Lögberg - 25.10.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER 192«.
Vorið vakir yfir
ValþjófsstaSarfjalli.
Gras í geislum baðar.
Glóir berg og hjalli.
Hátt í geimi gjalla
gaukar vængja hraðir.
Bjart er yfir Brekku,
brosa Hrafnkelsstaðir.
Lagarfljót í ljóma
liggur milli fjalla.
Niður brún og brekku
bjartir lækir falla.
ísar allir brotna
upp að hæsta tindi.
Dauðinn er að deyja.
Drotnar líf og yndi.
Stundar önn af afli
apiskan morgunrjóÖa.
Sér á bæ og brautu
bjarta merm og góða. i
Hlæja glöðum gesti
Grundir blóma frjóar.
Hefjast fyrir húsum
heimaaldir skógar. x
Víkja fyrir vori „ í >4*-
vetrar nornir kaldar.
Brennur yfir bygðum
bjarmi nýrrar aJdar.
Svo er sumri fagnað:
Sálum flugið hækkar.
Gtengur steinn úr götu.
GV'óður landsins stækkar.
—Hmbl. Jón Magnússon.
ARBLIK.
Sjáið í austrinu ároðann bjarta!
í ylg>eislalbjaimanum dýrðlega skarta
skýjanna borgir og skýrlituð fjöll,
skína daggperlur um hrímgaÖan völlinn,
ljósmóðuhjúpurinn laugar hvern tind.
Hvort líta kann nokkur svo dýrðlega myndi
Og lífgjafinn niikli, til lífs er alt vekur,
nú ljósfyllir geiminn og skugga burt hrekur.
Nú birtist hún ljómandi í árroðans eldi
olg auglýsir skaparans hátign og veldi.
Hún birtist í alveldis upprisudýrð,
í ómælisfegúrð, sem verður ei skýrð.
Hún birtist og endurskín Ægis í bárum,
einnig í vallarins daggúða tárum.
Iíún rósirnar haustfölu vermir og vekur,
já, varmi þinn, ársól, að hjarta mér tekur,
og sála mín viknar, í ljósgeisla lind,
hún lítur Guðs ástríkis dýrðlegu mvnd.
—Hmbl. M. K. Einar Sigfinnssov.
ÚDAINSDRYKKURINN OG
ÓDAINSLINDIN.
Hvað getum vér orðiÖ gamlir? Deyjum vér
ekki alt of snemma og er það annars nauðsyn-
leegt eða óhjákvæmilegt, að vér deyjum?
í fornöld hugsuðu menn sér ekki einungis,
að guðir þeirra væru eilífir, heldur líka síungir
(sbr. epli Iðunnar). Og svo fóru þeir að hugsa
út í það, hvort þeir gætu ekki sjólfir náð sama
marki. “Lífið er fagurt, en dauðinn ljótur ”,
sögðu þeir, og til þess að sleppa hjá dauðanum
og ellinni, þá voru þeir stöðugt að leita að því
meðali, sem gæti forðaÖ þeim við aldurtila.
Fyrst var leitað að ódáinslindinni, sem gæti
gert menn unga í annað sinn, en þegar lengra
leið fram, þá var leitaÖ að ódáinsdrvkknum, sem
læknað gæti alla sjúkdóma.
Fornaldarmenn höfðu því sem næst enga
efniafræðilega þekkingu, og gerðu þvi ekki ráð
fyrir, að mennirnir gætu sjálfir bruggað sér
þetta kraftameðal, er gert gæti þá síunga og
ósjú'ka. Hitt var heldur trú þeirra, að einhvers
staðar á jörðu væri lind sú, er yngdi hvern þann
óÖara, sem af henni drvkki, svo að þeir gætu
kastað ellibelgnum.
Júpíter (ljóssins faðir), guð hinna fornu
Rómverja, varð einu sinni ástfanginn í vatna-
dís og brevtti benni svo í uppsprettulind. Að
þessari lind voru þeir svo að leita; en því miður
vissi enginn, hvar hana væri að finna, en því
trúðu þeir staðfastlega, að hún væri til. Lindin
er mörkuð á flest landabréf fornaldarinnar og í
riddarasögu einni frá miðöldunum: “Huan frá
Bordeaux”, segir höfundurinn, að “lindin komi
frá ánni Níl og þaðan sem Paradís lá á sínum
tíma, og í vmtninu sé sá kraftur, að hún geri
hvern sjúkan mann, sem af henni drekkur, al-
heilan, og drekki gamall maður einn tevg af
henni, þá komist hann aftur á þrítugsaldur.”
Svo trúðu menn því fastlega, að þessi und-
ursamlega lind vræri til, að þegar Kolumbus var
búinn að finna Ameríku, þá voru menn sann-
færðir um, að lindin hlyti að vrera í nýfundna
landinu. I>eir fóru þá vestur um haf, til að leita
hennar. Þegar hinn spánski sæfari Pancede
Léon fann Florida 1512, þá var hann að leita
að ódáinslindinni, æskugjafanum þráða. Þessi
trú hélzt lengi fram eftir öldum.
En þegar menn fóru að skygnast inn í levnd-
ardóma efnafræðinnar, þá þóttust menn finna
þar ráðið til þesis að lengja líf sitt og varðveita
æskuna um ótakmarkaðan tíma.
Þegar gullgerðarmennirnir sátu álútir vfir
tilraunaflöskum sínum, þá var það ekki að eins
til þess, að þeir gætu breytt öllu í gull, heldur
til að finna ódóinsdrykkinn til að varðveita líf-
ið og æskuna. Menn trúðu því nú fastlega, að
þennan drykk væri unt að finna.
AriÖ 1590 gaf Bacon hinn lærði í Oxford út
bók eina, og mælti þar með ýmsum blönduteg-
undum, em gerðar væru úr gulli, perlum og
dýrum steinum, því að þær væru vel fallnar til
að lengja lífið. Til dæmis nefnir hann í bókinni
greifafrú eina, Desmonts að nafni, sem hafi náð
140 ára aldri með því að drekka gullblöndu. Nú
var Bacon talinn manna lærðas.tur á sinni tíð.
Hvað mun þá eigi hafa mátt fá fáfróðan almúg-
ann til að trúa?
Nú voru fjárglæframenn og svikarar öldum
saman á ferðinni um alla Norðurálfu og höfðu
allskonar kynjalyf á boðstólum. Þessi hjátrú-
aralda náði auðvitað til Islands. Það sýna lækn-
ingabæklingar gamlir, sibr. líka óla Worm og
Arngrím lærða Vídalín, bréf, sem fóru milli
þeirra um það efni.
Einna ítækastur allra þessara ódáinsdrykkja-
mangara, var maður sá, er kallaði sig greifann
af St. Germain. Honum tókst að sveipa líf sitt
þeirri huliðsblæju, að enginn vissi eiginlega
nokkur deili á honum; trúðu því sumir, að hann
væri 500 ára gamall o. s. frv. De Belle-Isle
marskálkur leiddi hann fyrir Madame de Pom-
padour í Paris og hún fór svo með hann á fund
Loðvíks 15. Fra'kkakonungs. Hann komst brátt
í kærleika við konung og hirðina af því að hann
kunni listina þá öllum öðrum fremur, að segja
sögu frá löngu liðnum öldum, alveg eins og
hann hefði verið sjónarvottur að því, sem hann
sagði frá. Hann gat lýst persónum og híbýlum
svo nákvæmlega, að auðtrúa mönnum fanst
hann hafa verið samtíða höfðingjum þeim, sem
hann sagði frá. Einu sinni snerist talið að því
hjá Madame Pompadour, að hann mundi vera
500 ára gamall, og þá sagði St. Germain: ‘Ef
það getur verið Parísarbúum til skemtunar, þá
látum þá bara trúa því.,,
Parísarbúar fóru að leika þetta eftir. —
Bjuggu þeir þá einn út, sem þeir kölluðu My-
lord Gawer. Atti hann að herma alt eftir, sem
var sérkennilegt við Englendinga. Hann kvaðst
hafa verið uppi á dögum Krists og kynst' hon-
um, og þá sögu sagði hann af gamalli herberg-
isþernu, að hún hefði tekið sér svo drjúgan
skamt af ódáinsdrykknum, að hún væri alt af
yngri og loks varð hún að brjóstbarni. Saint
Germain dó í Slésvík eða Eckernförde árið
1780, alveg útslitinn á sálu og líkama. Til er
handrit fró hans hendi á fraknesku, 24 skinn-
blöð, öll þríhyrnd. Það handrit var fyrir
skemstu til sölu í Lundúnum fyrir 1000 pund
sterling. Það er ekki á hvers manns færi að
lesa það handrit. Það hefst á því, að það séu
hinir helgu galdrar, sem Móse hafi verið birtir
og fundist síðar í egypzkum bautasteini, og síð-
an verið vandlega gevmdir austur í Asíu undir
tákninu: vængjaður dreki. Þar leggur hann á
ráðin um það, hvernig menn geti lifað í hundr-
að ár og lengur og þó veriÖ jafn ernir og hraust-
ir eins og maður á fimtugsaldri.
Enginn vissi hvaðan hann var ættaður, eins
og óður er sagt. Var ýmist sagt, að hann væri
konungssonur frá Granada á Spáni á dögum
Máranna, eða sonur Gyðings og aðvífandi kon-
ungdóttur, eða þá, sem líklegra var, sonur
skattheimtumanns þess, er Rotovdo hét, í Saint
Germano, litlum |bæ í Savoven á Frakklandi.
Hann var vel að sér í efnafræði og sögu, talaði
leikandi margar tungur, var frábær söngmað-
ur og hinn glæsilegasti í allri framgöngu og
laðaði fólk að sér. Hann var einn hinn snjall-
asti æfintýramaður 18. fcldarinnar; hún átti
marga slíka.
Alt af var hann að skifta um nöfn, eftir því
sem honum þótti bezt við eiga. Hann kvaðst
hafa lifað margsinnis á jörðinni og mundi glögt
eftir sér í sinni fyrri tilveru; hann seldi mönn-
um drykk þann, er hann kallaði ‘‘lífsins te” og
síÖan er við hann kent. Það yngdi hvern upp,
sem drakk það, um 10 ár, en heilt ár voru menn
að yngjast í hvert skifti; en áður en árið var
liðið, var Saint ftermain allur á burt með pen-
ingana, sem hann hafði svona svikið út úr
fólki. — Jósef Balsamo, sem gekk undir nafn-
inu greifi Oagliostra, gaf honum lítið eftir.
Hann var húslæknir Maríu Antoinette um eitt
skeið. Hann bjó til ódóinsdrykk og seldi hann
fyrir geypiverð. Margir urðu til að kaupa og
hann gat lifað konunglegu lífi fyrir það fé, sem
hann græddi. — SamtíÖa honum var læknir
einn, Claude Chevalier; hann gaf út bók 1787 og
kallaði hana: ‘‘Ellin sigruð, eða sannprófað
meðal til að afmá öll ellimörk og lifa svo lengi,
sem maður vill, og finna eigi til nokkurs þunga
né þjáninga, þó árin fjölgi.” Svona langt fram
náði þessi hjátrú.
Þessir tiginbornu féglæframenn léku helzt
á ríkisfólkið, en óbreyttir almúgamenn sluppu
ekki heldur við þá að öllu. Aldrei var svo hald-
inn markaður, að eigi væri þar staddur einhver
‘‘doktor’, er seldi ódóinsdrykki. Pont Neuf
í París og Cheapsides í Lundúnum úði og grúÖi
af þessum kynlyfja-pröngurum; seldu þeir ódá-
insdropa rauða, bláa eða græna. Vanalega kváð-
ust þessir prakkarar vera hundrað eða tvö
hundruð ára gamlir. Festu þeir á staura vott-
orð frá kirkjunni, þar sem þeir voru skírðir, til
að sýna, að þeir væru svona æfagamlir eins og
þeir sögðust vera. Allur }>orri manna vissi eigi
annað né meira um þá, og þótt þeim þætti sá og
sá hafa prettað sig, þá létu þefr þó ginna^t til
að treysta þeim, er næstur kom. Það var þessi
hugsun, sem menn höfðu svo miklar mætur á:
Hvers vegna skyldi eg ekki geta sjálfur orðið
hundrað ára eða meira? Mönnum fanst það
ekkert undarlegt né ólíklegt, að hægt væri að
finna meðul til áð lengja lífið að miklum mun.
Og þar sem biblían sagði frá því, að Metúsala
liefði orðið 965 óra, þá þótti það vera öll sönn-
un fyrir því, að menn þyrftu eigi að deyja sjö-
tugir eða áttræÖir.
Aðal ástæðan til þes>s, að menn trúðu því, að
ódáinsdrykkur gæti verið til, voru frásagnir um
það, hvesu gamlir stöku menn hefðu orðið á
öllum öldum. Latneski sagnaritarinn Svetoni-
us segir frá því, að á dögum Títusar keisara,
(79 e. Kr.) liafi verið uppi þrír menn 140 ára
gamlir, átta mcnn 135 ára og sex menn 120 ára.
Atli Húnakonungur, sem kallaði sig ‘‘svipu
Guðs á jörðunni”, og uppi var á 5. öld e. Kr.,
varð 124 ára gamall. Englendingur einn var
fæddur 1483 og dó 1651; hafði lifað 10 kon-
unga. Og þýzkur læknir, Kristján Mentzellino,
fylgdi kjörfurstanum af Brandemborg til bæj-
arins Clewe og hitti þar mann 120 ára gamlan;
sýndi hann sig þar fyrir peninga; var þessi
öldungur þá svo ern, að hann gat þreskt korn
og talaði svo hátt, að vel mátti greina í 100
skrefa fjarlægð.
Enn furðulegri eg sagan, sem Dr. Hufeland
hinn þýzki sagði frá frá öldungi, sem hann hitti
í Reehingen í Pfalz árið 1787. Hann cjó 1791
og var þá 120 ára gamall. Þegar Hufeland hitti
hann, þá var hann búinn að missa tennurnar,
en alt í einu komu upp 8 nýjar tennur í munni
hans; að missiri liðnu losnuðu þær að sönnu
aftur, en 8 aðrar komu í þeirra stað, og þær
héldu sér.
Þessar sögur eru alls eigi ótrúlegar, að því
leyti, að á vorum dögum á það sér stað, að stöku
menn verða meira en 100 ára gamlir, svo að
fullsannað sé. Um 1870 var uppi maður nokk-
ur á Líflandi, sem hægt var að sýna með skil-
ríkjum, að væri 168 ára gamall. Hann var þá
fæddur, er bardaginn stóð við Púltava, milli
Karls 12. og Péturs mikla Rússakeisara.
Frakkneskur undiforingi, Savin að nafni,
var tekinn höndum af Rússum hjá Berezina
1813, en dó eigi fyr en 1916, og var þá meir en
126 ára gamall; hann dó í borginni Saratow og
hatfði sezt þar að sem skólakennari.
Það er líka sannanlegt, að NorðmaÖurinn
Ohristian Drakenberg, er dó í Árósum 1772,
varð 146 ára.
Þegar samtíðarmenn þessara fjörgömlu
manna sáu þá, g'átu þeir vel gert sér í hugar-
luiul, að þeir hefðu ef til vill þekt einhver k\Tija-
lyf til þess að lengja lífiÖ, eða varðveita það.
Og þegar þessir gömlu menn voru spurðir, hvort
svo væri, þá gat svo farið, að þeir settu upp
kynjasvip til að vekja athygli hinna, og gat þaÖ
þá orðið til þess, að styrkja þá í trúnni.
Á vorum dögum trúa menn ekki framar á
“ódáinslind” né “ ódáinsdrykkinn ”, að minsta
kosti ekki á sama hátt og forfeður vorir. En
alt um það eru menn þó eigi búnir að sleppa
voninni um það, að hægt sé að finna ráð til að
lengja lífið talsvert, og það er eftirtektarvert,
hve sólgnir menn eru í að lesa hverja þá grein
sem um það efni birtist. Þegar rússneski lækn-
irinn, Dr. Malclimikoff, lærisveinn Pasteurs,
fann blóÖvatn gegn hvítu blóðkornunum, sera
menn ætla að eyði vöðvavef líkamans smám-
saman; en auÖvitað hafði það eigi áhrif nema á
kanínur og marsvín. Hann nefndi það latnesku
nafni: “Serum antileucocytaire”; en alþýða
manna skildi það eigi og þótti það lokleysa ein,
og kallaði það því “blóðvatn gegn ellinni”. 1
því nafni kom þá aftur í ljós gamla, leynda. von-
in, sem búið hefir hjá mannkyninu um allan
aldur.
Þegar Ponce de León lét í haf til þess að
leita uppi “ódáinslindina”, þá fann hann hana
að vísu ekki, en hann fann hið fagra og auÖuga
Florida. Og þegar gullgerÖarmaÖurinn Böttig-
er var að leita að “ ódáinsdykknum ”, þá fann
hann postulínið. Alt af leiðir hver leit eitt-
hvað af sér. Og þótt það sé gagnstætt niÖur-
röðun nóttúrunnar, að meðal finnist við dauð-
anum, þá er þó hugisanlegt, að smátt og smátt
finnist fleiri ráð til að lengja lífið. En ódáins-
drykkinn finnum vér eigi fremur en forfeðurnir.
—H eimilisb laðið.
Kjúklinguinn og maurinn.
Hæna nokkur var að vappa með ungum sía-
um og kom að maura-búi. “Hæ, hæ,” kallaði
hún, “komið þið hérna, börnin mín! þessi svörtu
gagnslausu kvikindi geta verið góð og ljúffeng
fæða handa ykkur.” Ungamir fóru að hennar
ráði og murkuðu þarna og átu nokkur hundruð
maura. En er hænan sá afkvæmi sín svo alls-
hugar glöð og ánægð, varð hún alt í einu hugsi
og mælti við sjálfa sig: ‘ ‘ Æ', eg leita ykkar svo
trúlega fæðunnar hvar sem eg get! en til hvers
er það? jú, það er til þess, að þið vaxið og fitn-
ið og farið svo í svanginn á mönnunum. Þess
er ef til vill ekki langt að bíða, að þessir óseðj-
anlegu grimdarseggir hrífi ykkur frá mér? Hví-
lík svívirðing, hvílíkt óréttlæti, að náttúran
skuli líÖa annan eins morðvarg og manneskj-
una! ’ ’
Maur einn hafði komist undan, þegar búi
þeirra mauranna var sundrað; hafði hann forð-
að sér upp í tré nokkurt rétt hjá og hevrði á
eintal hænunnar. “Furðu ósvífin ertu,” sagði
hann við hana, “þú hrakyrðir manninn fyrir
grimd, og það í sömu andránni, sem þú hefir
gjöreytt heilli kynslóð saklausra dýra. Ætli
hann fremji meira ofríki á 'börnum þfnum, t-n
þú á bræðrum mínum?” — Stgr. Th. þýddi.
SOLSKIN
FLJÓTSDALUR.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldp.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office timar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office tímar: 2—3
Heimili: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medicai Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office Hours: 3—5
Heimili: 921 Sherburn St.
Winnipeg, Manitoba.
294 CARLTON ST.
NEXT TO FREE PRESS
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 26 545. Winnipeg
THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN U. lögfrsoBlngar. Staifstofa: Room 811 McArCbor BuDdlng, Portaga At*. P.O. Boz 165« Phonea: 26 849 og 28 848
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islenzkir lögfræSingar. 356 Maia St. Tala.: 24 »88 peir hafa einnig akrifabofur al Lundar, Riverton, Ginll og Plnar og eru þar aC hltta 8 •ftirfylcJ- andl tlmum: Lundar: Fyrsta miOvikudag, Ríverton: Fyrsta flmtudag, Gimli: Fyrsta míOvikudag, Piney: priOja föetudag 1 hverjum m&nuOi
J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 71 753
JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371
Residence Office Phone 24 206 Phone 24107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg.
A. C. JOHNSON 907 Confederallon I,ife Hldg WINNIPEG
Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. SkriflegUm fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimasimi: 33 328
J. J. SWANSON & CO. LLMJTED R e n t a 1 8 Insurance RealEstate Mortgagea 600 PARIS BLDO.. WINNIPEG. Phones: 26 849—23 340
Emil Johnson SEKVIOE ELEOTRIC Rafmagns Contracting — Allskyns rafmagnsdhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McOlary elda- vélar og hefi þcer til sýnis á verk- stœOi minu. 524 8ARGENT AVE. (gamia Johnson’s byggingln vlð Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Heima: 27 286
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annaat um flt- farir. Allur fltbflnaður «4 beett. Ennfremur selur hann aUatamar minnisvarða. og legeteina. Skrifstofu tals. 86 607 Helmllia Tals.: >8 881
Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Buildlng Phone 24 1T1 WINNIPEG.
S1MPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hnnsnafðSur. Annast einnlg um allar tegundlr flutninga. 647 Sargent Ave. Sími 27 240
CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237
A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 572 Toronto St. Phone 71 462