Lögberg - 22.12.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.12.1928, Blaðsíða 1
 41. ARGANGUR I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22. MARZ 1928 NÚMER 12 Helztu heims-fréttir Canada. Manitoba þinginu var slitið á föstudaginn í vikunni sem leið, eftir að hafa setið stöðugt síðan 1. desember, að undanteknum þremur vikum um jólin, sem það tók sér hvíld. Alls voru lögð fyrir þetta þing 138 lagafrumvörp, og af þeim voru 117 samþykt, en 21 feld eða tekin aftur. Mikið af þessum laga- fjölda jeru jaara íítilfjörlegar breytingar á eldri lögum, sem fá- ir veita nokkra eftirtekt. Það eru tvenn lög sérstaklega, sem sam- þykt voru á þessu þingi, sem eru þýðingarmikil fyrir almenning, og eru það áfengislögin, mikill laga- bálkur, sem aðallega ganga í þá átt, að gera almenningi auðveld- ara að kaupa áfengi, heldur en áður var. Þessi nýju áfengislög eru nú þegar gengin í gildi. Hitt eru ellistyrkslögin. Þou voru sam- þykt af þinginu, en enn er ekki víst, hve nær þau koma til fram- kvæmda, en sjálfsagt verður það einhvern tima á þssu ári. Hafa efni þeirra laga verið nákvæm- lega skýrð hér í blaðinu fyrir skömmu, svo ekki er þörf að skýra það hér. * * * Það Htur helzt út fyrir að menn þeir, sem á strætisvögnunum í Winnipeg vinna, muni gera verk- fall áður en langt líður. Hafa þeir greitt atkvæði um þetta ný- lega, og urðu miklu fleiri með því að hefja verkfall, ef strætisbrauta félagið léti ekki að kröfum þeirra. En í þetta sinn er það ekki hærra kaup eða styttri vinnutími, sem farið er fram á, heldur að félagið taki aftur í vinnu mann nokkurn, sem það sagði upp vinnu í hairát sem leið, og gefi honum sama verkið, eins og hann hafði, áður en hann var látinn hætta. Líta verkamenn vafalaust svo á, að maður þessi hafi verið sviftur at- vinnu að ástæðulausu, eða án nægjlegra orsaka. Hon. Peter Heenan kom til Winnipeg fyrir skömmu og reyndi að koma sætt- um á í þessu máli og bauðst fé- lagið til að taka mann þenna aft- ur í vinnu með sama kaupi, en ekld að gefa honum sömu vinnu eins og hann hafði áður haft. Að Þessu vilja samverkamenn manns þessa ekki ganga, og heimta að hann fái sömu vinnu, sem hann hafði, eða þeir hefji verkfall að öðrum kosti. — Ve'rkamennirnir segjast hafa gert það senr þeir gátu til að fá þetta lagað með góðu, og að þeir hefji því að eins verkfall, að þeir séu til neyddir. * * * Bjórstofurnar marg umtöluðu voru opnaðar í Winnipeg á mið- vikudaginn í síðustu viku. Ekki nema heldur fáar samt fyrsta daginn, en þeim hefir fjölgað tÖluvert síðan. En þrátt fyrir tað, að þessar bjórstofur voru heldur fáar opnaðar á miðviku- daginn, þá segja þó Winnipeg dag- blöðin, að þennan fyrsta dag hafi þær selt bjór fyrir eitthvað tutt- ugu til tuttugu og fimm þúsundir dala, og næsta dag eitthvað svip- að. Það lítur því heldur út fyr- ir að verzlunin ætli að ganga býsna vel með þessu nýja fyrir- komulagi. * * * Nýja hveititegund ætla einir 350 bændur í Vestur-Caiada að reyna í sumar, sem nefnd er “Re- ward’’ hveiti. Hafa þeir fengið tvo til fjóra mæla hver til útsæð- is frá tilraunabúinu í grend við Ottawa. Er álitið, að þetta hveiti sé ekki í eins mikilli hættu fyrir að skemmast af ryði eins og ann- að hveiti, og á nú að reyna það betur en áður hefir verið gert. * * * Galt dómari í Manitoba hefir bent á, hve skaðlegt það sé, að 'blöðin geri eins mikið að því, eins og þau nú gera, að útbreiða glæpa* sögur, sem gerast í IBandaríkjun- um og Canada og annars staðar, og skýra frá þeim sem nákvæmast að verða má. Segir dómarinn, að ekki geti hjá því farið, að þar sem fólkið hafi þessar frásagnir stöð- ugt fyrir augum á framsíðum blaðanna, að margt ungt fólk leið- ist til þess, að fara sjálft að reyna þetta, sérstaklega að reyna að komast fljó(tlega yfir mikla pen- inga á glæpsamlegan hátt, sem það sér af fréttunum að öðrum hefir hepnast hér og þar og oft sloppið, án þess að uppvíst yrði. Óskar dómarinn þess mjög alvar- lega, að blöðin vildu láta sér skiljast, hve skaðlegt þetta er og að þau séu hér að vinna ilt verk og óþarft, sem ætti að vera ó- gert látið. • * * A. D. McRae, sambandsþing- maður fyrir North Vancouver, hefir komið fram með þá tillögu, að stjórnjn setji sér það markmið að flytja tvær miljónir innflytj- enda til Canada á næstu tíu ár- um. Til þess ætlast hann að sé varið $30,000,000 á ári. Vill hann að þeim peningum sé varið til að hreinsa landið, byggja íbúðarhús, helzt bjálkahús og yfirleitt til að hjálpa innflytjendum til að byrja búskapinn. Og ætlast hann til að þetta borgist aftur á 30 árum..— Ýmsum blöðum hefir orðið tölu- vert tíðrætt um þessa tillögu, en yfirleitt virðist hún of stór- fengileg til þess að menn geti áttað sig á henni í fljótu bragði. * * Dr. Bissett, þingmaður frá Springfield, Manitoba, flytur það mál; á sambandsþingi, að hér eft- ir skuli Canadamenn vera kendir við sitt eigið land, Canada, þar sem þjóðernis þeirra er getið í einhverjum stjórnarskjölum, en ekki við það land, eða þá þjóð, sem foreldrar þeirra eða forfeður kunna. að hafa tilheyrt, eins og nú á sér stað. Eins og kunnugt er, þá eru hér engir taldir Canada- menn, þegar þeir t. d. fæðast, gifta sig eða deyja, heldur Eng- 1 ndingar, Skotar, fslendingar, eða eitthvað annað, eftir því sem forfeður þeirra hafa verið. Dr. Bissett, eins og margir fleiri, tel- ur nú tíma til þess kominn, áð leggja þetta niður, og nefna alla Canadamenn, sem hér eru fæddir eða gerst hafa Canadamenn, hvað- an sem þeir hafa komið. Hvernig þessu máli reiðir af á þinginu, er enn óvíst, en það er búist við, að þar sýnist mönnum mjög sitt hverjum. Bandaríkin. f vikunni sem leið varð mikið slys og etórkostlegt manntjón í svo nefndum Santa Clara dal í Californíu, einar fimtíu mílur í norður frá Los Angeles. í þessum dal, svo sem 75 mílur frá sjó, var stíflugarður, 'bygður úr stein- steypu, og ofan við hann einar tólf biljónir gallóna áf vatni. Þessi stíflugarður bilaði eina nóttina í síðustu viku og hið mikla vatns- magn ruddist fram með ógnar hraða og vatnið flóði langt út fyr- ir árbakkana og eyðilagði hús og brýr og önnur mannvirki, og síð- ustu fréttir segja, að í flóði þessu hafi farist að minsta kosti 270 manns og að 175 séu enn ó- fundnir, og er líklegt talið, að margir þeirra hafi farist. Hvaða orsakir liggja til þess, að garð- urinn bilaði, vita menn enn ekki. Það lítur út fyrir að hann hafi hrunið alt 1 einu, án þess að nokk- ur maður hefði nokkra hugmynd um, að hér væri nokkíir hætta á ferðum. * * * Rodman Wanamaker, aðal eig- andi búðanna miklu, og sonur þess, sem stofnaði þá miklu verzl- un í Philadelphia, Pa., er nýdá- inn, 65 ára að aldri. * * * Alexander P. Moore, frá Pitts- burg, fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna á Spáni, hefir Coolidge Nú er eg kátur. Nú er eg kátur og kveÖ, komandi syng eg um vor. Kveð eg um æskunnar yl, æfinnar fegurstu spor. Göfga eg gleðinnar þrótt, gæfunnar bergi af lind. Klæðst liéfir álögum úr engilbjört framtíðar mynd Nú gefa lífinu lit logandi vonir í barm. Hugsjónir bækka eg finn, harðna mér vöðvar í arm. Ast mín er ljúsvaki lífs, leikvöllur framtíðar skaut, lán mitt er leitandi þrá, langt inn á komandi braut. Eins og eg flutt geti f jöll, fagnandi glaður eg hlæ. Náttúran andar mér öll, almættis töfrandi blæ. Blómskrúðið angar mér enn, árdegis regninu ,nært. Nú Tinst mér himininn hár og heiðríkjuloftið svo tært. Bjarni frá Gröf. LJ rJ 5?5?5?5?5?5?5?5?5?5?5?5?5?5?5?-5?5?-5?5r]5?5?5?-5?5?5?5?5?g?5?5?5iJ5?555?5Sl forseti nú skipað Peru. sendiherra brigðum. Ekkja hans er Guðrún Helga Jónsdóttir og börn þeirra, sem nú eru á lífi, eru: Jón Sveinn og Albert, bændur í Argyle; Kristjana, Mrs. G. Matthiasson, Mrs. A. J. Hallgrímsson og Mrs. J. M. Lowe, öll í Seattle, Wash.; Mrs. T. B. Findlay í Duluth, og Mrs H. J. Eggertsson í Glenboro. Jarðarförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni að Grund, hinn 9. marz. iSér K. K. ólafsson jarð- söng. • Mr. John B. Johnson og Mr. Tryggvi Fjeldsted frá Gimli, voru staddir í borginni á þriðjudaginn. Síðustu dagana hefir verið reglulegt vorveður, sólskin og hlýindi á daginn og lítið frost á nóttum. Iðjuhöldar í Philadephia gera ráð fyrir, að verja hundrað tutt- ugu og sex miljónum dala til bygg- inga o g annara slíkra fram- kvæmda, til að bæta úr atvinnu- leysi, sem nú á sér stað þar í borginni. * * * Fimm konur í Minnesota, hafa hlotið þann heiður, að vera tald- ar mestar fyrirmyndar húsmæður i ríkinu. Er ein þeirra íslenzk kona, Mrs. Eustis B. Olson, frá Ivanhoe (láður Dóra Josephson). Þessum fimm fyrirmyndar hús- mæðrum var fyrir skömmu haldið Embætti skipa í Jóns Sigurðs- sonarfélaginu fyrir árið, sem nú er að líða, eftirfylgjandi kon- ur: Hon. Regent: Mrs. B. J. Brandson; Vice. Hon.: Mrs. F. J. Bergman; Regent: Mrs. Thorst. Borgford; First Vice: Mrs. James Thorpe; Sec. Vice: Mrs. J. S. Gill- ies; Secretary: Mrs. J. Olafsson; 19. þ. m. Hjartveiki kvað það Treas.: Mrs. Steindór Jakobssori; vera, sem að honum gengur. — T.C. O. Sec.: Mr@j R. Johnson; Hann er, eins og kunnugt er, einn af allra merkustu stjórnmála- mönnum Breta. Hvaðanœfa. Rússar halda því fast fram í Þjóðbanadlaginu, að eina ráðið t:l að koma 1 veg fyrir stríð, sé það, að þjóðirnar leggi niður allan herbúnað á sjó og landi og í loft- inu og hafi enga hermenn. “Vér höldum því óhikað fram, að alger og skjót afvopnun sé öurggasta og eina ráðið til að koma í veg fyrir stríð og varna því, að nokk- samsæti í St. Paul, og talaði Mrs. ur þjág Verði fyrir árásum.” seg- Stand. Bearer: Mrs. E. Hanson; Councillors: Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. ,H. J. Pálmason, Mrs. P. Siv- ertson, Mrs. G. H. Nicholson og Mrs. F. Merrell. Olson þar í útvarpið og gerði þá nokkra grein fyrir því, hverriig hún hefði lært að verða góð hús- móðir. Sagðist hún hafa verið skólakennari í 18 ár og á þeim ár- um haldið til á nærri eins mörg- um heimilum og af'ollum þeim hús- mæðrum er^hún dvaldi hjá, hefði hún eitthvað lært í þessa átt. — Mrs. Olson er fædd á íslandi, en mun hafa komið barn að aldri til Ivanhoe, Minn., og alist þar upp. Bretland. Hermálaráðherra Breta, Rt. Hon. W. C. Bridgeman, segir, að Bretr ar hafi gert meira að því að draga úr herflotanum heldur en nokkur önnur þjóð síðan stríðinu lauk og það sé fjarri því, að þeir hafi ekki gert sinn hluta að því að draga úr herkostnaði og minka herflotann. “Vér eyðilögðum 1,300,000 ton áður en afvopnun- arþingið var haldið í Washing- ton”, segir ráðherrann, “og síðan höfum vér eyðilagt álíka mikið eins og Bandaríkjamenn. 1 júlí- mánuði 1914 höfðum vér 644 skip; þegar stríðinu lauk höfðum vér 1,887 skip, en nú 403 skip. Vér höfum síðan stríðinu lauk eyði- lagt meir en tvær miljónir tonna af skipastól yorum.” * * * Stjórnin hefir lagt fyrir þingið lagafrumvarp, sem veitir konum sem eru á aldrinum 21 til 30 ára, kosningarétt, sem þær hafa ekki haft til þessa. Verði frumvarp þetta að lögum, sem sjálfsagt þarf ekki að efa, þá fjölgar þeim kon- um á Bretlandi, sem kosningarétt hafa, um hér um bil 5,250,000. Af því það er unga kvenfólkið, sem hér á hlut að máli, þá er þetta Iagafrumvarp kallað “flapper- biir. * * * Hinn ,13. þ. m. lögðu á stað í loftfari frá Englandi, og ætluðu að fljúga vestur yfir Atlantshaf, þau Oapt. G. R. Hinchcliffe og Miss Elsie Mackay, dóttir Inch- cape greifa. Þau hafa enn ekki komið fram, og er nú taiið víst, að þau hafi farist á leiðinni. * * • Balfour lávarðuu er veikur, að því er frétt frá London segir hinn ir Maxin Litvinoff, aðal fulltrúi Rússa í Geneva. “Vér erum sann- færðir um, að það er ekki hægt að viðhalda friði með því, að nokkr- ar þjóðir taki sig saman um það sín á milli að fara ekki í stríð hver við aðra, eins og Þjóðbanda-1 en Arngrímsson flutti kvæðið FORELDRAMÓT. Síðastliðið föstudagskvöld var haldið foreldramót í Jóns Bjarna- sonar skóla. ÍForeldrum og að- standendum námsfólksins var öll- um boðið, ásamt skólaráði og öðr- um vinum. Þessi viðleitni kenn- ara og nemenda var auðsjáanlega vel metin, því aðsókn var í bezta lagi. Skólastofurnar, þar sem fólkið kom saman, voru smekk- Íega prýddar. Skemtanir voru sem fylgir: Skólastjóri, séra Rún- ólfur Marteinsson, bauð gestina velkomna og skýrði tilgang móts- ins. Svo sungu allir tvo söngva, annan á íslenzku, hinn á ensku. Magnús Paulson lék á píanó. Ell- lagið leggur til. Úr því mundi verða samband til sóknar og varn- ar, eins og átti sér stað fyrir stríðið. Þetta kemur sérstaklega til af því, að þegar um stríð er að ræða, þá er afar erfitt að draga línuna milli sóknar og varnar. Eg vona því^ að friðarnefndin fallist á algerða afvopnun og vinni að henni, sem er eina ráðið til þess að friðurinn sé trygður.” segir Lit- vinoff. * * * Frétt frá London hinn 12. þ.m. segir, að þá sé vont veður um mestan hluta Evrópu, stormur og kuldi, nema á íslandi. Þar sé allra bezta veður. 0r bœnum. James Scott fasteignasali and- aðist að heimili sínu í Winnipeg hinn 16. þ.m., 82 ára að aldri.— Hann stundaði fasteignasölu í Winnipeg í 43 ár. Merkur maður og vel kyntur og einn af hinum gömlu Winnipegbúum, sem svo að segja allir þektu. Mr. og Mrs. E. Thorlaksson frá Medicine Hat, voru hér í borginni síðastliðna viku og fóru heimleið- is á laugardaginn. Með þeim fór vestur faðir frúarinnar, Mr. Gunn- ar Guðmundsson, sem hefir verið veikur að undanförnu, og komu þau hjón að vestan til að vitja um hann. Árni Sveinsson, sem um langt skeið var einn af hleztu bændum Argyle-bygðar, andaðist hinn 7. þ.m. að heimili dóttur sinnar, Mrs. H„ J. Eggertsson, í Glerfboro, Man. Hann var fullra 76 ára að aldri, og hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin. Hann var ættaður af Austurlandi, en kom til Canada árið 1876. Var fyrst nofckur ár í Nýja fslandi, en flutti til Argyle árið 1882. Bjó hann þar lengi miklu rausnarbúi, enda var hann dugnaðarmaður með af- “Heimkoman”, eftir Kristján Jónsson. Sdmkomufólkið söng aftur tvö lög. Roy Ruth flutti kvæðið “Móðir mín”, eftir Matth. Jochumsson. Magnús Paulson las skólablaðið, “Mímir”, en ritstjór- ar þess voru þeir hann og Ed- ward Magnússon. Var í því margt fyndið og skemtilegt. Svo var sýndur stuttur leikur, “La Gram- maire” eftir Labiche. Var hann æfður af yfirkennaranum, Miss S. Halldórsson. Leikurinn er franskur, en var þýddur á ensku af kennara og nemendum. Leik- endurnir voru: Haraldur Jóhanns- son, Haraldur E. Gíslason, Jón S. Bjarnason, Sigurður Eggertsson, og Andrea iSoffía Sigurjónsson. Var að honum mikil skemtun. Að honum loknum lék Roy Ruth á píanó. — Svo skemtu menn sér við samtal og hressandi góðgjörð- ir. Mikil ánægja virtist ríkja yfir þessu vinamóti. Sumir, sem eiga þar nemendur, komu í skól- ann í fyrsta' sinn. Menn fundu það þá, eins og áður, að það er gott að koma saman og kynnast. al annars komist svo að orði um það, að því hafi verið tekið með mjög mikilli hrifningu, og að það bendi ótvírætt til þess, að hér sé um snilling að ræða, sem mikils megi vænta af. í bréfum, sem Þórarinn hefir nýlega skrifað hingað heim, getur hann þess, að í ráði sé að leikin verði tónverk eftir hann í Berlín mjög bráð- lega. Einnig mun hann hafa sent Páli ísólfssyni tónverk eftir sig. Morfuriblaðið mun halda spurn- um fyrir um hróður þessa unga landa, sem virðist munu ætla að verða þjóð sinni til mikils sóma. —Mbl. Reykjavík, 15. febr. Þórarinn Guðmundsson, konsúll í Seyðisfirði andaðist að heimili sínu í gærmorgun. Banamein hans var heilablóðfall. Hann var tæpra 83 ára að aldri,'og hafði verið hinn ernasti alt fram að dánar- degi. — Þórarinn heitinn var hinn mesti dugnaðar og framkvæmda- maður, gestrisinn og góður heim að sækja. Naut hann almennra vinsælda og virðinga allra þeirra er kyntust honum. — Hann var sæmdur Fálkariddaraorðunni. — Mbl. ísafirði, 12. febrúar Válbátur (frá ísafirði fór að- faranótt sunnudags áleiðis til Bolungarvíkur með fólk, sem það- an hafði komið til að sjá “Ljen- harð fógeta” leikinn. — Vegna þess að'báturinn þótti ofhlaðinn, voru fimm farþegar settir á land í Hnífsdal og héldu þeir förinni áfram gangandi til Bolungarvík- ur. En utanvert við Óshlíð skall á þá snjóflóð og fórst fernt: Bald- vin Teitsson, Helgi Wilhelmsson, Þórunnx Jensdóttir og Elín Árna- dóttir. — Hinn fimti, Páll Árna- son bjargaðist lítið skaddaður.— Bolvíkingar fóru í morgun að leita líkanna, en fundu þau ekki.— Mbl. Dansk-íslenzka félagið hefir nýlega haídið aðalfund sinn í Kaupmannahöfn.. jSkjýrði formað- ur, Arne Möller, frá því, að kenslu mála ráðuneytið hefði farið þess á leit við háskólann og félagið, að þau skipuðu nefnd manna til þess að gera tillögur um háskóla- fyrirlestra á íslandi, vegna þess að dr. Kort K. Kortsen væri hætt- ur fyrirlestrum þar. Háskólinn valdi í nefnd þessa prófessorana Finn Jónsson og Vilh. Andersen, en dansk-ísl. fél. kaus Arne Möll- er___1 stjórn félagsins voru kosn- ir: Arne Möller, iP. O. A. Ander- sen, Finnur Jónsson, Arup pró- fessor, dr. Sigf. Blöndal, ^frú Gyrithe Muller, Thor E. Tulinius Oöll endurkosin), cand. mag. C. P. O. Christensen frá Askov, Peder Th. Jensen barnakennari, og Frið- rik Á. Brekkan rithöfundur.— Mbl. Guðmundur Fjeldsted, forseti Manitoba Co-ioperative Dairies, Limited. unga og Eddurnar, og þá Kon- ungasögur, Fornaldarsögur o. s. frv. Mun nánari áætlun um það birt síðar. tjtgáfu ritanna verð- ur skift milli ýmissa fræðimanna, en svo hefir talast til, að Sigurð- ur prófessor Nordal hefði aðal- umsjón með útgáfunni, og erum vér þess fullvissir, að hún sé þar í ágætum höndum. Það mun varla geta orkað tví- mælis, að þörf sé á slíkri útgáfu, enda hefir verið vakið máls á þeirri þörf úr ýmsum áttum. Það þarf ekki að skera utan af því, að fornritin hafa jafnan verið dýr- asta eign íslendinga, á þeim er reist menning vor heima fyrir og orðstír út á við. Það er átakan- legasti vottur íslenzkrar fátækt- ar, sem til er, að vér skulum ekki eiga sæmilega útgáfu þeirra allra og alls enga af sumum. Það er ekki vansalaust fyrir þjóð vora, að vönduðustu útgáfur þeirra skuli vera erlendar. Ekkert getur verið ofgert, sem stuðla má að því, að þjóðin leggi meiri rækt við þau, lesi þau með, meiri alúð og betri skilningi. Slík útgáfa sem þessi, er smám saman yrði eigu allra fræðimanna, er íslenzk- ar bókmentir stunda erlendis, myndi og betur en nokkurar for- tölur brenna inn í huga þeirra eignarrétt Islendinga á þessum ritum. En oss er að vonum sárt um ásælni annara þjóða í því efni. Svo er til ætlast, að útgáfufyr- irtæki þetta eigi sig sjálft. Til samtaka vorra hefir verið stofn- að með frjálsum framlögum, og hafa þegar fengist loforð um c. 8,000 kr. En tilætlun vor er sú, að afla fyrst í stað með samskot- um nægjanlegs fjár til að gefa út a. m. k. 2 bindi skuldlaust, og því að eins að það takist, verður ráð- i-t í fyrirtækið. En útgáfukostn- aðinn áætlum vér 12—15 þúsund kr. á hvert bindi. öllu andvirði seldra bóka verður varið til þess að halda útgáfunni áfram. Til þess að unt verði að hafa útgáfuna svo ódýra, að hún geti orðið almennings eign, munum vér leita styrks úr ríkissjóði, en Þ6 ekki fyr en safnast hafa með OpÍö bréf. frjálsum samskotum a. m. k. 25 , . „ , . Þús. krónur. - Nokkurir menn í Reykjavik hafa * * -* x , , , Að siðustu, þegar lokið er út- bundist samtökum um að efna til ( gáfu merkustu fornrita vorra; og nýrrar útgáfu íslenzkra fornrita, allur kostnaður er greiddur, verð- Frá Islandi. Akureyri, 10. febrúar. Á se’inasta bæjarstjórnarfundi á AkureyH, var það samþykt að fela Klemens Jónssyni, fyrv. ráð- herra, að rita sögu Akureyrar. Mun hann þegar hafa dregið að sér mikinn efnivið í sögu þessa. í nýkomnum þýzkum blöðum er farið mjög lofsamlegum orðum um hinn unga ísl. listamann, Þórar- inn Jónsson frá Mjóafirði, sem stundar hljómfræðinám í Berlín. Hefir hann samið nokkrar tón- \ smíðar, sem mikið eV látið af, eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu. Hinn 20. f. m. söng söngkonan Kathe Dörwold ”Ave Maria”, sem hann hefir nýlega samið, á hljómleik sem haldinn var í Brezlau. — Vakti tónverk þetta mjög mikla athygli. Er með og kosið oss, sem undir ritum, í nefnd til þess að undirbúa málið. Til útgáfu þessarar á að vanda eftir föngum. Fyrir hverju rdti verður saminn inngangur, er skýri stöðu þess í bókmentunum, heim- ildargildi þess og listargildi og ýmislegt annað, sem lesendum má verða til leiðbeiningar. Einstök atriði verða jafnóðum skýrð neð- anmáls: vísur, torskilin orð og orðatiltæki, fornir siðir og menn- ing; athugasemdir verða gerðar um söguleg sannindi og tímatal, visað í aðrar heimildir til saman- burðar o. s. frv. Hverri sögu munu fylgja fleiri eða færri landa- bréf eftir þörfum, til skýringar helztu viðburðum, ennfremur ætt- artölu-töflur og myndir af sögu- stöðum, fornum gripum og hús- um. Ritin verða gefin út í jafnstór- um bindum, h. u. b. 30 arkir hvert, í heldur stóru 8-bl. broti. Sérstök alúð verður lögo við að velja góð- an pappír og svipfallegt letur. Svo er til ætlast, að 2 fyrstu bind- in komi út vorið 1930, en síðan 1—2 bindi árlega. Fyrst verða gefnar út íslendinga sögur, Sturl- ur afgangurinn lagður í sérstak- an sjóð. Þeim sjóði verður síðan varið til þess að endurnýja útgáf- una, og e. t. v. til þess að gefa út mestu merkisrit síðari alda með sama hætti. * írtgáfa þessi á að vera metnað- armál fyrir oss íslendinga. Til þess að standa straum af henni þarf allmikið fé, er fást verður með almennum samskotum. Er það mikilsvert, að sem flestir styrki þau og sem ríflegast. Fyr- ir því heitum vér-hér með á lið- sinni yðar til þessa máls. Samskotunum veitum vér undir- ritaðir viðtökp hver í sínu lagi og svörum spurningum um útgáf- una, ef þess er óskað. Reykjavík, 1. des. 1927. Virðingarfylst, Jón Ásbjörnsson, hæstar.málafl.maður. Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður. ólafur Lárusson, prófessor. Pétur Halldórsson, bóksali. Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.