt af þinginu í Saskatchewan “by specitl Act of the Legislatpre”, jþ. e.a.s., að þetta fé hafi verið veitt á svo hátíðlegan hátt, að til þess hafi þurft sérstaka löggjöf. Það sama sagði Guðmundur dómari Grimson Dr, Brandson og mér, að sér hefði verið sagt, þegar hann átti tal við okkur 21. maí, þvl hann hafði verið “fræddur” á þessu af meðnefndarmönnum sín- um, og eg fann að hann trúði þessu sjálfur. Þó þetta væri nú satt, fæ eg ekki séð, að það skap- aði neina erfiðleika. En það var ekki satt. Það var alls engin special Act of the Legislature”, þ. Þessi fjárveiting var ekkert frá- brugðin vanalegum fjárveiting- um og að engu 'leyti hátíðlegri en, til dæmis, fjárveitingin til naut- gripakvíanna í Saskatchewan. Það var því alls engum örðug- leikum bundið, að afþakka og skila aftur þessum stjórnarstyrk. Það var engin stjórn að reyna áð þrengja neinni heiðursgjöf upp á nefndina. Hún hafði sjálf beðið um þetta, og gat því sem allra bezt skýrt frá því, að hún fyndi nú að Ihún iþyrfti þess ekki með, þegar til kæmi. Mr. J. T. Thor- son hefir þar gefið heimfarar- nefndinni drengilegt eftirdæmi. Hann hefir gert alveg ótilkvadd- ur í sambandi við stjórnarstyrks- leitun neifndarinnar til sambands- stjórnarinnar það, sem nefndin á- lítur sér ókleift í sambandi við betl sitt við fylkisstjórnirnar í Manitoba og Saskatchewan. Eg veit, að engum heilvita manni dettur í hug að halda því fram, að með þessu hafi Mr. Thorson að nokkru leyti hnekt mannorði eða virðingu sinni. Hann mun miklu íremur vaxa í áliti við þetta, hjá öllu rétthugsandi fólki. Með þessu hefir hann einmitt sýnt sig meiri en ekki minni mann. Það eru engu stærri erfiðleikar að yf- irbuga í Regina og Winnipeg, en þeir, sem Mr. Thorson hefir þeg- ar yfirstigið í Ottawa, og heim- fararnefndin verður því annað- hvort að hætta þessu barnalega og óeinlæga tali um erfiðleikana, eða koma með einhverja nýja “skýr- ing.” Sannleikurinn er sá, að það er smásálar Ihugsunarháttur hjá meðnefndarmönntim Mr. Thorsons að hugsa meira um það, að játa hvorki beinlínis né óbeinlínis, að þeim hafi getað skjátlast, en að reyna að leiða til farsællegra lykta málefni það, sem þeim hefír ver- ið trúað fyrir. Á því strahdar, en alls ekki á neinum verulegum örð- ugleikum. Eg vil í þessu sambandi benda á það, að meðlimir heimfarar- nefndarinnar hafa sjálfir á mjög áþreifanlegan hátt játað, að þeir gætu afþakkað og skilað aftur þessum stjórnarstyrk, án þess að 'hnekkja mannorði sínu — ef Vést- ur-íslendingar kaupa þá til þess. Þeir líkjast óþægu börnunum, sem aldrei vilja svo mikið sem reyna að vera góð, nema fyrir borgun. Heimfararnefndin hefir opinber- lega tilkynt Vestur-íslendingum, að einnig megi kaupa sig til þess að vera góð. Verðið er nokkuð hátt, eftis og við má búast um menn, sem líta jafnstórt á sig. En fyrir $6,000 peninga út í hönd fyr- ir 1. nóýember, má 'kaupa nefnd- ina til þess að vera góða. Borgi Vestur-íslendingar þessa upphæð, er að skilja, að með því verði öll- um torfærum rutt úr vegi og ekk- ert lengur því til fyrirstöðu, að betliféð verði afþakkað og því, sem nefndin hefir tekjð á móti, skilað aftur. Með þessum $6,000 er þá einnig “æru og mannorði” nefnd- arinnar borgið. Sannar >etta ekki fyllilega, að alt þetta tal, sem gengið hefir um “örðugleika” og um “æru og mannorð” nefndar- manna, hefir verið tómur fyr- isrláttur, og að það eina, sem er í veginum, er að nefndin tímir ekki að sleppa af centunum? -Það er mjög. ákveðin skoðun mín, að það sé öfug uppeldisað- ferð, að kaupa óþæg börn á hvaða aldri sem er, til þess að vera góð. Eg trúi því fastlega, að vöndurinn sé heppilegra meðal við þau, en mútur, því eg minnist orða Saló- mons: “Vöndur og umvöndun veita speki, en agalaus sveinn ger- ir móður sinni skömm.” Og fyrir mitt leyti neita eg, að kaupa þessa nefnd eða nokkra aðra nefnd til þess að vera góða og gera skyldu sína. Að endingu er mér Ijúft, að minnast á drenglyndi, sem einn meðlimur heimfararnefndarinnar hefir sýnt síðan þessi deila hófst. Eins og öllum er kunnugt um, iþá hefir heimfararnefndin ei^nað og tileinkað sér hugmyndina um að reyna að koma því til leiðar, að stjórn Baníaríkjanna gefi íslandi

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.