Lögberg - 22.12.1928, Side 4

Lögberg - 22.12.1928, Side 4
Bla. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1928. GefiÖ út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaiman N-6S27 og N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utan&akrift til blaðaina: THE C0LUMBI/\ PRESS, Ltd., Box 3171, Wlmripac, IRai). Utanáakrift ritatjórana: EBiTOR LOCBERC, Box 317i Wlnnipog, M|an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfrem Tha "Lögbar*'' ls prlntad and publlahad trj Tba Oolumblt- Praaa, Limltad, ln tha Coiumbla SuildLnc, 8*6 Baj-prant Ato Wlnnlpasc, Manitoba. Sameignar rjómabú. Eitt áþreifanlegasta dæmið um gildi heil- brigðrar samvinnu, er sameignar-rjómabúið,— Manitoba Co-operative Dairies, Limited, er starfrækir um þessar mundir voldugar smjör- gerðar verksmiðjur í Winnipeg og Brandon. Hefir félag þetta svo mjög fært út kvíarnar á síðari árum, að furðu gengur næst. Sannast á því hib fornkveðna: “Að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. ” Framkvæmdarstjóri téðs félags, Mr. Alex. McKay, hinn mesti ágætismaður 'í hvívetna, ráðdeildarsamur og hagsýnn. Forseti félagsins er Mr. Gruðmundur f’jeldsted, fyrrum þingmað- ur Gimli kjördæmis. Hefir hann starfað mikið í þágu sameignar félagsskaparins um langt skeið og nvtur almenns trausts allra þeirra, er eiga við hann einhver viðskifti, en þeir eru að sjálfsögðu margir. Ars’fund sinn hélt Manitoba Co-operative Dairies þann 17. febrúar síðastliðinn í Y.M.C.A bvggingunni hér í borginni. Var fundurinn afar fjölsóttur og þrunginn af áhuga fyrir sam- starfsmálunum. Voru allir á einu máli um hagn- að þann hinn margvíslega, er fallið hefði rjóma- framleiðendum Manitoba-fylkis í skaut, við sex ára starfsemi félagsins. Manitoba Co-operative smjörgerðarfélagið hóf göngu sína árið 1921, og nam framleiðslan það ár eitthvað nálægt þrjúhundruð þúsund pundum. Ar frá ári hefir framleiðslan verið að aukast jafnt og þétt, unz að hún við lok síðasta starfsárs var kominn upp í hálfa aðra miljón punda. Hefir félagið orð á sér fyrir vöruvönd- un og hefir smjör þaðan hlotið mörg verðlaun á sýningum víðsvegar um þetta mikla megin- land. Alls hefir félagið sparað rjómafrapaleið- endum á árinu $100,900, í viðbót við gróðahlut- deild þá, er jafnað var niður og nam $50,000, samkvæmt ársskýrslu framkvæmdamefndar- innar. Eftirfarandi athuganir um Manitoba Co- operativeDairies, Limited, flytur mars-heftið af tímaritinu Scoop Rhovel, og er það fram- kvæmdarnefnd félagsins, sem þar hefir orðið: “Að þessu sinni, látum vér nægja að benda í fáum dráttum, á. skilvrðin fyrir velgengni þessa sameignarfélags bænda, sem og tilhögun starf- rækslunnar. Hver er megin ástæðan fyrir því að oss hefir unnist svona mikið á? Ástæðuna er að finna í ráðdeildarsamri og hagsýnni fram- kvæmdarstjórn, er aldTei hefir mist sjónar á gildi hinna sönnu samstarfs tilrauna. Því aðeins getur samlagssala þrifist, að grundvölluð sé á ströngum viðskiftareglum. Munurinn á henni og öðrum markaðsaðferðum, er aðallega fólginn í því, að völdin eru í hond- um framleiðendanna sjálfra, en ekki öll í fárra manna höndum, eins og viðgengst þegar um venjuleg hlutafélög er að ræða. Við það evkst áhugi framleiðenda að stórum mun, er þeir sjálfir bera ábyrgð á sölu framleiðslu sinnar. Með'þeim hætti styttist vegalengdin milli fram- leiðanda og neytanda, ef svo mætti að orði kveða,—hinir óþörfu milliliðir hverfa úr sög- unni. í því falli að samStarfs félagsskapurinn hviki frá föstum viðskiftareglum, er hann kom- inn út á hálan ís. Sérhver sá framleiðandi, er ant lætur sér um að hafa sem mest upp úr starfi sínu, má því ekki við öðru,æn að láta sínum eig- in félagsskap í té allan þann stuðning, er fram- ast má verða. Herra rjómaframleiðandi! Hvaða ráðstaf- anir ætlar þú að gera til þess að bæta hag sjálfs þín og nágranna þíns? Þú getur aldrei öðlast hnossið með því að varpa öllum áhvggjum upp á aðra, eða styrkja andstæðinga þína með af- skiftaleysinu Vér eigum ávalt við einhverja andstöðu afli að etja.. Meira að segja, til þess að græða sem mest á lífinu sjálfu, þurfum vér að skilja andstöðuna til hlítar og vera ávalt við því búnir að mæta henni, hvernig sem ástatt er. Látum oss verða samtaka um að mæta hinni snörpustu andspyrnu nær sem vera skal og skiljast eigi fvr við, en smjörgerðarhús vor bæði, eru fær um að vinna sigur á hvaða and- stöðu sem er. The Manitoba Co-operative Dairies, Limit- ed, starfrækir tvö smjörgerðarhús hér í fylkinu, annað í Winnipeg, en hitt í Brandon, er það hafa að markmiði, að gera viðskiftin manna á meðal, sem allra hagkvæmust og geðfeldust. En af öllu nauðsynlegu, er það nauðsynlegast, að hugsjón samstarfsins sé haldið hátt á lofti, og að allir reyni^t henni trúir. 1 Brandon frámleiðum vér bæði smjör og ís- rjóma. Þegar þér þurfið á hinni síðarnefndu tegund að halda, þá gætið þess vandlega, að hún sé frá Manitoba Co-operative Dairies, því með þeim hætti stuðlið þér að auknu viðskiftamagni yðar eigin félagsskapar. Ef þér fáið ekki keypt ísrjóma vorn í yðar næstu búð þar í bænum, þá finnið að máli framkvæmdarstjóra vorn Mr. Ryles, er fljótt mun koma 'því til vegar, að kaupmaður yðar hafi réttu tegundina á boð- stólum. 1 Winnipeg framleiðum vér einungis smjör, sem fæst til kaups í allflestum matvöru- búðum, víðsvegar um fylkið. Hafið það ávalt í huga, að báðar þessar verksmiðjur, sem nú hafa nefndar verið, eru eign fólksins, og starfræktar með þess eigin hag fyrir augum. Þjóunstusemi, er grundvallarregla beggja þessara stofnana í viðskiftalífinu. Með hverjum hætti getur þú, sem samstarfs félagi, helzt orðið stofnunum þessum að liði? Með því að senda allan þann rjóma, er þú fram- leiðir, til annarar hvorrar verksmiðju vorrar, eftir því sem.bezt liggur við og hvetja nágranna þína til hins sama. Þú spyrð nú ef til vill, í hverju helzt að hagnaðurinn af þessu sé í raun og veru fólginn. Svarið er einfalt. Við árslokin greiddum vér viðskiftavinum vorum, það er að segja rjómaframleiðendum, 1*4 cents upp- bót á sérhverju smjörfitupundi, er þeir höfðu til vor sent. En hlunnindin eru fleiri en þetta, þó eigi verði talin upp að sinni. Með því að skifta við yðar eigið félag, vitið þér að hverju þér gangið, jafnframt því sem þér eruð að tryggja yður föst framtíðarvið- skifti, er þér ekki hefðuð getað náð til á nokk- urn annan hátt. Það er engan veginn óalgengt, að heyra bændur segja sem svo, að hyggilegra sé fyrir þá, að skifta við sem ajlra flest rjómabú, eða með öðrum orðum, senda þeim rjómann til skiftis. Vér skulum gera oss grein fyrir slíkri afstöðu, frá sjónarmiði markaðsskilyrðanna. Segjum til dæmis, að þér væruð að selja heima- tilbúið smjör í borginni. Mynduð þér hagnast á því að hlaupa með það úr einum stað í annan, í stað þess að eignast fasta og áreiðanlega við- skiftavini. Slík aðferð yrði með engu öðru að- sökuð, en því, ef afsökun skyldi kalla, að fram- boðsvaran væri svo léleg, að engin viðurkend viðskiftastofnun vildi líta við henni. Sé vara yðar á hinn bóginn góð, munuð þér að sjálf- sögðu gera alt, sem í yðar valdi stendur til þess að tryggja henni varanlegan markað. Slíka vöru er ávalt auðvelt að selja, því allir eru jafnt og þétt að svipast eftir henni. Það er að vorri hyggju, alt annað en æski- legt að sami bóndinn skifti við mörg rjómabú. Stafar slíkt enda oftast nær af gyllingum um- boðssalanna, sem krökt er af á hverju strái, jafnskjótt og vitund fer að. batna umferðar. Festið það í minni að þér eruð að borga þessum heiðursmönnum beint úr yðar eigin vasa, um leið og þér sparið með því allmikið fé, að senda rjóma yðar til Manitoba Co-operative Dairies, yðar eigin félags, annaðhvort í Winnipeg eða Brandon. Svo framarlega að þér framleiðið fvrsta flokks rjóma, getið þér reitt yður á að fá fyrir hann hjá oss, hið allra hæzta markaðs- verð.’> Fjökli íslenzkra bænda, út um hinar ýmsu nýbygðir Manitoba fylkis, eru sameigendur í Manitoba Co-operative Dairies, Limited. Hlýt- ur það að.verða, eigi aðeins þeim, heldur og Vestur-lslendingum í heild hið mesta fagnaðar- e'fni, hve frábærlega vel að starfræksla félags- ins hefir gengið fram að þessu.— Útgáfa íslenzkra fornrita, Á öðrum stað hér í blaðinu, birtist umburð- arbréf frá fimm, merkum mentamönnum heima á Fróni, þeim Jóni Ásbjörnssyni, hæstaréttar- máláflutningsmanni, Matthíasi Þórðarsyni þjóð- minjaverði, Ólafi Lárussyni, prófessor í lögum \úð háskóla Islands, Pétri Halldórssyni bóksala og Tryggva Þórhallssyni forsætisráðherra. Var það fornvinur vor, laga prófessorinn, efl sendi oss bréf þetta og fal oss það til forsjár. Bréfið skýrir sig sjálft, og er þessvegna óþarft að fara um það mörgum orðum. Fornrit vor, mörg hver, svo sem íslendingasögurnar, hafa reynst þjóðinni sá Urðarbrunnur, er aldrei tæmdist, hversu sem bergt var áf, og mun svo enn verða um ómælisaldir. Fomritin em arf- leifð allra Islendinga jafnt, hvar helzt svo sem þeir eru niðurkomnir. Með slíkan skilning á málinu, teljum vér engan veginn ólíklegt að ýmsir ’fyndust í vorum vestræna hópi, þótt fá- mennur sé, er kynnu að vilja styðja að ein- hverj levti fyrirtæki það, er hér um ræðir. Á hinn bóginn verður því þó eigi á móti mælt, að fólk vort hér í álfu hafi í ærið mörg hom að líta með vernd og viðhald sinna eigin stofnana. Athygli fólks vors skal hér með að því leidd, að þeir, sem kynnu að vilja veita útgáfu-fyrir- tækinu einhvem stuðning, skulu senda tillög sín beint til einhverra af þeim fimm mönnum í Reykjavík, sem nú hafa nefndir verið. Manitobaþinginu slitið. Föstudaginn þann 16. yfirstandandi mánað- ar, var fylkisþinginu í Manitoba slitið. Hafði þingið þá afgreitt í alt 117 lagafmmvörp, af þeim 138 er fyrir það vora lögð. Hin vom ým- ist feld eða þá ekki útrædd. Eins og gengur og gerist á öllum þingum, var margt hirma afgreiddu lagafrumvarpa, lít- ið annað en tiltölulega smávægilegar breytingar á eldri löggjöf, sniðnar til eftir breyttum kröf- um yfirstandandi tíðar. En sum vora frum- vörpin harla mikilvæg, og hljóta að grípa djúpt inn í lff fylkisbúa. Fmmvarp það, er upp tók langmestan tíma þingsinp, var lagabálkurinn mikli um hið nýja bjórsölu fyrirkomulag, eða “Beer Parlors” kerfið, eins og sumir kalla það, og fór slíkt að vonum. Lögin eru að sögn, sniðin mjög eftir bjórsölulögunum í*Alberta og heÖmila bjórsölu í glasatali í hótelum, er fengið hafa leyfi frá vín- sölunefnd fylkisins. Munu tæpast verða um það skiftar skoðanir, að með þessari nýju löggjöf séu endurvaktir til lífs drýkkjuskálarnir gömlu þótt gefið hafi þeim nú verið nýtt nafn, er að minsta kosti í bráðina lætur vitund betur í eyra. Ekki ber að saka stjórnina fyrir þetta nýja fyrirkomulag,—fólkið kaus það sjálft við atkvæðagreiðsluna þann 28. júní síðastliðinn. 1 tuttugu og þrem kjördæmum, er atkvæði greiddu á móti Ölsölu við síðustu kosningar, skal fólkinu leyft við nýja atkvæðagreiðslu að skera úr því, hvort leýfð skuli þar bjórsala í hótelum, eða eigi. Annað merkasta frumvarpið, er framgang hlaut á þingi þessu, er vafalaust hið nýja frum- varp um ellistyrk. Veitti þingið máli því til framkvæmdar, fimm hundrað þúsundir dala, eftir að harðar deilur höfðu um það háðar ver- ið, hvernig afla skyldi peninganna. Vildi stjórn- in að f jársins yrði áflað með nýjum eignaskatti, og fékk hún að lokum vilja sínum framgengt. Við umræðurnar um laganýmæli þetta lýsti Mr. Bracken yfir því, að af framkvæmd þess gæti leitt tekjuhalla, er nema myndi nálægt þrem fjórðu úr miljón. Virtist þingheimi eigi hrjósa hugur við þvílíku smáræði, sem heldur mun og eigi hafa verið ástæða til, -þar sem ganga má út frá því sem gefnu að ágóðinn af stjórnarvínsölunni verði fullri miljón dala meiri á ári því, sem nú er að líða, en í fyrra, auk þess sem sennilegt er, að ýmsar aðrar tekjulindir fari nokkuð fram úr áætlun. Af öðr- um merkum nýmælum, má nefna stofnun heil- brtgðismálaráðuneytis þess, er Dr. Montgom- ery, einn af þingmönnum Winnipegborgar, veit- ir forystu. Samkvæmt ítrekuðum áskorunum frá Wil- liam Ivens, verkaflokks þingmanni fyrir Win- nipeg, hét heilbrigðismála ráðgjafinn því, að láta óháða milliþinganefnd rannsaka starf- rækslu skrifstofu þeirrar, er eftirlit hefir með framkvæmd laganna um velferð bama, sem og til að kynna sér út í æsar vinnuskilyrði og að- búð fólks þess, er starfar við geðveikrahælið í Brandon. Á öndverðu þingi, lagði stjórnin fram fram- varp um $100,000 tryggiiig á ári ,í 'fimm ár, gegn hugsanlegu tapi á jámbraut þeirri, er stjórn þjóðbrautakerfisins hefir tekið að sér að leggja inn í Flin-Flon námahéruðin. Má víst telja, að fyrirtæki það muni reynast norðvest- ur landinu íegluleg lyftistöng til aukins at- hafnalífs og sannra þjóðþrifa. Þá skal þess loks getið, að þingið félzt á að stofna nýja stjórnardeild, er yfirumsjón skuli hafa með námarekstri innan vébanda félkisins. Veitir Bracken stjórnarformaður skrifstofu þeirri forystu fyrst um sinn, en felur um leið Mr. Clubb, ráðgjafa opinberra verka, eftirlitið með símamálunum. Nú hafa talin verið mikilvægustu málin, þau, er framgangi náðu á nýafstöðnu fylkisþingi, og verður ekki annað með sanni sagt, en að þingi og stjórn hafi tekist sæmilega til um úrlausn þeirra. Ofurlítil athugasemd. 1 Heimskringlu, sem út kom jsann 14. þessa mánaðar, ritar góðvinur vor hr. A. E. Isfeld að Winnipeg Beadi, dálitlar hugleiðingar um fiskimálin og erþað vel, því að vorri hyggju, eins og vér höfum áður minst hér í blaðinu, hefir þeim mikilvæga atvinnuvegi fólks vors hér vestra, eigi verið sá sómi sýndur, er vera hefði átt. 1 grein þeirri, sem nú hefir nefnd verið vitnar Mr Isfeld í grein eftir Mr. Kr. Péturs- son, þar sem sagt er, að fiskimaðurinn ha'fi “varla til hnffs og skeiðar”; og ennfremur í grein, sem í Lögbergi birtist þann 8. þ. m., þar sem svo er að orði komist: “Þegar til alls kem- ur, borgar veiðin sig á þessu vatni (Manitoba- vatni) tiltölulega mjög vel.” Síðar í grein sinni, kemst Mr. Isfekl svo að orði: “Eg sé ekki betur en blaðið sé að gera Kr. Pétursson að ósannindamanni.” Ályktun þessi finst oss, vægast sagt, á næsta veikum rökum bygð, því satt að segja getum vér undir engum kringumstæðum skoðað það ámælisvert, að jafn þýðingarmikið mál, sem fiskiveiðamál- ið, sé rætt frá meira en einni hlið. Um það atriði, hvort fiskurinn í Manitoba- vatni, ogþá sennilega í öðram fiskivötnum líka, fari smám saman þverrandi frá ári til árs, eins og Kr. Pétursson heldur fram, skal engum get- um leitt. En e'ftir hverju skal frekar fara, en staðfestum stjórnarskýrslum, og einmitt á skýrslum fiskiveiðaráðuneytisins í Ottawa fvr- ir árið 1924, er grein sú bygð, er birtist í Lög- bergi þann 8. þ. m., og Mr. Isfeld vitnar í. Aftur vitnar vinur vor Mr. ísfeld í Lögberg, og gerir þá vatnsrotturæktina að umtalsefni. Fellur honum illa að stjórnarvöld Sléttufylkj- anna skuli selja á leigu mýrlendisfláka til vatnsrotturæktar. Alt það, sem Lögberg sagði um málið, var bvgt á stjórnarskýrslum. Og sannast að segja finst oss það engin stórsynd, þótt umræddir mýrarflákar séu til einhvers not- aðir, því einhverjum verður það þó vafalaust til góðs. Aukinni framleiðslu fylgir ávalt auk- in atvinna, og það er einmitt það sem þjóðinni ríður naest á. Gerðabók 9. ársþings bjóðrœknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Eins og yður hr. forseti, er kunnugt, þá var neflndinni veitt leyfi til að bæta við tölu sína þremur mönnum, ef hún fyndi ástæðu til. Það leyfi hefir nefndin notað sér, því verkið er mikið og víðtækt, sem hún hefir með höndum. Fyrsti mað- urinn, sem neflndin kaups sér til sam- vinnu var Hon. Thos. H. Johnson. Varð hann fúslega við tilmælum nefndarinnar og tók sæti í nefndinni. En þvi miður naut nefndin ekki hans aðstoðar lengi, þvi eins og kunnugt er, þá lézt hann 20. maí síðastliðinn og misti ekki aðeins Inefndin, iheldur og allir Vestur-íslendingar þar einn af sínum ágætustu mönnum Tökum vér þetta taakifæri til að votta ástvinum hans og ættingjum hlutteknimgu vora og söknuð við fráfall hans. Hinir, sem í nefndina hafa verið teknir eru Jóseph T. Thorson, sambandsþingmaður i Suður- Mið-Wintnifæg, Guðmundur Grímsson, dómari í North Dakota og séra Jónas A. Sigurðsson í Selkirk, í stað Thos. heit. Johnson. Nefndin hafði ekki verið lengi að verki, þegar hún komst að raun um, að fjármál- in voru henni þrándur í götu. Stjórtnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins veitti henni $100.00 til nauðsynlegustu útgjalda. En hún rak sig brátt á, að það var með öllu ónóg upphæð, til að standa straum af allra nauðtsynlegustu útgjöldum. Henni var því ljóst að svo framarlega sem þessu heimfararmáli ætti að vera nokkur sómi 'sýndur, yrði hún að hafa einhver úrræði önnur en þau, sem Þjóðræktiisfél. gæti ráðið fram úr í fjármálunum. Þrír vegir virtust vera fyVir hendi. Fyrst að Inefnd- in legði fram féð sjálf, og það hefir hún gert, að þvi leyti sem þessir $100.00 hafa ekki ihrokkið til útgjaldanna á árinu. Annað: Að leita opinberra samskota með- al Vestur-íslendinga, til þess að standa straum af útgjöldunum. 1 þriðja lagi: Að fara fram á það við félög eða stjórn- ir, sem beilnlínis, eða óbeinlinis, hefðu hag af þessari ferð, að leggja fram ofur- lítið fé til að standast þann kostnað, sem óumflýjanlegur er, í sambandi við undir- búning feriiarinnar. Það ákvað nefndin að gera. Húln fann þvi stjórnarformann Manitöbafylkis að máli og skýrði honum frá öllum ástæðum. Hversvegna henni ifyndist sjálfsagt að Vestur-íslendingar- tæ>kju þátt í þessu hátiðahaldi 1930 og færu þessa för. Lika hvaða þýðingu það hefði fyrir Manitobafylki út á við, ef Vestur-íslendingar fjölmentu á hátíðina —miinti hann á, að fylkið legði fram stór- fé árlega til að auglýsa sjálft sig fyrir alheimi, en engin auglýsing gæti verið til- komu- eða áhrifameiri, en þessi för til Is- lands 1930, þvi að einmitt þá yrði allra augum snúið til hinnar litlu islenzku þjóð- ar. Félst forsætisráðherrann á þetta og lofaði með bréfi dagsettu 29. apríl 1927, að Ieggja neflndinni til eitt þúsund dollara á ári í þrjú ár. Ekki hefir nefndin fengið neitt af þessu fé enn, og stafar það af misskilningi, er inn hefir komist hjá . stjórnarformanlni, en sem væntanlega lagast áður en um langt líður.—Nefndin hefir farið hins sama á leit við stjórnar- formann Saskatchewanfylkis og hefir hann tekið vel í málið, þótt engar fram- kvæmdir hafi heldur orðið þar elnn. All-miklir dagdómar ganga meðal Vestur-íslendinga um þetta mál, sem við er að búast. Það er með þá eitjs og írana að þeir vita ekki hvað þeir vilja, og eru ekki ánægðir fyr en þeir fá það. Þó þpri eg að staðhæfa að'mál þetta á óhultara ítak í huga þeirra en flest önnur. Nefndin getur fullvissað alla um, að hún er ekki að vinna að þessu máli í nein- um öðrum tilgangi en þeim, að gera sem flestum mögulegt að taka þátt í förinni, sem fara vilja. Það sem nefndin hefir því ásett sér að gera og það sem hún álítur að hún eigi að gera er: Ffyrst: að sameina þá,,sem fara vilja og útvega þeim sem aðgengilegust ferða- kjör. Annað: að sjá um að ferðin geti orðið sem veglegust að föng eru á. briðja: að styðja að því eftir mætti að ættjörð vor hljóti sem ákveðnasta viður- kenningu hjá öllum þjóðum, fyrir menn- ingaratriði því, sem hátíðin er haldin til minningar um. Takist nefndinni þetta, þá er ihún ásátt með að hún hefir ekki til einskis erfiðað, og biður hún allar. góðar konur og rnenn að aðstoða sig til þess. Að síðustu leggur nefndin til: 1. Að kjörtímahil nefndarinnar sé lengt fram í árslok 1930. 2. Að nefndinni sé heimilað að bæta við sig eins mörgum og þörf eða kring- umstæður krefjast. . 3. Að Þjóðræknisfélagift veiti nefnd1- inni $250.00 til nauðsynlegustu bráða- byrgðar útgjalda. Fyrir hönd nefndarinn- ar, Jón J. Bíldfell, forseti.” E^r framsögumaður lauk máli" sinu, skýrði hann frá þvi að ungfrú Þórstína Jackson væri stödd á þinginu, sem full- trúi Cunard gufuskipafélagsins, og myndi hún hafa eitthvað að segja i sambandi við þetta má!.. Uingfrú Jackson stóð þá upp, að til- mælum forseta, og skýrði frá að htin hefði orðið forviða í haust, er hún kom heim úr ferð sinni um Canada, þvi þá hefði beðið sin ábyrgðarbréf frá Cunard gufuskipafélaginu, þess efnis að stjórn- endur félagsins vildu hafa tal af henni. Við þessu sagðist hún hafa orðið og var 'þá eriíndið það, að fá hana tíl að túlka það við íslendinga, að þeir fengju skip frá félaginu til heimferðar 1930. Hún kvaðít vilja kynna sér vilja íslendinga i þessu máli áður en hún skýrði það frekar. Samþykt var að viðtaka álit nefndar- innar lið fyrir lið. Var fyrsti liður bor- inn upp og samþyktur. Umræður spunn- ust um 2. lið nefndarálitsins. Séra Rögnv. Pétursson skýrði frá þvi, að nefndin færi fram á, að mega bæta við sig, sökum þess að henni væri það Ijóst að aðstoðar yrði hún að leita sem víðast, máli sínu til efl- ingar. Fyrir stuttu hefði hann átt tal við Guðmund dómara Grímssón, er bent hefði á að heppilegt mynji vera að skipa fleir- um í nefndina sunnan landamæranna. Hefði Grimsson dómari látið í Ijósi að íslendingar í Bandaríkjunum myndu ein- . dregið óska að Bandaríkjastjórn tæki einhvern viðeigandi þátt í hátíðahaldinu, en til þess myndi þurfa allrar orku að neyta. Komið hefði honum til hugar, með styrk senatora og congressmanna frá Dakota og Minnesota, að fara þess á leit við Bandaríkjastjórnina að hún léti smíða vandað og veglegt líkneski af Leifi hepna, er fyrstur fann Vesturheim, er hún svo gæfi Islendingum 1930 í viðurkenningar- skyni um Ameríkufundinn. Þá benti séra Rögnv. á að Saskatchewan Islendingar ihefðu engan fulltrúa \ nefndtnni. En gjarna mætti líta svo á, sem W. H. Paul- son þingmaður væri þar sjálfkjörinn, því verið ihefði hann og1 væri málefnum nefndarinnar til hinnar mestu liðveizlu. Ungfrú Jackson kvað tillöguna um Leifs líkneskið ágæta, sérstaklega væri það viðurkenning fyrir þvi að fslendng- urinn Leifur i'.iríksson hefði fyrstur Ifumdið þetta land. Vildi hún láta stjórn Islands bjóða Bandaríkjastjóminni að senda fulltrúa á hátíðina. Sigfús Halldórs frá Höfnum ritStjóri Heimskringlu taldi það stórþýðingarmik- ið atriði, að fá það viðurkent að Leifur ihefði verið Islendingur en ekki Norð- maður. Fanist homum Norðmenn beita þar yfirgangi og eigna sér þá menn er í raun og sannleika væru Islendingar, en litið gert til að hrinda áburði þeirra af sér. Séra Jónas A. Sigurðsson skýrði frá því að hamn hefði verið kjörinn til þess að rnæta á hátíð Norðmanna í Camrose, og sannað þar eins greinilega og sögur gætu sannað, að Islendingur, en ekki Norðmaður, hefði fundið Vesturheim,— að Leifur hefði verið íslendingur en ekki Norðmaður. Sigfús Halldórs frá Höfnum afsakaði að hann hefði gleymt að geta þess, að séra Jónas A. Sigurðsson væri eini maðurinn hér vestra sem rækilega hefði tekið ofan í lurginn á Norðmönnum í þessu efni. Dr. Sig. Júl. Jóharunesson lagði til að báðum ritstjórum blaðanna væri bætt víð í nefndina, og séra J. P. Sólmundsson lagði til að dr. Sig. Júl. Jchannesson væri einnig bætt við í nefmdina, en A. B. Olson studdi. J. J. Bíldfell mælti móti þessum tlilögum, kvað eigi vera til umræðu hverj- um bœtt skyldi í nefndina. Sigfúsi Hall- dórs frá Höfnum þótti athugasemdirnar einkennilegar. Séra J. P. Sólmundsson mælti með sinmi tillögu. Séra Rögnvaldur Pétursson kvað spuminguna vera þá. hvort leyfa skyldi nefndinni að bæta við sig eða ekki, en ekki að þingið bætti við mönnum í nefndina. Vildi ekki láta þing- ið kjósa fleiri. Dr. Sg. Júl. Jöhannesson kvað ritstjóra blaðanna eiga að vera ljós þjóðarinnar og því sjálfsagðir í nefndina. Nokkrar umræður urðu um tillögurnar, vildu tillögumenn skoða þær sem breyt- ingartillögur en aðrir sem sérstakar til- lögur, er ekki kæmust að. Forseti úrskurð- aði að þær væru ekki breytiflgartillögur heldur aúkatillögur og yrðu því að takast til greina. Mrs. Anna Sigbjörnsson frá Leslie lagði þá til að umræðum skyldi lokið, G. K. Jónatansson studdi. Tillag- an borin upp og samþykt. Bar þá forseti fyrst upp nefmdartillöguna. Samþykt. Bar bann þá upp tillögu dr. Sig. Júl. Jóhannes- sonar að bæta ritstjórunum í nefndina. Var hún feld með 28 atkv. gegn 19. Að lokum bar hann upp tillöguma um að bæta dr. Sig. Júl. Jóhannessyni í nefndina og var hún samþykt. B. B. Olson lagði til en A. P. Jóhanns- son studdi að 3. liður nefndarálitsins um að veita nefndinni $250 úr nefndarsjóði til bráðabyrgðar útgjalda sé vísað til væntanlegrar fjármálanefndar. Samþykt. Lá þá fyrir að skipa í fjármála- og bþkasafns-nefnd. í fjármálamefnd skipaði forseti: A. P. Jóhannsson, Jón J. Hún- fjörð og Tobías Toibíasson. í bókasafns- nefnd: Hjálmar Gíslason, Mrs. öninu Sig- björnsson og Ágúst Sædal. Var þá borin upp tillaga og samþykt í einu hljóði að kjósa þriggja manna þing- nefnd í skógræktarmálið. Þessir tilnefnd- ir og kosnir: Séra Jónas A. Sigurðsson, B. B. Olson og Björn Magnússon. Húsbyggingarmálið lá þá næst fyrir. Umræður engar. Séra Jónas A. Sigurðs- son lagð til en Jón J. Húnfjörð studdi að milliþinganefndin, er málið hefir haft með höndum sé endurkosin og málið fal- ið henni til frekari afkasta á næsta ári. Samþykt. Otgáfumál Timaritsins, kom næst Dr. Sig. Júl. áleit að í Tímaritinu þyrfti að v'era unglimgadeild, ef það ætti að ná til- gangi sínum. Það þyrfti að vera læsilegt fyrir unglinga, eða að minsta kosti eitt- hvað af því. Sigfús Halldórs frá Höfnum spurði hvernig á því stæði að tillagan, sem samlþvkt hefði verið á þingi í fyrra, að gefa blöðunum prentun ritsins sitt árið hvoru. hefði verið gengin á bug. Forseti svaraði því að engin tillaga í þessa átt hefði verið samþykt á þingi í fyrra, held- ur af þáverandi stjóm félagsins. en nú- verandi stjórnarnefnd hefði ekki skoðað sig bundna þessu ákvæði og því ekki fylgt þei-m fyrirmálum1. Spyrjandi kvað fyrirspurminni svarað og væri hann sam- þykkur þessari skoðun. stiórnarnefndar. P. S. Pálsson lagði til að málinu væri vís- að til 3 manna þingnefndar, dr. Sig. Júl. Jóhannesson studdi. Samþykt. í nefndina skipaði forseti: séra Jónas A. Sigurðsson, Finnboga Hjálmarsson og E. H. Sigurðs- son. Samvinnumál var næst á dagskrá. A. P. Jóhannssom hóf umræður, lýsti hann þeim hlýhug, er hann hefði fundið heima síðastliðið sumar, til íslendinga hér vestra. Félaginu “Vestur-lslendingi” í Revkja- vík kvað hann vera mikið áhugamál að 'sem bezt samvinna takist við íslendinga hér. Séra Friðrik Hallgrímsson væri for- seti þess. Hann hefði skrifað sér nýlega og 'beðið sig að skila kveðju til Þjóð- ræknisfélagsins og þar með til Vestur- Islendinga. (Framh.)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.