Lögberg - 22.12.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.12.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 22. MARZ 1928. Bls. 5. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Canada framtíðarlandið. Garðrœkt. Flest af blómum þeim og jarð- eplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópu, þar sem loftið er tempr- að, vaxa líka í Vestur-Canada, svo sem raspber, jarðber, kúrenur, bláber og margar fleiri tegundir, nema í hinum norðlægustu héruð Kartöflu uppskera, er mikil, og fá menn oft meira en 148 bushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð til tíu ára, og hefir sú uppskera oft numið 170 bushelum af hverri ekru á ári. Garðamir gjöra vana- lega betur en fullnægja þörfum bændanna með garðávexti. Það er oft afgangur til sölu og úrgang- ur, sem er ágætt fuglafóður. Garðar, þar sem bæði áYextir og fíeira er ræktað, ættu að vera í sambandi við hvert einasta bænda heimili í Vestur-Canada, og einnig munu bændur komast að raun um að trjáplöntur í kringum heimilin margborga sig, og fást. trjáplöntur til þeirra þarfa ókeypis frá fyr- irmyndarbúinu í Indian Head í Saskatchewan. Einnig sér stjórn- in um, að æfðir skógfræðingar frá þeim búum veiti mönnum tilsögn með skógræktina, þeim að kostn- aðarlausu, og segja þeim hvaða trjátegundir séu hentugastar fyr- ir þetta eða hitt plássið. Engi og bithagi. Hið ágæta engi og bithagi, sem fyr á árum fóðraði þúsundir vís- unda, antelópa, elk- og moosedýra, er enn hér að finna. Þar sem ekki er næg beit handa búfé, þar sá menn alfalfa, smára, timohty, reyrgrasi, eða einhverjum öðrum fóðurgrásstegundum; þó er þess- um tegundum fremur sáð til vetr- arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink- um í Manitoba, heldur en til bit- haga. Einnig er mais sáð hér allmikið til vetrarfóðurs handa nautgripum. Þegar engjar í Vest- ur-Canada eru slegnar snemma, er grasið af þeim mjög kjarn- gott, og gefur litið eða ekkert eft- ir ræktuðu fóðri, ef það næst ó- hrakið. Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðu fóðri í Vesturfylkjunum, er alfalfa, rúg- gras og broomgras, hvort heldur að þehn tegundum er blandað saman eða að þær eru gefnar hver út af fyrir sig. En ef sáð er þar til bithaga, þá er alfalfa og broomgras haldbeztu tegundírn- ar. Áburður. Aðal einkenni jarðvegsins í Sas- katchewan og í Sléttu fylkjunum öllum, er það, hve ríkur hann er af köfnunarefni og jurtaleifum, og það er einmitt það, sem gefur berjum frjóefni og varanelgleik. Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði iatf halda. En ekki dugir fyrir bændur að rækta korn á landinu sínu á frá ári, án þess að hvíla landið, eða að breyta TORONTO MINING STOCK Stobie-Purlong-Mathews) MARCH 20th, 1928. Open Hifth. Oloce Abana . 280 290 275 Aconda 30 30 26% Amulet . 382 385 355 Bidgood 93 93 88 Central Man. ... . 138 139 138 Columbus K. .. 4% 4% 4 Dome . .. . 1050 1070 1070 Gold Hill • 23% 24 22% Gran. Rouyn . 24% 24% 24% Hollinger . 1700 1700 1700 Howey . 130 130 130 H. B. M. & S. . . . 1760 1775 1760 Int. Nickel .... .. 90% 91% 91% Jack Man .. 79% 80 78% Kootenay Fl. .. .. 35 36 32 Macassa ■ 41% 41% 41 Noranda . 1840 1860 1825 Premier . 265 265 265 Pend Orellle .... • 1675 1700 1700 San Antonio ...'. 39 39 39 Sud Basin ...... . 1070 1070 1055 Sudbury Mines 26 26 23% Sher. Gordon .. . 725 725 720 Teck Hughes .. . 860 862 860 Tough Oakes .. 65 66 55% Wakenda . 12 12 11% LESMÁL. Eins og ég hefi þegar auglýst, er nú ii. árgangur IÖunnar allur kominn til kaupenda hennar hér vestra. Mig langar til að gjöra skarpa tilraun á þessu ári til að útbreiða hana enn meir hér í Ameríku, því þótt hún hafi all-sœmilegan kaupendafjölda, þá gœtu þeir verið og œttu að vera miklu fleiri. Stð- asti árgangurinn var 348 bls. og er það 24 bls. meira en kaupendur áttu tilkall til. Ég set hér skrá yfir innihald þessa síðasta ár- gangs til upplýsingar fyrir þá, sem ekki hafa kynst Iðunni. EFNISTPIRLIT 11. ÁRGANGS. J. A. Hjaltalín (raeð 2 myndum), H. Hallgrtmss. Sonarbætur Kveldúlfs (kvæði), J6n Magnússon. Andinn frá Worms og örlög hans, G. Benediktss. Konungssonurinn hamingjusami, Oscar Wilde. Dalamær (kvæði) Axel Guðmundsson. Ljósið í klettunum (saga) eftir Huldu. Jölaminning, eftir Arnör Slgurjónsson. Georg Brandes (með mynd), Árni Hallgrímsson. Ritsjá: Á. Magnússon, J. Sveinsson, P. Sigurðss. ‘Tsland fullvalda ríki” eftir Sigurð pórðarson. Hvalveiðar í Suðurhöfum (með 4 myndum) eftir Magnús Jónsson. Nöttin dregur (kvæði) eftir Böðvar frá Hntfsdal. Húsið hennar Evlalíu (saga), Henry Harland. Bjargabrúður (kvæði) eftir Jóhann Sveinsson. Pjóðmálastefnur eftir Jönas Porbergsson. Guðmundur gamli (endurminning) eftir Sig- rtði Björnsdóttur. Uppreisnarmaður (kvæði) eftir Carl Snoiisky. Tvær konur, eftir Tryggva H. Kvaran. Vængbrotna lóan (saga) eftir Einar porkelsson. Askja t Dyngjufjöllum (með 5 myndum) eftir pórólf Sigurðsson. Foksandur S. Nordals, prófessors, E. H. Kvaran. Ingólfur fagri (kvæði) eftir Huldu. Mannsbarn (saga) eftir Henrik Ailari. Rún og tlmi eftir Ásgeir Magnússon. Stökur eftir Jóhann Sveinsson. pér skáld (kvæði) eftir Stefán frá Hvttadal. Lífsviðhorf guðspekinnar, C. Jinarajadasa. Lótófagar (kvæði) eftir A. Tennyson. Annie Besant (2 myndir), Sigurjón Jónsson. Jól (bernskuminningar) eftir Stefán frá Hvíta- dal. St. G. Stephansson (með mynd), G. G. Hagalín. Vefarinn mikli frá Kasmtr, Tómas Guðmundss. Biblta stjórnmálamanna, S. Hoel.*(Á. H. þýddi). Ritsjá, Sigurjón Jónsson og Árni Hallgrímsson. IÖunni var hrint af stokkum árið 1915 af þremur bestu ritsnillingum tslenzku þjóð- arinnar, er voru þeir Jón (jlafsson, Einar H. Kvaran og Dr. Agúst H. Bjarnason■ Aðrir ritstjórar hennar hafa verið: séra Magnús Jónsson og nú síðast Arni Hall- grímsson. Og það geta ekki verið skiftar skoðanir um það, að í þessi ellefu ár, undir stjórn ofangreindra manna, hefir Iðunn frcett íslendinga og skemt þeim betur en nokkurt annað samtíðarrit. Auðvitað má œfinlega fetta fingur út í eða gretta sig yfir einhverri sérstakri grein eða sögu, en yfirleitt hefir Iðunn flutt menningarboðskap snjöllum rómi. Iðunn kostar hér í Ameríku $1.80 árgang- urinn, og er það eins lágt verð og auðið er, þegar allur kostnaður er tekinn til greina■ Ég hefi dálitlar leifar af þrernur síðustu ár- góngum og bíð eg nýjum kaupendum ókeyp- is hvern einn þeirra er þeir kjósa, en þá verður andvirði 12. árgangs að fylgja pönt- un. Sanngjarnar prósentur býð eg hverjum þeim, sem útvegar einn eða fleiri nýja kaupendur. Og svo vil eg biðja alla þá, sem ekki hafa gjört mér full skil fyrir siðasta árgang, að láta það ekki dragast lengur, en senda mér nú þcgar póstávísun eða “Exprcss Money Ordcr” fyrir þcirri upphceð, cr þeir skulda, því cg vil <gjöra útgefenda full skil án und- andráttar. MAGNÚS PETERSON 3i3Horace St., Norwood, Man. Canada. Phone: 81 643 um sáðtegundir, því við það líð- ur hann margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landSins, þarf korn og nautgripa- rækt að háldast í hendur, og verð- ur það þýðingarmikla atriði aldrei of vel brýnt fyrir mönnum, ef þeir vilja að vel fari. Hin hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag, eru öfl til vernd- unar frjósemi jarðvegsins. Þau losa allan jurtagróður í klaka- böndum sínum frá vetrarnóttum til sumarmála. Enn fremur varn— ar hið reglubundna regnfall sum- arsins því, að jarðvegurinn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það hefir ávalt sannast, að þar sem framleiðsla hefir far- ið þverrandi, þá er það því að kenna, að landinu hefir verið mis- iboðið, — að bændurnir hafa ann- að hvort ekki hirt um að breyta til um útsæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrarkraftinn. Eldiviður og Vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í iSaskatchewan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð- austur parti fylkisins. Einnig hefir Dominionstjórnin í félagi við fylkisstjórnirnar í Saskatche- wan 0g Manitoba, ráðist í að búa fylkið, stórum og smáum, með tæru vatni í. Það eru tvær aðal ár í Saskat- chewan, sem sameinast fyrir aust- an Prince Albert, og svo Church- hill áin, sem rennur út í Hud- sons flóann. Flutningsfæri. Það hefir þegar verið tekið fram, að í Saskatchewan væru 6,000 mílur af járnbrautum, og eins og nágrannafylkinu, Manito- ba, þá liggja tvær aðalbrautirnar í Canada, Canadian Pacific og Canadian National brautin þvert yfir fylkið. Canada Kyrrahafs- brautin í sameiningu við Soo- brautina, gefur ibeint samband við Minneapolis og St. Paul borg- irnar í Bandaríkjunum. Vagn- stöðvar eru vanalega bygðar með fram brautunum með átta mílna millibili, og byggjast smábæir í kringum þær vagnstöðvar, þar sem bændur geta selt vörur sínar og keypt nauðsynjar. Akbrautir eru bygðar um alt fylkið, til þess að gjöra mönnum hægara fyrir með að koma vörum sínum til markaðar, og leggur fylkisstjórnin fram fé árlega bæði til að fullgjöra þá vegi og byggja aðra nýja. til hnullunga úr kolamylsnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím- efni til að halda mylsnunni saman, og hefir það reynst ágætt elds- neyti, ekki að eins heima fyrir, heldur er líklega til þess að verða ágæt markaðsvara. Kolum þess- um má líka brenna eins og þau koma úr námunum, og er gott elds- neyti. Þessi kol finnast víða í Saskatchewan, og eru þau enn ekki grafin upp að neinu veru- legu ráði, nema á tiltölulega ör- fáum stöðum, heldur grafa menn nokkur fet ofan í jörðina og taka þar það sem þeir þurfa með í það og það skiftið. í norður parti fylkisins eru víðáttumiklar timburlendur, þar sem bændur geta fengið sér elds- neyti pg efni til bygginga. — Það er ekki þýðingarlítið fyrir þá, sem uhgsa sér að setjast að á ein- hverjum stað, að vita að vatns- forði er nægur. Á mörgum stöð- um í Saskatchewan er hægt að fá brunnvatn, sem er bæði nothæft fyrir menn og skepnur, og eru þeir brunnar vanalegast frá 10—30 fet á dýpt. Sumstaðar þurfa menn að grafa dýpra, til þess að ná í nægilegan vatnsforða. Einnig er mikið af vötnum til og frá um alt CANADIAN MININGISSUES Fáið upplýsingar hjá— Stobie Forlong Matthews LIMITED Sérfrœðingar i Mining Shares Notre Dame vió Portage :: Talsími: 89 326 EINKA SfMASAMBAND Beint samband vió alla helztu markaói. TENGDAMAMMA. Leikið að Gimli 9. marz s. 1. Ekki er þetta ritdómur um hvernig leikendur leystu verk sitt af hendi, til þess þyrfti langt mál. En þar sem eg var svo heppinn, að sjá þenna leik leikinn að Gimli síðastl. föstudag, 9. marz, langar mig til að geta þess, Gimli-búum til verðugs lofs, að þessi leik- flokkur þeirra fór betur með hlutverk sín, en tveir aðrir leik- flokkar hafa gert, sem eg hefi áð- ur séði leika það. * Aðal hlutverkin tvö, tengda- mamma og presturinn, sem eru talsmenn gamla og nýja timans,' voru aðdáanlega vel leikin. Kon- an, sem tengdamömmu lék, gerði það af.sérstakri list, og listin lá í því aðallega, hve útlit, tilburðir málrómur og hreyfingar voru eðlilegar. Efast eg um, að nokk- ur vestur- íslenzk kona hefði get- að svo vel sýnt íslenzka hefðar- konu á heiðarbýli. Baráttuna í þriðja og síðasta þætti, sýndi hún aðdáanlega vel. Og mér var sagt, að þessi kona hefði aldrei géfið^ sig við því að leika. Svona eigum við íslendingar víða hæfileika grafna í jörðu. Ari var sérlega vel leikinn. Fallegur og karlmannlegur á leik- sviði, alstaðar sérlega eðlilegur, og leysti hlutverkið að öllu leyti ve af hendi. Ásta lék vel með köflum, en stundum virtist sem hún misskildi hlutverk sitt, sérstaklega í síðasta þætti; hún var þar ekki niður- brotin af sorg 0g kvíða og ásökun, heldur að eins reið við tengda- móður sína, en vel tókst henni að sýna gleði sína, þegar Ari kom inn úr hriðinni. Hin hlutverkin voru öll fremur vel leikin, þó eitthvað mætti setja út á smáatriði hjá flestum.. Þura var' ágætlega leikin viðast. Þegar eg gekk ,‘burtu frá sam- komuhúsinu, til gististaðar míns, undraðist eg, að fólk með þessum leikhæfileikum skyldi ekki taka þátt í leiksamkepninni, sem stóð yfir í Winnipeg þá sömu viku. Svo þakka eg Gimli leikfólki fyrir ágæta skemtun þetta kvöld. Áhorfandi. Til Mr. og Mrs. TH. J. GÍSLASON. Að eignast það Ijós, sem að lýsir oss mest, er lífinu sannarleg þörf; ýmsir fá hrós, sem að eiga það bezt, en annara« mislukkast störf. Þið lýstuð oss braut og þið vor- uð oss vörn, 0g vinir í þessari1 bygð; aldrei er manndygðin ámælis- g'jörn, og einlæg er góðvina trygð. Leiðandi’ í þjóðmálum, lifandi’ í - trú þið leiddust á gæfunnar braut; því er vor söknuður sárastur nú, að samvistin enda hlaut. Því hefir bygðin hér mist ykkar mest, og mun hún það aldrei fá bætt. Hverfult í lífinu finst okkur flest, svo fjölmargir um hafa rætt. Fylgi’ ykkur Drottinn á farsæld- ar braut, og farsæli öll ykkar spor. Ætíð eg hjá ykkur ástúðar naut, þið eflduð mitt hugrekki’ og þor. G. Th„ O. f e Bindindismál. Skrifað að tilhlutun ísl. I.O.G.T. Öruggasta vörnin. Síðan að ölsalan hófst á ný í Manitoba, áttu varla svo tal við hugsandi menn og konur, að þú verðir þess ekki var, að þau sé á- hyggjufull og kvíðandi út af á- standinu. Er sízt að furða, þó foreldrum hrjósi hugur við því. Útlitið er alt annað en glæsilegt. IJörn þeirra, eða æskulýðurinn yfirleitt, dV alinn upp við bind- indi. Þau hafa ekki með eigin augum séð bölið, er af ofdrykkju leiðir. Þau vita lítið eða ekkert um það. En þeir eldri þekkja það. Þeir þekkja einnig töframátt eit- urlyfsins við fyrstu notkun þess, sem hinir yngri skilja ekkert í. Hvað eiga foreldrarnir að gera, til þess að forða börnunum frá þeirri tálsnöru, sem á leið þeirra hefir verið lögð með opnun vín- sölunnar á ný? Þegar þannig er spurt, eru góð ráð dýr. Vínsalan er lögleidd. Um breytingar á henni er ekki að ræða fyrst um sinn að minsta kosti. En er þá um nokkra vörn að ræða? Fyrir löngu var Ijóst, hvert stefndi. Ástandið kemur engum á óvart, sem nokkuð hefir hugs- að um það, sem var að gerast undanfarið í vínsölumálinu. En hvert sem litið er, er ekki sjáan- legt, að það sé nema um eina ör- ugga vörn að ræða, úr því sem komið er. Hver er hún? Hún er bindindi. Bindindisfélög eru víða til. Á meðal íslendinga eru margar Góð- templara stúkur starfandi. Hvergi er betra tækifæri en þar að gera börnin að bindindissinnuðu fólki. Og séu unglingarnir hikandi, vegna þess að þeir skilja ekki, hvar þeir eru staddir, að gerast félagar í Goodtemplara reglunni, ættu foreldrarnir tafarlaust að ganga á undan þeim með góðu eftirdæmi. Það má gera ráð fyrir því, að áfengisalan verði gifurlegust og hættulegust að öllu samanlögðu í bænum Winnipeg. En þar eru tvær íslenzkar stúkur vel vakandi og hafa verið starfandi síðastlið- in 40 ár. Hverju íslenzku foreldri í Winnipeg er því í lófa lagt, að vernda börn sín frá sukki, óreglu og voða drykkju knæpanna, ef þau skeyta nokkuð um það. Og á- byrgðarhluti þeirra foreldra, sem ekki gera það í tíma, eins og á- standið er að verða, er mikill og alvarlegur. Um starfsemi íslenzkra Good templara hefir sjaldan verið rætt. Og þó hafa þeir miklu afkastað í sínum verkahring. En þeir hafa unnið í kyrþey. Störf þeirra eru þwí ekki eins kunn og þau ættu að vera, nemai þeim, sem að einhverju leyti hafa lagt hönd á plóg með þeim. Eg rakst á enskan bindindis- vin, nýkominn til þessa bæjar, á dögunum fyrir framan íslenzka Góðtemplarahúsið ^ Winnipeg. Hann spurði undir eins að' því, hvort Góðtemplarar væru svo öfl- ugir í Winnipeg, að eiga annað einsi hús og þetta. Eg kvað svo vera. Hann virtist furða á þessu. En undrun hans keyrði þó fyrst fram úr hófi, er hann heyrði, að það væri að eins hinn fámenni hópur íslendinga, sem ætti það. En það er ekki að eins í þessu efni, sem starfsemi ísL stúknanna á viðurkenningu skilið. Þetta hús hefir verið bindindisskóli mörgum manni, sem alt eins vel mátti búast yið að hefði ekki komist heill á húfi heim til sín úr hólmgöngunni við ofdrykkjuna. Enginn þjóðflokkur í þessu landi, getur bent á eins stóran hóp bindindismanna og íslending- ar. Þó fámennir séu, bornir sam- an við aðra þjóðflokka þessa lands, standa þeir í fararbroddi Góðtemplara Jireyfingarinnar. Og hafa þeir með því áunnið Islend- ingum þann heiður út á við, að vera í flokki taldir þeirra manna, er hófsemi og fagra siðri kunna að meta. Orðið Templar þýddi upphaf- lega hermaður. Góðtemplar þýðir þá góður hermaður. Og hvað felst nú í því að vera góður her- maður á vísu Góðtemplara? Það að vinna ótrauðlega að því, að ein mesta siðferðishugsjón mann- kynsins, eflist og útbreiðist hverj- um einstökum manni og öllu þjóðfélaginu til heilla og hags og hamingju. Það er merkið, seir íslenzkir Góðtemplarar hafa bæð lengi og vel haldið hátt á loft; þó fáliðaðir hafi verið. Enginn þarf að fyrirverða sig fyrir það, að fylla flokk þeirra. Og aldrei getur meiri heill af því stafað fyrir eldri og yngri, að gerast samverkamenn þeirra, en nú. Engan mun iðrast þess, því engu er hægt að tapa á því, en margt að græða. Og gleymið því ekki, að þar finnið þér öruggasta vígið, sem til er gegn ofdrykkju- bölinu, fyrir börnin ykkar, ykkur sjálf og ykkar nánustu. Eitt er og það, þó að alvarelgu máli sé unnið á stúkufundum, þá eru fundir oft svo skemtilegir, sem sakoma væri með kaffi. Og um manninn hefir það verið verið sagt, að hann sé “félagsgef- in skepna”. Enn fremur eru fá félög íslenzkari vestan hafs, en stúknafélagið. Góðar fréttir að heiman. p—iilH Búið til yðar eigin Sápu og sparið peninga Alt cem þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETT’S 1 janúar hefti blaðsins “Temp- lar,” sem gefið ér út af Góðtempl- urum á íslandi, stendur eftir- fylgjandi frétt: “Árið 1927 hafa 19 stúkur ver- ið stofnaðar og endurvaktar hér á landi, og auk þess 9 ungmenna- stúkur. Fjölgun félaga i Góð- templarareglunni hefir orðið meiri en nokkurt annað ár síðan Regl- an hóf fyrst starf sitt í landinu. Áramót hennnar falla ekki saman við áramótin í almanakinu, og er því ekki auðið að segja með á- byggilegri vissu um félagatöluna 1. janúar. En líkindi eru til, að hún sé um feða yfir 10,000 og vant- ar þá lítið til, að tíundi hver ís- lendingur sé Góðtemplari. Er sennilegt, að því takmarki verði að minsta kosti náð fyrir áramót Reglunnar 1. febrúar. Nýliðavik- an, sem haldin verður í þessum mánuði (janúar), ætti 'að orka því, að þetta takmark næðist.” S. E. Aðstaða ísl. fiskimanna f Heimskringlu, 8. febr., gefst að líta skrif Capt. B. Andersons, um fiskiveiðar við “Dauphin Riv- er”, “sem kemur úr Manitoba- vatni inn í Winnipeg vatn, og fer hún í gegn um Lake St. Martin” (framsetning B. A.). — Eftir lýs- ingunni að dæma, er þarna upp- grip af fiski. Það er vel skiljan- legt, fiskurinn rennur þarna á strauminn, nefnil. frá Winnipeg- vatni í Manitobavatn. — Þarna ætti ekki að leyfa fiskiveiðar og ekki heldur í Styrjuflóa (Sturgeon Bay), því ef þarna verður veitt í stórum stíl, — sem líkindi eru til — þá hlýtur það að hafa skaðleg- ar afleiðingar fyrir fiskimenn og búendur við Manitobavatn, og ættu þeir því nú þegar að biðja sambandsstjórnina um veiðibann á þessum stöðvum. Svo skrifar B. A.: “Gimli fiskifélagið fær mestallan þenna fisk, enda er það e i n a félagið, sem hefir hjálpað fiskimönnum með útgerð og flutning’I, og þetta er að eins 36 mílur frá járnbraut, og eftir 40 ára veiðiúthald eru íslenzkir fiskimenn ekki komnir lengra en það, að verða að fá hjálp auðfélags. En þau samtök og sjálfstæði! Af hverju verða vanalega “lepp- arnir” að sleikja út um bæði munnvik, eftir tilvonandi hags- munadropa, er drjúpa kunni úr “kúgarans” hönd? Af því að þessir svokölluðu “millimenn” taka evo drjúgan skerf af arði þess er vinnur og framleiðir, að framleiðandinn er alt af fátækur. Svo skrifar B. A.: “Og Gimli- bær á því félagi mikið gott upp að unna fyrir þá miklu atvinnu, sem það hefir gefið bæjarbúum”. Þegar eg las þetta, skaut upp í huga mínum þeirri spurning: Hversu mikið þrælablóð rennur enn í æðum íslendinga frá um- liðnum öldum? Svo félagið ‘gefur Gimlibú- um.” Er þetta ekki Bandaríkja- auðfélag, sem dregur ógrynni fjár úr djúpi Winnipegvatns árlega, og fer sá auður — afgangs starfs- kostnaði — í vasa fiskimanna? Ef svo væri, þyrfti “Baldi” ekki á hjálp^að halda. Hvernig eru miðar þeir, sem fiskimenn fá frá Gimlifélaginu, er þeir leggja inn fisk sinn yfir haustvertíðina? Að eins punda- talan,— ekkert verð. Svo safnar maður þessum miðum saman, um lengri eða skemmri tíma, og ekki er annað sjáanlegt, en að fiski- maðurinn eigi það algerlega und- ir félaginu, hvort mikið eða lítið verður borgað handhafa. Á þessu fyrirkomulagi tapaði eg hér á ár- unum, og álít eg því að þetta sé nokkurs konar kúgun. Sannleikurinn mun vera sá, að við fiskimenn og borgarar þessa lands, erum alt af að tapa nátt- úruauðlegð Canada til auðs- og okurfélaga, þar með tel eg stjórn- ar leigu flóalanda til vatnsrottu- veiða (til einstakra félaga).. Auð- ur landsins er að safnast í tiltölu- lega fárra manna hendur. Slíkt er ekki framfarir. Auður lands- ins sannar ekki vellíðan almenn- ings. Fiskimála löggjöfinni höfum við tapað svo, að björg sú, er ætti að vera á borðum bænda og fiski- manna, undir heimilis veiðileyfi þeirra, fer að virðist í vasa út- lendra auðmanna. Við fáum “náðarsamlegast” að hafa að eins 50 faðma netstúf í vatninu, og á sumum tímum svo stóran riða, að um björg er ekki að ræða fyrir fjölskyldumann. Og þegar eg lít yfir lagabreytingar síðari tíma, finst mér meir og meir þrengt að kosti smælingj^ns. Síðar fæ eg kannske tilefni og tíma til að rita um það ítarlegar. Þá eru fiskimálafundirnir í Selkirk síðastliðin tvö ár. Virðist mér þeir hafa borið helzti lítinn árangur, nema ef hægt væri að segja, að fiskimenn væru í og með í ráðum að kúga sjálfa sig. Þar höfum við ekki haft vald til að kjósa fundarstjóra og þaðan af síður skrifara. Satt að segja vit- um við lítið um hvað þar hefir (verið “púntað niður”. Að suðurvatninu var ekki “lok- að” má þakka bænarskránum, er stjórninni voru sendar; og sem fiskimaður álít eg þessa fundi í Selkirk gagnslitla, og geta verið skaðlega. Við höfurti fulltrúa á sambands- þingi. Því notnm við ekki þessa menn? Þeir eru óefað reiðubún- ir til að vinna fyrir okkur; og víst munu þeir J. T. Thorson og L. P. Bancroft líklegastir til að útvega okkur viðunandi fiski- veiða löggjöf. í bráð læt eg þetta nægja. A. E. Isfeld. SENDA yðiir ágœta Orthopfioríic VICTROLA Beztu söluskilmálar í Canada. E. NESBITT LIMITED Orthophonic Victrolat, Records and Radio. Sargent Ave. við Sherbrooke Strœti Talsími 22 6S8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.