Lögberg - 03.01.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.01.1929, Blaðsíða 1
LANUSBOKASAfN Jrt 127134 fsIÁNDS 42. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN.,{. FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1929 NÚMER 1 öllum Islendingum gleðilegs nýárs Helztu heims-fréttir Canada Hreinar tekjur símakerfis Mani- töba fyíkis eða reglulegur tekju af- gangur, var á fjárhagsárinu sem endaði 30. nóvember 1928, $234,- 555 °g gengur sú upphæð til að borga þær skuldir, sem söfnuðust fyrir á þeim árum. Þegar tekjurn- ar voru minni en útgjöldin. Er nú ekki óborgað af þeim skuldum nema $25.873. Árið 1922 voru þessar skttldir, sem þannig höfðu safnast fyrir $884,805. Á þessu siðasta ári hefir símunum í fylkinu fjölgað um 3.700 og mikið hefir verið að því gert að leggja nýjar símalínur á ýmsum stöðum í fylk- inu og ýmsar umbætur hafa verið gerðar á simakerfinu Tekjur síma- kerfisins hafa á árinu vaxið um $186,839. Ágóðinn keniur allur frá Winnipeg og miklu meira en það, því úti um sveitirnar borga símarnir sig ekki og víða ekkert nærri því. * * * Maður að nafni Leslie D. Poyntz, lyfsali, var Q fimtudagskveldið i vikunni, sem leið, skotinn til dauðs í lyfjabú sinni að 871 Westminster Avetiue, Winnipeg. Þetta var um kl. 11 og var enginn í búðinni nema Mr. Poyntz og kona, sem vann hjá honum, Mrs. G. M. Pascal, en hún var í afturenda búðarinnar og skil- rúm á milli, svo hún sá ekki það .sem gerðist i framhluta búðarinn- ar. En hún heyrði skot og leit þá fram fyrir og sá tvo unga menn hlaupa út úr búðinni, en fann Mr. Poyntz særðan til ólifis. Unglings maður, sem þar var á ferð, sá tvo menn koma út úr búðinni og hlaupa upp í bíl, sem var þar skamt frá og keyra norður á Portage Avenue. Vissi hann ekki frekar hvað um þá varð. Talið er vafalaust, að menn þessir hafi ætlað sér að ræna og með þeim hug Ikomið inn í búðina. Lögreglan hefir heitið $5,000 vérð- launum fyrir upplýsingar, sem feiddu til þess, að þessir óbótamenn yrðu handsamaðir. Eftir að það sem hér að framan er skrifað , eða á sunnudaginn, voru tveir menn teknir fastir, grunaðir um að hafa átt þátt í þessu ódáðaverki. Þeir ení bræð- ur og heita George og Eddie Vanderlip. Fjórir lögreglumenn. ftluðu að handtaka þriðja mann- inn, en hann skaut þegar á þann Iögreglumanninn, sem næstur hon- um var og særði hann all-hættu- lega. Hann er fyrirliði í lögreglu- liðinu og heitir Charles Maclvor. Var hann þegar fluttur á almenna spítalann. Létu lögreglumennirnir þegar skotin ríða að þessum manni og særðu hann þegar til ólífis. Txig- reglan í Wlinnipeg kannast vel við mann þennan, sem heitir Carl Mc- Gee, eða Young öðru nafni, og kom hann til Winnipeg frá Californíu, bar sem hann hefir verið í fangebi árum saman. Smiður, sem gerði við skammbyssu hatis, vísaði lög- reglunni á hann. * * * Gaman væri fyrir mentafólkið vestur-íslenzka, að fylgjast með stefnu og straumum i Hfi stéttarr- bræðra sinna á íslandi, með því að eignast Stúdentablaðið, sem á hefir verið minst hér í blöðunum. Það kostar $1.50 um árið og fæst hjá S. Sigurjónsyni, 724 Beberley St., Winnipeg. add Canada * * * Langt um meira hefir verið bygt í Winnipeg á árinu sem leið, held- ur en gert hefir verið í mörg und- anfarin ár, og voru bygginga-leyf- in meir en þrem miljónum hærri 1928 heldur en árið áður, eða alls nökkuð yfir tíu og hálfa miljón dala. Árið sem leið voru í Winni- peg bygð 825 íbúðarhús, sem kost- uðu til samans $3,883,000. Tutt- ugu ibúðar stórhýsi voru bygð, sem kostuðu alls $1,800,000. Þá hafa margskonar aðrar byggingar bygðar verið, svo sem vörugeymslu hús, verksmiðjur, opinberar bygg- ingar af ýmsu tagi og 49 búðir. * * * Á tímabilinu frá 1. apríl til 30. nóvember 1928, komu 138,598 inn- flytjendur til Canada, en á sama tíma árið áður voru innflytjendur 124,362 og hefir þeim því fjölgað um 11 af hundraði. Frá Bretlandi komu 49,449 innflytjendur, og frá Bandaríkjunum 23,633. Á þeim átta mánuðum, sem hér er um að hæða, hafa einnig komið frá Bandaríkjunum 25,801 af því fólki, sem áður hafði flutt frá Canada suður fyrir landamærin, með þeim ásetningi að setjast þar að. ** * * Nýlega er dáinn í Montreal, Ro- foert iBickdike, fyrverandi sam- bandsþingmaður, sem um eitt skeið barðist mjög á móti líflátshegn- ingu og vindlinga reykingum. * * * Sir Lomer Gouin, fyrverandi dómsmálaráðherra, hefir verið skipaður fylkisstjóri í Quebec- fylki, og tekur hann við því em- bætti hinn 10 þ.m. * * * add Bandaríkin Yið forsetakosninguna síðustu voru greidd 36,798,669 atkvæði alls, eftir því sem Associated Press skýrir frá. Þar af hlaut Herbert Hoover 21,429,109 atkvæði, en Al- fred E. Smith 15,005,497. Hinir smærri flokkar höfðu aðeins um 364,063 atkvæða. Aldrei fyrri hafa eins mörg atkvæði greidd verið við forsetakosningar í Bandaríkjun- um. * * * Nýlega hefir Waldorf-Astoria, hótelið mikla og alþekta í New York, verið selt, og á að byggja þar skrifstofubyggingu, sem kvað eiga að vera fimtíu hæðir. Bandaríkin. Árið 1927 skildu 192,036 hjón í Bandaríkjunum, en 180,853 árið a^ur- því hjónaskilnaðir það árið fjölgað um 6.2 percent. Þar á móti hefir giftin'gum fækkað ofurlitið, voru 1927 1,200.694, en áriÖ áÖur 1,202,574. * * * ÞingiÖ i Washington hefir sýnt þeim Wilbur og Orville Wright sérstaka viðurkenningu, en þeir voru mennirnir, sem fyrstir manna flugu í loftfari sem knúið var meÖ vélum. ÞaÖ var í North Carolina ríikinu fyrir 25 árum. ' * * * Nýlega er dáinn i Chicago, Jacob M. Dickenson, sem var hermála- ráðherra þegar Taft var forseti. Hann var 77 ára að aldri. Hvaðanœf a. Sagt er aÖ Þvzkaland sé nú mjög aö rétta við ftir stríðið og að fjárhagur þjóðarinnar sé nú aftur aÖ komast í gott horf. Ríkisskuld- irnar hafa veriÖ minkaðar að mikl- um mun og stjórnin hefir mætt öll- um foorgunum samkvæmt Dawes fyrirkomulaginu. Flutningur með járnbrautum landsins hefir vaxiÖ stórkostlegá síöustu árin og þar með tekjur þeirra. IÖnaður alskon- ar er nú miklu meiri og arðvæn- legri en verið hefir á undanföm- tmi árum, þó kaupgjald hafi mikið hækkað og lifskjör verkalýösins batnað mjög mikið frá því sem verið hefir síðan á striðsárunum. Virðist alt henda i þá átt að þýska þjóðin sé nú óðum að ná sér aftur eftir hinar miklu hörmungar stríðs- itis. * * •*■ Frétt frá Tromsoe í Noregi seg- ir að frést hafi að flaska hafi fundist einhversstaðar viö strend- ur Finnlands og í henni hafi verið skeyti frá Roald Amundsen, þar sem skýrt er frá hvernig Capt. Rene Guilband og fjórir menn með honum hafi farist þegar þeir voru að reyna að fojarga Nobile heims- skautafara og hans félögum. Ríkin Bolivia og Suður-Ameríku, sem töluverðum skærum 1. Vinnið að því af megni, að sem mestur fiskur fari í gegn um hendur framkvæmdarstjórnar yð- ar. Eftir því sem meiri fiskur er seldur, eftir því verður hægra að j borga allan kostnað. Dæmið er | ljóst, að eg held, og þarf ekki | skýringar við. Ef eg græði $5 á i hundrað pundum, þá hlýt eg að i græða tíu sinnum eins mikið á Paraguay í átt hafa í að undan- förnu, hafa nú bæði fallist á að leggja ágeriningsmál sín fyrir The 1Þusunc* pundum. Pan-American Conference til úr-! Það er þess vert, að taka eft- skurðar. Þrætan stendur um land-; ’r Þvl> bverjir vinna með alhug að spildu all-stóra, er bæði ríkin gera bessar félagsmyndun. Til eru kröfu til. Enn um fiskisamlagið. menn í félagsskap yðar, sem ganga fram hjá sínum eigin hag, til þess að geta gert sem mest fyrir fé- lagsmenn í heild sinni. Þeir gleyma þvi, að þeir eigi sérstak- lega að græða á félagsskapnum. Fallega gert. Þeir vinna að því Þá er nú gamla árið næstum liðið og nýtt ár fer í hönd. Nú eru menn farnir að kynnast j ag leggja mikið á sig í því sam- mönnum þeim, sem hafa á hendi j bandi, að koma mönnum inn í fé- framkvæmdir í sambandi við sölu lagskapinn; þeir kaupa fiskinn af og meðhöndlun fiskjarins, og ættu þeim mönnum, sem krossbölva menn að færa sér til nytja þá j hinum, nýmyndaða félagsskap, og reynslu. gefa það þeim gamla og árum hans Menn sjá nú að einhverju leyti | að fiskifélagið, fiskisamlagið, betur en fyr hvað við á, sem til j skuli nokkurn tima græða eyris- bóta horfir, og menn þekkja ef til j virði á sér, Þessir ósérplægnu vill meira eða minna þá menn,; menn borga svo peninga út í hönd sem reyna með öllu móti hnekkja ‘þessum nýmyndaða lagsskap. Það dylst víst engum, að slíkir menn eru aðeins að hugsa um sinn eigin hag. neita því? Hverjir myndu græða á því, ef fiskisamlagið yrði eyði- lagt, segjum á fyrsta ári, eða mjög bráðlega? Það yrðu aðeins fáeinir sjálfbirgings snápar, sem álíta að þeir séu fæddir til þess að hefja sjálfa sig svolítið, en er alveg sama um alla aðra, dettur ekki í 'hug að leggja neitt á sig fyrir aðra. Slikir menn eru auðvitað aðal- lega smá-fiskikaupmenn, sem kaupa það sem þeir geta náð í af fiski og telja fáfróðum trú um, að þeir gefi eins mikið, ef ekki meira fyrir vöruna, en fiskifélagið muni nokkurn tíma borga. Mér er sagt, en ekki þori eg að fullyrða að það sé satt, að þeir telji mönnum trú um, að félags- skapur þessi, fiskisamlagið, sé sömu tegundar og hin alræmdu “Trusts and Combines” fyrir sunnan línuna. Ef þeir menn eru nokkrir, sem telja mönnum trú um slíkt, þá mega þeir hafa skömm fyrir frammistöðuna. »-v- Samlagið var myndað til þess að auka heill almennings, til iþess að halda uppi sanngjörnu verði á fiski frá fyrstu hendi, til þess að sjá um, að þeir, sem líða og stríða við að framleiða þessa vöru, svangir, kaldir og syfjaðir, gætu að ein- ’hverju leyti haft viðurværi sitt af vinnu sinni. Það var og er álit þeirra, er sam- lag mynduðu, að “verður sé verka- maðurinn launanna”,,— að þeir eigi ekki síður kaup skilið, sem vinna kaldir úti á vatni, en þeir, sem í skrautsölum sitja og fást við að leggja saman tvo og tvo. Sem foetur fer, eru meðlimir fiskisamlagsins að fjölga, þótt ekki sé alt með feldu og mótróð- urinn ákveðinn. Það er dálítið einkennilegt að þeir, ^em veiða og hafa til sölu frá fyrstu hendi fisk af ýmsum tegundum, skuli hlusta á fagur- gala, og slúður að eg er hræddur um, þessara litlu fiskikaupmanna, og þannig ganga á bug við sinn eigin hag, — því ekki þarf nema meðalmann til þess að sjá, að fiskisamlagið ræður, nú þegar, að ein’hverju leyti Verði fiskjarins vegna þess, að meðlimirnir standa sameinaðir, og hin stærri félög sjá, að hér er um styrk að ræða, sem vert er og verður að t^ka til greina. Um leið og eg óska meðlimum fiskisamlagsins gleðilegs nýárs af heilum hug, langar mig til þess að segja: að: þessum iböðlum, til þes að auka fé- velmegun meiri hluta meðlima samlagsins. Þeir vita, að eftir því, sem samlagið höndlar meiri fisk, eftir því verður hagur þess Vill einhver reyna að j betri að öllu leyti. Og þessir menn borga meira en mögulegt er í kaup þeim mönnum, sem vinna fyrir þá, þegar lítill fiskur kemur frá félagsmönnum, ýmsra orsaka vegna. tíjálfir ooa þessir menn, fórnfæra sjálfum sér fyrir fjöld- ann. Á meðal þessara ósérplægnu manna, er herra Skúli Sigfússon, þingmaður í St. George kjördæmi. 3. Mönnum, sem þannig vinna af alhug fyrir félagskapinn, er aldrei of borga. En ef einhverjir eru á meðal félagsmanna, sem sýna hlutdrægni, af hvaða tegund sem er, þá mega slíkir menn með engu móti vera 1 stjórn félagsins. Félagsskapurinn er myndaður sjálfsagt með þeirri hugmynd, að eitt skuli yfir alla ganga, að all- ir skuli hafa sama rétt, og að eng- um sé gert hærra undir höfði en öðrum, eins lengi og menn haga sér jafn vel. Eftir því sem tíminn líður, kemur að því, fyr eða síðar, að þeir menn, sem reynast bezt og vaka yfir velferð félagsmanna allra, en ekki aðeins hinna fáu út- völdu, verði látnir ráða sem mestu um framkvæmdir til félagsheilla. Það má ekki koma fyrir, að menn renni hver á móti öðrum í félagsskapnum, þótt ekki sé nema í laumi. Því hvert það ríki, sem í sjálfu sér er sundurþykt, getur ekki staðist. — Þetta, sem eg er að tala um, kemu rlíklega ekki fyrir, “en eg segi nú foara svona.” Mottóið verður að vera: “Einn fyrir alla, og allir fyrir einn”, þá fer alt vel. .... Jóhannes Eiríksson... Minning Jónasar Hallgrímssonar 1 Kaupmannahafnarhlaðinu “Ber- linske Tidende” frá 7. nóvember, er þes getið, að á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar í ár, verði afhjúpuð minningartafla í húsi því í Kaupmannahöfn, þar sem skáldið bjó í áður en hann andaðist, en það er 'Sct. Peder- stræde 22 (áður 140). Tafla þessi er úr marmara og í hana letruð (eftir teikningu Arne Finsen) þessi orð: “Den islandske Digter Jonas Hallgrimsson, födt den 16. Novemfoer 1807, död i Köbenhavn den 26. Maj 1845, hafde her sin sidste BoIig“. Prófessor Vilhelm Andersen og ýmsir fleiri mætir menn gengust fyrir samsotum til þess að koma upp þessari minn- ingartöflu.—Mfol. Íslenzk frœði á Bretlandi. Þó að Bretar hafi að vöxtum lagt miklu minna til rannsókna is- lenzkra og norrænna fræða en NorÖurlandabúar og Þjóðverjar, er skerfur þeirra að ýmsu leyti merkilegur. Thomas Gray (1716— 1771) var fyrsta erlent skáld, sem gerði sér grein fyrir þeirri auðlegð frumlegra yrkisefna, sem fólgin væri í fornritum vorum, og reyndi að færa sér þau í nyt. Hafði dæmi hans síðan viðtæk áhrif á þýzkar og norrænar bókmentir. TÍngland er eina land í Norðurálfu. fyrir utan Danmörku, sem kvatt hefir islenzka fræðimenn til dvalar og starfs við höfuðháskóla sína. Þeir GuÖbrandur Vigfvijsson og Eiríkur Magnússon leystu ]>ar báð- ir mikilvæg verk af höndum, að nokkuru leyti í samvinnu við enska rithöfunda. Síðan komu þeir W. lenzku nútíðarmáli og nútimalifi, og unnar, báðir hinir lærðustu menn í fornurn fræðum og kunnugir ís- fjölfróður og skarpgáfaður, og kendu þeir um langt skeið íslenzk fræði i Lundúnum og Oxford. Fpic and Romance eftir W. P. Ker er enn í dag að ýmsu leyti bezta rit. sem samiÖ hefir verið um forn- lx'tkruentir íslendinga á erlendu ] máli. Þegar W. P. Ker féll frá og W. A. Craigie flutti til Yesturheims fyrir nokkurum árum, virtust ó- vænlegar horfur fyrir þessi fræði i Bretlandi. \Tar auÖsætt, hvílíkur skaði það væri, ef íslenzk fræði vrðu afrækt með þessari miklu ;»ndvcgisþjúí5. Eugin tunga cr bet- ur til þess fallin en enska að bera boð frá smáþjóðunum út um víða veröld, þar sem heita má. að hún sé lesin og numin um heim allan. Englendingar hafa og jafnan sýnt það, að þeir skilja menningu vora og bókmentir flestum erlendum þjóðutn betur, ef ]»eir koma auga á þær. Þeir eru ferðamenn ntiklir og vex ekki í augum að kvnnast landi og þjóð af eigin sýn og raun, og höfðingsskapur þeirra og frjáls- mannleg hugsun er enn nijög í ætt við fornöldina. Og því fer betur, að hér virðist ntunu svo fara, að maður komi í ntanns stað. Þótti mér jafnvel furðu sæta nú í haust, er eg kom í nokkura enska háskólafoæi, hver gróður þar er í þessum efnum. Er þó íslenzka hvergi kend aS höfuð- námsgrein enn sem kotniÖ er, held- ur forot eitt af enskunámi. Eftir- maður Wf. P. Kers j Lundúnum er R. W. Chambers. en W. A. Craig- ies í Oxford J. R. Tolkien. Báðir eru þeir sérfræðingar í engilsax- nesku, en kenna þó líka íslenzku. Hvorugur þeirra hefir enn komið til íslands, en próf. Tolkien hefir síðustu ár haft íslenzka Stúlku á heimili sínu, talar íslenzku prýði- lega og les nútmabókmentir, jafn- framt hinurn fornu. með nernend- um sínum. í Cambridge er Miss B. S. Phillpotts aðalkennarinn í ís- lenzkum fræðunt. Hún er hin lærðasta kona og skörungur í hví- vetna, hefir gert merkilegar rann- sóknir um forna menningu og bcSk- mentir (Kindred and Clan (lOUE The EJder Edda and ^ Ancient Scandinavian Drama (1920)), far- ið fótgangandi urn ísland þvert og endilangt. og standa fáir henni a sporði að þekkingu og skilningi á þjóðinni aö fornu og nýju. Miss Phillpotts hafði um margra ára skeið svo umsvifamiklum störfum að gegna, er hún hafði á hendi for- stöðu Westfield College í Lundún- um og Girton College í Cambridge, að hún gat lítt gefið sig að vísinda- iðkunum. En nú hefir hún horfið aftur aS fræðum sínum og má mik- ils vænta af kenslu hennar og rií- störfum framvegis. Hún hefir nú í srníðum bók um Eddur og sögur. • birt mun verða í Home Univer- sity Librarv, og verður það fyrsta ritið um íslenzk efni í því víðlesna safni. Og einn nemenda hennar er að semja doktorsritgerð um drauma í islenzkum fornritum, með sam- anburði við drauma frá síðari öld- um. Eru þeir Hermann Jónasson og Drauma-Jói þar orðnir rann- sóknarefni við Cambridge háskóla. En einna mest fanst mér þó um að kynnast íslenzkunánti í háskól- anum í Leeds, enda kom þaö að mér óvörum. Leeds er verk- smiðjubær á Norðimbralandi, all- fjölmennur, en meir kendur við tóskap en foókarament. Þar er ungur háskóli og upprennandi og virðist enskudeiklin einna framar- legast. Aðalkennari í enskri tungu er E. V. Gordon, ungur maður, fjölfþóðlur og skarpgláfaður, og hinn mesti áhrifamaður. Hann gaf út 1927 Introduction to Old Norse, ágæta bók í sinni röð, og fór til íslands samsumars. Hefir hann starfað ótrauðlega að því að vekja áhuga á íslenzkri tungu og bókmentum i Leeds og orðið vel ágengt. M. a. hefir háskólinn nú fest kaup á góðu ‘íslenzku bóka- safni, svo að þar verður nú að surnu levti ’lætri bókakostur í þeirri grein en nokkursstaðar annars í Bretlandi. Hann hefir og kontið ]>ví til leiðar, að samningar munu takast milli háskólans í Leeds og háskóla íslands, að íslenzkum stú- dentum verði gert enskunám í Leeds greiðara og kostnaðarminna en annarsstaðar, gegn því, að greitt verði fyrir stúdentum frá Leeds hér heima. Þykir mér ekki annað sýnna en próf. Gordon takist á næstu árum að gera Leeds-háskóla að einu aðalbóli íslenzkra fræða erlendis, og ntega íslendingar vel gefa slíku gaum. Skilningur á satnhengi fornrar og nýrrar tungu og menningar hefir jafnan konúð fram hjá þeim Bretum, er við fræði vor hafa fengist. En hvergi hefi eg fundið hann koma skýrar frarn en hjá stúdentum í Leeds, ]tar sem til mannfagnaðar voru sungin íslenzk kvæði með íslenzk- um lögum og heita mátti, að hverj- um nemanda léki landmunir að fara til íslands. Varð mér þá a« hvarfla huganum til ísletizkunáms við háskóla Kaupmannahafnar, ]»ar sem varla nokkur danskur stú- dent færði sér í nyt, þótt tslend- ingar væru þar á hverju strái og jafnvel sessunautar þeirra, heldur kusu að nerna fornmálið sem dauð- an bókstaf, enda löngum með sem- ingi. Hver veit nema íslenzkunám hjá nánustu frændþjóðum vorum eigi enn eftir að verða fvrir heil- næmum áhrifum frá Bretlandi og Þýzkalandi, líkt og ástundan forn- ritanna endur fyrir löngu. —Vaka. S. N. • ÞAKKARTILFINNING FYRIR HLUTTEKNINGU. Þegar eg í september síðastliðn- um varð að flytja til Yorkton á spítala til uppskurðar við mein- semd, sem eg hefi þjáðst af um nokkurn tima undanfarið, og dvelja þar fullan mánuð, finst mér skylt og einnig Ijúft að minn- ast með þakklæti þess hlýhugar og aðstoðar, sem eg hefi orðið aðnjótandi fojá bygðarbúunum ís- lenzku hér í kring. Eg ætla ekki að telja upp nein nöfn, þar sem þeir sem hafa veitt mér mesta hjálp, hafa beiðst undan sérstöku hrósi, sem sýnir bezt af hvaða hvötum aðstoðin er veitt. — Þess verð eg þó að minnast, að foafa veitt móttðku frá kvenfélagi bygð- arinnar og einstaklinga samskot- um að uppfoæð $126.50. En fram- ar öllu þakka eg þeirri nágranna- fjölskyldu, sem á meðan á fjær- veru minni stóð, að miklum hlut annaðist um þau heimilisverk mín. sem ekki varð hjá komist, og það án alls endurgjalds. — Það eina, sem eg get endurgoldið fyrir þessa hjálp, er þakklætistilfinning mín og Jconu minnar, sem við óskum eftir að þurfa ekki að gleyma. Churchforidge, í des. 1928. John B. Johnson.... WONDERLAND. Það meir en borgar sig, að sækja Wonderland leikhúsið á fimtudag- inn, fðstudaginn og laugardaginn í þessari viku og sjá William Haines í kvikmyndinni “Telling the World.” Fyrstu þrjá dagana af næstu viku, sýnir liekhúsið kvikmyndina “The Cosacks”. Mjög tilkomu- mikil og spennandi mynd. K0NUNGURINN Síðustu fréttir af heilsufari kon- ungins eru þær, að hann sé held- ur í afturbata og að læknarnir geri sér allgóðar vonir um að hann muni aftur komast til heilsu, þó þess verði enn vafalaust nokk- uð langt að bíða. Þó er hellsa hans enn svo veik, að lítið mun þurfa út af að foera, til þess að lífi hans sé mikil hætta búin. Hvalreki á Akranesi Reykjavík, 24. nóv. 1928. Klukkan að ganga 7 á fimtu- dagsmorguninn vöknuðu menn á Akranesi við allsnarpan jarð- skjálftakipp. Er þeir komu á fæt- ur, sáu þeir nýstárlega sjón. í flæðarmálinnu við kauptúnið lágu 73 marsvín (grindahvalir), er höfðu hlaupið þar á land um nótt- ina. Ofsarok var framan af nóttu af suðaustri, og hafði enginn maður orðið- var við, er skepnur þessar komu á land, nema hvað einn maður, Oddur yGíslason að nafni, sem á heima í húsi, er stendur mjðg framarlega á fjöru- bakkanum, hafði heyrt blástur og buslugang um nóttina, en eigi þó svo greinilega, að hann gæfi því gaum. Sögumaður Morgunblaðsins kom á vettvang kl. 7 og hálf um morg- uninn. Þá voru sum marsvínin dauð, en nokkur í fjörbrotunum og foyltust til í fjörunni. Jafnóðum og fólk kom á fætur, flyktist. það niður í fjöruna til þess að sjá öll þessi ósköp, sem þar voru á ferð- inni. — Þótti mönnum tákn og stórmerki fara saman, þar eð jarðskjálftinn vakti menn eins og til þess að þeir litu í kringum sig og sæju, hvað um var að vera. — Stærstu marsvínin eru rúmar 11 álnir á lengd, en meðalstærð er 6—8 álnir. Var síðan byrjað að bjarga skepnum þessum undan sjó, og voru flestar dregnar upp á fjöru- bakkanna. En nokkrar voru bundnar í fjörunni og festar við foakkann. Um kvöldið var skotið á fundi til iþess að ræða um, hvað gera skyldi við feng þenna og fovernig honum skyldi skift. Varð það úr, að landeigendur afsöluðu sér hlutdeild í feng þessum upp á þær spýtur, að hreppsfélagið fengi hann óskiftan og yrði ágóðanum varið til hafnarbóta. í gær kom Olafur Björnsson út- gerðarmaður hingað til bæjarins til 'þess að leita fyrir sér mað sölu á reka þessum. Kjöt og spik af smáhvölum þess- um mun vera nokkuð á annað foundrað smál. Er kjötið talið af- bragðs fæða, og hér mun það vera eins gott og framast má verða, því marsvínin voru blóðguð undir eins og blæddi þeim út, því að flest eða öll voru lifandi, er fyrst var að komið. í Færeyjum er það talin mesta guðsgjöf, þegar grindahlaup kem- ur. Er kjöt og spik eingöngu not- að til manneldis og er dreift út um allar eyjar. Þykir kjötið herra- mannsréttur nýtt, sérstaklega í “buff”, en það sem Færeyingar torga ekki af kjötinu nýju, er salt- að niður ásamt spikinu, og er hvorttveggja borðað saman og þykir ágætur matur, ekki aðeins þeim, sem honum eru vanir, held- ur einnig þeim, sem bragða hann i fyrsta skiftj.—Morgbl. NÝTT FISKIMIÐ. Seyðisfirði, 21. nóv. Brezkir botnvörpungar þyrpast nú mjög hér á fiskimiðunum út af Seyðisfirði, og einnig 60—70 kvartmílur norðaustur af Langa- nesi. Þar þykjast þeir hafa fund- ið nýjan “banka” og láta vel af að fiska þar í 140—160 faðma djúpum sjó.—Mbl. t t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.