Lögberg - 20.12.1928, Qupperneq 6
Bls. G.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928.
RAUÐKOLLUR
EFTIR
GENE STRATTON-PORTER.
“Hann sagði nú ýmislegl,” svaraði Engil-
ráð, “en það sem yður mundi þykja mestu
varða rétt sem stendur, var það, að þó faðir
minn vildi gefa sér mig, þá vildi hann mig
ekki.”
“Eg skil ástæðuna fyrir því, betur en nokk-
ur annar getur gert,” sagði McLean. “Með
hverjum deginum sé eg betur og betur, hvaða
ágætis piltur bann er. ”
Hann greip utan um læknirinn og næstum
lyfti honum upp.
“Fyrir alla muni, frelsið þér líf hans,” sagði
hann í' bænarrómi. “Hann má ómögulega
deyja.”
“Hans hjálpræði er nú héma,” sagði lækn-
irinn og strauk hendinni um hárið á á Engilráð.
“Og eg get séð það á henni, að hún veit sjálf
hvað hún ætlar að gera. Hafið þér ekki svona
miklar áhyggjur út af drengnum. Hún hjálpar
honum aftur til heilsu.”
Engilráð gekk fram ganginn, glaðleg og létt
í spori og fór út úr byggingunni, án þess að
láta á sig hatt eða kápu.
“Eg kom hingað,” sagði hún við forstöðu-
kojiu barnaheimilisins, ‘til að biðja yður að
lofa mér að sjá, og helzt að mega taka með mér,
barnaföt, er drengur, sem þið kölluðuð Rauð-
koll, og sem fór héðan í fyrra, átti og var í þeg-
ar þið tókuð hann hér inn á heimilið. ”
Konan horfði á hana, eins og hún væri bæði
forviða og kæmi þessi beiðni mjög illa.
“Eg skyldi með ánægju svna yðut þau,”
sagði hún loks, “en sannleikurinn er sá, að við
höfum þau ekki. Eg vona, að við höfum ekki
gert nein afglöp. Eg var fyllilega sannfærð
um, að við værum að gera rétt, og það var
ráðsmaðurinn líka. Við létum fólk hans, sem
var hér í gær, hafa þau. En hver eruð þér,
og til hvers viljið þér fá þessa hluti?”
Engilráð stóð agndofa og horfði á ráðskon-
una og vissi ekki hvað hún átti að segja eða
gera.
“Þetta getur naumast hafa verið rangt,”
sagði ráðskonan, þegar hún sá hvemig Engil-
ráð leið. “Rauðkollur var hér, þegar eg kom
hingað fyrir tíu áram. Þetta fólk hefir alveg
augljósar sannanir fyrir því, að hann sé því
tilheyrandi. Það veit alt um hann, þangað til
hann strauk í fyrra frá bónda, einhvers staðar
í Illinois - ríkinu. Síðan virðist enginn vita
nokkum skapaðan hlut um hann. Mér þykir
ósköp slæmt, að yður sýnist mislíka þetta, en
við gerðum áreiðanlega rétt. Maðurinn er föð-
urbróðir hans, og drengurinn er eins líkur hon-
um eins og mest má vera. Hann tók afar-
nærri sér að fara heim aftur, án þess að geta
fundið hann. Ef þér vitið, hvar Rauðkollur er,
þá er eg viss um, að hann vill borga mikla pen-
inga fyrir að fá að vita hvar hann er.”
Engilráð tók báðum höndum um höfuðið.
“Hvaða fólk er þetta?” spurði hún eftir
nokkra þögn. “Hvert er það að fara?”
“Það er frá Triandi,” sagði ráðskonan, “og
það hefir verið hér í Chicago og til og frájtil að
leita að honum, og nú er það að fara á stað
heimleiðis í dag. Hjónin—”
“Hafið þér utanáskrift þeirra? Hvar g<-t
eg fundið þau?” tók Engilráð fram í.
“Þau skildu eftir nafnspjaldið sitt og eg
tók eftir því, að það var mynd af þessum manni
í blaðinu í morgun. Hann hefir auglýst hvað
eftir annað hér í blöðunum, það er mikið, að
þér skulið ekki hafa tekið eftir því.”
“Yið sjáum aldrei Chicago blöðin,” sagði
Engilráð. “Gefið þér mér nafnspjaldið. Þau
eru kannske farin. Eg verð að ná í þau.”
Ráðskonan flýtti sér til skrifarans og sótti
nafnspjaldið.
“Heimilisfang þeirra er hér,” sagði hún;
“bæði hér í Chicago og eins þar sem þau í raun
og vera eiga heima. Það er hér alveg greini-
lega tekið fram, hvar hægt er að finna þau, og
eg átti að senda þeim símskeyti tafarlaust, ef
eg frétti nokkuð um hann, nær sem það vrði.
Ef þau era farin úr borginni, þá getið þér náð
til þeirra í New York. Þér getið áreiðanlega
náð þeim, áður en þau fara úr landinu, ef þér
flýtið yður. ”
Ráðskonan tók dagðblað, sem þar var, og
fékk Engilráð það um leið og hún flýtti sér út
úr dyranum.
Hún leit á nafnspialdið. Heimilisfang þessa
fólks var ellefta íbúð, Auditorium. Kevrslu-
maðurinn beið hennar. Hún spurði hann,
hvort nokkrar reglur væra fyrir því, hve hart
mætfi keyra þar í borginni, og sagði hann að
svo væri.
“Viljið þér keyra eins hart og mögulegt er,
án þess þó að bi*jota vagninn eða verða tekinn
fastur. Eg skal borga yður vel. Eg þarf endi-
lega að ná í fólk, sem er að fara úr borginni.”
Hún brosti til hans. Srntalinn, barnaheim-
ilið og Auditorium vora slfkar andstæður í huga
keyr.slumannsins, en Engilráð var alt af sama
Engilráð, ðg hún fór sinna ferða.
“Eg skal koma vður þangað eins fliótt,
eins og nokkur maður getur gert, sem ekki hef-
ir anuað fvrir sig að bera, en tvo hesta,” sagði
keyrslumaðurinn.
Hann lokaði dyranum og kevrði hestana eins
hart eins og hann gait komið þeim.
Hún hélt á blaðinu og nafnspjaldinu, og hún
las aftur það sem á því stóð:
“O’More, Suite Eleven, Auditorium.”
“O’More,” hafði hún upp fvrir munni sér.
“Það sýnist eiga býsna vel við Rauðkoll. Það
er ekkert ólíklegt, að hann heiti það einmit'.
Ellefta íbúð þýðir það, að þessi maður hefir
peningaráð. Þeir einir geta leigt íbúð í þeim
stað.
Hún sneri við spjaldinu og hinumegin á það
var prentað: Lord Maxwell O’More, M. P.
Killvany Place, County Clare, Ireland.
Engilráð átti nóg með að halda sér í sætinu,
því vagninn liristist mikið og hallaðist á allar
hliðar. Henni fanst, að-hann mundi velta'um
þá og þegar. En hún skeytti því ekki, og las
aftur það sem á spjaldinu var.
“Lávarður, írskur aðálsmaður,” itautaði
hún fvrir munni sér. “Það lætur býsna vel í
eyrum. Eg lofaði Rauðkoll því, að eg skyldi
finna eitthvað af frændfólki hans, sem hann
gæti verið stoltur af, en það er nú ekki alveg
víst samt, því surnt af þessu fólki er þannig, að
að það er enginn vegsauki að vera skyldur því,
og það væri reglulega slæmt, ef svo væri hér. ”
Tárin runnu niður kinnar hennar, og það
var eins og hún, í svipinn, væri úrvinda af
þreytu.
“Þetta tjáir ekki,” sagði hún við sjálfa sig
og þurkaði af sér tárin og ræskti sig, því henni
fanst kökkur vera í liálsinum á .sér. “Eg: vei’ð
©
að lesa. þetta blað áður en eg tala við Lord
O’More.”
Hún tók blaðið úr brotunum, lagð það á kné
sér og las: “Eftir tveggja mánaða árangurs-
lausa leit, er Ijord O’More nú orðinn vonlaus
um að finna bróðurson sinn, og leggur af stað
í dag áleiðise til Irlands.”
Hún las þetta aftur, og hún skoðaði vand-
lega mvnd, sem blaðið flutti af þessum manni.
Henni duldist ekki, hve Rauðkollur var afar-
líkur lionum. Munurinn lá aðeins í aldrinum.
Það gat enginn efi á því leikið, að þessir tveir
menn vora náskyldir.
“Já, eg verð að ná í yður, herra minn,”
tautaði Engilráð fyrir munni sér. “En ef þér
eruð ekki höfðingi, nema bara að nafni og
’ stöðu, þá getið þér ekki fengið Rauðkoll, það
skal nú ekki koma fyrir. Þér erað ekki faðir
hans, og hann er nú orðinn tvítugur. En þó að
lögin kunni kannske að segja, að þér getið haft
hann eitt ár. Hvernig sem þér eruð, þá getið
þér ekki spilt honum á einu ári; það getur eng-
inn. Hitt getur vel verið, að hann verði yður
til góðs. Bæði hann og eg þurfum að læra mik-
ið enn þá, og þér ættuð að gera eitthvað til að
frelsa líf hans. Eg býst við, að þetta gangi alt
vel. Eg er nokkurn vegdnn viss um, að þér
getið ekki tekið hann burtu, nema með mínu
samþykki. ’ ’
Þegar þau voru komin þangað, sem ferðinni
var heitið, fór Engilráð inn í bygginguna, en bað
keyrslumanninn að bíða sín þangað til hún
kæmi aftur, hvað lengi sem hún yrði.
Hún fór beint til mannsins, sem tók á móti
gestum og leiðbeindi þeim, og lagði nafn-
spjaldið, sem hún fékk á barnaheimilinu, á
borðið fyrir framan hann.
“Er frændi minn farinn enn þá!” spurði
hún blíðlega.
Ski’ifaranum varð svo bilt við, að hann
steig ofan á tæraar á vikadrengnum sneypti
hann svo fyrir að vera í veginum fyrir sér.
“Hann er í herbergjum sínum,” sagði
skrifarinn ag hneigði sig djúpt.
“Það er ágætt,” sagð Engilráð, og tók
upp nafnspjaldið. “Eg var hrædd um, að hann
væri kannske farinn. Eg ætla að finna hann.”
“Fylgdu henni þiangað, sem lávarðurinn
býr,” sagði skrifarinn við drenginn.
“Þakka yður fvrir,” sagði Engilráð og
hneigði sig ofurlítið.
Þau fóru inn í lyftivélina, og þegar þau
komu út úr henni aftur' barði drengurinn að
dvrum og hurðin opnaðist og þjónn í einkenn-
Lsbúningi rétti Engilráð silfurdisk, sem hún
átti auðvitað að leggja nafnspjaldið sitt á-
En við gustinn, sem kom þegar dyrnar voru
opnaðar, sveigðust dvratjöldin að næsta her-
bergi ofurlítið til hliðar, og þar fvrir innan sá
hún mann sitja, sem ekki gat verið um að vill-
ast, að var náskyld\ir Rauðkoll.
Engilráð lét sér ekki bylt við verða, en
lagði nafnspjald þess, sem hún var að heim-
sækja, á diskinn og vék sér síðan fram hjá
þjóninum og stóð nú rétt andspænis mannin-
um, sem henni reið svo mikið á að finna.
“Góðan daginn,” sagði hún glaðlega og
kurteislega.
Lord O’More svaraði engu, en horfði á
hana eins og dálítið forvitnislega og glettnis-
lega, þangað til hann sá að hún roðnaði í
kinnum og skifti skapi.
“Jæja, stúlka mín,” sagði hann loksins,
“hvað get eg gert yður til þægðar?”
Engilráð rann í skap. Hún hafði aldrei
vanið sig á, að líta niður á aðra og henni hafði
aldrei dottið í hug, að aðrir liti niður á sig.
Hún hafði notið frelsisins í ríkum mæli, og
hún var flestum ungum stúlkum sjálfstæðari.
Nú skildist henni að þessi maður héldi, að hún
vær til hans komin til að biðja hann um eitt-
hvert náðarbrauð, og hún vildi útrýma þeim
misskilningp úr höfði hans sem fyrst.
Hún sagði því, ekki þóttalega, en blátt á-
fram: ,“Eg þarfnast ekki neins, og það er
ekki nokkur skapaður hlutur, sem þér getið
gert fyrir mig. Eg kóm hingað til að vita,
hvort eg gæti ekki gert nokkuð fyrir yður,
nokkuð sem mér skilst að sé yður mikils virði.
En ef mér fellur ekki vel við yður, þá Jpara
geri eg það ekki.”
Lord O’More starði á hana ofurlitla stund
og svo skellihló hann, eins og þetta væri ein-
hver óskapa fjarstæða, sem hún var að segja.
Engilráð horfði á hann einbeitt og alvarleg.
Þarna var kona í herberginu, serrt Engil-
ráð hafði ekki veitt eftirtekt. Hún var ein-
staklega fríð sýnum, bláeygð en dökkhærð.
Hún stóð nú upp og gekk til O’More og tók í
handlegginn á honum 0g hristi harm.
“Hvað gengur að þér? Um hvað ertu að
hugsa? Skilurðu elfki, hvað stúlkan er að
segja? Líttu á hana og vittu hvað hún hefir
að segja. ”
Lord O’More fór nú að veita stúlkunni
nánari eftirtekt og duldist honum þá ekki, að
hún var alveg óvanalega góðlátleg og gáfuleg.
Hann fann, að hann hafði ekki farið hyggilega
að ráði sínu og vildi nú feginn bæta úr þv'
Hann stóð þegar á fætur.
“Eg bið yður að fyrirgefa. Það er þannig
ástatt fyrir mér, að eg hefi orðið fyrir miklum
vonbrigðum og eg fer óánægður -burtu frá
Chicago. Eg hélt satt að segja, að þér værað
ein af þessu fólki, sem hvað eftir annað hefir
gert mér ónægði og valdið mér óánægju, én
aldrei orðið mér að neinu liði. Eg bið yður að
fyrirgefa þetta og segja mér erindi yðar. ”
“Ef eg-get látið mér falla fullvel við yður.
þá skal eg gera það, annars ekki,” sagði Eng-
ilráð heklur stuttlega.
“Eg tók yður alt öðra vísi, en eg hefði át^
að gera,” sagði hann, “og nú verður mér
kannske erfitt að fá yður til að treysta mér.”
Hann sagði þetta einstaklega góðlátlega, og
Engilráð geðjast nú strax vel að þessum
manni, hvort sem hún vildi eða ekki. Málróm-
urinn var svo dæmalaust þægilegur og við-
feldinn, og þótt hann að vísu talaði miklu
hreinna og betra mál heldur en Rauðkollur, ])á
var þó eitthvað svo nauða-líkt við málfæri
þeirra. En hér var um nokkuð að ræða, sem
mikið reið á, og hún varð að vera viss í sinni
sök. Hún leit á þessa ljómandi fallegu konu.
“Eruð ])ér konan hans?” spurði hún.
“Já,” sagði frúin. “Eg er hans kona. ”
“Já, einmitt,” sagði Engilráð. “Fugla-
mærin segir, að ertgin irtanneskja viti eins vel
um alla kosti og ókosti mannsins, eins og kon-
an hans. Haldið þér, að eg geti látið mér
geðjast vel að honum. Fellur yður hann
vel?”
Þessi einkennilega spurning var svo ein-
læglega fram borin, að fránni fanst alveg
sjálfsagt, að svara ja'fn einlæglega. Hún færði
sig enn nær bónda sínum og lagði höfuðið við
handlegg hans.
“Mér geðjast hann betur, en nokkur annar
lifandi maður,” sagði hún blátt áfram.
“En er nokkur annar, sem yður mundi líka
betur, ef eitthvað kynni nú að vera að hon-
um?” spurði Engilráð.
“Eg á þrjá syni, sem líka eru synir hans,
og eina litla dóttur, föður og móður og mörg
systkini, ” svaraði hún viðstöðulaust.
“Og yður þykir vænst um hann af þeim
öllum?” mælti Engilráð enn fremur.
“Mér þykir svo vænt um hann, að eg vildi
offra öllum hinum, ef það væri nauðsynlegt,
hans vegna,” svaraði frúin.
“Er það mögulegt!” sagði Engilráð.
Hún leit enn rannsóknaraugum á O’More,
“Nei, þetta gæti hún vitanlega með engu
móti gert,” sagði hún, “dn það mælir óneit-
anlega mjög mikið með yður, að hún heldur að
hún geti þetta. Það er líklega bezt að eg segi
yður það sem eg hefi í huga.”
Hún lagði blaðið á borðið og benti á mynd-
ina af honum sjálfum.
“Þegar þér vorað lítill drengur, voruð þér
þá kallaður Rauðkollur?” spurði hún.
“Margir ’af kunningjum mínum, bæði á Ir-
landi og víðar, kalla mig það enn í dag,” svar-
aði hann.
Engilráð brosti einstaklega ánægjulega.
“Eg vissi þetta, sagði hún glaðlega. “Það
er nú einmitt það sem við köllum hann, 0g
hann er svo líkur yður, að eg efa að nokkur
af þessum þremur drengjum yðar sé meira
líkur yður. En það eru liðip tuttugu ár, mér
finst þér hafa verið lengi á leiðinni. ”
O’More tók utan um úlnlið hennar og kona
hans lagði handlegginn utan um mittið á
henni.
“Farið þér varlega, stúlka mín,” sagði
maðurinn alvarlega. “Látið mig ekki halda
nú á síðustu stundu, að þér færið mér fregnir
af honum, nema þér vitið fyrir víst, hvað þér
eruð að segja.”
“Það er ekkert um að villast,” sagði Eng-
ilráð. “hann er hjá okkur. A því getur eng-
inn vafi leikið. Þó eg hafi ekki farið á barna-
heimilið til að fá að sjá barnafötin hans, og
þó eg hefði ekkert um yður heyrt og ekkert
verið að svipast eftir yður, en af tilviljun
mætti yður á strætinu, þá hefði eg stöðvað yð-
ur og spurt yður hver þer værað, bara vegna
þess að þið eruð svo líkir. Þetta er áreiðan-
legt. Eg get sagt yður hvar Rauðkollur er.
En hvort þér eigið skilið að fá að vita það,
það er annað mál.”
O’More heyrði naumast hvað hún var að
segja, og hann hneig niður á stólinn. ITann
tók báðum höndunum fyrir andlitið. Hann
skalf og nötraði og var auðséð, að þessí stHc-
legi maður barðist við grátekka. Frúin beygði
sig niður að honum, og lagði henduraar um
háls hans.
“Þetta lítur býsna vel út fyrir Rauðkoll,”
hugsaði Engilráð. “Það er hægt að skýra
marga hluti, 0g þau geta kannske skýrt
þetta.”
Þau gerðu það líka, og það svo greinilega%
að Engilráð var ekki í neinum efa og þau
flýttu sér öll sem mest þau máttu til spítalans.
En áður en þau lögðu af stað, minti Engil-
ráð O’More á, að hann hefði sagt að konan,
sem passaði Rauðkoll, þegar hann var barn,
hefði þekt mynd af móður hans. “Mig langar
að sjá þessa mynd, og eins barna-fötin hans.”
Frúin fékk henni hvoratveggja.
Myndin bar það ljóslega með sér, að kon-
an, sem myndin var af, hafði verið með af-
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Offlce: 6th Floor, Bank of HamiltonChambers
DÖEWBYS
OLD TAVERN
ALB
Bezt viðeigandi drykkur um há-
tíðirnar, hreinn og hressandi,
þrunginn af 1-ífi og ánægju.
Gleðileg Jól
I
Hátíðaóskir
Comisolidatedl
otorSj, Limitedl
235 MAIN STREET
^llRrry FL'0Ufl
98 Lbs.
MCrCO) -hgV
Jr«»'’NIPCO CA15nTOH
®»ANOON M,US AT
I alt, sem
að hveiti
er notað,
er bezt og
pUR)Ty""fl-oup\ að nota
PURITY HVEITI
Notið það í alla yður bökun
Western Canacla Flour Mills
' Company, Limited