Lögberg - 20.12.1928, Page 7
r
LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928.
Bls. 7.
BRAUDID
Butter Nut
Fyrst er efnið
Nafnið kcmur á eftir.
HundrutS af vögnum þarf til að afgreiÖa þá, sem fellur Butter-Nut BrauðiÖ.
Þaþ eru fleiri, sem nota það, heldur en nókkra aÖra tegund. Það hlýtur að
vera ástæða fyrir því. ÞaS er enn betra efni og enn betri bökun, sem veldur
því, að Butter-Nut er talið “brauða bezt.”
Alt efni, sem fer í Buttér-Nut, er einmitt það efni, sem þér vilduð sjálfar
gera brauð úr, ef vér gerðum það ekki fyrir yður. Góð mjólk, hvítur, mal-
aður sykur, hreint ger, bezta hveitiö, sem til er—Maple Leaf hveiti—og
fínasta borðsalt. Og svo eru brauðin betur bökuð heldur en flestar húsmæð-
ur geta gert.
Biðjið Canada Bread mann, sem flytur brauð til nágrannans, og að skilja
eftir brauð hjá yður.
Ef þér vilfið heldur,
Símið 39 017 eða 33 604
Company
LIMITED
Eigendur eru 1,873 Canadamenn
/. NICOLSON.
ráðsmaður Winnipeg
oskar öllum sínum islenzku vinum
Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs.
Vígsla Hvítárbrúarinnar
1. nóvember 1928.
Ræða forsætisráðherra.
Góðir íslendingar! Konur og
menn!
Það eru nú í haust liðin full 37
ár síðan haldin var hátíðleg vígsla
fyrstu stórbrúarinnar á íslandi.
Meiri og torveldari afrek hafa
síðar verið unnin á landi hér,
bæði um brúargerðir og aðrar
verklegar framkvæmdir, en mest-
ur ljóminn stendur enn og mun
standa um smíði hinnar fyrstu:
Ölfusárbrúarinnar. Þetta var svo
nýtt þá hér á landi að vinna
slíka sigra. Og þó að að sjálf-
sögðu sé gleði manna mikil hér
í dag, yfir hinni nýju og veglegu
brú og hafi verið í öðrum héruð-
um undanfarið við slík tækifæri,
þá er eg viss um, að aldrei hefir
neinni brú verið jafn einlæglega
fagnað og fyrstu stórbrúnni, og
það af landsmönnum í heild
sinni.
Þau voru áreiðanlega sungin út
úr hjarta þjóðarinnar, Ijóðin sem
þá voru ort, en mega jafnan eiga
við, er brú skal taka til notkunar:
“Nú er móðan ekki einvöld lengur,
einvald hennar binda traustar
spengur.
Hátt á bökkum bröttum,
bygðir eru og trygðir
synir stáls og steina,
sterkir mjög að verki.
Sanda’ á bergi studdir magni 0g
og prýði,
strengja sér á herðum ramma
smíði,
tengja sveit við sveit þótt elfan
undir
ófær brjótist fram um kletta og
grundir”.
ölfusárbrúin, fyrsta stórbrúin,
var, í hlutfalli við getu og afköst
þá og nú, miklu meira þrekvirki.
en nokkur önnur brúargerð síðar.
Þess vegna er ljóminn yfir henni
mestur, og líka vegna hins með
hve miklum ágætum var unnið að
forstöðu fyrir framkvæmdinni.
Svo lengi sem brýr verða smíðað-
ar á íslandi, mun þjóðin geyma
í þakklátri irtinningu nafn brúar-
smiðsins, bóndans norðan úr
Fnjóskadal, sem hafði til þess
stórhuga, bjartsýni og .fórnfýsi,
að takast á hendur forstöðu fyrir
smíði ölfusárbrúarinnar, er aðrir
voru frá gengnir. Einn er hann í
hópnum hinna góðu sona á öld-
inni sem leið, sem leystu ættjörð-
ina úr álögum.
vaxandi trú þjóðarinn'ar á landið
sitt og á sinn eigin mátt og meg-
in. Sigrarnir, sem þjóðin hefir
unnið yfir hinum áður óbeizluðu
fljótum og Þrándum í Götu veg-
farendanna, hafa um leið verið
sigrar “yfir fátækt og erfiðleik-
um, en sérstaklega sigrar yfir
ýmsum óheillavænlegum og rót-
grónum hleypidómum um van-
mátt, örbirgð og uppblástur þessa
lands. Hver sigur í líka átt sýnir,
að landið getur gróið upp, er að
gróa upp, mun gróa upp og skal
gróa upp” — eins og sagt var við
vígslu Þjórsárbrúarinnar fjórum
árum síðan en Öilfusárbrúin var
vígð.
Sérhver ný brú er talandi vott-
ur um aukið traust á landið, og
vissulega fer það saman, að aldr-
ei fyr hefir verið reist eins mikið
af brúm á íslandi og hin síðustu
árin, og að aldrei fyr, á hinum
síðari öldum a. m. k. hefir þjóð-
in í eins ríkum mæli trúað-á land-
ið og litið með eins björtum aug-
um á framtíðina.
Og það er miklu mest um það
vert.
Og því erum við öll hress í huga
í dag og með óblandinni ánægju
tökum við til notkunar hina nýju
Hvítárbrú — eina af hinum tor-
veldustu brúm til framkvæmda,
sem reist hefir verið hér á landi,
og jafnfram eina hina fegurstu. 1
Eg ætla að leyfa mér að lesa
upp frásögn vegamálastjóra um
aðdraganda brúarsmíðisins og
lýsing á brúnni:
“Lögferja hefir verið hér á
Hvítá að minsta kosti í 62 ár og
er reglugjörð um hana frá 9. jan.
1866.
Fyrst var mælt fyrir brúar-
stæði hér 1910. Þá var hér sýslu-
vegUr og var svo þar til vegurinn
var gerður að þjóðvegi með nýju
vegalögunum frá 1924. Brúar-
máli þessu var lítt hreyft þar til
ítarlegar mælingar og rannsóknir
fóru fram 1922 og síðar. 1927 vai
byrjað á vegagerðinni utan í
hamrinum norðan brúarinnar og
jafnframt lítilsháttar á öðrum
undirbúningi undir þrúargerðina.
Þá voru og gerðar ítarlegar rann-
sóknir til þess að komast að raun
um með hvaða gerð brúin yrði
ódýrust og heppilegust. Kom þá
sérstaklega til greina: járnhengi-
brú milli landa, járnbrú á stöpli
I miðri á og í þriðja lagi bogabrú
úr járnbentri steypu. Niðurstaða
þessara rannsókna varð sú, að
bogabrúin var talin ódýrust og
heppilegust, auk þess sem hún
hefir þann mikla kost, að kostnað-
ur við viðhald hennar er sára-
lítill.
Lengd allrar brúarinnar er 118
cm. Aðeins þrjár brýr hér á landí
eru lengri, Lagarfljótsbrú 300 m.,
Jökulsárbrú á Sólheimasandi 220
m. og brúin yfir Héraðsvötn á
Grundarstokk 132 metrar. Hvor
boginn er 51 m. á milli stöpla.
Þykt boga við stöpla, er 1.8 m.,
en um miðju 40 cm. Vídd millí
handriða er 2.75 m. Lengd mið-
stöpuls að neðan er 11.1 m. og
hreidd 6.5 m. Venjulegt vatns-
dýpi við miðstöpul er rúm 3 m.
og er stöpullinn grafinn 5.5 m.
niður fyrir botn og stendur hann
þar á þéttu sand- og malarlagi.
Utan um stöpulinn allan er járn-
veggur, sem rekinn erl.5 m. nið-
ur fyrir stöpul. Hæð stöpulsins
er tæpir 13 m., en hæð frá brúar-
gólfi um miðja brúna, þar sem
það er hæst, niður að vatnsborði,
er tæpir 10 m.
Allur miðstöpullinn er að þyngd
tæpar 1500 smálestir. Mestur
þungi á undirstöður stöpuls, er
3,6 kg. á fersm.
í miðstöpulinn allan fóru 2126
sekkir af sementi, en í alla brúna
3855 sekkir, og er öll steypan um
1100 teningsmetrar. Styrktarjárn
í steypu er samtals 22,000 kg.
Verður öll brúin þannig að þyngd
nálægt 2,500 smálestir. Báðar
landstöpla rstanda á fastri klöpp.
Burðarþol brúarinnar er miðað
við, að hún beri mannþröng 400
kg. á hvern ferm. brúargólfs og
flutningavagn 6000 kg. þungan,
en þó ekki svo þungan vagn jafn-
framst fylstu mannþröng.
Vinna að brúargerðinni hófst
hér efra 12. apríl í vor og hefir
þannig staðið í 29 vikur. Að verk-
inu hafa unnið að jafnaði 20—25
manns. Samtals hafa verið unn-
ð að sjálfri brúargerðinni hátt á
I. þúsund dagsverk.
Brúin kostar fullgerð nálægt
156 þús. kr. og vegurinn utan í
hamrinum norðan brúar ásamt
fyllingunni sunnan brúar kostar
um 23 þús. kr. Kostar þannig alt
mannvirkið tæp 190 þú. kr. og er
það sem næst sama upphæð og á-
ætlað var.”
Þannig er þá þetta fagra og
traustlega mannvirki fullbúið til
notkunar. Eftir nokkra aratugi,
þegar við erum komin undir
græna torfu, verður það metið,
hversu mikla þýðingu brúin hafi
haft fyrir bygðina. Þá verður
þessa dags minst og eg trúi því,
að þá verði ávextir brúarinnar
ekki metnir á neina smávog.
Og þegar nú loks er svo mytid-
arlega bætt úr samgönguþörfiuni
hér, þykir mér vel við eiga að
minna á hve langt er síðan byrj-
að var á því að reyna að tæ a
samgöngurnar hér um slóðir. Um
það ber vitni eitt hið allra elzta
skjal, sem til er um segu bygðar-
innar og sögu landsins, svohijóð-
andi:
Tanni og Hallfríður, þau lögðu
helming ÍBakka lands til sæluhúss
þess sem þar er, að ráði Gissur-
ar biskups, og að lofi erfingja.
Þar fylgja kýr tíu og 6 tigir áa
og bátur nýr. Tanna forráð skal
á stað þeim meðan hann lifir, en
þá biskup þess er í Skálholti er.
En sá maður er þar býr, skal ala
menn alla þá er hann hyggur til
góðs að alnir sé.”
Jón Sigurðsson telur það vafa-
laust, að hér sé átt við Gissur
biskup Islenfssonð svo að skjal
þetta sé frá ca. 1100, eða meir en
800 ára gamalt og fjalli um jörð-
ina iFerjubakka í Mýraálýslu —
stuttu neðar við Hvítá en brúin
er nú. — Sælubúið er sett þar
sem umferðin var svo mikil, gist-
ingar og matgjafastaður fyrir
alla þá sem til “góðs er að alnir
sé” og báturinn er að sjálfsögðu
ferjubátur á Hvítá. — Svo löng
er sagan, sem skjallega má rekja,
um baráttuna fyrir samgöngubót-
unum hér um slóðir.
Nú höfum við í dag unnið full-
an sigur í þeírri baráttu. — Og
um leið og við minnumst sæmdar-
hjónanna, Tanna og Hallfríðar,
sem hófu samgöngubæturnar hér
við Hvítá, að því er við getum
rök að leitt, skulum við óska, að
með hinni fullkomnu samgöngu-
bót blómgist hér um bygðina ekki
aðeins eitt heldur fjölmörg sælu-
bú, þar sem góðir menn verða aln-
ir svo lengi sem þetta land er of-
an sjávar.
Eg vil svo, að lokum, í nafni
þjóðarinnar, færa þeim öllum
þakkir, sem á einn og annan hátt
hafa unnið að þessu mikla, fagra
og þarfa mannvirki. Nefni eg þar
fyrst til yfirmann verksins, Geir
Zoega vegamálastjóra, verkstjóra
og verkamenn. Að svo miklu,
sem við fáum séð og um dæmt, er
framkvæmd verksins til hins
fylsta sóma.
Tökum einnig undir þá bæn til
Guðs vors lands, að til blessunar
og farsældar verði brúin nýja
fyrir alda og óborna. Mætti sú
verða reynslan, að jafnvel í enn
ríkari mæli en við getum gert
ráð fyrir, verði ávextir brúar-
gerðarinnar bygðinni til heilla.
Haltu Drottinn verndarhendi yfir
þessu mannvirki og blessaðu sér-
hvert gott verk sem unnið er á
fósturlandi okkar.
Að svo mæltu lýsi eg því yfir,
að hin nýja Hvítárbrú er frjáls
til umferðar og almennra nota.
—Tíminn.
Vér óskum lesendum Lögbergs
gleðilegra Jóla og farsœls nýárs! 1
Brigdens of Winnipeé Ltd.
Photoéraphers, Artists, Photo-Enéravers
Magnús Stephensen vígði ölfus-
árbrúna 8. sept. 1891. í lok vígslu-
ræðunnar minti hann á goðsögn-
ina fornu um hringinn Draupni,
þann er hafði þá náttúru að ní-
undu hverja nótt drupu af honum
8 gullhringar jafnhöfgir. — Hann
bar fram þá ósk að sama náttúra
mætti fylgja hinni nýju brú: ‘‘að
af henni drjúpi, á skömmum tíma,
viðlíka margar brýr jafngóðar yf-
ir þau vatnaföll landsins, er þess
þarfnast mest.”
Fagurlega hefir þessi von lands-
höfðingjans gamla ræst. Hún
hefir ræzt í miklu ríkari mæili en
nokkurn grunaði, þeirra hundraða
sem á ræðuna hlýddu. Fjölmarg-
ir hringar, mismunandi höfgir að
vísu, ha/a af tfyrstu stórbrúnni
dropið, og hafa komið niður víðs-
vegar um okkar elfaríka land, en
allir hafa þeir flutt með sér hag-
sæld og blessun í ríkum mæli.
— Ekkert þeirra fljóta er nú ó-
brúað, þeirra sem Magnús Steph-
ensen hafði í huga, er hann
nefndi “þau vatnsföll landsins,
sem þess þarfnast mest” að verða
brúuð — það er eg viss um. Við
vígslu ölfusárbrúarinnar hefir á-
reiðanlega engan dreymt um, að
brúaöldin yrði svo mikil, á skömm-
um tíma, sem raun er á torðin —
jafnvel ekki hina allra bjartsýn-
ustu.
Okkur er holt að halda þessu
á lofti og nema af því. Við bú-
um í svo góðu landi og á svo far-
sælum framfaratímum, að veru-
leikinn verður á fjölmörgum svið-
um jafnvel enn glæsilegri en von-
ir hinna bjartsýnustu gera ráð
fyrir.
Svona var það undanfarin 37
ár. Við skulum trúa því, að svo
verði það og næsta mannsaldur-
inn að framtíð og framfarir
landsins verði jafnvel enn glæsi-
legri okkar björtustu vonum.
En því aðeins hafa svo margir
hðfgir gullhringar dropið í skaut
okkar lands hin síðari árin, að
einnig á öðru sviði hafa breyting-
arnar orðið miklar.
Saga brúargerðanna á íslandi er
einhver augljósasti votturinn um
GLEÐILEG JOL!
FARSÆLT NYTT AR!
Stjórnamefnd
Manitoba Co-operative Fislieries, Limited
Stjórnarnefnd MANÍTOBA CO-OPERATIVE FISHERIES, LIMITED, óskar öllum félögum sínum, og öllum fiski-
.mönnum i Manitoba gleðilegra og fagnaðarríkra jóla, auk allrar farsældar á komandi ári.
Samtök meðal allra er stunda samskonar atvinnu eru nauðsynleg. Það er margsannað af reynslunni í liðinni tíð. Það
er ekki eingöngu að ýmiskonar sparnaður sé með því fenginn, heldur og líka verðhækkun á þeirri vörutegund er vinnan
framleiðir. Svo er líka sjálf iðnaðargreinin vernduð með slíkum samtökum, og mennirnir er hana stunda,—þeini gert mögu-
legt að reka atvinnu sína án hindrunar og markaðssvika, sem oft hafa átt sér stað. Ef þeir verða fyrir óhöppum þá eru
samtökin jafnan á bak við þá, þeim til styrktar. Það er engum gróði innari samtakanna, að nokkur verði fyrir tapi, og horf-
ir það öðruvísi við en þegar við einokunarfélög er að skifta. Þá hefir það eik er af annari skefur. Samtökunum er það
hagnaður að hver einstakur beri sem bezt úr býtum, að iðn hans gangi vel, a|5 arður og eftirtekja verði sem mest.
Það er skamt síðan að samvinnuverzlun fiskitnanna var hleypt af stokkunum,—tíminn naumast orðinn nógu langur til
þess að leiða í ljós þau hlunnindi er hún ætti aS geta veitt öllum félagslimum. Þó er svo mikið orðið vist, að hagnaður
er orðinn talsverður. Reynslan hefir sýnt, í þessa mánuði, að samtök fiskimanna þetta ár, 1928, er að færa þeim góðan
arS, og hefði þó meiri orðið ef betur hefði árað og fleiri verið með,—samtökin verið víðtækari.
En svo má gera ráð fyrir að félagsmönnum fari fjölgandi. Atvinnugreinin krefst þess, og framtið Jæirra, er hana
stunda. Hver og einn, er stendur utan við félagsskapinn. er ekki eingöngu að skaða atvinnureksturinn og þá, sem taka þátt
í honum, heldur og sjálfan sig líka. Hann er að kippa fótum undan sjálfstæði sinu og sinna, er annara leiguliði í orðsins
þrengstu og lökustu merkingu, ómyndugur og ekki eignum sínum ráðandi. ÞaS er ekki. ætlandi að nokkur kjósi það til
lengdar, jafnvel þó undangengin ár hafi vanið hann við það og reynt að draga úr sjálfstæði hans á allan hátt.
Svo aðeins kemst þessi atvinnugrein á réttan rekspöl að samtökin verði almenn. Um það ættu allir því að hugsa er
eiga bæði viðurværi sitt og afkomu undir henni.
FISKIMENN! Standið saman, vinniS saman, eflið hvers annars heill, þá er framtíð ykkar borgið og sjálfstæði yðar
i mannfélaginu.
MANITOBA CO-OPERATIVE FISHERIES, LIMITED
PHONE 24 142
(Associated Fishermen)
325 MAIN STREET
WINNIPEG, Man.